Lögberg - 28.01.1926, Page 3

Lögberg - 28.01.1926, Page 3
LÖGBERG FIMTUDAGINN, 28. JANÚAR 1926. Bls. 3. ng?aaaHM«KgKKKfe«iH»wigBOH«Be>iKga>a^^ Sérstök deild í biaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga aaaa&a5£g)ts,:ct x'.*: »<^>tj>o«?<i><»><!g!>aw.í<M«a»«paHpa>a><ii><P<Mi><waiaKi8 Um hreiður fugla. Fuglar eru án efa hin fegurstu dýr, sen: til eru.. Það verður að fá á hvqrn mann að horfa á þessi börn Loftsins og sólarljóssins, að sjá hina inni legu gleði er þeir láta í ljósi þegar þeir heilsa hinni uppreynandi sól, og heyra hljómfagran söng úr ótal björkum, sem lofa fegurð náttúrunnar og gleðjast við lífið og frelsið, sem er þeim svo kært. Fuglarn- ir eru svo fagurtega skapaðir og litfríðir, að þeir prýða alstaðar hvar sem þeir eru. Hvað væri nátt- úran hjá oss á íslandi á vorin ef fuglana vantaði? Hvernig væru skógarnir fuglalausir? Hvei'Viig væru skerin og eyjarnar á fjörðunum, ef sundfuglarnir ættu sér þar eigi bú? Hversu brosandi, sem nátt- úran er, þá liggur þó á valt einhver deyfð og drungi yfir henni ef eigi heyrast við og við kátar og glað- ar fuglaraddir með barnslegum, saklausum og við- kvæmum hljómblæ. — Hvergi finna menn hjá nokkr- um dýrum eins mikla blíðu’ sakleysi og ást, eins og hjá sumum söngfuglum. Hvar er móðurástin á hærra stigi? Allir vita hve annt fuglarnir láta sér um ungana sína og eggin, þeir verja hreiðrin sín og leggja jafhvel oft lífið í sölurnar fyrir afkvæmi sitt, og mörg móðirin sveltir sjálfa, til þess að geta veitt ungunum næga fæðu. Eitt af hinu nauðsynlegasta fyrir fúglana er að hafa hentugan stað til að verpa á, enda sýna marg- ir með vali sínu, hversu mikla hæfileika náttúran hefir veitt þeim, því að segja, að þeir gjöri alt af blindum náttúruhvötum, er bábilja ein. Fuglarnir velja helzt þá staði, þar sem bæði er öruggt vígi og skjól fyrir unga iog egg, og þar sem jafnframt er nóg fæða í nánd. Af þessum orsökum verpa svo margir sjófuglar í snarbröttum ógengum klettum, í Ibjörgum og skerjum í hafi úti, því þar er næstum ómögulegt að komast að þeim, og þar er lika nóg fæða 1 nánd. Hrafnar, fálkar, ernir og fleiri fuglar verpa og í klettum, og sumir fuglar geta jafnvel falið svo vel hreiður sín, að varla er hægt að finna þaú; það leika sér t. d. eigi allir að því að finna músarindils hreiður, svo vel eru þau falin, og svo er um fl^iri. Þetta virðist þó eins og margt annað bendir á tölu- verða hæfileika. skilning og skynsemi hjá fuglunum. — Þegar litið er því næst á hreiðrin sjálf, er það eigi undrunarvert aðsjá hvað haganlega þau eru gjörð? Er ekki þolinmæði, iðni og ráðdeild fugl- anna aðdáunar verð? — Það eru reyndar eigi allir fuglar, sem gjöra eins fögur hreiður, en þó eru þau oftast furðulega hentug og löguð eftir kringum- stæðunum. Sumir sjófuglar gjöra jafnvel engin hreiður, er svo megi kalla, en þeir verpa þá vana- lega í klettaskorum og gljúfrum, en þar hafa eggin nokkurt skSjól þó hart sé undir. Þetta gjöra t. d. teisturnar. en náttúran hefir líka alstaðar séð svo um, aði þar sem svo er háttað, eru ungarnir vana- lega mjög btáðþroska og verða fljótt sjálfbjarga. Mjög margir fuglar á íslandi verpa á flatri jörð, en þótt hreiðrin virðist vera á bersvæði og mjög ó- breytt og einföld, þá' er þó mjög nákvæmlega séð fyrir að þau séu svo hentug, sem auðið er; fugl- arnir leitast við að hafa þau þar sem óhultast er, og gjöra þau hlý, svo eggin eða ungarnir eigi bíði skaða af kulda og vosbúð; þennan tilgang hafa æð- urnar, er þær reita af sér dúninn til þess að verma eggin sín. Vanalega reyna fuglarnir að halda hreiðrunum þurrum, en þó eru þeir fuglar til, sem mjög eru elskir að vætu, t. d. keldusvín (Rollus aquaticus), sefandir, lómar og sumar útlendar stelkategundir. Þótt einföld og óvönduð hreiður oftast geti fullnægt þörfum íbúanna, þá eru þaú þó til dnnþá hentugri og fegurri. Til þess að gjöra ból handa eggjunum á sléttri grund eða milli þúfna, þarf eigi nefinn sérlegan hagleik, en í heitulöndunum, þar sem öll náttúran skreytir sig hinu bezta skranti, eru hinir beztu hreiður smiðir, og eg ætla þá að nefna nokkra af þeim. Píróllinn (Qriolus Galbula) er gulur fugl á lit með svörtum vængjum, hann á heima í miðhluta Evrópu og sunnar. Þessi fugl gjörir mjög fögur hreiður, þau hanga vanalega á trjágreinum og eru lík í laginu og vandlaupar, fléttuð úr blöðum ogj stráihn, eru fóðruð með mosa og ull; vindurinn vagg ar þeim fram og aftur, og ungarnir mundu detta út, ef randifnar væru eigi mjög bognar inn á við og hreiðrið kúlumyndað. iNaumann, nafnfrægur þjóð- verskur fuglafræðingur, segist eigi vita hvert hann eigi meir að undrast starfsemi pírólanna eða hag- leik, karl og kvenfugl eru ávalt að, stundum kemur annar með langt strá og reynir að festa það við grein með nefinu, en þegar ,það ekki tekst, grípur hinn fuglinn í annan endanri og flýgur oftsinnis í kringum greinina til þess að festa stráið með því, að vefja því um hana. Karlfuglarnir viða að, en kvenfuglarnir byggja. Þegar búið er að Idggja nokkra sterka þræði eru margir aðrir fléttaðir við, þogar hreiðrið er farið að geta haldið, sest kven- fuglinn í það svo það verði nógu djúpt, fallegt og vel lagað. — Sef-söngvarinn (Sylvia arundinacea) dálítill grár fugl gjörir hreiður innan um sef við tjarnar- bakka ,og hefir 5 eða 6 sefstöngla, sem súlur eða stólpa til að bera bygging þessa svo hún er rétt yfir vatninu. Hreiður þetta er stórt og botninn er þykkastur og sterkastur bæði til þess það sé skjólbetra fyrir ungana og til þess það geti eigi bil- að. —. Sumir fuglar lifa í stórhópum og gjöra hreiðr- m * sameiningu, t. d. lýðveldisfuglinn (Ploceus socius), þag er heldur ósjálegur grár fgul, og á eima í suðurhluta Afríu. Þessir fuglar láta sér eigi nægja þag_ ag þejr þyggja hreiður sín hundr- u um saman á sama tré heldur gjöra þeir og allir i sameiningu gitt þak yfjr þau gjj, Starfsemi þeirra 1 ,ni,er nærri ótrúleg, þeir eru allan daginn án af- a s ra moigni til kvölds að viða að sér stráin og flétta svo fast og þétt saman, að það getur haldið a ri væ u og regni, auk þess hallar þaki þessu til allra hhða, til þess að regnvatnið geti runnið nið- Ur CmS °K húsþaki. Undir þessari stóru regnhlíf eru öll hin eiginlegu hreiður, en svo þétt saman, að þau líta út sem ein heild með mörgum opum. A einu tré geta stundum orpið 6—700 fuglar, on þeir taka sér líka áv*It bólfestu í stærstu og sterkustu trjánum.Skraddarafuglinn (Orthotom- us Iongicandatus) á heima á Indlandi; hann hefir fengið nafn sitt af hreiðurbyggingunni, því hann saumar hreiðrið alt saman. Hann leitar að ein-, hverri plöntu með stórum og breiðum blöðum, safn- ar síðan viðarull og* spinnur með nefi og fótum langan þráð, síðan stingur hann smágöt á blöðin, bindur hnút á hendann á þræðinum, dregur hann svo í gegn og saumar blöðin saman, síðan fóðrar hann hreiðrið með viðarull Varla er það hugsandi, að þetta sé gjört án skilnings og skynsemi. — Japu fuglinn (Cassius cristatus) frá Suður Ame- ríku, er að mestu leyti kolsvaríúr og í ætt við hrafn ana en gjöra hreiður sín betur en þeir; þau eru úr seigum stráum, sem eru margflækt saman í laginu hálfhnöttótt og fóðruð með viðarull. Hreiður þessi eru í trjám og ná taugar úr þeim í margar greinar til þess þau séu stöðugri og vindurinn eigi slíti þau af og feyki þeim niður. Japú fuglarnir hafa stundum hreiður sín á gráviðum og þá eru þau miklu dýpri en annars, af því greinarnar á viði þessum eru svo beygjanlegar og langar að vindur- inn skekur þær ávalt en þó væri hætt við að ung- arnir féllu út ef hreiðrin væru grunn. Oft búa margir saman í sama trénu og þá er það eins og dálítið þorp með mörgum stárfsömum íbúum. — Vefara fugl (Ploceus Mahali) fléttar harða brodda af jurtum utan á hreiður sín, svo höggormar og önnur ill kvikindi eigi komist þar að þeim. — Bayafuglipn (Melicurvius Baya) gjörir aflöng hreiður og hengir þau neðan á greinar — einkum pálmagreinar — og yfir vatni til þess að óvinir komist ekki að. Á hverju ári bæta fuglar þesslr nýju hreiðri neðan við hitt gamla ,svo stundum má sjá mörg hangandi hvert neðan í öðru. Þeir bera oft leii-hnausa inn í hreiðrið, líklega til þess að gjöra það þyngra, svo vindurinn eigi^ekki eins hægt með að feykja því fram og aftur. Stundum eru fugl- arnir svo spakir að þeir hengja hreiður sín við húsburstir og vindskeiðar. Fugl þessi er mórauð- ur að ofan og gulur að neðan, lítill^ en kvikur, hann á heima á Indlandi. — Rauðnefjaður vefarafugl (Quelea sangvinirastris), sem lifir í Súdan og Mið- Afríku, fléttar mislita þræði inn í hreiður sitt, svc það verður alt rósótt; það er hnöttótt í laginu mcð opi á miðri framhliðinni. — Fugl einn frá Norður- Ameríku, er kallast Baltimore Trupial (IcteVus Baltimore) svartur og gulur á lit, gjörir njjög vönd- uð og merkileg hreiður, þau hanga á mjóum grein- um í streng, og fer bygging þeirra alt eftir því hvort það er sunnarlega eða norðarlega í landinu í suður héruðunum eru hreiðrin gjörð úr hinum svo kallaða spánska mosa (Tillandsia usneoides), sem alstaðar þar er á trjánum, og svo gisinn að loftið kemst alveg í gegn, þar hanga öll hreiðrin á móti norðri á trjánum, en í norðurríkjunum eru hreiðrin ávalt gegn suðri og miklu þéttari og heit- ari. — Hreiður Kolibrí-fuglanna eru oft mög snot- ur, þó þau séu lítil. Að utan eru þau úr mosá, en innan vanalega fóðruð með viðarull eða jurtasilki, svo eggin, sem opt eru eigi stærri en matbaunir, liggja á mjúkum bólstri. — Meisingur einn (Pardus pendulinus) gjörir hnöttótt hreiður, setn hangir yfir vatni, vanalega eru þau gjörð af ull, hárum og plöntutaugum ,en innan í viðarull; inngangurinn er í gegnum pípu, sem stendur út úr hliðinni eins og flöskuháls. í ítalíu er sú hjátrú algeng meðal al- múgans, að aldrei slái niður eldingu í það hús, þar sem hreiður fugls þessa hangir yfir dyrunum. Spetturnar gjöra hreiður sín öðruvísi en allir aðrir fuglar, þær höggva híbýli sín inn i beinhörð tré og eru ávalt að með ótrúlegu kappi og starfsemi frá morgni til kvölds. Hreiðurholan er eigi fullbú- in fyrr en eftir meir en hálfan mánuð, sem eigi er heldur von, og það er hreint ótrúlegt, að fugl skuli geta áorkað svo miklu með epgu öðru verkfæri en nefinu, en það er nú reyndar bæði sterkt og hvast. — Flest svölureiður eru ágætlega gjörð, en þó eru hin ætu svöluhreiður orðin aliþektust. Fugl sá ftSalangan Colloculia fucipbaga), sem býr þessi hreiður til, lifir á Indlandseyjum, einkum á Java. Suðurströndin á Java er ákaflega sæbrött, þver- hnýptir klettar og björg ,mörg hundruð fet á hæð, mæna alstaðar upp úr sæ. Alstaðar þar sem lítill jarðvegur getur myndast, í hverri sprungu og stalii eru há tré og blóm sumstaðar, en neðan til hafa ibylgjurnar nagað hella inn í bcrgið, eins og á mörgum stöðum hér á landi, þar sem brimlöðrið kastast upp í háa loft er ótölulegur grúi af svölum sem sæta lagi og skreppa inn í hellana við útsogið, því þar eiga þær hreiður. Hreiður þessi eru á und- arlegan hátt gjörð úr sjáfartjurtum og klínd saman með slími, sem kemur úr eitlum í sarpi fuglanna. Slím þetta storknar undir eins og loft snertir það. HJreiðrin eru eins og skál í Iaginu og þeim er klínt við klettana. Kínverjar etaxhreiður þessi og þau þykjatmesta sælgæti. Til Sínlands er því flutt ó- grynni af svöluhreiðrum, og það er hinn bezti ábata vegur að safna þeim. Frá Java til Sínlands eru árlega seld hreiður fyrir meir en 5 milónir króna. — Annar hella fugl mjög undarlegur lifir í Suður- Ameríku, hann heitir Gracharo eða fitufugl (Stea- toinis caripensis), það er svölutegund,. sem eLkar mjög myrkur; hún gjörir hreiður sín í mjög di;nm, um og drungalegum hellum; fuglar þessir eru drepnir þúsundum saman og brædd af þeim fitan. — Fugl einn á heima í Suður-Ameríku, er kallast leirkerasmiður (Furnarius rufus), hann gjörir hreiður ólík hreiðrum allra annara filgla. Hreiður þessi eru ekki á afviknum stöðum, heldur alstaðar framan á klettum og trjádrumbum, því fuglinn Ireystir því, hve þau séu rammgjör. Hreiður þessi eru úr leir, eins og brauðofn í lögun; fuglinn hleð- uri þau saman úr smá leirkögglum er hann ber að, og lætur op vera á hreiðrinu miðju eins og hvelfd- ar dyri Innan í þessum trausta kastala er hið eig- inlega hreiður úr grasi fjððrum og ull. Það er undrunarvert að sjá hvernig þessi litli fugl fer að búa til hreiðrið sitt. Fyrst sækir hann leirinn og ber hann þangað sem hann ætlar að byggja, breið- ir hann síðan út méð riefinu og fótunum og gjörir hringgarð, lætur hann síðan þorna, og gjörir svo annan ofan á o. s. frv., en lætur garða þessa smátt og smátt verða minni eftir því, sem hækkar, uns þeir dragast saman og mynda hvelfingu efst. Fyrir innan dyrnar er dálítill þyprgarður úr leir fyrir framan hreiðrið. Brazilíumenn telja fugl þennan helgan, af því sagt er, að hann vinni aldrei á sunnu- dögum og snúi dyrunum ávalt mót austri! — Ýms- ar tegundir af nashymingafuglum (t. d. Buceros corrugtus, iBuc. boidrnis og Toccus erytíhrorhyn- chus), er lifa á Indlandi og í Afríku, verpa í holum trjám. Þegar kvenfuglinn er k#minn inn til þess að liggja á eggjunum hleður karlfuglinn vegg úr leir fyrir opið og hefir aðeins lítið gat á honum, sem kvenfuglinn getur rekið nefið út um. Hún situr þarna altaf á, en karlfuglinn fóðrar hana unz hún er búin að unga út og unarnir eru fleýgir. Sjálft hreiðrið gjörir kvenfuglinn af sínum eigin fjöðrum. Konan fitnar þarna ákaflega af kyrsetunni og af. því hve vel hún er fóðruð, en maki hennar horast dag frá degi, af því hann dregur af sér til þess að veita henni óg ungunum nægju sína. — Þótt þessi hreiður séu enn frábrugðnari og undarlegri. Flamingó ’inn (Phoenicopterus rafus) er stór vað- fugl, sem lifir í heitu löndunum við fljót og ár í stcr- um hópum, hann er hvítur á lit og slær á rauðum blæ, vængirnir eru rósrauðir. Hreiður sín gerir fugl þessi á votlendum slíöðum, eða jafnvel í grunnu vatni við fljóts- eða vatnsbakka, þau eru úr leir og mold, sem fuglinn hnoðar saman unz kominn er há strýta, efst á strýtu þessari er hola og þar verp- ir hann í. Heiður sitt hefir flamingó af því svo lagað, að sköpulag hans er þann veg, að hann hefir ákaflega háa fætur, sem hann gæti eigi lagt undir sig ef hann sæti á eggjunum ájafnsléttu, en fyrst hreiðrið er svona hátt þá situr hann yfir um það og ungar svo út. — Fugl einn af hænsnaflokki, runn- hæna (Tallegallus Lathaqii, er lifir á Nýja-Hollandi er ólíkur flestum öðrum fuglum í því, að hann ekki ungar sjálfur út eggjum. sínum. iSnemma á vorin draga fuglar þessir saman ógrynni af visnum blðð- um og ýmsum öðrum plöntuleyfum, og hrúga því saman svo úr því verður stór býngur. Innn í býng- inn láta þeir eggin í plöntuleyfunum hitnar, og eggin ungast út af því. Býngir þessir geta orðið ákaflega stórir, því margir bera saman og sami býngurinn er oft notaður ár eftir'ár, en þá þarf altaf að bœta í hann nýju. — Þess má og geta hér, að hinn vanalegi gaukur (cuculus canorum) ungar aldrei út sjálfur eggjum sínum, hann lætur þau 1 hreiður lítHla söngfugla og lætur þá klekja þeim út og fæða upp ungana, sem eigi er hægðarleikur fyrir svo litla fugla. Þegar gauks ungarnir skríða út úr egginu, eru þeir ákaflega gráðugir og éta alt frá ungum fóstru sinnar og sparka þeim jafnvel út úr hreiðrinu þegar þeir stækka og þeim vex fiskur um hrygg. Fóstran megrast dag frá degi, af því hún sí og æ tínir alt sem hún nær í þessi átvögl, sem eigi launa nema illu einu og hún sveltir sjálfa sig af því að hún ætlar að ótætis gauksunginn sé sitt eigið afkvæmi. — Vaðfugl einn, er lifir í Afríku og kallast skuggafugl (Scop^s umbretta) klínir sam- an stóru húsi úr leir og kvistum uppi í trjám; það getur orðið 6 fet að þvermáli, í því eru 3 herbergi, fordyri, skemma eða búr og svefnherbergi. í svefn- herberginu er mjúk sæng úr viðarull og plöntum, þar skiftast makarnir á að liggja á eggjunum, í miðrúminu eða skemmunni er matarforði geymdur og 1 fremsta herberginu stendur ávalt annar fugl- inn og heldur vörð og gargar ef einhver hætta er í nánd. ' t Á Nýja-<Hollandi er flest öðru vísi en annars staðar, þar eru t. d. hvítir hrafnar og svartar álftir o. s. frv. Þar er lítið af spendýrum, en því meira af hinum litfegurstu fuglum. Innan um hin svar- grænu lauf á gúmmítrjánum fljúga mjallahvítar kakadúfur og fagur-rauðir og ljós-grænir páfagauk- ar og ógurleg mergð af öðrum fuglum margvísleg- um og undarlega sköpuðu. Þar er t. d. fugl, sem heitir hörpufugl (Menura superba) af því stélið, sem er ákaflega stórt er eins í laginu og strengjuð harpa. í frumskógunum um miðbik Nýja Hollands er mjög raka og sagga samt og kemur það því til leiðar, að þar er alt þakið mosa, trjástofnarnir eru svo gjörsamlega huldir af honum, að hvergi sést í þá, og niður af greinunum hanga langir mosaskúf- ar. Þessir mosaskúfar eru stundum yfir alin á lengd. Fugl einn á þar heima, hann gjörir hreiður innan í skúfunum en svo vel eru hreiðrin falin að ómögulegt er að greina skúfana með hreiðrunum frá hinum, enda eru fuglarnir þar svo óvarir um sig, að það má takai þá með höndunum á hreiðrinu. Hreiðrið er vanalega fóðrað innan mei þurru grasi og fjöðr- um. Nú hefi eg talað um ýms undarlega löguð og fögur hreiður en eg á eftir að tala um eitt íþrótta smíði, sem fuglakyn tvö (Ptilonor hynchus og Qhlamydora), er á Nýja-Hjollandi lifa, gj<öra sér til gamans. Það eru nokkurs konar laufskálar úr laufmynduðu 'hrísi, allar hríslurnar eru beygðar og sameinaðar að ofan og mynda hvelfing. Hjá ,fChlumyder” eru lufskálarnir þaktir grasi og við undirstöðurnar eru miklar hrúgur af steinum. sem eru lagðir þannig, að þeir styðja grasið og hrísl- urnar. Eitt er enn merkilegt við Iaufskála þessa, að fuglarnir safna þangað allskonar glingri úr öllum áttum, beinum, glerbrotum, skeljum o. s. frv. Lauf- skálar þessir eru eigi hreiður, heldur nokkurskonar skemtistaðir í tilhugalífinu, þangað koma elskend- ur á hverjum degi, og oft eru mörg pör í sama lauf- skála. — Yfir höfuð að tala gjöra karlfuglarnir alt sem þeir geta til að þóknast kvenfuglunum í tilhuga lífinu; það er þá algengt að karlfuglarnir, sem oft eru mjög fagurlega litir hoppandi og syngjandi breiða út stél og vængi til að sýna unnustum sín- um sem bezt alt fjaðrarskraut sitt. Sumir fuglar, t. d. klettakænurnar (Rupicola crocea) í Perú dansa mljög skringilega á flötum klettahellum. Það eru aðeins hvatfuglarnir, sem gjöra þetta, enda eru þeir mjög léttir og liðugir í snúningum, en unnustur þeirra horfa á. Karlfuglarnir eru mjög litfríðir fagurgulir með purpura litum kabmi eða kórónu á höfði. Þorvaldur Thoroddsen. Professional Caras DR. B. J. BRANDSON 216-220 Modical Arts Islclg. Cor Graham og Kennedy Sta. Phone: A-1834 Offlce tlmar: 2_3 Heimili: 77 6 Victor St. Phone: A-7122 Winnipég, Manitoba. Vér Ieggjum sérstaka Aherzlu á. a6 selja mefiul eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aB fá, eru notuB eingöngu. pegar þér komiS meB forskriftina til vor, megiB þér vera viss um, aB fá rétt þaB sem læknirinn tekur til. COLCLEUGH & CO. Xotre Dame and Sherbrooke Phones: N-7668—7650 Vér seljum Giftingaieyfisbréf THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN ísl. lögfrseðingar. Skrifstofa: Room 811 McA-rthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1666 Phones: A-6849 og A-6840 DR O. BJORNSON 216-220 Medical Arta Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office tímar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. Phone: A-7686 Winnipeg, Manitoba. , *DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Plione: A-1834 Office Hours: 3—6 Heimili: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arta Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Plione: A-1834 Stundar augna, eyrna nef og \kverka. sjúkdóma.—Er aB hitta kl. 10-12 f.h. og 2-6 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: F-2691 DR. A. BLONDAL 818 Somei-set Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdéma. Er aB hltta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: N-6410 Heimili: 806 Victor St. Stmi: A-8180 DR. Kr. J. AUSTM^NN 724 Vá Sargent Ave. ViBtalstlmi: 4.30—6 e.h. - Tals. B-6006 Helmlli: 1338 VVoLsley Ave. Stmi: B-7288, DR. J. OLSON Tannlaeknir 216-220 Medical Arts Bldg. 'Cor. Graham og Kennedy Stfl. Phone: A-3521 Heimili: Tals. Sh. 3217 DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Talstml: A-8889 DR. K. J. BACKMAN. Skin Specialist. 404 Avenue Blk., 265 Portagý Ave. Office pbone A»1091. Hours: 2—6 Munið símanúmerið A 6483 og pantiS meBöl yBar hjá oss.— SendiB pantanir samstundis. Vér afgreiSum forskriftlr meB sam- vizkusemi og vörugæBi eru óyggj- andi, enda höfum vér margra ára lærdómsrlka reynslu aS baki. — Allar tegundir lyfja, vindlan, ts- rjómi, sætindi, ritföng, tóbak o.fl. McBurney’s Drug Store Cor. Arlington og Notre Dame Giftinga- og Jnrðarfara- Blóm með litlum fyrtrvara BIRCH Blómsaii 616 Portage Ave. Tals.: B-720 St. John: 2, Ring 3 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur líkkistur og annast um út- f&rir. Aliur útbúnaBur sá bezti. Enn fremur seiur hann allskonar mlnnisvarSa og legsteina. ) Skrifst. Talsími: N-6607 Heimilis Talsími: J-8302 W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. Islenzklr lögfrwSingar. 708-709 Great-West Perm. Bldg. 356 Main St. Tals.: A-4963 peir hafa einnig skrifstofur aB Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar aB hitta á eftirfylgj- and tlmum: Lundar: annan hvern miBvikudag Rlverton: Pyrsta fimtudag. Gimll: Fyrsta mÍBvikudag. Pineyj ýriSja föstudag I hverjum mánuBi. ■I A. G. EGGERTSSON fsl. lögfræSingur Hefir rétt til aB flytja pi&1 bœC1 I Manltoba og Saskatchewan. Skrifstofa: VVj-nyard. Sask. Seinasta mftnudag i hverjum mán- u81 staddur I Churchbridge J. J. SWANSON & CO Selur bújarðir. Látið það félag selja fyrir yður. 611 Paris Building, Winnipeg. Phones: A-6349—A-6310 STEFAN SOLVASON TF.ACHKR of PIANO Ste. 17 Emllv Apts. Emily St. Eiuil Johnson SKRVIOK ELEOTRIC Rafmagns Contracting — AUs- kyns rafmagsndhöld seld og viO þau gei~t — Eg sel Moffat og McClary Eldavélar og hefi þœr til sýnis d verkstœði minu. 524 SARGENT AVE. (gamla Johnson’s byggingin viB Young Street, Winnipeg) Verskst. B-1507.’' Heim. A-7286 Verkst. Tals.: A-8383 Helma TaLs.: A-9384 G. L. STEPHENSON PLUMBER Allskonar rafmagnsáhiild, svo sentj straujám, víra, allar tegundir af glösum og aflvaka (batterles) VERKSTOFA: 67« HOME ST. Sími: A-4153. fsl. Myndastofa. Walter’s Photo Studio Kristín Rjamason, clgandl. 290 PORTAGE Ave., Winnlpe*. Næst biB Lyceum leikhúsiB. JOSEPH TAYLOR Iiögtaksmaður Heimatalsími: St. John 1844 Skrif ntofu-Tals.: A-6557 i)ekur lögtaki beeiBi húsalleiguskuld- ”, veBskuldir og víxlaskuldir. — Af- jreiBir alt, sem aB lögum lýtur. Skrifstofa 255 Vlain St. Islenzka bakaríið Selur beztu vömr fyrir bcgsta verð. Panlanir afgreiddar bæðl fljótt og vel. Fjölbreytt úrval. llrein og lipur viðskifti. Bjarnason Baking Co. 676 SARGENT Ave. VVrinnipeg. ' Plione: B-4298 MRS. SWAINSON að 627 SARGENT Ave., VVinnlpeg, liefir Avalt fyrirliagjandi úrvals- hlrgðir af nýtízku kvenhöttum. Ilún er cina M. konan, sem sllka verzlun rekur í VV’innipeg. fslend1- ingar, látið Mrs. Swainson njóta viðskifta yðar. /

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.