Lögberg - 14.01.1926, Blaðsíða 4

Lögberg - 14.01.1926, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG FIMTUDAGINN, 14. JANÍTAB 1926. Gefið út hvern Fimrudag af The Col- Prest, Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str.. Winnipeg, Man. T.l.im.n N.6327 ofi N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor (jtan&sWrift tí! blaðsina: T»f£ C0LUN|Blr\ P((Í8S, Itd., Box 3171, Winnlpeg, Iflan,. Utanáakrift ritatjórana: EOiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnlpeg, tyan. The "Lögberg" la prtnted and publlshed by The Columbia Pre«, Llmited. ln the Columhia Building, £85 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. r^^r^ Island í lifandi myndum. Eins og auglýst var í íslenzku blöðunum, voru kvikmyndir sýndar á Mac's Theatre á mið- vikudags- og fimtudagskveld í síðustu viku og var aðsókn mikil hæði kveldin. Myndir þessar hefir hr. Loftur Guðmunds- son í Reykavík tekið, og voru þær sýnclar í Reyk,javík, og er nú verið að sýna þœr víðsvegar í Fivrópu, eftir því sem oss er sagt. Myndir þessar, sem teknar eru í þeim til- ngi að sýna atvinnuvegi íslenzku þjóðarinn- ar og ástand hennar, eru ekki eins fullkomnar og æskilegt væri, og gefa því naumast það heild- ar yfivlit yfir ástand þjóðarinnar íslenzku, sem vænta mætti af slíkri mynd og þjóðin íslenzka átti líka heimtingu á, ekki sízt þegar myndina átti að sýna á meðal útlendra þjóða. Þctta er hér ekki sagt til þess að hnekkji! gengi manns þess, sem myndina hefir tekið. Oss er sagt, að hann sé listfengur og vandvirk- ur, enda eru myndir þessar skýrar. En isvo er líkal sagt, að efni hans séu af skornum skamti og hafi hann þess vegna ekki átt kost á nægu starfsfé, til þess að gjöra myndir þessar eins vel úr garði og hann sjálfur hafi óskað. Þnð sem myndir J)essar skortir, er aðallega heildar jafnvægi. Sá partur myndanna, sem sýnir fiskiveiðarnar, er ágætur, og gefa þær skýra og glögga hugmynd um þá iðnaðargrein þjóðarinnar. Myndirnar frá Reykjavík, af bænum, og af flugvélunum amerísku og ítölsku, eru líka skýrar, svo menn geta fengið nokkurn vegimi rótta hugmynd um hús, höfn og hið ytra útlit höfuðstaðarins, en sveitalífið og landbún- aður þjóðarinnar hefir orðið út undan. Eng- inn almennilegur sveitabær er sýndur — auk Hvanneyrar, sem naumast getur gefið rétta hugmyhd um íslenzkan bóndabæ, og Þingvalla, er að eins einn hrörlegur og óalitlegur bær sýndur, sem hlýtur að gefa fólki, sem ekki þekk- ir til á Islandi, ramskakka hugmynd um húsa- kynni sveitafólksins. Því var ekki eins hægt að taka mynd af einhverju höfuðbóli á Islandi, þar sem vel er hýst og staðárlegt, eins og þessu kotkríli f Það er ekki sýnd mynd af einu einasta rjóma- búi, þó eru þau mörg til á landinu, og ekki af einni einustu iðnaðarstofnun, sem landbúnað- inum tilheyrir,^ sem, þó þær séu ekki margar, hefði vel mátt gjöra án tilf innanlegs kostnaðar. En sú vansæmd, sem landbúnaðinum ísl. hefir verið sýnd í þessu sambandi, er ekki það versta. . Það er alveg gengið fram hjá andlegri menningu þjóðarinnar, og það er ótn|legt, þeg- ar myndin á að flytja orðstír og ástend þjóðar- innar til erlendra þjóða, Þar er ekki mynd af einum einasta skóla, að undanteknum bænda- skólanum á Hvanneyri. Þó eru þeir margir og myndarlegir til. Ekki mynd af lands bókasafn- inu né lestrarsal þess. Ekki af safnhúsi Einars Jónssonar né honum við vinnu sína, og ekki af einni einustu sveitakirkju, að undantekinni kirkjunni á Þingvöllum, sem náttúrlega varð að fylgja staðnum. 1 stuttu máli, það er geng- ið fram hjá því veglegasta, sem þjóðin á—hinni andlegu menningu hennar. Þetta er ávalt skaði, þegar um það er að ræða, sem áhrif hefir á þjóðina í heild, og kvik- myndirnar eru það, sem hvað mest áhrif hafa á fólk nú sem stendur. Þó er þetta ekki óyfir- stíganlegur þröskuldur, þegar um íslendinga eina er að ræða, sem vel eru kunnugir hinu and- lega ásigkomulagi þjóðarinnar, því þeir geta sjálfir fylt upp í skörðin, en útlendar þjóðir gera það hvorki né geta, heldur dæma þjóðina eftir heildarmynd þeirri, sem sýnd er, sem í þessu tilfelli hlýtur að verða ófullkomin og villandi. Vér viljum taka f ram, að það sem hér að f raman er sagt um myndir þessar, er ekki sagt í neinum illum tilgangi. En það er sérstaklega tekið fram sökum þess, að hr. Sveinhjörn ólafs- son, sá er umboð eiganda filmunnar hefir hér í landi — mentaður, efnilegur, áhugasamur um alt or íslendinga og íslenzka menningu snertir, lét í ljós þá fyrirætlun sína, að kynna Island og íslendinga á meðal enskumælandi manna í Bandaríkjunum og Canada, með því að sýna sar myndir; en sú viðkynning finst oss* að mundi hljóta að verða íslenzku þjóðinni í óhag', jafnvel þó hr. Sveinbjörn Ólafsson bæti úr þeim misbrestum sem á myndunum er, með því að S'kýra f rá því, sem upp á þær vantar, sem hann er í fullum færum um. Oss dylst ekki, að hug- mynd hr. ólafssonar er góð og áhugi hans lofs- verður, með að útbreiða þekkingu Bandaríkja- og Oanada þjóðarinnar á ísiandi og Islending- nm, og að kvikmyndir af atvinnuvegum þ,jóð- arinnar og högum hennar séu heppilegt meðal til þess; en ef þær eiga að geta verið það, þá þurfa þær að sýna ábyggilega heildarmynd þjóðarinnar. Protestantar. Eftir James 8. McGaw, D.D. Bandaríkjaþjóðin er prótestantisk þjóð. Það sýna allir viðburðir þjóðlífs okkar. Hver ein- asta blaðsíða í sögu okkar sannar það. Það voru mótmæli prótestanta, sem ollu þeim áhrif- um í Evrópu, er fæddu af sér lýðveldið okkar. Það voru prótestantiskar • hugsjónir, sem kröfðust borgaralegs og trúarbragðalegs frels- is og keyptu það með blóði sínu. Það voru hugsjónir prótestanta, sem stofn- anir þjóðarinnar voru grundvallaðar á, og bygðar af þjóðræknum prótestöntum. Það voru afburða hæfileikar prótestanta, sem gjörðu Bandaríkin að landi tækifæranna. Það var réttsýni prótestanta, sem gaf jafn-' rétti öllum, konum jafnt sem körlum. 'Fyrir undursamlega handleiðslu skapar- ans, náðu próíestantiskar skoðanir yfirráðum í landinu. Réttur manna til þess að efla slíka stefnu, var meðfæddur, og réttur Jieirra til þess að halda henni vio, er líka meðfæddur. Eorfeður pkkar báðu ekki neinn herra ver- aldarinnar, eða veraldar vald leyfis, og færðu ekki afsökun framm fyrir neinn. Þeir fengu umboð sitt frá Guði sjálfum og til hans eihs voru þeir ábyrgðarfullir. Blessun þjóðarinnar var Guðs gjof, sem varðveita á honum til dýrðar. Hlunnindi þau, sem oss hafa veizt undir fána þjóðarinnar, er dýrmætur arfur, sem oss ber að varðveita með viðeigandi þakklæti og staðföstum kærleika. Frelsi vort er dýrmætur fjársjóður, sem vér berum ábyrgð á fyrir guði að ekki sé skert- ur, — fyrir heimsins reikandi ráði og fyrir af- komendur okkar. Tilkall okkar til þess að njóta þess réttar, byggist eingöngu á því, hvað fús við erum til þess að halda honum við. Utan að komandi samtök er ekki aðal hætt- an, sem við er að etja, né heldur eins skaðleg og hið glæpsamlega afskiftaleysi og hirðuieysi þeirra, se'm látast vera vinveittir prótestantisk- um framkvæmdum. Fjöldinn, sem ætti að vera vakandi fyrir .sinni æðstu velferð, er að sofna undir hafgúu- söng hins svonefnda umburðaiiyndis. Umburðarlyndi hugleysisins hefir aldrei gengið á hólm við neitt, né heldur unnið nokk- urn sigur mannfélaginu til uppbyggingar. Framfarir mannanna hafa verið ávextir af óeigingjörnu og sannleikselskandi umburðar- leysi, sem enga harðstjórn þolir og metur frels- ið lífinu framar. f Þessa guðlegu dygð er verið kæfa vísvitandi a okkar tíð, með kænlega framsettum skynvill- um. Er blóð feðranna hætt að renna í æðum okkar, svo við stöndum þegjandi og aðgjörða- lausir, á meðan hin helgu vé prótestantisku þjoðannnar (þjóðanna) eru gerð að athlægi, undir glettnisskýlu leikaranna; og helgi pró- testantisku trúarbragðanna er gjörð að skrípa- mynd, hugsunarlausri alþýðu til athlægis? Höfum vér gleymt svo gröf- þeirri, sem vér yorum reistir úr, og bjargi því, sem við vorum hoggnir úr? Trúarbrögð þjóðarinnar eru gení hennar Þroskaskilyrði þeirra eru máttarstoðir lýð- veldis vors. Eigum við að leyfa, að börn vor séu rænd J),joðlegum arfi sínum, ritningunni í alþvðuskól- unum? ^ Eigum við að leyfa, að verkafólkið sé rænt sinum ómótmælanlega rétti til hvíldar og helgi- dags — hinum mikla bandaríska borgaralee-a hvildardegi ? B Erum við orðin svo ístöðulaus, að við dirf- urnst ekki að kréfjast þess réttar, sem er inn- bhasmn af guði og réttlættur af sögunhi á öllum oldum — rettinum til þess að halda okkar pró- testantisku forréttindum? Gestur Jóhannsson. Gestur Jóhannsson frá Popjar Park, Man yar staddur í bænum fyrir skömmu. Kom hann írm a skrifstofu Lögbergs og var ræðinn oe skemtilegur að vanda. Gestur er skýr maður og vel skáldmæltur. Fór hann með ýmsar vís- ur eftir sig, sem hann hafði ort að fornu og nyju, og er það skaði mikill, ef snjallar vísur eftir hann og aðra alþýðumenn falla niður og komast ekki a prent áður en þeir falla frá tít af hjónaskilnaðarmáli á Islandi orti Gest ur, er hann sá konuna aldurhnigna, og hve hrygg hún var út af þeim viðburði. Gestur var pa vmnumaður á Hrísum í vestanverðri Húna yatnssýslu. Var hann, ásamt bróður sínum Jó- hanni við útiverk, og var kallað á hann til þess að drekka kaffi, er hitað var handa konunni »em gestkomandi var á bænum. Þegar þeir bræður fóru út aftur til verka sinna, mælti Jó- hann: Letðmlegt er, að manneskjur, Sem rata i shkar raunir sem þessi kona, geta ekki orðið með ollu kaldar og tilfinningarlausar, svo þeim veitist lettara að bera raunir sínar." Þá mælti Gestur: Höfuðþing í heimi veit, harmur kring þó geisi, til að ringa tárin heit, Winningarleysi. Víls það rót og vona tá} vænti eg fljótast skerði, en mun þá bót, að svásleg sál svipuð grjóti verði. Viti menn að margur hlaut mein um tvenn að kjósa, en sjálfur kenni þunga þraut það að brenna og frjósa. .Maður einn var þar í sveit, er Nikulás hét Guðmundsson, fremur auðnulítill, drjykkfeld- ur, en hagmæltur vel. Varð hann úti veturinn 1880-1881. Þegar hann heyrði vísur Gests, svaraði hann með nokkrum vísum, sem líkleg- ast hafa aldrei verið prentaðar. Þær hljóða Svona: Mærðskan hreldur mengi veitt, meining geld eg ljósa, blíðu veldi brcnna heitt betra held en frjósa. Svoddan þing er síður spaug, sálar þvingar hreysið, myrðir slynga trygðataug tilfinningarleysið. ............ öll til slakar unun föst, andar þjakast beðið, hylur stakan hugar löst hjarta klaka freðið. Bygging rofna kærleiks kann, hvar af stofnast vandi, líka sofnar samvizkan, sannleiks dofnar andi. Slíkt mun ringa liðsemd ljá, lífs nær springur jaki, sálu þvingar frelsi frá ítjrlierðingar kláki. Drottinn veiti megn sem má, nieina streitu bera, svo skal reitum æfi á einatt heitur vera. Þegar Qesti barust þessar vísur, flaug í huga hans þessi staka: I'ó mér öldur þjaki lífs og þrauta fjöld ofbjóði, móti göldum glaumi lífs geng eg köldu blóði. Þessi vísa, sem var endirinn á samkviðling- uin þeirra Gests og Nikulásar, er tekin upp í ritgjörð um alþýðukveðskap eftir Einar Sæ- mundsen 1915 í Skírni, og er hiín þar eignuð Jóni heitnum Ásgeirssyni frá Þingeyrum. Ætlaði Gestur að leiðrétta þetta, en varð þó ekki af, mest sökum stríðs erfiðleikanna, sem ])á stóðu yfir. Síðar var þessi vísa birt í Morgunbkðinu og tileinkuð þar sama manni. Gestur gaf út ljóðakver hér vestra árið 1900, er vísa þessi prentuð þar, og"hefir Gestur sett hér leiðréttingu þessa, svo að menn héldu ekki, að hann slægi eign sinni á vísuna heim- ildalaust. Telur Gestur líklegt, að misgáning- ur þessi sé þannig til orðinn, að Nikulás, er fyr er nefndur, hafi að líkindum verið á vist með Jóni Ásgeirssyni á Þingeyrum, er báðir voru ölkærir, og hafi þá máske farið með vísu þessa og Jón lært, og að frá honum hafi hún svo bor- ist út, án þess að menn vissu hver höfundur hennar var, og að Einar Sæmundsen hafi svo tilfært hana og reitt sig á munnmæla heimildir. Eitt sinn var Gestur á leið frá Selkirk og til heimilis síns í Poplar Park, þá orti hann þetta: Himin set þú vor á vakt, von mér hvet um friðinn. Lát mig geta um síðir sagt senn er vetur liðinn. 'Sólartjald var teiknað á tímans galdra letur. Bg vil aldrei síðar sjá svona kaldan vetur. Mín svo færu að fækka spor, fjú'k sem þvær og lemur. iSunnanblær með sól og vor, seg mér nær þú kemur. iYmsa beizla meir en mig, munaðs neyzlu sporin. Mér finst það veizla að svolgra í sólargeisla á vorin. sig Sambandsþingið. Það var sett eins og til stóð, fimtudaginn í vikunni sem leið, 7. þ. m. Var ekki annað að- hafst þann daginn en að kjósa forseta og gekk það friðsamlega. Hon. Rodolphe Lemieux v ir kosinn forseti í einu htjóði. Hefir hann ha'dið þeirri stöðn síðan 1921. Næsta dag fór fram hin vanalega viðh'ifn, sem því ávalt fylgir að setja þingið og las þá landstjóri, Byng barón, hásætisræðuna (Speach from the Throne). En ræða sú eins og kunrmgt er boðskapur stjórnarinnar til þingsins, þar sem stjórnin birtir þinginu helztú fyrirætlanir sínar, sem hún v$ll koma í framkvæmd á þvílþingi, ,em þá er að byrja. Skal hér stuttlega skýrt frá því allra helsta, er boðskapur þessi hefir að flytja. 1. Að lækka skattana að miklum mun. 2. Að^ sameina vissar stjórnardeildir. 3. Lög, sem miða í þá átt að gera mönnum að- gengilegra en verið hefir að stunda landbún- að. 4. Hagkvæm lán til hænda. 5. Að Hudson's flóa brautin sé fullgerð nú þegar. 6. Lög að veita Alberta fylki full umráð yfir námum og öðrum slíkum auðæfum fylkisins. Margt fleira hefir boðskapur þessi að flytja, sem er merkilegt og stefnir í umbóta átt en .sem hér yrði oflangt ui>p að telja. Þar er meðal annars gert ráð fyrir miklum innflutn- ingi fólks til landsins á þessu ári, og hefir stjórnin gert mikilsverðar ráðstafanir í þá átt. En það sem íbúum Vesturlandsins mun þykja einna mest um vert er það, að svo framarlega að frjálslyndi flokkurinn haldi völdum, verður nú hin langþráða Hudson flóa braut fullgerð. Er mað öllu ástæðulaust að efa að það dragist nú lengur. Þegar þingið hafði verið sett og neðri mál- ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& DoorCo. Límited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Souris Kol $6.50tonnid Ödýrustukolin að brenna að haustinu Thos. Jackson 8r Sons COAL—COKE—WOOD 370 Colony Street Eigið Talsímakerfi:B62 -63-64 stofan tók til starfa bar Mr. Lapointe, sem er leiðtogi stjórnarinnar á þingi í fjærveru Mr. Kings, fram tillögu þess efnis að þingið lýsti trausti sínu til stjórnarinnar. Bar þá Mi. Meighen fram tillögu í gagnstæða átt, eða hreina og beina vantrausts yfirlýsingu á BtjC. n iua. Er yfirlýsing þessi þess eðlis, að verði hún samþykt af þinginu, segir King stjórnin af sér og er þá líklegt að Mr. Meighen vei'ði falið að mynda nýja stjórn og til þess eru r-if- arnir aðsjálfsögðu skornir. Þetta skeði á föstudaginn og var þá mikið rætt um tillögur þessar frá ýmsum hliðum, en áður en nokkuð yrði útktjáð, eða til atkvæða gengið, var fundi frestað til mánudags. A mánudaginn mætti þingið af tur eg tók þá fyrir vantrausts yfirlýsingu Mr. Meighen til umræðu. En það fór eins og áður, að það urðu umræður einar en engin atkvæðagreiðsla. Tóku nú margir til máls, með og móti og þar á meðal nokkrir bændaflokksmenn. En ekki verður tíéð af því er þeir höfðu að segja, hverjum aðal- flokknum þeir ætla sér að fylgja á þessu þingi. En ólíklegt ])ykir það mjög, að þeir muni láta sig henda það slys, að ganga í lið með íhalds- flokknum og fella stjórnina. Hryllileg játning. Afleiðingar syndarinnar. "Farðu nn í réttarsal og horffiu á ungan mann, son einhvers! fööur og einhverrar móÖur, sem sakaður er um morö. Hann er myndarlegur maður, ungur og hraustur. Hlust- áSu á hinn óttalega dauöadóm kveðinn upp yfir honum. Skoðaðu hann skömmu sennna í gálganum með snöruna um hálsinn. Gildfan hefir falliö, honum er þeytt inn í eilífðina, fordæmdur í þes'su lífi og sviftur hinfl eilífa lífinu. SjáSu því næst lík hans tekiö og lagt í trékistu og flutt heim á heim- iliÖ, sem hann sem ungur drengur lék sér á. Sjáðu hina aldurhnignu gráhærðu foreldra, kramin af skelí- ingu og sorg, horfa ni«ur í kistuna á andlit sonarins, sem eitt sinn var saklaust barn í örmum móður sinn- ar. Sjáðu þeirra skelfingar angist þegar hann er jarðaður. Og hug- leiddu svo að syndin er orsök alls þessa. Gakk svo inn í dimmustu götur stórborganna, inn á stigu glæpa og spillingar, litastu um í svörtustu holtim spillingarinnar, sem þú get- ur fundið, bar sem örvilna^ir menn, þófar og hórkarlar stikna. Skoðaon hin sjúkustu, spiltustu sýnishorn mannlegrar eymdar á verstu knæp- um lastanna, klædd í druslur, heim- ilislaus og vinalaus. f brjóstum þeirra dóu einhverntíma 'bjartar vonir. Qg er þú horfir á þessar eySilögðu, og af sjúkdómum út- steyptu mannverur, hlustar á svar cyfiilagt líf. Jafnvel í þessu lífi hegnir syndin herfangi sinu. Og stundum verða endurminningarnar eins og eldur, sem ekki sloknar og ormur, sem aldrei deyr. Þegar Mr. Critenden, sem eyddi eigum og lífi sínum í þaS að koma upp heimilum fyrir þá föllnu, var eit sinn að prédika í San Francisco, fékk hann þetta bréf, sem sýnir hinar hryllilegu afleiíiingar syndar- innar: "Kæri Mr. Crittenden. Eg hefi hlustaö á þig á hverju kvöldi, en fyrir mig er þar engin von, og eg skrifa þetta ekki til þess að biðja um hjálp eða í þeim tilgangi a8 öðlast einhverja von, heldur aðeins til aö segja þér frá einu dæmi um aflei'Sing syndarinnar, svo þú getir vnrað aSra við henni. Eg var einu sinni annar maður en eg er nú. Eg er útlærður af latínuskólanum fcollege graduatej. Eg giftist fal- legri, indælli stúlku. GuS gaf okkur þrjú börn. Eg elskaSi konu mína og hún elskaSi mig. En dag nokkurn kom kvenmaður á heimili okkar, eg freistaði hennar og hún freistaði min, og við drýgðum synd. Eg yfirgaf konu mína og sveik börnin mín. Konan mín er dáin, kramin af sorg, en bornin eru á hæli. Um tíma sá eg fyrir þessari kvensnift, en svo varð eg það kærulaus, aS eg lifði á hennar óheiðarlegu spiltu atvinnu. Kvöld nokkurt sat eg viS óhreint spilaborð il kjaíllara ímæpu og hlustaði á skvaldur, guðlastanir, formælingar og blótsyrSi beggja kynanna, sem gert höfSu þessa hel- daga þeirra, guSlast og1 gremju, þá vítis holu aS dvalarstað sínum, er hryllir þig viS og þú ferð leiðar þinnar. Einu sinni voru þessar manneskjur, sem eru nú öllum við- bjóSur, saklaus, broshýr börn, ham- ingjusöm váð kærleika mæSra sinna, en eru nú orðnar fyrir á- verknað sy'ndarinnar viltar og ¦spiltar mannverur. Mundu þá, að öllu þessu orsakaði syndin. Svndin er grimmasti hefnandinn. Engin sjón er sorglegri, en að sjá mann eða konu sitja. meS reiðr, hefnandi samvisku. Ekkert er átak- anlegra en aS sjá mann sitja með þennan óttalega hefnara, samvizk maSur kom til mín, hristi mig til og lagði miða á borðiS hjá mér. Á miSanum stóð srkrif aS: "Flýttu þér heim, Lizzie er aS deyja," svo hét ])cssi kvenmaður. Eg þreif húfu mína og flýtti mér heim eins' mikið og mínir skjögrandi fætur leyfðu. Eg snéri inn að dimmum göngum, klóraSi mig skjögrandi upp hrör- legan stiga, inn í dimt rakafult 'her- bergi, þar sem allur hiti, ljós og loft kom aðein<? inn um þakglugga. aÞr lá deyjandi kvenmaSur í drusl- um á hálmfleti. Er hún heyrSi mig koma, settist hún upp í fletinu, nna, hugsa um eyðilögS tækifæri og horfSi beint framan í mig, hvæsti

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.