Lögberg - 19.03.1925, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.03.1925, Blaðsíða 6
Bu. 6 LöGBEBG FIMTUDAGINN. 19. MARZ 1925. Hættulegir tímar. - Eftir Winston ChurchilL “Heldur en að' viðurkenna að Missouri ríkið hafi rétt til þess að krefjast þess af stjórn minni, að hún safni ekki liði innan rikisins, eða flytji herlið inn i það burt úr því eða gegnum það, sem henni þóknast, vildi eg vita ykkur ala og hvert mannsbarn í þessuríki dautt og ,grafið.” Svo snéri hann sér að ríkisstjóranum og hélt áfram þetta þýðir stríð. Einn af foringjum mín- um kemur hér eftir eina klukkustund og fylgir þér burt út fyrir endimörk herliðs míns.” Svo án þess að segja nokkuð meira eða án þess svo mikið sem að beygja höfuðiS, snéri hann sér við og gekk snúðugt út. ÞaS glamraði í sporunum á fót- unum á honum og í sverði hans um leiS og hann fór út. Þaþ þýddi stríS. Innan tveggja mánaða lá þessi óbugandi leiðtogi dauður undir eikunum á Bloody Hill hjá Wilsons Creek. Hvaða Styrkur ríkjasam- bandinu hefði veriS að honum, ef hann 'hefði fengið að lifa, verSur aldrei vitað. Hann bjargaSi Missouri og ávann sér virðingu og vináttu hinna djörfu manna, sem börðust á móti honum. Ó, þessar fyrstu, grimdarfullu orustur x ríkinu! Hvílíkar bænir stigu ekki upp til himin# og hvílíkar bölbænir sukku ekki niSur til heljar, þegar fréttirnar um þær komu með skipunum með ánni! Fánar og skyrtur og sáraumfcúðir voru búin til af kærleiks- ríkum höndum. Ungar stúlkur, sem voru sambands- ins megin, færðu fánana til herdeildanna, sem voru í borginni og umhverfis hana. Svo gengu hersveitirnar um strætin með lúðrahljóm. HJjóðfærasveitirnar Iéku hergöngulagiS, sem orustusálmur lýðveldisins hafSi verið ortur undir. Fánarnir blöktu nýir og hreinir í fylkingarbroddi, hreinir, nýir og fagurrauSir þá. En þess var ekki langt að biða að þeir fengju dekkri lit og rifnuðu og velktust og væru að lokum færðir heitn aftur, þar sem fólk ræddi um þá og grét yfir þeim. Síðan voru þeir settir i umgjörð undir gler, og áletr- anir fyrir neðan þá, til þess að vera hafÖir i heiöri meðal ófæddra kynslóSa. Hvað hrífur hugann meira en þaS að sjá þessa gömlu fána, sem hafa verið í mörgum orustum ,eins og stríðshetjur, er hafa unnið sitt ætlunarverk? Þarna á þeim er blóð merkisber- anna, dökt af elli. En hvaS er orðiS af tárum sorg- mæddra kvenna, sem saumuSu saman rauðu og hvitu randirnar með bláu stjörnunum? Hersveitirnar gengu eftir borgarstrætunum, xit á flutningsbátana á ánni og lögðu af stað, og á 'bryggj- unum voru þær kvaddar meS veifandi fánum og vasa- klútum. Svo :kom biðin, löng og þreytandi, og síÖan stórar, svartar fyrirsagnir i blöðunum og sorglegar nafnaskrár, þriggja dálka langar. “City of Alton” — þannig hljóSuðu fréttirnar — er konxin með svo og svo marga dauða og særða af sambandsliðinu og svo 0g svo márga særSa fanga úr sunnanliðinu. Er furSa þótt lín- umar yrðu óskirar er menn lásu nöfnin?' Og þeir sigldu upp ána hver eftir annan, þessir þunglamalegu flutningsbátar, sem áður höfðu flutt hinn hvíta varning friSartímanna; nú fluttu þéir hinn rauða varning ófriðarins. Og þeir fluttu burt á nýja og nýja orustuvelli þúsundir rjóðra og sællegra ung- linga frá Wísconsin, Michigan og Minnesota, sem var safnað saman í hermannaskálunum í Boston. Sumir ' komu aftur fölir og með innsognar kinnar og skegg á vörum, aðrir komu aldrei aftur. Stephen Brice gekk meS sinni hersveit, og hann kendi sársauka í hjarta sér og það var sem kökkur sæti fastur í hálsinum á honum. Hann forÖaÖist aS lita framan í félaga sina. Við landgöngubrúna tók hann hlýtt og þétt í hendina á Riahter. Richter var nú orSinn höfuðsmaður. Augu Þjóð- verjans fyltust af tárum er hann kvaddi. “Þú kemur líka, vinur minn,” sagSi hann, “þeg- ar landið þarfnast þín. Núna höfum við nóga til þess að fara, sem ekki eru viÖ neitt bundnir.” Hann ypti öxlíim. “Eg á einu sinni ekki föður —” Hann snéri sér að Whipple dómara, sem stóS þar hjá og rétti fram magra hendina. “Guð blessi þig, Karl,” sagSi dómarinn. Karl trúði naumast sínum eigin augum. Hann komst út á bátinn, sem nú var orðinn fullur af bláklæddum her- mönnum. Gufupípan blés og báturinn fór að færast frá bryggjunni. Það seinasta, sem hann sá þar var gamli maðurinn magur og krangalegur og sá yngri, herðabreiSur.og hraustlegur, þar sem þeir stóSu fram á bryggjubrúninni. Stephen varpaði öndinni, er hann gekk aftur heim i skrifstofuna með dómaranum, en Rajin treysti sér ekki til að segja neitt. Heim i skrifstofuna, þar sem bókahillurnar blöstu við honum storkunarlega! Dóm- arinn lokaði hurSinni með ógagnsæa glerinu í á eftir sér, og Stephen sat og las í bók þangaS til klukkan var fimm. Það var ekki lagabók, sem hann las í, held- ur heræfingareglur Hardees. Hann skelti bókinni aft- ur og fór út til þess að æfa sjálfboðaliÖa i stórum skála með rykugu gólíi — flatbrjósta borgara með axlaböndin yfir skyrtunum, sem ekki skildu einföld- ustu fyrirskipanir. Stephen var aSstoSarforingi i heimaliðinu^það er að segja því, sem var eftir af því. Það var einn maður, sem við könnumst viS, sem horfði meS stakri rósemi á burtför hermannanna og afturkomu þeirra særðu. Þegar hersveitirnar fóru fram hjá búð Carvels á leið sinni ofan að ánni, sat Hopper sem fastast á stól sinum, og enginn vissi ti! þess, að hann hefði nokkurn tíma gengið fram í dyrnar til þess aS óska þeim góðr- ar feröar. Þetta var alt gott og blessað, þvi þetta voru sambands herdeildir, en Hopper gaf ekki hest — ekki svo mikið sem ábreiðu undir hnakk til ungu mann- anna, sem fóru leynilega burt að næturlagi og án þess að hafa nokkra til þess að fylgja sér á leiÖ. Hann gat notað peninga sina á hagkvæmari hátt. Dag einn í júlí í steikjandi hita, kom Carvel ofursti inn í skrifstofuna. Hann var í of miklum flýti til þess að taka eftir sársaukasvipnum á andlitinu á Ephum, er hann sá húsbónda sinn. Það leyndi sér ekki að ofurstinn var í vandræðum. Síðan í maí hafði hann vanrækt verslun sína, til þess að gefa sig viS málum, sem hann áleit að vörðuðu ’almennings heill, og sem voru svo leyndardómsfull, aö jafnvel Hopper gat ekki komist á snoðir um þau. Þessi mál voru þannig að ofurstinn hafSi oft þurft að fara burt úr borginni, en nú, þegar ekki var unt að komast, burt nema með leyfi, var það orðið óþægilegt, svo að hann fór aldrei lengra en til Glencoe, þar sem hann eyddi sunnudögum af og til. í þetta skifti stóð Hopper upp, þegar ofurstinn kom inn; en þaS var mjög óvanalegt aS hann gerði það. Ofurstinn ræskti sig. Svo settist hann niður viS skrifborðið sitt og barSi á það óþolin- móðlega með fingrunum. “Hopper!” sagði hann loksins.’ Eliphalet gekk fljótt yfir til hans. Eeitthvað, sem líktist brosi, færðist yfir andlitið á honum. Hann settist niður rétt hjá ofurstanum og þaö var trausts- svipur á honum, sem var ekki nýr, ef ofurstinn hefð! veitt honum eftirtekt. Hann tók ekkert eftir svipnum á Hopper en fór að handleika prentaöa pappírsmiða, sem nöfn voru rituS á að aftan. Varir hans voru pressaðar saman eins og á manni, sem finnur mikið til. “Hopper,” sagði hann, “þessir víxlar að austan falla í gjalddaga þessa viku, eða er ekki svo?” “Jú.” Ofurstinn leit upp fljótt. “Það er ekki til neins að vera með neinar undan- færslur, Hopper. Þér er það eins vel kunnugt og mér, aS þaS eru engir peningar til, til,þess að borga þá meÖ,” sagSi hann og reyndi að láta ofurlitla viðhafn- arlega alvöru, sem einkendi hans ljúfmannlega skap, koma í ljós. “Þú hefir þjónaS mér vel; þú hefir komiS verzluninni á nýjan grundvöll samkvæmt kröf- um tímans og gert hana eins arðberandi og nokkur verslun í þessum bæ er. Mér þykir mikið fyrir því, að þessir fyrirlitlegu Yankees skuli hafa neytt okkur til þess að grípa til vopna og með því eyðilagt framtíð margra álitlegra verslunarmanna, eins og þína. En við verðum að gera okkur það aS góSu, við verðum að líða fyrir sannfæringar okkar. Það er ómögulegt að borga þessa víxla, Hopper.” Og hann leit út um gluggann. Hann var að hugsa um dag einn fyrir Mexíkó ófriðinn, er unga konan hans hafði setið einmitt á sama stólnum og Hlopper sat nú á. “Það lá viS að þaS væri grátstafur í rödd hans. Það heyrðist hvergi hljóö nema suðið í flugunum í heitri skrifstofunni. Fyrir framan innan um vöru- strangana var þögn. “Herra ofursti,” sagði Hopper, með rósemi, sem var undraverð, “eg held að þaÖ sé mögulegt að borga þessa víxla.” Ofurstinn stökk á fætur eins og hann hefði heyrt skot og einn vixillinn datt ofan á gólfið. Eliphalet tók hann upp mj úklega og hélt á honum. “Við hvað áttu?” hrópaði ofurstinn. “ÞaS er ekki til banki í bænum, sem lánar mér peninga. Eg — eg á engan vin — vin ,sem eg gæti beðið um lán og sem mætti missa þaö.” Hopper lyfti upp hendinni. Það var vel holdug hönd. ÞýSleikinn sat á henni eins og nýr glófi og breytti manninum. Hann var ekki auðmjúkur nú, hann sýndi rólyndi, þetta sama rólyndi, sem við nú á dögum finnum í skrifstofum auðkýfinganna. Ofurstinn starði á hann órólegur. “Eg tek víxlana upp á sjálfan mig,” sagði Hopper. “Þú!” hrópaðj ofurstinn eins og hann ætti bágt með að trúa sinum eigin eyrum, “Þú.” Til þess aS gera Eliphalet rétt til verÖur maSur að segja, að það var engin hræsni í honum. Hann reyndi ekki aS leika hinn miskunnsama Samverja; hann brosti ekki mikillátlega og minti ofurstann á það er hann heimilislaus og vinalaus hafði hröklast inn í búðina hjá honum undan hóp af múlösnum. Nei, en nú voru nýir dagar að byrja, dagar, þeir sem hann þafði kept að, án þess að honum væri veitt nokkur eftir- tekt, um.mörg, mörg ár — sá tími, er hann gæti hlegiS að drambi þeirra, sem höfðu lítilsvirt hann og móSg- að hann, var nú loksins runninn upp. Þegar* viS látum orð falla í hugsunarleysi, þá vitum við ekki hvaða eld viS, getum kveikt í smáum sálum, sem síðar meir get- ur logað upp og brent okkur. AS vísu hafði Carvel ofursti verið ávalt kurteis 0g góður við alla. ÞaS var staSa hans í lífinu, sem hafði verið hneykslunarhella fyrir Eliphalet, sem nú reyndi aS hylja sigurgleði sina, sem var svo mikil að hann titraði. “Við hvað áttu?” spurði ofurstinn aftur. “Eg býst við að eg geti haft saman nóg til þess að borga þessa víxla. ÞaS er ekkert nema ofurlítið vin- áttubrag’ð.” Cravel ofursti var um stund orðlaus af undrun. “Hefir þú þessa peninga?” spurði hann loksins. Eliphalet kinkaði kolli. “Og þú tekur gilt loforS frá mér fyrir þessari upphæð ?” “Já.” Ofurstinn togaSi í hökutoppinn og hallaði sér aftur á bak í stólnum. Hann var aS reyna að átta sig á verslunarráðsmanni sínum, sem hann sá i alveg nýju ljósi. Hann vissi vel, að EHphalea var ekki að bjóða þessa hjálp í gustukaskyni og jafnvel ekki af þakk- lætistilfinningu. Hann rendi i huga sér augum yfir alla veru hans hjá sér frá fyrsta morgninum, er hann bar inn vörustranga, þangað til hann varS eftirmaðúr Hoods, og það var ekki hægt að gefa honum nokuð að sök. Hann mundj eftir aðvörunum Lige kafteins og Virginiu. Hann gat ekki leitaÖ til kafteinsins nú og hann gat ekki beðiS mágkonu sína, frú Colfax um aS lána sér peninga þá, sem hann hafði ávaxtað vel fyrir hana; það litla, sem Virginía átti eftir móður sina varð heldur ekki -inert. Carvel ofursti hafði legiS vakandi nótt eftir nótt við að hugsa itm þessar skuldir. Það var blettur á nafni suðræns sæmdarmanns aS borga ekki. Hann gat ekki selt verslunina og fyrir hús sitt myndi hann fá sama og ekki neitt á þessum tímum. Hann stóð upp og fór að ganga um gólfiS og togaði hökutoppinn. Hann nam tvisvar staðar og horfði á Hopper, sem sat kyr, og í þriðja «kifti nam hann snögglega staðar fyrir framan hann. “Heyrðu!” hrópaði hann. “Hvar í fjandanum hefirðu fengið þessa peninga?” Hopper stóð ekki upp. “Eg hefi ekki verið eySslusanxur síðan eg kom hingað,” svaraði hann. “ÞaS kostar mig ekki mikiS að lifa. Og eg hefi veriÖ heppinn með það sem eg hefi lagt peninga í.” Hrukkurnar á enni ofurstans urðu enn dýpri. “Þú býðst til þess að lána mér fimm sinnum meira en eg hefi borgað þér allan þann tíma, sem þú hefir unniS hjá mér. Segðu mér hvernig þú hefir komist yfir þessa peninga áður en eg tek við þeim. Eliphalet hafði aldrei getaS horfst í augu við þenna mann síðan fyrst hann sá hann, og hann gat það heldur ekki nú. En hann gekk að skrifborði sínu og dró langt pappírsblað upp úr skúffu í því. “Þetta eru sum af fyrirtækjum þeim, sem eg hefi lagt í,” svaraði ‘hann í ofurlítið önugum róm. “Eg býst við að þau standist rannsókn. Eg er ekki að neyða þig til þess að taka viö penigunum, bætti hann við meS skyndilegri þykkju. “Eg vildi gjarnan bjarga verslun- inni.” Ofurstinn gat ekkert sagt við þessu. Hann stóð upp og gekk að skrifborði sínu en hann átti bágt með að standa á fótunum. Enginn maður vissi hversu sárt hann fann til niðurlægingar sinnar þennan dag. Hann tók upp nokkur eyðublöS fyrir eigin-víxla og byrjaði að fylla. þau út. Hann gerði þetta til þess aS bjarga nafni, sem hafði veriS flekklaust síðan hann fæddist. En áður en hann skrifaði nafnið sitt undir tók hann aftur til máls. “Þú ert fjármálamaður, Hopper, og þú hlýtur að vita, að þessir eigin-víxlar verða ekki lagalega gildir. Bærinn er undir herrétti, dómstólarnir eru afnumdir og allir samnin^ar, sem eru gerÖir hér í St. Louis eru ógildir.” Eliphalet ætlaði aS fara að segja eitthvað. “Bíddu við,” hrópaði ofurstinn og stóS upp og rétti úr sér. “HvaS sem lögunum líður, skaltu fá pen- inga þína aftur með rentum, eða veðið, sem er versl- unin. Eg þarf ekki að taka það fram, að loforð mitt er órjúfanlegt og bindandi bæöi fyrir mig og mína. ’ “Eg er ekki hræddur, herra ofursti,” svaraði Hopper og reyndi aS vera vingjarnlegur. Sannleik- urnn var sá, að honum stóð ógn af ofurstanum að lok- um. “Þú þarft ekki aS vera það,” sagði ofurstinn með sömu áherslunni. Værir þú það, þá ættir þú að fara héðan burt undir eins.” Hann settist niður og varð rólegri. “Það verður ekki langt að bíða,” mælti hann, “þangað til sunnanherinn tekur St. Louis og þessi norðanmannastjórn lætur undan. Heldurðu aS Við getum haldið versluninni í horfi þangað til, Hopper?” Fjarri sé það manni aS brosa að þessu einfald- lega trausti ofursitans. Og hefði Eliphalet Hoipper gert það, þá hefði saga hans endað þá um leiö. “Láttu mig um það,” svaraöi hann alvörugefinn. Svo kom skapbreytingin. Ofurstinn stundi er hann skrifaði undir veðsetninguna á versluninni. sem hafSi ávalt verið prýði fyrir bæinn, þar sem hún hafði verið stofnuð. Sem betur fer, er ekki nauðsynlegt að fara pánar út í samtal þeirra þennan dag. Hvað varöar mann um vexti, gjaldfrest og þess konar? * Þetta voru striðs-tímar. Hopper skrifaði út bankaávísun sina og fór svo von bráðar. Það var merki fyrir þá fáu, sem eftir voru af starfsmönnum verslunarinnar að fara líka. Ep'hum gekk órólegur fram og aftur í búðinni fyrir framan og undraðist hversvegna húsbóndi sinn kæmi eklci út. Eftir nokkra stund læddist hann að skrif- stofudyrunum, opnaði þurðina 0g sá ofurstann þar sem hann sat niðurbeygöur með hendurnar fyrir and- litinu. “•Herra Comyn!” hrópaði hann, “herra Comyn!” Ofurstinn leit upp. Hann var fölur og þreytu- legur. “Herra Comyn, veistu hverju eg iofaði ung- frúnni fyrir löngu, áSur en hún fór frá okkur?” “Hvað var það, Ephum?” Hann sá gamlá svertingjann eins og í móðu og þaö var naumast að hann heyrÖi rödd hans, sem var biðjandi. “Herra Comyn, viltu ekki gefa Ephum gamla leyfi til þess að fara eitthvaö niður eftir á til þess að sækja kaftein Lige?” . “Ephum,” sagSi ofurstinn í sorgblöndnum róm, “eg fékk bréf frá kafteininum í gær. Hann er í Caíró. Báturinn hans er orðinn að flutningsskipi fyrir sam- bandsherinn og hann tekur borgun frá NorÖanmönn- um.” Ephum færöi sig eitt skref nær. “En kafteinninn er vinur þinn, og hann gleymir aldrei því, sem þú hefir gert fyrir hann, herra Comyn. Hann er ekki í hernum.” “Og eg er vinur hans,” svaraði ofurstinn rólega. “En eg bið ekki nokkurn mann um hjálp, sem er í þjónustu NorÖanmanna. Nei. ekki einu sinni bróður' minn, sem er í einni Pensylvaníu hersveitinni.” Ephum staulaðist út, en honum var þungt niöri fyrir, þegar hann lokaöi búðinni það kvöld. Hopper tók sér far meS strætisvagni, þegar hann kom út. Vagninn gekk með miklu skrölti og mörgum viðkomustööum eftir fimta stræti, þangað til hann kom í úthverfi norðan til í borginni, sem hét Bremen. í Bremen voru stórir hópar af múlösnum á stræt- unum og fyrir framan skálajia, þar sem þeir voru seldir. Svipusmellirnir gengu eins og skothríð úr skammbyssum. Menn með gulu ermamerkin úr ridd- araliði Bandaríkjanna smeygðu sér til og frá innan um múlasnana pg eigendur þeirra og tóku á slcepn- unum, sem voru hálfóðar af hræöslu. Hópur er skil- inn frá aðalþvögunni og rekinn í hendingskasti niður eitt strætið. Hann á að fara út á eitt af flutingsskip- um stjórnarinnar, til ]>ess aö verða drepinn á orustu- völlunum í Kentucky eða Missouri. Hopper steig rólega út úr strætisvagninum. Hann stóð nokkra stund kyr á strætishorni og hallaöi sér upp að húsvegg, sem var glóðheitur af sólskininu, og horfði á annríkið, sem þarna var, án þess að nokkur tæki eftir honum. Múlasnar! Þetta haföi hann vitað á hópurinn, sem hann hröklaðist undan inn í búð Carvels ofursta, þegar hann kom fyrst til St. Rouis. . Eftir nokkra stund kom maður með gult yfir- skegg, sem var bitiÖ framan af. út úr skrifstofu einni þar. Augnaráð hans var flóttalegt. Hann kom auga á Hopper. “Sæll, Hopper,” sagði hann. Hopper rétti honum hendina til þess aö taka í. Hefirðu viöurkenningarnar ?” spurði hann á verri ensku en 'hann var vanur að tala, sem honum fyndist að hér þyrfti ekki að vanda máliÖ. “Já, eg held nú þaö,” svaraÖi hinn. Rétt í þessu kom laglegur ungur maður í fallegum einkennisbúningi til þeirra, svo hann varð að þagna. Hann var nokkuð mikill a lofti og var þó mjög ungur, ekki meira en tuttugu og tveggja ára gamall. Eftir útliti og látbragÖi að dæma var hann skrifstofuþjónn. Hann var ekki oröinn móleitur í framan af útiveru, og þaÖ voru dökkir blettir fyrir neöan augun á honum. “Sæli nú, Ford,” sagöi hann glaðlega. “Sæll höfuðsmaður,” svaraði hinn. Þessi sein- asti hópur var, svei mér, ekkert óhræsi. Sá hreinasti sem eg hefi nokkurn tíma séð. Ekki svo mikiS sem kýli á nokkrum þeirra. Stjórnin er ekki svikin á þeim á hundrað og áttatiu fyrir hausinn.” Ford’ sagði þetta með svo mikilli áherslu og með svo miklum alvörusvip á andlitinu, að höfuösmaður- inn brosti. Og um leiS leit hann hálf órólegur ofan á nýju hnapparöðina á brjóstinu á sér. “Eg held að eg þekki múlasna frá hundi, nú orðið,” sagði hann. “Já, eg held að þaS sé óhætt að segja það,” sagði Ford og hló hátt. “Wentworth höfuðsmaður, lofaöu mér aö kynna þig herra Hopper. Hopper, þetta er Wentworth höfuðsmaöur.” HöfuSsmaðurinn tók þétt i hendina á Hopper. ‘VEtlar þú aS verzla með múlasna?” spurði höf- uösmaðurinn. “Ekki ætla eg mér það,” svaraði Hopper. Við skulum gera ráö fyrir, að okkar virðulegi Hopper hafi ekki verið gersneyddur allri tilfinningu fyrir því spaugilega. Hiann brosti að þessu lambi í einkennisbúningi orustuguðsins og bætti svo við: “Eg held bara að eg sé fæddur föÖurlandsvinur. Má ekki bjóða þér glas af víni, herra höfuðsmaður?” “Og vindii,” bætti Ford við. “Aöeins eitt,” sagði höfuösmaðurinn. "ÞaS eru fjandans leiöindi að þurfa að vera að horfa á múl- asna allan daginn í hitanum.” Séra Davitt mátti vera þakklátur fyrir að trú- boð hans náði ekki til Bremen og að mannúðarstarf- semi hans hélt honum við bráðabyrgðar spítalann i borginni. Hopper haföi að vísu sagt af sér umsjónar- mannsembættinu viö sunnudagaskólann, en hann var enn eiiin af meginstoðum kirkjunnar. HöfuSsmaðurinn hallaði sér upp að drykkjuborS- inu og ihlustaöi á sögurnar, sem Ford var að segja og sem voru þannig, að það var illa viÖeigandi fyrir góðan og guðhræddan kirkjumeðlim aS hlusta- á þær. Hann reykti vindla og drakk whisky, sem Hopper keypti. Og Hopper skildi þaö ofur vel aS guð lætur suma heimskingja fæSast í þennan heim, til þess að gáfað fólk fái tækifæri til þess að nota hæfileika sína. Hopper hvorki drakk né reykti, en hann notaöi hráka- dallana með minna hiki hér á þessum stað en hann annars var vanur. \ ;J ! |*| Þegar höfuðsmaðurinn loksins gekk út og reyndi aö bera sig eins vel og hann gat, sneri Hopper sér að Ford. “Láttu ekki dragast að koma viðurkenningunum á aðalskrifstofuna,” sagði hann. Peningarnir eru ein- hvers viröi núna. Og þaö eru umkvartanir um þessa deild hersins í austanblöðunum. Ef rannsókn verður 'hafin, þá megum við gá að okkur. Hvaö mikið í dag?” “Þrjú þúsund,” svaraði Ford. Hann gleypti í sig glasið af Bourbon vín, en svipurinn á andliti hans var ekki fallegur. “Þú verður déskoti ríkur maður einhvern tíma, Hopper,” sagði hann. “Eg býst við því.” “Eg geri alt óleyfilega verkið, en af því að eg hefi enga peninga, fæ eg ekki nema fjóra af htlndr- aði.” “Er ekki hundraö og tuttugu á dag nóg handa þér?” , 1 “Þú færS nærri þúsund. Og þar að auki hefirðu samninga um aS leggja >til bæði hesta og brekán. Eg þekki þig. En hver getur haldið mér frá því, að fara suður, iþegar búið er að t>orga út viðurkenningarnar ?” 'hrópaði hann. “Er það ekki mögulegt ?” Eg býst við því,” svaraði Hopper rólega. “En þá veröur móSir þín líka að flytja sig burt úr húsinu sem hún er i.” HJÓMl Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið íelag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL The Manitoba Co-operative Dairies LIMITKD

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.