Lögberg - 31.12.1925, Blaðsíða 6

Lögberg - 31.12.1925, Blaðsíða 6
LÖGBERG FIMTUDAGINN, 31. DESBMÍBŒJR, 1925. Bls. 6. PEG Eftir J. Hartley Manners. _ 19. KAPÍTULI. Endurfundir. Með hröðum hjartsætti stóð O’Connell þennan júlímorgun á bryggjunni, og sá stóra skipið bincia festar við hana. Litla stúlkan hans var komin aftur til hans. Skyidi hún nú vera eins og þegar húi fór? hugs- aði hann, þegar hann leit eftir henni á riilli farþeg- t anna. Hann var sannfærður um það, að hann mundi aldrei oftar hvetja hana til að yfirgefa sig; aldrei, fyr en hún sjálf óskaði þess. Nú kom hann auga á hana meðal þarþeganno, sem hröðuðu sér upp á brygguna. Það var hin sama litla Peg í sömu svörtu fötunum, með sama hattiun og ferðatöskuna og með Michael undir hendinni. Endurfundir þeirra urðu öðruvísi en þau bæði höfðu búist við. Jafnfrapit gleðinni randu þau að nýtt frumatriði var komið til sögunnar a milli þeirra, fundu að aðskilnaðurinn hafði ekki veiið áhrifalaus fyrir hvorugt þeirra. | Þetta á sér oft stað með manneskjur, sem árum saman hafa sýnt hvor annari trygð og nákvæmni. Jafnvel eftir stuttan aðskilnað getur það viljað til, að áhrif annai'a manna, viðburðir meðan aðskilnaður- inn átti sér stað, hafi reistVegg á milli þeirra, sem verður að rifa niður áður en gamla sambúðin verður endurtekin. Á meðan O’Connell og Peg óku heim til sín, töluðu þaa næstum ekkert saman. Þau héldu höndum sarn- an á meðan Peg horfði á háu byggingamar, er þau fóru fram hjá, hinar risavöxnu auglýsingar á aug- , lýsingastaurunum og hinn annríka fólksstraum. Alt var eins nú og þegar hún fór. Aðeins hún sjálf var umbreytt. Heiíni fanst New York vera ósegjanlega hávær, eftir kyrðina og rósemina í Norður-Englandi, sem hún var nýlega skilin við. Þau komu heim í híbýli O’Connells, sem hann hafði skreytt eins vel og hann gat, til að taka á móti Peg. * Þar voru nýir húsmunir, nýjar myndir á veggj- unum og blóm, hvert sem litið var. O’Connell horfði kvíðandi á Peg, þegar hún leit í kring um sig. Hver áhrif myndi heimilið hafa á hana, þegar hún líkti því .við það, sem hún hafði yfirgefið’ Kann varð í rauninni yfirburða glaður, þegar hann sá andlit hennar geisla af ánægju. “En hvað þetta eru fallegir húsmunir, pabbi.” "Líkar þér þeir, Peg.” “Já, mér líkar þeir ágætlega. Og svo þessi ynd- íslega mynd af Fitzgerald á veggnum þarna.” “Manstu eftir því að eg las æfisögu hans fyrir þig?” “Já, mjög vel. Eg héfi oft tárfelt yfir honum og Robert Emmet.” “Þú hefir þá ekki gleymt öllu, sem eg kendi þér þegar þú varst barn, og talaði um við þig þegar þú þroskaðist.” “Hvernig getur þú ímyndað þér slíkt, pabbi?” Hann leit á hana með*gamla gletnislega glamp- anum í augum sinum. “Eg hélt máfdte að þú værir orðin ensk núna.” “Ensk?” spurði hún með gremjuróm og fyrir- litningu í augunum. “Ensk, hélst þú? Þú ættir að þekkja mig betur.” “Það geri eg lika, Peg. Eg sagði þetta aðeins til að stríða þér dálítið.” ‘lOg hvað hefir þú starfað við, á meðan eg var fjarverandi, pabbi?” Hann tók stærðar böggul af handritum og sýndi henni. “Þetta,” sagði hann. Hún las: “Óhentug ensk stjórn í heilan mannsaldur.” Eftir Frank Oven O’Connell. Hún leit glaðlega til hans. “Það hlýtur að vera mikils vert, pabbil” “Eg skal lesa það fyrir þig, þegar við sitjum hér saman á kvöldin aftur — og nú skiljum við aldrei aftur, Peg . Gerum við það?” "Við hefðum ekki gert það núna heldur, ef þú hefðir ekki endilega viljað það, pabbi.” "Ertu gröm yfir því, að þú fórst?” “Eg veit ekki — eg er bæði gröm og glöð yfir því.” * , “Því komstu heim aftur svona fljótt?” Eg lofaði aðeins að vera einn mánuð.” “Vildu þau þá ekki hafa þig lengur?” “Að einu leyti jú og að öðru leyti nei. Það er löng saga. Við skulum setjast hér eins og í gamla daga, og svo skal eg segja þér frá öllu eins og var.” Hun settist á fótaskemilinn við fætur hans og sagði frá. Úr sumum atvikuirt dróg hún, sum mint- ist hún ekki á, eins og viðburðinn með Ethel — hann átti að geymast óhaggaður í huga hennar. Jerry nefndi hún aðeins snögglega. En O’Connell mundi eftis lýsingu hennar á hon- um í bréfinu, og spurði hana um hann. Og meðan hann gerði það, athugaði hann hana nákvæmlega, og tók eftir því að hún roðnaði hlýlega, þegar hún nefndi nafn hans, en varð hrygg á svip þegar hún sagði frá því, að hún uppgötvaði að hann hafði nafn- bót. "Það eru mjög einkennilegár manneskjur þessir Englendingar, Peg — kaldir, lævísir og klókir.” “Sumir eru líka göfugir og heiðarlegir og mjög fróðir, pabbi.” “Var þessi Jerry það, sem þú uppgötvaðir að var lávarð'ur ?” "Já, pabbi.” Og hann var kurteis í viðmóti við þig?” "Já, eins og eg hefði verið hin fegursta hefðar- mey.” "Brosti hann nokkru sinni til þín?” "Mðrgum sinrtum.” “Manstu eftir talshættinum, sem eg kendi þér þegai^þú varst lítfl? “Gættu þín fyrir uxahorunum, hestah'ófunum og brosi Englendings”.” Hann þagnaði og horfði fast á hana. “Manstu þetta, Peg?” “Já, það man eg. En maður getur ekki Iitið sömu augum á alla Englendinga. Það eru margir lélegir frar til, og það eru fáeinir Englendingar göf- ugir menn, og Jerry er einn af þeim.” “Hversvegna sagði hann þér ekki, að hann væri lávárður?” * . “Hann áleit ekki að það væn nauðsynlegt. 1 Englandi sýnir fólk með hegðan sinni og framkoim: hvað það er, því finst ekki nauðsynlegt að opinbera það ö]lum.,, “Það er nú einkennilegt að þeir skuli stjorna okkur Peg.M “Þegar fram líða stundir, munu þeir fara yfir til írlands og kynnast kringumstæðunum, eins o,: þær eru, og þá munu þeir breyta öllu til batnaðar. Þetta sagði Jerry.” “Þeir er nú þegar byrjaðir. Þar er einn maður, er heitir Plunkett, hann hefir gert meira á fáum árum en allar hinar ýmsu stjórnir hafa gert á öllum þeim árum, er þær hafa leikið sér að troða ofan á okkur. Og Plunkett hefir líka nafnbót.” “Eg veit þetta, pabbi. Jerry þekti hann og hann talaði oft um hann.” “Gerði hann það.” “Já, hann sagði, að ef enska stjórnin vildi hlusta á þenna vel hugsandi mann væri von um að gera írana að ánægðu og gæfuríku fólki. Og Jerry sagði —” “Þdð lítur út fyrir að Jerry hafi talað allmikið við þig.” “Já, það gerði hann. Það var hann, sem vakti löngun mína til að læra, og nú vil eg byrja á því með alvöru. Við skulum bæði byrja, pa-bbi.” “Við hvað áttu?” spurði O’Oonnell fremur hörku- lega. "Eg veit auðvitað að þú kant afar margt, en það eru einmitt þessir prúðu siðir, sem við Irarnir þurfum að læra, pabbi. Lífið verður svo miklu viðfeldnara, þegar maður er nærtgætinn og alúðleg- ur hvoi* við annan. Við höfum fleygt frá okkur öllum umgengnis reglum og kurteisi og orðið kald- ir og óviðfeldnir í framkomu, sem í rauninni er ekki eðli okkar, en hefir orsakast af endurminningunni um ósvífni og ranglæti.” Án þess að vita það, talaði Peg eins og hún hafði oft heyrt Jerry' tala, þegar þau voru að ræða um írsku spurninguna. O’Connell hlustaði undr- andi á hana. - “Sagði Jerry þetta líka?” “Já, pabbi ;— og -miklu meira. Hann þekkir írland vel og þykir vænt um það. Margir af hans beztu vinum eru írskir, og r—•” “Þagnaðu snöggvast. Hefi eg nokkru sinni verið kaldur og óviðfeldinn í framkomu við þig, Peg?” “Aldrei, pabbi. En þú gætir líka verið lávarð- ur. Það er' enginn þeirra fallegri en þú. Það er aðeins í framkomnuni, að þeir eru dálítið á undan okkur.” “Og hvernig bugsar þú þér að eg hefði getað náð sömu framkomu g lávarðar, þar sem faðir minn var einn af fátækustu bændunum í Yands héraðinu heima, og hefi alla æfi mína orðið ^ð berjast við fátækt?” Það var ekki ætlun mín að asaka þig hic minsta, pabbi” “Eg veit það, Peg.” “Eg er svo glöð yfir þér, að eg met þig og þím , hegðun meira, heldur en nokkurn enskan lávarð^ Hann tók hana alúðlega í faðm sinn. “Það fylgir mikil hætta því fyrir þær mann eskjur, sem lifað hafa innilegum samvistum, að skilja. Þegar þær finnast aftur, finst þeim báðun að hin hafi breyst, þær líta öðrum augum hvor : aðra, Peg; og það er það, sem þú gerir með mij núna. Á meðan við vorum daglega saman, tóks þú ekki eftir mínum óvandaða talsmáta og skort mínum á siðmenningn og þekkingu. Nú hefir þi kynst öðrum, sem hafa alt það, er eg fékk aldre tækifæri til að tileinka mér. En það veit Guð, al eg ann þér að hljóta alla þá kosti, sem lífið getu: veitt þér. Þú og landið mitt, og endurminningii um móður þína, er alt sem eg hefi unað við jll þess ár. Þessvegna var það, að eg hvatti þig til að far: til Englands, eg vildi að þú skyldir kynnast því lífi þar sem dagurinn líður án nokkurrar áhyggju, þai sem fátæktin og neyðin eru .óþekt. Nú hefir þi kynst því, Peg, og heimurinn er orðinn allur annai í þínum augum, og þar af leiðandi vilt þú kveða up; dóm yfir’hinu liðiia lífi okkar — og yfir mér_” Hún greip áköf fram í fyrir honura: , “Hvað ert þú að segja. Eg ætti að leyfa méi að dæma þig? Hvernig heldur þú að eg sé orðin' Eg skal segja þér, að eg er komin aftur til þín þús und sinnum meira sem þitt barn, heldur en eg vai þegar eg fór. Það, sem fyrir mig hefir komið, hefii aðeins aukið ást mína á þér, og virðingu mína fyrii lífsstarfi þínu. Eg hefi máské breyst, en breytums við ekki dag eftir dag, þó við lifum óslitnum sam vistum? Og hvað slæmt er við það, ef b*-eytingii er til batnaðar ? Það er vaknað I mér nokkuð, sen eg hefi aldrei áður orðið vör við. Eg fór sem ban og er komin aftur sem fullaldra kvenmaður. pabbi En kvenmaðurinn er þér jafn hlyntur eg barnið Ekkert vald í heiminum skal aðskilja oikkur,” Hún þrýsti sér að honum með ákaf^. En um leið og hún mptmælti skilnaðinum meí ákafa, fann hann að hún hafði orðið fyrir nýjun ahrifum .Hann þrýsti henni að a,ér og horfði í augi hennar: ‘‘Það er samt sem áður eitt, sem seinna mui aðskilja okkur, Peg.” “Hvað er það, þabbi?” “Ástin, Peg.” Hún leit niður og svaraði tengu. “Er hún komin, Peg? Er hún komin?” fÓ1 hÖÍUð Sitt Við brjÓst hans> °Z l>ó ekker hljóð bænst yfir varir hennar, fann hann að lík ami hennar skalf af gráti. Hún var þá komin. Barnið, sem hann hafði sent í burtu að ein einn mánuð hafði breyst í fullaldra kvenmann. Lífið hafði kallað á hana. \ Það var sorgþrungin Peg, sem komin var aftur til harts, og hann ásetti sér að gera alt hvað hann firæti til þess, að gera þessa byrði léttari, sem þving- aði hana. Hann talaði hreinskilnislega við hana og reyndi að sýna henni fram á, að það væri ekki hróssvort af Jerry, eftir að hann hafði alt af ýtt 'undir þiosk- un tilfinninga hennar til sfn, að snúa við henni baki sökum ímyndaðrar móðgunar. Hann reyndi að sýna fram á hinar spaugilegu hliðar þessa viðburðar, og stríða henni með þvf, að hún hefði verið að spauga við Englending, ein- mitt á þessu hættulega augnabliki. "Því það hefir eflaust verið spaug, Peg?“ “Já, auðvitað, pabbi.” “Þá hefðir þú átt að vita betur. Fanst þu, meðan þú dvaldir þarna, nokkurn Englending, sem gat skilið spaug?” “Ekki marga, pabbi. Alaric frændi gat það að minsta kosti ekki.” “Fanst þú nokkurn, sem gat það?” “Já, pabbi.” „ “Þann mann, hvers vináttu .þá virtir mikils . “Eg virði hana ennþá mikils, pabbi.” “Hver var það?” “Jerry, pabbi.” O’Connell stundi. Jerry! Alt af Jerry! “Eg reyndi oft að spauga við hann, og hann skildi það alloftast.” ‘Mér þætti gaman að kynnast þessum aðdáan- lega manni.” ’ • “Mér þætti líka vænt um það, pabbi. Þið munduð verða góðir vinir.” “Við góðir vinir. Segis þú ekki að hann sé gðfugmenni?” “Hann segist álíta þann mann göfugan, sem aldrei særi annara tilfinningar viljandi. Og hann aegir að það sé ekki undir hátt standandi ætt komið, hafi einhver maður þenna hæfileika, er hann eins mikið göfugmenni og hann væri af hátignum ætt- um kominn, og vel mentaður. Og hann sagði, að sá göfgasti maður sem hann hefði þekt, væri öku- maður.” “ökumaður?” “Já, það sagði hann raunar. Hann þekti öku- mann, sem aldrei gat sært nkkurn mann — og þess- vegna var hann göfugmenni. “Var þetta alvara hans?” “Alt, sem hann sagði við mig, var honum al- vara.” “Það er líklega ekki mikið út á vin þinr. að setja, Peg?” “Það er ekki mögulegt að finna neitt að honum.” “Máské bann sé kominn af írskum forfeðrum. Þetta er' einmitt það sem írf — góður Iri munli segja.” “Þjóðerni á engan þátt í listum, leikfimi, bók- mentum, né söngfræði. Allir slíkir menn mynda eins konar bræðrafélag, hvort sem þeir eru hvítir, svartir, gulir eða rauðir. Heimurinn þarfnast mikilmenna, og hann skeyt- ír ekkert um hvern lit þeir hafa, að eins að þeir séu mikilmenni.” O’Connell hlustaði undrandi á hana. “Hver hefir sagt þér þetta?” "Jerry hefir sagt það; og það er satt; eg trúi því.” * * « Þannig sátu þessi tvö og töluðu saman Iangan tíma nætur. O’Connell sagði henni frá framtíðarhorfum sínum. Ef að bókin hans seldist vel og hann græddi til muna á henni, þá ætlaði hann að fara heim til Ir- lands og vera þar, það sem eftir væri æfinnar — til hins aðáanlega írlands, er sameinaði það besta af hinu gamla við kappgirni og afl hins nýja. Irland, sem er þess vert að lifa í. Þar skyldu þau stofna heimili handa sér, sem þau aldrei yfir gæfu. “En við gætum þó farið til Englands einu sinni, pabbi ?” « "Til hvers?” I “Til þess að sjá það.” “Eg hefi einu sinni komið þangað. Það var þar, sem eg og móðir þín vorum gift. Það var*þar sem hún gaf mér líf sitt.” Hann þagnaði skyndilega. Endurminningarnar streymdu inn í huga hans, og þung stuna leið upp frá ibrjóti hans. * P.eg sá sviþinn í augum hans og skildi hann, og hún hagaði sér nú, eins og hún var vön að gera, þsg ar hún var lítil, hún smokraði litlu hendinni sinni í hans og sat alveg kyr, bíðandi eftir því, að h'aíra ryfi þðgnina. Hann stóð upp að lítilli stndu liðinni. “Það er best að þú gangir til hvíldar, Peg.” • “Já, pabbi.” Hún stóð kyr við dyrnar. “Þykir þér vænt um að eg er komin aftur* pabbi?” Hann svaraði með þvi að koma til hennar og faðma hana að sér. “Eg vil aldrei bér eftir yfirgefa þig,” sagði hún. Þegar morguninn nálgaðist sofnaði Peg, en mjög órólegum svefnk Hana dreymdi að hún sá mannslík fljóta niður eftir á. En þegar hún rétti hendurnar út eftir því, sá hún að það var Jerry. Hún vaknaði dauðhrædd, kveikti ljós og settist á stól, þangað til hún heyrði föður sinn fara að hreyfa sig. Þá gekk hún til herbergisdyra hans, og bað um leyfi til að mega koma inn. Hann opnaði dyrnar og sá hana standa þar föla og skjálfandi á beinunum, og gerði það hann hræddan. ' “Hvað er að Peg? Hvað er að?” hrópaði hann. Hún greip handlegg hans og sagði örvilnuð: MMig dreymdi að hann var dáinn, og eg gat ekki náð honum. Hann flaut fram hjá mér niður eftir á, og snéri andlit hans upp á við —” Hún slepti handlegg hans og var að detta þeg- ar hann greip hana, lagði hana með varkárni á legu- bekkinn og hlynti að henni, þangað til hún opnaði augun aftur. Þetta var í fyrsta skifti, sem liðið hafði yfi/ Peg. t Hún var sannarlega umbreytt. . Hann ásakaði sig fyrir að hafa Iátið hana fara til Englands. Hún var komin heim aftur með sært hjarta, sem enginn gat læknað — ekki einu sinni hann. 20. KAPÍTULI. Óvænt heimsókn. Fyrstu dagarnir eftir heinisókn Pegs, samein- uðu fðður og dóttur ennþá nánara, heldur en þau höfðu verið á hinum ógleymanlegu ferðum um 1r- land, {þegar hann var að flytja fyrirlestra fyrir fólkið. Peg varð nú skrifari föður síns. Á daginn gekk hún frá bókhlöðu til bókhlöðu, og safnaði at- hugasemdum til minnis, viðvíkjandi hinni miklu bók hans, og á kvöldin las hann fyrir og hún skrifaði. O’Connell fann að augnablikið tíl að gefa út bok- ina var mjög hentugt nú, þegar allra þjóða augu horfðu á hin nýju skref til sjálfsstjórnar fyrir frland, sem Asquith stjórnin hafði stigið, og út leit , fyrir að yrði að lögum. i Hinn gamli draumur Iranna virtist loksins ætla að fá tækifæri til að ná framkvæmd. Og O’Connell gerði alt hvað hann gat til að fullkomna bókina.' Hann snéri sér áð liðna tíman- um, dvaldi í nútímanum og reyndi að segja frá hvað ské mundi á ókomna tímanum. Og með hverri blað- síðu fann hann? að hann nálgaðist heimilið — það heimili, sem hann ætlaði að stofna fyrir Peg á ír- landi. Þar mundi roðinn koma aftur í kinnar hennar, augun fá aftur geisla sína, og rödd hennar verða jafn fögur og glöð sem áður. Nú brosti hún sjald- an, kinnar hennar voru fölar, og^ dökkir hringir um augun sögðu frá erfiðri vinnu á daginn og litlum svefni á nóttunni. Um dvöl sína í Englandi talaði hún ekki oft. Allur' áhugi hennar virtist snúast um bókina. Það var alveg nýtt fyrir Peg, að skrifa eftir því sem lesið var fyrir, kynna sér réttritun og sðgu- lega viðburði. 1 __ Og henni var vissu leyti ánægja að þessu. Það var fyrir föður sinn, sem hún gerði þetta. Og þetta þroskaði hana sjálfa. Hún var nú komin lengra áleiðis á skeiði þekkingarinnar, held- ur en hún var fyrir mánuði síðan. Og það var mikil huggun. Hún fékk tvö bréf frá Ethel. í fyrra bréfinu var þakklæti- fyrir það, sem hún hafði gert fyrir hana. 1 hinu síðara sagði hún, að hún ætlaði skemtiferð til Noregs með vinum sínum. Húsinu í Scarboro ætti að loka og flytja til London í september byrjun. Alaric hefði ákveðið að velja lífsstaf föður síns og verða lögmaður. iBlrent nefndi hún ekki. Sá innskotsþátþur í lífi hennar eflaust á enda. Hún endaði bréfið með hlýjum orðum um þakklæti sitt og vináttu til Peg, og kvaðst vona að þær findust aftur. Þessi bréf og starfið fyrir föðurinn, var eina skemtunin, sem Peg hafði í þessu einmanalega lífi sínu. Eitt kvöld, þegar hún bjó sig undir að fara að vinna, heyrði hún dyrabjölluna hringja. Það var sjaldgæft, því þau áttu fáa kunningja. Hún heyrði dyrnar opnaðar og rödd föður síns ásamt annars manns. Svo var barið að dyrum hennar. “Hér er maður, sem vill tala við þig, Peg," kallaði faðir hennar. “Hver er það?” “Maður, sem eg þekki ekki. Komdu strax.” Án nolkkurrar ástæðu fann hún til alhnikils óróa. Hún gekk strax út úr herbergi sínu, en narr staðar við dagstofudyrnar og hlu'staði. Faðir hennar talaði þar inni. Hún opnaði dyrnar og gekk inn. Hávaxinn sólbrendur maður gekk á móti henni. Hjarta hennar hætti og slá og hún skalf sem strá í vindi. Á næsta augnabliki l hélt Jerry hendi hennar á milli sinna. “Hvernig líður yður, Peg?” Hann brosti til hennar, eins og hann var vanur að gera í Regal Villa. Svipur augna hans var alvarlegur og röddin hafði hinn gamla blíða hreim. “Hvernig líður yður, Peg?” endurtók hann. “Ágætlega, hr. Jerry,” svaraði hún ringluð. Svo varð henni litið á föður sinn, og hún flýttl sér að kvnna þá. “Faðir minn. —■ Sir Gerald Aldair” “Við höfum sagt hvor öðrum nöfn okkar,” sagði O’Connell. Hann leit vingjarnlega á Jerry. “Hvað hefir komið yður til að fara hingað til Ameríku?” spurði hann. “Eg hefi aldrei komið hingað fyr. Og sem Englendingur langaði mig til að sjá það sem við eitt sinn áttum.” ' “0g mistuð sökuð illrar stjórnar.” “Við skulqm heldur kalla það af skorti á skiln- ingi.” “Eins og þið einhvern daginn missið frland.” “Það vona eg ekki verði. Þau lönd skilja hvort annað betur með hverjum degi, sem líður.” “Peg stóð og furðaði sig á ilþví. hverevegna Jerry var kominn. Hversvegna? Nú var aftur hringt. Peg ætlaði að fara og opna dyrnar, en faðir hennar stöðvaði hana. “Það er MoGinnis. Eg átti von á homn*‘ * kvðld. Eg tek hann jnn til mín, þangað til vinur þinn er farinn.” “Látið mig ekki trufla,” sagði Jerry og hreyfði sig til að fqra til dyranna. “Eg fæ máské leyfi til að koma aftur seinna?” “Nei, verið þér kyrrir,” hrópaði O’Connell *% hljóp út, því nú var hringt aftur. Peg og Jerry Iitu hvort á annað — sv0 leit hún iiiður. “Mig langar til að biðja ýður um eitt, Sir Ger- ald,” sagði hún. “Jerry!” Ieiðrétti hann. i “Verið þér ekki reiður við mig yfir þvl, sem eg sagði, þegar eg fór. Það var Ijótt af mér að segja það. Þó það væri ekki annað en það, sem þér náttuð búast við frá mér. 0g þér, syem alt af höfðuð verið mér svo góður. Það hefir alt af hr 'gt mig siðan, en eg þorði ekki að skrifa yður um það — það hefði ljtið út eins/og eg vildi troða mér inn til yðar. En nú, þegar þér eruð kominn hingað, vil eg biðja yður fyrirgefningar — og að vera ekki reiður við mig.” “Eg get ekki verið reiður við yður, Peg.” Hann þagnaði og leit á hana. Og alt í ei»* bilaði sjálfsstjórn hans. Hann laut niður að heani og sagði í blíðum rómf “Peg — eg elska yður!” Gleðióp ómaði 1 huga hennar, en dó á vörun hennar. Alt snérist í hring fyrir augum hennar. Var nú sorg hennar slökt. Kom Jerry til hennar af því, að hann elákaði hana? Hún reyndi. að tala en gat það ekki. Svo heyrði hún hann segja: “Eg vissi að þér munduð aldrei skrifa mér — og eg vissi ekki hve mikið, eða hvort ýður þótti væntf um mig. Þessvegna fór eg á eftir yður, til þess að fá að vita það. Eg elska yður Peg. Kg M9 yður að verða konan mín, og láta mig fá leyfi til að þykja vænt um yður, vernda yður pg gera yð»r gæfuríka. Eg elska yður.” Hjarta Pegs sló afarhart. “Elskið þér mig?” hvíslaði hún. Röddin skalf. “Já, Peg. Verðið þér mín.” “En þér hafið nafnbót —” “Takið þér þátt í henni með mér.” ("Niðurl. á 7. bls.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.