Lögberg - 19.03.1925, Blaðsíða 1

Lögberg - 19.03.1925, Blaðsíða 1
Látið taka af yður MYND í nýju loðyfirhöfninni W. W. ROBSON rEKUB GAÐ/VR MYNDIR AÐ 311 PORTAGF. AVE. PBOVINCF THEATBE 1 A pessa vlku Tom Mix í uThe Deadwood,, Næstu vlku: Margaret de la Motte í “The BELOVED BRUTE” 38. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 19. MARZ 1925 NOMER 12 Helztu heims-fréttir Canada. Hon. James Robb, settur fjár- málaráögjafi, hefir tilkynt aí5 fjár- lögin verSi lögð fyrir sambands- þingið seinni part yfirstandandi vi'ku. * * # Greenfield stjórnin í Aflberta, hefir lagt fram í fylkisþinginu fjár- lögin fyrir 1925, meS $368,632,51 tekjuhalla. Leiðtogi andstæðinga- flokksins, Hon. Chas Mitchell, full- yrðir, að tekjuhallinn sé í rauninni helmingi meiri. * * • Ralph Connable, forstjóri F. W Woolworth verzlananna í Canada, hfir sagt af sér þeirri stöðu og kveðst vera staðráöinn í aö leita kosningar til sambandsþingsins. # * # I síðastliðnum febrúarmánuðl var sextán bifreiðum stolið í Cal- gary borg. Allar hafa þær fundist aftur, að einni undanskilinni. • # # A W. Neill, utanflokka þing- maöur í sambandsþinginu, frá Co- max Alberni í British Columbia fylki, hefir nýlega boriö fram Jjingsályktunar tillögu, er fram á það fer, aÖ hervarnir viö strendur Canada, veröi auknar til muna. Telur hann þjóöina í raun og veru standa uppi varnarlausa í þessu til- liti. * * * Til Vesturlandsins hafa komið í síðastliðnum mánuði um ellefu hundruð innflytjendur, frá hinum ýmsu Norðurálfuríkjum. • * • Fylkisþingið í New Brunswick, kom saman hinn 12. þ. m. Meðal löggjafarnýmæla þeirra, er hásætis- ræðan drap á var þaö, aö barna- skólanemendur skuli framvegis fá ókeypis kenslubækur. # • • Tveir póstþjónar hafa verið tekn- ir fastir í Moose Jaw, Sask., og sakaðir um aö hafa verið viðriðnir póstránið þar í borginni, hinn 1. desember síðastliðinn. Rán það nam fullum þrjátíu og átta þúsund- um dalá. • • • Rt. Hon. W. L. Mac Kenzie King, forsætisráðgjafi Canada, hef- ir í þingræðu lýst yfir því að stjórn- in sá staðráðin í að gera samning- ana við Peterson eimskipafélagið aö kappsmáli og standa eða falla með þeim. * * • James Serda, járnbrautarþjónn í Hamilton, Ont., hefir erft $300, 000 dali eftir föður sinn, sem ný- látinn er á Spáni. • • • Hon. T. C. Norris, leiðtogi frjáls- lynda flokksins í fylkisþinginu í Manitoba, hefir borið fram tillögu til þingsályktunar, þar sem skorað er á stjórnina að hlutast til um að skipuö verði konungleg rannsókn- arnefnd, til þess aö rannsaka allar ástæður til fjárhagshruns Hearst músíkverslunarinnar og Farmers Packing félagsins. # # # lagt hefir stund á kristin vísindi -— Christian Sciende, var tékinn fast- ur og sakaður um að vera valdur að dauða 12 ára gamallar stúlku er Doreen Watson hét. Stúlka þessi lést úr barnaveiki — diptheria, hinn 22. nóvember síðastliðinn. Var það boriö á Mr. Elder, að hann heföi komið í veg fyrir, aö barnið yröi aðnjótandi venjulegrar læknishjálp- ar, það er að segja innsprautunar gegn veikinni. Eftir langa vitna- leiðslu í málinu, var Mr. Elder fund inn sekur fyrir kviðdómi. Dóm- ur í málinu verður kveöinní upp þ. 26. þ.m. • • • Nýlátinn er á sjúkrahúsi í Guelph, Ont., senator W!. H. Benn- ett frá East Simcoe. Hann átti um alllangt skeið sæti í neðri málstof- unni, af hálfu íhaldsflokksins, áð- ur en hann hækkaði í tigninni. ----------------o------- Bretland. Austen Chamberlain, utanríkis- ráðgjafi Breta, hefir neitað aö skrifa undir friðarsáttmála þjóö- bandalagsins, þann er saminn var i fyrra, að tilhlutan Ramsay Mac- Donald, fyrrum stjórnarformánns og Herpiots forsætisráðgjafa Frakka. Veröa tillögur þær í heims- friðarmálinu, líklegast því miður, að liggja í þagnargildi fyrst um sinn. # * # Níu aukakosningar til þjóðþings fríríkisins írska, fóru fram í lok fyrri viku. Urðu úrslitin þau, að Cosgrave-stjómin gekk sigrandi af hólmi í sjö kjördæmum. Heldur hún því vafalaust völdum fyrst um sinn. • • • Fjártapið vitð sýninguna að Wembley hefir numiö $9,250,000. Uefir þess nú verið farið á leit við stjórnina, að hún legði fram -5,000, 000 eða meira upp i tekjuhallann. Ákveðið hefir verið, að sýningin skuli opnuð 1. mai næstkomandi og standa opin fram í október. # * * Breskur þingmaður, sem kosinn var til þjóöþingsins í síðustu kosn- inguin, hafði heitið því, að kyssa alla kvenkjósendur í Mid-Essex kjördæminu, þar sem hann bauð sig fram, ef hann yrði sigursæll. Nokkru seinna var hinn nýkosni þingmaður staddur á skemtisam- komu í Brantwood. Bar forseti samkomunnar honum það á brýn, að hvað sem öðru liði, þá væri það víst, aö hann heföi svikið þetta mikilvæga kosningaloforö. “Eg viðurkenni sekt mína’’, sagði þing- maðurinn, “en hér er ekki um á- setningsynd að ræða, heldur hafa annir hamlað mér frá að fullnægja þessari skyldukvöð. Sem sagt, er eg þess albúinn, að byrja á athöfn- inni nú jægar.” Tala kvenkjós- enda í umræddu kjördæmi, nam 16,269. — Bandaríkin. Síðastliöinn föstudag lést að heimili sínu hér í borgnni, John T. Speirs, forseti Speirs — Parnell brauðgerðarverksmiðjlunnar 'hér í borginni, einn af best metnu við- skiftafrömuðum Vesturlandsins. Hann var 65 ára að aldri og hafði dvalið í Manitoba síðan 1881 Mr. Speirs átti um hríð sæti i bæjar- stjórninni Winnipeg. Hann lætur eftir konu og þrjú börn. Er son- urinn, James M. Speirs, fram- kvæmdarstjóri við brauðgerðar- verksmiðju þá, er faöir hans stofnaði. • • • Coderre dómari, sá er undanfarna þrjá mánuði hefir verið að rann- saka ástand lögregflumálanna i Montreal, hefir nú lokið starfi og komist að þeirri niðurstöðu, að ýmsir af yfirmönnum lögreglunn- ar hafi ekki verið starfi sínu vaxn- lr °g aö margskonar siðspilling hafi látin verið viögangast visvitandi. Tcggur hann meðal annars til, að yfir lögreglustjóranum, Belanger, verði vikið frá embætti. • • • Mál eitt hefir staöið yfir fyrir dómstólunum undanfarandi hér í borginni, sem vakið hefir óvenju- mikla eftirtekt meðal almennings. F.r því þannig háttað, aö maður einn William Elder aö nafni, er Fjármálaráðuneyti Bandaríkj- anna, hefir krafist þess, að senator Couzens, frá Detroit, Michigan, verði dæmdur til að greiða $10,861, 131.50 í skatt af hlutum þeim, er hann átti í Ford bifreiðafélaginu, en seldi árið 1919. Er því haldið fram, að senatorinn hafi vísvitandi vilt skattheimtumönnunum sjónir, á sanngildi téðra vegðbréfa. Mr. Couzens telur hér aðeins vera um pólitískar ofsóknir að ræða. Þykir slíkt ]>ó harla ólíklegt, þar sem senatorinn er ákveðinn Re- publican og þarafleiðandi einn af ákveðnustu stuðningsmönnum Coolidge-stjórnarinnar. —“ • • • Þess var getið í síðasta blaði, að bráðkvaddur hefði orðið í Wash- ington, senator, Medill McCormick, Republican frá Illinois. EftirmaÖ- ur hans hefir enn eigi verið skipað- ur, en sagt er að f jöldi manna keppi um hnossið. Ríkisstjóri skipar mann i embætti þetta, fyrir það sem eftir er kjörtímabilsins. • • • Nýlega skipaði Coolidge forseti Charles Beecher Warren til dóms- málaráðgjafa. Þegar til kasta senatsins koni, sem staðfesta átti útnefninguna, var henni synjað. Er slíkt taliö einstætt, í sambandi við val nýs ráðgjafa. 6. styrkur vegna óskilgetinna barna kr. 27542.08. 7. styrkur veittur af öðrum ástæð- um kr. 12738.31. Næst er skrá yfir ómaga yngri en 16 ára. Styrkþegar voru 21 (T7 árið áðurj og styrkveitingar námu alls kr. 8754.73, en endurgreiddar voru 460 krónur. Þriðja skráin er “yfir fjárveit- ingar til innansveitarmanna, sam- kvæmt berklavarnalögunum, og endurgreiðslur samkv. sömu lög- um.” Styrkþegar eru taldir 54, en fjár- veitingin samkvæmt þessum lið kr. 22615.00 og teljast þessar greiðslur ekki fátækrastyrkur. Endurgreiðsl ur námu 39 kr. Fjórða skrá er um “fjárveitingar til innansveitarmanna, skv. lögum nr. 61 frá 27. júní 1921” (breyting á fátækralögunum, 77. gr.J. Fjár- veitingar samkvæmt lögum þessum teljast ekki fátækrastyrkur. Þær hafa numið alls kr. 30813.29. End- urgreiðslur skv. þessum liö hafa numið kr. 1474.50. Þá kemur fimta skráin. Hún ræð- ir um þurfamenn annara sveita, styrkveitingar annara sveita, styrk- veitingar og endurgreiðslur árið 1923.” — Námu styrkveitingar þessar alls kr. 69025.30 (árið áður kr. 51951.42). — Endurgreitt hafði veriö af styrkþegum og framfærslu- sveitum kr. 52073.70. Sjötta skráin skýrir frá fjár- veitingum til “utanbæjarmanna árið 1923, samkv. berklavarnarlög- unum og endurgreiðslum samkv. sömu lögum.” — Fjárveitingar sam kvæmt þessum liö námu alls kr. 49706.00 — Endurgreiðslur eru taldar kr. 30081.89. Sjöunda og síðasta skráin er “yfir fjárveitingar til utanbæjar- manna áriö 1923 skv. Iögum nr. 61 frá 27. júni 1921 og endurgreiðslur samkvæmt sömu lögum.” Fjárveitingar samkvæmt þessari skrá eru taldar alls kr. 16041.15 — Endurgreiðslur námu kr. 14861.19. Vísir 5. febr. Mag. Holger Wiehe í fyrradag barst danska sendi- herranum hér i Reykjavík skeyti um, að Holger Wiehe, sem um eitt skeið var sendikennari hér við há- skólann, væri látinn. Hann hafði upp á síðkastið þjáðst mjög af brjósttæringu, sem þá, og hefir orðið banamein hans. Margir Islendingar þektu Wiehe frá eldri tíö, frá námsárum hans við háskólann í Khöfn, svo mjög sem hann þá umgekst ísl. stúdenta, til þess af viðræðum við þá að fullkomna sig í islenzkri tungu. Því að hann haföi valið sér nor- ræna málfræði að aðalnámsgrein. En honum nægði ekki að kynnast fornmálinu. • Hann vildi einnig !æra nútíðarmálið, enda náði hann þegar á stúdentsárum sínum þeirri fullkomnun í því, sem sjaldgæf er með Dönum, aö hann gat talað þaö viðstöðulaust og laukrétt að mestu. Við dvöl sina síðar hér í bæ fullkomnaðist hann enn meir í tungu vorri og mundi mega segja, að hann hafi talaö hana og ritað eins og innfædddur maður væri um það leyti, er hann hvarf héöan aftur heim til átthag- anna. Frá dvöl hans hér í .bæ, árin 1914 til 1918, er hans minst af mörgum með hinum hlýjasta hug, svo vel 'kynti hann sig í vorum hóp. Hann kom hingað sem densk- ur sendikennari við háskóla vorn á fyrsta ári ófriðarins mikla og tók þegar um haustið að flytja fyr- irlestra um danskar bókmentir. Lagði hann mikla alúð við starf sitt og lét ekkert skorta á sem bezt- an undirbúning við þaö, enda voru fyrirlestrar hans einkar fróðlegii En þeir voru miður sóttir, en búast hefði mátt við, og mun mega gera ráö fyrir, að það hafi ýtt undir H. W. aö hverfa heim aftur eftir 4 ára dvöl sína hér, svo vel sem hann annars undi hag sínum á meðal vor, þrátt fyrir alla — og ekki litla í því skyni, var skrifað af einlægu vinarþeli og meö rétt óvenjugóð- um skilningi á högum þjóðar vorr- ar. Árin sem H. W. dvaldi hér í bæ vann hann meö kappi að undirbún- ingi hinnar nýju dönsku orðabók- ar, sem kend er við Sigfús Blön- dal, og nú er senn fullprentuð. A H. W. ekki lítinn þátt í heppileg- um dönskum þýðingum íslenzkra orða og talshátta, sem þar verða fyrir manni, enda var hann manna snjallastur á danska tungu að fornu og nýju. H. W. var alla tíð vinsæll mjög, og vinsælda átti hann ekki siöur að njóta hér á landi en heima fyr- ir. Hann var allra manna yfirlæt- lausastur og hafði sig mjög lítt í frammi, en i hóp vina sinna gat hann verið hinn skemtilegasti, eins og hann var ávalt hinn ástúöleg- asti í viðmóti. Vildu menn fræðast af honum um efni, er snertu hans vísindalegu áhugamál, var hann hinn allra greiðasti til svara, rétt eins og þægðin væri hans en ekki spyrjanda, enda fór maður sjald- an erindisleysu til hans. Wiehe sál. var fæddur 5. janúar 1874, og því rúmlega 51 árs, er hann lézt. Afi hans var bróðir dönsku leikaranna, sem frægastir voru um eitt skeið, Michaels og Wilhelms Wiehe. Hann varð stú- dent áriö 1893 og lauk meistara- prófi i norrænni málfræði 1899 °S haföi síðan ofan af fyrir sér með kenslu í skólum uns hann fluttist hingað. Eftir burtför sína héöan settist hann að í Silkeborg og varð fastur kennari þar við Frk. Langs skóla. Hann lætur eftir sig ekkju °g fjögur börn. Við íslendingar eigum einlæg- um vini á bak að sjá, þar sem Hol- ger Wiehe var, og höfum ástæðu til að minnast hans liðins meö þakklæti og hlýjum hug. Dr. J. H. —Morgbl. Island og Grænland. Á fundi Fiskifélagsins í gærkveldi, var samþykt svohljóðandi tillaga hr. Óskars Halldórssonar: Fundur- inn skorar á stjóm Fiskifélagsins, að leita til Alþingis um alt aö 50 þús. kr. styrk til þess aö gera út tvö skip, er leiti fiskimiða við Grænland á komanda sumri. Skal annað skipið vera botnvörpungur, en hitt línuveiðaskip, útbúið meö öll síldar og þorsk veiðarfæri. Landhelgisgæzla var eitt af þeim málum, sem rædd vom á Fiskifé- lagsfundi í gærkveldi, og voru all- ir á einu máli um þaö, að auka bæri gæzluna, og að Islendingar sjálfir létu smíða skip til strandgæzlunn- ar, sem svij^iðast botnvörpungi, en öllu hraðskreiðara.—Visir'. Rvík, 15. febr. 1925. Af togurunum, sem ekki hefir til spurst, Leifi hepna og Robert- son, hefir ekki frézt enn. Þó eru menn að vona, aö enn geti þeir ver- ið ofansjávar. En verið getur, að þeir séu hjálparþurfar. — Fylla, sem er að leita, haföi í gær farið um þá leið, sem helzt er hugsan- legt, að þeir hittust á, en ekki orð- ið neins vör. En ekki er það undarlegt, því eitt skip getur auð- veldlega farið fram hjá þeim á svo stóru svæði, sem um er að gera. Félag togaraeigenda -hefir nú tekið leitarmálið í sínar hendur, og fara 10 togarar héöan í dag snemma, mæta öðmm 6, sem eru á veiðum fyrir sunnan land, og hefja síðan leitina. Víðir kom inn i fyrra kvöld, og hafði séö mjög ísaðan togara 20 mílur SVS af Reykja- nesi, en eigi sást, að neitt væri að því skipi. Viðir hefir engin loft- skeytatæki, og vissi því ekkert um. að togaran vantaöi.*—Mbl. Á ársfundi Jóns Sigurðssonar félagsins hlutu þessar konur kosn- ingu i stjómarnefnd félagsins á næstkomandi ári: Hon. Regents: Mrs. F. J. Rergmann, Mrs. B. J. Nicholas Longwort, Republican frá Ohio, hefir verjö útnefndur sem forsetaefni neðri málstofunn- ar, en af hálfu Demokrata, hlaut Finis J. Garnett frá Tennessee út- nefningu. • * * Látinn er í New York, William Andrews Clark, fyrrum senator frá Montana. Var hann alment tal- inn einn auðugasti námueigandi i heimi. Hann var fæddur í Conn- ellsville í Pennsylvaniaríkinu árið 1839. • • • Neðri málstofan hefir samþykt þingsályktunar tillögu, borna fram að Theodore Burton, er krefst þess að Bandaríkjastjórn viðurkenni þegar alþjóðadómstólinn ■—World Court, og taki starfandi þátt i stofnun þeirri. » • • Fullyrt er, að Jakob Gould Schur man núverandi sendiherra Banda- ríkjastjórnar í Kína, muni í náinni framtið hljóta sendiherraembætti á Þýskalandi. Mr. Schurman var áöur forseti Cornell háskólans. ----------------o------- Hvaðanœfa. Látinn er nýlega stjómmálamað- urinn nafnkunni, Sun Yat Sen, sá er kallaður hefir verið faöir hins kinverska lýðveldis. Varð krabba- mein honum að' bana. Var hann fyrsti lvðveldisforseti þjóðar sinn- ar og þótti í hvívetna hinn merk- asti maður. • • • Fjörutiu smálestir púðurs, sprungu í loft upp á Caju-eynni, sem liggur skamt frá Nictheroy í Brazilíu. Átta menn létu þar líf sitt, en um sex- hundruð hlutu meiri og minri meiðsl. Eignatjónið er metið á freka miljón dala. • • • Ráðuneyti þaö á Tyrklandi, er Ftehi Bey veitti forystu, hefir orð- ið að láta af völdum. Báru and- stæðingar stjórnarinnar henni þaö á brýn ,að hún hefði verið orðin svo afturhaldssöm, að við slíkt hefði ekki lengur verið unandi. * * * Þjóðbandalagið hefir boöið Þýskalandi inngöngu með fullum og ótakmörkuðum meðlimsréttind- um. Þykir líklegt, að stjórnin taki boðinu tafarlaust. # » • Stjórnarformaður ítalíu, Benito Mussolini, hefir legið rúmfastur undanfarnar vikur, en nú sagður að vera á góðum batavegi. • * • Maður einn 130 ára gamall og steinblindur, búsettur í Lydenburg, Suður-Afríku, brá sér aö því að gifta sig núna fyrir skemstu. Um aldur brúðarinnar er ekki getið. • • * Sykurframleiðslan á Queensland, varð á síðastliðnu ári 200,000 smá- lestum meiri, en hægt var, að fá markað fyrir. Af þessu hefir það leitt, að ákveöiö hefir veriö, að hafa miklu minna land undir sykurrækt i ár, en í fyrra. — • • • Fyrrum landbúnaðarráðgjafi ítala, de Capitani, lýsti nýlega yfir þvi í þingræðu aö hagur landbún- aðarins á ítalíu hafi stórum breyst til hins betra, frá því er Mussolini stjómin kom til valda. Skýrsla um fátækraframfæri í Reykjavik árið 1923 hefir nýlega verið birt. Em þar upp taldir allir þeir, sem styrks hafa notið úr bæjarsjóði á árinu, greint frá upphæð styrksins til hvers einstaklings og ástæðan til styrkveitingar. Með þvi að skýrsla þessi mun vera í fárra manna hönd- um, þykir ekki úr vegi, aö birta hér nokkurt ágrip af henni. Fyrst er skrá um þurfamenn, er sveitlægir eru í Reykjavik, styrk- veitingar og endurgreiöslur. Styrkveitingar til þeirra námu alls kr. 259606.41 (áriö áður kr. 213810.58). — Endurgreiðslur námu kr. 14572.47, en þar af voru 165 kr. endurgreiddar af dýrtíðar- lánum. — Styrkþegar voru 325, en 283 næsta ár á undan. —■ Styrkveitingum er skift niður í þessa flokka: r. styrkur vegna ellilasleika kr 42138.64. 2. styikur vegna veikinda kr. 86430.63. 3. styrkur vegna ómegðar kr.' 57106.88. börn í ómegð kr. 28951.37. 5. styrkur veittur fráskildum kon- um kr. 4698.50. — erfiðleika ófriðaráranna. Því að H. W. hafði það fram yfi»* tlesta aðra útlendinga, sem hing- að hafa fluzt til lengri dvalar, aö honum bótti verulega vænt um hvorttveggja, landið okkar og þjóðina, enda haföi hann áður en hingað 'kom fylgst manna bezí með íslenzkum málum, og verið boðinn og búinn að taka málstab okkar, er honum fanst á okkur hallað. Og alt, sem hann skrifaði Brandson; Regent: Mrs J. Thorpe; ist Vice Reg.: Mrs. H. Lindal; 2nd Vice Reg.: Mrs. J. K. Johnson; Sec’y: Miss G. Magnússon; Corr. Sec’y: Mrs. G. Jónsson; Ed. anc “Echoes” Sec’y: Miss E. Thor- valdson; Treas.: Mrs. P. S. Páls- son; Stand. Ber.: Mrs. E. Hanson. CounciIIors: Mrs. Finnur Tohnson, Mrs. J. J. Bildfell, Mrs.‘ W. G. Simmons, Mrs. Th. Johnson, Mrs. J. Smith. Hon. Wiiliam Pugsley. Fyri.r skömmu var þess getið hér i blaðinu, aö látist heföi i Toronto Hon. William Pugsley fyrrum ráð- gjafi opinberra verka í stjórn Sir Wilfrids Laurier. Er með honum í val falinn, einn hinn áhrifamesti stjórnmálamaður canadisku þjóð- arinnar í seinni tíð, — maður, sem var elskaöur af skoðanabræðrum sínum, en jafnframt virtur undan- tekningarlaust af öllum andstæð- ingum, er eitthvað þektu til hans. Mr. Pugsley, var mælskumaður, stefnufastur og hreinskilinn, en svo nærgætinn í orði, hve bitrir andstæðingar, sem í hlut áttu, að alment var á orði haft, jafnt utan þings sem innan. Árið 1885 var Mr. Pugsley kos- inn á fylkisþingið í New Bruns- wick. Sat hann á þingi þar til 1892, að hann sagði af sér. Fjórurn árum síðar leitaði hann kosningar til sambandsþingsins i St. John, en beið lægra hlut. Þrem árum seinna var hann kosinn á ný á fylkisþing- iö og tókst þá á hendur dómsmála- ráðgjafaembættið i stjórn þeirri, er Hon. L. J. Tweedie veitti forystu. Árið 1907 varð Mr. Pugsley for- sætisráðgjafi í New Brunswick. Ekki gegndi hann því starfi lengi, því nokkrum mánuðum síðar lét hann af því embætti og bauð sig fram að nýju til sambandsþingsins i St. John borg og náði kosningu með miklu afli atkvæða. Kvaddi Sir Wilfrid Laurier hann þá sam- stundis til ráðgjafatignar í stjórn sinni og fékk honum á hendur ráð- gjafaembætti opinberra verka. Gegndi hann því embætti þar til Laurierstjómi.n féll í kosningunum 1911. Eftir fall Laurier’s átti Mr. Pugsley sæti á þingi, þar til 1918, að hann var skipaður fylkisstjóri í New Brunswick. Hélt hann þeirri tignarstööti í fjögur ár, en var ár- ið 1923 valinn af núverandi stjórn- arformanni, Rt. Hon. W. L. Mac Kenzie King, til að skipa forsæti i nefnd þeirri, er rannsaka átti skaöabótakröfur Canadamann?. á hendur Þjóðverjum. Hon. William Pugsley var fædd- ur að Sussex, N. B. hinn 20. dag septembermán. árið 1850. Fulln- aöarprófi í lögum, lauk hann 27. júní, 1872 og tók samstundis að gefa sig við málafærslu Hann var tvíkvæntur og lætur eftir sig einn son, af fyrra hjónabandi. Hinn látni forseti Þjcðverja. Það mundi hafa gengið dular- ■ fulum fyrirbrigðum næst, ef ein- hver heföi spáð því, aö söðlasmíða- neminn Ebert, yrði síðar forseti Þýskalands, þess lands, þar sem keisaradýrkunin og hervaldsfrægð- in haföi komist á hæst stig. Samt varð sú raunin á, aö keisarinn varð að flýja land, en við stjórnartaum- unum tók í hans stað, þessi hóg- láti og hygni söðlasmiður, sem ekki var ver við nokkurn skapaðan hlut í víöri veröld, en sjálfsdýrkunina. Ekki getur hjá því farið, að Ebert forseti hafi stundum þurft að stýra stjórnarfleyinu gegn um brim og boða, önnur eins ókyrð og að sjálfsögðu var komin á hugs- analíf þjóðarinnar, eftir blóðsút- hellingarnar og ósigurinn. En þess er hvergi getið, að skipstjórinn hafi nokkru sinni mælt æðru orð. Hann unni lýðstjómarhugmyndinn af heilum hug og bar djúpa lotningu fyrir hinni nýju stjómarskrá þjóð- ar sinnar. Stjórnarskifti voru engin nýjung í forsetasæti Eberts. En þaö stóð alveg á sama hver meö völdin fór, hann sýndi í breytni sinni við þá alla, sömu festuna, og sömu vin- gjarnlegu einurðina. Þessvegna naut hann ávalt sama traustsins hvernig svo helst, sem ráðuneyti hans var mannað. Þegar tillögur Dawesnefndarinn- ar í skaðabótamálinu, voru gerðar heyrinkunnar, lýsti forseti yfir fylgi sínu viö þær tafarlaust, við- urkendi, að þótt sitthvað mætti að þeim finna, þá væru þær samt á- kveðið spor í rétta átt, til þess aö greiða fram úr skaðabótaflækjunni. Samkvæmt stjómarskrá Þýska- 1ands, skal forsetinn kosinn til sjö ára. Átti Ebert ekki eftir nema örskamman tima, til að útenda forsetatímabil sitt. Ekki allfáir virðast þeirrar skoð- unar, að fráfall Eberts og nýjar ’cosningar geti auðveldlega leitt til íýs stjórnmálaöngþveitis á Þýska- ’.andi og jafnvel veitt keisarasinn- um og hermáladýrkendunum að- gang aö völdunum. Á hverju helst sem ótti sá kann að vera bygöur, þá er hitt þó víst, að lýðstjómar- fyrirkomulag Þýskalands, er svo ungt og óharðnaö enn, að það þol- ir ekki miklar ágjafir, nema þá þv! aðeins aö við stýrið sitji gætinn foringi, sem reyndur er að skap- festu og dáð. Vera má að vekjast kunni upp með þjóiðinni einhver slíkur leiötogi, og er þá vel. Orherbúðum sambands- þingsins. Siðastliöna viku flutti verzlunar- ráðgjafinn, Hon. Thomas A. Low, snjalla ræöu um einokunarhring eimskipafélaganna, og sýndi fram á meö óhrekjandi rökum, að við svo búið mætti ekki lengur standa, Canadiskir bændur væru f legnir inn að skyrtunni og hefðu verið til fleiri ára. Taldi hann hinn fyrir- hugaða samning við Peterson eim- skipafélagið, veröa mundu til stór- bóta og knýja fram heilbrigða sam- kepni, hvað snerti flutningsgjöld með eimskipum, milli canadiskra og breskra hafna. Aö undanskilinni þessari ræðu og umræðum þeim, er út af henni spunnust, geröist fátt á þingi síðustu viku, það er tíðindum þykir sæta. Mr. Low lagði áherslu á það, að fyrir tveimur árum, heföi sérstök þingnefnd, undir forystu Andrew R. McMaster frá Brome (Quebec) tekið landbúnaöarmálin til ná- kvæmrar yfirvegunar og sömuleðis flutnngsgjöldin á afurðum cana- diskra bænda, meö eimskipunum. Hefði sú nefnd þegar komist aö þeirri niöurstöðu, að um einokun væri að ræða af hálfu eimskipafé- laganna, er beinlínis stæði i vegi fyrir eðlilegum þroska landbúnaö- arins. Preston-tíllögurnar væru í raun og veru ekki annaö en fram- hald af starfi hinnar fyrri nefndar, aðeins nokkru víðtækari, með því aö höfundur þeirra hefði átt greið- ari aðgang að sönnunargögnum, máli sínu til stuönings, austan við haf. lhaldsmenn mótfallnir tiUögum Prestons. Andstæðingaflokkur stjórnarinn- ar, undir forystu Arthur Meighens, virðist næsta andivíguF Prteston- tillögunum. Ekki hafa þó þingmenn þess flokks, séö sér beinlínis fært að neita því, aö einokun ætti sér stað. En er þeim augsýnilega ekki ljúft að viðurkenna, að Mr. Preston skyldi verða fyrsti maö- urinn, er hugrekki haföi til að kveða upp úr meö einokunarathæfi eim- skipafélaganna, og að frjálsylnda stjómin skyldi eiga upptökin að rannsókn þessari. Mr. Low kvaö sér koma þaö cynlega fyrir, að háttvirtir þing- menn íhaldsflokksins, skyldu að óessu sinni vera að bera í bætiflák- ann fyrir eimskipafélögin, þar sem á allra vitorði væri, að tveir af mestu áhrifamönnum þess flokks, heföu ekki alls fyrir löngu átt sæti í nefnd, sem komist hefði að þeirri niðurstöðu, að einokun á flutnings gjöldum með skipum, milli brezkra og canadiskra hafna ætti sér stað, og væri að sjálfsögðu bændum og búalýð til hins mesta óhags. Ann- ars kvaðst ráðgjafinn ekki í nokkr- um minsta vafa um, að mikill meiri hluti þings, mundi verða stjórninni þakklátur fyrir tilraunir hennar í þessu máli, og sama mætti vafalaust segja um þjóöina í heild sinni. Sér- stök þingnefnd hefir verið skipuð til aö athuga þetta mikilvarðandi mál frá öllum hliöum. Verður öllum aðiljum jafnt veittur réttur til aö mæta fyrir nefndinni til sóknar og varnar málstað sínum. Bændaflokksþingmenn bíða átekta. Nokkrir af þingmönnum bænda- flokksins, hafa þegar tjáð sig mót- fallna þeirri aðferö ,að stjórnín legði fram fé til Peterson’s eim- skipfélagsins, eða nokkurs annars félags, eins og sakir stæöu. Aftur á móti hefir leiðtogi flokksins lýst yfir þvi, að svo fremi aö sannað verði, að eimskipafélögin hafi ein- okað á flutningsgjöldum, þá muni hann hiklaust greiða atkvæöi með uppástungum stjórnarinnar í mál- inu og hið sama muni meirihluti flokksbræðra sinna gera. f vikulokin var afgreiddur, að heita mátti umræðulaust. sá samn- ingur stjórnarinnar við Bandaríkin, er það hefir að markmiði, að út- rýma vir.smyglun. Skal hann gilda í eitt ár, en vera uppsegjanlegur að þeim tíma liðnutn, með ]>rjátiu daga fyrirvara.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.