Lögberg - 31.12.1925, Blaðsíða 7

Lögberg - 31.12.1925, Blaðsíða 7
LÖGBERG FIMTUDAGINN, 31. DESEMBER, 1926. BIs. 7. Guðlög Lára Goodman F. 8. maí 1917. D. 4. maá 1925. * ÍKZX) Við horfum yfir dimma sorga-dalinn, í döprum hjörtum kveður feigðar-lag, því nú er vorsins vonargeisli falinn, sem vermdi okkur' liðinn sælu-dag. ó, ljúfa dóttir, leið þín öll er gengin, hún lifir sæl í okkar minnis-bók, á sólarhæðum fögur vist er fengin í faðmi drottins, sem að gaf og tók. Þú brostir okkur blítt á fömum vegi, evo björt og hrein sem vorsins morgunrós en nú er sorg, í nóttu breytt var degi og nú er slokknað fagurt vonar ljós. Þín unga sál var sólin okkar daga, við syrgjum heitt, en þökkum fagra gjöf. Þitt skeið var stutt, en sæl og ástrík saga nú signir ljósum þína hljóðu gröf. Vér skiljum ekki háa herrans vegi, þá hníga blómin kær á vorsins tíð, en trúin lýsir leið að ssélla degi og lofar sambúð eftir dagsins stríð. Fyrir hönd foreldra hinnar látnu. ^í. Markússon. ■ i ' mw — “Sá hlær bezt, ^ er síð- ast hlœr.,, Andstæðingar og hatursmenn sannleikans hafa æfinlega hlegið dátt um stundarsakir. Sannleik- urinn er aldrei tízlcufífl og verður því oft hlátursefni tízku-trúar- bragða þjónanna. En á skammri stundu skipast veður í lofti, seg- ir máltækið, og svo hefir jafnan farið, að eftir “hlátur hefir kom- ið grátur.’' Hinn vondi Haman var hreykinn og hló dátt í huga sínum, er hann fór á fund hins volduga konungs um morguninn, til þess að biðja um að Mordekai yrði hengdur í fimtíu álna háa gálgann, sem hann hafði reisa látið; en hann sneri heimleiðis ekki hlæjandi, heldur nær því grátandi, og áður en dagur var liðinn, hékk hann sjálfur í gálg- anum. Óvinir Daníels fóru hreyknir og hlœjandi til hvíhi ainnar kvöldið, sém Daníel var kastað í ljóna- gryfjuna; en hláturinn fór af næsta dag, er þeir lentu þar sjálfir. Og svona hefir margur á liðnum öldum grafið öðrum gröf, en fallið í hana sjálfur. Þetta ber við enn og getur marg- endurteikið sig. iMr. C. Darrow og fylgjendur hans hafa lagt mikla stund á að gera Mr. W. J. Bryan hlægilegan og málefni það, sem hann varði. En eg er einn þeirra fáráðlinga, sem Mr. Darrow munnglentur kallar, sem trúi því, að ekki muni langt að bíða þess, að sá hlátur breytist í grát, þegar Mr. Darrow og hans líkar hafa með lífshug- sjónum sínum, sem þegar hafa sýkt menningu vorra tíma, leitt hana í pyttinn. “Hvar fékk Kain konú sína,” var ein af þeim mörgu viturlegu spurn ingum, sem Mr. Darrow setti fram. Því ekki að spyrja um konu Abels. gat hann ekki líka verið giftur. Eða þá um konu Sets, eða þá um konu Enoss, eða konu Kenans. Kvar fengu þeir allir konur sín- ar? Veit Mr. Darrow nokkuð um hve gamall Kain var, er hánn sett- ist að með konu sinni fyi'ir austan Éden? Veit hann nokkuð um hve marga syni og dætur Adam hafði eignast þá, því það er sagt í frá- sögninni, að Abel varð hjarðmað- ur, en Kain jarðyrkjumaður. Þá voru- þeir báðir orðnir fullorðnir. Svo segir: “og er fram íiðu stund- ir,” þá færðu þeir fórnir, en veit nú nokkur hve langt það var frá því að mannkyninu fór íft fjölga, þar til Kain drap bróður sinn. Gátu þeir ekki báðir verið giftir þá? Giftir hverjum? spyrð þú. Giftir systrum sínum auðvitað, Því það var eini vegurinn til þess að mannkyninu fjölgaði, hvort heldur fjrrsta parið var skapað af Guði, eins og vér trúum, eða það varð til á einhvem annan hátt, eins og nýtískutrúarbrðgðin halda. "En”, myndu Mr. Darrow og hans líkar spyrja, “er ekki sagt að Kain findi konu sína þarna aust- nr frá.” Já, hingað nær vizka og biblíuþekking andstæðinga hennar. Þetta læra þeir allir hver af öðrum og götustrákunum. Þeir halda sig allir vera merka vísindamenn. Þeir eru vel að sér í getgátum og kalla ólærða jafnt sem lærða "fáráð- linga,” en vísindamenn þá "ó- merka,” sem ekki gerast taglhnýt- ingar ( apakenningar fialarófu þeirra. Bn er tíl þess kemur, að leita að þekkingu hjá þeim á bók- inni, er þeir vega að, þá vita þeir minna um hána, heldur.en verj- endur biblíunnar vita um ágizk- ana kenningariþeirra. Höfundur þessarar greinar er ekki gamall maður ennþá, en oft hefir hann fengið þessa spurningu sem lærði maðurinn Mr. Darrow líka setur fram. “Hvar fékk Kain konu sína?” Allir hafa þeir lesið þetta upp úr einhverjum öðrum, en ekki biblíunni, því hún segir, og taktu nú vel eftir: “Þá gekk Kain burt frá augliti Drottins og séttist að í landinu Nód fyrir aust- an Eden. Og Kain k e n d i konu sinnar, og hún varð þunguð og fæddi Henok.” 1. Mós. 4, 16, 17. Sjálfsagt getur lögfræðingur gert mun á þessum tveimur orð- um: “kendi” eða “fann.” Þar er ekkert sagt um að Kain hafi fund- ið konu sína. Hanri átti hana auð- vitað er hann settist að þarna fyrir austan Eden. Þar er aðeins tekið að segja frá, hvað út af honum hafi fæðst, þvi þar er fljótt yfir sögu farið og hver talinn upp eft- ir annan. Enska biblíu-þýðingin, sem Mr. Darrow átti og á aðgang að, er eins skýr um þetta atriði, hún segir: “And Cain knew his wifé, and she conceived, and bare Enoch.” Það þarf slunginn lög- mann til þess að finna út úr þess- ari setningu, að þar sé nokkuð átt við að Kain haifi fundið konu í landinu fyrir astan Eden. Það er mesta undur hvað and- stæðingar biblíunnar geta ætlað höfundi hennar heimska, að ætla höfundi fyrstu Mósebókar það, að þegar hann rétt er að sleppa orð- unum um að Eva hafi orðið “móðir a 11 ra, sem lifa” að hann þá fari að tala um að Kain hafi fund- ið konu einhvesstaðar annars- staðar, af einhverri annari þjóð. Það eitt sýnir hverjum óreið- um manni, hve velvaldar rökfærsl- ur Mr. Darrow’s voruj er hann segir að enginn “kristinn s k y n- s a m u r maður á jörðinni trúi” því, sem Mr. Bryan var að verja fyrir réttinum. Það væri reynandi að lófa Mr. Darrow að kynnast dálítið öllum þeim, er trúa þessu, lofa honum að vinna með þeim, fara á- sjó með þeim, slá og raka með þeim, smíða, versla, mála og vinna hvers kyns vinnu, stunda nám með þeim, iðka list og íþrótt- ir, og sjá svo, hvort honum tækist að sanna, að enginn þeirra væri “skynsamur.” Það þarf hvorki lög- mann né skynsaman mann til þess að geta belgt sig upp með órök- studdar staðhæfingar.’ Menn, sem eru ráðalausir með þennan hugsaða konufund Kains, eru vanalega ráðalausir líka með þessa setningu: “Hver, sem hittir mig, mun drepa mig.” Það er svo sem gefið, hugsa þeir, sem æfðir erú í að gizka, að Kain bjóst við að einhver annar af afkomendum Adams, mtindi finna sig og hefna Abels, en fyrir hvað átti þá ein- hver, sem ekkert var skyldur Abel, að hefna? Kain hafði aldrei séð mann deyj^, nema bróður sinn Abel, sem hann drap. Kain þekti ékki dauðann ððruvísi. Eðlilega gat hann því hugsað, að hann mundi 'halda áfram að lifa, mönnunum mundi fjölga ört á jörðunni, og séinast mundi einhver finna hann, þótt hann fæli sig, og drepa sig. Þessi, sem Kain var hræddur um að einhverntíma kynni að finna sig, gat þessvegna auðveldlega verið afkomandi Adams og Evu. Flestar munntuggur andstæð- inga biblíunnar eru líkar þessari um konu Kains. Rangfærslur ein- tómar og hugsanavillur. En þegar til kraftaverka þeirra kemur, sem biblíán talar um, og sem ekki verða samrýmd, við náttúruvísindi, þá gleyma þessir menn þlú, að fylgj- endur biblíunnar gera enga kröfu til að skilja þau, þeir aðeins trúa þeim, því það, sem skilið verður, er ekKi yfirnáttúrlegt, og það sem ekki er yfirnáttúrlegt, er ekki kraftaverk. Trú er annað en skiln- ingur. Menn þurfa ekki að trúa því, sem þeir geta rannsakað til fulls, séð, þreifað á eða skynjað að eðlilegum vegi. Trú þ^rf til þar sem þetta ekki kemst að, og það er einmitt trúin, sem kristnir menn hafa kept eftir, því hún er aflið, sem sigrar heiKiinn og gerir mann- inn farsælan í sínum björtu von- um, er trúin sjálf tendrar og þeim fyxirheitum Guðs, sem hún umlyk-. ur manninn með. Þegar vér, sem nú lifum, ekki einungis á “The Age of Reason/’ heldur líka á öld þekkingar og tækifæra, og höfum öSlast ein- hverja þekkingu í bibliunni, sög- unni og því sem fram fer, — för- um að lesa bækur þessara manna, eins og bókina eftir Thomas Paine, og hans núlifandi lærisveina vit- lausu spurningar, þá rekur oss í rogastans að sjá, að hve miklum flónum þeir hafa gert sig, og peð hve mikla lygi þeir hafa farið sjálfir, er þeir hafa verið að súnna að biblían væri “þvílík lygabók,” eins og Thomas Paine orðar það á einum stað í bók sinni. “Þeir hafa umhverft sannleika Guðs í lý?i. og göfgað og dýrkað skepn- una í 8tað skaparans” . . . “Þeir þóttust vera vitrir, en urðu heimskingjar.” Róm. 1, ^l, 25. Þessar greinar eru mjög íhug- unarveíðar, einmitt nú þá íor- kólfar menningarinnar sjálfir staðhæfa, að þeir séu að snúa sér frá skaparanum og að skepnunni, frá skapandi almáttugum Guði að eintómri náttúrlegri framþróun eða þá hugsaðri breytiþróun. En vissulega munu ávextir trésins bráðlega sýna hvers eðlis það er. Pétur Sigurðsson. ■ »-i------ Heimili frumherjans. Erindi flutt 23. ágúst 1925. í Minneota, Minn. Sólin er bjartari, stjörnurnar skærari og loftið ylmríkara — kveður heimþráin í hjarta hlns fjarlæga föðurlandsvinar. Marglr útlendir ferðamenn hafa lokið lofsorði á ísland, svo það eru ekkl aðeins föðurlandsvinir, sem finna náttúrufegurð |og yndisleika á Ts- landi, í ríkari mæli en víðast ann- arsstaðar. Það eru nú liðin 50' ár (4. júlí 1875) síðan fyrsti inn- flytjendahópurínn frá þessu töfra- landi, íslandi tók sér bólfestu á Jþessum stöðvum. Einmitt á 4. júlí 1925. Á 4. júlí 1875 kom Gunn- laugur Pétursson frá Hákonar- stöðum á Jökuldal og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir, frá Snjóholtí, börn þeirra Jón og Kristín Ingi- björg.-fóstur og bróðurdóttir konu Gunnlaugs,' Guðbjörg Runólfs- dóttir og einhleypur maður Pétur Pétursson. Þannig voru sex í fyrsta íslend- ingahópnum, sem hingað flutti. Frá þessum stofni breiddust svo út íslendingabygðirnar í kringum Minneota, Minnesota. En af þess- um allra fyrsta hópi er nú (23 ág. 1925) eftir lifandi aðeins Guð- björg Runólfsdóttir gift Norð- manni Ole Thone, búsett í Minne- apolis, Minnesota. Um margra ára skeið komu' svo hópar íslenskra innflytjenda hingað á eftir Gunn- laugi og Guðbjörgu; voru það ætt- ingjar, vinir og svei.tungar þessara hugdjörfu foringja. Hátíðahalds- nefndin bað mig að ræða um “Heimili frumherjanna” — Heim- ili frumherjanna.” ó, að eg gæti þig göfgað sem skyldi,” en þar á skortir svo ótal margt. “Mig vant- ar ve^leg klæði,” eg á því miður engrin fagran íslenskan búning til að klæða hugsanib mínar i. Svo finst mér að heimilið sé svo há- leitt umtalsefni, mér finst eg heyra rödd, sem segir — dragið skó af fótum yðrum, því hér er heilagur staður.” Við rhegum óhætt segja með Thomas Gray: Let not am- bition mock their useful toil, their homely joys and destinies ob- scure, nor Grandeur hear with a disdainful smile, the short and simple annals of the poor. Heimili- frumbyggjanna íslensku voru yfirleitt svipuð heimilum annara frumbyggja hér nema það sem íslendingar notuðu frekar torf til bygginga því þá list kunnu þeir vel að heiman. Torfkofar og kjallarar voru vanalegustu húsln, logg hús — bjálkakofar voru ekki algengir, eflaust meðfram vegna þess að slétturnftr hir voru lítt skógi vaxnar. Timbur til bygg- inga lítt fáanlegt, og ekki efni til að kaupa það. Peningamenn stóðu ekki úti með opna arma að bjóða “lán” — kunnu betur við að sjá úr hverjum toga þessir innflytjend- ur væru spunnir enda innflyfi- endur sjálfir ófúsir á að taka lán að lenda í skuld vár flestum þeirra óumræðileg tilhugsun. En sú sæla að geta flutt £ kofann, þá ákildu menn til fulls merking orðanna: “Bú es betra an biðja sé, halur es heima hverr; þótt tvær geitur eigi og taugreftan sal. þat es þó betra en bæn.” ^a var ^' fataskifti. Vökutíminn allur geng- oft væri þrongt i bui og þrongt til ... , öllu horfin. Nú er allur helmingur þjóðar þessarar orðið þurrabúðar- fólk í borgum og hefst við í ‘“her- bergjunum, þar er heimilisstörf- in fyrir flestum í fjölskyldunni eru lítið annað en að sofa og hafa húsa, — svo hefir gömul kona sagt mér. Hún sagði — “Eg fæ ekki skilið í því. í fyrri daga vorum við svo glöð, allir ávalt velkomnir al- staðar. Þá frávísaði maður ekki. En nú <— við erum varla velkomn- ir gestir þó okkur sé boðið, hús- búnaðurinn er svo gljáandi, gólf- dú'karnir sto djýrir að maður ma helst ekkert snerta — í fyrri daga bygði maður kofann til að búa i honum og naut íbúðarinnar með á ( nægju. Önnur kona sagði mér — þegar við gátum flutt í kjallarann okkar, ósköip þótti okkur vænt um. Húsc búnaðurinn var stó og eitt rúm- stæði og þrjú íslensk koffort. I koffortunum höfðum við fötln okkar, rúmfatnað, rokk, kamba og ofurlítið af ull. Stærsta koffortið notuðum við fyrir matarskáp og borð en hin tvö fyrir sæti þangað til um jól. Maðurinn vann alt af um haustið hjá öðrum meðan nokkra vinnu var að fá, gaf sér ekki einu sinni tíma til að grafa brunn. Hún sótti vatnið heila mílu vegar, til Svía, sem þar var bú- settur, “þau voru svo ósköp góðir nágrannar og vatpið svo indælt.” Svo sagði þessi hetja. 'Hún greip skjólurnar þegar -börnin voru sofnuð, og hljóp — hljóp heila mílu og hljóp til baka með tvær vatnsfötur fullar. Guðbjörg kona Gunnlaugs gekk líka þrjár mílur á hverjum morgni til að binda á akri hjá norskum bónda, sem hún vann hjá sumarið, sem þau komu hingað. Börnin voru ein á daginn en hún var heima á nóttum, gekk kvölds og morgna þrjár mílur hvora leið. Þetta var æfi frum- byggjanna erfið, sjálfsafneitun. Þeir neyttu síns brauðs i svéita síns andlitis, það var ærlegt b.less- að brauð og fólkið lifði sælt. Það fólk hefir vissulega beðið — “Mitt yerklag og miskunn þlna mér lát vera unun mína.” Og það fékk bænheyrslu; guð bænheyrði þessa starfsömu, at- orkusömu biðjendur. / Vissulega voru dagar frum- byggjanna gull-öld heimilisins í Ameríku. Á heimili frumbyggjanna störfuðu allir, jafnt börn sem for- eldrar, þar voru engin hin svo köll- uðu þægindi, að eins fátt af nauð- synlegustu hlutum en þrátt fyrlr það var á þeim heimilum skóli iðju semi og sparsemi, skóli atorku og fyrirhyggju, skóli sjálfstæðis og sjálfsþroska. Þá bjó fólkið nærri náttúrunnar hjarta, umgekst skepnurnar, passaði þær vetur og sumar, og sú er skemsta leiðiu til skaparans. Ullina unnu menn í allskonar fatnað vandaðan og fagran ekki síður en nauðsynlegan já, blómin voru tínd og notuð í lit — gult, rautt grænt eða brúnt og blátt, blómin voru um alla sléttuna óendanlegu. Það getur varla talist mikil kúnst að ganga í búðina og kaupa litar- bréf með öllum reglum áprentuð- um, hjá því að búa sér fyrst farv- ann úr grösum og blómum og lita svo. Nú er auðvitað öldin önnui;, blessuð blómin, því nær horfin með öllu. Stórir plógar ágirndarinnar hafa útbygt blómunum. Ágirndin getur af sér stórhuga, stórhugur steypir í skuldir, en fyrir skuldum flýr hjartans rósemi og sálarfrið- ur. Því var líf frumbyggjanna ó- endanlega sælla en líf seinni kyn- slóða. íslensku frumbyggjarnir voru ekki jarðyrkjumenn, þurftu að mestu að læra þá iðn af nágrönn- um sínum af öðrum þjóðflokkum hér en íslenska fólkið kunni ö- endanlega mikið meira að gripa- hirðing tóvinnu og matargerð, og mikill harmur er mér það að við dætur frumbyggjanna íslensku kunnum ekki að spinna og prjóna og matreiða eins og mæður okkar. Það sást best á árum heimsstyrj- aldarinnar að engar koriur kunnu að taká í rokk nema íslenskar konur. í Dakota vantaði band og konurnar fóru að spinna öjlum til mestu undrunar og sjálfum sér til stór sóma. Sama er um mat að segja, ef íslenska fólkið hefði haldið áfram að búa til íslenskt skyr og annan mjólkurmat og þann ágætis mat, sem það kunni að búa til úr innyflum úr skepnum og kent þa íþrott öðrum þá hefði það Gamalt fólk slitið af erfiði lifs. lagt goðan skerf • til menningar þessarar þjóðar — “því matur er ur til skóla, vinnu eða skemtana fjarri heimilinu. Kirkja og skóli hrökkva skamt þegar heimilið með sínum áhrifum er liðið undir lok. Brejdingin, frá því sem var á dög- um frumbyggjans, er stórkostleg og að sumu leyti hræðileg. Okkar týnda Paradís er heimilið — heim- ilið þar sem sönn heimilis- elska, sannur heimilisfiður og sönn á- nægja haldast í hendur. Gefi góð- ur Guð oss íslpndingum að geta varðveitt minning heimila feðra okkar með því að endurreisa heim- ilishugmyndina í meðvitund þess- arar þjóðar. iSvo send^im við ættlandinu gamla kæra kveðju og segjum með skáldinu “Þið þekkið fold með bliðri brá og bláum tindi fjalla og svanahljómi, silungsá og sælu blómi valla. og bröttum fossi, björtum snjá og breiðum jökulskalla drjúpi”ana blessun drottins á um daga heimsins alla.” Mrs, J. A. Jósefson. íHugleiðingar í sambandi við sjúkrahússbygg- ingu Isfirðinga 1925. Faríseinn í musterinu forðum hrósaði sér af því, að hanri gildl tíund af öllu, sem hann ætti, og hann þóttist uppfylla lögmálið Svo liðu um 1000 ár. Vegna sérstakrar lýðhylli tær Gissur biskup ísleifsson komið þvl til leiðar að íslendingar lofa að borga tíund til hinnar kaþólsku kirkju. Það þótti þungt lögmál, en því var hlýtt. Menn á þeim tímum entu það sem lofað var. Síðan eru liðin rúm 800 ár, ennþá helst skatt hugmyndin, en með aldrinum;hefir húfl- versnað, orðið margbrotnari og þyngri. Þegar allar núgildanái kröfur eru samanlagðar, þá gjalda sumir í þessum, bæ nærfelt 10% í árlegt gjald til bæjarþarfa, Stærstu gjaldaliðirnir eru: hjálp til fátækra og ellihrumra og þar- næst til að menta hinn uppvaxandi lýð, að ógleymdum yerklegum framkvæmdum. Margir eiga erfitt með að upþfylla þetta lögmál. En það er ekkj "þar með búið; á eftir kemur landssjóður og heimtar 20% í óbeinum sköttum af margri þeirri vöru, sem nauðsynleg er til lífsviðurhalds og maður verður að beygja sig undir Iögmálið. Vitan- lega heyrist oft kallað fyrir kosn- ingar og á þingmálafundum: Vér skorum á hið háa Alþing að gjöra þetta eða hitt, en það er undir hæl- inn lagt, hvort þetta hróp finnur náð hjá fulltrúunum. Á fimtándu öld herjaði svarti •dauði tvisvar hér í landi og var storhöggur. Héilar sveitir láu því nær í eyði. Voldugur og vesæll urðu að beygja sig í duftið. Og í seinni plágunni flýði ríkasta kona landsins, ólöf Loftsdóttir, frá Skarði norður í land með 18 menn en’kom aftur með 4. Nú á dögum flýja menn til ann- afa landa til að leita sér lækninga. Sutnir koma aftur með nokkra von aðrir vonlausir, sumir deyja þar líkt og menn ólafar ríku. Það er þungt lögmál.. En nú er það ekki svarti dauði, sem herjar í landi, nú er það hvíti dauði. Hann fór hægt og bítandl, en er þó orðinn búsettur í hverjum hreppi landsins. Hann tekur ár- lega þungan skatt. Gott sjúkrahús er talið að vera ein sterkasta vörn- in til að létta þeirri skatt-byrði. í Jíknarstarfseminni hefir kven- fólkið oftast gengið á undan alt frá ensku kvenhetjunni, Florence Nightingale, til vorra daga. Hún var líka sem heiðursborgari í stór- borg heimsins, London. Hér eiga líka konur góðan þátt í líknarstafi í þessum bæ. Þfegar maður fer um erlenda bæi sér maður á helztu • byggingum ýmsar yfirskriftir. Yfirskriftin & að tákna það starf, sem fram fer þar innandyra. Á eiani stórri mentastofnun í Ameríku sá eg þessa yfirskrift: “Þekking er afl.” Þið sjáið hér yfirskriftina: “Sjúkrahús ísafjarðar.” Þið vitið hvaða starf þar á fram að fara það er þögult starf en blessunarríkt. ins fær mikla hjáljp í Nuga- Tone. Það vinnur verk sitt fljótt og vel, Þúsundir manna fá ótrúlega hjálp á fáum dögum. Nuga-Tone gefur slitnum taugum þeirra og vöðvm aftur líf og fjör. Byggir upp rautt blóð, sterkar taugar og eykur undursamlega orku og a- ræði. Veitir góðan svefn, góða matarlyst, góða meltingu og góðcr hægðir og mikinn dugnað og á- huga. Ef þér liður ekki sem bezt. þá ættir þú sjálfs þín vegna að reyna meðalið. Það kostar þig ekkert, ef þér batnar ekki. Það er bragðgott og þér líður strax bet- ur. Ef læknirinn hefir ekki þeg- ar ráðlagt þér það, þá farðu sjálf- 1 ur til lyfsala.ns og fáðu flösku af Nuga-Tone. Taktu enga eftirlík- ing. Reyndu það í nokkra daga, og ef þér batnar ekki, þá sikilaðu afganginum til lyfsalans og hann fær þér peningana. Þeir, sem búa til Nuga-Tone, vita vel hvað það gerjr og þeir legg.ia svo fyrir alla lyfsala, að ábyrgjast meðalið og mannsins megin” og sálin verður þrótt- og þroska meiri, þegar hún á sér að hraustan líkama. Karl- mennirnir voru líka smifsir á timb- ur, járn og gull langt fram yfir aðra samferðamenn sína. En fólk- ið, þótt fátækt væri átti líka bæk- ur og unni bókmentum óteljandi sögur, kvæði og ljóð voru á allra tungu og oft var það að raula eða syngja. Nú eru börnin alla dagd á skóla, alt kvöldið á nefiílu í lexí- um og taka þar af leiðandi lítinn eða engan þátt í heimilis störfum eða heimilis umhyggju, í bæjunum varla að foreldrar og börn sjáist nema endrum og sinnum— “Svona er feðrapna frægð fallin í gleysku og dá.” Maður hejn-ir nú úr mörgum átt- um kvartað yfir því að heimilis áhrifin séu horfin, er það síst að furða þó svo sé því heimilin, eins ,, , - . . , , . oir við hektnm hin í æ<jkn fvrir sklla aftur borguninni, ef þu ert V1® Pektum Pau } œ,sku fynr ekki ánægðun Meðmæli og til 30—40 arum eru nu nálega meðsð]u hjá öllum lyfsölum. Það er von rist á harðan stein. Vonandi tekst og bestu íslending- um í nútíð og framtíð að beizla ljósið í verklegum og andlegum efnum, og láta það færa lækning beygja hvíta dauða undir lögmál- ið: “Þekking er máttur.” Með trúna á það að þekking sé níáttur má mikils vænta, því hér er opnað í dag veglegasta sjúkrahús íslnds. Vonandi þurfa færri að flýja. En það gæti verið önnur ástæða til að flýja. Ákveðnar raddir hafa heyrst um það að hér væri komini, nýr baggi, sem varla verði lyft. Framtíðin dæmir um það, en í fljótu bragði séð, gengur það kraftaverki næst, ef hægt verður að koma því þannig fjTÍr, að það ekki auki skatt-byrðina að mun, þegar jafnað verður niður, en hin nýja kynslóð vill auðsjáanlega hafa eitthvað stórt til að berjast fyrir. “Hvernig sem stríðið þá og þá er blandið”. Þetta var hvatn- in& til Isfirðinga um leið og til allra íslendinga á Nýjársdag^lÐOl. Þetta eru orð skáldsins Hannesar Hafsteins, þáverandi yfirvalds í bessum bæ. Nú eru liðin 25 ár síðan, skáldið dáið og með honum margir mætir Isfirðingar, sem í orðsins fylsta skilningi hafa elsk- að, bygt og treyst á landið. Margir hafa síðan flúið þennan bæ til Reykjavíkur eða annara landa. En svo hafa komið aðrir fuglar, aðallega að norðan og austan og sest á þeirra yfirgefnu hreiður. En gæti maður nánar að, þá eru þar ekki alt kaldegg, nei og aftur nei. Eggin eru glæný og þar er líka víða dúnn í hreiðri. Og þessir nýju kraftar hafa náð undirtökun- um á bænum. Kæru tilheyrendur. Margir af ykkur þeim eldri hafa staðið og horft í seinasta sinni á það sem þið hafið elskað mest í þessu lífi. Eg segi þessvegna við hina yngri. Komi* 1 það fyrir að þið eigið eftir að standa i þeim sporum þá verið viss um að það eru raunaspor. Ungur maður stendur á tíma- mótum æsku og þroskaskeiðs, segj- um 25 ára. Líti hann til baka, heflr æfin verið einn sólbjartur júní- dagur. en þá hefir alt 1 einu hlaup- ið snurða á lífsþráðinn. Hvíti dauði eða annað fár hefir orðið á vegi hans. Það syrtir í lofti. Hann horfir í síðasta sjnn á það, sem honum var kærast í þessu lífl; framundan er myrkur og dauðl. En langt úti í myrkrinu rofar fyrir ljósglætu. Það er sjúkrahús. Gott sjúkrahús. þangað er flúið. Særður íslenskur hermaður lá á sjúkrahúsi í Englandi. Hann skrif- ar móður sinni á þessa leið: “Undir núverandi kringumstæð- um er eg kominn á besta staðinn ð jarðriki. Eg er kominn á gott sjúkrahús.” Þrem máuðum síðar va*- hann orðinn heill og þvínær ferðbúinn til Canaida en þá kom Ze.ppelin- loftfar lét falla sprengikúlur á sjúkrahúsið. Gaflinn fór af hús- imi og rúmin, sem næst stóðu, hrundu út á gðtuna. íslendingur- inn var dáinn. Drepandi sprengjur falla oft yfir góð málefni. Gangið alörei í þá herfylking. ísfirðingar hafa átt því láni að fagna að hafa átt sjúljrahús, en vaXandi aðsckn hefir sýnt að það er í alla staði of lítið. Þegar það var bygt, árið 1897, voru bæjarbú- ar hér um 1000, en nú eru þelr 2000. Hér í þessum bæf eða réttara sagt á þessari Eyri hefir verið kirkju og prests-setur nærri 600 ár. Verslun af ýmsu tægi í 350 ár. Brimarar, Hamborgarar, kon- ungsverslun, frjáls verslun, og nú sem stendur frjáls verslun og ein- okun. En læknar hafa aðeins ver- ið hér búsettir í 77 ár. Fyrstur þeirra var T. P. Weyvadt, kom 1848 og var til 1852; þá annar danskur læknir,’Clausen að nafni kom hingað 1853; þá Þorvaldur Jónsson frá 1862. Um aldamótin tekur við embætt- inu David Sch. Thorsteinson og er til 1917, flytur þá til Rvíkur. Árið 1908 kemur Eiríkur Kjerulf og er hér enn; 1916 verður Vilmiund- ur Jónsson hér héraðslæknir. Þetta eru mennirnir, sem^iað op- inbera hefir sett til að færa okkur sanninn um að þekking sé afl. Og það skal sagt þeim til hróss að við höfum oft látið sannfærast. Nú er verkefni fyrir hendi handa sinni nýju kynslóð. Bera fram til sigurs það mál- efni, sem hér er um rætt í dag. Mega þeir þá á síðan, þar' sem öll mannanna verk eru dæmd, fá hrðs fyrir að hafa uppfylt lögmálið: “Elskaðu náungann eins og sjálf- an þig.” Það gerðu sjómennirnir líka, er á síðasta hausti létu lífið fyrir okkur ísfirðinga. ísafirði, 17. júní 1925. Þorbjörn Tómasson. Gjafvaxta dœtur. NiSurl. frá bls. 3. feður, mæður og ungu stúlkur, þek^cja ^betúr hvert annað en eg geri, og eftir þeim upplýsingum sem eg hefi fengið hjá þeim, kýs eg heldur að taka far- seðil.” Þrem mánuðum síðar auglýítu öll Parísarblöð- in brúðkaup Georges, viðhafnarlegt brúðkaup, sem allir tala um. Samtal ungu stúlknanna, þegar þær höfðu les- ið um þessa eftirtektaverðu nýjung, var á þessa leið: Gilberta:1— “Nú, hana hefir ekki skort hug- rekki fyrst hún giftist þessum pilti — en hún er líklega rangeygð og kryplingur.” Yolanda:—■ “Já, þið hefðuð átt að vita hve af- Skaplega hann sóttist eftir mér, svo ef eg hefði viljað — ■—” Adela:— “ó, hamingjan góða, hann rejmdi líka alt sem hann gat gagnvart mér.” Gilberta:— “Og þið megið vera vissar um að hann dekraði við mig, en eg vildi ekki eiga hann þó harin hefði átt hálfan heiminn. ó, hve hann var ljótur og ímyndunargjarn.” Adela:— ‘“Og heimskur.” Yolanda:i— “Og lítilfjörlegur.” Gilberta:— “Hugsið ykkur, hann hefir tæpa 50,000 franka í tekjur á ári hverju.” Yolanda:— “Já, vitið þið hvað, börn litlu, mað- ur getur ekki verið þektur fyrir að láta sjá sig, þeg- ar maður heitir frú Perroton” (sagði hún með fyrirlitningu). PEG. “Þér munuð fyrirverða yður yfir mér.” “Nei, Peg — eg verð sannarlega ánægður með yður. Eg elska yður.” Peg gat ekki barist á móti því, sem hún þráði 3f alhuga. Hún fór að gráta og hvíslaði: “Eg elska yður líka, hr. Jerry.” Á sama augnabliki tók hann hana í faðm sinn. Þetta var 1 fyrsta skifti sem nokkur annar en faðir hennar snerti hana. Henni lá við að veita ' mótspyrnu, en ástin bannaði henni það, svo hún lá róleg í faðmi hans. Hann ^strauk hendi sinni yfir hár hennar, horfði í augu hennar, brosti blíðlega til hennar og spurði: “Hvað heldur þú að faðir þinn segi?” Hún leit á hann himinglöð og svaraði: “Veizt þú hvað var> eitt af því fyrsta, sem faðir minn kendi mér, þegar'eg var lítil?” "Seg þú mér það.” “Það var innvísun í Tom Moore: “Það er ekkert eins indælt við lífið og ásta,- draumar ungu persónanna.” ENDIR.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.