Lögberg - 03.12.1925, Síða 3
LÖGRERG FIMJTUDAGINN,
3. DESEMBEiR 1925.
Sérstök deild í blaðinu
SÓLSKIN
Fyrir börn og unglinga
Nei.
Ástin var aftur vnknuð í íhuga hans, sem áður
hafði orðið að víkja fyrir beiskum og krveljandi hugs-
unum. Hjartsláttur hans óx með hverjum andar-
drætti og Ihann gat ekki skilið hversvegna hann var
nú svo hrifinn af JLovísu.
^Svona — nú líður yður bráðum vel hér inni —
og þér —”
Hún lauk ekki við setninguna en leit niður og
roðnaði, þegar hún sá hve ástríkum augum hann
horfði á hana.
“Eg þakka yður innilega fyrir hjálpina,” stam-
aði íhann.
“Ó, talið ekki um þakkir, þér vljið aldrei þiggja
þær sjálfur,” sagði hún og stundi, og bjóst svo til
að fara.
"Farið þér ekki, Lovísa.”
Þetta var í fyrsta sinni, sem hann nefndi nafn
hennar síðan hún kom til ihans.
Hún stóð kyr og huldi andlitið með höndunum.
IHann gekk til hennar, dró hana að sér svo and-
lit hennar hvíldi við brjóst hans, laut svo niður og
kysti enni hennar.
“Eg hefi þjáðst mikið, Lovísa.”
“Guð gefi að eg geti bætt úr því,” hvíslaði hún.
“Nú er það liðið hjá, og eg er yður eins góður
og fyr á tímum. Komið þér hingað með drenginn
yðar og við skulum Iborða kveldverð saman, ‘bæði
nú og síðar, ef yður líkar það. Við skulum ekkl
lengur vera jafn köld og ókunnug og við höfum
verið.”
“Eg ætti máské ekki að segja það — en það
gerir mig svo gæfuríka,” svaraði hún, rétti honum
hendina og leit þakklátum augum á hann.
Nú var liðið hálft ár, síðan þetta góða samkomu-
lag komst á milli þeirra., Þau sáust næstum dag-
lega, borðuðu saman og gengu oft út með dreng-
inn.
iSamt sem áður voru þau ekki g'löð, því þau sáu
bæði að samband þeirra var svo óákveðið.
Franz var sér vel meðvitandi um þetta, og þó
að hann vildri breyta því og giftast Lovísu, kom
þetta gamla “nei” alt af í veg fyrir að hann gæti
minst á það við hana.
Loks tók Lovísa sig til og fór eitt sinn að minn-
ast á þetta. Hún vildi vita vissu sína vegna drengs-
ins, hvað sem það kostaði.
Meðan hún talað, gekk Franz löngum skrefum
um gólfið. Þegar hún þagnaði, gekk hann ánægju-
lega til hennar, og hún þóttist sjá að hann vildi
samþykkja giftingu þeirra, en alt í einu breyttist
svipur ’hans, og hann sagði hörkulega:
“Nei, nei — eg get það ekki.”
Lovísa fór út. Eiann. Hann snéri sér snögg-
lega við eins og hann ætlaði að kalla í hana, en orð-
ín komust ekki yfir varir hans. Hann stappaði á
gólfið og studdi hendinni á ennið. Hvað hafði
hann sagt? Því hafði hann ekki sagt já? Hún bar
þó fram hans innilegustu ósk. Hann hafði orðið
svo glaður’ og já-ið lá á vörum hans, en var aldrei
talað. Hann varð sárhryggur og reiður við sjálían
sig og féll að lokum meðvitundarlaus á gólfið. í
því ástandi fann þjónninn hann.
Þetta varð til þess að þau forðuðust hvort
annað eins og áður. Lovísa fann glögt hve mikilli
minkun hún hafði orðið fyrir með þessu, og ásetti
sér að flytja iburtu frá honum, sem bráðast, en það
áform kostaði hana mörg tár.
Franz leið enn meira en hún. Hann langað oft
til að segja henni sannleikann, en þetta “nei” var
sterkara en vilji hans.
Afleiðingin af þessu sálarstíði kom brátt í ljós.
Franz varð vesæll, fékk hitaveiki og vondan hósta,
en barðist þó á móti þessu á meðan hann gat, og
stundaði starf sitt á skrifstofunni daglega, þangað
til að veikin að lokum lagði hann í rúmið. Læknir-
inn sagði að veikin væri enn ekki hættuleg, en hann
yrði að vera varkár og Ihlífa sér við kulda og öllum
æstum geðshræringum og auk þess þyrfti hann
góða hjúkrun.
Þjónninn, sem leit eftir Franz, sagði honum
hvað eftir annað að Lovísa myndi vera tífalt betri
hjúkrunarkona en hann, en Franz vildi ekki heyra
slíkt, og bannaði honum að láta Lovísu vita um
veikindi hans. Nokkra daga var hún dulin ásig-
komulagi hans, en einn daginn sá hún ókunnan
mann ganga gegnum forstofuna og litlu síðar mætti
hún þjóninum í tröppunni með lyfjaglas í hendinni
og um leið vissi hún hvernig ástatt var með vin
hennar. Þrátt fyrir bann þiónsins gekk hún inn
til sjúklingsins, og grátbærffii hann um að mega
stunda Ihann, sem hann að lokum leyfði eftir langa
mótstöðu.
Með allri þeirri umhyggju og hugþokka, sem
aðeins elskandi kona er fær um, stundaði hún þann
veika, sem sjáanlega hafði gott af nærveru hennar
og hjálp. Samt sem áður batnaði honum ekki.
Lækríirinn gat ekki skilið hvað hamlaði batanum,
þar eð veikin var alls ekki hörð.
Sjúklingurinn vissi samt sjálfur hvað í vegi
var fyrir batanum. Það var “nei-|ið”, sem lá eins
og klettur á brjóstj hans, án þess hann gæti losn-
að við það, og hamlaði honum að segja það orð,
sem gat gert hjúkrunarkonu hans gæfuríka, eins og
hann vildi að hún yrði.
Síðari hiluta dags nokkurs svaf hann mjög óró-
lega. Lovísa sat við gluggann og saumaði, til þess
að vera til staðar undir eins og hann vaknaði, ef
hann þyrfti nokkurs. Hún leit kvíðandi augum á
sjúklinginn annaðhvert augnablik. 'Stundum stóð
hún upp og gekk að rúminu ef hann hreyfði sig eða
að hann stundi.
Ruglingslegar, hræðilegar draumamyndir svifu
fyrir augum ihins sofandli manns. Alt í einu sá hann
sig iliggja sem lík í herbergi sínu. Hann lá endi-
langur í líkkistu með spentar greipar ofan á kross-
marki á brjóstinu; hiiinginn um kring logaði á
vaxkertum í ljösastjökum úr silfri, og við höfuð
hans stóð blóm og aðrar fagrar jurtir. Frú Lovísa
knéféll við fótagafl kistunnar. Hún var í svörtum
kjpl og hélt sér fast í kant neðri kristunnar og grét
sáran. Þarha lá hann máttlaus og dauður, án þess
að hafa sagt hið frelsnadi orð.
Hann varð gripinn af ósegjanlegri angist og
hjarta hans engdist saman v— dauður — í síðasta!
— En nú fór meðvitund hans að hreyfa við draumn-
um, og hann tautaði eins og til að hugga sjálfan dig:
“Þetta er þó ekki annað en draumur! En ef
það vær nú í rauninni tilfellið? — Þú góði Guð,
aðeíins, að hún væri hér nú, svo að eg gæti hrópað
til hennar: Já — já — já.”
Hann lauk upp augunum og sá hverng frú
Lovísa með sorgbitnum sv(ip laut ofan að honum og
þurkaði svitann af enni hans.
“1 guðanna bænum! Hvað er nú að?” spurði
hún. i
“Ekki neitt. Mlig dreymdi aðeins.”
“Eg var svo voðalega hrædd. Þér hljóðuðuð
alt í einu upp . . . eins og þér hefðuð orðið afar-
hræddur.” i
“Og hvað sagði eg þá?”
“Já, já; ekkert annað en já —< og það með þdirri
rödd ,----—”
Bros lék um föla andlitið umsjónarmannsins,
og hann sagði með veikri rödd:
“Það var til yðar, kæra, góða Lovísa, sem þetta
já var talað. Og eg óska að geta endurtekið það
þúsund sinnum.”
“Vedið þér þó rólegir — eg bið yður að vera
rólegur.”
Hann leit til hennar svo ósegjanlega glaður og
þagði um stund. ISvo lyfti hann sér ofurlítið upp og
tók báðar hendur hennar í sínar, sem ennþá skulfu
af veikinnji.
“Leyfið þér mér að tala, það skemmir mig ekki
hið niinsta, eg finn að mér er að batna. Loksins
hefi eg þá fundið þetta orð, sem svo lengi hefi dval-
ið í huga mínum, en eg gat þó ekki nefnt. Eg skal
segja yður, Lovísa, þetta kvöld — þér vfitið efíaust
hvaða kvöld eg á við? — þetta kvöld, þegar eg kom
heim, fann eg embættisskipun mína á borðinu. Eg
ætlaði til yðar aftur, en þá l'ifnaði þetta nei í mér —
og eg gat ekki farið. Þegar þér komuð aftur til
mín að mörgum árum liðnum, lifnaðli aftur hin
gamla ást mín til yðar, en “nei-ið” leyfði henni ekkli
að koma í ljós — og fyrir ekki löngum tíma, sem
þér eflaust munið, hindraði það “já-ið” að gera
vart við sig, sém eg þó svo innilega óskaði að segja
yður. Sjáið þér, ástkæra Lovísa, eg er elinn af þeim
mönnum, sem aðeins einu sinni á æfinni geta elsk-
að — og þegar eg í það skifti — En nú er eg laus
við allar sorglir, þér hafið fengið já-yrði mitt — og
ef mér ekki batnar, verður presturinn að gifta okk-
ur hér.”
Frú Lovísa lagð Ihendi sína hlýlega í hönd
hans og þrýsti honum niður á koddann, svo kysti
hún hendur ihans og hrein tár runnu nliður kinn-
arnar.
Alla nóttina leit Lovísa nákvæmlega eftir veika
manninum. i Hann svaf rólega andaði reglulega, og
í fyrsta sinn sást fagur og eðllegur roði á
kinnum 'hans. Klkukan níu næsta morgun svaf
hann enn, en þegar læknirinn kom að vitja um hann,
nokkru fyrir hádegi, vaknaði hann loksins. Lækn-
irinnn áleit ásigkomulag sjúklingsins hafa breyst
óskiljanlega mikið til hins betra, og sagði:
“Nú, þér hafið tekið miklum sóttarbrigðum síð-
asta sólarhringinn. Hitasóttin hefir mlinkað óvenju
lega mikið — og þér hafið skær augu og Iblómlegar
varir. Eg gat naumast þekt yður aftur — yður er
að hálfu leyti batnað. Nú er um að gera að borða
og drekka duglega, og dvelja svo hálfs mánaðar-
tíma úti á landi — þá verðið þér eins frískur og
röskur og nokkru sinni áður.”
Umsjónarmaðurinn, sem ekki réði við sína
barnalegu óþolinmæði, settist upp að nokkru leyti,
bentii á Lovísu og sagði:
“Heitmey mín!”
“Sjáum við til,” sagði læknirinn glaðlega og
deplaði augunum gletnislega. “Nú, svo sóttbrigð-
in eru þessu að þakka? Jæja, eg óska ykkur báðum
góðrar hamlingju og ánægju af heilum hug.”
Eftir þetta batnaði Franz ótrúlega fljótt, og
hann þreyttist ekki á að kalla frú Lovsíu “sína
elskuðu heitmey,” og litli drengurinn hennar fékk
jafnframt leyfi til að kalla hann pabba. Að fáum
v'ikum liðnum, var hann fær um að koma út, og það
fyrsta sem hann framkvæmdi, var að búa alt undir
hjónavígsluna. Þrem vikum seinna átti hún sér
stað.
Eftir margs konar stríð og þjáningar, stóðu nú
Franz og Lovísa loksins frammi fyrir altarlinu, og
hátt, skýrt, greinilega og með ákveðinni hreimþýðri
rödd, Ihljómaði “já” þelirra um alla kirkjuna.
Keppinautarnir.
Lafði Eva Carew og ungfrú Hester Darrell voru
fegurstu stúlkurnar þetta ár. Þær ólust upp sam-
an og voru góðar vinstúlkur, fengu vanalega heim-
Iboð til sama staðar báðar, og það voru fá samkvæmi
sem þær voru ekki báðar í.
Heimili Sir George Strakers, Aston Towers, var
viðfeldinn, samkomustaður fyrir þesskonar æskulýð,
sem ekki er ánægður nema sífeldar tilbeytingar
eigi sér stað.' Lafð!i Straker var mjög viðfeldin hús-
móðir, sem leyfði öllum að skemta sér eftir eigin
vild. Hún vissji lika nákvæmlega hvernig vinir
hennar vildu helst hafa það. Lafði Eva og Hester
Darrell voru meðal hinna bestu vinstúlkna hennar
og hún ihélt aldrei samkvæmi án þess að þær væru
þar, I ví var það líka að komu þeirra var vænst
til Aston Towers síðla ejinn dag í ágúst til að drekka
te. Þar var ávalt drukikið te kl. 5. e. h., og var vana-
ilega á borð borið undir stóru mösurtré kippkorn frá
húsinu.
Þegar ungu stúlkurnar komu inn, heyrðist lág-
ur gleði-ómur, og lafði Strakers kom á móti þeim með
framréttar hendur.
“Nei, en hvað það er skemtilegt að þið komið
svo snemma. Lávarður Coventry, Cyre herforingi
— lafði Eva Carew, ungfrú Darrell. Eg vona að
þið þekkið hitt fólkið,” sagði hún, um leið og hún
leiddi þær að teborðinu.
“Sir Philip Berkeley,” sagði lafði Eva, þegar
hár og fallegur ungur maður kom tlil þeirra og
heilsaði’ þeim. “Þetta er þó skemtilegt.”
“Þér eruð um of kurteisar,” tautaði' Sir Berke-
ley um leið og hann heilsaði Hester. Hún sagði
ekkert, en hreyfingar hennar og svipur sýndu, að
hún gladdist líka yfir komu hans.
Síðustu tveir eða þrír mánuðurnir höfðu verið
tvísýnir fyrir, vináttuna milli Evu og Hester, því
Inú voru þær því ver ekki aðeins keppinautar1 í feg-
urð, en þær höfðu líka báðar fest ást á sama mann-
inum i— þessum Sir Philip Barkeley, sem þær höfðu
oft dansað við á samkomum og róið með honum eftir
Tems ánnji oftar en einu sinni — sem þær höfðu
orðið samferða á reiðhjóli í skemtigarðinum og
leikið tennis við hann mörgum, slinnum. Sir Philip
var að öllu leyti ókunnugt um þessa tilbeiðslu
þeirra, og var af hvorugri þdirra hrifinn, enda þótt
hann kynni’ vel við þær.
Ágústmánuðurinn var á förum, og meðan fólk-
ið sat þarná í rökkrinu undir mösurtrénu þetta in-
dæla kvöld, voru Eva og Hester mjög kátar, þær
höfðu á þessu augnabliki gleymt því að þær voru
keppinautar, og voru svo glaðar yfir því, að losna
við hina rykugu London og sitja í nánd við Sir
Philip Berkeley.
Stundarkorn var algerð þögn, og þeim næstum
miislíkaði öllum, þegar lafði Strakers stóð upp og
sagði: Hamingjan góða, en hvað tíminn líður fljótt.
Við komum líklega öll of seint til dagverðar. Og
þegar þið haflið fataskifti til dagveðar, verðið þið
að muna að við dönsum kl. tíu.”
“Dansa. Nei, en hvað það verður skemtilegt.
Hversvegna sagðir þú það ekki fyr? — Kjólarnir
okkar eru víst ekki til staðar enn,” sagði ilafðfi Eva.
Hester þaut á fætur. “Hittumst heilbrigð aftur,
gott fólk,” hagði hún. “Þið fáið ekki að sjá mlig við
dagverðinn, því þá yrði eg ekki fær um að dansa.”
( Hún smokkaði handlegg sínum undir handlegg lafði
( Evu og svo fóru þær báðar.
ISamkomusalurlinn í Aston Towers var snildar-
lega prýddur, og þegar þar var vel bjart, leit hann
ekki aðeins vel út sjálfur, en gestirnir litu líka eins
vel út og mögulegt var. Lafði Eva var þetta kvöld í
vel skreyttum rauðleitum kjól og leit vel út, en
Hester var ekk|i síður aðlaðandi í bláa kjólnum, með
perluband um hálsinn.
Báðar áttu þær aðdáendur í tugatali, en voru
jafn kaldar við alla. öllum brosum sínum eyddu
þær til Sir Philip Bereley.
Það var um miðbik danssamkomunnar að þær,
Eva og Hester, sátu lið ýið hlið á legubekk, og þær
voru —' þó undarlegt væri — báðar án þess, að hafa
mann til að dansa við.
“Dansar þú ekki, Hester?”
“Nei, eg er þreytt af dansinum,” svaraði Hester
stuttlega. “Hér er að eins einn maður, sem kann
að dansa, og hann heflir aðeins skrifað sig fyrir
tveimur dönsum á spjaldinu mínu eftir kvöldmat-
inn.”
“Það er annar til — eg hefi dansað við Sir
Fhilip Berkeley — hann dansar ágætlega.”
“Ó — ó,” tautað/i Hester. “Mér þætti gaman
að vita við hverja hann dekrar nú; hann gefur sín-
um gömlu vinum lítinn gaum í kvöld. Hann hugsar
aðeins um kvendverginn, sem hangir á handlegg
hans — hver er hún?”
“Eg veit það ekki, en eg dáist alls ekkli að vali
hans.”
“Ætlar þú að dansa oftar við 'hann?” '
“Já,” og lafði Eva rétti spjaldið sitt sigri hrós-
and|i til Hester — “sjáðu sjálf.”
Ungfrú Darrell tók við ilitla spjaldinu og beit
á vörina af reiði þegar hún sá “P. B.” við þrjá
dansa enn. Eitt augnablik fékk reliðin yfirhönd,
hún horfði beint í augu lafði Evu meðan hún hvísl-
aði á milli tannanna:
“Hefir þú beðið hann um þetta?”
i
“Hvað leyfirðu þér að segja?” sagði lafði Eva
hvít í framan af vonsku.
“Hvað leyfi eg mér?” sagði Hester og hló
háðslega. Heldur þú að eg hafi ekki séð dekur
þitt fyrir löngu?”
(iFrarnh.)
Frá námsárunum.
“Hvernig eigum við nú að bjarga okkur?”
sagði Robert og lét síðasta tveggja króna pening-
inn af sameiginlegum sjóði þeirra, renna ofan í
budduna sína, eftir viku ferð voru aðeins 2 krónur
eftir.
En þó að peningarnir þrjóti, eru stúdentar vana-
lega kátir, og þrátt fyrir fjármunaskortinn gengu
þeir Röbert og Hinrik glaðir inn í litla bæinn, sem
þeir komu að.
“Hvíti svanurinn” var skrautlegasta baðhótel-
ið í bænum, og1 ásamt mörgum öðrum sat þar ung-
ur, skrautklæddur maður við dagverðarborðið, svo
fjörugur og alúðlegur að hann ihreif alla gestina.
Þeir sátu nú við eftirmatinn, þegar veitingaþjónn-
inn sagði þessum glaða stúdent, að úti fyrir væri
maður að nafni Hugo Falk, sem langaði til að tala
við hann. “Hvað þá? Minn gamli vinur Hugo
Falk,” hrópaði ungi maðurinn og þaut út.
Strax og hann kom inn aftur, sló hann hnífn-
um með hægð á glasið og sagði í viðkvæmum róm:
‘iHerrar mínir og stúlkur, tilviljunin hefir látið
mig finna kæran æskuvin, sem án eigin orskaka er
staddur í neyð, og getur ekki haldið áfram, eg sný
mér að meðaumkunartilfinningum yðar. Við skul-
um gefa þesum Ibágstadda af allsnægtum okkar. Eg
treysti á hjálpsemi ykkar og Qæt því bera disk hring-
inn um kring.
Eftir bendingu hans kemur veitingaþjónninn
með disk, ungi maðurinn leggur síðasta tveggja
krónu peninginn úr sameiginlegum sjóði á hann,
samhygðartaut heyrðist um allan salinn, og allir
reyndu að vera hvor öðrum meiri velgerðamaður.
Stundu síðar þrýstu þessir vinir hvor annars
hendi. “Robert, þetta var gott,” segir Hinrik hlæj-
andi, “en nú skulum við leysa úrin okkar úr veðinu,
skila skraddaranum fötunum aftur, og svo af stað.”
—---------- \
Það getur verið meiri blessun í að gefa en
ÞigFja, en eg er alt af fús á að láta aðra fá alla
blessunina.
Professional Caras
i ■ ■■■ .M mi .. ■ r
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bld«.
Cor. Graham og Kennedy Sta.
Phone: A-1834
Oíílce timar: 2_3
Heimili: 776 Victor St.
Phone: A-7122
Winnipeg, Manitoha.
Vér leggjum sérstaka áherzlu & aC selja meCul eftir forskrlftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aC fá, oru notuC eingöngu. Pegar þér kómiC meC forskriftina til vor, megiC þér vera viss um, aC fá rétt þaC som læknirinn tekur til. COLCLEUGH & CO. Notre Dame and Sherbrooke Phones: N-765S—7650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf
DR 0. BJORNSON 216-220 Medlcal Arta Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office tlmar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitoba.
DR. B. H. OLSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdðma.—Er aC hitta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h. Helmili: 373 River Ave. Tals.: F-2691
DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdóma. Er aC hltta frá kl. 10-12 f. h. og 3—6 e. h. Office Phone: N-6410 Heimili: 806 Victor St. Simi: A-8180
DR. Kr. J. AUSTMANN 724)4 Sargent Ave. ViCtalstlmi: 4.30—6 e.h. Tals. B-6006 Helmlli: 1338 Wolsley Ave. Simi: B-7288.
DR. J. OLSON Taimlæknir 2X6-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-3521 Heimill: Tals. Sh. 3217
DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portáge Ave og Donald St. Talsimi: A-8889
\
DR. K. J. BACKMAN. Skin Specialist. 404 Avenue Blk., 265 Portage Ave. Office phone A-1091. Res. — N-8538 Hours — 10—1 and 3—6.
Munið símanúmerið A 6483 og pantiC meCöl yCar hjá oss.— SendiC pantanir samstundis. Vér afgreiéum forskriftir meC sam- vizkusemi og vörugæCi eru ðyggj- andi, enda höfum vér margra ára lærdðmsrika reynslu aC baki. — Allar tegundir lyfja, vlndlau, Is- rjðmi, sætindi, rttföng, tðbak o.fl. Mc Burney’s Drug Store Cor. Arlingrton og Notre Dame
Giftinga- og Jarðarfara- Blóm með litlum fyrlrvara BIRCH Blómsali 616 Portage Ave. Tals.: B-720 St. John: 2, Ring 3
A. S, BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur líkkistur og annast um út- farir. Æur útbúnaCur s& beztl. Enn fremur seíur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. Skrifst. Talsími: N-6607 Heimilis Talsími: J-8302
JOSEPH TAYLOR
Logtaksmaðtir
Heimatalsimi: St. John 1844
Skrifatoíu-Tals.: A-6557
Tekur lögtaki beeCi húsafleiguskuld-
if. veCskuldir og víxlaskuldir. — Af-
jreiCir alt, sem aC lögum Iýtur.
Skrifstofa 255 Maln St.
THOMAS H. JOHNSON
H. A. BERGMAN
£sl. lögfræðlngar.
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P. O. Box 1666
Phones: A-6849 og A-6840
W. J. Lindal. J. H. Lindal
B. Stefansson.
íslenzkir lögfræðlngar.
708-709 Great-West Perm. Bldg.
356 Maln St. Tals.: A-4963
Peir hafa einnig skrifstofur aC
Lundar, Riverton, Glmli og Piney
og eru þar aC hitta 6. eftirfylgj-
and timum:
Lundar: annan hvern miCvikudag
Riverton: Pyrsta fimtudag.
Gimli: Fyrsta miCvikudag.
Piney: þriCja föstudag
1 hverjum mánuCi.
A. G. EGGERTSSON
ísl. lögfræðingur
Hefir rétt til aC flytja m&l bæCi
1 Manitoba og Saskiatchewan.
Skrifstofa: Wj-nyard, Sask.
Seinasta mánudag I hverjum min-
uCi staddur 1 Churchbridge
Verkst. Tals.: Heima Tals.:
A-8383 A-9384
G. L. STEPHENSON
PLUMBER
Allskonar rafmagnsáhöld, svo sesn
straujám, víra, allar tegundir af
glösnm og aflvaka (batteries)
VERKSTOFA: 676 HOME ST.
Sími: A-4153. fsl. Myndastofa.
Walter’s Photo Studio
Kristín Bjamason, etgandi.
290 PORTAGE Ave., Wlnnipeg.
Nsest biC Lyceum leikhúsiC.
Islenzka bakaríið
Selur beztu vömr fyrir lirgsta
verð. Pantanir afgreiddar bæði
fljótt og vel. Fjölbreytt úrval.
Hrein og liptir viðskifti.
Bjarnason Baking Co.
676 SARGENT Ave. Winnipeg.
Phone: B-4298
I
MRS. SWAINSON
að 627 SARGENT Ave., Winnlpeg,
hefir ávaTt fyrirligigjandi úrvals-
birgðlr af nýtfzku kvenlwittunx
Hún cr eina ísl. konan. sem slfka
verzlun rekur í AVinnipeg. íslend-
ingar, látlð Mrs. Swalnson njóta
viðskifta yðar.