Lögberg - 12.11.1925, Síða 1

Lögberg - 12.11.1925, Síða 1
p R O V I N * THEATRE c E ÞESSA VIKU RICHARD DIX i “THE SHOCK PUNCH” HLÁTUR | SKÖLLog I LÆTl • Hvaða iaíief q. p R O V IN C F * THEATPIT THEATRE NÆSTU VIKU HOOT GIBSONí “SPOOK RANCH” mikil mynd, þar er Hoot upp á sitt bezta 38. ARGANGUR I WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 12. NÓVEMBER 1925 NOMER 46 King-stjórnin heldur völdum Þing kallað saman í Desember iStjórnin í Ottawa hefir ákveðið að leggja ekki niður völdin að svo komnu, þrátt fyrir það, að frjáls- lyndi flokkurinn hefir nú nokkrum þingmönnum færra heldur en í- haldsflokkurinn. Eins og kunnugt er, hefir nú enginn þingflokkur meiri hluta í þinginu. Telur því stjórnin skyldu sína að halda á- fram, þar til þing kemur saman. En þingið verður kallað saman eins fljótt og mögulegt er, lögum og venjum samkvæmt. Viðvíkjandi fyrirætlunum sín- um hefir Mr. King, stjórnarfor- maður, gefið út þenna hoðskap, 4. þ.m.: “Síðustu fréttir af kosningun- um, sem fram fóru 29. okt., sýna ljósl'ega, að engin einn af stjórn- málaflokkunum hefir nú meiri- hluta þingmanna með sér á sam- bandsþinginu, af sínum eigin mönnum, þegar það næst kemur saman. Það var því mín skýlda, sem stjórnarformanns, að skýra| fyrir landsstjóranum hvernig á- statt er, og leggja fyrir hann álit mitt á því, hvað gera skuli. Eg| hefi nokkrum sinnum átt tal viðí landstjórann um þessi mál ogj hefir þar verið vandlega athugaðj alt sem að þeim lýtur. Eg hefi tekist þá ábyrgð á hendur, að ráða j landstjóranum til að kalla saman: þingið, eins fjótt og því verðurj við komið, svo hægt sé að gera sér grein fyrir og ráða fram úrj þeim vandamálum, sem nú liggja fyrir, sérstaklega með tilliti til þess, hvaða stjórnmálaflokkur fari með völdin framvegis. Land- stjórinn hefir góðfús'Iega fallist á tillögur mínar í þessu efni. Eftir að hafa vandlega athugað það stjórnarfarslega ástnd, sem nú á sér stað í landinu og sem kosningarnar valda, hefir stjórn- arráðið einróma komist að þeirri niðurstöðu, að það sé skylda vor að kalla saman þingið, eins fljótt og mögulegt er. Vitamlega verð- ur að taka fult tillit til landslag- anna í þessu efni og ekki flýta þessu fram yfir það, sem lög og. venjur leyfa. Meðan á þessu stendur, eða þar til þingið'' kemur saman, er það ætlan stjórnarinnar, að gera þær stjórnaráðstafanir einar, sem nauðsynlegar eru til að halda í horfinu. Eins og ástatt er, eru þrjár leið ir mögulegar fyrir stjórnina að fara, og hafa þær allar verið, vandlega hugleiddar af stjórnar- ráðinu: 1. Að landstjórinn sé beðinn að leysa upp þingið nú þegar og efnt sé tiil nýrra kosninga. 2. Að landstjórinn sé beðinn að fela leiðtoga fjölmennasta stjórn- málaflokksins í þinginu að mynda nýja stjórn. 3. A, landstjórinn sé beðinn að kalla saman þingið eins fljótt og hægt er að koma því við, til að ráða fram úr því sem fyrir liggur og sem tekið er fram hér að framan. Að rjúfa þingið nú þegar og efna til nýrra kosninga, getur ekki álitist þjóðinni hagkvæmt, með öllum þeim óróa og kostnaði, sem því fylgir. Að minsta kosti ekki fyr en þingið kemur saman og hinum nýkosnu fulltrúum þjóð- arinnar gefst kostur á að láta í ljós skoðanir sínar á þessu máli. Viðvíkjandi því, að fela leið- toga fjölmennasta stjórnmála- flokksins að mynda nýja stjórn, lítur stjórnarráðið svo á, að þótt meiri hluta þings 'beri að fara með stjórnartaumana, samkvæmt sjái’.fstjórnarlögum vorum og venjum, þá sé þar ekki endilega átt við fjölmennasta stjórnmála- flokkinn, heildur þann meiri hluta, sem fram kemur á þinginu hjá löglega kosnum fulltrúum þjóð- arinnar. Það lítur alls ekki út fyrir, að Mr. Meigihen hafi meiri hluta ■hinna nýkosnu þingmanna sér fylgjandi. Útlitið er mjög í þá átt, að hann hafi það ekki. Mér er ekki kunnugt um, að nokkur lög eða venjur séu til á Bretlandi eða í Canada, sem helgi það, að leiðtoga fjölmennasta stjórnmála flokksins af þingmönnum, séu. fengnir í hendur stjórnartaum- arnir áður en þing ikemur saman og nokkur vissa er fengin fyrir því, að hann hafi meiri hluta þingmanna með sér. Að kalla saman þingið og láta það ráða fram úr þessu máli, er hinn eini rétti vegur, samkvæmt lögum, venjum og reglum, er stjórnarfar vort bygg.ist á. Alt annað væri að svifta almenning þeim rétti sínum að stjórna sér sjálfur á þann hátt, sem stjórnar- far vort gerir ráð fyrir, nefnilega að láta sína eigin fulltrúa, þing- mennina, halda fram rétti sínum í þinginu og bera þar fram vilja sinn. Það er í fullu samræmi við vanalegar þingræðis venjur.” manns félag, sem fyrir 1914 varð [ sjálfsafneitun til svo umfangsmikið suður þar, að nokkurs konar alþjóðanefnd varj sett til að rannsaka réttindi þeirra og skera úr þrætumálum ýmsra námaeigenda í Morocco. Stríðið mikla gerði enda á þessu. En Þjóð- verjar færðu sér vitanlega í nyt óánægjuefni þjóðflokkanna þar syðra gegn Frökkum. Svo mikið lét Abd-el-Krim til sín taka, að Frakkar kvörtuðu hvað eftir ann- að til spánskra stjórnarvalda, sem vitanlega gátu ekki vegna hlut- leysis síns í stríðinu, skelt við þvíinfeðal annars skolleyrunum og ekki liðið mannij “Sigrar Jack London meðal í sinni þjónustu að nota umboð i kvenfólksins voru margir, en sitt til þess að vinna með einni! keyptir of litlu verði. Það var þjóð og móti annari. Á þennan! því til þess, að hann, eins og hátt drógust Spánverjar mjög innjmargir aðrir sigurvegarar, fyrir- í þetta mál. j leit lítilsverðan mótstöðumann. Að stríðinu loknu, byrjaði fyr-Konur þær, sem köstuðu sér í Því á hinni löngu ferð sinni umhvcrfis Kap Horn, hafi hann ekki bragðað á- fengi. (3g söguna “Kong Alko- hol” hafi hann skrifað til varn- aðar. Nokkrum dögum áður en hann hafi látist, hafi hann greitt atkvæð með áfengislbanni í Kali- forníu, og látið þess getið, að þó sér þætti gott að fá sér í staupinu, þá vildi hann vera án þess, ef komandi kynslóðir hefðu heill af banninu. Um Jack London segir Sinclair nefnd nefnd aftur á verki sínu og lauk við það 1921. Setti hún ýms ar fastar og ákveðnar reglur við faðm Jack Londons, voru af há- um og lágum stigum. Hann hafði lengi gengið með efni í eina bók, víkjandi námaiðnaði í Morocco. þar sem hann ætlaði hispurslaust Það sem þar varðar mestu fyrirjog óhikað að segja frá öllum ást- Abd-el-Krim er einkum það, að j aræfintýrum sínum. Beztu vinir þar getur enginn fengist við námajhans fögnuðu því, að honum ent- iðnað eða haft nokkuð við hann jst ekki afldur til að byrja á henni. að gera, nema með leyfi þessarar nefndar og hennar samþykki. Það er ekkert í þessum reglum, sefn bannar Morocco-mönnum, að selja land, sem þeir sjálfir eiga, eða námaréttindi á því. En þeir mega ekki selja það mörgum ein- staklingum eða félögum, taka pen- ingana fyrir það. fara svo burt og láta svo ýmsa dómstóla í Norður- álfunni skera úr því, hver hafi rétt landsins eða námanna. Loks fór svo að Spánverjar lok- uðu Abd-el-Krim inni í virki einu nálægt Mclilla; þaðan slapp hann þó, en fótbrotnaði og er síðan hálf ósjálfbjarga. iSíðan er h^tur hans til Spánverja óslökkvandi. Vegurinn, sem Abd-el-Krim hef- ir tjl að kalla saman her sinn og halda honum hlýðnum, er auðveld- ur. Œttflokkur hans er sterkastur af meira en fjörutíu ættflokkum í landinu. Hann sendir einhverj- um af þessum flokkum orð. að nú ætli hann að berjast og nú skuli sá, er hann í það sinnið á við, vera annaðhvort með sér eða móti. Sé svarið ekki til reiðu, eða ef það Þó segir Sinclair að það mundi hafa verið dálítil vakning íyrir mæður í hinum svo kölluðu “æðri stéttum”, að Jack London hefði skrifað sanna lýsingu á æfintýr- um hans og dætra þeirra, t. d. þegar hann var skóladrengur í Oakland! Þá hafi bæði hann og aðrir verkamanna synir gert þá unduramlegu uppgötvun, að þessar hrukkulausu, gullhærðu skrautverur, sem vakað var yfir með hundrað augum heima fyrir, kusu heldur að leika í hópi þeirra vatnadísir á ströndum Merrit- vatnsfns, héldur en að láta vaka yfir sér heima. iSinclair tekur það fram að lokum eins og sannaða staðreynd, að Jack London hafi stytt sér ald- ur með eitri, 40 ára gamall. Seg- ir hann, að ýmsif vinir hans hafi haldið því fram, að hann hafi gert enda á líf sitt vegna þess, að hann elskaði tvær konur í einu. Sinclair segir þetta mestu vit- leysu. Hann álítur, að það hafi verið bölsýni og lífsleiði, sem kom honum til að fremja sjálfs- er á móti honum, eru vopnin látin morg( auðæfi, frægð og nautnir Æ== H el Iztu heims-fréttir Canada. Nýlega hefir verið opnuð og tekin til afnota ný bygging í sam- bandi við Trinity College. Það gerði G. H. Ferguson, stjórnar- formaður í Ontario. Erskibisk- upinn af Algoma, George Thorn- lee, framkvæmdi vígsiluna. Mik- ill fjöldi prófessora og stúdenta var viðstaddur og viðhöfn mikil. * * # Að Rymond, Alta, hefir verið opnað miljón dollara sykurverk- stæði. Mikill fjö'ldi fólks var þar viðstaddur, þar á meðal umboðs- menn fjölda starfrækslufélaga af ýmsu tagi -og stjórnarfulltrúar. Einnig emíbættismenn Utah-Idaho sykurfélagsins, sem styrkir þetta nýja félag til að komast é lagg- irnar. Sykurinn verður tilbúinn úr sykurrófum. / * ■* * Skóla eftirlitsmaður, Andrew Williams M. A. varð bráðkvaddur hér1 í iborginni á föstudaginn í vik- unnj sem leið. Hann hafði lengi verið í þjónustu mentaskóladeild- ar Manitoba fylkis. Mr. Willows var fæddur í Almira, Ont. 20. marz 1868. Hann hefir ritað sögu Men- onita í Manitoba, sem þykir áreið- anleg, en meðal þess fólks vann hann ilengi. * * * J. E. Marcile samlbandsþing- maður fyrir Bagot Que. dó i Mont- real 5. þ. m. Hann hafði verið lengur þingmaður í Ottawa held- ur en nokkur annar, sem þar er nú, að undanteknum Lemieux. Var fyi%t kosinn til þings 1898 og jafn- an endurkosinn síðan, og síðast 29. október síðastl. þrátt fyrir það, að þá var hann veikur og rúmfast- ur. Frjálslynda flokknum fylgdi Marcile jafnan að málum. Marcile var fæddur 22. okbóber 1855 og ól allan sinn aldur í Acton Vaile frá því hann var 5 ára gamall. Þótti nýtur maður í hvívetna. * * * Vínfanganefndin í Manitoba hefir selt vínföng fyrir $2,962,902 á átta mánuðum, sem enduðu 30. apríl 1925. Ágóðinn af þessari sölu nemur $923,045. Þessi upp- hæð skiftist milli stjórnarirtnar í Manitoba, sem fær helminginn og bæjar- og sveitarfélaga í fylkinu, sem fá hinn íhelminginn. Sam- bandsstjórnn fær samt meira fé út úr þessari Verslun heldur en Mani- tobafylki, eða $945.430*. Morocco. Það virðist ef ti.l vill svo, sem ósamkomúlagið í Morocco hafi lítið við oss að gera. En samt er það eitthvað töluvert meira en ná- búakritur. Þrjár þjóðir eru bein- línis við það riðnar. Frakkar, Spánverjaf og Þjóðverjar, og hin- ar þjóðirnar í Norðurálfunni geta naumast látið sér standa á sama hvernig um Marocco fer. Abd-el-Krim, leiðtogi hinna svo kölluðu Riffiana er ekki Arabi) þó hann sé þeim skyldur. En hann hagar sér eins og Arabi og reynir að vekja stríð milli krossins og hálfmánans, eða með öðrum orð- um milli kristinna manna og þeirra, sem Múhameðstrúar eru eins og hann sjálfur. Samt sem áður er stríðið stjórn- arfarslegt fremur en trúarbragða- legt. Það sem aðallega vakir fyrir Abd-eLKrim, er að ná yfirráðum yfir námaiðnaði Ihins mikla lands, sem Morocco nefnist. Það er ekki vegna sérlega mikillar námaauð- legðar landsins, sem hann sækist eftir þessu, íheldur vegna þess, að hann getur selt námaréttindin fjórum eða fimm sinnum og yfir- gefið svo staðina og skilið eftir alla óánægjuna og ágreininginn í höndum dómstóla ýmsra ríkja. Það sem hér segir sikýrir vel hvernig þessu er varið: Abd-el-JKrim gekk í þjónustu Spánverja. Snemma komst hann í kynni við ihið mikla þýzka Mannes- skera úr. Niðurstaðan verður Abd- el-Krim ávalt í vil. Flokkar þess- ir eru áv^lt tilbúnir að berjast. Það er þeirra líf. Ef þeir hafa ekki óvini frá öðrum löndum, finna þeir þá heima fyrir. Ef þeir hafa ekki nágranna til að berjast við, þá geta þó þessir mörgu kynflokk- ar æfinlega barist síú á milli. En ef það skyldi líka bregðast, getur þó heimilisfólkið æfinlega flogist á. ' Nú hafa Frakkar og iSpánverjar íekið höndum saman um að koma þessum marg umtalaða Abd-el- Krim fyrir kattarnef. Hvert þeim auðnast það eða ekki, er enn ekki gott að segja. í sjálfu sér sýnist það ekkert undarlegt, þó Morocco menn vilji heldur stjórna sér sjálfir, heldur en láta aðra gera það. Flestum er þannig farið. hafi orðið inn.—Mbl. honum einber hégóm- Jack London. Ummæli ameríska rithöfundarins Upton Sinclair. Flestir íslendingar kannast vió ameríska rithöfundinn Upton Sin- clair. Hefir verið þýdd eftir hann á íslenska tungu ein bók, “Á refil- stigum.” Vakti sú bók óhemju-at- hygli víða um1 heim og aflaði höf- undinum mikils frægðarorðs. Nú um nokkurt skeið undanfar- ið hefir Sinclair ekki skrifað skáld- sögur. En þó hefir hann ekki ver- ið iðjulaus. Meðal annars, sem hann hefir skrifað, er ’bók um ýmsa ameríska rithöfunda fræga, svo sem Jack London, O. Henry, Frank Norris og Graham Philips. Er markmið bókarinnar það, að sýna og sanna, að listamennirnir, og einkum rithöfundarnir, vinni til þess að afla sér auðs, en það sé til óbærilegs skaða fyrir list þeirra. Skrafdrýgst verður Sinclair um Jack London, enda munu þeir hafa haft svipaðar skoðanir á þjóðfé- lagsmálum og skaldskap. Jack London, eða bækur hans einhverj- ar, þekkir hvert mannsibarn, svo að segja, hér á landi, og mun því íslenskum lesendum þykja gaman að heyra ummæli Sinclair um hann. Það kemur greinilega í ljós í bókinni, að Sinclair hefir þótt Jack London lifa heldur óreglu- legu líferni. Má sjá að London hefir verið hinn eyðslusamasti á peninga, þótt heldur gott í stuap- inu og haft um of gaman af kven- fólkinu. Enn fremur ásakar Sin- clair hann um það, að hann hafi um of samið bækur sínar eftir smekk fólksins. Hann segir, að Jack hafi verið að berjast við drykkjuástríðuna alt sitt líf. Hann haf elskað vin og gleði. En þó hafi ihann átt Haustvísur. eftir Zach. Topeljius. Haust er úppi’ á háum f jöllum, hnípa blómin í lautum öllum. Komdu vinur, að vitja um mig! Vertu ei lengur að fela þig! Komdu af himni eða úr hafi, ■hvíldu ei lengur í kafi! Norðanstormur laufin lemur litlu grösin til dauða kremur — sem gráta hrímdöggum himin i ský — herfjötur, lækinn minn keyrir hann í, og litlu fuglarnir ljúfu liggja frosnir und þúfu. Nóttin langa, dimma dapra dökku rökkur og hríðin napra, seg mér hvar falið þið hafið hann, hjartans vininn minn, sem eg ann, *— sé eg hann seinna á vori meðsólroða í hverju spori. Ó, hvað til þess vildi eg vinna vininn minn horfna aftur að finna! Ó, að úr heimsins heljar nótt heim til mín gæti eg hann aftur sótt! Þessi vinurinn kæri, það er vorgeislinn skæri. Guðm. Guðmundsson. RE YNSLUSTUNDIN. Guð Faðir, eg grátandi fleygi mér nú í faðm þinnar eilíVu náðar, þó bregðist mér allir, þá bregst ekki þú, þó bræðurnir tali um veiklaða trú, þú býður mér höndurnar báðar. Eg hlaupandi kem og þig helsærð- ur ibið, sem1 hjartað mitt ætli að springa, og hnipra mig kjökrandi hjarta þitt við, þú huggun mér veitir og guðs- ríkis frið, og svo fer eg aftur að syngja. Þú skilur það Faðir, hve barn þitt á bágt á beiskustu reynslunnar stundum, og .hvað það er lítið, sem lamar þess mátt, og lánist því illa, þá grætur það hátt. Ó, vefðu það miskunnar mundum. Pétur Sigurðsson. ÞAÐ BINIDUR HVAÐ ANNAÐ. j |□] í netinu margur möskvinn er, þó mun ekki hver geyma fisk í sér, en allir að markinu miða, að styðja þann eina, sem veiðina vann og við hina alla að tengja hann. Það vita þeir vel, sem að riða. Það sá þessi volduga, haga hönd, sem heimanna tengdi festar-ibönd, og mannfélagsmöskvana "alla, að einn mundi hafa annars þörf, þótt ekki hver rækti sömu störf, þá reyndi þó ögn á þá alla. Svo þú, sem situr í heiminum hátt, að hagsýni, viti og gullsins mátt, til allra stórræða sterkur, því máttu’ ekki gleyma að möskvi hver, sem myndar netið, er tengdur þér, þó í veiðum sé minna merkur. Pétur Sigurðsson. EIMREIÐIN er rétt nýkomin, 3. hefti 31. árg. Það er mjög læsilegt þetta hefti, eins og Eimreiðin er vanalega, fjöllbreytt að efni og skemtilegt. Þetta hefti flytur meðal annars: Við þjóðveginn, eftir ritstjórann. Ilelztu tilgátur, um uppruna lífs á jörðu, eftir Björgu Þorláksdótt- ur. “Ferhendurnar lifa”, eftir Margeir Jónsson. Varúlfurinn í Vepjuvammi, eftir Þórir Gríms- son. Joseph Conrad, eftir Alex- ander McGill. Nýjungar í stjörnu- fræði, eftir Samúel Eggertsson. Um mannlýsingar, eftir Guðmund Finnbogason. Einvera, eftir Jak. Jóh. Smára. Hvílupokar, eftir Á. Á. Uppsala minning, eftir Albert Engström (F. G. þýddi). Einnig eru þar nokkrar smágreinar eftir ritstjórann og nokkur ljóðmæli, eftir Ólínu Andrésdóttur, Höllu Loftsdóttur og Sigurjón Friðjóns- son; öll læsileg. J bœnum. Séra N. S. Thorlaksson og frú hans lentu í New York úr Evrópu- ferð sinni í gær. Var skip þeirra tvo daga á eftir tíma sökum mót- veðurs. Frá New York fara þau hjón til Montreal og þaðan til Wisconsin, þar sem systir séra Steingríms, Mrs. T. Miller, er bú, sett. Hingað vestur er þeirra von í byrjun næstu viku. • “Hellig Olav”, sem er eitt af skipum Scandinavian American línunnar, fór frá Oslo 7. nóv. og kemur til New York hinn 16. Fer frá New York 27. nóv. og frá Hali- fax hinn 29.. Hentugt far til skemtiferðar um jólin. Á þriðjudaginn i þessari viku varð gömul kona fyrir strætis- vagni hér í borginni og beið bana af. Hún hét Mrs. E. J. Montgom- ery og hafði lengi átt beima í Sel- kirk, en nú síðast í Winnipeg. Á miðvikudaginn 4. þ.m. urðu þau hjónin Mr. og Mrs. William Sawyer, að 12 Norkolk Ave., St. Vital, Man„ fyrir þeirri djúpu sorg, að missa einkadóttur sína, Alice May, 15 ára að aldri. Hún var allra efnilegasti unglingur og hugljúfi allra, sem hana þektu. Hin látna var jarðsungin frá heimilinu af séra Haywood, presti St. Andrews safnaðar, á laugar- daginn, að viðstöddum fjölda vina og vandamanna. Mr. Ingvar Olafsson lagði á stað á mánudagskveldið var til Big River, Sask., þar sem hann ætlar að verzla með fisk í vetur. Biður hann þess getið, að hann afgreiði pantanir manna hvaðan- æfa að ,úr landinu og um beztu fiskitegundir sé að ræða, svo sem hvítfisk, silung, og pike. — Nán- ar verður þetta væntanlega aug- lýst síðar, ásamt verði á fiskin- um. Gísli Sveinsson (á Lóni) Ó, hann var svo glaður og góður og göfgin var einkennið hans. Eg hefi’ ekki ljúfari litið lífsferil nokkurs manns. Já, hann var svo gagnlega góður og göfug hans látlausa trú. ■Hann gaf þeim, er gjafa var þurfi. —Hve guðleg er lífsskoðun sú. Hans frjálslyndi alt kom að innan og andinn var tállaus og skýr, því líf hans var ávöxtur andans, sem ætíð var ibjartur og nýr. Sem blikandi ljós var alt líf hans í líknandi kærleiks ró. Svo leið út af ljósið það skæra,' sem lifði hann—‘þannig hann dó. S. B. Benedictsson. la; aður frá Þverá í Ölfusi í Árnes- sýslu á íslandi, mesti dugnaðar- og myndarmaður. Verður hans að líkindum nánar minst í Lög- bergi síðar. Guttormur Finnbogason, banka stjóri að Lupdar, var í borginni um helgina sem leið. Fór heim til sín á mánudaginn. Ritstjóri “Sunnudagsblaðsins”, hr. Axel Thorsteinsson í Reykja- vík, hefir sent oss tvö blöð af því, 1. og 2. tbi af öðrum árgangi. Blaðið er myndarlegt. -Flytur margar myndir og margt til skemt- unar og fróðleiks. Vér þökkum sendinguna og óskum Sunnudags- blaðinu og ritstjóra þess góðs gengis. R. H. We'bb, borgarstjóri í Win- nipeg, hefir ákveðið að sækja í annað sinn um borgarstjóraem- bættið við bæjarstjórnarkosning- arnar, sem fram fara hér í borg- inni hinn 27. þ. m. Enn hefir ekki heyrst um fleiri frambjóðendur, en gera má ráð fyrir, að einhver eða einhverjir, verði til að sækja um' hið virðulega borgarstjóra- emibætti, fleiri en Mr. Webb. Séra Davíð Guðbrandssn er nú komin heim aftur úr ferðalagi. — Heimsótti hann fimm bæi í vest- urhiluta fylkisins. Verður hann heima um tíma. Heimili hans er 737 Alverstone St„ og símanúmer hans er A-2697. ‘ 5. okt. síðastl. lézt í bænum San Bernardino, sem er í nánd við Los Angeles, Cal„ Magnús Óilafsson, sem þar var á ferð með vaudeville leikflokk frá New York. Magnús heit. var fæddur á ísafifrði á fs- landi, en fór snemma frá ættlandi sínu, þó hann væri heitur ætt- jarðarvinur. Hann var einstakt ljúfmenni, og prúður í allri fram- komu, orðvar, vinfastur og góður drengur. Hann var kvæntur am- eriskri konu, er með honum var og lék í leikflokki þeim, er þau voru með. Magnúsar heit. verð- ur nánar getið síðar. unda, sem ræktaðar eru í Manito- ba, blómum og flöggum, sem hengd voru um minnisspjöld fall- inna hermanna úr söfnuðinum, sem í kirkjunni eru og henni til- heyra. Skemtiskráin var hin vandað- asta og naut mannfjöldinn mikill- ar ánægju af að hlusta þar á prýðisgóðan sðng og hljóðfæra- slátt. FV.est alt söngfólkið er svo kunnugt, að ekki þarf að lýsa því hvernig það leysir hlutverk sín af hendi, þegar það kemur fram til að syngja eða spila á hljóðfæri. Miss Aðalbjörg Johnson fór með sögu eftir Leo Tolstoi, sem hún hafði sjálf þýtt. Sagan er ljóm- andi falleg og var vel fram borin, en kannske heldur löng fyrir samkomu. Þeim, sem ekki eru sérstaklega sönghneigðir, hefir væntanlega fundist ræðan vera aðal atriðið. Hana flutti J. T. Thorson, for- stöðumaður lagaskólans. Mjög vandað, fróðlegt og skemtilegt er- indi, eins og vænta mátti. Veitingr voru hinar rausnar- legustu og gekk furðu ve! að láta alla njóta þeirra, þótt mannfjöld- inn væri alt of mikill til þess að allir gætu setið í einu í samkomu- salnum. Ef til vill finst einverjum, að samkoma eins og þessi, á sjálfri þakklætishátíðinni, ætti að vera með meiri lotningarblæ heldur en þær eru. Samt eru þær byrjaðar með sálmasöng og bæn. Þess ber og að minnast, að þakklætíshá- tíðin í Canada er æfinlega á mánudag, og á sunnudaginn var, Sintist séra Björn B. Jónsson, .D„ dagsins mjög rækilega í prýðis fallegri og áhrifamikilli ræðu við kveldguðsþjónustuna. iSéra S. S. Christopherson var i borginni í vikunni sem leið. Hef- ir hann dvalið að mestu í sumar í bygðum íslendinga við Manito- bavatn, en nú síðustu tvær vik- urnar að Poplar Park. Var hann á leiði til Árborgar, en fer fljót- dega aftur norður í Narrows bygð- ir. Séra Sigurður hefir gegnt prestsverkum fyrir fólk, þar sem hann hefir dvalið í sumar, og býst við að gera það framvegis. Hjálmar Eiríksson, bóndi í Tan- tallon ibygð, lézt að heimili sínu á fimtudagskvöldið í síðustu viku, 29. okt„ úr krabbameini, sem hann var búinn að þjást af all- ^lengi. Hjálmar heitinn var ætt- Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg heldur sína ánlegu haust útsölu (Bazaar) í samkomu- sal kirkjunnar þriðjudaginn hinn 17. og miðvikudaginn hinn 18. þ. m. Byrjar kl. 8—á þriðjudags- kveld. Fer fram það kveld og svo aftur seinni hluta miðvikudagsins og að kveldinu. Eins og æfinlega, verða þar margir eigulegir hlutir ti.l sölu með sanngjörnu verði. Sérstak- lega fatnaður af ýmsu tagi, sem konurnar hafa sjálfar saumað. Einnig rúmfatnaður og borðdúk- ar og margt fleira. Enn fremur heima tilbúinn matur af mörgum tegundum, sem öllum líkar vel. Allir vita, að þegar kvenfélagið hefir útsölu, þá eru þar jafnan góðar vörur og gott verð. Kaffi og aðrar veitingar ávalt til sölu, meðan á útsðlunni stend- ur. — Munið eftir tímanum: Þriðjudaginn, hinn 17. að kveldi, og miðvikudaginn 18. þ. m. síðari hluta dagsins og að kveldinu. * w Samkoman í Fyrstu lút. kirkjunni. Fyrsta lúterska kirkja í Winni- peg var alveg full af fóilki á mánu- dagskveldið, en þar var þá haldin hin árlega þakklætishátíðar sam- koma, sem kvenfélag safnaðarins stóð fyrir nú, eins og undanfarin ár. Kirkjan var mjög smekklega prýdd með haglega gerðum bind- um hveitis og annara kornteg- Farin ^estur að hafi. Á fimtudagskveldið í vikunni, sem leið, 5 nóv. lögðu þau hjónin séra Rúnólfur Marteinsson og kona hans af stað til Seattle, Wash. þar sem séra Rúnólfur ætl- ar að þjóna íslenskum sðfnuði nú fyrst um sinn, eða í vetur. Lengur mun það ekki fastráðið enn sem komið er. 1 full 15 ár hafa þau hjón átt heima í Winnipeg, og hefir séra Rúnólfur gegnt kenslustörfum allan þann tíma. Fyrstu þrjú árin við Westley skólann en síðan við Jóns Bjarnasonar skóla. Hefir hann verið þar skólastjóri öll árin sem skólinn hefir staðið, að einu ári undanteknu, sem núverandi skóalstjóri, séra H. J. Leó gegndi því starfi. Sem skólastjóri og kennari hefir sr. Rúnólfur Marteinsson unnið sér mikið álit og miklar vinsældir. Það er nú vel kunnugt og viður- kent. íslendngar í Winnipeg og ann- arsstaðar hér um slóðir, er hin mesta eftirsjiá í sr. Rúnólfi og konu hans. Alstaðar hafa þau lcomið fram til góðs og alstaðar hafa þau lagt sitt besta til hvers góðs málefnis, sem fyrir hefir komið. Viturleg og holl ráð þeirra og framkvæmdir ihafa mörgu góðu til vegar komið. En það, sem við hér austur frá töpur við iburtför séra Rúnólfs Marteinssonar og frú, það græða þeir í Seattle. Vér efum ekki, að presturinn og frúin vinni löndum vorum í Seattle mikið gagn, fé- lagslífi þeirrai yfirleitt, en sérstak- lega kirkjulífi þeirra og kristin- dómi. Blessunar-óskir hinna mörgu vina þeirra, séra Rúnólfs Mar- teinssonar og frú Marteinsson fylgja þeim til þeirra nýja bú- staðar og starfssviðá. Vér óskum hoim nJlrn pilln rtcr crnfía orpmris

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.