Lögberg


Lögberg - 15.04.1926, Qupperneq 3

Lögberg - 15.04.1926, Qupperneq 3
LÖGBEMJ FIMfTUDAGINN. 15. APRÍL 1926. Bls. 3. ' ? 1 Sérstök deild í blaðinu §íi®Bi[gia^,aiaps«^siii.ajsiaaaiagsiiaiaMa@S! SOLSKIN Fyrir börn og ungiinga 4 aaaiaaaaaaaaaaaaKiaaaaMMraaaaaaKiaiS Jörundur. Saga eftir Jóhönnu Spyri. (Æskan.) (Framh.) Gamli maðurinn varð alveg frá sér numinn af þessu heimboði malarakonunnar. Hann þorði varla að treysta því, að hann væri búinn að finna varan- legan samastað, svo að hann gæti nú varpað öllum sorgum og áhyggjum fyrir borð. En Kórónan á þessu öllu var þó það, að nú gætu þeir Jörundur fengið að vera samvistum, meðan þeir lifðu báðir, og það á heimili, sem þeir gætu með réttu kallað heimili sitt. Þetta var miklu meira en hann hafði nokkru sinni dirfst að láta sér til hugar koma. Hann stóð lengi grafkyr, rétt eins og honum hefði misheyrst. En Jörundur var þá heldur vissari í sinni sök; hann þaut inn í herbergi afa síns og tók þær fáu flíkur, sem hann fann þar inni, vafði þeim saman í bagga og batt um snæri, lagði svo baggann á bak sér og kom á harða spretti út til þeirra. “Það var rétt, Jörundur,” sagði amma glöð í bragði, “nú verðum við undir eins að leggja af stað.” Þá sá gamli maðurinn að þeim var full al- vara. Hann hraðaði sér og tók í hönd Lenu og kvaddi hana og gerði henni grein fyrir, hvert för- inni væri heitið. Lena gamla varð himinlifandi glöð, þegar hún heyrði, hverju láni hann ætti að fagna. Þau komu nú líka, amma og Jörundur, til að kveðja Lenu; því að hún hafði alt af verið svo góð við fósturson gamla mannsins. Þau gengu nú öll sem hraðast niður fjallið og fyr en þau vissu af, voru þau komin að gistihúsinu. “Beittu nú sem skjótast fyrir vagninn!” sagði malarakonan við húskarl sinn, “og láttu svo Brún þenja sig eins og honum er framast unt; nú ríður á að komast heim sem fyrst.” — >— Þegar heim kom, var fólkið í mylnunni nýbúið að eta kvöldverð. Sveinar malarans voru gengnir til herbergis síns, en malarinn sat aleinn við borð- ið. Hann var ekki í sem bestu skapi. Loks heyrði hann vagnskrölt úti fyrir. fíann hlustaði: “Nei, það er ekki hún,” tautaði hann fyrir munni sér, “hún er ekki búin, þó bún sé byrjuð, ef eg á rétt að þekkja hana; hún verður áreiðanlega á ferðinni þessa vik- una úr einum staðnum í annan og leitar jafnt ó- líklega sem líklega, áður en hún gefst upp.” Vagnskröltið færðist nær og nær og loks nam vagninn staðar úti fyrir. Malarinn flýtti sér út. “Komdu nú hingað, maður minn!” hrópaði kon- an til hans, “komdu og taktu drenginn niður úr vagninum; hann er okkur tilheyrandi. Jörundur er sonur Melchiors!” Malarinn kom nær og kom ekki orð frá munni. Hann tók á móti drengnum og lét bjarmann af ljós- kerinu falla framan í hann. “Það er víst ómögulegt, Jörundur! Er það nú ábyggiiegt?” Því næst tók hann í höndina á honum og leiddi hann inn í stofuna. Þegar inn var komið, virti hann drenginn ná- kvæmlega fyrir sér, en ekkert sagði hann. Litlu síðar kom kona hans líka inn og með henni gamli Alpa-foringinn. “Nú máttu ekki efast lengur, maður minn,” mælti konan og gekk til mannsins síns, en hann þagði sem áður. “Eg hefi sannanirnar í höndum; það er jafnvíst að hann er drengurinn okkar, eins og Melchior var það.” “Já, kona mín, eg er nú ekki lengur i neinum vafa,” mælti malarinn svo ánægjule'ga, að ekki voru dæmi til þess, að-hann hefði talað í slíkum rómi nú langalengi. “Ef einhver hefði komið til mín og sagt; “Þessi drengur þarna er sonur Melchiors,” og enga sönnun haft í hön/ium fyrir því, þá hefði eg nú samt trúað því nú á þessari stundu. Hver hreyfing hans minnir á Melchior; alt leikur honum . í höndum, hann veltir öllu fyrir sér og snýr eins og Melchior var vanur að gera. Mér hefir oft orðið órótt innanbrjósts, er eg hefi veitt þessu eftirtekt. — Svo þú ert þá eftir þessu sonarsonur minn, Jörund- Ur,” sagði malarinn og tók í höndina á honum. “Þykir þér nú líka vænt um að vera kominn heim aftur í mylnuna til afa?” “Já, það þykir mér réyndar,” svaraði Jörund- ur, "og mér þykir líka vænt um að fá að vera hjá ömmu.” “Þetta líkar mér,” sagði malarinn og tók fast í höndina á Jörundi. “Komdu, amma, nú skulum við gera okkur glatt kvöld; Jörundur skal nú verða þess var, að hann er búinn að finna afa sinn og ömmu.” Nú .leiddi kona malarans fram gamla fjalla- foringjann; hann hafði alt til þessa staðið grafkyr úti í stofuhorninu. “Her er maður, sem verður að fá að samgleðj- ast okkur,” mælti hún, “hann er annar afi Jörund- ar, hann hefir alið drenginn upp fyrir okkur; við getum ekki þakkað honum það eins og vert er.” Malarinn tók þétt og innilega í hönd gamla mannsins. Kona malarans lék á allsoddi, meðan þau sátu að borði, og sagði frá öllu, sem henni hafði að höndum borið um daginn og öllu, sem gamli fjalla- foringinn hafði gert fyrir Melchior fyrst, og síðan fyrir drenginn hans. Malarinn tók þá aftur fast- ara í hönd gamla mannsins og settist svo við hlið- ina á Jörundi, klappaði honum áhöfuð og herðar og mælti: n ' “Já, nú megum við vera glöð af því, Jörundur, að þú ert nú loksins kominn hingað, því að hér áttu heima. Hvað langar þig nú mest til að læra? Segðu bara eins og þér býr í brjósti!” “Eg vil verða malari I” svaraði Jörundur óðara, og helzt við svona ágæta mylnu, eins og þú átt, afi minn!” 'Malarinn hló af gleði. Það var hægur vandi að sjá, að hann var svo hjartanlega ánægður með þetta svar. “Nú sjáum við það! Hann veit, hvernig hvað eina á að vera og hefir augu í höfðinu!” kallaði afi hans upp yfir sig og djúpu hrukkurnar í andliti hans urðu alt af sléttari og sléttari. “Á morgun ætla eg, Jörundur, að kenna þér að aka með 'Brún og hinum hestunum. Já, nú skal alt falla í ljúfa löð í mylnunni framvegis.” Kona malarans gat ekki annað en virt manninn sinn fyrir sér aftur og aftur; það var eins og hann væri orðinn ungur í annað sinn; hann var að minsta kosti orðinn tuttugu árum yngri á fáum augnablik- um. Síðan leit hún til Jörundar með því augnaráði, sem hann átti hægt með að skilja; hann varð sí og æ að vera að taka í höndina á henni, til þess að hún vissi það víst, að hún hefði sonarson sinn hjá sér. Það ljómaði stöðugt af andliti gamla fjalla- foringjans eins og sólu. Loks spenti hann greipar og mælti: “Nú óska eg mér einskis annars en að eg mætti syngjan lofsöng með Jörundi. Himnafaðirinn má ekki fara á mis við þakklæti fyrir alt það, sem hér hefir gerst, og þá þökk gjöldum við houm bezt með því að syngja.” Jörundur leit til afa síns óttasleginn; hann vissi, að honum var ekki við annað verra en söng. En afi hans kinkaði vingjarnlega kolli til gamla mannsins og mælti: “Já, gerðu það. Syngdu bara! Ef litli malar- inn minn lætur ekki að eins á sér standa allan dag- inn við mylnustörfin, þá má hann syngja uppá- haldsljóðin sín á hverju kvöldi fyrir ömmu eins og hann lystir.” Þá fór gamli fjallaforinginn að syngja með sterkri bassaröddu, en Jörundur söng yfir með hlómskíærri röddu. í sömu svifum sótti amma gígjuna og rétti Jörundi hana með hægð. Hún hafði ^ingum haft yndi af að heyra gígjutónana, þvr að þeir vöktu hjá henni endurminningar um fyrri daga, glaða og bjarta. Malarinn sat og hlýddi á með glöðu bragði. Þegar búið var að syngja, sátu allir hljóðir augnablik; en skömmu seinna gekk kona malarans i upp á loftið og hallaði sér út í gluggann. Tunglið brá björtu skini á þjóðveginn. “Nú þarf eg -ekki lengur að ganga upp hingað til að vita, hvort hann komi ekki,” mælti hún og rendi augum út á veginn, eins og hún hafði gert svo oft arum saman. “Nú veit eg að hann kemur ekki; eg sé hann aldrei fram- ar; hanp er farinn fyrir fult og alt; en sé hann að eins þarna uppi að baki stjarnanna, já, þá skal ek ekki mögla. Eg finn á mér, að hann hlýtur þar að vera.” Tárin streymdu niður kinnar hennar, en hún þerraði þau vandlega af sér, því að hún vildi ekki koma niður með grátin augu til þeirra, sem þar voru allshugar glaðir. Morguninn eftir, þegar alt heimilisfólkið var saman komið og sezt að morgunverði, sagði kona malarans skýrum rómi: “Eg hefi nú í dag mikilvægt málefni að tjá ykkur. — Þessi drengur hérna, hann Jörundur, er sonarsonur minn og upp frá þessari stundu ber ykkur að líta svo á, sem hann sé sonur okkar. Fað- ir hans dó snögglega þegar hann var á leið heim tíl okkar, og þessi valinkunni gamli maður tók Jör- und að sér og ól hann upp, svo að hann er nú orð- inn góður drengur og maklegur til að vera hérna, þar sem hann á nú heima að réttu lagi. Þennan mann skuluð þið nú virða og heiðra, eins og hann sé annar afi míns kæra sonarsonar.” Sveinar malarans voru ekki í sem bestu skapi, þegar þeir gengu aftur til verka, því að þeim kom til hugar, að Jörundur mundi nú segja af sínum, hvernig þeirn, hefði farist við hann, og yrði þá, ef til vill, vísað á dyr; langi Kaspar var sérstaklega hræddur við það. Nokkru seinna gekk Jörundur til mylnunnar til að gera þar eitthvað, sem afi hans hafði beðið hann fyrir. Hann var dálítið hræddur og kvíðandi fyrir því, að nú mundu þeir verða fullir upp úlf- úðar og öfundar, af því. að hann ætti nú framvegis svo miklu láni að fagna. En þeir voru nú orðnir allir aðrir; þeir keptust á í því að sýna honum vin- semd í viðmóti; nú vildu þeir allir hjálpa honum, og sýndu með því, að þeir vildu bæta fyrir það, að þeir höfðu áður gert illa honum til handa. Þessi breyting á þeim létti þungum steini af hjarta Jörundar, því honum fór sem kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar hann hugsaði til þess, hve vondir þeir höfðu verið honum. í gleði sinni sýndi hann þeim nú í móti öll vinahót og lét aldrei á sér finna, að þeir höfðu áður verið vondir við hann. Þessi framkoma hans fékk mjög á þá, og þeir fóru að hafa verulegar mætur á honum, svo það var ehtci óttinn einn, sem knúði þá til að sýna honum vinahót. Þegar Jörundur var aftur genginn út úr myln- unni, sagði sá af sveinunum, sem elztur var: “Það var víst og satt að við gerðum honum rangt til, en það er ekki að sjá, að hann hafi í hyggju að hefna sín á okkur.” Allan liðlangan daginn var hann að velta ein- hverju fyrir sér, og þegar hann og félagar hans voru búnjr að syngja saman nokkrum sinnum, þá gekk hann um kvöldið með þá út fyrir dagstofu- gluggana og þar röðuðu þeir sér og sungu ofurlítið velkomandaljóð, sem hann hafði ort sjálfur. Malarinn opnaði glugga og bauð þeim öllum inn og sökum gleði sinnar út af hluttekningu þeirra sótti hann eina flösku af víni og veitti þeim. Gleðin var nú aftur búin' að halda hátíðlega innför í Stouffer-mylnuna. Þaðan hljómaði söng- ur samfara gígjuslætti á hverju kvöldi. Aldrei leið nú svo- dagur til enda, að malarinn segði eigi aft- ur og aftur við konu sína: “Þú ættir bara að sjá, hverju Jörundur fær afk'astað!” Hún kom aftur og aftur í mylnuna, tilí þess að sjá og sannfærast um það af eigin sjón, oð Jörundur væri eins duglegur og afi segði, og hún varð að staðfesta það, sem hann hafði sagt. Já, nú var hamingjan og gleðin búin að taka sér bólfestu á heimilinu. En þegar hún svó fór fram hjá hvítum mjöl- sekkjunum, fullum af mjöli, þá var hún oft vön að minna mann sinn á það, sem hann hafði heitið henni, með því að segja: “Þú veizt, hverju þú hefir lofað mér. Jafnskjótt sem þú fær tóm til, þá lyftum við okkur upp nokkra daga og förum upp í Bernhards-klaustur; við eigum svo mikið að þakka munkunum góðu þar, og erum þeim mjög skuld- bundin. Við höfum þá með okkur fáeina af þess- um fullu mjölsekkjum og meira til. — Mig langar svo til að geta þakkað þeim. *— Og svo er það leiðið hans iMelchiors okkar. Það verðum við að fá að ) sjá; þar langar mig til að dvelja um stundarsakir. Þangað verðum við að far á ári hverju, meðan okk- ur endist líf. Og Jörundur verður að fara með okkur, og gamli fjallaforinginn verður líka að fara með okkur, hann verður enn einu sinni að gera sér ferð þangað. Við skulum gera honum ferðina hæga; hann verður enn einu sinni að ferðast um þær slóðir; og það verður ef til vill síðasta Alpa- ferðin hans.”. \ Malarinn var konu sinni algerlega sammála um þetta. “Þú ættir bara að vita, hve alt fellur í Ijúfa löð í mylnunni!” sagði malarinn skömmu síðar við konu sína. “Það er eins og návist Jörundar hafi gerbreytt sveinunum; það er öldungis merkilegt, hvað þeim kemur vel saman. Já, nú finst mér gam- an að lifa.. Og þegar þeir syngja á kvöldin, þá finst mér að eg hafi aldrei heyrt jafn yndislegan söng fyrri.” “Já, elsku maðurinn minn!” mælti konan, “þungri sorg er létt af hjarta okkar og þess vegna sýnist okkur lífið alt annað en það áður var. Auð- vitað er Melchior sjálfur ekki kominn heim aftur; en hann ætlaðil sér það, og blessun hefir hann að minsta kosti sent okkur, er fær. okkur til að gleyma liðnum sorgardögum og gerir okkur aftur ham- ingjusöm og ánægð með lífið.” Og blessuð malarahjónin urðu ekki fyrir nein- um vonbrigðum í því efni. —Æskan. B. J. þýddi. Aðeins títuprjónn. (S. J. þýddi.) “í gær sýndi forstöðumaðurinn í baðmullar- verksmiðjunni mér títuprjón, sem hafði kostað eig- andann mörg hundruð krónur,” sagði móðir okkar við börn sín, Jóhann og Önnu. “Það hlýtur að hafa verið skrautlegur títu- prjónn,” sagði Anna litla. “Var demantshaus á honum?” “Nei, alls ekki,” svaraði móðirin. “Það var bara venjulegur títuprjónn, samskonar og þeir, sem maður kaupir og notar dags daglega og veit varla af því ð maður gerir það. Eg hefi til dæmis stung- ið einum hérna í kjólinn minn.” “Það fær mig enginn til að trúa því, að einn slíkur títuprjónn hafi kostað mörg hundruð krón- ur,’ mælti Jóhann. “Því er nú samt sem áður þannig farið,” sagði móðirin, “og nú skal eg segja ykkur, hvernig á þvi stendur. Þið vitið, að þegar bómullardúkarnir eru þvégnir og þrýst á þá litunum, þá eru þeir á eftir þurkaðir og sléttaðir með því að láta þá renna um stóra, heita sívalninga. Einu sinni vildi svo óheppi- lega til, að títuprjónn hafði dottið niður á einn stærsta sívalninginn og þrýstist hann smátt og smátt inn í hann, þar til hausinn einn stóð út úr. Enginn sá þetta og sívalningurinn snerist í sí- fellu og einn meter bómullardúksins eftir annan rann yfir hann þagað til dúkurinn var á enda. Síðan var annar dúkur tekinn og látinn fara sömu leiðina, og þannig var haldið áfram, þar til hundr- að dúkstrangar voru tilbúnir. . Þeir voru ekkert at- hugaðir, heldur lagðir til hliðar, þar til þeir voru allir búnir. Þá var hver strangi athugaður grand- gæfilega og þá kom það í ljós, að í hVerjum einasta stranga voru ofurlítil göt á dúknum með tæpu meters millibili. Það hafði litli títuprjónshausinn afrekað í hvert sinn, sem sívalningurinn snerist með dúkinn. Þessir strangar Jcostuðu til samans yfir þúsund krónur óskemdir, en nú varð að selja þá með helmings afslætti. Það var mörg hundruð króna skaði fyrir eigandann, sem þessi litli títu- prjónn hafði valdið.” Þannig getur ein einasta smásynd, sem við geruin okkur sek í, og það ef-til vill áp þess að við veitum því eftirtekt, leitt til langrar syndakeðju, sem að lokum yfirbugar okkur að fullu og öllu. — Við skulum því hafa nákvæmar gætur á sjálf(im okkur til orða og verka.”—Æskan. GIMSTEINAR DROTTINS. Það er sagt, að gimsteinarnir verði til úr 6- hreinum efnum. Kolum, leir og sandi geta hin dá- samlegu náttúruöfl breytt í dýra kristalla. Leirinn verður smámsaman hvítari og hreinni, gagnsæjari og fastari í sér og getur loks tekið í sig sólargeislana. Úr leirnum verður sklnandi saffír. Sandurinn lýsist og hreinsast meir og meir, verður harðari; og harðari, að síðustu legst hann í örsmáar samhliða rákir, þær geta svo endurkastað hinum bláu, rauðu, grænu og fjólubláu geislum sól- arinnar. Úr sandinum verður glitrandi ópall. Kolin breytast, verða skær og gegnsæ, og geta endurspeglað alla liti sólarinnar. Úr svörtum kolamola verður ljómandi demant. Þetta sama náttúrulögmál ríkir einnig í hinum and- lega heimi. Kærleikur Guðs í Jesú Kristi, náðar- sól hans og líknarstraumar geta myndað hina dýr- mætustu steina úr hinum óhreinustu mannssálum. Enginn skyldi því ætla, að hann sé svo synd- ugur og óhreinn, að Guð geti ekki hreinsað hann og frelsað, enginn er svo djúpt sokkinn, að Jesús ekki bæði vilji og geti tekið í höpd honum og reist hann við, því hann kom til að leita að því, sem tapað var, og frelsa það. Honum er alt mögulegt. 'Syndugan mann getur hann gert að demanti, er skína mun í kórónu hans. Eins og leirinn, sandurinn og kolin við áhrif náttúruaflanna verða fær um að taka á móti sólar- Ijósinu og endurkasta geisla þess, þannig verður og syndarinn fyrir kraft Guðs og starf andans, fær um að taka á móti kærleiksljósi Guðs og dreifa þvi út frá sér, — eða eins og ritningin kemst að orði: Gegnum hann getur Guð veitt lifandi vatnsstraum- um, hann getur* orðið bréf Krists, skrifað með anda lifanda guðs. 'Eiguirí vér ekki að láta Guð starfa í oss svo að vér getum orðið skínandi gimsteinar honum til dýrðar bæði hér og í eilífðinni? “Þegar Drottinn samansafnar sínum dýrmætu steium, skulu þeir vera hans eign” (Mal. , 17.)—'Ljósvakinn. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Rldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Oíflce timar: 2_3 Heimili: 776 Victor St. Phone: A-7122 Winnipegr. Manitoba. THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMAN ísl. lögfræðingar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Rox 1666 Dhnnao- A.fiSiQ cr A.AiUA Vér leggjum sérstaka áherzlu & a6 selja meSul eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aS fá. eru notuS eingöngu. pegar þér komiS meS forskriftina til vor, megiS þér vera viss um, að fá rétt þaS sem læknirinn tekur til. COLCLEUGH & CO. Notre Dame and Slierbrooke Phones: N-7658—7650 Vér seljurn Giftingaleyfisbréf DR O. BJORNSON 216-220 Medleal Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office tlmar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdðma.—Er aS hltta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: F-2691 DR. A. BLONDAL 818 Somei-set Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdóma. Er aS hltta frá kl. 10-12 f. h. og 3—6 e. h. Office Phone: N-6410 Heimlli: 806 Victor St. Sími: A-8180 DR. Kr. J. AUSTMANN 724 % Sargent Ave. ViStalstlmi: 4.30—6 e.h. Tals. B-6006 Helmlll: 1338 Wolsley Ave. Sími: B-7288. DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-3521 Helmlli: Tals. Sh. 3217 DR. G. J. SNÆDAL Tannheknlr 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Talslmi: A-8889 DR. K. J. BACKMAN. Skin Specialist. 404 Avenue Blk., 265 Portage Ave. Office phone A-1091. Hours: 2—6 Munið símanúmerið A 6483 og pantiS meSöl ySar hjá oso.— SendiS pantanir samstundls. Vér afgreiSum forskriftir meS sam- vizkusemi og vörugæSi eru ðyggj- andi, enda höfum vér margra ára lærdómsríka reynslu aB bakl. — Allar tegundir lyfja, vindlan, is- rjómi, sætindi, ritföng, tóbak o.fl. McBurney’s Drug Store Cor. Arlington og Notre Dame Giftinga- og Jarðarfara- Blóm með litliim fyrirvara BIRCH Blómsali 616 Portage Ave. Tals.: B-720 St. John: 2, Rlng 3 A. S, BARDAL 848 Shcrbrooke St. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaSur sá bezti. Enn fremur seiur hann allskonar minnisvarSa og legsteina. Skrifst. Talsími: N-6607 Hcimilis Talsímt: J-8302 - W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. fslenzkir lögfræðingar. 708-709 Great-Wesb Perm. Bldg. 356 Main St. Tals.: A-4963 Peir hafa einnig skrífstofur aS Bundar, Riverton, Gim’i og Piney og eru þar aS hitta á eftirfylgj- and tlmum: Lundar: annan hvern miSvikudag Riverton: Pyrsta fimtudag. Gimli: Fyrsta miSvikudag. Piney: priSja föstudag I hverjum mánuBi. A. G. EGGERTSSON fsl. iögfræðingur Hefir rétt til aS flytja mál bæSl I Manltoba og Saskatchewan. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Seinasta mánudag I hverjum mán- uSi staddur l Churchbrldge DR. ELSIE THAYER Foot Specialist Allar tegundir af fótasjúkdómum, svo sem likþornum, læknaðar fljótt og vel. Margra ára æfing. (Islenzka töluð á lækningastof unni. Room 27 Steel Block Cor. Carlton & Portage Tals. A9686 A. G. JOHNSON. 907 Confederatlon I.ife Bldg. WINNIPEG Annast um festeigmr manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samstundis. Srifstofusíml: A-4263 Hússíml: B-38M J. J. SWANSON & CO. Selur bújarðir. Látið það félag 'selja fyrir yður. 611 Paris Buildlng, Winnipeg. Phones: A-6349—A-6310 STEFAN SOLVASON TEACHER of PIANO Ste. 17 Emlly Apts. Emlly 9t. Ernil Johnson SERVIOE EI.ECTRIC Rafmapm Contracting — Allt- kyns rafmagsndhöld seld og viO þau gert — Eg sel Moffat og McClary Eldavélar og heft þasr til sýnis d verkstœSi mínu. 524 SARGENT AVE. (gamla Johnson’s byggingin viS Young Street, Winnipeg) Verskst. B-1507. Helm. A-7286 Verkst. Tals.: Heima Tals.: A-8383 A-9384 G. L. STEPHENSON ITI'MBI’.R Allskonar rafmagnsáhöld, svo sem straujám, vira, allar tegundir >f glösum og aflvaka (batteries) VERKSTOFA: «76 HOME ST. Sfini: A-4153. Isl. Myndastofa. Walter’s Photo Studio Krlstfn Bjarnason, eigandl. 290 PORTAGE Ave., Winnlpeg. Næst biS Lyceum lelkhásiS. Islenzka bakaríið Selur beztu vörur fyrir lægsta verð. Pantantr afgrciddar l>æH4 fljótt og vel. rjölbreytt Arval. Hreln og Ilpnr viðsklfti. Bjarnason Baking Co. 676 SARGENT Ave. Wlnntpeg. Phone: B-429S MRS. SWAINSON ; að 627 SARGEM Ave., Wiimli>eg, hefir ávalt fyrirllfagjandi úrvals- hlrgðir af nýtízku ku>iiiu>ttuia Hún er eina ísl. konan. sem slíka j verzlun rekur í Wtnnipeg. fslenit- ingar, látið Mrs. Swahison njóta viðskifta yðar.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.