Lögberg - 31.12.1925, Blaðsíða 4

Lögberg - 31.12.1925, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG FIMTUDAGINN, 31. DESEMBER, 1925. Jögbecg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- ambia Preit, Ltd., (Cor. Sargent Ave( & \ Toronto Str.. Winnipeg, Man. - TalHÍmari >-6327 og N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor • " é T' % Utanáskríft til blaðsins: T((E eOLUN|BlfV PRESS, Ltd., Bo* 317i, WÍnnlpog, IRan- Utanáakrift rititjórani: EOiTOR L0CBERC, Box 3171 Winnlpeg, IRen. The ‘'Lögberg” ls prlnted and publlehed. by The Coluinbta Preee, Llmited, ln the Columbia Búlldlng. í»5 Sargent Ave., Winnlpeg, Manitoba. Farið að fjúka í skjólin. Það er kallað, að fokið sé í skjólin,^þegar skepnum er varnað skjóls, eða menn* hafa hvergi lxöfði sínu að að hálla. Skjólin, sem í þessu sambandi er talað um, eru margvísleg. Það eru húsaskjól, virraskjól, velgjörðamanna skjól, skjól laganna, skjól trú- arinnar og skjól máls og minninga. Um það, hvers virði að skjólin erú mönn- um, þarf ekki að rita langt mál. Það er hverj- um manni,v5em kominn er til vits og ára, skiljanlegt. En ef það skyldu vera einhverjir af hinum eldri mönnum, sem ekki hafa gjört sér grein fyrir því, þá má minna þá *á mynd, sem þeir fíestir munu kannast við og sem sýnir, hvaða áhrif að skjólleysið hefir í náttúrunni. Við munum mörg eftir uppblásnu melun- um og söndunum á íslandi. Sandarnir voru svartir og gróðurlausir, melamir grýttir og leirkendir og hvergi stingandi strá. Ásigkomulag þessara staða hafði ekki ávalt verið þannig. Melamir höfðu verið vaxnir viði og alls konar gróðri, og sandamir grasi- vaxnir. En svo fauk í skjólin og næðingarair eyðilögðu gróðurinn. Þannig er það líka í lífi mannanna, þjóð- anna og þjóðabrotanna, að skjólin era skilyrði fyrir lífi og andlegum gróðri. Þegar í þau f}rkur, er sömu eyðileggingarinnar að vænta í lífi þeirra og sjáanleg er í náttúrpnni. Vér erum að hugsa um skjól hins vestur- íslenzka fólks og um afleiðingaraar, ^ sem það og afkomendur þess verða að mæta, þegar í þau er fokið. Hver eru skjól Vestur-Islendinga? Hvað er það, sem hefir hlíft þeim frá þjóðeraislegri glötun og eyðileggíng í hinu nýja kjörlandi, eða kjörlöndum þeirra, á því fimtíu ára tíma- bili, sem þeir hafa dvalið þar? Það mun fáum dyljast/ Þtað er skjól trú- arinnar, tungunnar, og meðvitund þeirra um sameiginlegan uppruna og arf, og ekkert annað. N Hvernig hafa Vestur*-íslendingar farið með þau skjól? Hveraig eru þeir að fara með þau nú? Á fvrri árum gjörðu þeir all-mikið til þess að h'lúa að þeim, þá mynduðu þeir öfl- ug sambönd sín á meðal, 'aðallega á trúarlegum grundvelli, og hefir það verið hið sterkasta skjól þeirra fram á þenna dag. Og þeir mynd- uðu ýms önnur félög, sem líka hlyntu að þess- um skjólum á ýmsan hátt, með því að gjöra heildar-eininguna sterkari og meðvitundina um, að sameinaðir stöndum vér, en föllum sundraðir, skýrari. Nú virðist oss, að farið sé að fenna í morg þessi skjól á meðal vor, og yfir sum þeirra. Menn segja, að þetta sé eðlilegt, því skjól- in, eins og alt annað, verði að breytast með hinni breyttu aðstöðu þeirra til* þjóðfélaganna, sem þeir eru búsettir lijá, 1 þessu er að sjálfsögðu meira eða minna af sannleika, en þó getum vér gjörtr of mikið að því að reiða okkur á hann. Oss dylst ekki, að framtíðar-lehding hins vestur-íslenzka fólks er hið ameríska og can- adiska þjóðlíf, og. oss dylst ekki, að nú þegar eru margir menn og konur, sem fylli- lega eru í færum um að sigla í þá höfn. En oss dylst heldur ekki, að það er meiri hluti Vestur- Iplendinga, sem enn eru ekki við því búnir, og því upp-á íslenzku skjólin komnir nú, eins og vér aílir vorum áður. En hvaða skjóls er nú þar orðið að vænta? Oss finst, þegaf litið er yfir mannfélags- mál vor Vestur-Islehdinga, að í skjólin sé nú farið að fjúka, og þar sé ekki þess örvggis að leita, sem áðui* var. Þjóðfélags-einirrg vor Vestur-Islendinga riðar á barmi glötunarinn- ar, eins og mannfélagshöllin hjá Þorsteini Erlings.syni. % I Losið og lausungin á öllum sviðum lífs vors hefir aldrei verið mfeiri, en Bún er nú, og ósamræmið aldrei komist á hærra stig. Áður fyr gátum við komið okkur saman um einstaka mál. Nú ekki um eitt einasta. % Fyrrum höfðuy menn einurð til þess að segja hver öðrum til syndanna. Nú þegja all- ir og þumbast og íáfca hverja andstygð sem vera vill, læsa §ig í gegn um merg, blóð og bein. Samúðin, samvinnan og samtökin eru að hverfa úr félagsmálum Vestur-íslendinge, en sinnuleysið og síngirnin að koma í staðinn. Vér erum á leiðinUi út í andlegt berurjóður — út á gróðurlaust bersvæði uppblásið óg eyði- lagt, andlega talað. Vör höfum áður bent á hættuna, sem oss er búin,*ef vér snúum baki við íslenzku skjólun- um of snemma, og gjörum það á ný, og að þá liggTir ekkert fvril- oss annað en útjaðra- berurjóður hins ameríska þjóðlífs, og vonuð- umst eftir, að leiðtoga/ Vestur-Islendinga mundu bera gæfu til þess að stýra fram< hjá þeirri hættu, og loka ekki skjólunum íslenzku unz önnur værú fengin. Og ef til vill getur það að einhverju leyti tékist enn, því það er ekki samband vort við heimaþjóðiraar, banda- rísku og canadisku, sem hættunni veldur, held- ur sundrungin, lósið og ósamræmið hjá sjálf- nm oss, sem með ári hverju fer vaxandi og eyðileggur með öllu hin sameiginlegu íslenzku sígól vor, ef vér ekki sjáum að oss. The Oxford Book of Scandi- navian Verse. Bók, allstór, með því nafni, hefir oss bor- ist nýlega frá Oxford University Press, Tor- onto, prýðisvel úr garði gjörð og eiguleg. Með ári hverju eru bókmentir skandinav- isku landanna að vekja meiri og meiri eftir- t?kt í hinum enskumælandi heimi, og hinn am-, frái andi þeirra og form hins norræna skáld- skapar að ná meira haldi á mönnum þeim í hinum enskumælandi löndum, er Norðurlanda- málin skilja. Vér höfum oft spurt sjálfa oss að því, hveraig á þessu standi. Er það hin sérkenni- lega náttúra þessara landa, sem svo laðar'? Er það þunga-niður hafsins^sem þannig seiðir? Era það hlnir fannhvítu, voldugu fjallatind- ar, sem koma annara þjóða mönnum til þess að krjúpa í lotningu við rætur sér? Er það fegurð hins norðlæga sumars—hinar björtu voraætur, hið víða haf, hinar tindrandi stjöra- ur eða blikandi norðurljós, sem heilla hugi manna? Oss liggur við að segja, að það sé alt þetta og meira, samvaxið og samfelt atida skáldsins, sem yrkir. Það er hin margþætta^ hrejna og hugumstóra sál Norðurlanda-þjóð- anna, sem sker úr við hið rólega og tilbreyt- ingaminna líf sléttulandaþjóðanna. Bók þessari er skift í fjóra kafla eða deild- ir. -Fyrst er sýnishom af' ljóðagjörð Duna, og hefst með kvæði eftir Thomas Kingo og 1 endar á kvæði eftjr Johan Skjaldborg. Framan við ljóðaflokk dönsku skáldanna hefir Edmund Gosse ritað um ljóðagerð Dai^a all-rækilega á ensku. Þá kemur sýnhshorn norskrar ljóðagerðar, ' og hefir sami maður ritað formála fyrir þeim flokki,* þar sem hann rekur sögu ljóðagerðar Norðmanna nákvæmlega, -og bendir á stig- breytingar, sem hún hefir tekið á ýmsum tíip- um og þau skáldin, sem mest áhrif hafa haft á hana. ' .. Sem sýnishora norskrar ljóðagerðar frá 1807 er kvæði Johans Sebastian • Chammer- mever Welhaven, “Digtets Aand” og nokkur önnur kvæði eftir sama höfund. Henrik Wer- geland kemur næst með nokkur kvæði frá 1808—1845. Þá eru Andreus Munch og Jörgen Moe 1813—1882, íver Aasen 1813—1896, Aas- mund Olafsson Vinje 1818—1870, Ibsen, Bjöm- •son, Kristofer Janson, Wrlheím Krog, Nils Collet, Vogt og Sigurbjörn Obstfelder síð- astur. > '. Næst koma sænsku kvæðin, með formála eftir Edmund Gosse, langan og rækilegan. Er sá flokkur lengstur í bókinni, enda er þár líka um mest að velja. Flokkur sá byrjar á parti af kvæði Göraud Stjernhjelme: ,“Ur Herku- les” frá 1598, og endar á kvæði Anders öster- ling: “Landet í miif Dröm.” Síðast í bókinni er íslenzki kvæðaflokkur- inn. Formála fyrir honum hefir prófessor W. A. Craigie ritað, merkilega skýran. Prófess- or Craigie var áður kennari í engil-saxnesku. við Oxford háskólann, en kennir nú ensku við háskólann í Chicago. Hann er og einn þeirra manna, sem safnað hefir til ogomnið að orða- bokarútgáfunni heimsfrægu, sem kend er við Oxford háskólann (The Oxford Dictionary), sem er viðurkend að vera merkastg orðasafn, eða orðabók, sem til er yfir enskt mál. Sam- verkamenn 'Prof. Craigie við það mikla verk, voru lengst af þeir Marion Barclev og J. Mur- ray, sem nú eru báðir dánir, en Craigie heldur verkinu áfram enn, þó hann hafi flutt í burtu frá Englandi Og hefir unnið að því uppi- haldslaust í full tuttugu ár. Þessi íslandsvinur, og viðurkendi hæfi- leikamaður, gaf út fvrir tyeimur árum lestr- arbók á íslenzku. Eru leskaflamir valdir úr f^mmálinu, einkar smekklega, og fylgia þeim skýringar, sem sýna hve yfirgripsmikil þekk- ing mannsins er á íslenzku máli. /- Vér höfum heyrt, að hann hafi í hyggjji að gefa út aðra lesbók á fslenzku, og í henni eigi 1 að vera leskaflar úr fornljóðum íslendinga, Það þarf því enginn að furða sig á, þó prófess- or Craigie taki styrkum höndum á sögu Ijóð- listarinnar íslenzku í formála þessum, enda ber hann með sér, að próf#ssorinn er henni vpl kunnugur, og hann rekur hana líka nákvæmlega. Hann bendir á, að íslenzk ljóða- gerð beri sér-einkenni, sem auðkenni hana frá Ijóðagerð allra annara þjóða. Hvað það er, sem því veldur, segir hann ekki. Hann telnr íslenzkri ljóðaserð hafi staðið mest hætta af ó- vönduðum og bágbomum þýðingum andlegra ljóða eftir siðbótína, og að svo hafi kveðið mikið að því. að Guðbrandur bi.skup Þorláks- son hafi orðið að taka þar í taumana og vanda um við þýðenduraa og andlegu Ijóðskáldin, og að hann hafi, til þess að reyna að kippa form- fegurðinni í lag, gefið út Vísnabók 1612. Nýja frömuði í ljóðlistinni íslenzku segir hann þá Hallgrím Pétursson og Stefán ólafs- son hafa verið, sinn á hvoru sviði, Hallgrím á því andlega sérstaklega, en Stefán á því ver- aldlega, og bendir á, að verk þeirra manna beggja standist vel samanburð vjð það, sem bezt hefir verið ort á meðal skándmavisku þjóðanna á þeirri tíð. Sýnishorn íslenzkrar Ijóðagerðar í bók þessari hefst með kvæði Stefáns ólafssonar : “Meyjarmissir”; þrjú onnur kvæði eru eftir hann: “Raunakvæði”, “Spádómuf Odds” og “Sú fyrri öld”. Eftir-Hallgrírn Pétursson er . að eins einn sálmur, “Alt eins og blómstrið eina”, “Mansöngúr” eftir Þorlák Guðbrands- son, “Æ'fitíminn eyðist”, eftir t séra Björn / Halldórsson; “tJr . sumarkveðju”, “Vakn Skjóni”, “Stökur”, “Fátaíktin” eftir séra Jón Þorláksson, “Ástarlýsingar” og “Fótarmein- ið” eftir Sigurð Pétursson; “ Eddukenning- . ar”, “Sláttuvísur” og “Ástar-vísur” eftir Benedikt Jónsson Gröndal. “Island”, “Vet- urinn”, “Oddur Hjaltalín,” “Freyjukettir” og “Karlagrobb” eftir Bjarna Thorarensen, og “Guðs forsjá’, eftir Sveinbjörn Egilsson. — “Móðurjörð”, “Gestrisni”, “Skriðuhlaup”, “iS'káldið”, “Mansöngur”, “Gull ef finn eg”, “Ástin”, “Torfi og Tóa og “Prestur, eftir Sig- urð Breiðfjörð. “Þjóðfundar söngur”, “Um skáldskap”, “Að mér stjórnar tek eg taum”, “Mannalát”, “Sagt upp úr þögn”, ^‘Feigur Fallandsson’ og “Ellimerki1 eftir Bjálmar Jónsson; “ísland”, Gunnarshólmi” “Séra Þor- steinn Helgason” og “Lóa” eftir Jónas Hall- grímsson; “Island”, “Feðra minni”, ‘,‘Undir Svörtuloftúm”, “Á SvínadaJ” “Um Baraa- gull” og “Vöggukvæði’ eftir Jón Thoroddsen. “Helga fagra”, “Bergþóra”, “Draumaland”, “Konrað Gíslason”, “Sprengisandur”, “1 Syr- gisdölum” eftir Grím Thomsen; “Island”, “Tungan mín”, “Æ'skan” og “Sunnanför” etfir Benedikt Gröndal; “Veiztu hvað eg veit’^, “Von og ótti”, “Sæludalur”, “Tek eg það sem eign mín er”, “Manst þú eftir fyrri fundum?’, “Við lækinn”, ‘‘Ýlustráin’’,*“Tíminn’’, “Mán- inn og bróðir hans”, og ‘ ‘ Lífs er orðinn lekur knör”, eftir Pál ólaísson; “Island”, “Snæ- fellsjökull”, og “Hvar eru fuglar? eftir Stein- - grím Thorsteinsson; “"Eggert Ólafsson”, “Haf ísinn”, “Islenzk tunga” eftir Matthías Joch- umsson; “Fyrsti Maí”, “Lágnætti”, “Huldu- fólikið”, “I leyni” eftir Þorstein Erlingsson og “ Skarphéðinn í brennunni” eftir Hannes Haf- stein. Það er síðasta kvæðið í þeSsu sýnis- horni íslenzkra ljóða og eina kvæðið eftir þann höfund. Um valið á kvæðum þessara höfunda mætti að sjálfsögðu ýmislegt segja, en yfirleitt finst öss, að vel hafi tekist að sýna heildar yfirlit yfir íslenzka ljóðagerð á tímabilinu frá 1620 til 1922. I sambandi við valið á kvæðunufh tekur Mr. Craigie fram, að auðveldustu kvæðin hefðu verið valin til þess að þeir, sem ekki væru vel kunnugir málinu, gætu betur skilið þau. Frágangur bókarinnar er hinn bezti, og hún kostar, $2.50 í bandi. Sólaraflið. VerkfræSingur einn frakkneskur hefir nýlega gjört þá stafehæfingu, aö innan fára ára yrði sólar- geislinn notaður til aflgjafa í stað kola i öllum lönd- um hita- og tempraSa beltisins. Á einum stað í Sahara eyðimörkinni, sem er minni en tuttugu fermílur ummáls, streymir hitamagn frá sólinni daglega svo mikið, a5 árlega þyi'ftu um hundr- aS miljón tonn af kolum til þess aS framleiSa jafn- mikipn hita.' Fraþkar hafa þegar höndlað sólarhitann í Algeríu til þess aS hreyfa meS vélar, og sem bændur þar telja nú ómissandi. I Sudan hefir sóIarafliS gjörbreytt sléttunum, sem áður voru bronnar af hita, í fögur ak- urlendi og blómareiti. Þar er vatni dælt til vatnsveitu úr ám og vöínum eins og í Algeríu meS afli sólarinnar. Það er og búið aS innleiSa þá sömu aSferS á Egypta- landi og menn í Ástralíu og Afríku hafa verið* sér úti um vélar, sem meS sólarafli eru knúðar, og fyrir- spurnir hafa veriS gerSar frá Indlandi og Mesopota- míu un> kostnaS í sambandi við slíkar vélar og starf- rækslu þeirra. Þessar vélar, sem knúðar ,eru «ieð afli sólarinnar, eru starfræktar á eins auðveldan hátt og vatnshjólin gömlu voru. Aðal atriðiS i sambandi viS þær er spegill, sem dregur til sín sólargeislann og eykur hita- magn hans fimm til sexfalt. Frá spegíinum stafa geislarnir niSur á hituketil, sem vatn er í. Þegar vatn- ið hitnar myndast gufan, er knýr hreyfivél, sem er i sambandi viS ketilinn. Spegillinn er settur í rétta af- stöðu viS sólina aS morgni. Síðán hreyffist hann sjálfur eða snýst í samræmi og réttum hlutföllum viö gang sólarinnar þar til hún sest. í hitabeltis lönduft- um tekur minna en klukutíma til þess að hi-ta vatniS í •kötlunum, svo að vélarnar getr fariS aS vinna. 1 Algeríu, eins og víðar, þar sem vélar þessar hafa veriS innleiddar, ^hafa þær veriS aðallega notaðar tH þess aS dæla vatm, og lyfta þær mörg hundruS gallón- um á hverri mínútu, og á þann hátt geta menn náð nægu vatni til þess að veita á stór svæði án þess aS borga einn eyri fyrir eldsneyti. En nú hefir verksvið það, sem þær eru notaSar á, veriS fært út. Með afli sólarinnar eru stórar kommylnur knúðar, smávélar, sem notaðar em til aS mala gripafóSur og til þess að knýja rafvélar. f Innflytjendur kjósa sólarvélarnar. ' ViS innflytjendur mælir það meS þessum sól- knúSu vélum, að þær eru ódýrar og þægilegar í flutn- ingum, og hefir hagnýting sólaraflsins gefið innflytj- enduniun í Norður-Afrlku nýjar vonir, og því er líka að þakka, aS þúsundir ekra hafa þar veriS gjörSar frjósamar og arðberandi, sem áður voru i auðn. Ein af hagnýtustu sólknúðu vélunum, sem enn hafa veriS búnar til, er í Californiu. SpegiIIinn, eSa geislaleiSarinn er eins og regnhlíf í laginu, sem topp- urinn hefir vérið skorinn af. Að innan er þessi geisla- leiSari alsettur smáum speglum, sem þannig er fyrir komið, að geislunum frá þeim stafar beint niSur á hitunar ketilinn, sem er undir miSjum geíslaleiöaran- um. Ketillinn og geislaleiðarinn eru settir á undirstöSu úr stáli, eöa sem bygð er úr stálbitum á þann hátt, að ketillinn og geislaleiðarinn snúast eftir gangi sólar- innar. Þegar búiS er aS setja sjálfhreyfirinn á mörgn- ana í þær stellingar sem hann á að vera, þá heldur vél- in áfram allan daginn að vinna, ef menn sjá um að nóg sé af vatni í katlinum, sem líka er tempraö þannlg, að þegar vatniS kemst ofan aS vissu flatarmáli í katl- inum, opnast loka svo hann fyllist á ný. Vélar þess^r má færa úr einum staö í annan, eftir vild, og þurfa*N sáralitiö eftirht. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash & DoorCo. Limited Office: 6th Floor Bank ofHamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST, - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Souris Kol $6.50 tonnid Ódýrustuk olin að brenna að haustinu Thos. Jackson & Sons COAL—COKE—WOOD 370 Colony Street Eigið Talsímakerfi: B 62-63-64 I . r * \ f • 1 Þyriti ekki að vinna. Alt af var (jisll ovemsson tra Loni, i hugsunin um einhverja, sem sér .jbæri að greiða fyrir. Til dæmis, rétt áður en hún lagðist banaleguija, sem entist í fjóra daga, kom hér lítill idreng- ur, sem henni þótti hafa þunna vetlinga. Hún var þá nýbúin að prjóna eitt par, tekur það strax og lætur á litlu hendurnar, og það var rétt eins og hún yngdist upp I svipinm við að geta glatt barnið. Svona mætti lengi telja. Hún gleymdi ekki boði frelsar- ans: “það sem þér gerið einum mínum minstu bræðram, það ger- ið þér mér.” Sól í djúp er sígin, sveitin klæðist húmi, alt er hátt og heilagt hljótt í köldu rúmi, yfir öðling dáinn andar blíðum kliði. Drottinn signir daginn dýrð og helgum friði. Gísli liggur látinn, lo'kið heirís er stríði, hreinn að velli hniginn, húss og sveitar prýði, Víst er sælt að sofna signdur geislum björtum þeim sem vinblítt vakti vor í allra hjörtum. Lengi skein á “Lóni” ljósið þinna daga, dygð og göfgu geði geislar öll þín saga. Þér var ljúft að létta laga alt og bæta, þeim er ^rautir særðu þér var gott að mæta. Alt er einskis virði auður beims og menning, ef að andali skortir æðstu lífsins kenning. Það að verma veginn, vera bræðrum styrkur eiga ást, sem lýsir yfir tímans myrkur. Göfugur svanni grætur . góðan vin að beði. Stunda stjarnan tojarta styrkur þinn og gleði, hún og dætur hljóðar heitum fcrna tárum fyrir starfið fagurt fylgd á liðnum árum. Gísli, þú ert genginn, gröfin holdið vefur, Drottinn lífs og dauða dagsins launin gefur. æfin þín þar auðug, eftirdæmið bjarta, arfur ódáuðlegur, ást og vinar hjarta. M. Markússon. iSvo eftir að hún heilsuleysis vegna varð að þi&gja aðhlynningu af öðrum, þá þáði hún það með sífeldu þakklæti og hlýhug. Henn- ar síðustu orð voru, áður hún gaf upp andann, við konuna, sem stundaði haha: “Guð launi þér, blessunin, fyrir alt sem þú gerir fyrir mig.” Þá gleymdi -hún ekki að þalklka skaparanum fyrir handleiðslu hans á hinni löngu en oft þyrnum stráðu leið, sem náði yfir 84 ár. Hún sagði oft við mig, að sér fyndist hún geta dáið svo róleg og áhyggjulaus, af því hún skildi ekki eftir í heiminum nema einn góðan og atorkusaman son, sem hún fengi aldrei Guði 'fullþakkað, og sem hefði verið sér stoð og styrkur gegnum lífsbaráttuna. Hún þyrfti ekki að kvíða þvi, að hanp slepti sér út í agaleysi eða léttúð þessara hættu-tíma. Svo þakkaði hún Guði daglega fyrir sjón 'og heyrn, sem hún fengi að halda fram á þenna háa aldur. — Svo myndi hún nú, ef hún mætti við okkur mæla, þakka Guði síð- a3t en ekki sízt fyrir ráð og rænu til hins, síðastp og létt og friðsælt andlát/— Að síðustu þakka eg þér, kæra frændkona, fyrir alla á- gæta viðkynningu þennan 29 ára tíma, sem við svo oft hittumst á véginum, óskandi þér trúrra þjóna verðlaunum í hópi útvaldra. ______ Blessuð, veri minning þín. J- A. • Kveðja Fáeinar hugleiðingar vi?j líkbör- ur hinnar háöldruðu sómakonu Mrs. Guðmundar Jósephson, sem andaðist 20. nóv. síðastliðinn við Stony Hill P. O. Man. - Það er efst í huga mínum þegar eg fyrir rúmum 20 árum kyntist henni fyrst og alt af síðan, þá bjó hún blcínabúi ásamt fjölskyldu sinni hér í nágrenninu. Hún var þá hetja til allra framkvæmda, sí- felt veitandi og hjálpaði öllum, er leituðu' hjálpar til þeirra og það voru víst nokkuð margir, sem þurftu einhvers liðsinnis, því þá Voru allir nýbyggjar í nágrenni hennar og nýkomnir frá gamla landinu og flestir fátækir. Henni var sönn ánægjá í að gera gott. Hjálpsemi og skyldurækni voru auðkenni framkomu hennar til síðasta. Svo eftir 7 ára búskap hér í ná- grenninu' við okkur, létu þau af 'búskap og maður hennar andaðist skömmu síðar. Eftir; það var hún til og frá 1 þessari bygð alt af með hjálpandi og starfandi hendur þar sem þörfin'fyrir aðhlynningu hjálp var brýnust. Það var eins og henni fyndist hún væri amfna eða móðir allra, sem eitthvafi amaði að og áttu' við erfið kjör að búa. Henni fanst hún aldrei mega leggja árar í bát, þó kraftarnir þverruðu og heilsan bilaði og hún j----------- DÁNARFREGN. Á föstudaginn 23. okóber a. I. lézt að heimili sínu Sigríður Frið- riksdóttir Jónspon, 74 ára að aldri. Sigríður sál. var fædd árið 1350 að Kaldranesi í Bjarnarfirði við Steingrímsfjörð. Foreldrar henn- ar'voru þau ihjónin Guðrún Jón. atansdóttir og Friðrik Jónpson. Flutti hin látna með fiölskyldu sína til Ameríku arið 1888 og settist að í Þingvallanýlenðu, þar sem hún þjó í nokkur ár. Lifði hún þar næst í bænum Portage la Prairie, .en yfir 30 síðastliðin ár bjó hún með syni sínum Maris í nánd við Manitobavatnið skamt frá Big Point og fyrir norðan Langruth, þar sem hún lézt. — Fjögur börn eftirlifa hana: Guð- rún, gift á íslandi; ,Maris, aðal trausta-stoð móður sinnar allan síðari hluta æfi hennar; þá Jón- Ina, gift Birni Halldórssyni að Langruth, og Jóhannes, giftur hérlendri konu og til heimilis í Winnipeg. — -Sigríður sál. var í góðu meðallagi skynsöm og skemtileg í viðtali. Hún var gest- risin og brjóstgóð við alla, \ sem bágt áttu. Dugnaðar og vinnu- 'manpeskja var hún með afbrigðm, eins og sjá má af því að ala upp og koma /til manns að mestu hjálparlaust þei.m börnum sínum, sem eru í þessu landi. — Hvili hún rólega í Guðs friði, eftir erf- itt en vel unnið dagsverk. \ /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.