Lögberg - 02.07.1925, Blaðsíða 3

Lögberg - 02.07.1925, Blaðsíða 3
LÖGRERG FIMTUDAGINN, 2. JitrLí 1925. Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga Smásaga. Charles er jómfrúbarn. Hver eða hvar faðir hans er, veit enginn. Móðir hans er saumastúlka, sem stígur vélina sína í kvisthenbergi og reynir að líkindum við og við 'kð ná sunnudegi frá hiúu prett- ótta lífi. \ Það hefir máské verið um indæjan vormorgun, sem þau hafa mæst — en Drottinn segir ekkert; og enginn veit hvar eða hver faðir Charles er, en móðir hans er saumastúlka. En hvernig sem þessu er varið ,þá er Charles nú myndarlegur drengur, átta ára gamall. Allir vita hvernig tilveru hans er varið, en hann gefur með- aumkun þeirra og lítilsvirðingu engan gaum. Sólin 'brosir til hans, og hann brosir við sólinni. Litlu, 'snörpu hnefarnir hans eru duglegir í'bardaga og liprir í leik, litla ljóshærða höfuðið hans skilur fliótt og ánægjulega það sem honum er kent í skólanum. Hann gengur í einn af skólum sveitarinnar, þar sem maður verður að borga fyrir sig, og undir eins og hann er kominn þangað inn, varð hann efsti læri- sveinninn. Næstur honum er Pétur, sem áður var efstur, og hvernig ®em Pétur herðir sig, kemst hann ékki upp fyrir Charles. Foreldrar Péturs voru reglulega gift, og bestu manneskjur líka. Þau vöndu drenginn sinn á rcglu- semi' og góða hegðun, og vildu gera alt sem þau gátu, til þess að ‘hann kæmist áfram í heiminum Og meðan Charles varð oft að hlaupa um göturnar eða sitja á tröppunni þangað til móðir hans kom heim, og sofnaði þá oft á tröppunni, getur Pétur les'ð það sem hann á að læra, í lítilli og laglegri stofa, og klukkan níu á hverju kvöldi er hann kominn í rúmið. ,Svo skeði það einn daginn að umsjónarmaður- inn kallaði á Charles inn til sín, og sagði honum eins hlýlega og leyfilegt var í þessari ströngu skrifstofu að ef hann kæmi ekki með krónuna í fyrramálið til að borga með skólagjaldið, yrði hann fluttur yfir í gjaf- skólann. Því nú hefði hann svo oft orðið á eftir með horgunina, en það mætti ekki^eiga sér stað. Charles lofaði að koma með krónuna, en þegar hann kom í skólann næsta morgun, hafði hann enga. Svo sagði umsjónarmaðurinn, að á morgun yrði hann að fara i gjafskólann, sem sveitin annast um. Char- les gekk heim, en gat ekki komist inn, settist því á tröppuna og hugsaði lengi, þungar og erfiðar hugs- anir. En síðari hluta þessa dags átti sér stað mark- verður viðburður. Vor herra og kölski áttu báðir að vera til staðar við stóra hjónavígslu í kirkjunni. En hvorugur þeirra kom nú þangað samt; þeir þurftu að líta eftír öðru, sem var meira áríðandi, enda mundi vígslan geta átt sér stað án þeirra, eins og líka raun varð á. Þeir hröðuðu sér báðir til útborgarinnar, þar sem Pétur átti heima. Kölski kom nú fyrst. Hann settist við hlið Péturs og óskaði honum til hamingju með það, að nu yrði hann efstur, þegar Oharles færi, því enginn af hinum strákunum gæti kept við hann. Svo hljóp hann til föður Péturs, þar sem hann var á verkstæð- inu og komu þeir sér saman um að gjafaskólinn væri meira en nógu góður fyrir lausaleiksbarn, sem ekki ætti að fá að vera saman við börn heiðvirðra manna. Vor herra kom ekki fyr en seinna um kvöldið, því þeir voru svo margir, sem vildu fá að tala við hann á leiðinni. Hann fann Pétur í rúminu og sofandi, en þá settist hann við höfðalagið og talaði við hann í draumi. Hann sagði að Pétur yrði ekki gáfaðri þó Char- les færi í annan skóla, og þegar maður væri iðinn við nám sitt sjálfur, væri það sérlega ánægjulegt að vita af öðrum iðnari og gáfaðri, og Charles væri gáfaðri, en Pétur gæti ekki giskað á hve iðinn hann mundi vera, ef ihann ætti eins erfitt og Charles o. s. frv. m Svo gekk vor herra inn til gamla Péturs og spjallaði við hann; það var eitthvað um æsku og gæfu, grænnar greinar og lítil börn, sem er vel við 'eigandi fyrir mann, sem alt af hefir þótt vænt um konu sína. Morguninn eftir spurði Pétur pabba sinn, hvort hann gæti ekki fengið krónuna handa Charles. En þá skeði það óvænta, að þabbi hans var búinn að vefja pappír utan um rkónuna, alveg eins og hann var vanur að gera við krónu Péturs. En ennþá einkennilegra var það, að Charles kom í skólann þó hann enga krónu hefði, alveg eins og hann gæti ekki skilið hversvegna hann ætti að fara. Þegar umsjónarmaðurinn hristi höfuðið, rétti Pétur honum krónuna og þá var alt gott. Þessi litla saga er engin skáldskapur eða til- búningur, hún er sönn. . ____________________________- £ Minningarmark Liidvig Gals, Sú fræðikenning, að fólkið ósjálfrátt finni hver verðskuldar ást þess, og að þjóðhylli og vinsæld fylgi ávalt hinum miklu framkvæmdum, rætist ekki ávalt. 1 þessari sögu ætla eg að segja frá því á hvern hátt Georg Szabo, forseti söngflokksins, náði lýð- hylli án þessara ímyndana. Hr. Szabo söng nokkra Schubertssöngva, en ung- frú Ellen, ensk kenslukona, lék undir á píanóið. í húsi greifans vár hljóðfærasöngur og önnur listfeng framistaða daglegir viðburðir. J/ Meðan gamli greifinp lét sinr) fagra hábassa berast út um opna glugga, sat Sarolta dóttir hans í einu salshorninu og hvíslaðist á við söngkennar- ann sinn gamla með leynd. Fyrir tveim árum síðan var hún komin aftur frá fræðiskólanum, og var orðin uppáhaldsgoð allra bæj- arbúa. Þegar hún ók með föður sínum í opna vagn- inum eftir götum bæjarins, horfðu allir vingjarn- lega á eftir henni, og á danssamkomum og í sam- kvæmum, var hún ávalt umkringd af snyrtimðnnum, sem vildu ná vináttu hennar. Nú sat Sarolta og hvíslaði að gamla söngkenn- aranum sínum, meðan hún hrærði hægt í teinu sínu. “Það eru engin önnur úrræði. Eg verð að flýja og kem aldrei aftur heim. Pabbi gefur okkur aldrei leyfi til að giftast, og þessvegna verð eg að grípa til þessara ráða.” Hr. Varga starði á hana óttasleginn og gat ekki sagt eitt orð. Leyndarmál hennar hafði hann lengi þekt. Fyrir þrem mánuðum síðan hafði hún sagt honum, að hún ætlaði að verða kona Horvats læknis, og enda þótt hún hefði aðeins fundið hann fáeinum sinnum í sam- kvæmum, dreymdi hana að þau væru í félagi að fóðra hinar venetiönsku dúfur og dást að firðinum við Neapel. Söngkennarinn var máttlaus af undran, en hún bætti við: “Við erum búin að ráðgera alt, Horvat læknir og eg. Næsta mánudagskvöld læðist eg út úr hús- inu og ek með yður og Emmanuel mínum til frænku hans í St. Georg. Þar ibíð eg þangað til storminn lægir, og fel svo forlög mín í vald guðs.” “Á eg að fylgja yður til St. Georg?” spurði kenn- arinn skelkaður. Hún leit einlæglega á hann. “Já, eg get ekki verið ein með honum;” sagði hún smjaðrandi. “Munið þér eftir því, að þér lofuðuð mCr einu sinni að gera alt sem eg beiddi yður um. Þér ætlið líklega ekki að yfirgefa mig núna, þegar lífs- gæfa mín er í húfi?” Hann roðnaði eins g skóladrengur. “Er yður þetta alvara?” Hún laut niður með tárvot augu. “Þér viljð ekki fylgja mér? Jæja, þá verð cg að deyja.” “Hvernig getið þér sagt annað eins?”- “Jú, eg dey, ef eg get ékki orðið hans,” o^ leit um leið svo sorgmæddum augum á kennara sinn. að hann gat ekki annað en trúað henni og tautaði; “Hamingjan góða, hvernig ætli þetta endi?” “Eg hefi ekkert annað að gera^ ef þetta hepnast ekki, en deyja,’ sagði hún einbeitt. Kennarinn sá að það var heimska af sér að láta undan svona ungri, ástfanginni stúlku, og þó, þegar hún spurði hann aftur hvort honum geðjaðist að þvl að hún tæki inn eitur, svaraði hann ákveðinn; “Nú, eg veit að eg er gamall asni, og eg breyti rangt, en samt vil eg hjálpa yður.” Ráðagerðin var, að þegar klukkuna skorti 15 mínútuy í ellefu, skyldi Sarolta læðast út úr herberg- inu sínu, taka lykil dyravarðarins, sem héngi til hlið- ar við dyrnar og Ijúka sjálf upp hurðinni og fara út. Þar ætlaði Varga að taka á móti henr,i og fylgja henni að torginu, og þar ætlaði Horvat að vera til staðar með vagn. Fyrri hluti ráðagerðarinnar gekk vel. Sarolta komst óséð út úr úsinu, og þar var Varga til staðar. “Leiðið þér mig,” sagði hún skjálfrödduð, “og nú skulum við fara.” Þögul gengu þau eftir dimmu götunum unz þau komu að torginu, þar námu þau staðar fyrir framan kornforðabút Stenjbergsbræðranna, en þar var eng- inn maður né vagn. Gramur í skapi sagði kennarinn; “Að nokkur maður skuli koma of seint við slíkt tækifæri, það skil eg ekki.” Þau settust á tröppuna fyrir utan forðabúrið, skjálfandi af kulda og gremju yfir fjarveru læknis- ins. Klukkan sló ellefu, svo hálf tólf, en hann kom - ekki. Tárin runnu niður kinnar hennar. “Hann kemur ekki,” kveinaði hún, “eg er viss um að hann kemur ekki.” “Hann verður að koma ef hann er ekki dauður.” “Já, þá er hann líklega dauður, eg finn á mér að hann kemur ekki.” Klukkan sló tólf, og Sarolta gat rétt til. Hvað gat gengið að læ^ntnum? Loks sagði kennarinn, sem skammaðist sín fyrir að sitja aleinn hjá dóttur greif- ans um hánótt; “Það hygglegasta er að fara heim og leggjast í rúmið, og láta sem ekkert sé að.” “Nei það dugar ekki. Pabbi sefur laust, og undir eins og hann heyrði í bjöllunni mundi hann | fara á fætur og líta eftir, því hann á nefnilega von | á símriti frá stjórninni.” “Hvað eigum við þá að gera?” “Best væri að deyja.” . Þetta var of mikið fyrir veslings kennarann. “Þetta er alt saman mér að kenna. Jafn ung stúlka og þér eruð, veit ekki hvað hún er að gera, en eg gamli asninn, ætti að vita hvað af þessu leiðir.” Sarolta horfði undrandi á kennarann sinn, en sagði ekkert. Hún var að ihugsa um einhver úrræðl. Alt í einu sagði hún: “Ef eg bara gæti náð í blómhring, þá væri öllu borgið.” “Blómhring spuirði Varga undrandi. “Já, það -stendur á sama hvort það er hringur af lárberjum eða blómum.” “En hvað ætlið þér þá að gera vð þennan blóm- hring?” “Þér fáið að sjá það, ef þér útvegið mér einn.” Varga hugsaði sig um. “í nóvemlber fekk eg raunar lárlberjahring frá nemendum mínum, sem eg held að eg hafi enn.” “Fliýtið yður þá að sækja hann.” “Þér verðið að koma með mér.” Það var ekki langt til húss kennarans, og hún beið úti meðan hann fór inn. ^ / “Hér er hann,” sagði hann mæðinn. “Við skulum fara,” sagði Sarolta, “og krýna myndastyttu Ludvig Gals.” Ludvig Gal hafði verið æðsti hershöfðingi árið 1849, og barist duglega. Mesta hetjuverkið hans' var að hrekja 70 austurríkishermenn niður í kalk- námu, þar sem þeir dóu allir. Að uppreistinni end- aðri var Gal hengdur til málamynda, en sjálfur flúði hann til Ameríku og dó þar, sem heiðarlegur bóndf. Nú hafði fæðingarbær hans reist þessum mikla manni minnisvarða. Dagurinn fyrir afhjúpunina var ákveðinn. Eitt af skáldum höfðuborgarinnar hafði . ort minningarljóð, sem komu út í dagblaðinu, en voru svo skrautlega sérprentuð með þjóðarlitum á öllum röndum. Bærinn <var skrautlega prýddur, og fjöldi manna alstaðar að nýkominn. Þó — engin gleði er fullkomin. Enginn af yfirvaldsmönnunum þorði að vera við afhjúpanina, og Szabo greifi, forseti söng- flokSsins, var alt í einu farinn til Pest í áríðanli erindagjörðum. Morguninn eftir kom líka í blaðinu greinarkom, þar sem meðal annars stóð: “Austurríki hefir hepnast að koma óskum sinum og vilja í framkvæmd, þegar Ungverjarnir halda þjóðarhátíðir sínar, og okkar hugdeigu embættis- menn beygja kné sín með lotningu fyrir hinum fram- andi guðum.” Allir bæjarbúar voru í uppnámi. Þannig stóðu sakir þegar Sarolta flúði frá heim- ili föður síns. Kennarinn leit á hana án þess að skilja :iið allra minsta. “Hvaða gagn er að þessu?” • “Treystið þér mér. Þegar eg geri eitthvað, þá sé eg um að hafa gagn af því líka.” Þau gengu nú ibæði til myndastyttunnar. Þar var mannlaust. Klukkan var eitt. “Hafið þér hníf?” spurði Sarolta. Svo opnaði hún kápuna sína, leit á hvíta silkitoorðalykkjuna a mittisbandinu sínu og skar hana af því og festi hana við tolómsveiginn. “Hafið þér blýant líka?” “Gerið þér svo vel.” “Þetta er ágætt.” Svo kveikti hún á vaxspítu, og við þetta danufa lós skrifaði hún: “Til minningar um hetjuna!” Svo fékk hún kennaranum hnífinn og blýfentinn aftur og sagði: “Nú verðið þér að fylgja mér til Lona frænku minnar.” * “Farið þér ekki heim?” “Nei, eg ætla að sofa hjá frænku.” Þegar þau stuttu síðar börðu á gluggann hjá gömlu konunni, hrópaði hræðsluleg rödd: “Kver er þetta?” “Það er eg, Sarolta, kæra frænka.” Stofustúlkan opnaði dyrnar. Þreytt settist Sar- olta á stól og hvíslaði, meðan frænka hennar horfði á hana undrandi og rannsakandi augum. “Eg læddist út til að hengja blómsveig á mynda- styttu Ludvigs Gal, hetjunnar okkar nafnkunnu.” Morguninn eftir var lárberjahringurinn skoðað- ur af mörgum hundruðum manna og silkilykkjan sömuleiðis. Gamli Honveds grét, svo mikil var geðshræring hans, og “Dagblaðið” sagði: “Undirróður hirðgæðingaráðsins getur ehrf ekki bannað hjarta föðurlandsvinanna að slá. Forseta söngflokksins okkar gátu þeir auðvitað skipað að fara úr bænum á slíkum degi sem þessum, en hinn sanni Ungverji sendi dóttur sína að næturlagi til að krýna myndastyttu hetjunnar okkar. Enda þótt þetjta fagra fyrirtæki sé ekki opinbert, er þó vilji hans opinberaður með þessu. Lifi forseti söng- flokksins okkar, og guð gefi honum mörg glöð ár enn þá.” Daginn eftir fekk Sarolta bréf, sem hún aðeins las þessi orð í: “Mín heitt elskaða stúlka, óviðráðanlegur og óþolandi höfuðverkur hindraði mig í gær —” Meira las hún ekki. Fyrirlitlega kastaði hún þess- um ilmandi pappír í eldinn. Síðastliðin nótt hafði læknað hana að fullu. VER HUÖRAKKUR, BRÓÐIR. (l>ySing.) * Hrestu, bróðir, hrugann betur, hálan sérhvern varast blett, lýst þér náðargeislinn getur, GFuði treystu’ og iðka rétt. Þó að grýtt sé leiðin langa, langt í burtu takmark sett, áfram skaltu glaður ganga, Guði treystu’, Guði treystu, Guði^ treystu’ og iðka rétt. Bregðist ráð og bezti fengur, bregðist alt, sem hátt er'sett, , illa eða greitt hvort gengur, Guði treyst og iðka rétt. Reið þig ei á nienn né merki? merkasta í hverri stétt, en í hverju orði’ og verki óttast Guð, óttast Guð, óttast Guð og tem þér rétt. Og þótt hatur, öfund, smjaður, á þitt mannorð setji blett. Horf til hæða, gakk svo glaður, i.■■■■■■ i.i— i» Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 314-220 MKDICAL AKTS BLDO. Oor. Graha.ni and Kennedy Sta. Phone: A-1834 OfUee tlmar: 2—S Hetmlll: 77« Victor Bt Phone: A-7123 Wlnnlpec, Manltoba THOMAS h. JOHNSON H. A. BERGMANN fsl. lögfræðingar Skrlfstofa: Room Sll MeArtlmr BuUdlng. Portage Ave. P. O. Boz 185« Phones: A-«849 og A-«S4« Vér leggjum aérstaka áherzlu & aS selja meðul eftir forskriftuni lækna. Hln beztu lyf, sem liægt er að fá eru notuð elngöngu. . pegar þér komiS meS forskrllftum tll vor niegtS þjer vera vlss um aS fá rétt það sem lækn- Irtnn tekur tU. COIiCIjECGH & CO., Píotre Dame and Sherbrooke Phones: N-7659—7«5» Giftlngaleyfisbréf *eld W. J. IiINDAL, S. II. IíINDAIí B. STEFAN8SON Islenzklr lögfræðlngar 708-709 Great-West Perm. Bldg. 858 Maln Street. Tals.: A-498S >slr hafa slnnlg skrlfatofur aB Lundar, Rivorton, Glmll og Piuay og aru þar aP hitta á •ftlrfytgl- andi timum: Lundar: annan hvern mlBvlkudag Rivsrton: Fyrsta flmtudag Glmliá Fyrsta mlSvlkudag Pinsy: þriSJa föstudag 1 hverjum mánuSi DR. 0. BJORNSON 31 «-320 MEDICAIi AKT8 BIiDG. Cor. Graham and Kennedy Sta. Phone: A-1834 Offloe tlmar: 2—s HelmUI: 764 Vlctor St. Phone: A-758« Wlnnlpeg, Manitoba Stefán Sölvason Teacher of Piano Ste 17 Emily Apts. Emily St. DR. B. H. OLSON 210-220 MEDIOAD ARTS BLDG. Cor. Graham and Kennedy Str. Photie: A-1834 < Office Hours. 3 to 5 HeimUi: 921 Sherburne St. Wlnnlpeg, Manitoba A. G. EGGERTSSON LL.B ísi. Iögfræð»njrur Hefir rétt til að flytja má) bæði í Man. og Sask. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Sainasta m&nudag 1 hverjum mán- uSi staddur I Churchbridga. DR J. STEFANSSON 218-220 MEDICAD ARTS RtiDG. Cor. Graham and Kennedy Ste. Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdöma.—Er aS hltta kL 19-12 f.h. og 2-5 e.h. Talsíml: A-1834. HeimUl: 373 Rlver Ave. Tals. F-2A91. Dr. H. F. Thorlakson Phone [8 , CRYSTAL, N. Dakota Staddur aC Mountain á mánud. kl. 10-T-ll f- h. A8 Gardar fimtud. kl. 10-11 f.h. A. S. Bardal | 843 Shnrbroeke St. Sclur lfkWstut og annast um útfarir. B Allur útbúnaSur aá bezti. Enafrem- P ur aelur hann alakonar minniavar&a f og legsteina. Gkrlfat. UUstual M ••«« |» HelmUls UUslmJ N »»#7 | DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd BuUding Oor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasyki og aðra lungnasjúkdóma. Er aB flnna & skrifstofunnl kl. 11 12 f.h. og 9—4 e.h. Sími: A-3521. Heimlli: 46 Alloivay Ave. Tal- símt: B-3168. * 1 J. J. SWANSON & CO. Verzla rr.að fasteignir. Sjá um leigu a nusuir.._ Annast lán, eldsábyrgð o. fl. 611 Paris Bldg. I Phones. A-6349—A-6310 DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar aérjtaklega kvenna »f barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 í. k. 8 til 6 «. h. Office Phone N-6410 • Heimlli 806 Victor 8tr. SfanJ A 8180. Munið Símanúmerið A 6483 ; og pantiB meSöl ySar hJA oss. — ; ! SendiS pantanlr samstundis. Vér afgreiSum forskriftir meS sam- ; vizkuseml og vörugseSl eru óyggj- , ; andi, enda höfum vér magrra ára ; lærdómsrlka reynslu aS baki. —; : Aliar tegundir lyfJa, vlndlar, ls- 1 rjóml, sætindl, ritfðhg, tóbak o. fi. McBURNEY’S Drug Store ; Cor Arlington og Notre Dame Ave , DR. Kr. J AUSTMANN Viðtalstími 71—8 e. h- Heimili 1338 Wolseley Ave. Sími B-7288. JOSEPH TAVLOR LflGTAKBMAÐUR HelmlUstala.: 8t. John UU Skrif ■toru-IWa.: A UM Tekur lttgtakl b»Bl hdaalslgaataUaa v»Sskul4lr. vtxhuUruldlr. 1 Igi UUr « s#m aS lögum lltur. tkiiMota 3M M&fan 0»aas DR. J. OLSON Tannlæknir 318-220 MEDIOAIj ARTS BHDG. Cor. Graham and Kennedy Sta. Talsimi A 8621 Heimili: Tals. Sh.8217 J. G. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Oor. Portage Ave. og Donald 8c | Talafml: A-88S0 Giftinga og ii' Jarðarfara- D!0ln með litlum fyrirvara Birch hlómsali 616 Portage Ave. Tal*. B720 sv IOHN 2 RtNG 3 \ Guði treystu’ og iðka rétt. Veg þinn lýsir blysið bjarta — boðorð Guðs — sepi þér er sett. Gæddur krafti, glöðu hjarta, Guði treystu’, Guði treystu’, Guði treystu’ og iðka rétt. Pétur Sigurðsson. Löng bið. Bóndi nokkur réði listmálara til að mála mynd af bæ sínum og bað um að hann yrði sýndur standa I bæjardyrunum. Á tilteknum tímg, var myndin full- gerð að öðru leyti en því að listamaðurinn hafðl gleymt ósk bóndans að sýna hann í toæjardyrunum. “Myndin þykir mér góð, en hvar er eg,” spurði bóndinn. Listamaðurinn reyndi að eyða þ*7Í með spaugi og sagði: » “Ja, þú fórst inntil að sækja þessa dali, s^m eg á að fá fyrir að mála myndina.” # “Jæja,” sagði toóndi. “Þá líklega kem eg ir.nar. skamms út aftur og borga þér, á meðan skulum við hengja upp myndina og bíða.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.