Lögberg - 15.04.1926, Page 4

Lögberg - 15.04.1926, Page 4
Bis. 4 LÖGBERG FIMTUDAGINN, 15. APRÍL 1926. Jijgberg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- ombia Press, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. T.l.im.ri >-«327 o* N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor Otanáskrift til blaSains: TKE tOlUH|BIK PRESS, Ltri., Box 3171, Winnlpeg. K|an. Utanáakrift rítstjórans: EDiTOR LOCBERC, Box 317* Wlnnipsg, N)an. The "LÖKbepg” ls prlnted and publlehed by The Columbla Press, Ldmlted, ln the Columbla Building, €85 Sargent Ave., Winnipeg, Manitobe. Canada-þjóðin. Eitt af brennandi spursmálum í Canada frá því fyrst að vér komum til þessa lands og fram á þenn- an dag, hefir verið og er: Hvað á Canadaþjóðin að verða ? Á' hún að verða samfeld heild, með sameigin- legri þrá, sameiginlegum einkennum, sameiginlegum vonum og með sameiginlegt takmark fyrir augum? • Á hún að verða margþætt, marglit, með sund- urlausar skoðanir, sundurgreindum og sérkennileg- um lyndiseinkennum, ósamróma og með ósamræman- legum, skoðunum, áformum og vonum? íslenzkum ættum, sem heldur því fram, að Englend- ingum í Canada beri nokkur forréttindi , á einu eða öðru sviðii þjóðfélags vors. Þeir eru innflytjendur eins og vér, sem skyldir eru að beygja sig undir og hlýða þroskalögum þessarar þjóðar, styðja að hinni sameiginlegu velferð hennar og miðla hinu nýja landi og hinni nýju þjóð því bezta, sem í þeim kann a6 búa, sem óneitanlega er mikið, þrátt fyrir metn- aðinn og sjálfsálitið, eins og aðrir þjóðflokkar, sem hingað eru komnir, verða að gjöra. Það hafa verið að verða þáttaskifti í lífi hinnar canadisku þjóðar, á síðastliðnum árum — þáttaskifti, sem hafa komið þessum mönnum, — þessum Eng- lendingum, sem dauðahaldi vilja halda í svuntuhorn Englands, — að færast í aukana, og nú upp á síð- kastið er ekki laust við, að þeir gangi berserksgang- Þáttaskiftin eru hin vaknandi meðvitund Can- adamanna um sérstakt og sjálfstætt þjóðernislegt líf og þjóðernislegan þroska. Það er satt, sem að þess- ir menn segja, að hin yngri kynslóð í Canada er að vaxa frá eignarhugsunarhættinum enska í þjóðernis- legum skilningi. Hún er að finna sjálfa sig, og eins og hver annar hraustur og hugdjarfur unglingur, sem heimilisböndin vill slíta, til þess að vera sjálfstæður — vera maður og taka þátt i störfum lífsins og sam- kepni þess upp á sínar eigin spítur, er farin að fara sinna eigin ferða. Og ekki er hægt annað að segja, en að framkoman hafi verið bæði djarfleg og mynd- arleg, sem vakið hefir eftirtekt og aðdáun allra þjóða heims á síðari árum. Hinum há-bundnu Englendingum er meinilla við þessa hreyfingu; þeir vilja um fram alt kæfa hana í fæðingunni, eða að minsta kosti áður en hún kemst verulega á legg. Á milli þessara stefna er að verða biturt stríð í landi voru, og þó vér efumst ekki minstu vitund um hvoru megin að íslendingar verði í því stríði, þá fanst oss rétt að benda á þetta — benda á það, sem á að vera og verður samkvæmt öllu þroskalögmáli, og líka á það, sem sumir vilja að verði, en á engan rétt á sér. Eða á hún aldrei að verða sjálfstæð þjóð, heldur undirlægja og eignargóss Englendinga? Langt er síðan að sú hugsun, eða réttara sagt von, vaknaði' hjá oss, að þjóðin í Canada ætti að vaxa og þroskast við þau einkenni, sem náttúru landsins eru sett, og bera merki þess. Að hún ætti að vera eins fögur og gifturík og landið er sjálft. Eins frjáls og loftblærinn, sem strýkur vanga fjall- anna og vaggar kornstöngunum á akurlendum þess. Og eins sterk og fjöllin rammgerðustu, sem upp úr sléttunni rísa voldug og tignarleg. 'Um þá hugsun erum vér ekki einir. Fyrir meir en fimtíu árum var það að minsta kosti einn merkur Englendingur, sem í skýrslu sinni til stjórnarinnar á Englandi,_ 1884^ le:t .svipuðum augum á framtíð Canadaþjóðarinnar, sem þá var í myndun og er enn í dag. Maður sá var The Marquis of Lorne, er þá var landstjóri í Canada. Hann segir: “Þrátt fyrir það, þó Canadamenn unni gamla landinu (Eng- landi), þá taka þeir ekki til greina, þegar um samhönd er að ræða, neitt annað en það, sem þeim sjálfum er fyrir beztu í hinu nýjq landi. Þeir krefjast þess, að fá að gjöra sér sem mest úr sínu eigin landi og á þann hátt, sem þeim er þénanlegastur. Þeir hafa slept þeirri hugmynd frænda sinna, eða snúið við henni bakinu, að þekking.sú, sem þeir njóti í sínu eigin landi, sé þeim ekki holl. Þeir eru í sannleika eins ákveðnir og fastbundnir við það, sem þeir sjálfir vilja, eins og Englendingar sjálfir. Hvort sem afstaða þeirra er rétt eða röng, þá er þýðingar- mikið fyrir Jón Bolá að vita, að Canadamenn eru á- kveðnir í að ráða sér sjálfir, og samvinna hans og þeirra verður að byggjast á þeirri ákvörðun.” Þegar hinn mikilhæfi og góðkunni stjórnmála- maður Canada, Sir Wilfrid Laurier, benti þjóð sinni á, að sóma hennar vegna og framtíðar, væri lífs- spursmál fyrir hana að koma sér upp sjálfstæðum herskipaflota, svo hún gæti tekið sinn þátt í vernd þeirri á sjó og Iandi, sem samtíðin krefst að sjálf- stæðar þjóðir geri, en sem þjóðin áður! hefði þegið algjörlega af Englendingum, þá er það engum vafa bundið, að þessi sama hugsjón hefir vakað fyrir honum. En sú hugsjón vakir ekki fyrir öllum. Það eru til menn í þessu landi, sem hafa haldið því fram og halda enn, að Canada eigi aldrei að vera eða verða annað en ensk nýlenda, og það sé henni líka fyrir beztu. Árið 1911, þegar gengið var til atkvæða um gagnskiftasamninginn við Bandaríkin, létu þeir menn mikið til sín taka og kölluðu samninginn land- ráðatiltæki, og máttu sín svo mikils þá, að hann var feldur, — nýlendu hugsunin þá svo rík, að hún réði lofum og Iögum í landinu. Ár út og ár inn flytja ný- lendumennirnir mál sitt í þingsölum landsins, í skól- um þess, á mannamótum og i blöðuum. Nýlega lásum vér eftirfylgjandi í einu af stærri blöðum landsins: “Hvenær skyldi unga kynslóðin í Canada og þeir, sem líta á málin líkt og hún, skilja, að peningarnir eru ekki æðsta hugsjón manna, held- ur að þeir séu lítils virði, — skilja, að það að vera brezkur, jafnvel þó Canadamenn yrðu þess vegna að vera fátækir um tíma, er fögur og sönn hugsjón.... Frá lagalegu sjónarmiði skóðað, þá heyrir Canada Englendingum til, er ensk nýlenda og stjórnaraðsetr- ið er í Lundúnum. Bretar gætu, ef þeir vildu, lagt skatt á Canadamenn til styrktar herflota sínum og til annara ríkisþarfa, og gætu enn fremur ráðið verzj- un Canadamanna og hvar þeir verzluðu En þeir hafa ekki gjört það, heldur þvert á móti gefið Can- adamönnum sjálfstjórn, sem þeir vonuðust eftir að þeir mundu nota samkvæmt brezkum hugsunar- hætti.’ Stjórnmálamennirnir brezku eru á verði í þessu sambandi, og horfa með hrygð á bandarísku áhrifin hertaka hugi fólks í Canada En ef þolinmæði þeirra er misboðið um skör fram, þá munu þeir sömq stjórnmálamenn albúnir til að taka af skarið.” Þéssi nasablástur Englendinga, sem heima eiga í Canada, en ættu ekki hér að vera, er .ekki nýr, eins og sagt hefir verið; og þessi yfirburða gorgeir, sem mörgum þeirra er svp eiginlegur, að þeir eigi landið, að þeir séu mennirtiir, sem með valdi tali, að þeir einir hafi réttinn og ráðin á sál, samvizku, siðum og stefnum allra annara landsmanna, er orðinn þeim svo rótgróin, að hann er óaðskiljanlegur eðli þeirra. Vanalega höfum vér Vestur-fslendingar látið þessi ósköp sem vind um eyru þjóta, og höfum lítið gefið oss að skrumhjali þessara manna. En nú er þessum málum svo komið, að naumast er rétt fyrir oss, að leiða þau með öllu fram hjá oss. Vér þorum að staðhæfa, að það er ekki nokkur íslendingur til í þessu landi, né heldur nokkur af Skrípaleikur. Fyrir nokkru síðan rituðum vér grein og birtum í Lögbergi, er vér nefndum “Skuggahverfi”. Var hún rituð í tilefni af grein í merku blaði eftir Dr. David Starr Jordan, er vér lásum. 1 grein þeirri vorum vér að benda á, að skugga- hverfin væru að finna á andlegum svi'ðum mannlífs- ins eins og þeim verklegu, — að í hugsunum, ritum og ræðum manna væri að finna svo mikið af ólyfjan, villandi staðhæfingum og blekkingum, að þau væru að engu hættuminni fyrir velferð heildarinnar, en þau sýnilegu og áþreifanlegu, Kunningi vor, séra Guðmundur Árnason, hefir auðsjáanlega hneykslast á þeirri staðhæfingu vorri, að meiru eða minna leyti; að minsta kosti að því leyti, sem umsagnir þessara skuggahverfismanna snerta breytiþróunarkenninguna, því um aðra getur ekki verið að ræða í þessu sambandi, því um þá vorum vér að tala í mótsetningu við hina, sem um þróunarkenninguna og allar aðrar vísindalegar kenningar og viðfangsefni ræða með hógværð og hreinleik og með fullri meðvitund um það, að stað- hæfingar umfram það, sem menn vita bezt um þau efni nú, eru getgátur einar og á engu bygðar öðru en ímyndunarafli þessa eða hins. Oss hefir stundum fundist, að séra Guðmundur liti á sjálfan sig sem dálítið brot af vísindamanni, sérstaklega að því er þróunarkenninguna snertir, og er honum það sízt of gott. En þá má hann ekki mis- virða, þó menn gjöri kröfu til þess, að hann ræði mál þau, er hann lætur til sín taka, á vísindalegan hátt. Látum oss því athuga lítillega ysindaaðferðina, sem hann viðhefir til þess að athuga hina áminstu grein vora. Hann ritar all-langt mál um það, hvað vér mun- um meina með þessum “andlega þorparalýð”, sem j skuggahverfunum búi, og kemst að þeirri niðurstöðu, að vér eigum þar við talsmenn þróunarkenningarinn- ar. Og af hverju kemst hann að þessari niðurstöðu'? Af því að vér sögðum að menn þeir, sem í skugga- hverfum andans dveldu, héldu að mönnum fölskum mannlífsmyndum og hálfköruðum sannleika í nafui vísindanna. Finst þér, séra Guðmundur, að þessi niðurstaða þín beri á sér nokkurn blæ af hugsun vísindapianns- ins? *Eru engar mannlífsmyndir til aðrar en apa- mynd mannsms? Eginn hálfkaraður sannleikur eða getgátur í lífinu aðrar en getgátur um apa-uppruna mannanna? Sannleikurinn er sá, að vér áttum alls ekki við atriði það, sem þú gjörir að aðal umtalsefni í grein þinni. Vér áttum við allar falskar mannlífsmyndir og allar ósannar getgátur manna, eins og t. d. þá til- gátu þína, að vér værum sérstaklega að beina orðum að breytiþróunar kenningunnni. ( önnur staðhæfing þín í þessari áminstu grein þinni, er líka í meira lagi óvísindaleg, sú, að Dr Jor- dan nefni að eins tvær fjarstæður, sem séu fyrir ut- an takmörk vísindanna, astrólogíu staðhæfinguna, eða staðhæfingarnar, og tilgátuna um, að mannflokk- arnir séu komnir út af mismunandi apategundum, og meira ekki. Það er ekki að furða, þó mönnum, sem óskýrari eru en þú, fatist, þegar þú sjálfur hefir svona ákveð- in hausavíxl á hlutunum. Þessi staðhæfing þín er svo fjarri sanni, að þessi tvö atriði. sem þú bendir á, eru að eins notuð af Dr. Jordan máli hans til skýringar, og því auka-atriði; en aðal atriðið er, að ávíta alla, sem gjöra vísindunum og vísindamönnum vanvirðu, með því að slá þeim hlutum föstum, á hvaða sviði sem er, i fljótfærni og heimildarleysi, sem ekki eru vísindalega sannaðir. Þetta ber grein vor með sér svo ljóst, að hver sem vill getur séð. Það var því ástæðulaust fyrir séra Guðmund, eða nokkurn annan, að draga það út úr orðum vorum, að vér ættum aðallega við breytiþróunarkenninguna, eða nokkra sérstaka kenningu, — það er ekkert ann- að en ein af þessum tilgátum eða staðhæfingum, sem Dr. Jordan var að fordæma og sem eingöngu miða til þess, að afvegaleiða og villa sjónir manna. En það virðist mál, sem séra Guðmundi er einkar við- kvæmt. En þó er viðkvæmni hans blándin þeim ein- kennum, sem höfundur sá hefir sjaldan flaskað á, nefnilega bríxlum í garð þeirra manna, sem ekki eru eins fráir á breytiþróunarbrautinni og hann sjálfur, um þekkingarskort. Það er að vísu handhægt vopn, en ekki vísindalegt, og ósamboðið góðum dreng, eins og vér höfum alt af haldið að hann væri. í niðurlagi greinar sinnar segir séra Guðmund- ur, að fyrir þeirri lífsskoðun, breytiþróunar lífsskoð- uninni, hafi vísindamenn “fært góð rök”. Þetta er rétt, þeir hafa fært þau beztu rök, sem þeir hafa get- að, fyrir þeirri skoðun, en enga fullnaðar sönnun, og stingur þessi staðhæ’fing séra Guðmundar því allmik- ið í stúf við fullyrðingar hans síðar í grein sinni, þar sem hann segir: “Breytiþróunar kenningin í heild sinni er rétt, að dómi þeirra manna, sem bezt eru færir að dæma um það, en allar gamlar sköpunarsög- ur eru barnaskapur og bábiljur einar, þó að okkur hafi verið kent annað í æsku, þá er það jafn rétt fyr- ir því. Þetta er sannleikur, sem enginn getur brotið á bak aftur.” Hví eru þá vísindamennirnir að færa rök að þvi, sem er óhagganlegur sannleikur. Eða ert þú einn þeirra manna, sem ert að taka fram fyrir hönd- urnar á þeim og slá því út sem föstum sannleika, er þeir eru að færa rök að? Þú segir einnig, að “ný sannindi verði aldrei brotin á bak aftur”. iEr hægt að brjóta nokkurn sannleika á bak aftur? Hljómlistamentun barnsins þíns. Eftir Paul Kempf, ritstjóra tímaritsins ”The Musician”. Eigi mun það fjarri sanni, að músík sé í ein- hverju formi um hönd höfð á flestum ameriskum heimilum og í langflestum tilfellum eru þaí börnin, er slíkt hlutverk hafa með höndum. Flest börn hafa ánægju af músík og þrá að túlka hjartans mál sín við fallþunga fagurra tóna. Músík er börnunum holl, frá líkamlegu, sál- fræði- og tilfinningalegu sjónarmiði, — hún er sann- mentandi, fegrar skapgerðina og skerpir dómgreind einstaklingsins. Ást barnsins á músík og mentun í þeirri grein, er eitt af viðkvæmustu vandamálum foreldranna, því þau verða að ákveða, að hve miklu leyrti þroskaskil- yrðum þess skal greidd gata, þannig að hljómfræði- mentun komi því að varanlegum notum. Flestir feður eru svo önnum kafnir við sín dag- legu, störf, að umhyggjan fyrir söngmentun barns- ins fellur móðurinni í skaut. Slíkri mentun hefir eigi ávalt fylgt sú alvara, sem -skyldi, heldur því miður of oft verið litið svo á, að sönglistin væri fremur til “skemtunar og skrauts”, en verulegrar uppbyggingar 1 lífsbaráttunni. 4 Máli mínu beini eg fyrst og fremst til mæðr- anna. Músík er stór-þýðingarmikill þáttur í lífi voru, ef ekki einn hinn þýðingarmesti. Barn, sem vel er ment á. þessu sviði, stendur óendanlega betur að vígi en félagar þess, er farið hafa söngnáms á mis. í skóla, kirkju og samfélagslífinu, á sá ung- lingur margfalt betri aðstöðu, er sungið getur vel og leikið smekklega á eitthvert hljóðfæri. Mentafrömuðir, er hugsað hafa um mál þetta alla æfi, hafa komist að þeirri niðurstöðu, að músík sé ekkert leikfang, er að eins hæfi telpukrökkum til að “drepa tímann”, heldur sé þar um að ræða þýð- ingarmikla námsgrein, er leggja beri full rækt við. Kinnfiskasognir og síðhærðir hljómfræðingar, með sérfræðilegan spekingssvip, éru að verða næsta sjaldséðir nú á dögum. Ef svo færi, að yður kynni að verða litið inn á söngfræðingamót, þar sem sam- an væru komnir prófessorar og söngkennarar úr öll- um landshlutum, munduð þér aðeins sjá venjulega ameríska borgara, suma snoðklipta, aðra að sjálf- sögðu sköllótta, og klædda þetta eins og gengur og gerist. Hvað útlit áhrærði, gætuð þér auðveldlega tekið misgrip á þeim fyrir “Rotarians” eða banka- menn. Aldrei verður það of-brýnt fyrir foreldrum, hve afar-áríðandi það er, að rétt undirstaða sé lögð að söngmentun barnsins. Sú gamla hugmynd, að allir kennarar séu nógu góðir handa byrjendum, ef þeir að eins. setji lítið fyrir kensluna, er jafn-háska- leg nú á tímum og hún hefir ávalt verið. Þegar barnssálin er að mótast, verður hún auð- veldast fyrif þeim áhrifum, er varað geta æfina á enda. Það getur tekið látlausa baráttu margra full- orðinsára, að leiðrétta eina minstu misfellu, eða illa venju unglingsáranna. Foreldri ættu aldrei að láta börn sín hefja söngnám, né heldur okkurt annað nám hjá lélegum kennurum. Slíkt sparar þeim ekki fé, heldup þvert á móti. Það liggur í augum uppi, að örðugt sé fyrir for- eldri, sem ef til vill eru alt annað en sönghneigð, að velja viðeigandi kennara. En þeim mun meira verða þau þá að leggja á sig. Sé barnið hneigt fyrir piano, — það hljóðfærið, sem algengast er orðið,— verður það að læra undir- stöðuna þjá góðum kennara, manni, sem veit sitt / hlutverk, og gerir annað og meira úr nemandanum, en músík-loddara. Listin'í píano-spili er yfirgripsmeiri en svo, að hún verði metin og mæld eftir því, hve nemandinn getur skeiðað yfir langa nótnaröð á mínútunni. Þá væri hyggilegra að fá sér sjálfspilara (player-piano(, er spilað getur miklu fljótar og jafnar, en flestir leiknustu snillingar. Hæfur píanókennari, er sá, er kemur í kenslustundina með fullkomna þekkingu I hljómfræði (Theory) engu síður en leikni í túlkun hins ytra forms. Slikur kennari fræðir nemandann í sönglistarsögu, bregður upp fyrir hugskotssjónum hans töfrandi myndum úr lífi sönglagahöfundanna, venur hann á að bera lotningu fyrir viðfangsefninu og rótfestir í huga hans hrifninguna fyrir þeirri margvíslegu fegurð, er felst í allri músík, sem gleymskan hefir ekki getað þagað í hel. Samvizkusamur og hæfur söngkennari, skipar hljómfræðinni á bekk með öðrum viðurkendum vís- indagreinum, svo sem talnafræði og málfræði, og er sannfærður um, að á því sviði þarf engu síður á þekkingu og góðum kennarahæfileikum að halda, en öðrum, nema betur sé: Það er því sýnt, að foreldrum ber til þess brýn skylda, að vaka á verði yfir velferð barna sinna, hvað viðvíkur söngmentun, engu síður en á öðrum svið-i um. Ekki er það nokkru foreldri ofurefli, að kynn- ast til hlítar skilningi kennarans á þessu mikilvæga máii. Ef kennarinn er, sjálfur alt af að æfa sig og læra, ef hann sækir þing og námsskeið söngkennara, og er aldrei hárviss um, að hann sé útskrifaður fjrir fult og alt, þá mun nokkurn veginn mega reiða sig á, að söngmentun barnsins yðar sé vel borgið í höndum hans. Fólk verður að hafa það hugfast, að pianospil er annað og meira en æfing eyrna og fingra. Það er margbrotið, voldugt viðfangsefni, með viðtækt gildi fyrir andlegt menningarlíf einstaklinga og þjóða. Fimm-fingra æfingarnar út af fyrir sig, skapa ald- rei fullkominn pianoleikara, né heldur það, þó menn, geti klöngrast slysalítið fram úr einföldustu lögum, er frændur og vinir kunna að gera sig ánægða með í smásamkomum, og ljúka lo/sorði á. —1 '■ - ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& Do orCo. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ Og GŒDI ALVEG FYRIRTAK “Konan Konan leggur mín fer með peningana inn —þannig skrifar oss fésýslu- maður. ‘Hún getur gert það betur en eg. Hún leggur inn daglega það er við spörum. Kaupum ekkert nema fyrir pen- inga út í hönd, og þannig eykst innieignin ár frá ári. Sameiginleg- ur reikningur Fyrir bornin einnig Sameiginlegur reikningur í nafni manns og konu, veitir konunni heimild til að leggja inn og draga út peninga í fjarveru mannsins, eða þegar hann kemst ekki í bankann á venjulegum viðskiftatíma. Spari-innieign á banka kennir börnunum að meta gildi peninga og venur þau beinlínis á að spara. The Royal BanK of Canada Vínbannið í Bandaríkj- unum. Vínbannið hefir nú staðiÖ í sex ár 'í Band'arikjunum og hefir þjóðin orðið mjög svo ósam- mála um ágæti þess. Hópur manna hefir frá byrjun lagst á móti þeim af persónulegum ástæS- um svo sem atvinnutapi eða eigna- tjóni.. En það eru líka aðrir, sem gjöra það sökum þess að þeim finst að þeir í þessum lögum sjái hættu, er þjóðinni geti valdið til- finnanlegs tjóns frá löghlýðnis- legu sjónarmiði. Menn þessir hafa barist á móti vínbannslögunum á undanförnum árum með öllum þeim meðulum, sem þeir hafa getað náð til. En þó virðist ákveðnari sókn frá þeirra hálfu nú en nokkru sinni áður. Fylkingarnar eru að undirbúa sókn og vörn í bindindismáli Banda- ríkjanna ákveðnari og harðari en áður hefir átt sér stað og naumast getur hjá því farið að þeim lendi alvarlega saman út úr því, áður en Jangt líður. Fyrir 4 árum sendi blaðið Literary Digest 10,000,000 atkvæðamiða út á meðal manna af öllum stéttum. Afleiðingarnar af því voru þær, að 1.740,062 atkvæði voru greidd. Af þeim voru 356,193 méð því að framfylgja bindindislögunum eins og þau eru nú, með oddi og egg, eða 38.6%, 377,334, eða 40.8% með því að slaka svo á þeim að lleyfa sölu á öli og óáfengari vin- föngum, en 189,856, eða 20.6% með því að afnema vínbannið með öllu. Nú hafa aðal blaða- og útgáfu- félögin í Bandarikjum leitað at- kvæðagreiðslu á meðal fólks, sem við þau blöð vinna og hefir sú at- kvæðgreiðsía fallið þannig; 329. 274 atkv. frá fójki, sem fyrir blöð innan blaðamannasambandsins vinna láta i ljósi að lögunum skuli ekki breytt, en þeim framfylgt af fremsta megni eins og þau eruu nú. 545,839 atkvæði greiddu starfs- menn þeSsara sömu blaða, með þvi að vinbannslögin væru numin gildi, en 864,949 með þvi að leyfi væri veitt til að selja öl og' óáfeng vín. Atkvæði fólks þess, er í sambandi við Hearst-blöðin og önnur í sam- bandi við þau, sýndi með miklum atkvæðamun að það var hlynt óá- fengum vinum, því með því að leyfa þau og ölsölu greiddu 1040.937 at- kvæði, með vínbanni 188,987 á móti vínbanninu 915.969. ÖIl atkvæðagréiðslan sýnir að af þeim, sem atkvæði greiddu voru 545.648 með vinbannslögum eins og þau eru nú, en 2,792,126 með því að breyta þeim. Eins og menn skilja er þetta enginn fullnaðar úr- skurður á málinu, en óhætt mun þó að ætla að atkvæðagreiðsla þessi sé nokkurn veginn réttur spegill af þjóðarviljanuni og því ekki ólíklegt að þeir menn, iem andstæðir eru bindindislögunum noti sér þær á- stæður og sæki fram enn á ný með meiri ákafa og áræði til þess áð eyðileggja lögin en verið hefir. Flest stærri • blöð þjóðarinnar þykjast sjá að í aðsigi sé ákveðnari sókn og vörn i máli þvi, en átt hef- ir sér stað á undanfömum árum. Einkennilegt verkfall. Það er ekkert nýtt að heyra að þessi éða ‘ hinn verkamannaflokk- urinn hafi hafið verkfall út af mis- klíð á milli verkgefenda og verk- þiggjenda, það er svo að segja dag- legur viðburður og geta vart talist nýmæli á vorri tið. En nú hefir þessi verkfalls hugmynd verið færð nokkuð út — gerð víðtækari en menn hafa átt að venjast hing- að til. í bænum Orel á Rússlandi hófu giftar konur verkfall gegn mönn- um sínum nýlega. Konurnar voru óánægðar með hlutskifti sitt. Kváð- ust verða að mæta svo illri með- ferð frá hendi manna sinna að með engu móti væri við unandi. Þær tóku sig því saman og völdu sér tcdsmann. Hét sú Exenya Karaseva, sem fyrir valinu varð. Tók Exenya það ráð að kalla allar giftar kon- ur á fund i skólahúsi bæjarins og sömdu þær svohljóðandi ávarp til karla sinna. “Við giftu konurnar eigum við börð kjör að búa. Eiginmenn okk- ar fara með okkur eins og skepnur og tala aldrei hlýtt orð til okkar. Við neitum hér með að búa við islík kjör lengur og tilkynnum mönnum okkar að við erum albún- ar til að búa saman við þá og vera aðstoð þeirra og förunautar, en við krefjumst þess, að eiginmenn okkar leggi höft á hendur sínar og túngu og við höfum ákveðið að búa ekki saman við þá fyr en þeir hafa staðfest þessa kröfu okkar með eigin handar undirskrift.” Fyrst kýmdu karlarnir að þessu fjasi kerlinganna. Svo ráku þeir upp stór augu, þegar þeir sáu að þeim var viikilega alvara og síðast gengu þeir lúpulegir á fund kerlinga sinna og skrifuðu þegjandi undir skilmálana, því þó leiðinlegt væri að geta ekki slegið í kerling- arnar, þegar þær væru framúr- hófi keyrandi óþekkar og illa lynt- ar, eða isvalað s'kapi sínu á þeim i orðum, þá var þó enn verra að sleppa þeim.alveg og hafa engan að nöldra við nema sjálfan sig. BjörgTÍn Guðmundsson. Hrörnar þöll sús stendr þorpi á hlýrat henni börkr né barr; svá es maðr sás mangi ann; hvat skal hann lengi lifa? Mér er ljúft að mæla með á- skorun þeirri, sem birt hefir ver- ið í íslenzku blöðúnum, um sam- skot til námsstyrks fyrir Björgvin Guðmundsson. Það er ekki að á- stæðulausu, að margir mikils- metnir menn í Winnipeg og út um bvgðir íslendinga hafa nú tekið höndum saman til að styrkja þennan efnilega mann til frekara náms. Það er nú orðið alkunna, að B. G. er miklum hæfileikum gæddur á tónlistarsviðinu. Svo miklum hæfileikum sem tónskáld, að undrum sætir. Eftirtekt sú, sem hann hefir1 vakið á sér á því sviði, virðist fara fram úr öllu því, sem menn geta gert sér í hugarlund. Listnæmir menn, sem heyrt hafa lögin hans sungin, Ijúka allir lofsorði á þau og sjálf- sagt að.verðugu. Það er gleðiefni

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.