Lögberg - 19.03.1925, Blaðsíða 7

Lögberg - 19.03.1925, Blaðsíða 7
LöGBERG. FIMTUDAGINN. 19. MARZ 1925. Ble. 7 Marz vindar Veikja *■ hcrund- ið NœSandi og níst- andi marz-vindar eru viSsjálir veiku hörundi. Andlitin mást og verSa sár, og hið sama er að segja um hend- urnar. Zam-Buk er meSaliö, sem losar ySur viS siíka hættu og ver hör- und ySar gegn árásum frosts og fjúks. Hin mýkjandi og græSandi Zam- Buk smyrsl, þrýsta sér inn í hverja svitaholu og hreinsa og græSa í senn. Ekker jafn-gott meSal er til viS hör- undskvillum- ám-Buk Útilokar frostbólgu og hörundssárindi Því er viSbrugSiS hve skjótt Zam- Buk græSir og mýkir sprungiS hör- und og bólgiS. HiS sama gildir um kláða, hringorm, sár, sem spilling hefir hlaupiS í, o.s.frv. 50c askjan h]á öllum lyfsölum, Búnaðarlánin. Þriggja manna nefnd sú, sem haft hefir búnaðarlánamálið til meÖferÖar, leggur þaS til, aÖ Rækt- unarsjóÖurinn verÖi aukinn og efld Ur, fái endurgreitt rentufé þaS, er runnjð hefir frá honum til Ríkis- sjóðs, fái varasjóð 1 fl. veðdeild- arinnar til umráöa. þegar skyldum þess flokks er lokiÖ, og %%— verStollur af öllum inn- og útflutn- ingi næstu 3 ár renni í sjóöinn. SjóÖurinn gefi út vaxtabréf, og starfi undir sérstakri stjórn. Landstjórnin felst í öllu aÖalat- riðum á frumvarp nefndarinnar, og legur frumvarp fyrir þingiS með líku sniÖi. agrip af ræðu thor JENSEN. er Jxann hélt, þegar nefndin skilaði áliti sínu til Búnaðarfélags fslands. Samkvæmt bréfi dagsett 1. des. f. á., hefir háttvirt stjórn BúnaS- arfélags íslands farið þess á leit við okkur þrjá, Halldór Vilhjálms- son, skólastjóra, Sigurð SigurÖs- son búnaSarmálastjóra og mig, að viS athuguðum hvað gerlegast væri til þess, aÖ koma búnaðarlánamál- inu á góðan og tryggan grundvöll, á hvern hátt viS álitum heppilegast aÖ vinna að viðreisn landbúnaðar- ins. Sú var tilætlunin, að álit vort yrði lagt :fyrir búnaðariþng. pó tíminn hafi verið naumur, sem viÖ höfum haft til starfa, þá hefir okk- ur tekist, aS komast aÖ ákveðinni niSurstöðu. Hin góða samvinna. sem verið hefi.r milli landstjórnar- innar og nefndarinnar, hefir létt okkur starfiS mjög. Þó vil eg geta þess, aÖ við teljum ekki-verk okk- ar kunna að vera með annmörkum sem önnur mannanna verk, ekki síst fyrir þá skuld, hve tíminn var naumur, borið saman við það, hve málið er margþætt og mikilsvarð- andi fyrir þjóðina. En| einmitt þesvegna vildi eg fylgjá þessu álti voru úr hlaði meS nokkrum orðum. Þjóðin og landið. Þegar taka á einhvern sjúkling til meferðar, og sjá honum fyrir lækningu ,er þaS fyrsta sporið, sem stigiS er, að athuga feril sjúk- lingsins, og sjúkdómseinkennin. Mönnum kann að finnast, eg taka djúpt í árina, er eg líki land- búnaði vorum, eða landinu, bygðum landsins, við sjúkling. En þegar ferillinn er rakinn frá landnámstíð, Og sagan sögð, mun sú samliking ekki þykja illa viSeigandi. Þeir, sem hingað komu og slógu eign sinni. á þetta land, or reistu hér bygðir og bú, voru víkingar í eSli sínu og uppruna. Með vikings- lund slóu þeir eign sinni á landið. MeS vikingslund létu þeir greipar sópa um hin upprunalegu land- gæði Fjallkonunnar. Þeir fundu landiS með víðlend- um skógum og víðáttumiklum gras- lendum. Þeir tóku landið til nota. en ekki til ræktunar. Þeir eyddu, brendu 0g spiltu gróðri og frjó- niagni fósturjarðarinnar, svo nú eru viða sandauSnir, melar og blás- Jn börð, þar sem áður voru grös- t>gar lendur. Víkingslundin gekk að erfSum Þl siðari kynslóða. En þegar augu ^nanna opnuSust fyrir umbótaþörf- 'nJþ> framtíðarmöguleikunum, var þjóðin orðin armædd og buguS við margskonar eymd og áþján. Hinni upprunalegu auðlegð landsins er það aS þakka, að ekki er ver farið en orðiS er. f>ví það, sem gert hefir verið til þess að hæta^ alla ániSsluna, er hvesrfandi enn 1 dag, samanborið við þaS, sem hægt er að gera og ætti að gera. Hvað búið er að gera. Af ræktanlegu landi er rúmlega 1% ræktaS en þann dag í dag. Þetta er yfirlit i fám orðum, lýsingin á sögu sjúklingsins. En það er á'kveSin skoðun vor, og bjargföst trú, að hér sé hægt að hjálpa, hér sé hægt að lækna. Og þá er fyrst aS hugsa fyrir því, að útvega sér “afl þeirra ihluta, sem gera skal’’ — koma fjárhagshlið málsins i viðunanlegt lag. í nefndarál. voru er gerð stutt grein fyrir því, sem hingað til hefir verið gert í því efni. Þar kemur til greina stofnun Landsbankans, Viðlagasjóðurinn, RæktunarsjóSurinn, Kirkjujarða- sjóðurinn, áveitustyrkir, girSinga- lög, sparisjóðir, búnaðarfélög — og að lokum bollaleggingamar um veðbanka, og nú siSast búnaSar- lánadeild við Landsbankann, og frumvarp fjármálaráðherrans um jarðræktarflokk við veðdeildina, er hann hafði samið og fengið okkur til umsagnar. Alt þaS, sem komiS hefir til framkvæmda er með sama svip, bráðabirgðaúrlausnir, þar sem lítið er hugsaS um framtíðina, lítið er hugsað um framþróun og fram- tíðarmöguleika. Og landbúnaðurinn hefir orðið einskonar taglhnýting- ur við hverja stofnunina eftir aðra. Ræktunarsjóðurinn. Stofnun RæktunarsjóSsins er best þeirra ráSstafana, sem gerðar hafa verið til þess, að fá fé til efl- ingar landbúnaði. Með lögum frá 1900 var það ákveðið að andvirði seldra þjóðjarða skyldi renna í sjóð er lánaði fé til að rækta landiS. Um þetta munaði ögn. En þaö er eins og Alþingi hafi séð éftir þessari gjöf, þvi árið 1905 er það ákveðið, að sjóðurinn skuli borga 3%' i landssjóS af fé því, er hann hefir fengiS. Þessar innborganir í landssjóð nema að minsta kosti 250 þús. kr. með rentum og renturentum. En RæktunarsjóÖurinn var í árslok 1923, 963 þúsundir. Ef vaxtaféð sem runnið hefir í landssjóð, hefSi fengið að haldast i sjóðinum, væri hann nú orðinn yfir 1200 þús. kr. En alt fé Ræktunarsjóðsins er í útlánum, og verður því elíki gripið til þess. Og skamt nær þessi eina miljón RæktunarsjóSsins til þess aS full- nægja fjárþörf landbúnaðarins. Fyrst er að sjá lánasjóði land- búnaSar fyrir stofnfé, viða aS hon- um eftir fremstu getu, síðan koma því svo fyrir, að féð 'komist eðli- lega hringferð. Vegna þess, að Ræktunarsjóður- inn hefir reynst búnaðinum trygg astur og holjastur, höfum vér álit- ið, aS best færi á því, að hann yrði aukinn og efldur til frekari starfa. Starfsfc hins nýja Rœktunarsjóðs á, eftir frumvarpi voru að vera: 1. RæktunarsjóSurinn allur, þá er lögin ganga í gildi. 2. Tekjur af þjóðjörSum og andvirði þeirra, sem seldar verða. Eigi má gera ráð fyrir, að mik- ið fé fáist með því móti. Þjóðjarð- ir eru nú einar 155 efti-r óseldar, og viðbúið aö margt af þeim, ef til vill flestar þeirra, verði ekki seld- ar. Og samkvæmt hinum nýju jarð- ræktarlögum, mega ábúcndur þjóð- jarða vinha af sér afgjaldið með jarðabótupi. 3. Stoðin undir sjóðinn yrði til- lag frá ríkissjóði, er samsvaraði þeirri upphæð, er til hans hefir runnið i vöxtum, samkvæmt lögun- um frá 1905. 4. Varasjóður 1. fl. veðdeildar. þegar lokið er skuldbindingum þess flokks. Þykir það sanngjarnt, vegna þess, að veðdeildin var mik- ið til stofnuð landbúnaðinum til styrktar. Sjóður þessi var i árs'ok 1923 140,830 kr. 5. Tekjulind sjóðsins viljum vér leggja til, að yrði Verðtollur af öllum inm og útflutt- um vörum. Leggjum við til, að verðtollur þessi nemi V2S0 áriS 1925, 14% árin 1926 og 1927. Búast má viS, að ákvæði þetta kunni að mæta talsv. mótspyrnu, en nefndinni hefir eigi hugkvæmst annað einfaldara ráð, til þess aS afla sjóðnum tékna, svo nolckru nemi. Sjái þing og stjórn aðra heppilegri leið, er gefi sjóðnum lík- ar tekjur, teljum vér tilgangi vor- um jafnt náð. í greinargerð þeirri, sem fylgir frumvarpi voru, er þannig komist að orði: Þessi skattur er eigi mjög þungur. Tökum dæmi til skýringar: Ef rúgmjölstunnan kostar 50 kr. þá hækkar verð hennar um 25 aura eða lítiS eitt meira en hálfan eyri á hvert rúgbrauð. Þetta er þó að- eins fyrsta áriS eftir að verðtollur- inn er lagöur á, hálfu minna næstu árin. Segjum, að kjöttunnan sé seld á 200 kr. í>á þarf að greiða i kr. í verðtoll, eða 12V2 e. fyrir kjöt af einum dilk, — hálfu minna með V4V0. Ef eitt skippund af fiski kostar um 200 kr., verður þar um sama gjald að ræða og af kjöttunnunni. Ef 1 kg. af kaffi kostar 3 kr. og 1 kg. af sykri 1 kr., hækkar toll- urinn verðið hlutfallslega um 1,5 og 0,5 aura á kg. fyrsta árið, næstu ár hálfu minna. Þannig mætti telja dæmin áfram, sem munu færa oss heim sanninn um, aS flestum, eða öllum er skatt- ur þessi vel kleyfur, sem annars hafa til ihnífs og skeiðar. Þyngst kemur þetta gjald niður á framleið- endum sjávarafurða, sem nú munu 'þó þurfa að bera allmikla skatta; en vér treystum veglyndi allra, að þeir sjái ekki ofsjónum yfir því, þótt þeir þurfi eitthvað að láta af hendi til þessa augnamiðs. Oss finst, að þetta ætti aS vera tilfinn- ingamál fyrir þjóðina. Þessi tillaga vor byggist á þeirri trú vorri, að allir vilji styðja að viðreisn fósturjarSarinnar, taka fúselga hina litlu byrði, sem þetta leggur þeim á herðar, án möglun- ar; því íslendingar viljxun vér all- ir vera. I staðinn fyrir verðtoll gat verið spursmál um, að ríkissjóður legði Ræktunarsjóði til allmikiö fé. En vér höfum fremur kosið oss þessa leið að gjöra fjársöfnun þessa að sjálfstæðu atriSi, svo að hún þann- ig yrði almenn, og mininsvarÖi nú- verandi kynslóðar um hugarþel hennar til Fjallkonunnar. Stofnfcð 2j4 milj. Komist alt þetta í kring, má gera ráð fyrir, að starfsfé hins nýja Ræktunarsjóðs verSi 2'/2 milj. króna. En betur má, ef duga skal. Ræktunarsjóðurinn þarf að hafa margföld not af því stofnfé, sem (hann eignast; en það getur hann með því eina móti, að gefa út vaxtabréf. Sömu leið verður að fara, sem farin var með veðdeild- inni. En hér þarf að vera sjálf- stæð stofnun, sem hefir éingöngu velferðarmál landbúnaSarins með höndum. • Vaxtabrcf. Nefndin hefir litið svo .á, að gefa mætti út vaxtabréf, sem samsvaraði 6-faldri upphæð tryggingarfjársins. En tryggingarfé sjóðsins verður: 1. Skuldabréf þau, er Ræktun- arsjóðurinn fær frá lántakendum, og fé það, er hann kann að eiga í Landsbankanum. ■2. VarasjóSur Ræktunarsjóðs. 3. StofnsjóSur Ræktunarsjóðs. 4. ÁbyrgS ríkissjóðs fyrir 259» af upphæð vaxtabréfa í umferS. En ekki er nóg að koma upp vaxtabréfum við sjóðinn. Um það þarf að sjá, að kaup og sala þeirra gangi greiðlega. Búa þarf svo i haginn, að bréfin njóti almenns trausts. Vextirnir, sem þau gefa, þurfa að vera hærri en sparisjóðs- vextir, en rentubyrði lántakanda má þó ekki verða óþarflega þung, — renturnar altaf mun lægri en í öðrum lánsstofnunum, hvenær sem er. Þykist nefndin hafa gengiö þann ig frá þessu frumvarpi sinu, aS svo verði í framkvæmdinni, að lánin verði hlutfallslega ódýr, og vaxta- bréfin bjóði þau kjör og 'hlunnindi, að það verði aðgengilegt fyrir hvern og einn að kaupa þau, sem koma vill fé sínu fyrir á tryggileg- an og árSsaman hátt. í greinargerðinni, sem fylgir | frumvarpi voru til laga fyrir Rækt- unarsjóð hinn nýja, er fariö svo- feldum orðum um framtíSarmögu- leikana. 'Lánaþörfin og framfíðarmögu- leikarnir. Hve mikilla lána sé þörf á næst- unni, til að efla ræktun og bygging Iandsins, verður eigi sagt með vissu. Það fer mikið eftir því, hve smástígar eða stórstígar framfar- irnar verða. Vér viljum þó gera á- giskun um þetta, sem vér hyggjum að eigi sér fjarri sanni. Ef vér hugsum oss, að á næstu 50 árum miSi ræktuinni jafnt á- fram, og engin sérstök óhöpp koma fyrir þá má ráðgera: 36 miljónir til bygginga. Sveitabýlin eru 6112, samkvæmt siöasta jarðamatinu, og viS þau eru ræktaðir rúmlega 20,000 ha. Ef til- ganginum á aS ná, væntum vér, að eftir 50 ár verði býlin orðin 8000, eða að þeim hafi fjölgað um tæp 2000. Það samsvarar því, að 2 ný- býli yrðu reist í sýslu hverri árlega; á þessu 50 ára tímabili þarf því að byggja þessi 2000 nýbýli, og jafn- hliða því, að endurreisa flest gömlu býlin. Gera má ráS fyrir að Vt þessa starfs verði framkvæmdur, án þess að láns sé þörf, en 6000 býlum þurfi að fá lán til bygginga. AS byggja býlin upp, getum vér eigi áætlað minna en 12000 kr. á býli, einkum þegar tekið er tilit til þess, að kröfur til bygginga fara vax- andi, og hér er bæði að tala um íbúðar og peningshús. Þetta myndi því kosta alls 72 milj. kr. 40 miljónir til rœktunar. Ræktunarsj óðurinn á að lána helming þessa, eða 36 milj. kr. En á undan byggingunum þarf að auka ræktunina, og ætlumst vér til, aS á hverjum 10 árumi sé bætt við jafn miklu og nú er ræktaS á hverju býli. Þetta er bráönauðsynlegt, ef fullnægja á kröfum um aukinn bú- stofn og velmegun í landinu. Eftir þesari áætlun þarf aS rækta á næstu 50 árum 100,000 ha. að nýju. í sambandi við það stæðu svo ýmsar aðrar umbætur, t. d. girðingar o. fl. Vænta má, að þi þessara um- bóta yrði framkvæmdur án nokk- urra lána, en eftir yrðu þá um 60, 000 ha., sem styrkja þyrfti bændur til að rækta. Hve mikið kostar aö gera einn ha. að túni, er mjög mismunandi, eftir jarSvegi og öðrum ástæöum. Vér áætlum ,aS það muni kosta 1000 kr. þrjá fimtu hluta þess þarf I að fá að láni, eSa alls um 40 milj. kr. Frá þessu sjónarmiði verður þvi lánsþörfin alls á næstu 50 árum, 76 milj. kr. eða að meðaltali ár- lega 1,5 milj. Að sjálfsögðu yrði það minna fyrstu árin, en mun aúkast, eftir því, sem tímar líöa, og meira verður unnið að umbótum. Hinum nefndu lánskröfum mun RæktunarsjóSurinn, eftir því sem vér frekast'getum áætlað, vera fær um að fullnægja. Ef stofnsjóður sá myndast, sem ráðfert er, og sjóðurinn stöðugt má hafa sexfalda upphæð hans í vaxtabréfum. Þvi þess er að gæta, aS hirin uppruna- legi stofnsjóður vex eftir því sem árin líða, svo sjóSurinn verður einnig fær um að fullnægja meiri og meiri kröfum, eftir því, .sem stundir líða. Þess er lika aS gæta, að sjóðnum er eigi ætlað að lána til lengri tíma en 20 ára. Fé kemur þvi og fer um Ræktunarsjóðinn, innan þess timabils. Vér tíeystum þvi þessvegna, að sjóðurinn ætiS geti haft nægilegt fé fyrir hendi, ef aðeins tekst að afla vaxtabréf- um hans álits og trausts hjá lands- mönnum svo að þau verSi keypt, og þessvegna höfum vér með til- lögum vorum reynt aS tryggja þau sem best, og farið fram á, að þau njóti ýmsra sérréttinda. Alt er þetta gert í þeim tilgangi, að gera bréfin útgengilegri og tryggari, og vissari sölu þeirra. Framfarir síðastliðinna 50 ára og framtíðin. Margir munu nú segja, að þess- ar áætlanir vorar séu loftkastalar og gripnar úr lausu lofti. Satt er þaS að nokkru leyti, en þessir loftkastalar eru þó lægri en sumir þeir raunverulégu kastalar, sem bygðir hafa verið á siðustu 50 árum. Athugum hve mikið meira er nú unniS að jarðabótum en fyrir 50 árum. Að iarðabótum var unnið; Árið 1872.......... 8,520 dagsv. | — 1912 . . . ....... 158,000 '— — IQ22............. 102.000 — Tölur þessar eru talandi. Þær segja að nú sé 12 sinnum meira unnið að jarðabótum árlega, en fyrir 50 árum. Vér höfum áður gert ráð fyrir, aS á næstu 50 árum þyrftum vér að auka túnin um 100,000 ha. Það samsvarar, eftir því sem sléttur eru nú metnar til dagsverka, að árlega þurfi að vinna að þessu einu 400, 000 dagsverk. En þegar vér nú tökum til hliösjónar, aö á síðustu 50 árum höfum vér getaS tólf faldað dagsverkatöluna á jarða- bótum, og þetta á erfiðum timum, þar sem menn hafa orðið að stríða viö þekkingarskort, vöntun á hent- ugum verkfærum og fé til fram- kvæmda, þá verður oss ósjálfrátt á að hugsa hvort oss eigi hljóti að takast, að gera líkar framfarir á næsta tímablli. Óneitanlega virð- ast ástæðurnar mikiS betri, mögu- leikarnir meiri á öllum sviSum, til meiri jarSyrkjuumbóta á næsta tímabili, en verið hefir. En þó framfarirnar yrðu aðeins hliðstæðar við það, sem veriS hefir, þá ættum vér á fimta áratugnum, að vinna alt að 1,200,000 dagsverk að jarðabótum árlega. Af þessum framkvæmdum eru líkur til að þrir ijórSú 'gangi til túnyrkju, beint eða óbeint, eða árlega um 900,000 dagsverk. Eftir því, sem tímar líöa og þekking vex, þá menn fá betri Verkfæri, fara að nota meira hest- og vélaafl. Þá veröur margfalt létt- ara að framkvæfna jarSyrkjuum- bæturnar, en verið 'hefir, og þvi lík- leg*t að þær aukist hlutfallslega meir en áður. Það mætti nefna mörg dæmi þess, að bændur iliafi tvöfaldað töðufeng sinn á 10 árum, já, jafn- vel meira. Margir þessara manna munu hafa verið fátækir, og vant- að flest þaö er þurfti, til þess aS þeim væri létt að framkvæma jarSabæturnar, og um lánsfé hefir vart verið að tala. — Hvers vegna megum vér þá eigi vænta meiri framkvæmda, þvi óneitanlega eru ástæSurnar og verða í þessum efnum mikið betri en áður. Það má auðvitað deila um tölur þær, er vér höfum nefnt, og sem vér höfum sett sem mælikvarða fyrir því, hve miklu yrði afkastað í ræktunarlegu tiliti, á næstu fimm áratugum. Mönnum kann aS virSast þessar áætlanir vorar vera nokkuð djarf- ar eins og þær koma fram í nefnd- arálitinu. En til þess vildi eg svara því, að mikiö hefði mönnum einn- ig fundist til um það, ef því hefði veriS 'spáð, fyrir 50 árum, að árleg dagsverkatala 12 -faldaðist, og meira en það. \ Taka verður það og til greina, að þetta er málefni, sem allir lands- búar verða aS sameina krafta sína um, aS hrinda í framkvæmd. Hér mega engir pólitiskir flokkar kom- astað með reiptog sitt. f nefnd- inni var oss þegar fullkomlega ljóst, aS hér yrði slíkt að eins til tjóns og tálma. Við vonum fast- lega, að þeir, sem um mál þetta eiga að fjalla, líti á málefniö eitt, en ekki á mennina, sem kunna að því að standa. Við lítum svo á, að allir leiðandi menn þjóöarinnar eigi að hlúa aS þeirri hugsun, að rækta og byggja landið Koma verður hinni upp- vaxandi kynslóð í skilning um það, hvaða markmið hér er framundan. AHir kennarar þjóöarinnar, stjóm- málamennirnir og blöðin, eiga-að hjálpast að því, að öll þjóðin legg- ist hér á eitt, til að ala hina upp- vaxandi kynslóS upp, með þaS fyr- ir augum, að hún fái áhuga og vilja og þrek til þess að leysa þau verkefni sem hér liggja fyrir, prýða og þæta fósturjörSina. “En leiðir eru langþurfamenn,” segir máltækið. J>ó almenningur, og hin upprennandi kynslóð sé fús til aS fórna kröftum sínum í ræktun landsins, 'þá er það þó eigi einhlítt, ef eigi er fé fyrir hendi til fram- kvæmdanna. Féð þarf að komast í hringrás, og .hún þarf að vera sifeld og stöðug, því annafs er hæt,t við, aS ireksturinn stöðvist, alt verSi þungt og erfitt og þurfi mikið til þess að koma eSlilegum rekstri aftur á stað. Takist okkur nú þegar að fá nægilega öflu.ga lánstofnun, til þess aö styöja að ræktun og bygging landsins, þá er víst, að komandi kynslóðir leggja lag á lag ofan í þá veglegu þjóðfélagshöll, sem sómir landi voru. og vistleg verður öll- um landslýð. Hyrningarsteinana í þeirri bygg- ingu tel eg vera þessa, að unga kynslóðin hafi óbilandi traust á sjálfri sér, ævaranai trú á landinu og gæðum þess, og bjargfasta sannfæringu um sigurmátt málefn- isins. Oe aö lokum er f jórSi hyrn- ingarsteinninn þrautseigur vilja- kraftur, sem aldrei lætur undan. Ef þetta er alt fyrir hendi, þá er víst. að eftirkomendur vorir standa i engu forfeðrunum að baki, held- ur feta rösklega fram á við, og Fjallkonan mun þá leiða með sér alla hollvætti landsins í framtíðar- höll þjóðarinnar, til ævarandi blessunar fyrir alda og óboma. —Morgunbl. Staðar og Víkurmýrar. Mýrar þessar liggja svo sem kunnugt er fram af Miklavatni í Skagafirði, alla leiS aS Grafarholti milli Héraðsvatnanna aö austan og Reynistaðar að vestan. Aðalhluti þeirra, fram að Stóru-Gröf er tai- inn að vera um 1000 ha. En svo halda þær áfram fram með Lang- holtinu, og er mælt, að allur þessi mýrarfláki frá Miklavatni og fram að Holtstjörn sé um 1500 ha. Þetta land er afarblautt, og inn- an um mýrarnar eru stærri og minni stararflóð, fen og “kýlar.” Það er erfitt á mörgum árum aö færa sér það í nyt, vegna bleytu og foræðis. Hallinn á landinu er afar- lítill. Vatnið situr því fast í jarS- veginum og á yfirborðinu og veld- ur fúa. Þarna vantar framræslu. Rætt hefir verið um það, að ræsa mýrarnar fram, og gerSar Kafa verið mælingar í því skyni. Sumarið 1907 voru þær mældar. Var lagt til að gera affærsluskurð úr Miklavatni og fram í Holtstjörn, ásamt mörgum þurkskurðum í aS- alskuröinn. Svo voru mýramar mældar á ný 1916. Samkvæmt þeim mælingum er gert ráð fyrir tveimur affærsluskuröum, og allur kostn- aður, með aukaskurðum og flóð- görðum áætlaður 50 þús. kr. Enn eru mýrarnar athugaðar sumarið 1920, og það sama ár er gerð sam- þykt um framræslu og áveitu á þær. Áveitufélag er þá stofnað og. nefnist það “Freyr.” Hlutverk þess er aS láta gera nauðsynlegar um- bætur á þessu svæSi, með fram- ræslu, flóðgörðum, áveitu o. s. frv. Þetta er í stuttu máli saga þeirr- ar hreyfingar, sem lýtur að því að gera þetta landflæmi nothæft og arðvænlegt. En svo hefst nýtt tímabil, fram> kvæmdartímabilið. — Árið 1923 er byrjað þarna á skurðagerð. Sá sem mest og best beitti sér fyrir því og hóf verkiÖ, er Jón Sigurðsson, bóndi á Reynistað og alþ.m. En það eri ekki að svo vöxnu máli byrjað á skurði úr Miklavatni. Jón og þeir bændur, sem að þessu standa með honum, hugsa sér að gera tilraun með framræslu í minr.i “Hafði háskalegan bakverk er stafaði frá nyrunum’,, Mrs. Roland Ferguson, 194 Lake St., Peterboro, Ont. skrifar:— “í meira en tvö ár, þjáSist eg af kveljandi bakverk. Hafði stundum blátt áfram ekkert minsta viöþol. FaSir minn, sem hefir mikiS traust á Dr. Chase’s meSöIunum, ráSlagði mér aS reyna Dr. Chase’s Kidney- Liver Pills. Eg fór aS ráðum ihans og fær þaö mér ánægju aS geta tilkynt, aS mér batnaöi gersamlega. ÞaS er nú meira en ár síöan eg notaöi þess- ar pillur og hefi eg aldrei kent mér meins á þeim tíma, en hefi þær samt ávalt viS hendina.” Dr. Chase’s Kidney-Liver Pills 60c. askjan, hjá lyfsölum eða Edmanson, Bates £ Co., I,td., Toronto. “stíl” en áður gerSar áætlanir gera j ráð fyrir, og sjá hvernig sú tilraun • gefst. Lofi hún góðu, og það gern j hún þegar, er áformið að halda á-! fram aS taka þá mýrarnar fyrirj smám saman og gera þeim þá bún- j ingsbót, er um munar og þær! þarfnast. Byrjunin er þessi, aS gerður er | skurður úr Reynistaðará í mörkuni milli Reynistaðar og Vikurtorfunn- ar. Að þessum skurði hefir nú ver- iS unnið undanfarin 2 ár, aðallega að haustinu. Er skurðurinn fyrst í mörkum eins og þegar var sagt, og síðan stefnt fram Reynistaðarmýr- arnar, og er ætlaö að ná fyrst um sinn suöur í Grafartjörn. Hann er 4 meta breiður að ofan og 1 — 1,25 m. á dýpt. Geri ráð fyrir, að búið sé nú að grafa 1000 m. á lengd. Skurðurinn liggur gegn um flóS og “kýla” og það sætir blátt áfram undrun, hvílikum stakka- skiftum landið hefir tekið siðan hann var gerður. Hér er um stór- vaxna og mikilveröa tilraun aS ræðt. Og það er þegar sjáanlegt, aö verkið ætlar aö gera ómetanlegt gagn. Þeir sem ‘ lönd eiga að skurðiri- um og væntanlegú framhaldi hans. vinna þarna i félagi. Meiningin er, að hver kosti i raun og veru skurSinn fvrir sinu landi, en þó þannig, að allir sem eíga land að honum, virini saman frá byrjun tit enda. Og þeir, sem eiga landið, þar sem grafið er i ár, vinna svo hjá hinum, er röSin kemur aS þeim. A þennan hátt fá menn endurgreidda sina vinnu í dagsverkum smám sam an frá hinum, sem búið er að vinna hjá áður. — En vinnuskyldan fram haldandi, hvilir ekki á ábúandanum - því ábúandaskifti geta einlægt átt sér stað — heldur á viðkomandi jörðum., Þetta virðist einkum hentúgt og “praktiskt” fyrirkomulag, þegar um fyrirtæki er að ræSa eins og þetta. Gera verður ráð fyrir því, að þessu verki verði haldiS áfram. Hér er um afarþarflegt fyrirtæki aS ræða. Skurðinum þarf að ná suður í Grafartjörn eins og ráð- gert er. Og þegar jiangað er komið, má ekki nema staSar. Skurðurinn jiarf að ná alla leið meðfram 1 Langholtinu, fram á móts vi’ö Glaumbæ eða jafnvel suður í Holts- tjörn. En þaS verður erfitt verk aS gera liann þessa leið, því á hinni eru verstu torfærur, kviksyndisfen og “kýlar.” En viljinn dregur hálft hlasss. Hálfnað er verk þá hafið er. 4. janúar. 1925. Sigurður Sigurðsson. ráðunautur. Stórhríð. Kona verður úti í Laxár- dal. Miklir fjárskaðar í Austur- Húnavatnssýslu. ('Samkv. símtali við Hnausa í gærj. Daglega berast nýjar hörmunga- fregnir um slys og fjártjón, sem orðiS hafi í noröangarðinum um sið ustu helgi. En viðbúið er, að mikiö sé ófrétt enn þá hingaS, því hrið- arveður var enn á Norðurlandi í gær, og símaviSgerðum miðar seint. Talsímasamband var ekki komið í gærkveldi til ísafjarðar eða Akur- eyrar. Frá Hnausum var Mbl. sagt í gær, að á flestum bæjum í Svína- vatnshrepp og a'llmörgum ' Ból- staSahlíðarhreppi hafi fé ekki náðst i hús á sunnudaginn. En meginhluti fjárins hafi fundist lifandi næsta daga. Þetta 10—20 kindur vanti á bæ, eða hafi fundist dauðar. Á Hólabaki í Þingi náöist féð ekki heldur heim fyrri en daginn eftir. ]>ar vantar nokkrar kindur. Frá Þingi og Vatnsdal hafði ekki frést um nein slys eða tjón að Hnaus- um. Ó’ljósar fregnir höfðu komiS þangaS um þaS að kona, Rósa að nafni, hefði oröið úti i Skyttudal i Laxárdal. Var það húsmóðirin. Hún var ein heima er hríðin skall á, maður hennar Guðmundur Þor- kelsson 'hafði brugðiS sér á næsta bæ. Fé hafði verið látiS út um morg uninn. Mun konan hafa ætlaö áð sinna jiví, en hefir vilzt, og fanst örend skamt frá bænum. Mbl. símaSi til Hvammstanga og Hólmavíkur i gær. Eigi hafði frést um nein slys eða fjártión hvorki úr Miðfirði, af Vatnsnesi eða Stönd- um. Af Hólmavik var sagt, að verið hefði jarðlaust meS öllu fyrir helgi á Ströndum, og ]>vi heföi Jiað eigi komið til aS fé týndist. Fregn sú hafði komiS þangað á sunnudag, að tvo báta vantaði úr Bolungarvík. Vonandi að þaö reynist mishermi. Þorvaldur Jónsson præh. hon. lést á heimili sínu á ísafirði í fyrra- dag, 77, ára að aldri. Æfiatriða hans verður nánar getið 'hér í blaS- inu innan skamms, af manni, sem kunnugur var þeim látna. Morgunbl. 14. febr. '25. Látið eigi hugfailast þó þér séuð sjúkir eða finnið til þrcytu. Það er til nýtt meðal, sem á fá- um dögum hefir komið fólki til fullrar heilsu, meira að segja — fleiri þúsundum. FariS til lyfsalans í dag og fáiö hjá honum flösku af Nuga-Tone. ÞaS meöal endurhressir ySur á skömm' um tíma, styrkir taugar og vööva. Nuga-Tone auögar og eykur -blóðiS og hefir endurnærandi áhrif á allan líkamann. Nuga-Tone er ljúft aS- göngu og strax eftir aS þér hafið tekiS inn, fer ySur aS batna. Reyniö þaS í nokkra daga og batni yður ekki, skuluð þér skila afganginum til lvf- salans, en hann mun afhenda yður aftur peningana. AthugiS ábyrgðina á hverjum pakka. Fæst keypt hjá öll- um lyfsölum. Karlssonur og kötturinn hans. Niðurl. frá bls. 3. kemur inn L höllina, sitja menn yfir borðum; hann heilsar kón$ og hirSmönnum ^hans, en eitt þykir honum furðu gegna, og það er það, aÖ hann sér heil mikinn grúa af smákvikindum í höllinni, og eru þau svjo nærgöngul kóngi og hirðmönnum hans,, að þau hlaupa um borS og diska kóngs og,éta krásirnar með honum, og bifa jafnvel á honum hendurnar, svo hann hefir engan friS fyrir þeim. Drengur spyr hverju þessi ófagnaður gegni, og hvaða kvikindi þetta séu. Kóngur segir honum að þau heiti völskur. í þesu hleypur kötturinn frarn undan kápulafi drengsins og að rott- unum} drepur hann þegar hverja af annari, en fælir hinar burtu úr höllinni. Kóngur og hirðmenn hans undrast þetta, og spyr kóngur, hvaSa. dýr þetta (sé, drengur segir að þaS heiti köttur, og hafi hann keypt það fyrir 6 skildinga. Þá segir kóngur: “Fyrir hingaö komu þína og heill þá, er mér hefir staðið af þér, skaltu mega kjósa af mér það sem þú helst vilt. hvort þú vilt heldur verða æðsti ráögjafi minn eða eignast dóttur mína, og fá ríkið eftir mig. Drengur kvaðst muni kjósa sér dóttur hans og ríkið, fyrst hann mætti velja. Síðan er haldið brúðkaup, og aS1 því enduðu, sendir drengur eftir bændum þeim, sem höfðu hýst hann og gerir þá að ráðgjöfum sínum þegar hann var kominn til ríkis, eftir lát kóngs. I 1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.