Lögberg - 25.06.1925, Side 4
4
LÖGBERG FIMtrUDAGINN,
25. JÚNÍ 1925.
■'}
gjögberg Gefíð út hvern Fimtudag af The Col- umbia Prew, Ltd., )Cor. Sargent Ave. & Toronto Str.. Winnipeg, Man. Ti.l.imnri N.6327 oR IS-6328
JÓN J. BILDFELL, Editor
Utan&skrift til blaöaini: T((t eOLUN|BliV PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, ^arp Utanáskrift rítstjórans: EOlTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, IRan. j
The ‘‘Lögberg” ls prlnted and published by The Columbia Press, Limited. ln the Columbia Building, 695 Sargent Ave , Winnipeg. Manitoba. f
rrrrrrrrrrn i
e—
Takmörk lífsnautnar.
Fátt er það, sem vér heyrum talað um nú
á tímum eins oft og eins mikið og það, sem á
bjagaðri vestur-íslenzku er kallað “að hafa
góðan tíma”, en sem á þolanlegu íslenzku máli
mundi vera kallað að njóta lífsins, eða skemta
sér. Um það mál er mikið rætt og ritað, og
eru meiningar manna mjög svo skiftar um
það, hvort á því sviði sé um aftur- eða framför
að ræða. Flestir hinna eldri og lífsreyndari
manna, sem um mannfélagsmál tala eða rita,
virðast líta svo á, að um stórmikla og rauna-
lega afturför sé að ræða; að bönd þau, sem
haldið hafa nautna- og skemtanaþrá manna í
skorðum, séu nú slitin, og að menn, ungir og
gamlir, veltist í nautna-hringiðu mannlífsins
stýrislausir og stjórnlausir.
Einn slíkra manna er Harold Begbie, er
ritar um þetta efni í hinni endurreistu útgáfu
af “The Humanist”, og segir þar meðal ann-
ars: “Sorgarraunin mikla, sem fram fór í
sálu Hamlets, var sprottin af þeirri meðvit-
und, að maðurinn sé í eðli sínu englum líkur,
en lifði þó lífi sem væri á lægra stigi en líf
dýranna og megnaði ekki og vildi ekki hefja
sig í það tignarsæti, sem honum bæri í hinni
voldugu tilveru.
Maður virðist finna til þess, að slík svik
við lögmál þrótts og þroskunar — slíkt afsal
hins andlega fæðingarréttar sé aðal ástæðan
fyrir ógæfu og óánægju manna.
Maðurinn verður annað hvort að lyftast
upp til englanna, eða falla til helvítis, því hann
getur ekki numið staðar á þroskastigi dýranna.
Eins og Coleridge komst svo meistaralega að
orði. Það er brennipunkturinn. Sálin, svíkin
og vaniað þess að njóta þeirrar andlegu nær-
ingar, sem hún þráir, finnur enga hvíld í um-
heimi eða andrúmslofti hinna saklausu dýra,
heldur verður að sökkva dýpra og dýpra nið-
ur í enn meiri afglöp og þar af leiðandi meiri
ógæfu, þráandi algjört tiilfinningtarleys'i, eða
tilveruleysi. Á þessari bilun mannkynsins ber
mest í vorri tíð.
Andlegt hungur og þorsti þekkist naum-
ast á meðal vor, o^ þess vegna er það hungur
ekki satt, né þeim þorsta svalað, heldur ferð-
umst vér í því ásigkomulagi lífið á enda og
leitum ánægjunnar þar sem hana er ekki að
finna.
Vér krefjumst af hinum tignarlega um-
heimi, sem vísindamaðurinn stendur frammi
fyrir með undrun og lotningu, einskis annars
en skemtana, og sú eina lýsing, sem getur gef-
ið mönnum rétta hugmynd um þær, er sí-lif-
andi og sí-nagandi síngimi.
Með öðrum orðum, við leitumst við að lifa
án þess að viðurkenna, að siðferðisskyldan og
siferðisþrekið sé ein af aðal máttarttaugum
mannlegs lífs og að menningarþroskinn á liðn-
um árum hafi ekki haft meiri þýðingu fyrir
oss, en hann hefir haft fyrir negra, sem á
strengja hljóðfæri leika á nætur samkundum í
Lundúnaborg. Við erum haldin vitfirringu,
spilling hefir eitrað hinn innra mann. Þessi
vitfirring einkennir ekki nokkra einstaka stétt.
Hennar kennir hjá öllum stéttum. Hún er þjóð-
arplága. Auðugasti partur þjóðfélagsins er
ekki verri, en sá fátækasti; það ber að eins
meira á því hjá honum.
1 dómsölunum höfum vér spegil af rotn-
un þeirri, er heltekið hefir hinar auðugri stétt-
ir þessa þjóðfélags — sama speglinum er hald-
uppi fyrir oss af lífi fátækari stéttanna í pólití-
réttum landsins. Hvar sem maður fer um
heiminn nú, er maður líklegur til að mæta auðn
og ófarsæld, en óvíða ánægju.
Trúarbrögðin í insta eðli sínu geta verið
eða ekki verið hindurvitni, en sagan og óþreyt-
andi elja vísindamannana segja oss, að fram-
þróunin sé átakanleg staðreynd. Það er sánn-
leikur, og átakanlegur sannleikur, og er ekki
að eins skýring heldur rauiíveruleg mynd
mannlífsins. , , ,
Ef lífsstefna vor er ekki lífi dýranna æðri;
ef vér virðum siðferðislögmálíð að vettugi;
ef ver erum ekki ávalt og einlæglega að leitast
við að láta það góða sigra hið illa í lífi voru,
þá fáum vér engrar lífsánægju notið. Það eitt
er víst. ”
Vöruflutningsgjöldin í Canada.
Eitt af þeim eftirtektaverðustu málum, sem
á dagskrá hafa verið hjá Canadamönnum í
mörg ár, er vöruflutingagjalda málið, og það
er ekki að eins það eftirtektaverðasta, heldur
Hka eitt af þeim allra þýðingarmestu málum,
sem þjóðin, þingið og dómstólamir hafa haft
til meðferðar.
Saga þessa máls hefir áður verið sögð hér
í blaðinu, svo þess gerist ekki þörf, að fara ít-
arlega út í hana aftur. Menn muna sjálfsagt
aðaldrættina í henni. Miðpunktur sögunnar
era hinir svo nefndu Crow’s Nest samningar,
sem bundu járnbrautarfélagið, sem þá var eitt,
C.P.R., til þess að flytja vörur manna í Vest-
urlandinu fyrir ákveðið verð.
Við þetta ákvæði hefir járnbrautarfélög-
unum verið meinilla, því þó að samningarnir
bindu ekki Canadian Northem, nú Canadian
National brautarfélagið við ákveðið flutnings-
gjald, þá gerði samkepnin það að verkum, að
það félag varð að mæta hinu ákveðna flutn-
ingsgjaldi, sem Crow’s Nest samningarnir
bundu Canadaian Pacific brautarfélgið við.
Járnbratarfélögunum báðum hefir því verið
meinilla við samninginn, sem hefir verið íbú-
um Vestur-Canada eina vörnin gegn yfirgangi
þeirra.
Á stríðstímunum fengu járnbrautafélögin
landstjórnina til þess að veita undanþágu und-
an ákvæðum samninganna, og var það fyrsti
sigur þeirra í málinu. Síðan hefir málið verið
fótbolti á milli járnbrautanefndar ríkisins, sem
virtist vera algjörlega á bandi jámbrauttarfé-
laganna, dómstóla ríkisins, sem ónýttu úrskurð
járnbrautamála nefndarinnar, og stjórnarinn-
ar í Ottawa, sem nú virðist hafa ónýtt alt-
saman.
Þegar að Crow’s Nest samningarnir gengu
aftur í gildi, að stríðinu loknu, neitaði Canada
Kyrrahafs brautarfélagið að viðurkenna þá
sem bindandi á öðrum jámbrautum en þeim,
sem búið var að byggja þegar þeir gengu í
gildi, en hélt hinum háa flutningsgjaldataxta
sínum á öllum járnbrautum sínum, er síðar
voru bygðar. Þessa aðstöðu, eða þennan skiln-
ing félagsins staðfesti yfiréttur Canada í
dómsúrskurði sínum í málinu, sem gerði flutn-
ingataxtann á vörum, með brautum félagsins,
óþolandi og óhafandi.
Það var því lífs spursmál, að koma jöfn-
uði ú flutningstaxtana með öllum brautum fé-
lagsins. En það var á valdi landstjórnarinn-
ar einnar, og er það ástæðan fyrir Jþví, að hið
svo nefnda flutningsgjalda frumvarp var lagt
fram í þinginu í Ottawa fyrir fáum dögum
síðan, og sem nú er að mestu leyti komið í
gegn um þingið.
Mönnum kom ekki á óvart, að stjórnin
mundi leggja slíkt framvarp fram. Allir vissu,
að hún mundi gjöra það — menn vissu, að það
var óumflýjanlegt. En þegar lagafrumvarp
þetta varð lýðum ljóst — þegar mönnum gafst
kostur á að kynnast frumvarpinu, þá sló óhug
á fólk það, sem Sléttufylkin byggir, sökum
þess að því fanst, að rétti þess væri mjög gvo
misboðið.
Framvarp þetta kveður svo á, að Crow’s
Nest samningurinn skuli úr lögum numinn, en
í stað hans komi það ákvæði, að flutningstaxt-
inn, sem kveður á um flutningsverð á komi,
möluðu og ómöluðu, frá Vesturfylkjunum og
alt til hafnstaða í Austur-Canada, skuli hald-
ast,_ að öðra leyti er járabrautamefnd ríkisins
gefið alt vald til að ákveða um flutningsgjaid
á vörum, sem með járnbrautum landsins eru
fluttar.
Þegar að leiðandi menn Sléttufylkjanna
vissu um þetta — vissu um það, að fela átti
nefnd þeirri, er áður hafði algjörlega brugðist
vonum þeirra og hagsmunum í sambandi við
Crow’s Nest samninginn, málið, tóku þeir
saman ráð sín og stjórnir Sléttufylkjanna
þriggja kröfðust í sameiningu að hagur fólks-
ins í Sléttufylkjunum væri af stjórainni trygð-
ur í þessu efni, með því að hún ákvæði * há-
marksverð á vöruflutningsgjöldum frá og til
Vesturfylkjanna, og að þau gæti aldrei farið
fram úr tíu af hundraði um fram hámark vöra-
flutningagjalda austurfylkja landsins.
Ástæðan fyrir þeirri kröfu var~ú, að
flutningsgjöldin vora takmörkuð í Áustur-
fylkjum með samkepni þeirri sem ætti sér stað
eftir stómötnunum, en Sléttufylkin ættu eng-
um slíkum hlunnindum að fagna, og þvi yrði
að ákveða hámark vöraflutninga taxtans með
lögum, og átti sú krafa upptök sín hjá hinum
efnilega stjómarformanni í Saskatehewan,
Charles Dunning, sem stjórnir hinna tveggia
fylkjanna féllust á.
. Þessum tillögum fylkjastjómanna, eða
neinum öðrum kröfum Sléttufylkjanna í þessu
máli, gaf stjórnin í Ottawa hinn minsta gaum,
heldur þrengdi þessu Iagafrumvarpi sínu ó-
breyttu í gegn um þingið á fimtudaginn var,
með aðstoð afturhaldsins og óvina Sléttufvlki-
anna.
Atkvæðagreiðslan í máli þessu er sérstak-
lega eftirtektarverð. — Með frumvarpinu
greiddu þingmenn Austurfylkjanna atkvæði, en
á móti því þingmenn Sléttufylkjanna allir, að
undanteknum tveimur: Mr. Jelliff bændaþing-
manni frá Alberta og,akuryrkjumála ráðherra,
Mr. Motherwell frá Saskatchewan. Hér var
því ekki um að ræða réttlætti, eða réttlát lög,
heldur Austur-Canada á móti Vestur-Canada,
og eins og vant er, varð Vestur-Canada að lúta
i lægra haldi.
Grein þessi mun rituð vera með sérstöku
tilliti til hjónaskilnaðarmála þeirra, sem stað-
ið hafa yfir á Englandi og standa nú, er svo
mjög hafa vakið eftirtekt og óhug manna.
James Norman Hall og ísland.
1 apríl hefti ritsins Atlantic Monthly, rit-
ar James Norrnan Hall all-langa grein um ls-
land og Islendinga, eða öllu heldur um ferð
sína til fslands, sem, eftir ritgerðinni að dæma,
hefir verið að vetrarlagi. Staðurinn, sem
hann kom fyrst til, var Seyðisfjörður, og lýsir
hann nokkuð umhverfinu þar og fólkinu, sem
hann kyntist. Lýsing sú er sambland af gamni
og alvöra. Þó er auðsjáanlegt, að maðurinn
hefir orðið fyrir vonbrigðum á allar lundir,
enda er ekki mikillar ánægju að vænta fyrir
útlendinga í smábæjum á Islandi í vetrarhörk-
um. Landtöku sinni segir Mr. Hall þannig frá:
“Eg kleif niður;hliðina á fiskiskipinu, sem
eg kom með, og ofan á bryggjuna. Loftið var
drungalegt og snjókornin féllu svo þétt, að þau
lituðu hvítar yfirhafnir nokkurra fslendinga,
sem stóðu á bryggjunni. Eg hafði spurt nokkra
þeirra árangurslaust um gistingu, þegar lágur
maður hvatlegur, nokkuð hærður, með spanga-
gleraugu, klæddur í bláleit, illa haldin og ó-
hrein föt, kom til mín, tók ofan hattinn upp á
dönsku og sagði á góðri ensku: “Góðan dag-
inn, herra minn. Verið þér velkominn til
borgarinnar.”
Eg furðaði mig á þessari heimskulegu
setningu, og, það var heldur ekki sú eina, sem
út úr honum kom. Hann talaði ensku viðstöðu-
laust, sem mér þótti vænt um, og fór eg að
segja honum, að eg þyrfti að fá mér samastað.
“Hér er ekkert Hótel,” svaraði hanp; “en
eg hefi ásett mér að byggja hótel einhvem
tíma, og myndarlegt hótel líka,” — Svo vildi
hann endilega sýna mér staðinn, þar sem hann
ætlaði að byggja það, og lagði á stað með fram
fjörunni og eg á eftir. Eftir stundar kom
komum við þangað, sem ryðugur miðstöðvar-
ofn lá í sjónum. Þar stanzaði hann, benti á
ofninn með stafnum sínum og mælti: “Með
þessu ætla eg að hita vatnið.” Svo útskýrði
hanu fyrir mér, hvernig fyrirkomulagið á nýja
hótelinu ætti að vera, og mér fanst að hann sæi
í anda stofurnar uppbúnar og gestina sitja
inni í þeim ánægða við allsnægtir. Og þessi
hitunarofn, sem lá þaraa meðfram veginum,
þar sem honum hefir verið dembt niður, var
alt og sumt, sem hann hafði að byggja Vonir
sínar á. Þegar eg spurði hann, hve lengi ofn-
inn hefði legið þarna, svaraði hann: “1 þrjú
ár. ” — Eftir nokkurt meira samtal þar á staðn-
um, þar sem landinn er að benda þessum Ame-
ríkumanni á vörarnar, sem Islendingar hafa
til að selja — fiskinn, þorskinn saltaða, síldar-
lýsi, sauðakjöt, ull og hesta, og spyrja hann
að, hvort hann gæti ekki vísað sér á félög í
Bandaríkjunum, sem mundu vera viljug að
kosta hann til Ameríku upp á væntanlegt
verzlunar samband við Island, því verzlun sú
gæti orðið mikil — “feikilega mikil” — tekur
hann Ameríkumanninn heim til sín, sagði hon-
um, að hann hefði gestaherbergi í húsi s •Tni
þar til hótetlið yrði fullgert. Frá heimkom-
unni segir Bandaríkjamaðurinn á þessa leið:
“Húsið, sem maðurinn bjó í, stóð lengra
upp í fjallshlíðinni og á hættulegri stað en hin
húsin. Eg gat varl séð hamrabeltið, sem á bak
við það var og gnæfði himinhátt. Dyraar á
húsinu voru svo lágar, að við urðum að bevgja
okkur til þess að komast inn um þær. 1 aðal-
stofunni ægði öllu saman, og var svo mikið af
dóti þar, að maður gat naumast hreyft sig.
Fallegur hliðarskápur úr eik útskorinn, stóð
út við vegginn, sem auðsjáanlega hefir átí
betri daga, og átti engan veginn heima þar á
meðal brotinna eldhússstóla og hálf sundurlið-
aðra borða. 1 flauels fóðruðum legubekk voru
tveir strákar að fljúgast á með atförum mikl-
um og hávaða. Annar þeirra var kominn und-
ir, en hinn barði á honum með ákafa miklum.
Stúlka, sem var dálítið eldri en drengimir, var
að leika á málvél. Öll litu börnin subbulega
xít og fötin, sem þan voru í, eins og aldrei hefði
verið úr þeim farið, hvorki nótt né dag. Fað-
ir barnanna talaði til þeirra hast, þegar hann
kom inn, en þau gáfu því engan gaum.”
Herberginu, sem þessum ameríkugesti var
vísað á til að sofa í, lýsir hann þannig: “Frá
herbergisglugganum, sem var lítill og að eins
einn, var útsýn til fjallanna. Þakið á húsinu
var bratt og kom inn í herbergið þannig, að
maður gat hvergi staðið uppréttur í því nema
á miðju gólfi. Inni í því var þvotta standur,
rúm, spilaborð og stóll. Tveir fæturnir vora
brotnir undan rúminu og kassar settir undir
það í staðinn, til þess að halda því uppi S.tóll-
inn var líka í ólagi, því þegar gestgjafinn tók í
bakið á honum, þá kom það af. Enginn ofn
var í herberginu, en húsbóndinn sagði mér, að
hitinn kæmi upp um gólfið, og mér mundi ekki
verða kalt. “En þér viljið víst fá yður bað?”
mælti hann. “Eg held eg þekki ykkur,. Eng-
• lendinga og Ameríkumenn. Það fyrsta, sem
þið hugsið og biðjið um, er bað,” sagði hann.
“Svo fór hann út, en eg settist á rúmið.
tJti hvein vetrarvindurinn, og neðan úr húsinu
bárast skræk hljóða raddir barnanna og hið
urgandi hljóð frá hljómvélinni, en í gegn um
rifurnar á herbergi mínu, sem dimt var orðið í,
skóf snjóinn og lagðist hann í smáa skafla á
gólfinu.
Að síðustu heyrði eg útidyrahurðinni skelt
aftur. Það var húsbóndinn. Hann gekk rak-
leitt upp til mín, klappaði á herbergis hurðina
og mælti: “Baðið er til reiðu. Þér fáist ekki
um, þó þér þurfið að ganga spölkorn í það.
Eg hefi ekki bað í húsinu mínu, en það skal þó
verða í nýja hótelinu.” — Svo fórum við út í
hríðina, óðum í gegn um snjóskafla og stund-
um yfir glerharðar snjófannir. Að síðustu
komum við að dyram, sem fylgdarmaður minn
átti erfitt með að opna, en þó tókst það, og við
komum inn í stórt herbergi, sem var að hálfu
grafið í jörðu. Með fram hliðinni á því stóðu
viðarker eða viðarbalar. Upp úr einum af
þeim rauk. Það var baðkerið mitt. En á bit-
um, sem lágu þvert yfir húsið, voru sauðskinn
breidd til þurkunar.
ÞEIR SEM ÞURFA
LUMBER
KAUPI HANN AF
The Empire Sash& Door Co.
Limited
Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambcrs
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
VERÐ og GŒÐI
ALVEGFYRIRTAK
“Skinnin eru þvegin í þessum
bölum,” sagÖi gestgjafinn. “Þau
eru sérstaklega falleg. Ullin er
mjög hvít. ÞaÖ ætti að vera hægt
aÖ selja þau i Ameríku og við höf-
um þau í þúsundatali.”
Þegar viö komum heim, var
kveldverður til reiðu. Áður en
viö settumst til borðs, reyndi ráðs-
konan, sem Guðrún hét (móðir
þeirra var fyrir löngu dáinj, að
strjúka framan úr krökkunum með
deigri þurku. Henni tókst það við
yngsta barnið, af því að hún kom
að því óvart; viö hin börnin réði
hún ekki. — Á meðan eg var í
burtu, hafði artnar géstur komið,
einkennilegur litill maður, með
skegg, sem náði nærri ofan á
bringu. Hann var í víðum stutt-
buxum, bláleitri duggarapeysu og
svörtum heimaunnum sokkiun,
með íslenzka skinnskó á fótum. —
“Þessi maður heyrir illa, og það
er ekki til neins að gera ykkur
kunnuga,” sagði gestgjafinn. —
Maður þessi át hraustlega og
hafði lokið máltið sinni á undan
börnunum, sem rifu í sig matinn
eins og hungraðir úlfar. Þegar
þessi maður var búinn að borða,
lét hann neftóbak í gára á hand-
arbak sér, sogaði þaö hreystilega
upp í nefiö, stóð svo upp, bauð
góða nótt og fór. Gestgjafinn
bjó sig til aö fara líka, kvaðst hafa
mikið að gjöra. “Eg má aldrei
eyða einni stundu til óhýtis,” sagði
hann, “eg vona að yður leiðist
ekki og rúmið yðar er tilbúið, þeg-
• ar þér viljið.”
Klukkan var að eins sjö, og mér
þótti of snemt að ganga til hvílu,
svo eg fór nauðugur inn i aðal-
stofuna. Það var annað en skemti-
legt tilhugsunar að þurfa að eyða
' kveldinu með þessum þremur ung-
1,‘ngum. Stúlkan var alt •annað
en hávær, en hún haföi óslökkv-
andi tilhneigingu til þess að leika á
málvélina, og það voru að eins
þrjár eða fjórar hljómplötur, sem
til voru, en hún hélt alt af áfram
rbeð þær og horfði stöðugt á mig
á meðan, eins og aö eg væri eitt-
hvert dautt verkfæri, og skal eg
viðurkenna með auðmýkt, að hún
kom mér til þess að fyrirverða
mig, þó eg væri tuttugu árum
eldri en hún. Eg leitaði mér
skjóls frá hinu ákveðna augnaráði
hennar og var svo lánsamur að
koma auga á rifna landafræöi, sem
lá á gólfinu. Á bak við þau blöð
faldi eg mig og lézt vera aö lesa
og horfði yvo lengi á eina máls-
greinina, að hún festist í minni
mér. Þá málsgrein man eg enn
og mun muna til daganna enda;
hún. hljóðar svð: “Seyðisfjörður
("885! er mesti bær á Austurlandi.
Þar er ágæt höfu og barnaskólinn
er mesta húsið í bænum.”
Það var mér stór léttir, að gamla
ráöskonan kom inn. Unglingarn-
ir þrír flyktust i kring um hana
og báðu hana um eitthvað. Hún
var treg í fyrstu, en loksins leit
hún til min með afsakandi augna-
ráði, settist við lítið orgel, sem var
þar inni, og fór að leika á það.
Undursamleg breyting varð á
augnabliki. Unglingarnir urðu
hljóöir og sungu undir parta af
kvæðum, sem virtust hafa í sér
hina viltu og afskektu fegurð
landsins. Sum af kvæðunum, sem
þau sungu, voru máske ekki ís-
lenzk. Eitt þeirra þekti eg, það
var “Ben Bolt.” Orðin hljómuðu
mér í eyrum eins og þau líta út
fyrir mér á prenti, en hljóð ung-
linganna voru hrein og mjúk, og
hefir aldrei söngur þess gamla
lags haft meiri áhrif á núg, en í
þetta sinn.
Annan daginn, sem Mr. Hall
var á Seyðisfirði, segist hann hafa
gengið út sér til afþreyingar, setið
svo heima hjá sér og talið mínút-
urnar. Svo heldur hann áfram:
' “Þriöji dagurinn var líkur þeim
tveimur, sem á undan voru farnir,
nema að eg sat mest af deginum
inni í herbergi mínu og spilaði við
sjálfan mig. Nóttina eftir breytt-
ist veðrið. Vindinn lægði og það
fór að rigna-. Þegar eg vaknaði
daginn eftir, var aftur komið frost
og kuldi, en á birtunni í herberginu
mínu sá eg, að bjart mundi vera í
iofti. Eg fór aö klæða mig- og á
meðan eg var að því, kom hús-
bóndinn, drap á dyr hjá mér og
sagði: “Þér farið seint á fætur í
dag. Veðrið er gott. Alveg ynd-
islegt, og þegar þér komið út, fá-
iö þér aö sjá, þve fagurt getur ver-
ið hér hjá okkur. En meðal ann-
ara oröa, við erum frosin inni i
bænum; eg get ekki með nokkru
nióti opnað húsdyrnar. Við unn-
um baki brotnu í hálfan klukku-
t’ma við að moka snjóinn frá dyr-
unum. Hann var meira en fimm
feta djúpur. Við fórum aö reyna
að komast út, og okkur tókst það.
Húsibóndinn fór fyrst og hafði
skóflu í hendinni. Þegar hann
var kominn upp á snjófönnina, sá
eg hann henda skóflunni, baða út
höndum og hverfa. “Er snjórinn
svona djúpur?” hrópaði eg og
kleif upp á fönnina á eftir honum
til þess að sjá hvað fyrir hann
hefði komið. En áður en eg gat
attað mig, lá eg á bakinu og brun-
aði með geysi hraða ofan eftir
snjófönnEnni, sem var frosin og •
glerhál. Eg hefði aldrei trúað þvi
að snjórinn gæti orðið svona háll,
ekki neinu sinni úti á Islandi. Mér
fanst sem eg mundi aldrei geta
stöðvaö mig og gat það heldur ekki
fyr en eg var kominn út á fjörð.
Það bezta við þetta ferðalag var,
að eg losnaði við leiðíncfin, sem
eg hafði verið haldinn af. Mér
fanst eg verða léttur eins og fjalla-
loftið sjálft, og var sú tilfinning
unaösleg breyting.
Þegar eg kom niður á isinn, var
húsbóndinn þar fyrir skellihlæj-
andi. “Fy$?rgefið þér,” mælti
hann; “eg gat ekki hjálpað þvi að
hlæja. Þér hafið ekki minstu hug-
mynd um, hve merkilega skrítnir
þér voruð á leiðinnji ofan fönn-
ina”, og hann fór að skellihlæja á
ný.
“Hvernig getum ■ viö komist til
haka?’’’ spurði. eg. “Eg skal ná
í skófluna,” svaraði hann. “Viö
getum kannske mokað för í harð-
fennið með henni.
Skóflan lá á ísnum nokkru fjær
en við vorum. Húsbóndinn reis á
tætur og fór að fikra sig varlega
eftir ísnum i áttina til hennar, þeg-
ar að við komum auga á ráðs-
konuna; hún var að koma út úr
bæjardyrunum.
“Sjáiö þér hana,” mælti liús-
bóndinn, “ef hún gætir ekki að
sér, þá fer hún sömu leiðina.” —
Rétt þegar hann slepti orðinu, sá
1 eg hana baða út höndum lika og
i hlemmast niður á fönnina. Tvö
• ár eru liðin síðan eg var vottur að
| niðurför hennar, en í hvert sinn
! sem mér kemur hún í huga, þá
i finst mér eg muni nærri springa
! af hlátri. Hún hóf ferðina sitj-
| andij en þegar vindurinn komst í
; pilsin, snerist hún við, og það sem
| eftir var af ferðinni, var höfuðið
Iá undan.
Blessað veri hið rangnefnda
þýngdarlögmál. Áöur en hálf
klukkustund var liðin, voru flést-
ir af þorpsbúunum — fullorðnir
karlmenn, broshýrar meyjar, ráð-
settar konur, ráöskonur, ung-
lingar og ungbörn, komin siglandi
ofan snjóþakta og glerhála fjalls-
hlíöina og ofan á ísinn á firðinum
og þar vorum við öll eins og maur-
ar niður á stórum skálarbotni.
Svo litlir dökkir dílar að reyna að
klifa aftur upp eftir glerhálli
fjallshlíöinni. Húsbóndi minn hef-
ir haft satt að mæla, eg kemst víst
aldrei héðan í burtu. Fjöll, sem
risu himinhá, virtust óyfirstigan-
leg, og yfir hæðirnar stálust geisl-
ar sólarinnar, sem falin var á bak
við fjöllin.”
Þessi. partur ferðasögu Mr. Hall,
sem er sambland af viti og vit-
leysu, misskilningi og ókunnug-
leika, er hpr birtur til þess aö
landar vorir sjái, hvaða pugum
þessi maður lítur á land vort og
þjóð, og á hinn bóginn til þess að
benda mönnum á, hve þýðingar-
mikið það er, þegar merkir út-
lcnÖingar heimsækja land vort, að
þeim sé hjálpað til að skilja fólk-
ið, landiö og lifnaðarþáttu rétt.
Ræða
Gunnars B. Björnssonar.
flutt á hundrað ára landnámshá-
tíð Norðmanna í Bandaríkjunum,
þeirri, er haldin var í Minneapolis,
Minn., 6.—9. júní, 1925.
Amerískir samborgarar og
norrænir þjóðbræður!
Þau forréttindi hafa fallið mér
í skaut að flytja hundrað ára land-
námshátið Norðmanna í BandaríkJ
unum, kveðju íslendinga, þeirra,
er búsettir eru í Ameríku. Eg vil
þegarNí upphafi lýsa yfir því, að
fólk það, sem eg á að skila kveðj-
unni frá, ber enga sök á valinu.
Ekki kaus og heldur sjálfan mig til
slíks starfs, en hitt myndi i meira