Lögberg - 02.07.1925, Blaðsíða 7

Lögberg - 02.07.1925, Blaðsíða 7
LÖGBERG FIMTUDAGINN, 2. JÚLÍ 1925. Gjörðabók Kirkjuþingsins. Framh. frá p. bls. SKÝRSLA SKÓLASTJÓRA J. B. SKÓLA. Tólfta starfsár hans hófst 24- dag septembermánaSar síöast- liöiö haust, og hefir staöiö siðan, með hinu vanalega jólafríi og páskafríi. Ársloka-prófin, undir umsjón mentamáladeildar Mani- toba-fylkis, hófust í skólanum mánudaginn 15. júní og halda á- fram til mánaöarloka. Þegar skólinn var settur, var útbýtt verðlaunum úr minning- arsjóöi Stefáns Johnsonar, fyrir íslenzkar ritgjöröir, sem voru samdar í fyrra. Þessir nemendur hlutu verðlaunin: Níelsána Thorsteinsson (fyrstu verölaun), en Heiðmar Björnson og Thelma Jóhannsson fönnur verðlaun). Voru þau af þeim, sem dæmdi, talin jöfn, og upphteðinni skift jafnt milli þeirra. Alls hafa innritast í skólann á þessu starfsári 65 nemendur: 12 í tólfta bekk, 2 stúlkur og 10 piltar; 31 í ellefta bekk, 18 piltar og 13 stúlkur; 14 i tíunda bekk, 9 piltar og 5 stúlkur; 8 í niunda bekk, 4 piltar og 4 stúlkur- Einn þessara nemenda varö veikur rétt eftir skólabyrjun og varö aö hætta námi þetta ár. Annar nem- andi var sama sem ekkert i skóla, en tekur samt próf í einum tveimur greinum. Fjórir aörir nemendur hættu af ýmsum óviö- raðanlegum ástæöum, en 60 gengu undir hin opinberu próf, 7 und- ir háskólapróf, en 53 undir próf mentamáladeildarinnar. Aðsókn skólans öll þau ár, sem hann hefir staöið, er svo hljóðandi: — 1. ár 18, 2. ár 28, 3. á 33 ,4. ár 31, 5- ár 51, 6. ár 74, 7. ár 63, 8. ár 44, 9. ár 46, 10. ár 43, 11- ár 55, 12. ár 65. Þjóðerni nemendanna í ár er eins og fylgir; Ein námsmey sUssnesk; ,fimm nemendur ensk-canadiskir, og fimtiu og níu nem- endur af íslenzku bergi brotnir. Heimili nemendanna er eins og nú greinir: frá Winr»ipeg 38, frá Lundar 5, frá Piney 3, frá Otto 2, frá Vestfold 1, frá Minne- waukan 1, frá Hove 1, frá Lonely Lake 1, frá Selkirk 1, frá Rad- ville, 1, írá Glenboro 1, frá Poplar Párk 1. frá Ebor 1, frá Hay- land 1, frá Winnipegosis 1, frá Kinosota 1, frá Húsavick 1—alls 61 frá Manitoba; frá Wynyard 1, frá Leslie 1, frá Churchbridge 1 —alls 3 frá Saskatchewan; frá Quibelle, Ontario, 1. Eins og tekið er fram í skýrslu skólaráðsins, auglýstum vér þaö. aö nám annars bekkjar Cottege-deildar yröi veitt. Tveir nemendur tjáöu sig fúsa til aö sæta þvi boði, en áöur en skóli var settur hindraðist annar, og, þegar svo var komið, vildi hinn ekki vera einn í bekk. Þannig atvikaöist það, aö þaö var enginn ann- ar bekkur í College-deild skólans þetta ár. Við þetta varð engin breyting á tölu kennaranna. Vér vorum 4, eFtir sem áður, en þegar þetta var orðið víst, gjöröum vér þá breytingu á tilhögun meö kensluna. aö 9. bekkurinn var að mestu aöskilinn frá hinum 10., þar sem hugsan vor áður var sú, að láta einn kennara ann- ast þá bekki báða. Sumir þeirra, sem voru í fyrsta bekk College- deildar í vetur, hafa tjáö sig fúsa til aö halda áfrarn með 2. bekk hjá oss næsta vetur. Sennilega kemst þetta í framkvæmd, og til þess að fjölga ekki kennurum um of, verður það þá líklega niður- staöan, að einn kennari annist alla kenslu i 9' og 10. bekk. Með þeirri tilhögun mælir meðal annars þaö, aö nú, til margra ára,i hefir 9. bekkurinn ætíö verið fámennur; en það er reynsla liöins tíma, aö nemendur koma til vor í 10. og 11. bekkinn, þó ,þeir hafi ekki verið með oss í 9. bekknum. — Skóli vor var þvi, siöastliðiö haust, og verður nú framvegis, reiðubúinn aö kenna mest af þvi, sem hinir College-skólar WinnipegJborgar kenna í undirbúnings- og æðri deildum þeirra. Samvinnan við norsku kirkjuna hefir að því leyti mishepn- ast, að engir norskir námsmenn hafa enn til vor komið. Er það slæmt, þvi svo lengi sem það er ekki tilfellið, er þetta tillag frem- ur gjöf en samvinna. Það er lifsskilyrði, að vér leitumst við að bjarga oss sjálfir alt sem vér getum. Maðurinn, sem norska kirkjan sendi oss, hefir veriö samvinnuþýður og vinnufús starfs- maður í skólanum, hinn bezti drengur i hvívetna; en sá undir- búningur, sem hann hafði til þess kenslsutarfs, var nokkuð á öðrum grundvelli, en það skóla-fyrirkomulag er, sem nú gildJir i Manitoba; Vér gjörðum vort itrasta til að auglýsa skólann meöal Skan- dinava í Winnipeg 0g annars staðar, og eins meðal lúterskrg. Þjóð- verja, en í þetta sinn varð ekki af því neinn árangur. Á hinn bóginn komu til vor ensk-kanadiskir nemendur, þótt aldrei væri skólinn auglýstur i ensku blaði, og, með einni undantekningu, eng- in tilraun gjörð til að fá þá. En enskur piltur, t.d', sem eg hafði aldrei séð áður, kom inn í skrifstofuna einn góðan veðurdag, og bað um inngöngu, spurði eftir borgunarskilmálum, osfrv. Hann hafði gengið á einn hinna stóru og afar vel ú^búnu miðskóla Win- nipeb-borgar árið áður. Þessi piltur hefir verið með oss síðan og reynst hinn allra bezti nemandi í skólanum. Kristindómsfræðslan var í höndum norska kennarans. Varö það niðurstaðan út úr dálitlum erfiöleikum með aö skifta meö oss kennurunum verkum. Því miður mistókst það starf í 12. bekkn- um og varð ekki aö gjört, en í hinum bekkjunum var þaö rækt eftir vonum. Æfi Jesú Krists var námsefnið- Guöræknisstund- unum á morgnana stýrðum vér þrír prestar á víxl og fóru þæfr iðkanir fram annan daginn á íslenzku, hinn á ensku. Allmikil kristindómsfræðsla var þar veitt og ‘veigamiklar röksemdir um kristindóminn frarn bornar, sérstaklega þegar Mr. Leó stýrði. Eitt af því marga, sem mér láöist að framkvæma á þessu ári, sem eg þó hafði í huga, var að koma á fót frjálsum kristileguni samkomum auk skyldu-fræðslunnar. Hin mesta nauðsyn er á ’ einhverju þess háttar starfi. Eitt er nauösynlegasi allra atriöa í þesSu sambandi: það, að leggja alla hugsanlega rækt við kristin- dóminn í hinum ungu sálujn- Lesskrá íslenzku-námsins hefir veriö eins og nú skal greina; 1 fyrsta bekk College-deildar: Nokkrir hinna 40 þátta úr íslend- ingasögum lesnir, og síðar Fjalla-Eyvindur lesinn, enn fremur málfræði Finns Jónssonar; í 11. bekk; Skólaljóð, Vonir eftir Einar Hjörleifsson, og íslenzk málfræði eftir Halldór Briem; i 9. og 10. bekk æfingar í lestri, íslenzkum ritgjörðum og réttritun, enn frem- ur islenzk ljóð lærð og sungin. ' Hin venjulega samkepni til verðfauna þeirra fyrir íslenzkar ritgjörðir, sem minningarsjóður Stefáns Jónssonar gerir ráð fyrir, fór fram síðari hluta vetrar. 1 þetta sinn tók nærri allur skólinn þátt í samképninni. Ársloka hátið skólans var haldn föstudaginn 22- maí (aö kvöldinu í Fyrstu lút. kirkju. Aðal ræðumaður var próf. L- A. Vignes, formaður mentamálanefndar norsku kirkjunnar í Ame- ríku. Kveðjuræður fyrir hönd nemendánna fluttu: Miss Ingi- björg S. Bjarnason úr 12. bekknum og Miss Emilie Sumi úr 11. bekknum. Þar voru enn fremur lesin upp nöfnin, sem skráð voru á -Arinbjarnar bikarinn: Ingibjörg S. Bjarnason í 12. bekk, Emilie Sumi í 11. bekk, S- Milton Freeman og Halldór S. Bjarnason í 10. bekk og Svanhvít G. Jóhannesson í 9. bekk. Eins og áöur hafa kenslugjöld nokkurra nemenda veriö greidd úr Minning^rsjóði Stefáns Jónssonar, og er að þessu mjög mikill styrkur fyrir nemendur og skólann. Ýmislegt mark.vert má nefna í sambandi viö þetta liðandi ár: 1. Þetta er annað stærsta árið í sögu skólans, hvaö nemenda- fjölda snertir; 2- Á þessu ári var innritaður hinn stærsti 11. bekkur í sögu skólans og «á fjölmennasti allra bekkja, sem vér höfum nokk-" urn tíma haft. 1 v 3. 1 fyrsta sinn flutti óíslenzkur nemandi kveöjuræöu, en sá heiður er veittur þeim, sem skara fram fír viö námið; 4. Skólaráðið hefjr víst aldrei áður haft önnur eins úrræöi með fjársöfnun, eins og nú á þessu síðasta ári. 5. í Jyrsta sinn í nokkur ár er tekju-afgangur í sambanci við starf rækslukostnað. 6. Nokkrir nemendur eru nú í skólanum, sem hafa ákveöið sig til prestskapar- 7. Á þessu ári'hefir komiö inn í sjóö skólans sú stærsta upp- hæð i peningum, sem enn hefir komiö þangaö, $2,500 frá Hon. Thos. H. Johnson. Þakkir sé öllum þeim,\ sem haía veitt drengilegan stuðning: nemendum, meðkennurum, skólaráðsmönnum og öðrúm vinum “í Jesú nafni áfram enn, með ári hverju, kristnir enn.” , Rúnólfur Marieinsson. (Framh.) EFTIR ALT ER EKK- ert sem jafnast á við * Miðdalsnáman. og fyrirætlanir Þjóðver,ia. Hingað til hefir verið lítið skýrt frá því í blöðunum, er gerst hefir í Miðdal, undanfarin missiri. Svo oft hefir það komið fyrir áður, að menn hafa gert sér vonir um námagröft og námuiðnað hér á 'andi, og ekkert orðío úr, að ekki þykir bætandi við vóhbrigðin í því efni. Líkur hafa þó virst til þeiss, að meiri ráðagerðir og fyrir- ætlanir væru um Miðdalsnámu- una, en oft hefir áður verið, þegar slíkt hefir verið á döfinni. Er nú svo komið, að allmikið er farið að ræða um þetta í erlendum blöð- um. Þykir því rétt, að skýra hér frá þeim frásögnum, án þess að nokkru verði um það spáð hér, til hvers þessar ráðagjörðir kunni að leiða. Morgunhlaðinu hefir borist it- arleg grein úr þýska blaðinu Ham- burger Nachrichten frá 6. f. m. Greinin er eftir dr. Grunow og fjallar um “möguleika til atvinru- reksturs Þjóðverja á IslandL” Aðalinntak greinarinnar, sem fróðleikur er í fyrir íslenska les- endur, og f jallar um Miðdalsnám- una, er á þessa leið: tGreinarhöf. segir frá fyrsta gullfundinum í Vatnsmýrinni. — Gefur hann í skyn, að gull muni hér fólgið í jörðu, á svo víðáttu- miklu svæði, að samband sé á jnilli Vatnsmýrargullsins og Mið- dalsnámu. En þar eð eignar réttur sé trygður á Miðdal hafi félag verið stofnað í Hamburg 1923, til þess að gangast fyrir skipulags- bundnum, jarðfræðilegum námu- rannsóknum í Miðdal og umhverfi. Sendir voru menn hingað til lands þegar á því ári. Árangur af starfi þeirra gaf svo góðar vomr, að leiðangur var gerður út næsta ár. Honum stjórn- aði hinn reyndi og þekti jarðfræð. ingur, próf. Keilhack. Var nú gengið að því að rannsaka legu námunfaar og víðáttu, og voru sýn. ishorn tekin á allmörgum stöðum. Því næst skýrir ihðf. frá því. hve samgöngur séu þægar milli nám- unnar og Reykjavíkur, loftsTagið hér gott til vinnu á veturna, og auðvelt muni að fá hér innlenda verkamenn, þó nokkra faglærða menn þurfi að fá frá Þýskalandi. Námunni lýsir greinarhöf. á þessa leið: Náman er í diluvial basalti. — Námugangurinn, .sem þegar er fundinn, er á annan km. að lengö og einn meter að þykt að meðal- tali. En öllum sérfræðingum, sem fengist hafa við rannsóknirnar, kemur saman um, að aUar líkur séu til, að æðin sé mikið lengri og því meiri, sem lengra dregur. Próf. Keilhack reiknaði út í fyrra, að í námunni væri samtals 80,000 tonn. i Enskur námufr., sem rannsakaðl .lámuna nokkrú síðar, komst að þeirri niðurstöðu að í henni yæru 160,000 tonn af námugrjóti. Námu- æðin er ekki hrein kvarz-æð, held- ur er innan um kvarzið agat- og calcedonkendar steintegundir, svo og nokkuð af leirkendum molnun- arefnum. Kvarzið sjálft er sum- part mjallhvítt, sumpart gráblátt. Mikið af því hefir orðið fyr- ir svo miklum þrýstingi, að það er nolað niður; verður v’.nsian því auðveldari en ella. — Sýnishorn úr námunni hafa ver. ið rannsökuð á rannsóknarstofum í Þýskalandi. Hefir þar komið I ljós, að alt að 315 grömm af gulli eru í tonninu. En gullinnihaldið í iökustu sýnishornunum jafngildir 45 og jafnvel ekki nema II. gr. í tonni. Fullvíst þykir, að tiltölu- lega mest sé af þvi námugrjótl, stm hefir mikið gullinninald. Þegar þessar staðreyndir voru leiddar í ljós, var það ákveðið I fyrrahaust að byrja á veiklegu rannsóknarstarfi, með því að grafa námugöng til reynslu. trr þessum göngum eru tekin sýnis- horn eftir föstu skipulagi. — í sýnishornum þessum er gull-innl haldið yfirleitt meira heldur en í sýnishornum þessum er gull-inm. haldið yfirleitt meira heldur en 1 sýnishornum þeim, er tekin hafa verið nálægt yfirborði jarðar. í Suður-Afríku eru gullnámur reknar, þó eigi sé nema 8—10 grðmm af gulli í tonninu af námugrjóti. ■— Verður því aug- Ijóst, hve náma þessi er ágæt. I Siebenburgen t. d. er talið að 6 gr. gulls þurfi að vera í tnni námu- Hin Eina Hydro Steam H eated BIFREIDA HREINSUNARSTÓD i W I N N I P E G Þar sem þér getið fengið bíiinn yðar þveginn, það er að segja hreinsaðann og olíuborinn á ör- stuttum tíma, meðan þér standið við, ef svo býður við að horfa, eða vér sendum áreiðanleg- an bílstjóra eftir bíl yðar og sendum yöur h&nn til baka, á þeim tíma er þér œskið. Alt verk leyst af hendi af þaulvönum sérfrœðíngum. Þessi bifreiða þvottastöð vor er á hentugum stað í miðbœnum, á móti King og Rupert St., á bakvið McLaren hótelið. % Praipie City Oil Company Limited Laundry Phone N 8666 Head Office Phone A 6341 grjóts, til þess að námugráftur borgi sig. Undirbúningsverkinu hefir nu miðað svo áfram, að byrjað verð- ur að setja upp vélarnar í haust. Landareign og námuréttindi á námulandinu og nágrannajörðun- um eru trygð. Verið er að undir- búa félagsstofnun, til þess að reka námuna; í því félagi verður hol- lenskt, svissneskt og þýskt fé. Er þá talið aðal innihald greln- arinnar. Sem stendur hefir Mbl. engar fylrri upplýsingar að gefa i þe>*su máli. Frásögnin í þýska blaðinu vitum vér að er að því leyti rétt að allar þær rannsóknir, sem get- ið er um, hafa farið fram, og unn- ið hefir verið slitalaust að til- raunagreftrinum í allan vetur. Verkfræðingurinp, sem siðast kom hingað nú umdaginn, og er nú uppi í Miðdal, lét svo um mælt, að enn væri þess all-langt að bíða að tilraunastarfinu væri lokio Nokkuð kveður -við annan tón i þessari þýsku grein. Þess skal að endingu getið, að höf. greinarinnar í þýska blaðinu, dr. Kunow, mun vera einn af helstu forgöngumönnum í fyrir- tæki þessu. Morgunbl. 3. mai. Islenzkir skákmenn. iSvo sem mörgum mun kunnugt, hafa löngum verið og eru enn til hér á landi ýmsir góðir skákmenn, en þó munu nú sumir hinna slyng- ustu hafa lagt þá íþrótt niður aP mestu. Má þar til nefna, meðal annara, þá Björn Pálsson Kalman og Pétur Zóphóniasson. — Þeir þóttu báðir ágætis skákmenn, og mundu hafa talist hlutgengiv hvar sem væri á skákþingum erlendis, þar sem eigi væri við að etja úr- vals snillinga. Og vafalaust hefðu þeir báðir getað komist mjög langt í tafl-íþróttnni með stöðugri &- stundun og tamningu. Sem stendur munu vera til nokkui^ starfandi skákfélög htr á landi, og víst er um það, að á und anförnum árum hafa reykviskir skákmenn;stundum þreytt símleið. is kappskákir við Akureyringa og hefir ýmsum veitt betur. — Má af því og ýmsu öðru ráða„ að tafl- íþróttin muni standa með nokkr- um blóma Ihér á landi um þessar mundir, og er það vel farið. Síðastliðinn vetur hafa tveir ungir íslendingar getið sér hinn besta orðstír sem skákmenn í Kaupmannahöfn og orðið sjálfum sér og íslenskri skákment til sóma. — Eru það þeir Eggert Guðmunds son, píanóleikari alkunnur hér I bæ, sem einn hinn besti skákmað ur, og Brynjólfur Stefánsson, stud. mag. í Kaupmannahöfn. N Tóku þeir báðir þátt í vetrar- kappskák eins hins besta taflfé- lags í Kaupmannahöfn (Skakfor- eningen. Industriforeningens Kampklub), með þeim árangri, er allar skákirnar höfðu verið þreytt- ar, að Brynjólfur Stefánsson og danskur maður, Verner Nielsen, urðu efstir á blaði, en um viður- eign þeirra tveggja við úrslitatafl veit sá, er þetta ritar, ekki með vissu ennþá. — Eggert Guðmunds. son tefldi aðeins 10 skákir ( af 18 alls), því að hann varð að fara heim hingað áður en lokið værl skákþinginu. — En hann hafði þá unnið 80% af skákum þeim, er hann tefldi, og var hæstur allra. Gerði skákfélagið Eggert að heiðursfélaga sínum áður en hann fór heim hingað, og bera það vott um, hvert álit félagsmenn hafa á honum sem skákmanni. (Br. Stefánsson mun einnig hafa þreytt tafl við Kinch, alkunnan skákmann, um meistaranafnbót Kaupmannahafnar í skáklist, en leikar fóru þannig, að Kinch vann með 2 : 1. Eggert Gi)ðmundsson tefldi þrjár kappskálkir við Norman — Hansen og tapaði aðeins einni, en í tveirpur varð jafntefli. Norman, — Hansen er af mörgum talinn besti skákmaður Dana. Danir eru kallaðir góðir skák- menn. í vetur sem leið þreyttu þeir (i Kaupmannahöfn) kapp- skák við Svía og unnu glæsilcgan sigur (8 : 4). Þar tefldi E. G. og tapaði einni skák. Svíar hafa þó verið og eru enn taldir mestir skákmenn á Norður- löndum, og er skákkenslubók þeirra (í tveim stórum bindum) álitin einhver fullkomnasta og besta kenslubókin, sem til er í þeirri grein. Það er ávalt gaman þegar ís- lendingar standa sig vel í keppni við annara þjóða menn, og munu allir skákmenn hér, og raunar margir aðrir, kunna þeim Eggert og Brynjólfi Tiinar bestu þakkir fyrir ágæta frammistöðu. Skákmaður. Vísir__ 18. þ. m. vaf héraðslæknir í Fljótsdashéraði, ólafur óslcar Lárusson, skipaður héraðslæknir í Vestmannaeyjum frá 1. júlí næst- komandi að telja. Sama dag var settur héraðs- læknir í Hólmavíkurhéraði, Karl Magnússon skipaður héraðslækn- ir í Hólmavíkurhéraði frá 1. júlí næstk. að telja. Sama dag var héraðslæknir I Reykdælahéraði, Sigurmundur Sigurðsson, skipaður héraðslækn- ir í Grímsneshéraði frá 1. júli næstk. að telja. son með Suðurlandi til Borgarness og þaðan vestur til Dala ,dg vigði hann kirkjuna í fyrradag. 74 trésmiðum hefir nú bæjar- stjórnin veitt viðurkenningu til að standa fyrir smíði húsa hér I bænum, og 31 múrsmið til að sjá um alt, er að múrsmíði lýiur. FISKAFLI á öllu landinu 15. maí 1925. Veiðistöðar ‘ Skippund. Vestmannaeyar .......... 27.591 Stokkseyri og Eyrarbakki 3.520 Þorlákshðfn ............... 531 Grindavík ............... 1.980 Sandgerði........... 5.000 Garður og Leira...... 300 Keflavík og Njarðvik .... 5-300 Vatnsleysa og Vogar .... 732 Hafnarfjörður, togarar 23.341 --------önnur skip ... 1.365 Reykjavík, togarar ...... 59,533 — — önnur skip .... 2.982 Akranes .................. 1,502 Sandur og ÓlaFsvík .... 700 Kirkjuvígsla. í fyrradag var vígð ný kirkja að Kvennabrekku í Döl- um. Var sú kirkja áður á Sauða- felli, en hefir nú verið flutt að Kvennabrekku. Kirkjan er bygð úr steini, og mun hafa eftir því sem kunnugur maður segir, verið í smiðum í 3 ár. Á mánudagsmorg. uninn fór Dr. Jón biskup Helga- Sunnlendingaf jórðungur 134,377 Vestfirðingafjórðungur 4.808 Vestfj.bátar við Suðurl. 5.100 Norðlendingafjórðungur 309 Austfirðingafjórðungur 4,449 Samtals 149,049 Útflutt af Færeyingum 15. maí 1926 --------- 10. maí 1924 ------— 1.762 150,805 125.842 KAUPIÐ EKKI TIRE ÁN ÞESS AÐ SJÁ HANA Vér bjóðum Partridge “Quality” Tires með því verði sem ekki á sinn líka. Þér getið keypt Parl- ridge tires í kaupstaðnum sem næstur yður er með þessu lága verði. Engin bið né vonbrigði, Þér sjáið þær áður en þér kaupið, Komið við og skoðið þær. Kaup- ið af oss og afstýrið vonbrigðum. Seldir hjá ^PARTRIDGE QUALITY” W. T. Kilgour, Baldur, Mau. Anderson Bros., Glenboro, Man. T. Olafsson, Arborg, Man. K. Olafsson, Riverton, Man. H. Sigurðsson, Arnes, Man. • J. M. Tessier, Cypress River, Man. Lundar Trading Co., Lundar, Man. !

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.