Lögberg - 01.10.1925, Side 6
a»«
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
i. OKTÓBER 1925.
PEG.
Eftir J. Hartley Manners.
“Gjaldþrota!” sagði Ethel í blíðum róm.
“Við erum gerð að betlurum,” sagði frúin.
“Eg verð neydd til að lifa af annara miskunn-
semi, þann tíma, sem eg á eftir að lifa. Sem gest-
ur hjá ættingjum, sem eg get ekki liðið, og sem
ekki geta liðið mig. Það er voðalegt, voðalegt!”
Kjarkur Alarics fór nú minkandi.
■“Heldur þú að við fáum ekkert til að lifa af?”
Af tilviljun snéri hann ísér að Ethel. Hún
brosti alveg meiningarlaust og sagði með sannfær-
andi hreim í rödd sinni í fyrsta skifti:
“Alls ekkert!”
Alaric settist svipdimmur við hliðina á móður
sinni.
“Eg hefi alt af álitið bankara vera vandræða-
gripi. Hamingjan góða, en sú ógæfa! Hvað verður
af Ethel, mamma?”
“Sá, sem gefur mér skýli yfir höfuðið, verður
líka að annast um Ethel,” svaraði hún þunglyndis-
lega. En það er hart — á mínum aldri — að verða
að þiggja skýli hjá öðrum.”
Alaric leit á Ethel, og fann um leið til með-
aumkunar. Það var sannarlega fallega gert af
honum — þar eð hann var svo hugsandi yfir sinni
eigin ógæfu. En þegar alls var gætt, þá gat hann
byrjað á einhverju starfi og unnið fyrir sér, Hann
Jmrfti aðeins að ráða við sig, hvaða starf hann
ætti að taka að sér. Hann var samt sem áður
heppinn.
En Ethel, sem alla æfi sína var alin upp við
iðjuleysi. Það féll henni þungt.
/ Alaric snerti við hendi Ethels og sagði með
eins mikilli samhygðartilfinning og hann gat:
“Voðalega slæmt fyrir þig, stúlka mín!”
Ethel hristi höfuðið, næstum óhrædd og fast-
ráðin, og svaraði með óvanalegri einbeitni.
“Nei!”
“Nei?” endurtók Alaric án þess að skilja hana.
“Við hvað áttu?”
“Að vinna.”
“Við hvað?”
“Kenslustörf.”
“Kenslustörf? Hverjum getur þú kent?”
“Börnum.”
Alaric hló beiskjulega. “Það er ekki svo af-
leitt! Hvað finst þér, mamma? Að hugsa sér
Ethel vera að kenna óhreinum ungum ABC! Haha!”
“Eg verð að gera það,” sagði Ethel róleg og
ákveðin.
^Ohiohester, sem kenslustúlku,” sagði Alaric
gremjulega.
“Það er afráðið,” sagði Ethel og lét fingurna
dansa eftir píanónótunum.
“Það er gott,” sagði Alaric. “Eg ætla Iíka að
vinna.”
Frú Chichester leit til hans hiðjandi augum.
Alaric bætti við: “Eg ætla heldur ekki að
hlífa mér. Þess meir sem eg hugsa um það, því
ákafari er eg eftir að byrja. Frá því í dag er eg
verkamaður.”
Að þessum orðum hló Ethel undarlegum hlátri.
Það var engin kátina í honum, ekki heldur ásökun.
Aðeins hreinskilin lýsing á tilfinningum hennar af
að heyra bróður sinn tala um vinnu.
Alaric snéri sér snögglega að henni.
“Má eg spyrja hvað þú meinar með þessum
hlátri. Hvað? spyr eg. Það er engin sú vinna
til, sem eg gæti ekki gert, ef eg á annað' borð byrj-
aði á henni engin, er það ekki satt, mamma?”
Móðir hans var hreykin yfir (honum.
“Jú, eg vissi þetta drengur minn, en það er
hræðilegt að hugsa sér þig — vinna.”
“Alls eíkki,” sagði Alaric. “Ákafinn spriklar-
í æðum mínum og vöðvum af því, að vilja byrja.
Að eg hefi ekki unnið fyr, stafar af því, að eg hefi
ekki mátt það. En núna, þegar eg bæði má og verð
að gera það, skal eg fara í vinnufötin og gera ykkur
alveg hissa.”
Aftur heyrðist litli, kaldi hláturinn hennar
Ethel.
“Hættu að hlæja svona ógeðslega, Ethel. Þú
vekur hrylling í mér. Jerry segir alt af, að eg ætti
að gera eitthvað — að heimurinn tilheyri verka-
mönnum — og svo framvegis. Hann segir satt,
það skal eg nú sýna honum.”
Hann greip dagblaðið skyndilega og leit á dag-
setninguna. “Hvaða mánaðardagur er í dag? Sá
fyrst? Já, það er tilfellið; sá fyrsti júní, Jerry
kemur í dag—all fjölslkyldan. Hún hefir leigt No-
el’s FoMy”. Hann kemur efalaust beina leið hingað.
og það.er ágætt. Hann er einmitt sá rétti maður, að
snúa sér áð í slíkum kringumstæðum.”
Jarvis, víthærður, tígulegur þjónn, sem hafði
unnið í þessu húsi frá því hann var ungur dreng-
ur, kom í þessum svifum inn með nafnspjald á silf-
urdiski.
Alaraic tÓK það og las nafnið. Hann tautaði eitt-
hvað óánægjulega, og fleygði spjaldinu aftur á
diskinn.
“Ohristian Brent!"
í fyrsta skifti lét nú Ethel ofurlítinn áhuga í
ljós. Hún hætti að leika á píanóið og stóð upp.
Frú Chichester stóð líka upp.
“Eg get ekki tekið á móti neinum núna,” sagði
hún ákveðin.
“Eg held ekki,” sagði Alaric. “Eg er alveg
utan við mig.” Hann snéri sér að Jarvis: “Seg þú
hr. Brent, að okkur þyki —”
“Eg skal taka á móti honum,” sagði Ethel dá-
lítið áköf. “Komdu inn með hr. Brent, Jarvis.”
Meéan Jarvis var að sækja hr. Brent, fór frú
Chichester upp á loft. “Eg hefi höfuðverk — eg
ætla að halla mér út-af litla stund,” sagði hún.
“Hugsaðu ekki meira um þetta núna, mamma,”
sagði Alaric í huggandi róm. “Þú mátt treysta
mér —( eg skal sjá um að afstýra vandræðunum.” .
Um leið og frú Chichester hvarf, snéri Alaric
sér að systur sinni, se’m nú sýndi ofurlítil merki til
fjörs og áíhuga, alveg gagnstætt vana sínum.
“Leiðinlegt ástand, Ethel.”
“Já, mjög slæmt.”
“Ætlar þú í raun og veru að taka að þér kenslu-
störf ?”
“Já.”
“Það er gott. Eg skal líka finna upp á ein-
hverju. Verða læknir, held eg. Við skulum bjarga
okkur.”
Ethel gekk snögglega til dyranna.
“Hr. Brent kemur,” sagði hún næstu óþolin-
móð.
Alaric gekk gegnum veggsvaladyrnar út í garð-
inn.
“Það er sannarlega vel gert af þér, að taka á
móti honum. Eg get ekki liðið þann pilt, mér finst
hann líta út eins og leikarabófi.”
Dymar opnuðust og Jarvis sagði: “Hr. Brent.”
Alaric hvarf út í garðinn.
2. KAPÍTULI.
Christian Brent.
Ghristian Brent var hörundsdökkur^ djarfur,
beinvaxinn og klókur maður rúmlega tvítugur. At-
vinna hans sem stjórnvitringur var strax í byrjun
deydd af því, að hann giftist einkadóttur auðugs
verksmiðjueiganda. Brent hafði aðeins getað
bjargað sér frá skorti með sínum eigin efnum, og
verið mjög kappsamur við starf sitt til þess, að
geta fengið aukatekjur, en eftir að ihann varð rík-
ur af heimanmundi konu sinnar, misti hann alla
kappgirni, eða svo sýndist það að minsta kosti.
Hann hætti að senda fregnir til hinna ýmsu erind-
rekasveita hringinn í kring i Erópu, eða að vinna
sem skrifari hjá einum eða öðrum ríkisstjóinar
formanni. Eftir að hafa veri’ð mjög athugull og
cftirtekta verður maður við sitt Starf, var hann nú
orðinn að skemtisamkvæma ljóni, hann mat meira
ilminn á samkomunum, heldur en baráttuna fyrir
hinna ýmsu landa þjóðlegu áhugamálum, og mat
meira að ná hylli kvenmanns heldur en að geta náð
yfiráðum fylkja eða ríkja.
Einmitt nú var það Ethel Chichester, sem hann
tilbað og sóttist eftir, og það vissi hún sjálf mjög
vel.
Hann var hrifinn af fegurð hennar. Hið aigerða
kæruleysi hennar æsti hann, svó hann tvöfaldaði
tilraunir sínar til áð ná henni á sitt vald.
Ethel sýndi hvorki velþóiknun né vanþóknun —
öll framkoma hennar var tempruð, og hann þáði
hana eins og hungraður hundur brauðmola, i von um
að hún mundi smátt og smátt aðhyllast sig. Fram-
koma hans var ástúðleg; rödd hans undur blíð,
þrungin, af dekri.
Um leið og dyrnar ilokuðust á eftir Jarvis, gekk
hann fast að Ethel.
‘1Hvernig líður yður?’ spurði Ihann, og í rödd
hans fólsti sterk ástríða.
“Nokkurn veginn,” svaraði Ethel, án þess að
líta á hann.
“Hvar er móðir yðar?”
Raddhreimurinn benti á að mikið var undir
svarinu komið.
“Hún er að hvíla sig,” svaraði Ethel alveg róleg.
“Og Alaric?”
“í garðinum.”
“Við erum þá ein í fáar mínútur?”
í þessari spurningu Brents fólst ósegjanlega
mikil meining.
“Að líkindum,” svaraði Ethel og fór að blaða
í nótnahefti eftir Boheme. Jafnframt athugaði hún
hann með ihálflokuðum augunum.
Brent gekk ennþá nær henni. “Þyficir yður
vænt um að sjá mig?” spurði hann.
“Hversvegna ætti mér ekki að þykja það?”
“Eg er glaður yfir að sjá yður.”
Hann laut niður að henni og sagði:
“Meira en glaður.”
“Er það svo?”
Hann settist við hlið hennar: “Ethel!” hvíslaði
hann með ákafa. “Við erum komin að því að skilja,
jSibyl og eg.”
“'Einmitt það?” sagði Ethel áhugalaus.
“Það átti sér stað í gærkvöldi.”
“Var það tilfellið?”
“Það er úti um hjónaíband mitt.”
“Einmitt það.”
“Já. Það Ihefir verið alveg íhræðilegt frá
fyrstu stund. 'Hún misskilur alt, orð og gjörðir.”
“Það er leiðinlegt,” sagði Ethel áherzlulaust.
“Hún mundi álíta eitthvað rangt við þetta af
mér.”
“Hversvegna?”
“Hún héldi að eg væri hér til — til —”
Hann þagnaði.
“Hvers?” spurði Ethel sakleysislega.
“Að dekra við yður,” sagði hann og leit alvar
lega í augu hennar.
Hún mætti róleg augnatilliti hans, og gerði
h^nn hissa með því að spyrja:- ,
“Er það ekki það sem þér gerið?”
Hann stóð upp skelkaður.
“Ethel!”
“Er það ekki það, sem þér gerið altaf?” sagði
Ethel aftur. ,,
“Hafið þér skilið það þannig?” ^
“Já,’ svaraði hún hreinskilnislega.
“Það er að segja laumulega — aldrei blátt
áfram.”
“Hefir það móðgað yður?”
“Þér viðurkennið það þá?”
“ó!” hrópaði hann ástríðulega, “eg vildi að eg
hefði heimild til að — til að —”
Ethel leit beint í augu hans.
“Til hvers?”
I
“Að dekra við yður opinberlega.
Hann fann að úrslitastundin nálgaðist. Nú
mundi honum þolinmæðin verða endurgoldin, hugs-
aði hann, hin endalausa umsát um þessa stúlku,
sem duldi sitt sanna eðli bak við grímu Jcæruleysis-
ins.
Hann beið æstur eftir svari hennar. Þegar
það kom, vakti það hjá Ihonum ósegjanlega undrun
og gremju.
( Ethel leit af andliti hans og sagði með keksnis-
brosi á vörum:
“Ef að þér hefðuð heimild til að dekra við mig
opinberlega — þá munduð þér ekki gera það.”
Hann leit óttasleginn á hana.
“Við hvað eigið þér?” spurði hann allvand-
ræðalegur.
“Það er aðeins af því, að þér hafið eMci heim-
ild til þess, að þér gerið það — laumulega,” svaraði
hún.
“Hvernig fáið þér yður til að segja slíkt?”
Hann lét alla þá réttlátu reiði, sem hann gat
framleitt, felast í spurningunni.
“Þcr neitið því ekki?” sagði hún róleg.
Hann dróg andann að sér þyngslalega og sagði
i beiskum róm:
“Þér hljótið að hafa mjög lélegt álit á rnér.”
“Þá höfum við jafnað reikningana?”
“Hvernig þá?”
“Hafið þér ekki sama álit á mér?”
“Um yður? En Ethel—”
“Sérhver giftur maður hlýtur að hafa lélegt á-
lit á kvenmanni, sem hann daðrar við með leynd.
Ef hann hefði þetta ekki, þá gæti hann ekki gert það,
finst yður að hann mundi geta það án þess?”
Aftur leit hún köldum tilfinningarlausum
augum á hið blóðrauða andlit Brents.
“Eg skil yður ekki,” var ailt sem hann sagði.
“Hafið þér ekki haft tíma til að hugsa yður
neitt svar?”
“Eg veit ekki við hvað þér eigið,”',sagði hann.
Ethel ibrosti með algerlega óskiljanlegu brosi.
“Þér vitið það ekki? Það hélt eg þó að þér
vissuð.”
Hún beið litla stund. Brent sagði ekki neitt.
Þetta voru nýir dutlungar af Ethel, sem ringluðu
hánn.
Hún rauf þögnina Og sagði:
“Hvað skeði í gærkvöldi?”
Hann hikaði dálítið, svo svaraði hann:
“Eg viil helst ekki þuría að minnast á það. Það
liti svo út, að eg væri nógu aumingjalegur til þess,
að kenna kvenmanni um orsakirnar.”
“Skeytið þér ekki um hvernig það lítur út.
Segið þér frá því. Það hlýtur að vera skemtilegt.”
“Skemtilegt? Guð varðveiti mig.”
Hann laut aftur niður að henni. “Ó, Ethel,
þess oftar sem eg sé yður og heyri yður tala, þess
betur skil eg, að eg hefði aldrei átt að giftast.”
“Því gerðuð þér það þá?” svaraði hún blátt
áfram.
Brent svaraði með öllum þeim kjarki, sem
hann átti tiil. Nú var augnablikið komið til að opna
huga sinn fyrir Ethel, og segja henni sannleikann.
“Hafið þér aldrei séð ungan héra, hrifinn yfir
frelsi sínu, hlaupa beint í gildruna? Jlafið, þér
aldrei séð ungan mann, lausan við lægri og æðri
skólaþvingun, steypa sér í net? Það var það sem
eg gerði. Eg þekti ekki hættuna.”
Hann gekk hratt aftur og fram um herbergið,
• fullur af meðaumkun yfir sjálfum sér. Svo bætti
hann við:
“Guð varðveiti mig! Við erum sannir íbrjóst-
mylScingar þegar við fáum frelsi okkar. Alt sem
gljáir, tælir okkur. í hverja einustu gildru, sem
-lðgð er fyrir fætur okkar, stígum við. Það var
það, sem eg gerði — og var veiddur — með lífi og
sál.”
“Sál?” spurði Ethel, me§ efahreim í rödd sinni.
“Já,” sagði hann.
'Eigið þér ekki við líkamann?” spurði hún.
“Líkama og sál,” sagði hann.
“í öllu fallli líkamann Ika,” sagði Ethel á-
kveðin.
“Og hversvegna?” sagði hann. “Hversvegna?
Til þess að ná ást og félagsskap!. Það er það. sem
við væntum af hjónabandinu. Og hvað fékk eg?
Hatur og rifrildi. Rifrildi af lökustu tegund —
það er aðalkjarninn í lífi þess — saltið í samvist-
um hjónanna. Það hefir verið mér til bölvunar.”
“Hversvegna rifrildi?” spurði Ethel með hægð.
“Af því að hún skiildi mig aldrei.”
“Yður?” spurði Ethel undrandi.
“Hugsanir mínar! Gjörðir mínar.”
“Það er merkilegt.”
“Þér meinið, að þér munduð gera það?”
“Að líkindum.”
“Eg er viss um það.”
Hann reyndi að taka hendi hennar. Hún vék
sér frá honum og settist róleg, til þess að heyra
meira.
“Segið mér frá konunni yðar.”
“Hin minsta athygli gagnvart öðrum stúlkum,
hefir orsakað hlægilegar — auðmýkjandi afleið-
ingar.”
“Auðmýkjandi?”
“Er ekki efi og grupur auðmýkjandi?”
“í sumum tilfellum getur það verið dálítið
skemtilegt.”
“Hvernig þá?”
“Það bendir á hæfileika, sem einstöku menn
skortir.”
“Þér gætuð aldrei auðmýkt neinn mann á þann
hátt,” sagði hann.
“Nei, eg held eg gæti það ekki. Ef að einhver
maður sýndi með framkomu sinni, að hann metti
aðra stúlku stúlku meira, gæti hún fengið hann
mín vegna.”
“Það gæti enginn-maður gert,” sagði Brent
ísmeygilega.
Hún leit kuldalega til hans.
“Bíðum við — hve langt voruð þér kominn ______
já — aðeins giftur. Haldið þér þá áfram.”
“Svo kom barnið!”
Hann sagði þetta með áherzlu, og þagnaði svo
litla stund, til þess að sjá hver áhrif það hefði á
Ethel. Hafi það nokkur áhrif haft, þá ihepnaðist
henni í öllu falli að dylja þau. Eina svarið hennar
var:
“Einmitt.” /
Brent hélt áfram:
Maður hefði mátt ætla, að það ylli brejrtingu.
En nei, hvorugt okkar skeytti um>að sjá þá litlu.
Hvorugu okkar þótti vænt um hana. Börn þurfa
að vera afleiðing ástar, ekki haturs. Og dóttir mín
er barn hatursins.”
Hann þagnaði og Ieit athugull á Ethel., Hún
leit til hans þeim augum, sem sögðust skilja hann,
en leit svo niður.
Brent hélt áfram, eins og hann ætlaði sér að
auka við þá hagsmuni, sem hann þegar hafði náð.
“Hiin titur í litla stólnum sínum með hrukkótta,
fornfálega and’úið á móti okkur, og horfir á okkur
ásakandi augum, að því er virðist. Húr þiggur ást-
aratlot okkar eins1 og þau væru henni óvelScomiri___
eins og hún vissi að þau væru fölsk. Stundum
kemur það fyrir að hún ýtir okkur frá sér með
litlu höndunum sínum.”
Hann þagnaði og athugaði hana æstur, en hún
þorfði niður, eins og áður.
“Eg hefði ekki átt að segja yður þetta, það er
svo voðalegt. Eg sé i andliti yðar, að yður finst
það.”
“Mér þykir það leitt,” sagði Ethel aðeins.
“Mín vegna?”
“Vegna konu yðar.”
%
“Vegna konu minnar?” endurtók hann undr-
andi.
“Já,” sagði Ethel. “Finst yður það ekki synd
gegn henni? En aðeins gegn yður?”
'Brent snéri sér óþolinmóður frá henni. Það
háfði áhnf á Ethel, að hann sagði henni sannleik-
ann eins og hann var. En í stað þess að vekja með-
aumkun með honum, vakti hann meðaumkun með
konu hans.
En hvað kvenfólkið átti erfitt með að skilja
hann.
,Hann snerf sér að Ethel og sagði í ásakandi
rómi: ^
“Þér álítið mig þá að vera um of sjálfselsk-
an?”
“Auðvitað,” svaraði hún rösklega. “Eg er það
sjálf. HVers vegna á maður ekki að vera hrein-
skilinn öðru hvoru?”
“Við urðum óvinir í gærkvðldi — söficum yðar,”
sagði hann.
“í raun og veru?”
“Já, — þvættingurinn hefir tengt nöfn okkar
saman, og konan mín hefir skilið það á hinn lak-
asta hátt.”
“Og svo ?”
’ “Við sögðum hvort öðru þau orð í gær, sem
aldrei er mögitlegt að fyrirgefa eða gleyma. Eg
yfirgaf húsið og rölti um göturnar — stundum sam-
an. Eg. endurkallaði í huga minn alt mitt liðna líf,
eins og það hefði verið einhvers ókunnugs manns.”
Hann sneri sér snögglega að glugganum, stóð
þar 0g horfði ofan eftir götunni.
Ethel sagði ekkert.
Augnabliki síðar nálgaðist hann hana aftur.
“Það ætti að kenna okkur, hvernig hjónáband-
ið er í raun og veru, meðan við erum ung, alveg
eins 0g okkur er ficent að forðast að stela, Ijúga og
syndga. í hjónabandinu gerum við þetta þrent —
ef við erum ógæfusöm. Við stelum ástinni, ljúgum
um tilveru okkar og syndgum í samvistunum.”
Ethel spurði mjög rólega:
“Eigið þér vijð að þér séuð þjófur, lygari og
syndugur?”
Brent horfði hræðslulega á hana.
“Mér finst að þér ættuð að finna yður sekan
að sumu, en kenna ekki kvenþjóðinni um alt,” sagði
Ethel.
“Þannig hafið þér aldrei talað við mig áður.”
íSvo spurði hún: “Hvað hafið þér áformað að
gera.?”
“Skilja við konuna,” sagði hann ákafur.
“iMenn bæta ekki lim, sem hefir orðið fyrir blóð-
eitrun, þegar lífið er í veði — menn láta taka hann
burt. Og þegar samvera tveggja persóna eitrast,
verður maður að líta á málefnið frá sjónarsviði
holdskurðarlæficnanna — og láta aflimun fara
fram.”
“Og eftir á? Hvað kemur þá?” spurði Ethel.
“Það er það, sem kom, mér til að fara hingað.
Skiljið þér mig nú?”
“Já, já; mjög vel. Eg hefi að eins beðið þess,
að þér kæmuð að markmiðinu.”
“Ethel!” sagði hann og rétti fram hendurnar
til að taka hana í faðm sinn. \
Hún hopaði á hæl, svo hann gat; ekki náð
henni.
“Bíðið ofurlítið.”
Hún leit til hans egnandi augum. “Setjum nú
svo, að samlíf okkar yrði líka eitrað. Hvað mund-
uð þér þá gera? * Aflima mig líka?”
“Þér eruð öðruvísi en allar aðrar stúlkur, sem
eg þekíici.”
“Sögðuð þér ekki þessi sömu orð til konu
yðar, þegar þér beidduð hennar?”
Hann sneri sér frá henni óþolinmóður.
“Talið þér ekki þannig, % Ethel. Það særir
mig.”
“Eg ér máske of hreinskilin er eg það, Chris-
tian?”
“Þér eruð út af fyrir yður, Ethel. Þér sjáið
þvert í gegn um menn.”
“Já — stundum. Það er nokkuð óþægilegur
hæfileiki.”
Hann horfði gagntekinn á hana.
“Hve einkennilega óljíkar tvær konur geta
verið. Þér — og konan mín!”
Ethel hristi að eins höfuðið, og brosti sínu
vanalega brosi. “Við erum í rauninni ekki svo ó-
líkar, Ohristian. Þér eruð einn af þehn, sem elska
umbreytingar, og sú nýja hefir al'Ia mögulega
kosti. Þér yrðuð máske miklu fyrri Ieiðun á mér,
heldur en þér urðuð á konu yðar.”
“Þér megið ekki segja þetta. Við tvö, þér og
eg, höfum þá hæfileika, er binda okkur saman —
að skilja hvort annað.”
“Haldið þér það?” ,
“Eg! skil yður, Ethel.”
“Ætli það?”
' “Og þér skiljið mig?”
“Jé- — og það er einmitt ógæfan.”
“Eg segi yður, að eg stend á krossgötunum—
og bægisteinninn segir mér, hverja leið eg skíuli
velja.”
Hann fiaut fast niður að henni; “Þorið þér,
Ethel?”
V
“Hvað þá?” kpurði hún.
“Eg ætla ekki að dylja neitt. Eg ætla að segja
yður alt eins og er. Aðfinslur vina yðar, þvaðrið
og hneykslið. Blaðafregnirnar. Tilveruna í ein-
um’ eða öðrum bæ í útlöndum — með stöðugum
ótta fyrir komandi ferðamönntim. Nei, það væri
ekki rétt gagnvajjt yður.”
Ethel hugsaði sig um litla stund, og svaraði
svo stillilega:
“Nei, Chris, það finst mér iheldur ekki.”
“Eg er þorpari — sjálfselskur þorpari.”
“Eruð þér það?” sagði hún brosandi.
“Eg skal aldrei minnast á það aftur. Eg vildi
ekki gera'það heldur núna, — en eg er alveg utan
við mig í dag — getið þér fyrirgefið mér?”
“Já, það get eg,” sagði Ethel. “Eg er ekki
móðguð; þvert á móti. Eg skal nú fyrst um sinn
hugsa um þetta, og segja yður svo hvað eg af-
ræð.”
“Ætlið þér að hugsa um þetta?” spurði hann
með ákefð.