Lögberg - 23.07.1925, Blaðsíða 4
Bls. 4
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
/23. JÚLÍ. 1925.
/
-----T
:
Íl OQ tlCl'Q |
Gefið út hvem Fimtudag af The Col- ombia Pre*s, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & 'Toronto Str.. Winnipeg, Man.
Talnímnri N-6327 og N-6328
JÓN J. BILDFELL, Editor
(jtanáskrift ti) bia$«)in»: THf C0LUW|BI/\ PRE8S, Ltd., Box 3172, Winnipeg, ^an. Utanáekrift ritetjórans; fOiTOR L0CBERC, Box 3171 Winmpeg, Man. 1
Tho "Lðgberg” is printed and publlshed by j [ The Columbia Press, Limited, ln the Columbia Bullding. 695 Sargent Ave , Winnipeg, Manitoba. ! c
Morocco.
Morocco er landáT?a‘Si mikið í norður Afr-
íkv, eins og/lnenn vita. Það nær suður að Sa-
hara eyðimörkinni, norður að Miðjarðarhafi,
austur að Algeríu og vestur að Atlantshafi,
sagt að vera 305,548 fennílur að stærð.
Landftemi }>etta er aðallega bygt af tveim-
ur kynkvíslum, Aröbum og Berberum. Arabar
komu þangað inn og ruddu sér til rúms fvrir
mörgum öldum síðan, en Berþerarnir eru eins
gamlir í landi ]>essu eins .og sagan sjálf*. éða
jafnyel eldri. Þeir eru atgjörfismenn fiinir
mestu til líkama og sálar, og hafa í allar þéssar
aldir haklið einkennum þjóðar sinnar hrein-
um og sú eina blöndun, sem um er að ræða, er
að finna í hafnbæjum, þar sem Evrópumenn
hafa komið og oft dvalið langvistum, og nokk-
uð áf arabiskum orðum, sem slæðst hafa inn í
mál þeirra.
f fanga tíð liafa sumar af Evrópuþjóðunum
haft augastað á þessu mikla landsvæði til ný-
lendunams — einkum þo tvær, Spánverjar og
Frakkar. Spánverjar hafa haft meiri ogminni
mök við Berberana í Morocco í margar aldir
og enda haft þar löggæszlu að meira og minna
leyti síðan 1580, og því litlum vafa bundið,
að ef nokkur af Evropuþjóðunum á forgangs-
rétt í norðurhéruðunum í Morocco, þá eru það
Spánverjar.
Arið.1904 gengu Frakkar inn á að afsala
sér öllu tilkalli til eigna og umráða í Egypta-
landi, gegn því að þeir fengju sjálfdæmi í
iNíorocco. Þegar máli þ\n var þannig komið,
n'su Spánverjar upp og kváðust vera rétt-
kjörnir arftakar í Áíoroccd og lýstu yfir því,
að þeir létu enga þjóð svifta sig þeim rétti,
hvorki Frakka né heldur neina aðra. Héldu
Spánverjar svo fast á máli sínu, að til sátta-
fuhdar var kvatt á því sama ári. A fundi þeim
gemru Frakkar inn á, að láta Spánverjum eftir
t.il löggæslu héruðin sléttlendu, sem að Mið-
jarðarhafinu ligg.ja, alla leið vestur til Tangier
og suður tiÞ Chachouan hérað.s, sem er 18,360
fermílur. Sjálfir tóku Frakkar þá í sínar
hendur löggæslu yfir 213,000 fermílum lands í
Morocco. Samhingur þes.si var síðar stað-
festur á Algeciras fundinum l1)06.
Þessir 'samningar virðast í fljótu .bragði
ekki' vera neitj; óttajegir og háfa ef til* vfll
ekki verið það í fvistu, en það er undarlegt,-
hve sum atvik, þó þau virðist hættulaus, geta
alt í einu snúist upp í yfirvofandi voða. En
þessi samninsmr varð ]>ó Spánverjum hið mesta
vandræða aðkast, sem sú þjóð hefir fengxð
lengi.
Á svæði þessu, senx þeir fengu til vfirráða
o" umsiónar, er hérað eitt, sem Rif heitir. t
þvf héraði býr flokkur manna herskár og harð-
snúinn. sein sérkendur er frá öðrum Berber-
um með nafninu Riffs, sem þeir hafa átt í uppi-
haldslausu stríði við í meir en tutfugu ár, og
hafa okkert ráðið við. Þeir hafa farið hverja
herferðina af^pnnari á hendur þeim. en ekk-
ert haft upp ur því nenxa Skomm og .skaða. 1
þessar herferðir hafa þeir eytt of f.jár og þeg-
ar þær tókust svona illa, revndu forvígismenn
stjornmálanna á Spáni að kaupa á sig frið
þessara ribbalda í Riffjöllum pg borguðu ein-
um leiðtoganum }>ar 1,000.000 nesas, en alt af
hefir hallast á Spánverja ár frá ári. þar til nú
að þeir urðu að vfirgefa fjallavígi sín og draga
her sinn ofan áyslétturnar nær sjónum.
Maður sá, sem Riffjallaúa hefir leitt til or-
ustu og sameinað hina dreifðu Berbera, hertir
Abd-El-Krim. Er hann upprunninn þar í Rif-
fjöllunum og af góðu fólki kominn. Þegar að
hann var á unga aldri, fór hann til Madrid á
Spáni, xitskrifaðist af háskóla þar, gekk svo í
stórskotalið Spánverja, én varð ósáttur við þá
og fór heim til fólks sín.s aftur og sameinaði
krafta þess á móti Spánverjum betur en nokk-
ur annar maður hefix;. getað gjört.
Abd-El-Krim hefir víst fundið til þess, að
hann ætti alls kostar við Spánverja, og af því
að hann hefir verið stórhughT eða ekki kunnað
að gæta hófs, þá réðst hann inn í lendur þær,
sem Frakkar áttu, svo hann á nú að mteta bæði
Frökkum og Spánverjum með hinu takmarkaða
liði .sínu. A þeim stutta tíma, sem Frakkar
og Abd-El-Krirn hafa ázt við. hafa Frakkar
mist 1,473 menn, sem hafa fallið xipp að 1. júlí
1925, en 2,775 hafa særst og 30 hafa verið tekn-'
ir til fansra af Abd-El-Krim eða mönnum hans.
Að líkindum verður ekki að leikslokum að
spyr.ja, ef að þessar þjóðir, Frakkar.og Spán-
veriar, leggjast á eitt með að brjóta a bak aft-
ur þessa fornu og hugdjörfu -þ.ióð. Hún að
sjálfsögðu getur ekki staðið á móti sameinuð-
um kröftnm þeirra til íengdar, og þar er það
sem aðal hættan kemur inn í þetta mál.
Þióðirnár, stórar og ^máar. hafa getað
setið hiá og horft á leikinn á milli fjallabúanna
og Spánverja, því þær vissu, að Spánverjar
cátu aldrei á þeim unnið. En þegar að stór-
þjóð kemur líka í spilið, þá vandast málið.
Frakkar, ef þeir ferða látnir afskiftalaus-
ir, brjóta náttúrlega Berberana undir sig á
endanum og um leið slá eign sinni á land
þeirra, eða með öðrum orðum taka undir sig
alt Morocco frá Sahara að sunnan norður að
Miðjarðarhafi, frá Algeríu, eem er þeirra
eign, að austan og vestur að Atlantshafi, sem
auðsjáanlega tíf' takmark þeirra nú og hefir
verið í meir en tuttugu ár, enda hafa franskir
hermenn látið sér um munn fara, að þeir vrðu
að leggja undjr sig Morocco og sameina hina
dreifðu flokka þar, áður en næsta stríð kæmi,
því þá þyrftu þeir ekki að hræðast neina, eða
vera upp á neina komnir. Auður þessara hér-
aða, sem um er að ræða, er afar mikill og sem
að líkindum gæfi Frökkum þann eFnalega
styrk, spm þeir þyrftu, til þess að véra fyrsta
flokks þjóð, hvað efnin snertir, ef þeir næðu
]>eim á sitt vald. Og er það eiti/út af fvrir
sig ekki lastandi. En það gæfi þeim meira, það
gæfi þeim lykilinn að siglingum um Miðjarðar-
hafið. Frá Ceuta á norðvesturhorni Morocco,
sem er sunnanvert við Gibraltarsundið og næst
vígi Breta, er svo stutt leið, að ekki að eins
skip oll, sem um sundið fara, heldur og líki vígi
Bi-eta. er í skotmáli frá Ceuta, og má því nærri
geta, hvort að Bretar muni geta staðið sig við
að leggja slíkt vald í hendur stórþjóðar.
f öðru lagi er ftalía, sem farin er að veita
þessum málum nákvæmar gætur. Ekki sökum
þess, að ítalir telji til landnáms í Morocco,
heldur hafa þeir látið í ljós þann einbeitta á-
setning sinn, að láta enga stórþ.jóð ná fótfestu
■ við sundið að sunnan, því með því gæti öllum
siglingum um Miðjarðarhafið verið hætta bú-
ip, þegar minst varði.
Hvað úr þessu ka%n að verða, ef Frakkar
sækja liart fram í Morocco, er ekki gott að
segia, en útlitið í þeím málum er ekki sem
glæsilegast sem stendur.
Rit og bækur.
7. Rökkur.
Lögberg hefir meðtokið þriðja árgang
“Rökkurs”. Er það allstórt kver í þetta sinn,
110 blaðsíður auk efnis yfirlits. Eins og að
undanförnu flytur það erindi, sögur og ljóð,
þýtt eða eftir ritstjórann sjálfan, Axel Thor-
steinsson. Fyrst í þessu hefti er erindi, sem
xítgefandi þess hélt á fundi í félagi Vestur-
fslendinga í Reykjavík. Er Mr. Thorsteinsson
í því að benda á, að vel sé fyrir íslenzka náms-
ínenn að leita til skóla í Vesturheimi og hins
víðáttumexra þjóðfélags þar. Kastar hann
þeirri hugmynd fram í sambahdi við þá til-
finningu — þann sannleika, sem hann bendir
á, að þjóðfélagið íslenzka sé svo smátt, að það
þoli vart ritflóð það, sem nú á tímum gangi
yfir þjóðina, og verði því margir að líða halla
við ritverkin, —, j,afnvel þeir rithæfustu beri
lítið úr býtum. Það getur verið heilbrigt og
holt' fyrir efnilega námsmenn heiman af Is-
landi, að stunda nám við góða skóla í þessu
landi. Það bæði vífckar sjóndeilcíarhring
þeirra og gefur þeim hugmjmd um margt hag-
v nýtt sem Ameríkuþjóðirnar eiga einar og sem
þeim gæti að notum komið ef þeir vildu hverfa
aftur heim til ætt.jarðarinnar. En það getur
ekki á neinn hátt hjálpað við maikaðslevsinu
fyrir hina sí-vaxandi rita- og blaða- framleiðslu
heimaþjóðirnar. Eina ráðið Við því er að
gefa minna út—ekki meira en ]>jóðin getur
tekið á móti, en vanda það þeim mun betur, og
væri það ef til vill ekki tap fvrir þjóðina.
Næst í þessu hefti er saga eftir ritstjórann,
sem heitir “í’ veiðilöndum keisarans”, heldur
veigalítil. “Flakkarinn og álfamærin”., þýdd
saga eftir Jack London, falleg og lærdómsrík.
“Frægðarþrá”, framhald sögu eftir Clive
Holland. “Klukkusmjðurinn”, falleg saga
eftir Sven Moren. “Tom”, .stutt æfintýri, ekki
ólaglegt eftir útgefandann, kvæði og ritfregn-
ir. Hefti þetta er eigulegt og er til sölu hjá
Þórði Þor-steinssyni, að 552 Bannatyne Ave.,
Winnipeg.
II. Iceland.
Rit á ensku, sem hr. Helgi Zoega í Reykja-
vík hefiv o-f'fið úi með aðstoð stj.ráðs íslands,
til leiðbeiningar ferðafólki. Hefir rit þetta að
geyma margbrevtilegan fróðleik og er hið
þarfasta fyrir ferðamenn, sem litla þekkingu
hafa á landinu, stofnunum þess, atvinnumál-
um Tandsmanna, .siðum og sögustöðum. Höf-
undurinn tekur fram, að í ráði sé að gefa út á
næsta ári nýtt rit til leiðbeiningar ferðamönn-
um.’sem til íslands leita og líka verður það að
sjálfsögðu sent út um öll enskumælandi lönd,
svo þeir, sem hugsa eru um .sumarfrí og sum-
arferðir. fái að s.já hvað eylandið sögufræga
hefir.að bjóða ferðafólki, sem þangað kemur.
Oss finst það engum efa bundið, að ef
Ameríkumenn vissu meira um tign þá, fegurð
' og töfrandi sveitarró, er þar bíður þeirra, sem
eru að leitæ sér hvíldar frá hinu hraðstreyma
oc har.ðsnúna verzlunarlífi, að þá mundu menn
í þúsunda vísu leita sér þar sumarhvíldarxls-
land er afj náttúrunnar hendi paradís ferða-
manna og oss fin.st að íslendingar þurfi ekki
annað en að láta fólk vita, hvað land þeirra
hefir að bióða, til þess að ]>angað sæki árlega
straumur ferðamanna, ekki minni en til Sviss
eða annara landa, sem með náttúrufegurð sinni
draga tugi þúsunda ferðafólks til sín.
í riti þe.ssu, sem er vel úr garði gert, að
undanteknum smágöllum, sem eru á málinu,
svo sem Elliðaár-Rivers í staðinn fyrir Elliða-
Rivers, en það eru smámunir, því málið er yf-
irleit^ gott, eru margar ágætar myndir af merk- -
um stoðum á landinu auk-mynda af listaverk-
um Einars Jónssonar.
III. The Journal of Social Forces.
Niímer 4, þriðja hefti. tvö hundruð og ellefu
blaðsíður í stóru broti. í þessu riti eru marg-
ar ágætar ritgjörðir um líknarstarf og mann- ,
félagsmál í Bandaríkjunum. 1 riti því ér og
grein eftir Miss Thorstínu Jackson um land-
nám íslendinga í Ameríku. Er þar sagt frá
landnáminu í Nýia íslandi árið 1875, erfiðleik-
um þeim, sem nýbyggjarnir áttu við að stríða
og útflutningum þaðan til Norður-Dakota og
Argyle og landnámi Islendinga í Lyon og Lin-
coln Counties í Minnesota.
»
Eins og gefur að skilja, er að eins drepið
á nokkur aðal-atriði í sambandi við landnám-
ið, því slíku máli er ekki hægt að gjöra nákvæm
skil í tiltölulega stuttri ritfcerð, ekki sízt þar
sem í fyrri parti greinarinnar að höfundurinn
rekur menningairsögu íslendi'nga að nokkru,
sem þó er mjög takmörkuð, eins og gefur að
skilja. Ef nokkuð væri út á þessa ritgjörð
Miss Jackson að setja, þá er það það, að hún
hefir reynt að koma of stóru efni í stutt mál,
svo það getur naumast notið sín.
Miss Jackson getur þess í bréfi til ritstjóra
Lögbregs, að þessi grein sé sú fyrsta af flokk-
greinum, sem Dr. L. E. Bowman prófessor
við Columbia háskólann hafi beðið hana að rita
um tslendinga, og sem sérprentun á að taka af
til útbýtingar á meðal stúdenta og fleiri.
Menta og trúmál.
Tennessee ríkið í Bandaríkjunum leiddi í
gildi lög, sem banna að kenna framþróunar-
kenninguna svokölluðu í skólum ríkisins. Lög
þau öðluðst gildi 21. marz síðastl. 25. maí síð-
a.stl. var maður að nafni John S. Scope, kennári
við miðskóla þar í ríkinu, kærður fyrir að br.jóta
lögin, og kom mál það fyrir rétt 10. þ.m. (júlí).
Undirbúningur undir sókn og vöm þessa máls
hefir verið all-mikill og málið yfirleitt vakið
afar mikla eftirtekt innan ríkisins og utan. Á
meðal annara, sem sækjendur málsins buðu að
taka þátt í vörn þess, var William Jennings
Bryan, hinn nafnkunni andmælandi. kenning-
arinnar um apauppruna mannsins, og mælsku-
snillingur. ^ók hann því boði vöflulaust og lét
þess getið um leið, að “Við getum ekki staðið
okkur við að hafa mentamála fyrirkomulag, sem
eyðileggur trúarstyrk barnanna okkar.”
Verjendur málsins hafa og haft mikinn við-
búnað. Þeir hafa fengið þrjá af bezt þektu
lögmönnum í Bandaríkjunum til þess að verja
hinn sakborna, eða réttara væri að segja, að
verja málstað þeirra, sem lögum þessum eru
mótfallnir. Þeir eru Clarence Darrow í Chi-
cago, Bainbridge Colby, sem var ríkisritari í
ráðuneyti Woodrow Wilsons forseta, og John
R. Neal frá Tennessee. Vörn þeirra í málinu
kvað ekki eiga að vera sú, að maður þessi, John
S. Scope, hafi ekki brotið lögin, heldur, að lög-
in séu gagnstæð stjórnarskránni og því ekki
bindandi. Auk þessara lögfræðinga, hafa verj-
endur málsins tekið nafnkunna vísindamenn í
þ.jónustu sína, sem eiga að sýa fram á og sanna
ótakmarkaðan rétt manna til þess að kenna
og að nema.
Mál þetta er að sjálfsögðu eitt það ein-
kennilegasta mál, sem fyrir hefir komið í seinni
tíð og ef til vill nokkum tíma í allri dómsmála-
sögunni, og verður því óefpð fylgt með áhuga
og eftirtekt, ekki að eins úm þvera og endi-
langa Norður-Ameríku, heldur um allan heim.
Annað atriði, sem fer í þessa sömu átt,
kom fyrir nú rétt nýlega í Carroll héraðinu í
Tennessee, þar sem kennarar sátu fjölmennir
á þingi og voru að ræða um kenslubækur í skól-
um. Á meðal annara bóka, sem þar komu til-
umræðu, var mannfræðisaga eftir Van Loon,
þar sem ættemi mannanna er ekki að eins rak-
ið til dýranna, heldur til lægstu tegundar sjó-
dýra, svo sem marglyttunnar, og kom þeim
saman úm, að hafna henni kenslubók; og
gjörðu hana líka útlæga úr óllum lestrarsöfn-
um skólanna.
Þó að umbrot þessi í menta- og trúmálum ■
hafi einkum látið til sín taka í Tennessee-rík-
inu, þá eru þau engan veginn bundin við það
ríki. Þátttakan í þessari sókn óg vörn er al-
menn, sem bendir á vaknandi áhuga, og því til
sönnnunar rná einnig benda á allsherjar kirkju-
þipg Presbýteríana í Bandarík.junum, sem ný-
lega var háð í Columbus, Ohio. Ágreinings-
efnið þar og eitt af aðal-viðfangsefnum þess
þings voru stefnurnar tvær, fundamentaliska
stefnan, sem sumir nefna gömlu guðfræðina,
og hin svo kallaða nýja guðfræði, eða nýtízku- ,
stefnan. Hvernig að hugir manna hafi lineigst
í þeim málum, má af því ráða, að tveir menn
sóttu þar um forseta eða “moderator” stöð-
una. Annar þeirra var ákveðinn gamal-guð-
fræðingur—fundamentnlisti; hinn stóð^ öðrum
fæti í gömlu guðfræðinni, en hinum í þeirri
nýju, var, að því er þessu máli viðvíkur, hvorkj
fúgl né fiskur, og náði'hann kosningu. Var sá
sigur ný-tízkunnar talinn hnekkir fyrir Stefnu
þá í trúmálum, sem William Jennings Bryan
fylgir. En þessi hálfleika-sigur, sem nýtízku-
mennimir unnu á því þingi með forseta-kosn-
ingunni, var að engu gerður, með yfirlýsingu
sem borin var fram af fundamentalistum og
samþykt, er ákvað að alLsherjarþing Presbý-
teríana hefði rétt til að áthuga gjörðir hinna
ýmsu deilda kirkjunnar og ráða yfir þeim, og
að enginn söfrtuður innan Presbýteríönsku
kirkjunar skyldi kalla prest í þjóustu sína, sem
ekki tryði orðum ritningarinnar um yfirnátt-
úrlegan getnað mannkynsfrelsarans.
Fjárhagsleg virðing.
Eftirfylgjandi orðum fór blaðið
Prvidence Journal nýlega um fjár-
hagsviðskifti Bretlands við aðrar
þióðjr:
“Sá alitient viðurkendi sannleik.
ur, að Bretar reyndu hvorki til að
þvæla skuldaviðskifti sín við aðr-
ar þjóðir, eða draga greiðslu
þeirra á langinn, hefir aflað þeim
slíkrar virðingar iheimskautanna
á milli, er seint mun fyrnast yfir.
“Hyorki stjórnir Breta, né
bankamenn þjóðarinnar, mistu
nokkurntínva sjónar á því, að ráð-
vendni í viðskiftum, væri hverrar
þjóðar dýrmætasta eign. Hið hækk
ándi gengi sterlingspundsims, er
sjálfsvirðingu þjóðarinnar á sviði
fjármálanna að þakka.”
ÞEIR SEM ÞURFA
K.AUPI HANN AF
The Empire Sash& Door Co.
Limited
Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNiPEG, MAN.
> ERE» og GŒDI v ALVEGFYRIRTAK
Islendingadagurinn í
Seattle, Wash. 2. ágúst
verður haldinn í
Hansen’s Grove, Silver Lake, Wash.
á Pacific Highway, 25 milur norður frá Seattle.
Þetta er eitt af fegurstu plássum í grend við Seattle,
og er ágætur til allskonar íþrótta, fyrirtaks ræðupallur og
danssalur,
Ræður veiða fluttar á íslenzku og ensku, frumort
kvæði og stór íslenzkur söngflokkur undir forstöðu Mr.
Gunnars Matthiassonar skemtir með söng af og til allan
daginn.
Af íþróttum verða milli 20 og 30: /íslenzkar glímur,
horseback race, sack race, wheelbarrow race, three legged
race fyrir karlmenn og kvenmenn, running high jump,
pole vault, shot put, running broad jump, hop-step-jump
og standing broad jump með meiru,
%
Fólk kemur saman á sunnudagsmorguninn’kl 9,30
í búð Carcade Drug Co., á horninu á Market St, og 24th
Ave, N.W., og verða þar bílar til að taka fólk á skemti-
staðinn, Aðgangur að skemtistaðnum er 50c,
Nefndin vonar að fólk fjölmenni þennan dag og
verður ekkert sparað til að gera daginn ánægjulegan.
i íslendingadagurinn
1 7. Þjóðhátíð Islendinga að 1
! Wynyard, Sask., Mánudaginn 3. ágúst 1925
hefst kl. 12:15 e. h. í sýningargarðinum.
Ávarp forseta. Minni Islands, ræða: séra Friðrik
Friðriksson. Minni Canada, ræða: Dr. Jón Stefánsson
frá Winnipeg. Orðsending frá Guttormi J. Guttorms-
syni skáldi. Söngur: Blandaður kór undir stjóm Björg-
vins Guðmundssonar, um 40 manns, beztu söngkraftas,
frá Wynyard, Mozart og Elfros. Einnig synghr liinn á-
gæti karlakór frá Leslie nokkur lög. Enn fremur spilar
homleikaraflokkur unglinga frá Elfros. — Auk þess
. verða ýmsar íþróttir, einkum fyrir uíiglinga.
j ““Aðgnngur: 50c. fyrir fullorðna, en 25o. fyrir ung- j
j linga frá 10 til 15 ára. Bifreiðar, 25c. j
Nægar veitihgar til éölu á staðnum. — Dans að kvöþl- |
j inu. — Bifreiðar verða á járnbrautarstöðinni þegar lest- j
!in kemur að austan, til þess að flytja þá, sem þeSs æskja, j
vestur í sýningargarðinn. , . j
Œfiatriði.
FriSrik Nielson fæddist á
Bangastöðum í Kelduhverfi í S.-
Þingeyjarsýslu 12. dag júnímán-
aðar 1871.
Foreldrar hans voru hjónin
Hans Nielsen af dönskum ættum,
og Hólmfríður Guðmundsdóttir,
Þegar Friðrik var átta ára’ misti
hann móður sína, og var eftir það
á ýmsum stöðum á Tjörnesi í sömu
,sýslu til 18 ára aldurs. Þá flutt-
ist hann til Ameríku ásamt föður
sínum og fleirum skyldmennum.
Það var árið 1889. Settust þeir
feðgar þá að á Mountain N. Da'k.
Tveim árum síðar, 1891 kvongað-
ist Friðrik. Börgu Ingjaldsdóttur
merkismanns frá Saltvík á Tjör-
nesi.
Þau ungu hjón byrjuðu þá bú-
skap norð-austur af Hallson N.
Dak. og bjuggu þar 11 ár, til 1902.
að þau fluttu búferlum til Árdals-
bygðar í Manitoba, þar bjuggu
þau hjón þar til dauðinn kallaði
hana frá fjölskyldunni og flutti
hann til drottins síns 21. dag maí
mánaðar 1925.
Ekkja’ Friðriks, merkilegt góð-.
kvendi, syrgir nú mann sinn ásamtj
þremur börnum þeirra. Þau eru
Hólmfríður, Sigurbjörn og Jónas.
öll eru þau uppkomin, mannvæn-
leg og elskulega góð börn, Syst-
kini hans, sem eg veit um og á lífi
eru, eru Hans, Sylvia, rtnna Guð-
ný og Vilhjálmur.
Friðrik sál. ólst upp á þeim tíma
þegar ekki var siður að menta
börn; enda fékk hann aldrei tæki- |
færi á að mentast, og saknaði
hann þess mjög á seinni árum. [
Samt náði hann einni grein ment-
unar, sem margir læröir menn,
svo kallaðir, hafa' aldrei getað
handsamað, eða þá gloprað niður
aftur, það var óbilandi trú og
traust á drottni sínUm og trygð
við hans málefni.
Blessa'ður friður hvíli yfir sálu
hins látna' manns.
Vinv.r.
Við andlátsfregn Friðriks H.
Nielsonar.
Snögglega syrtir að sjónum,
í svifhverfi tíðar.
Skuggaleg skifti hér verða,
að skelfandi óttu.
Dauðinn á læfjöðrum líður,
líftjón að vinna.
Bílför í helför hann bregður.
á beinskeyttu flugi
í fregntækjum feyknstafir berast,
að Friðrik sé látinn:
Sá Baldur, er bestan vér þektum,
bróðurhug gæddann.
Harma nú sveitir um hérað
hugþekka vininn.
Og heimili ‘inns háttprúða drúpir,
helstríði lostið.
0
Nú er þér Friðrik að fullu
friður sá gefinn,
er frelsarnn fúslega veitir
fylgjendum sínum;
í fögnuð hans glaður ert genginn,
glaðlyndi vinur.
— Hann lýsti þér lífið í gegnuni,
og lýsir um eilífð.
Magn. Sig.