Lögberg


Lögberg - 12.11.1925, Qupperneq 7

Lögberg - 12.11.1925, Qupperneq 7
LÖGBEKG FIMTUDAGINN, 12. NÓVEMBER 1925. Bto. 7 Að innan er það eins sem utan, 3 Fruit, Hard, Nut Rjóma, o.fl. ÞAÐ ER NYTT FRÁ P AUl IN’S Ad Kaupa'i pundatali margborgar sig Paulin Chambers Co. Ltd. 13 Regína Saakatoon EatablUbad 187* Wlnnlpefc Ft. Willlam Calftary Edmonton EndurmÍBningar. Þegar eg bylti mér í rúmi mínu og get ekki sofið, hvarfla oft í huga minn ýmsar hugleiðingar um þessi tímamót, sem nú fara í hönd. Sum áttu sér stað á ætt- jörðinni okkar kæru fyrir 70 ár- um, þegar eg var barn og ung- lingur, því vart gleymist mér það, sem skeði á þeim, tímum. ' Þegar eg fer að líta til baka, og bera saman ásigkomiílag þá og búskap, og nú, sérstaklega hinna fátækari bænda í Borgarfjarðar- sýslu, þar sem eg er fæddur og uppalinn og hefði helst kosið að eyða mínum fáu æfiárum. Þeg- ar blessuð sumarsólin síðasta var að síga til viðar, með öllum sín- um hlýju og unaðsríku endur- minningum, þar sem sorgin og mótlætið ekki hafði komið og stimplað sitt vanalega mark á hjörtu manna með þungri lífs- reynslu. Svo hinn langi og strangi vetur að gera innreið sína, með öllum sínum kulda og klakaviðj- um, sem búnar voru að hertaka litlu blómin sem öllum eru svo kær, en segja öllu stríð á hendur, miskunnarlaust. Vörnin veik og lítil, 'hertýgin gömul og fúin, ekki sízt hjá þeim fátækari; býlin smá og köld; engin hitunarvél, nema mannsandinn og hitinn af manni sjálfum, sem vermdi litlu og dimmu baðstofurnar gömlu, með moldarveggjum og þaki, og oftast þrjú stafgólf, að ummáli lágar; því furða hvað hlýjar þær voru, þó ekki að sama skapi loftgóðar, eftir nýtízku fyrirskipun lækna; vantaði flest, sem heilsufræðis- lega er nú skoðað nauðsynlegt, oft ekki nema einn f jögra- eða sex* rúðu gluggi á gafli, og á annari hlið smár fjögra-rúðu gluggi. 1 þessu fátæklega býli hýrðist oft þreytulegur maður, með stór- an barahópinn sinn, 4 til 8 börn, er klæddust fátæklegum búningi, sum veiklúleg að útliti, aftur sum (þau eldri) sýndust vakin vonar- bjarma, því mamma elskuleg stóð við stýrið, ekkert því að hræðast; lengra náði vanalega ekki barns- hugsunin. Það var alt öðru máli að gegna með móður-tilfinningarnar; hún sá og vissi hvað við lá: búrið sama sem tómt: súrmjólkur hálf- tunna og henni við hlið kálílát með soðnu en óskornu káli—þó ekki alltaðar; á búrhyllu tvö göm- ul trog, með tveggja mála mjólk í, mikil og lítil eftir ástæðum, úr tveimur kúm, sem oftast fylgdu þessum smáu býlum; hálftunna af söltuðu kjöti, og uppi á bita sást hausarusl, þó ekki alstaðar. Eldhúskofi við hlið búrsins, inn af baðstofu; í honum voru stein- hlóðir og moldarstrompur upp úr þaki; sjaldséð mun hafa verið hangikjötskrof uppi undir þaki en svo nefndar steilur mátti all- oft sjá þar, en það er frampartur af kind ofan á miðj^r síður; aft- ur helmingur var kallaður krof, og sáust þau oft í eldhúsum hinna efnaðri bænda, og fleiri en eitt hjá þeim sem kállaðir voru ríkir. Það kom og fyrir, að sæjust svo kölluð hraun uppi í eldhúsj, þeg- ar sú hátíð átti sér stað, að lógað væri aflóga kú eða ungviði, ketið tekið utan af beinunum, sem svo var látið upp í eldhús og reykt, og þótti það ihátíða réttur. Moldarskemmu kofi sást úti á hlaði, með torfreiðing af þremur hestum við dyragafl, en við hinn gaflinn var svolítill fiskihlaði af ýsu og þorskhöfðum og saltri skötu; uppi á lofti, ef loft var, mátti líta ýmislegt snarl, svo sem grásleppu, hvelju, ísuhausa, sund- maga, kútmaga og steinbít þegar bezt var; háfur var þá ekki kom- inn, veiddist'eftir að eg var orð- inn fullorðinn, var enginn manna- matur, þó fátækir væru að éta hann. — Tveir kindakofar sáust á útjaðri túns; var annar kallaður ærhús, sem í voru 151—20 ær, og heytóft við afturgafl; hitt var lambh.ús, með 12—15 lömbum í, og iheytóft þar, þó ekki alt af. >— Við bæinn, eða nærri honum, var svo kallað kúafjós, og heygarður við, með tveimur heyklúkum, sem oftast var taða. Jörðin gaf af sér töðu, 50 til 80 hestburði, eftir því hvað túnið var vel ræktað; og þegar Ibezt lét, mun úthey hafa náð um 100 hest- burðum, stöku sinnum þar yfir. Þetta er af landi, sem reiknað var að jarðamati 10 til 12 hundruð, og um það leyti er eg var fullorð- inn, reiknuðust flestar smájarðir að jarðamati 100, var það 100 kr. þótt það hafi meira en tí-faldast síðan. Hesthúskofi var annað tveggja við fjós eða sér nærri bænum, fyr- ir 3—4 hross; fengu þau moð og úrgang úr heyjum, að nóttu til, en úti á sinunni á daginn; enginn var reiðhestur. Oft var lömbum gefið úr hey- garði, í svo kölluðum tveggja kúa meisum, sem átti að duga í mál fyrir 12—15 lömb, en 12 ær, því sex ær tóku kýrfóður. ef innistaða var. Mig minnir að kýrin ætti að fá fjórðung í mál, og ábætir; og vanalegast eitt ungviði í við- komu, og þá var full á sett. Oft var heyskortur á vorin, og það var tilfinnanlegastur skað- inn af öllu, ef missir varð á vor- in, sem oft kom fyrir. Tíu til tólf hundraða jörð fylgdu vanalegast tvö kvíildi, kýr og sex ær; af því mátti landsetinn borga til eiganda: tvo fjórðunga smjörs, eða fjóra fjórðunga íyrir bæði kvíildin, og Vár hart að draga það saman af jafnlítilli búnytu. Tvær kýr og tuttugu ær, þó stundum væru heldur fleiri; mörg börn, og þá stundum tekin manneskja til hjálpar, viku ti.1 mánaðar tíma, eftir efnum. — Svo kom land- skuldin, sem mig minnir að verið hafi eins mikil og leigurnar. Alt varð að borgast refjalaust í far- dögum. Með þessu framan talda, var lagt upp, út í stríðið og bágindin. Blessaðar mæðurnar breiddu faðminn sinn út yfir barnahóp- inn, og fólu þau á hendur honum, sem sagði: “Leyfið smábörnunum til mín að koma og bannið þeim það ekki, því þeirra er himnaríki.” Þegar skortur og mótlæti vildi sækja þær heim, þá var svarið: “Hann gaf, hann tók, sé nafnið dro^ttins vegsamað.” Þannig sigr- uðö þær hverja þrautina af ann- ari. Traustið á hinum miskunn sama föður 'var óbilandi. Enginn dagur leið svo hjá, að ekki væri lesið guðs orð, með andakt og eft- irtekt. Börnunum voru kendar bænir og vers og oft spurð út úr lestrinum. Mörg þessara barna voru þegar á unga aldri svo fróð i guðs orði, og líferni Jesú Krists, að þau höfðu lykilinn að öllu hans líferni og hagnýttu sér það vel, svo með trúuðu hjarta lærðu þau það, að taka öllu því, sem að hönd- um bar, með þolgæði og stöðug- lyndi, treystu þeim eina, voru þess viss, að það var hann, sem gaf þeim kraftinn að bera hvað sem að hendi bar. Hann var líka bankinn þeirra mæðranna, sem ekki tók 8, 10 og 12 prócent. Efnuðu bændurnir voru sumir fúsir að hjálpa með kærleiksfull- um vilja; aftur aðrir létu átta fjórðunga af korni eða fiski fyrir framgengna á lemibda á vorin. Alt þetta var hjálp, sem kom sér oft vel. * Þegar familíufaðirinn sjálfur varð neyddur til að fara út að sjó að fá sér fisk í soðið, og alloftast að skilja eftir móðurina með all- an hópinn og fela þau guði á vald, hvað sem upp á kom, var tíminn vanalega frá góulokum til vertíð- arloka. Og oft mun það ihafa átt sér stað, að faðir og móðir hafi fallið á kné og beðið þann drott- in að blessa sínar afgangskarfir vetrarins, sem blessaði og gat lát- ið duga 5 bygglbrauð og tvo fiska og mettað 5000 manns og fékk þó tólf karfir ipeð afgangsleifum. Sá hinn sami gerði það líka. Að- eins þurfti að biðja í trú til hans, eins og konan með átta böm í bænum, búin að fasta tvo daga, að eins einn bolli af mjólk á hvert barn kvelds og morguns; þá fer konan út á hlað og kallar hárri raustu: “Heyrðu, Drottinn, svo eg syng, sorgarkvaki löngu: Sendu björg á Blekaling, börnun- um mínum ungu.” Eftir vart eina klukkustund var frá upphafi til enda, og er það I endur að fyrirgefa mér þessar vet- meira en sagt verður um okkur I urnátta hugleiðingar mínar. óska marga nú á dögum; samt veit eg'jsvo ritstjóra Lögbergs og blaðinu nokkrir þeir eldri kunna þá. j og öllum lesendum góðs gengis á Kirkjumál voru í góðu eðajþessum nýbyrjaða vetri. bezta lagi, ríkiskirkja, sem vernd-j Vill ritstjóri Lögbergs gera svo uð var af ríkinu, og það átti jarð-jvel að ljá þessum línum rúm í ir, sem presturinn tók afgjald af. sínu heiðraða blaði. Reykholtsbrauðinu fylgdu niu og þar á’^meða.l sumar beztu jarðirn- ar í sókninniú af kvíildinu guld- ust 64 fjórðungar smjörs, og land- skuld 34 sauðir, flestir þriggja ára; ofan á þetta 50 lambsfóður, því ver búandi varð að taka lamb og var kallað hestsfóður, og svo Iegkaup og líkssöngseyrir; og svo Jjóstoll. Enginn þurft að borga prest annað, og man eg hvað það þótti gott, að fá sig saddan af orði drottins fyrir alls ekki neitt; rík- ið borgaði alt. Margir prestar í þann tíð voru góðir, sumir afbragð, skildu starf sitt svo vel, voru þjónar Guðs, (eins og spámennirnir í gamla- testamentinu, nefnum Elía, Jere- mías og marga fleiri), sem ekki vildu reynast Ihonum ótrpir líkt og Salómon, sem heiðnu konurnar leiddu frá Guði. Á þeim um timum unnu prestar all- svo dygglega, að börn á undan mér og samhliða mér, sem ólust samvizkusamlega, uppfræddu börn , þekti eg enga, hvorki karl né konu, sem ekki ihefðu verið vilj- ug til að offra einhverju af sjálfu sér á altari drottins, til að forlíka sig og sína, fyrir fórnarblóð hans á krossinum, sem úthelt var fyrir oss alla, sem trúum. Já, prest- afnir, sem eg man eftir, sáðu góða sæðinu, sem borið hefir ríkp- legan áövxt til þessa tíma. Þeir eru nú búnir að úttaka launin sín að verðugu; gerði ekki mikinn mun, hvað sóknin var stór, alt farið eftir tekjunum; gömlu og góðu prestarnir fengu alL- af beztu brauðin, og Reykholtsbrauðið var eitt með beztu brauðum landsins; þó voru ekki nema 33 bændur í Reykholtssókn, og 17 í Stórusókn, er var annexía frá Reykholti, 50 fcúendur alls, svo Húsafell, sem þá'var í Hvítársíðu. Eg kann bæjarrímu eftir Eyj- ólf Jóhannesson, um Hálsasveit frá þessum tíma, í kringum 1830, þá Húsafell ekki með; eins kann eg bæjarímu um Reykholtsdal eft- ir Þórð Grímsson, bróður þeirra Grímsstaða systkina í Dakota, Guðrúnar Grímsdóttur, sem dáin er, móður.Hjartar rafmagnsfræð- ingsins mikla, og Þórðar læknis; Steingríms Grímssonar, föður Guð- mundar Grímssonar, lögmanns, og margt fleira ágætis fólk; að eins eitt eftirlifandi 19 alsystkina, ef eg man rétt, Daníel Grímsson hjá börnum sínum í Mozart, Sask., 84 eða 85 ára. Úr því eg er kominn út frá efn- inu, er bezt að eg slái botninn í þessa gömlu sögu, sem eg vona að engum verði til hneykslis. Eg hefi sagt frá eftir Ibeztu vitund. En eftir 60—70 ár, þegar eg kom heim, var alt orðið óþekkjanlegt: gömlu smábýlin horfin, og í stað- inn komnir myndarlegir torfbæir, sumir með góðum loftum, og leit eg til að svo væri einn stór port- bygður bær í Reykholti. En vel að merkja, ef þeir éru vel háir nudir loft, 8—9 fet, og þiljaðir í hólf og gólf, álít eg þá beztu hús- in fyrir ísland. Eg sá myndarleg steinsteypuhús og timburhús, en hvergi sá eg miðstöðvarhita í neinu húsi; menn voru ekki búnir að komast upp á lag með að koma því fyrir í kjöllurunum í sveit- inni. ÖIIu var nú ibreytt til batnað- ar; allir eiga jarðir sínar, án lít- illar undantekningar. Nú var það Landsbankinn, sem hjálpaði bændum með láni, svo hyggindi og dugnaður fylgist að með allar framkvæmdir og framfarir: Túna- sléttur, akvegir, brýr, vatnsleiðsla úr ihverun\ til að hita hús og til matreiðslu í húsum; bílar í stað hesta; rjóðar og ánægjulegar kon- ur í stað þeirra þreyttu og föl- Virðingarfylst, B. J. Eini vegurinn sem til lífsins leiðir. Bleikur kominn í hlaðið, klifjað- leitu; börn ólmandi af kæti og ur með allskyns sælgæti úr alls- nægta gullkistunni stóru, sem svo margir hafa ausið gullinu úr, og aftur svo margir látið lífið fyrir. Engan heyrði eg hafa átt eins bágt og þessi hjón; konan, sem gerði vísuna, var vel hagorð, en misjafnt var oft kveðið; hún var bæði stór og ófús til tilslökunar. Þá var Jón Thoroddsen sýslumað- ur Borgfirðinga. Var Jón, svo hét bóndinn, grunaður um gripdeild á kind frá næsta nágranna, svo borið var upp viðsýslúmann og Jón kallaður að mæta á prests- setrinu, Lundi, að bera af sér, ef hægt væri. Jón bóndi mætti. Tihóroddsen, sem kallaður var gott yfirvald og til hans tekið fyrir dugnað, gekk því hart að Jóni, en sótti ekki sigur í sjó, því maður- inn var vel viti borinn, og ekki bilaði kjarkurinn. Þegar þófið var búið að standa yfir nokkuð lengi, toregður ThoroQdsen því fyrir, að hann gæti tekið hann, og hann gæti líka gefið hann lausan ef að hann vildi og segði sér ekki sannleikann. Þá sagði Jón: “Það sagði nú Pílatus líka, og laug hann þar.” Er sagt, að Thoroddsen hafi haft við ljótt orð til Jóns, en slepti ihonum samt og átti aldrei við hann meir. Jón vissi vel hvað hann fór. Þótt sult- urinn væri oft sár, var þó aldrei gleymt að lesa Jóns Vídalíns lestra, heldur ekki föstulestra Vigfúsar og Passíusálmana; og vissi eg til þess, að margir kunnu fjöri, í stað hinna fátæku; unga fólkið ólmt af fjöri og glæsilegum framtíðarvonum; margt á skól- um: búnaðarskólum og menta- skólum, tekið góðum framförum, sem eru notasæl við búskapinn. Svo eru komin leikhús, sem óspart eru notuð, helzt helga daga, því minna er um kirkjusókn en áður var, og húslestrar fátíðir, og mun þar mesti munurinn, sem eg sá, við það sem áður var, og er það illa farið, því húslestrar á heim- ilum glæða svo kristindómsáhug- ann og lífernið, sem aðallega í orði og verki kemur manni í nán- ara samband við sjálfan Guð, og son hans Jesú Krist. Það býr mann toetur undir annað betha líf á himnum. Eitt skildist mér að jarð- ir væru flestar fastar í bðnkum landsins, (sem ekki var áður) og það með nokkuð háum rentum. Stórum meiri afli við sjóinn, og margfalt hærra verð líka á inn- kaupum öllum, sem bóndinn varð að kaupa. Yfir það heila tekið fanst mér bestu framfarirnar frá því, sem áður var, og það var með- ferðin á tolessuðum skepnunum, “í þessu er eilífa lífið fólgið, að þeir þekki þig, þann eina sanna Guð og þann sem þú sendir, Jes- úm Krist.” Joh. 17, 3. Það er meiri næring í einum spón af rjóma heldur en fullri skál af froðu. Það er oft meiri sálna fæða í einni grein eða einu orði heldur en í heilli bók, en heimur, sem vanist ihefir útvortis prjáli og tildurlífi getur auðveldlega hlaup ið gönguskeið og kosið hið áferð- armikla í stað þess kjarngóða fyr- irferðarlitla. Margar bækur hafa verið skrif- aðar, margar ræður verið fluttar og mikið hefir verið gert til þess, að leitast við, að tryggja sér ei- lífa lífið og til þess að benda öðr- um á.veginn. Sumir*hafa húðstrýkt .sjálfa sig, sumir sitja dögum, mán- uðum og árum saman upp á tré- drumb eða steini í sömu stelling- um, sumir bera mörg hundruð punda hlekki, sumir fara langar og erfiðar pilagrímsferðir til þess að öðlast eilífa lífið, aftur aðrir ætla að kaupa það fyrir gull og silfur, aðrir reyna að telja sér trú um að ekkert sé til fyrir utan efn- ið, efnið sé eilíft og framþróun þess, að þeir séu einn hluti efnis- ins, þátttakendur í framþróun þess og stigibreytingum, og að eiga ei- lífa lífið þannig, er þeim nóg, en aðrir sökkva sér niður í alls kyns dulrúnir, sálnarannsóknir og anda særingar til þess þannig, að leita að einhverri sönnun fyrir því, að eilífa lífið sé til. En hér kemur hann, sem kendi “eins og sá sem vald hafði” og bendir á ennþá miklu ágætari leið. Ekki svo mjög auðvelda þótt hún, fljótt á litið, virðist vera það. En hún er svo Ijómandi fögur. Leið- in til lífsins. Einmitt þetta: að kynnast hinum næsta, að ná því að “Þekkja ihinn eina sanna Guð.” Það er óþarfi að ræða hér um tvo, þótt tveir séu nefndir í greininni, því faðirinn og sonurinn eru eitt. Sonurinn er aðeins “ímynd” föð- ursins og “ljómi dýrðar hans,” “fylling guðdómsins” líkama klædd. En það er litla orðið: “þekkja,” sem hér þarf íhugun mesta. Það er mikill munur á því, að hafa lifað í því sambandi við al- mættið sjálft, að um verulega þekkingu sé að ræða, reynslu vegna, eða þá því, að kunna að nefna nafn drottins og tilheyra einhverjum félagsskap, sem kenn- ir sig við guðstrú eða kristindóm, án þess að hafa gert sér nokkra grein fyrir, ihvað Guð er og hvern- ig hánn er. Hvort hann er vera, sem sér og heyrir, sem skiftir sér af hlutunum, hvort hann er hjálp- samlegur, miskunnsamur og ná- lægur þeim, sem á hann kalla, eða hann er folind alheims orka, sem knýr alt vægðarlaust áfram, jafnt ilt sem gott, að einhverju óþektu marki. Það er vafalaust, að öll guð- fræði dregur mikið úr sannri þekkíngu manna á sjálfum Guði. Umbrotin verða oft á því sviði eins og öðrum svo mikil, að þau rífa fjöldan með sér út 1 einhvern ihálf stefnulausan straum, sem ekkert næði gefur til þess að ná- lægja sig Guði. 5 mínútur við heyrnartól tálsímans getur nú veitt mönnum meiri árangur, held- ur en þótt mörgum dögum væri eytt í það að ná á fund þess, sem talað er við. Menn læra betur að þekkja Guð sinn á fáum mínútum, ef þeir gefa sér næði til að draga sig út úr skarkala tízkulífsins og hugsa um Guð. Hugsa, ekki eins og menn hugsa um lítilf jörleg við- skifti, heldur með ðllum mætti sál- arinnar, sökkva sér niður í guð- legar hugsanir, stilla strengi hjartans fyrir hljóðbylgjurnar að ofan, og sjá um að andlega þráð lausa sambandið sé fullkomið, — heldur en menn gera þótt þeir lesi heilar guðfræðis- eða goða- fræðibækur og hlusti á mikinn hávaða um þess konar efni. Það er sjálfsagt erfitt fyrir óreyndan, að skilja hevrsu ein lítil stund í einrúmi, þar sem maðurinn er einn með Guði sínum, umkringdpr af fegurð lífsins, getur lyft honum hátt og auðgað guðlega þekkingu hans. Hvaða áhrif nun það nú, kæri lesari, hafa á okkur báða, að öðl- ast þekkingu á hinum “eina sanna Guði,” þeim) Guði, sem lætur “sól sína renna upp yfir vonda og góða og rigna yfir réttláta og rangláta?’ Munum við draga dám af honum? Mun samfélag okkar við hann móta líf okkar? Munum við verða svona góðviljaðir hver við annan, eins og hann. Miskunnsamir eins og hánn, sannsýnir og féttlátir, saurgað líkama og sál, staðið við knattspil, setið á spilavítum og teygað af nautnabikar holdsfýsn- innar. Geta sömu andlegu smekk- færin vanist þessu hvorutveggja, að þekkja hinn hæsta réttilega og lifa í nánu sambandi við hann, og svo að temja sér þessa háttu heimsins? Getur hvorutveggja orðið nautn? Fjærri því. “Af á- vöxtunum skuluð þér þekkja þá.” Láttu engan draga þig á tálar vinur. Það er ekki víst að sá þekki Guð sinn best, sem mest hrós fær hjá stjórn kirkjunnar, eða sá, sem talar mest um Guð. Sá, sem lifir það dygðugu og hreinu lífi, að hægt sé um að segja að hann sé sönn fyrirmynd fyrir eftirtektarsaman æskulýð, í allri framkomu, hegðan, orðum, sið- venjum og afskiftum sínum af öðrum, — hann þekkir Guð sinn toest. Hann á eilífa lífið. Vegur lífsins er vegur trúarinn-| ar, undirgefni og hlýðni. Ef þú þekkir Guð, þá muntu aldrei þekkja hann eins og hirðulausan stjórnleysingja, sem láti sér standa á sama, hvort honum er hilýtt eða ekki. Því fullkomnari stjórn, því nákvæntari. Það getur verið, að þó þú þekkir strangleik heragans, muntu ekki leika þér að því, að brjóta reglur hans. Ef þú þekkir hinn sanna Guð, strangleik hans, nákvæmni og réttlæti, mun þér ekki detta í hug að gerlegt sé að brjóta iboðorð hans að hverju sem það lýtur og hvar sem það fins,t í röðinni. Sá sem þekkir Guð, veit hvað hann vill, og að gera vilja hans er einmitt vegur inn til lífsins. “Ekki mun fover, sem við mig segir: Herra, herra, ganga inn í himnaríki, iheldur sá, er gerir vilja föður míns.” Matt. 7, 21. Pétur Sigurðsson. Um hryssur, er góðar*þóttu: Þýð erGIenna, fljót er Flenna falleg Spenna og skemtileg, þeim ei kenna þarf að renna, þessar nenna að hreyfa sig. Sigvaldi Skagfirðingaskáld. Um sjálfan sig: Þó að hans sé æfi ill og að mörgu flani ekíki greyið Valdi vill verða stúlkna bani. Þekkir hann líka að önnur er aðferð betri og hreinni, vill því heldur geira-grér gera tvær úr einni. Sigvaldi Skagfirðingaskáld. Lausavísur. Enginn vita af því má, oft fær hita af Jóni fingra þvita fögur gná: fölnar litur kinnum á. Júlíaha Jónsdóttir, skáldkona. \ “Um veraldarinnar lán og að- kast.” Veröldin er versti lestamaður: veltir hún um þverbak þá þegar hún sér að hallaát á. Sr. Sæmundur Einarsso^ síðast prestur á Útskálum. Fyrir sakar settan dóm sælu slakar vonum, hugar-akurs blikna blóm foöls í hrakviðronum. Baldvin Jónsson, skáldi, Skagfirðingur. Bætur valla verða á því værðir allSr dvína, eg er fallinn forsmán í fyrir galla m na. Baldvin Jónsson, skáldi, Skagfirðingur. Við stúlku, sem rangeygð var og óhreinlynd: Augun bláu blika þín, blíðu tjá mér hreina: þú ert áar-elda-Hlín, eins að sjá og reyna. 1 orðastað stúlku: “Sterk þó hjá mér leynist lyst” lipur tjáir meyja, “eg hefi fáa karlmenn kyst, kvöl er frá að segja.” Þórarinn Jónsson. Höf. þótti fjárhundur sinn illa haldinn: Á baki þínu best sjást skína, vinur, | allskyns myndir upphleyptar af eðallyndi konunnar. Baldvin Halldórsson, skáld. Drynur ós, í dimmri hlíð degi ljósum hallar; visna og frjósa í vetrar hríð vonar rósir allar. ólína Jónsdóttir. Hreppstjóraskifti: Henti sér úr sveitarstól sveitarstjórinn spekivana, sem ávalt sneri undan sól ellegar glápti beint á hana. Unir drótt við drauma grnótt drekkur af þrótt sig metta. Líður að óttu, alt er hljótt, indæl nótt er þetta. Helgi Hannesson, Rangæingur. Stökur. Fyrir alt mitt ferðalag fæ eg litla borgun, nú má ekki drekka í dag ■ef duga skal á morgun. Eignuð Jóni á Víðimýri. * * * Bezt er að drekka brennivín og bindindinu fleygja. Heyrirðu ekki, heillin mín, hvað eg er að segja? Lúðvík Blöndal. * * * Þó að snarki margt á mér mæðu slark og hreður, ' toest er að þarka harma’ af >sér hugarkjarki meður. Gróa Kristjánsdóttir. * * * Um hégóma og heimsins prjál hirði eg ekki parið; það er aðeins eintómt tál, sem óðara burt er farið. Rannveig ólafsdóttir Briem, frá Grund. Við mann, er höf deildi við: Það er í einu orði sagt, og að fullu sannað, að þér sé flest til lista lagt, lýgin jafnt sem annað. Jón á Miðjanesi, Vestfirskur ? Við burtför stúlku til Rvíkur: Fellur tár um föla kinn, flaut á bárum hugur minn; fregnin sár um fardag þinn flaug sem Ijár í hjartað inn. Eiður Arngrímsson, frá Ljósavatni. —Morgbl. Gott matreiðsluf ólk verðskuldar G0TT HVEITI Látið matreiðslukonuna fá gott hveiti, þá hepn- ast henni vel bökunin. Robin Hooder rétti- lega malað úr úrvals hörðu vorhveiti. Vöru- gaeðin eru fyrirmynd— sama innihald í hverj- um pakka. “Vel virði auka kostn- Rækarlinn bið eg reiri upp tögl, — rétt sem eg nú greini —: foafi hann af þér hár og nögl, hold og skinn með foeini. frosnir úti á gaddinum, oft þar til lífið fór úr þeim. Nú eru lög og samviskuskylda að breyta eins vel við allar skepnur, láta þeim líða vel. Það er kristileg framför, þótt allar framfarir séu miklar móts við það fyrir 70 árum. Eg enda með því að lítið varð eg var við Steingríms Matthíassonar lýsingu þá spjaldanna á milli, utan foókará Borgarfirði. Bið svo alla le?- Meðan endist máttur lífs mun eg hrinda trega; best er að vera í kulda kífs kátur æfinlega. Eignuð Páli Jóhannessyni. Reykdæling. Eitt er víst og það er það, þótt eg kenni trega heimsins dómum folæ eg að hátt og innilega. Jón frá Hvoli. Þórdís á Miðfjarðarnesi á Langa- nesströnd kvað svo um strák, er henni þótti tomæmur á kristin fræði: Það er saga þrauta stinn — þar um slagar hugur minn — að tyggja og jaga í túla þinn tíu laga boðorðin. En strákur var ekki af baki dottinn og á að hafa kveðið á móti: Norrænafélagið (“Norden”) Fyrir skömmu hélt Norrænafé- ■ lagið fulltrúafund í Stokkhólmi. 1 Þar voru til ummræðu ýms mál, er varða starfsemi félagsins næsta ár. Komið foefir til orða, að xfélagið gengist fyrir því, að fjölmenn skemtiför yrði farin frá Norðurlöndum til fslands á næst- komandi sumri. Kom þetta til umræðu á fundinum í Stokkhólmi og var félagsstjórninnl falið að undinbúa málið. — Væntanlega tekur stjórn íslandsdeildarinnar vel í þetta, og greiðir fyrir för þessari eftir frems^a megni, þar að er oss hinn mesti fengur, ef fjölmennir hópar mentaðra ls- landsvina frá nágrannalöndum vorum gæti komið hingað að sum- arlagi, þó ekki væri nema til skammrar dvalar. KOLA - KJÖRKAUP Edmonton Black Diam^nd Lump $10.50 Elgfín Lump - 11.50 Estevan Lump ... 6.50 Pocahontas, Amerisk Kol - 11.00 Oll vor kol eru ný úr námunni, og almenningur get- reitt sig á lipra og ábyggilega afgreiðslu. Capital Coal Co. Ltd. A4512 305y2 Portage Ave. A4161 málleysingjunum, sem stóðu eins og hann, hreinir og heilagir, eins og hann? Getum við þekt líf hans, fegurð þess, fullkomleik og sælu, án þess að fá löngun til að “verða hluttakendur í guðlegu eðli.” — verða honum líkir? Get- um við þekt þann eina sanna Guð og logið og svikið? Getum við þekt hann og beitt grimd við menn eða skepnur? Getum við þekt hann og þó dansað, draslað og drukkið, Varð að ganga á hækjum; er nú albata 64 ára gamal!.. Plœgði og herfaði 35 ekrur og líður samt ágcetlega. Mr. M. Oxburger, frá Sheffield, III., segir: “Rita yður til að láta yð- ur vita hvað Nuga-Tone hefir gert fyrir mig. Eg var viku í rúminu og þegar eg komst úr þvi, varö eg að ganga á hækjum. Vinur minn gaf mér eyðublað og sagði mér aS senda1 eftir Nuga-Tone til reynslu. Eg hafði ekki lokið við eina flösku, þeg- ar eg var fær um að gera öll mín úti- verk. Plægði og herfaði 35 ekrur áf landi; hjálpaði við heyskapinn og líður ágætlega. Er nú 64 ára.” Lesendur blaðsins munu finna Nuga- Tone undursamlega hjálp. Reynið það. Það er svo auðvelt, þægilegt og áhrifamikið, að þig mun undra. Það eykur krafta þína og viljaþrek. Byggir upp blóðið, taugarnar og all- an líkamann mjög fljótlega. Hjálpar manni til að njóta svefnsins. Lætur lifrina vinna betur og kemur reglu á me1tingarfa?rin, mjög þægilega. Það er áreiðanlega ábyrgst, eða pening- um skilað aftur. Sjáið ábyrgðina á pökkunum. Meðmæli og ábyrgð og til sölu í öllum lyfjabúðum. Vetrar _ T C AUSTUR-CANADA FARBRÉP TIL SÖLU DAíGLBGA DEC. 1. 1925 til JAN. 5. 1926 Frá BRAUTARSTÖÐVUM I MANITOBA (Wlnnipeg og- vestur, SASICATCHKWAN og ALBRRTA v,Gainla Landsins FARBRÉF AUSTUR AÐ HA.FI (St. John, Halifax og Portland.) TIL SÖLU DEC. 1. 1925 til JAN. 5. 1926 Frá BRAUTARSTÖÐVUM í MANITOBA (Winnipeg og vestur), SASKATCHBWAN og ALBERTA Vestur að Hafi FARBRÉF TIL VANCOUVER, VICTORIA, NEW WESTMINSTER, SELD FRA BRAUTARSTÖÐV- UM í ONTARIO (Port Arthur og vestur), MANI- TOBA, SASKATCHEWAN og ALBERTA. i Vissir dagar I Des., Jan. og Febr. CANADIAN PACIFIC Huglcvœmið vetrarferöirnar nú. TJpplýsingar hjá öllum umhoösmönnum I

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.