Lögberg - 19.03.1925, Blaðsíða 5

Lögberg - 19.03.1925, Blaðsíða 5
LÖGBERG, ÍIMTUDAGINN, 19. MARZ 1925. BIs. 5 w DODDS fklDNEY Dodds nýrnapillur eru besta nýrnameðalið. Lækna og gigt 'bak- verk, bjartabilun, þvagtepim og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllu’m 'lyf- sölum eða frá The Dodd’s Medi- cine Company, Toronto, Canada. Séra Jónas A. Sigurösson geröi tillögu, studda af Birni Péturssyni, að samþykkja fyrsta lið c) óbreytt- an. — Sigfús Halldórs frá Höfn- um gerði þá brtl., að leyfa að veita alt að $50 verðlaun, þar eð miklu meiri nauðsyn bæri til þess að hlynna að íslenzkukenslunni hér í Winnipeg en annars staðar. Brtl. var feld með miklum meiri- hluta atkvæða, og tillaga séra Jón- asar síðan samþykt með öllum greiddum atkvæðum. Annar liður nefndarálitsins svo samþyktur með öllum greidum at- kvæðum. Þriðji liður var og samþyktur með öllum greiddum atkvæðum. Gat séra Rögnv. Pétursson þess í sambandi við hann, að vér værum ver settir í Manitoba, en í Sas- katchewan, því þar veitti háskól- inn í Saskatoon þeim kenslu, er óskuðu þess, hjá Þorbergi prófess- or Þorvaldssyni. Séra Jónas A. Sigurðsson kvað og vera kostur á íslenzkukenslu við háskólann í Se- attle. Gerði séra Jónas A. Sigurðsson þá tillögu, en Sigfús Halldórs frá Höfnum studdi, að samþykkja skyldi nefndarálitið, með áorðnum breytingum. Var það samþykt með öllum greiddum atkvæðum, og það mál þannig afgreitt af þinginu. Þá las hr. Jakob F. Kristjánsson upp álit nefndar þeirrar, er gera skyldi tillögu um bókasafnsmálið. Kváðu' þeir þann manninn, er þeir hefðu ætlað að leita ráða hjá, vera veikan, svo að þeir væru sjálfir ekki allskostar ánægðir með tillög- ur sínar. Leyfðu þeir sér þó að leggja fyrir þingið: 1 fyrsta lagi: að þar eð ótiltæki- legt sé að stofna bókasafn án þess að trygt sé húsrúm, en erfitt að fá það nú, þá mætti reyna að leita til Carnegie bókasafnsins hér, að það varðveiti bækur félagsins og að á- byrgjast þær, enda taki það íslenzk- an starfsmann að safninu og heim- ili honum nægan tíma frá öðrum störfum, til þess að halda góðu lagi á íslenzku bókunum. í öðru lagi: Komist félagið að þessum samningum, 'heimili þingið væntanlegri nefnd að leita til út- gefenda og rithöfunda um bóka- gjafir, og enn fremur að nota alt að $200 á næsta ári til bókakaupa. / þriðja lag'\: Takist nefndinni ekki þetta, skuli hún íhuga aðra möguleika og leggja álit sitt um þá fyrir næsta þing. Samþykt var að ræða hvern lið fyrir lið. Sigfús Halldórs frá Höfnum benti á það dæmalausa hirSuleys! milliþinganefnd til þess að athuga málið. Þessi brtl. var studd og samþykt með öllum greiddum atkvæðum. Við annan lið gerði Sigfús Hall- dórs frá Höfnum þá brtl., að hann skyldi falla i burtu. Var hún studd af séra Jónasi A. Sigurðssyni. Brtl. viS brtl. kom frá séra Rögn. Pét- urssyni, studd af Birni Péturssyni, aS i stað liSsins komi nýr annat liður, er hljóði svo: “Nefndin leggur til, að væntanlegri 3 manna nefnd sé falin varðveizla þeirra bóka, er bókasafninu kunna að á- skotnast.” Var þessi brtl. við brtl. samþykt með öllum þorra at- kvæSa. Við þriðja lið nefndarálitsins kom sú brtl. frá séra Rögnv. Pét- urssyni, studd af séra J. A. Sig- urðssyni, aS liðurinn falli í burtu, en i stað hans komi hinn uppruna- legi annar liður nefndarálitsins, með litlum breytingum, er hljóði svo: “Tákist mþ.nefnd. að komast að samningum á húsrúmi fyrir bókasafniS, felur þingiÖ nefndinni aS fara þess á leit viS útgefendur og rithöfunda, í nafni félagsins, að gefa því bækur, og að sjá um þaS eftir megni, að forða dýrmætum íslenzkum 'bókum hér vestra frá glötun. Enn fremur heimilar þingið nefndinni að nota alt að $200 á næsta ári til þess að kaupa þær bækur, sem ekki fást gefins, og hún álítur nauðsynlegar.” Þessi brtl. var samþykt með öll- um greiddum atkvæSum. Þvinæst var nefndarálitiS sam- þykt meS áorðnum breytingum, meS öllum greiddum atkvæðum. Þá var milliþinganefndin kosin, og var hún skipuð þeim Páli Bjarnarsyni, Arnljóti B. Olson og séra Rúnólfi Marteinssyni. Var þetta mál þannig afgreitt af þinginu. Þá lá næst fyrir málið um Vam- arsjóð Ingólfs Ingólfssonar. Lýsti framsögumðaur nefndar- innar, er í það hafði verið sett, Árni lögmiaður Eggertsson, því yfir, að álitið væri til, en nefndin kysi aS bíða, þar til allir nefndar- menn væru viðstaddir. Séra Jónas A. Sigurðsson ósk- aði þess, að álitið kæmi samt fram, og séra Ragnar E. Kvaran óskaSi þess aS stjórnarnefndin skýrði þinginu frá Ingólfsmálinu. Ivar Hjartarson kvaS nefndina hafa komið sér saman um aS leggja ekki álitið fram nema allir nefnd- armenn væri viðstaddir, og Árni lögmaður 1 Eggertsson kvaðst álíta það persónulega móðgun við sig, ef málið yrði skýrt, eSa kæmi fram á undan nefndarálitinu. Var málinu því skotiS á frest, og samþykt tillaga frá Jakob F. Kristjánssyni , aS taka fyrir Ný mál. Las forseti þá fyrst upp ávarp Jóhannesar glímukappa Jósefsson- ar, og tillögur hans um islenzka glímu, stílaðar til ársþings Þjóð- ræknisfélagsins. Tekur hann það fram, að glíman sé hin eina al íslenzka íþrótt; og eins og íslenzk tunga hafi verið og sé hið lífgef andi magn þjóðernis vors og eðlis, svo sé og hin íslenzka glima falin skauti ættgengra vona, um heið ur, karlmensku og drengskap is- enzkra manna. Leggur hann til, að Þjóðræknisfélagið gangist fyrir stofnun glimufélaga meðal Vest- ur-íslendinga og veiti nauðsynlega liðveizlu málinu til tryggingar. Verði tillaga þessi samþykt lof- ar hann að leggja til $100.— hverju ári í tíu ár, er verja skal til verðlaunagripa handa íslenskum glimumönnum, því aðeins þó, að Við annan lið kom fram breyt- ingartillaga frá Birni Péturssyni um að kjósa 5 menn í milliþinga- nefndina, en ekki 3. Var sú breytt. feld með 20 atkvæðum gegn 15, og liðurinn síðan borinn upp og sam- þyktur. j' Þriðji liður, var samþyktur, sam- kvæmt tillögu frá B. B. Ólsois. studdri af G. Húnfjörð. Fjórði liður var samþyktur i efflu hljóði. Um fimta lið urðu langar um- ræður unz Björn Pétursson gerði tillögu, um að slita þeim; studdi dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Var hún samþykt og liðurinn síðan borinn upp og samþyktur í einu hljóði. Sjötti liður var samþyktur í einu hljóði. Þá var nefndarálitið alt borið Undir atkvæði og samþykt með öll- um greiddum atkvæðum. Þá var samþykt tillaga frá Árna lögmanni Eggertssyni, studd af J. Gillies ,að fresta 'kosningu milli- þinganefndar til síðari hluta dags, þar eð eigi fengjust nægilega marg- ir útnefndir. Var það gert og geng- ið til kosningar um þá fjóra Jakob F. Kristjánsson, Sigfús Halldórs frá Höfnum, Jón Tómásson og Eirík ísfeld. Voru hinir þrír fyrst- nefndu kosnir í milliþinganefndina og málið þannig afgreitt af þing- inu. — Þá kom fram tillaga frá Sigfúsi Halldórs frá Höfnum þess efnis að tekin skyldi á dagskrá hugmynd Guðmundar Húnfjörð um að fé- lagið gangist fyrir þvi að íslenskum Winnipegbörnum sé komið fyrir á íslenskum sveitabæjum i sumarfrí- inu. Var það samþykt með öllum greiddum atkvæðum. Guðm. Húnfjörð gerði tillögu um að kjósa í þetta mál 5 manna milliþinganefnd, Skipaða 3 konum og 2 karlmönnum. Var hún studd og samþykt. Samþykt var að fresta kosningu i nefndina til næsta dags 3ar eð svo fáir voru eftir á fundi. Var svo gert, og hlutu þá kosningu: Mrs. P. S. Pálsson, Mrs. H. Davíð- son, Miss Ingibjörg Björnsson, Sig- urður Oddleifsson og Jónas Jó- hannesson. Var það mál þannig afgreitt af þinginu. — Þá var samþykt að fresta þing- fundi til kl. 9.30 f. h. næsta dag. um bækur jafnvel enskar sem um vergIaunin á mót„m ætti ser stað í Carnegie safnmu. 0 ---- Klemens Jónasson vildi, að sem mestu af gömlum, sjaldgæfum ís- lenzkum bókum, er nú væru að farast hér vestra, yrði bjargað í þetta safn. Við fyrsta lið kom brtl. frá séra Jónasi A. Sigurðssyni þess efnis, að hann skyldi hljóða svo: “Með því að nefndin álítur ótil- tækilegt, að stofna bókasafn, án þess að því sé trygt húsnæði, legg- ur hún til, að kosin sé 3 manna Sparið GEGN 4% .0 ^ YÐAR EIGIN Sparistofnun fá innlög yðar 4 prct. og eru trygð af Manitobafylki. Þér getið lagt inn eÖa tekið út peninga hvern virkan dagfrá9tiI6. nema á laugardögum. búer opið til kl. 1, eðaþér getið gert bankaviðskifti yðargegnum póst, Byrja má reikning með $1.00 FYLKISTRYGGING Provincial Savings Office 339 Grry St- 872 Main St. WINNIPKG Utibú: Brandon, Portage Ia Prairie, Carman, Daupbin, Stonewall. Stofnun þessier s'tarfrœkt í jDeim til- gangi að stuðla að sparnaði og vel- megun manna á meðal. beiðni deildarforsetans. Var gerðuj mikill rómur að kvæðinu, unz höf- undurinn var kallaður fram og fagnað að öllum ásjáandi. Þá söng karlakór undir stjóm Halldórs Thorolfssonar, og þótti mjög vel takast. Þá bauð forsetinn velkominn á ræðupallinn skáldið og rithöfund- inn Einar H. Kvaran, og var hon- um fagnað með dynjandi lófataki. Erindi sitt nefndi hann “íslenskt þjóðerni í Vesturheimi” og var það samið og flutt af þeirri afburða- snild, sem mönnum mjög sjaldan á æfi sinni auðnast að verða að- njótandi, enda létu fundarmenn þakklæti sitt og fögnuð lengi í ljósi. Þá söng Sigfús Halldórs frá Höfnum nokkur lög og lék Tryggvi Björnsson undir á píanó. Næst kom fram á ræðupallinn dr Sig. Júl. Jóhannesson til þess að lesa upp frumsamið kvæði, ort í tilefni af þessu þjóðrænkisþingi. Bað hann þingheim fyrst leyfis að mega segja nokkur orð í óbundnu máli. Var það upphaf og endir máls hans, að allir Vestur-lslendingar ættu að sameinast um þjóðræknis félagið. Goodtemplarar ættu fyrst að gefa félaginu hús sitt; íslend- ingadagurinn ætti hér eftir að hald- ast undir umsjón þjóðræknisfélags- ins og stjórnarnefnd þess; íslensku kirkjurnar ættu að renna saman í eina kirkjuheild, þar sem þó hver deild og hver einstaklingur væri frjáls sinnar skoðunar — undir væng þjóðræknisfélagsins; Jóns Bjarnasonarskólinn og Gamal- mennaheimilið ættu einnig að leggj- ast undir umsjón félagsins, og að lokum ætti að gefa þjóðræknisfélag inu bæði íslensku blöðin, að þeim yrði steypt saman í eitt blað, er fé- lagið héldi út. — Var gerður hinn mesti rómur að máli læknisins, og óx fögnuðurinn og glaumurinn í salnum um allan helming við hverja tillögu, unz þakið ætlaði af að keyra við síðustu tillöguna.. Að fagnaðarópunum lægðum, las l’æknirinn kvæði sitt og hlaut mikið lof fyrir. Þá söng karlakór Halldórs Thór- ólfssonar, og var að því hin bezta skemtun. Þá var leikið á hljóðfæri, banjo og píanó, af þeim Mr. W. Bello, og ungfrú Fríðu Long. Var það síð- asta atriðið á skemtiskránni, og LAUSAVfSUR. Angri sáru yfir slær allar taugar lífsins, er sé eg tárin silfurskær Svífa um augu vífsins. ('Ókunnur höf.) Enginn lái öðrum frekt, einn þó nái falla, hver einn gái að sinni sekt, syndin þjáir alla. /Ókunnur höf.) Um mann, sem hýddur hafði ver ið á þingi, en barst seinna mikið á, og þótti upp með sér: Nú er virtur njótur fleins, nauða-firtur skorðum; nú er skyrtan ekki eins illa girt og forðum. fókunnur höf.) í skammdegisríðinni (sléttu- böndj: Hrannir æða, kveður köld kylja rammaslaginn. Fannir mæða, hleður höld hríðin skamma ddaginn. Benedikt Guðmundsson, frá Húsavík. Flest vill brjála fegurð hér, fjörs er stálið sprungið; Híðið sálar hrörna fer, heims af nálum stungið. Friðrik frá Ytri-Bakka, síðast á Hjalteyri. —Morgbl. Um kvöldið kl. 8 var samkoma v , , haldin, íslendingamót, fyrir tilstilli | gerSur að ^V1 ur romur- deildarinnar “Frón” í Goodtempl- arahúsinu. !: Forseti Fróns-deildarinnar séra Rúnólfur Marteinsson, flutti stutt ávarp og bað gesti og aðkomumenn velkomna á þetta mót. Þá lék hr. E. Oddleisfson á Saxo- phonte, og aðstoðaði ungfrú Long við píanó, og þótti góð skemt- un. Þá las séra Rúnólfur Marteins- son upp snjalt kvæði hrynhendu. eftir séra Jónas A. Sigurðsson. Hafði höfundurinn ort það fyrir “Frón”, við þetta tæki'færi, eftir Vill heldur jfangelsi í heima landinuen frelsi á Rússlandi. Fyrir nokkrum árum flýði stór- glæpamaður einn danskur úr hönd- um lögreglunnar í Árósum. Var hann fyrir rétti hjá dómara, en óskaði þess að fá að tala við konuna sína. Þegar dómarinn neitaði því, fauk í glæpamanninn, svo að hann stökk í vetfangi á dómarann, sló hann í rot, barði niður réttarverðina og flýði burt á hjóli. Síðar hafði það komið i iljós, að hann komst til Kiel og !þaðan til Rússlands. Sovietstjórn- in er víst ekki mikill mannþekkjari, því hún réði hann óðara í þjónustu En nokkru fyrir miðjan síð- vera sina. sala í Paris, Simon Kra, 6 Rue Blanche. Bréfið var skráð í verð- listum hans innaji um bréf frá flestum mikilmennum Fi-akka á sviði stjómmála og bókmenta, höf- undur þess nefndur Jean Sigurds- son, sagt að hann væri fæddur á íslandi og hefði verið stjómmála- og vísindamaður. Sjálfu bréfinu var lýst svo, að það væri vísinda- legs efnis og skrifað á dönsku. — Paul Gaimard var franskur vís indamaður, og hafði ferðast um ísland. Ti hans orti Jónas Hall- grimsson kvæðið “Þú stóðst tindi Heklu hám.” Kaupm.höfn, 24. nóv. 1856. Hæstvirti Herra Paul Gaimard. Fyrir nokkru síðan hefi eg með- tekið til hins íslenzka bókmenta- félags nokkur hepti af Ferðabók yðar á íslandi. Þetta veit eg muni vera sent fyrir yðar tilstilli, og er það nýr vottr um velvild yðar til íslands, sem er svo marg- reynd og sem vér íslendingar mun- um ávalt geyma i þakklátri endr- minningu. Sem núverandi for- seti deildar hins íslenzka bók- mentafélags hér finn eg mér jafn- skyldugt að þakka yðr þess^nýju minning, sem mér er kært að minn- ast á yðar fornu vinsemd. Það sem enn fremr dirfir mig að rita yður linur þessar, er það, að vinr okk- ar, Ólafr Gunnlaugsson, sem nú er i Paris, hefir minnzt yðar með sömu virðing og ást sem aðrir Is- lendingar, og lofað mér að vera milligöngumaðr, ef eg skrifaði yðr til. Þér vitið, að þó efnin sé ekki mikil þar sem vér íslendingar eig- um hlut að máli, þá er fýsnin ekki litil einkum til að eiga góðar bækr. Minn áðrnefndi vin Ólafr hefir gefið mér von um, að þér kynnið að sjá ráð til að útvega félaginu nokkrar þær bækr, sem oss fýsti helzt að eiga, og hefi eg því sent honum lista yfir nokkrar þær, sem oss væri helzt áríðandi og kært að fá; en þarhjá bið eg yðr ekki mis- skilja þessa dælsku, þareð þetta er einungis gjört til að benda á hvers vér helzt æsktum, en vér vitum ekki að hve miklu leyti kynni að auðið að útvega þetta eða Magic [bökunarduft, er ávalt það bezta í kökur og annað kaifi- brauð, það inniheldur ekkert alum, né nokk- ur önnur efni, sem valdið gætu skemd. Síðan var gengið í kjallarasal Goodtemplarahússins. Dignuðu þar borð undir hangikjöti og rúllu- pylsusneiðum, kleinum, pönnukök- um og öðru góðgæti. Urðu menn að fara ofan í tvennu lagi, því mat- ur var framreiddur fyrir 200 manns 5 einu, en um eða yfir 400 manns voru á samkomunni. Þar næst var dansað i efri saln- um til kl. eitt um miðnætti. Var þá þessari samkomu slitið, og allra mál, að hún hefði best verið á vetr- inum. Frh. asta mánuð kom hann á fund lög- annaS> ^ ^ *Itt af reglunnar i Khöfn, og bað heitt og ver verðum. að efa undir ^ðar fast um það, að fá að tala við lög- reyndu g°ð^sl °g alu«arfullu um- regluna í Árósum, því hann vildi h>^Ju' Somuleiðis “»* heldur sitja í fangelsi þar og af- plána sína sekt, en að vera lengur í Rússlandi.—Mbl. Óprentað bréf. frá Jóni Sigurðssyni. Ritstjóri Varðar keypti í fyrra- vetur bréf það frá Jóni Sigurðs- syni, er hér fer á eftir. Var það í eigu alþekts bréfa- og handrita- í sambandi við árlegt þing þjóð- ræknisfélagsins og undir þess um- sjón, Þessu bréfi hr. Jóhannesar Jó- sefssonar var tekið með dynjandi lófaklappi. Var samþykt að setja 3 ,manna nefnd til þess að ihuga málið, og í nefndina kosnir Jakob F. Kristjánsson, H. Bardal og Jón Húnfjörð. Kom nefndin fram með tillögur sínar daginn eftir, sem hér fylgir: 1 fyrsta lagi: að þingið sam- þykki tillögu Jóhannesar Jósefs sonar. 1 öðru lagi: Að fela þriggja manna milliþinganefnd stofnun glimufélags i Winnipeg og víðar. 1 þriðja lagi: Að þingið skori á deildir að fylgja þeirri nefnd af alefli. I fjórða lagi: Að frkv.nefnd fé- lagsins sé falið að veita forstöðu glímumóti ,í sambandi við þingið ár hvert. t fimta lagi: Að þingið veiti milliþinganefndinni alt að $100.— í þarfir þess máls. / sjötta lagi: Að fela forseta að þakka Jóhannesi Jósefssyni, í nafni félagsins hið höfðinglega boð, og tilkynna honum, ,að því sé tekið. Var samþykt að ræða nefndar- álitið lið fyrir lið. Töluverðar umræður urðu um fyrsta lið, en að iokum var hann samþyktur með tillögu frá séra Jónasi A. Sigurðssyni, studdri af Bimi Péturssyni. EINS DAGS SALA AF DIVANETTE RtíMUM Dagstofa á dagipn—Ljóm- andi svefnher- bergi aðkveldi Einn dag, einn dag aÖeins, fáið þér tækifæri til að kaupa einn af vorum egta KROEHLER Divanettes með voru sérstaka söluverði, og jafnvel með þessu niður- setta verði gefst yður kostur að borga hann með vorum hægu borgunarskilmálum á morgun færir yður þenna ágætis hlut með niðursettu Afganginum jafnað niður í þaegilegar afborganir sem borga má á einu ári ef óskast útíhönd verði heim til yðar strax. Fallegustu Divanette úr Eik og Walhnetu. Sérstakt verð $57.50 Lít inn í “Exchange” deildina. Þar bjóðast vilkjör á húsmunum, er þú þarfnast. ■H.IMIT6P" The Reuable Home Furnishers" |“A MIGHTY ITíIKVDLY STORE TO DEAL WTTH” Lán veltt fólkl utan nf landl. Skrlfið eftlr vorri nýju VerðskrA um vandaðri húsbún- að cgr ú hiild af allri mögulegri gerð og lögun. að leiðrétta það sem villt kynni að vera, eða ekki hentuglegá kosið. Það mundi vera' mér kært, ef þér sæið ráð til að útvega hinar umtöluðu bækr, að þér einnig gætið komið þvi svo fyrir, að vér mættum senda aptr nokkuð af því, sem bókmentafé- lagið hefir gefið út, og ætla eg að félagið mundi með gleði sam- þýkkja það, eg tek til dæmis svo sem ioo Exx. af uppdrætti ís- lands á einu þlaði, 50 Exx. af Od- ysseifskvæði og Ilias, sem nú er verið að prenta, og svo sem 10 Exx. af bókum, sem koma út á hverju ári á félagsins kostnað, eða og eptir því sem óskað væri og fé- lagið gæti í té látið. Þarhjá leyfi eg mér þó að geta þess, að prinz Napoléon hafði sum- ar leyft forseta deildarinnar á Is- landi að senda sér lista yfir bæk- ur, sem félagið óskaði. Skyldi sá listi vera kominn nú, eða koma. verð eg að fela yðar vinsamlegu umhyggju að sjá svo um, að þessi tvöfalda ósk um bækr ekki verði misskilin eða tekin sem ótilhlýði- leg áleitni frá vorri síðu til að hag- nýta oss hið alþekta veglyndi yðar eðr annara vorra frönsku vina. Við þetta tækifæri leyfi eg mér einnig að minnast á, að þér vitið án efa, að hin franska sjóliðsstjórn hefir gefið út marga uppdrætti ýmsra fjarða á íslandi. Þessa uppdrætti hefi eg séð hér í sjóupp- dráttasafni konúngs og sá eg þar, að þó uppdrættir þessir sé ágæt- lega gjörðir, þá er á þeim sá mikli galli, að hin íslenzku nöfn eru mjög afbökuð, mest af þvi, að þeir sem nöfnin hafa ritað hafa farið eptir því sem stendr í hinum eldri strandauppdráttum Dana, þar sem nöfnin eru öll afbökuð. Það væri nauðsynlegt, að þetta yrði lagfært á þeim uppdráttum, sem hér eptir koma út, og það mundi vera hægt, ef stjórnin vildi, því Ólafr Gunnlaugsson mundi geta séð um þetta, og ef því yrði ekki komið við, svo sem ef hann væri ekki í París, þá mundi hæglega mega senda hingað próförk til bók- mentafélagsins, og skyldi eg sjá um leiðrétting hennar, því eg hefi séð um alt slikt á þeim uppdrátt- um sem félagið hefir gefið út, og á þeim uppdrætti, sem hið konúng- lega sjóuppdráttasafn gaf út í fyrra um suðvesturströnd íslands, svo eg er þessu vel kunnugr og get á byrgzt hvað sé rétt. Að lyktum verð eg að biðja yðr forláta mér, að eg skrifa yðr á ís- lenzku, og þarmeð gjöri kannske ofmikla kröfu til yðar umburðar- lyndis; en eg treysti því, að ef á liggr þá er vinr minn Ólafr hinn bezti túlkr, og þér vitið að öðru leyti, að vér Islendingar höfum mætr á máli voru flestu framar. Yðar skuldbundinn heiðrari Jón Sigurðsson. —Vörður. Otvegun vinnufólks Sökum sérstaks undirbúnings og aðstöðu, getum vér nú fullnægt sanngjörnum eftirspurnum eftir Vinnufólki til sveita frá Þýzkalandi Ungverjalandi Póllandi og öðrum löndum Mið-Evrópu. Sé óskað eftir brezku eða skandinavisku félki, þá látið oss vita, hvort þér getið ekki veitt fólki annars staðar frá viðtöku, ef ekki fæst fólk af því þjóðerni, er þér helzt óskið. Finnið næsta umboðsmann vorn, eða skrifið á yðar eigin máli til DAN. M. JOHNSON Westetn Manager Colonization and Development Department CANADIAN NATIONAL RAILWAYS Room 100, Union Station, Winnipeg. Phone A 1355-6 Drumheller Kol-Vidur-Coke Bowman, McKenzie Coal Co.Ltd. Office og Yard: - - - 666 Henry Ave.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.