Lögberg - 22.04.1926, Side 4

Lögberg - 22.04.1926, Side 4
Bis. 4 LÖGBEKG FIMTUDAGINN, 22. AFRIL 1926. Grfi?! ít livern Fimtudag af TLe Co! umbia Press, Ltd., .Cor. Sargent Ave & T oronto Str.. Winnipeg, Man. . l«Uiir.zr, .V-G.32T oá >T-R^2« JÓN J. BHDFELL, Editor l/tan&sktift til blaðsins: TK.E COLUMBIA PRE8S, Ltd., Box 3l7t. Wlnnlpeg. N|»n. Utan&skrift ritstjórans: ECtTOR LOCBEPC, Box 317» Winnlpeg, N|an. The “Lfigberg-’ U prlnted and publlshed by The Columbla Preee, Limited, in the Columbla Building, €»5 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Gleðilegt sumar Veturt'nn er liðinn hjá. Eftir fáeinar vikur klæðist jörðin litskrúði sínu enn á ný. Von iðju- mannsins um farsæla framtið styrkist og glæðist. Von hans lifnar með blómunum á vorin. Náttúran lofar honum launum fyrir daglegt strit. Margt bendir nú til þess, að erfiðleikar þeir, sem stöfuðu af stríðinu mikla, séu að mestu liðnir hjá. Verzlun er að blómgast, framleiðsla að aukast, peningamarkaðurinn að verða rýmri, ný verzlunar- fyrirtæki allmörg byrjuð. Hér í borginni er þegar byrjað á mörgum byggingum, smáum og stórum. Hlýtur það að veita þús,undum manna atvinnu. Lít- ur nú út fyrir, að atvinnuskortur verði enginn og kaupgjald sanngjarnt. Fjármálin á þingi Canada. Fjármálaræðu sína flutti Hon. J. A. Robb, fjármála ráðherra Canada, á fimtudaginn var, á þinginu í Ottawa, og hefir ræðan nú verið birt í flestum blöðum landsins og vakið eftirtekt og að- dáun rétthugsandi og sanngjarnra manna frá hafi til hafs, • þvi hún flytur breytingar á skattalöggjöf landsins, sem öllum eru kærar. Fjármálaræðan er vanalegast í tveimur deild- um; önnur þeirra fjallar um inntektir og útgjöld 3tjcrnarinnar um það fjárhagstímabil, sem liðið er; hin deildin, eða hinn parturinn, um áætlaðar tekjur og útgjöld á komandi fjárhagsári. Ræða þessi, sem nú var flutt, sýnir, að tekjur stjórnarinnar í Canada á fjárhagsárinu liðna námu $376,800,000. Útgjöldin voru $342,890,000. Tekju- afgangur því $33,910,000. Af þeirri upphæð hefir stjórnin borgað ýmsar smærri -upphæðir, svo sem $10,000,000 til járnbrautakerfis ríkisins, svo eftir eru $22,353,000 sem ganga til þess að borga niður í þjóðskuldinni. Það er gleðiefni hverjum hugsandi manni, að sjá hve fjárhagur ríkisins er í góðu horfi, og að það var með öllu ástæðulaust fyrir andstæðinga stjórnarinnar, að vera að hrópa fjárþröng og vand- ræði yfir þjóðina eins og þeir gerðu um þvert og endilangt landið við síðustu kosningár. Og auk þess sem tekjuafgangurinn hefir orðið eins sómasam- legur og ríkisreikningarnir bera með sér, þá, hefir verzlunarhagnaður þjóðarinnar á fjárhagsárinu numið $40(2,695,000. Kingstjórnin í Canada hefir ekki heldur látið við það s'tja, að leysa verk sitt af hendi svo prýði- lega, sem fjármálareikningarnir bera vitni um, hún hefir líka ákveðið að færa niður skatta svo nemi um $25,000,000, eða skila aftur til þjóðarinnar 6% af öllu innheimtu skattfé, því breytingar þær, sem gerðar eru á skattalögunum og sem mestu varða, gilda fyrir árið 1925, en það er niðurfærsla á tekju- skatti. Auk tekjuskattsins er skattur á bifreiðum, sem kosta alt að $1,200 færður niður um 15%, og skattur á dýrari bifreiðum að miklum mun. Það er nú að eins tíma spursmál, að Hudsons- flóa brautin verði bygð. Stjórnin hefir lofað, að það verk verði byrjað á komanda sumri og því lokið eins fljótt og hægt er? Geta menn varla gert sér fulla grein fyrir, hvaða þýðingu það hefir fyrir Vesturlandið.. Við Port Nelson hlýtur að myndast all-stór bær og járnbrautarsamband við flóann að auka verzlunarmagn fylkisins að miklum mun. Það er og sannað mál, að Norður-Manitoba er náma-auðugt Iand. Á næstu árum, — ef til vill næstu mánuðum — verða námur þær starfræktar. Eykur það atvinnu og verzlun og verð á vörum bænda. Alt virðist benda til þess, að á næstu árum verði meiri framfarir í þessu fylki, en menn hefir dreymt um til þessa. Þetta eru gleðileg teikn tímanna. Þó lítum vér svo á, að þ e 11 a út af fyrir sig nægi alls ekki til þe^s, að gjöra æfi manns að sumri og veita sálum manna sumargróður. Eitt af helztu skáldum íslendinga, Kristján Jóns- son, yrkir: “Krýndur situr öðlingur konungsstóli á, knéfallandi þegna lítur hann sér hjá” o.s.frv. Tekjuskatturinn hefir verið færður niður sem hér seg'r: Að einhleypur maður, sem áður borgaði 4% af tekjum sínum sem fóru yfir $1,000, borgar nú 2% af tekjum um fram $1,500. Giftir menn, sem áð- ur þurftu^að borga skatt á öllum tekjum yfir $2,000 á ári, eru nú skattfríir, unz inntektir þeirra nema meiru en $3,000 árlega. Þurfa að borga 2% unz tekjurnar nema $4,000, og svo 1% af hverju þúsundi þar eftir, og gildir það jafnt fyrir gifta sem ógifta. Þessi breyting gengur í gildi strax og nær einnig til ársins 1925. í sambandi við þennan tekjuskatt er vert að taka það fram, að undanfarandi hafa félög, sem tekjuskatt greiða, orðfð að borga 10% á arði sínum. Nú er sá skattur færður niður í 9%, en arður sá, sem hluthöfum er greiddur af slíkum félögum, og ekki var skattgildur undir gamla fyrirkomulaginu, verð- uy nú að teljast sem tekjur þeirra hluthafa, sem arð- inn fá, og þeir verða að greiða tekjuskatt af sem hverjum öðrum tekjum sínum, en hlutaðeigandi fé- lag er ekki skattgilt I sambandi við þann arð. Skattur á kvitteringum er afnuminn, og sölu- skattur lækkaður á ýmsum nauðsynjavörum, svo sem á niðursoðnum fiski um 2%%. Söluskattur af- numinn á byggi til manneldis, hálf-baunum, flutn- ingsvögnum fyrir ferðamenn og munum, sem teknir eru að erfðum. En konungurinn grætur í sínu “konunglega rúmi”. Áhyggjurnar, sem embættinu fylgja, valda honum andvökunætur. Embættið hið-æðsta í heimi var honum þá til böls og mæðu. Hann var konungur, en vansælli en þegnarnir. Til er Ijóð eitt á enska tungu, sem nefnist “The Miller of the Dee.” Konungurinn ávarpar mylnu- eigandann, er syngur við vinnu sína, og segir: “And tell me what makes thee sing With voice so loud and free, While I am sad, though I’m a king Beside the river Dee”. 0g svar mylnumannsins er á þessa leið: “I love my friend, I love my wife, I love my children three. I owe no penny I cannot pay, I thank the river Dee That turns the mill that grinds the corn To feed my babes and me.” Og konungurinn kveðst öfunda hann. Lífsgleði raanna, — sumar sálarinnar — er ekki fólgin í því, að vera ríkur eða voldugur, ekki heldur í fátækt og umkomuleysi. Hún er í raun og veru alls ekki komin undir ytri lífskjörum manna, heldur hug- sjóna auði, lífsstefnu og jafnvægi sálarinnar. Eng- inn maður er sælli en sá, er á sér hugsjónir svo hjartfólgnar, að hann lifir þeim algerlega. Enginn er vansælli en stefnuleysinginn. » Sé nokkuð eitt þess vert að gerast áfnaðarósk vor til lesenda Lögbergs, þá er það óskin sú, að þeim veitist á þessu nýbyrjaða sumri fleiri, stærri og göf- ugri hugsjónir. “örlög kappans æfislóðar eru myndir vorrar þjóðar, heiftum slungnar, hreysti fróðar, hamingju litlar, fagrar þó”, segir Matthías, er hann hugsar um þjóðina sína og afarmennið frá Bjargi. Skáldið sér ímynd þjóðar- innar í Gretti. Sannari orð hafa sjaldan verið í let- ur færð. Oss hrýs hugur við því að verða að viður- kenna, — því það er sögunnar dómur — að þjóð vor hefir frá alda öðli eytt alt of miklu af dýrmætum hæfileikum sínum, andlegu og líkamlegu atgerfi, í “einksis vert þref og gjálfur”. íslenzk óbilgirni hef- ir því miður bú;ð mörgum vorum beztu fyrirtækjum og hugsjónum aldurtila Grettis. Guð gefi, að sumarið nýbyrjaða, og árin, sem fram undan eru, verði löndum vorum austan hafa og vestan gullaldartífflábil samúðarinnar, sanngirninn- ar og bróðurkærleikans. Þá fyrst nær íslenzk þjóð fullum þroska. Þá vinnur íslenzkt þrek hreystiverk, þá vinnur þjóðin sér vegsauka. Þá verður sumar í islenzkum sálum. En þótt þessir skattar og aðrir fleiri hafi þyngt mjög á fólki hér í landi síðan á stríðsárunum, þá hefir þó liklega enginn skattur náð til eins margra og verið eins illa þokkaður og hækkun á póstgjöld- um, sem gjörð var 1915, þegar það innan lands var fært upp úr tveimur centuip og upp í þrjú á algeng- um bréfum. Sú framfærsla var geysilega mikil, eða 33 1-3.%, og það á nálega hverju einasta mannsbarni í landinu, því flestir eru það, sem skrifa og send^ fleiri eða færri bréf með pósti. Þessi aukaskatt- ur hefir verið afnuminn og burðargjald á bréfum verður aftur eins og það var fyrir 1915, eða eitt og tvö cent innanlands, eftir 1. júlí n. k. Tvent er það, sem gjörir þessa niðurfærslu á sköttum mögulega. Fyrst, vaxandi velmegun, og í öðru Iagi hagkvæm og heiðarleg meðferð á rikisfé. Fyrri ástæðan er að þakka aukinni framleiðslu og nýtni landsmanna, nema að því leyti sem stjórn landsins hefir stutt að breytingum þeim, sem orðn- ar eru, með hyggilegum ráðstöfunum og hagkvæm- um framkvæmdum. En sú síðari er stjórninni einni að þakka. Eitt er það, sem öðru fremur er ánægjulegt við þessi nýju fjárlög. Þau eru samin með sér- stöku tilliti til heildarinnar, en ekki til sérstakra flokka, og er það í nánu sambandi við stefnu frjáls- lynda flokksins, sem ávalt hefir borið hag fjöldans fjrrir brjósti. Fjárlög þessi hin nýju mælast óefað vel fyrir hjá öllum þorra þjóðarinnar. Lækkun verndartolls á bílum. Eins og sjá má af fjárlagafrumvarpi Sambands- stjórnarinnar, því er fjármálaráðgjafinn, Hon. James A. Robb, lagði nýlega fram í þinginu, er ákveðið að lækka verndartollinn á bílum um fimtán af hundr- aði. Þegar þetta varð hljóðbært, gerðist kurr mikill meðal verksmiðjueigenda eystra, þeirra er setja saman bíla: Gekk þetta svo langt, að 'General Mot* ors, Ltd., í Ottawa, Ont., lokaði verksmiðju sinni til mótmæla um hríð. Eigi leið þó á löngu, áður en tek- ið var til starfa á ný. • | Nokkrum dögum eftir að fjárlögin voru lögð fram, gerði Dr. Manion, þingmaður íhaldsflokksins frá Fort WiIIiam, breytingartillögu, sem, að minstá kosti óbeinlín;s, felur-í sér vantrausts yfirlýeingu á hendur stjórninni. Gerði hann mest veður út af því, að verndartollarnir hefðu lækkaðir verið, áður en hinni nýskipuðu tollmálanefnd hefði veizt kostur á að rannsaka málið og láta í ljósi álit sitt. En hvert er starfsvið þe;rrar nefndar? Engum heil- skygnum manni getur blandast hugur um, að sá var ekk' skilningur með nefndarskipuninni, að efna þar til nýrrar stofnunar, er hafa skyldi töglin og hagldirn- ar í tollmálunum og geta sett stjórninni, nær sem vera vildi. stólinn fyrir dyrnar. Heldur er það tek- ið skýrt fram í ástæðunum fyrir skipun nefnd- arinnar, að nefndin skuli .að eins ráðgefandi vera, er hagkvæmlegt geti verið fyrir stjórnina að leita til, er sérstök vandaefni á sviði tollmálanna, liggi fyrir henni til úrskurðar á skjótum tíma. Stjórnin ber alla ábyrgðina, en tollmálanefndin ekki. Ekki verður því móti mælt, að bílaframleiðend- um beri til þess fullur réttur, að mótmæla lækkun tolla á framleiðslu þeirri, er þeir senda frá sér á markaðinn, — þeir um það. En hitt er engan veg- inn óhugsandi, að svo geti farið áður en langt um líður, að þeir neyðist til að viðurkenna, að lækkunin verði bæði þeim sjálfum og þjóðinni í hag. Við lækkun verndartollsins lækka bílar að sama skapi í verði, en slíkt hlýtur að sjálfsögðu að hafa í för með sér aukna sölu, og má því gera ráð fyrir, að með þeim hætti fái framleiðendur miklu betur en bættan upp halla þann, er af lækkuninni leiðir. Að öllu athuguðu, er því eigi annað sjáanlegt, en að lækkun tollverndunar á bílum, hljóti að verða öllum aðiljum til drjúgra hagsmuna, er stundir líða. Eins og I öllum öðrum greinum, er samkepnin á sviði bílaframleiðslunnar, orðin feykimikil. Sú þjóð, er lækkað getur mest framleiðslukostnaðinn, stendur að sjálfsögðu margfalt betur að vígi, hvað erlenda samkepni áhrærir. Og af þeirri ástæðu einni ættu bílaframleiðendur fremur að fagna en hryggj- ast yfir tolllækkun þeirri, er ákveðin hefir verið með hinu nýja fjárlagafrumvarpi sambandsstjórn- arinnar. r Luther Burbank. Þess var nýlega getið, að látinn væri i Cali- forniu, jurtafræðingurinn víðkunni, Luther Burbank, vafalaust einn hinn frægasti maður samtíðar sinn- ar á því sviði, er starf hans lá. Vísinda starfsemi þessa manns, hefir haft afar-víðtæk áhrif, ekki að- eins þar sem hann sjálfur lifði og starfaði, heldur og út um allan hinn mentaða heim. Starf hans hneig að því, að veita mannkyninu betra korn, heilnæmari og ljúffengari ávexti, betri og óýrari matjurtir, feg- urri blóm, þolnari tré, og betri beitilönd en áður þektust, og á öllum þessum sviðum, hefir starfsemi hans borið sýnilegan árangur, mannkyninu til bless- unar og þæginda. Luther Burbank var sýknt og heilagt að gera tilraunir á sviði jurtafræðinnar. Stóðu margar þeirra yfir árum saman, áður en látið var nokkuð uppi um árangurinn, því svo var samvizkusemin djúpt rót- fest í huga þessa merka manns, að hann hélt upp- götvunum sínum gersamlega leyndum, þar til reynsl- an hafði sannað, að þær þoldu dagsljósið og urðu undir engum kringumstæðum hraktar. Luther Burbank var barn náttúrunnar og stóð viö hana í þrotlausum samböndum alla sína æfi. Við brjóst hennar hafði hann numið leyndardóma þolinmæðinnar, er einkendu alt hans líf og veittu honum sigursæld í margri raun. Maðurinn vissi ekki hvað yfirlæti var. Hann sýndist muna eftir öllu öðru betur en sjálfum sér. Það stóð öldungis á sama, hve marga stórsigra hann vann. Þeir voru sigrar mann- kynsins í heild, en ekki hans, eins og hann var vanur að segja. Þó er það á allra vitorði, að plönturæktin, einkum rækt nothæfra jurta, beinlínis skifti um svip, fyrir aðgerðir þessa kyrláta manns. Megin starf Luther Burbanks hneig að því, að endurbæta núþektar plöntur, ávexti, matjurtir og beitilönd, og í þeim efnum vanst honum feykimikið á, — svo mikið, að margar hinna algengustu fóður- jurta, hafa margfaldast að gildi, að hinu ógleymdu, hve fagurfræðilegur skilningur almennings á gildi skrautlegra blóma, jókst einnig til muna við ná- kvæmni hans í blóm og trjárækt. Minni Rangárþings. Þú opnast sjónum, fagri fjallahringur, í faðmi þínum vagga okkar stóð. Þar halda vörðinn Hekla’ og Þríhyrningur, en hljóðlát Rangá kveður draumkend ljóð. Og fætur þínir laugast bröttum bárum, er bylta sér við dökkan Eyjasand. Við lifðum hjá þér okkar bernskuárum. Þú ert vort sanna drauma’ og vökuland. Og frá þér stafar ljómi’ af liðnum dögum, sem lýsti gegnum margra alda stríð. Og Njála ber af öllum íslandsögum, er endurspeglar þína fræðartíð. Og frægra Oddaverja vizkublóma vítt um okkar köldu foldu bar, og lengi Sæmundssonar rödd mun hljóma, er sannur heilla’ og óskamögur var. Og hvar var íslands harpa snjallar knúin en hjá þér, sagnafræga Rngárþing? v Að skáldum varstu öðrum betur búin með Bjarna, Guðmund, Þorstein Fljótshlíðing. Og Merkjá leikur enn í bugðum bláum, og brosa’ í heiði tigin austurfjöll, og inn á Þórsmörk, ofar vegum háum, enn þá heyrist þrastaraustin snjöll. Vér sendum kveðju heim til austurheiða, sem hingað frá þér straumur tímans bar, og öll vér þráum blóm á veg þinn breiða, því bjartast lífíð hló við okkur þar. Og vaxi hjá þér mentun, manndómsandi, og magn og hreysti, fagra Rangárþing, á meðan báran syngur fyrir sandi, og sélin roðar Heklu’ og Þríhyrning. Sigurj. Guðjónsson, frá Vatnsdal. —Vísir. ÞEIR SEM ÞURFA - LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& D oorCe. Limited , Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Manitoba Dairy Farms A Good Farm — Profitable Cows — a Home — Everything ready to start — that’s the “DAVIDSON PLAN” íslendingum er það þegar kunnugt, að hér við Winnipeg hefir verið sett á stofn nýlenda með fyrirkomulagi, sem nefnt er “David- son Plan” og sem um all-mörg ár hefir reynst afbragðsvel víða um Bandaríkin. Landtakendum eru boðin þar þau kjör, sem standa öllum öðrum framar sem menn eiga völ á og mælt er með af þeim mönnum, er láta sig nokkru skifta heiðarlegt og affarasælt nýlendu- fyrirkomulag til framboðs bændum og bændaefnum þessa lands. Landtakandinn kaupr 160 ekrur, þar af 20 ekrur brotnar, íbúðar- hús 22x26, fjós 30x50 fyir 18 kýr og fjögur hross og brunn, ‘silo’ 12 fet í þvermál og 32 fet á hæð úr konkrít, sem tekur 65 tonn fóðurs. Landið með byggingum kostar $5,500, einn fjórði verðsins borgist strax og afgangrnum jafnað niður á 20 ár með 6% rentu. Fyrstu 3 árin þarf ekki að borga í höfuðstól. Landtakandinn getur þá fengið það sem hann þarf til búsins, hross, landbúnaðarverkfæri hreinkynjaðar Holstein-mjólkurkýr, eins margar og hann getur starfrækt, fugla, svín og sauðfé, ef honum svo sýnist, gegn þvi að borga helming af rjóma- eða mjólkurtekjun- um mánaðarlega. Það er tækifæri fyrir íslenzka fjármenn að stunda þar sauðfjárrækt. Fá þeir í hendur beztu tegund sauðfjár, sem til er í landinu, eins er um allar aðrar skepnur, sem landtakendum eru í höndur fengnar—í þeim efnum fer félagið að ráðum búnaðarskóla- ráðs Manitoba fylkis. Aðal-áherzluna leggur, þó félagið á mjólkur- búið, þvi góð kúahjörð hefir alt af verið og mun ávalt verða merki stöðugleikans og farsæls búskapar — mjólkurkýrin meginstoð heim- ilisins. Mjólkurvélar eru nú svo fullkomnar, að erfiðleikarnir sem eru við það að mjólka margar kýr, eru hverfandi; má nú fá mjólkur- vél, sem er ígildi fjögra manna að mjólka, fyrir lægra verð en eitt hundrað dali. Hér er eigi rúm til að útskýra nákvæmar þetta “Davidson Plan” — enda áður að nokkru gert, en senda skal eg þeim, sem þess æskja, prentaðan bækling með uppdráttum og góðu yfirliti yfir alt er að því lýtur. Bezt fer á því að þeir, sem hug hafa á því að setjast að í þessu landnámi, fari þangað sjálfir og athugi nákvæmlega það, sem í boði er. Ágæt svefnrúm og máltíðir framreiddar öllum, sem þangað koma, frítt. Skrifið mér eða finnið að máli, Ólafur S. Thorgeírsson, 674 Sargent Ave., Winnipeg, Canada. OpiS bréf til kunningja minna, Nú cr langt síðan þiS hafiö heyrt frá mér 'í Lögbergi. Sonar- mis’sirinn, í fyrra, vanheilsa móSur hans, hnignun sjálfs mín fjártjón og óreiöa austur frá, sem snertir bæöi mig og ykkur, og fleira sem ekki er vert aS telja upp alt, hefir gjört mig áhygjufullann og þöglan. Samt veit eg aö þiS beriS hlýjan hug til okkar, þaS sannar f jöldi af jóla og nýjárs heillaóskaskeytum næstli/ðinn vetur, og fleiri sending- ar og 'bréf. Fyrir þaS alt þökkum viö ykkur innilega. Ekki dylst mér aS nokkur vandi er aS skrifa opið bréf, sem öllum gefst tækifæri aS lesa, þar veröur aS stýra rétt á milli skers og báru ef ekki á að hljótast af árekstur. En þiS allir vitiö aS ekkert er mér ógeSfeldara en aS tala rósamáli eða eiins og eg meina ekki, og þessvegna læt eg ykkur fyrirfram vita aö þetta bréf er mein- ing mín hvaS sem aðrir kunna að álíta. Lí'ka ;biS eg ykkur aS vita aö þegar eg skrifa “þiS” þá meinar þaö ekki aSeins vini núna og kunn- ingja, heldur bæSi þá og alla aSra, sem eiga hlut aS máli. Fyrst ætti nú eftir kúnstarinnar reglum aS koma fréttabálkur héS- an frá Calif., en nú í siSari tiS eru millliferSir orSnar svo tíSar aS fréttir flytjast héSan án bréfa, og þar aS auk láta góSar fréttir héSan eftir minni reynslu, misjafnlega í eyrum ykkar austur frá, svo vegna þess aS fátt er til, sem skugga gæti kastaS á þaS góSa sem héðan er aS frétta þá fer eg fram hjá öllum fréttum og sný mér aS öSru fyrst, minnist máské síSar ef þolinmæSin endist á ýmislegt bæSi gott og iit héSan. , Islcnsku blöðin hér í landi. Finst ykkur ekki eins og mér aS ísi. blöSin hér séu aS fara aftur á bak ‘í gagnsemi og til gamans Is- lendingum, IbæSi hér og heima á Islandi ? Finst ykkur ekki aS margt, sem þau nú flytja lesendum sínum viku- lega sé aS verSa, ekki aSeins ó- íslenskt, heldur einnig dauöans leiðinlegt aS lesa? Finst ykkur ekki aS þau ættu aS bæta ráS sitt og gjöra íslendingum s,em eru jieirra einu lesendur betri skil? Eg vil aS- eins' benda á meS fáum dráttum, á hvern hátt eg get hugsaS mér aS þetta mætti verSa gjört, þaö er aö sleppa öllu stjórnmálastagli á milli ‘kosninga, öllu trúmálaþrefi, öllum breytiþróunar vísindum, draga fundargjörninga ofurbtiS saman, grynna hveitisamlagiS svo aS ein- hverntima grilti í botn á því, og yfir höfuö ganga fram hjá öllu því, sem íslendingum ,sem sérstökum flokki manna kemur ekki mikiö viS sér- staklega. En flytja í þess staS frétt- ir frá öllum stöSum, sem Isl. búa á, ef mögulegt er oftar en áSur, flytja skáldskap og um aörar listir ísl. hér og heima, flytja æfiminningar sem flestra Isl. sem deyja, flytja meira en átt hefir sér áöur staS af fréttum og blaSagréinum frá Is- landii og útleggja á íslensku, þaS sem komist verSur yfir af merki- legum viöburSum, sem gerast og getiö er um í öSrum blööum hér í Iandi, og eySa ekki þeim tíma vitS aS flytja stjórnmál neinna flokka hér, eins og áSur hefir veriö helst gjört, óefaö í hugsunarleysi, en sem ísl. lesendum getur ekki veriS ant um og er þeim því aöeins sviplaus augnahliksmynd sem þeir renna aug um yfir eSa fara fram hjá. Eg segi þetta ekki i óvildaranda til ísl. blaS- anna hér, þaS er nú svo langt frá því, þaS er bara bendimg. Eg þakka bæöi Lögbergi og Heimskringlu fyrir góS skil til min hingaS og hlakka ætíS tJl aS fá þau, sem er á þriSjudag viku hverja. lslcndingar sem Islendingar. Nýlega gafst mér færi aS lesa bók ,sem nefnist “History of races,” nafn höfundarins man eg nú ekki, en tók þó eftir aS þaS benti e'kki til aS hann hafi veriS Skandinavi. Eg vil aöeilns minnast á þaS eitt lítillega í þessari mjög fróSlegu bók, sem áhrærir uppruna og for- feSur íslendnga. Eftir aö höfund- urinn hefir gjört grein fyrir upp- runa NorSurlanda þjóSanna yfir höfuS, og hverrar fyrir sig og hefir gefiS út þaö álit greinilega aS Skandinavar hafi veriö “The hest,” kemur hann aS þeim tíma, sem Haraldur konungur beitti ofbeldi ofbeldi i Noregi svo aS besti partur þar gat ekki viS unaö, og kaus heldur að víkja á burtu þaöan til annara landa og til íslands sérilagi.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.