Lögberg - 24.06.1926, Qupperneq 6
MIb. 9
KR(J Fí VlTTrDAGINN,
24. JÚNl 1926.
Dularfullu far-
þegarnir
Eftir Allen Upward.
Eg þakkaði manninum leiðbeiningu hans,
og þaut strax upp í vagninn minn. Ásjálegur
peningur eyðilagði strax mótmæli ökumans um
að fara til stöðvarinnar, og með miklum hraða
stefndi nú vagninn til bæjarins, sem var hér um
bil hálfa aðra mílu frá Haughton Court. Eg
þarf naumast að geta þess, að það var ekki á-
form mitt að ávarpa Sir Arthur Redleigh á
stöðvarpallinum. Áform mitt, sem eg hafði
strax ákveðið, var að fara með honum til Stir-
ling, og síðan að elta hann til hælisins, þar sem
hin brjálaða kóna hans dvaldi. Eg hafði eng-
an ákveðinn tilgang með þessu, eg sá að eg hafði
nú fengið gott tækifæri til að komast eftir hvar
hælið var, sem eg kynni annars að eiga erfitt ■
með að finna, ef eg síðar skyldi vilja það. Við
þetta bættist, að eg áleit að járnbrautarferð
gæfi mér tækifæri til að kynnast Sir Arthur, og
rannsaka lundar ásigkomulag hasn, sem annars
yrði naumast tækifæri til. Til allrar hamingju
var eg vel útbúinn með peninga. Lögmaður lá-
varðar Fatheringhams fékk mér ríflega upp-
hæð áður en eg fór frá London. En mér datt nú
í hug, að klæðnaður minn mundi valda mér erfið-
leika, ef eg ætlaði að kynnast Sir Arthur nánar,
þar eð hann mundi áreiðanlega verða ófram-
færinn gegn öllum geistlegum mönnum. Eg
hafði engan tima til að útvega mér neitt í Stolne,
en á leiðinni þangað skrifaði eg símrit til vinar
míns og skólabróður, Berinder í lögreglustöð-
inni, þar sem eg bað hann að senda mér afl-
rauna manna búning til aðalstöðvarinnar í Glas-
gow. Eg áleit að hann, þegar hann yrði strax
sendur frá London, mundi koma til áður nefnds
staðar eins snemma og við, þar eð við yrðum að
heimsækja Stolne, sem er !bær, allmikið f jarlæg-
ur aðal járnbrautarstöðinni.
Við komum nógu snemma til St. Johns
stöðvarinnar. Á pallinum þar, stóð barúninn,
sem ökumaður benti mér á; eg borgaði honum
fyrir vagninn og hádegisverðinn, sem eg fékk
ekki tíma til að neyta, sendi símritið mitt og
hljóp inn í fyrstu raðar reykingaklefa á eftir
fórn minni, þegar lestin var að fara af stað.
Hann hafði alls ekki jafn fráhrindandi útlit,
eins og eg hafði ímyndað mér. Ef eg hefði ekki
heyrt eins mikið um hann, þá hefði eg ekki í-
myndað mér að hann væri verri en sveita- aðals-
menn vanalega eru, sem hafa meiri tíma en
starf og meiri peninga en heila. Hann gaf mér
homauga með illa duldri gremju, þegar eg kom
hlaupandi inn á eftir honum. Eg lét sem eg
áliti hreyfingu höfuðs hans vera vingjarnlega
heilsun, og svaraði henni undir eins með glað-
legri hneigingu, um leið og eg sagði:
“ Ó, eg kom á seinustu mínútunni. En það
hefði verið afar leiðinlegt, ef eg hefði komið of
seint, því eg verð endilega að vera í Glasgow
í kvöld.”
“Svo — þurfið þér þess,’ svaraði hann
styttingslega og sjáanlega gramur yfir því, að
þurfa að verða mér samferða svo lengi.
“Nú—er nokkuð nýtt í blöðunum í dag?”
spurði eg vingjaralega, þegar eg sá að hann
var að fela sig bak við stórt dagblað.
“Nei,” urraði hann, “ekki neitt, sem er
þess vert að lesa.”
“Ekkert nýtt um málið hér niður frá, sem
svo mikið hefir verið talað um — Haughton ó-
happið” held eg að það sé kallað?”
“Nei, hr., hvað ætti að vera sagt um það?”
svaraði hann og varð athugasamari. Eg fann,
að nú varð eg annað hvort að halda áfram eða
hætta, og sagði þess vegna: “Eg bið yður að
afsaka dirfsku íjiína; en tilfellið er, að eg hefi
ekki náð í neitt blað þenna dhg, en þar eð eg
hefi áhuga á þessu máli, langar mig til að vita,
hvort á það er minst eða ekki.”
Þetta vakti athygli hans, og svipur hans
varð alvarlegri þegar hann sagði: “Engar af-
sakanir, liv.; rg ei hræddur ir,n, að <»g hafi ver-
ið ókurte'j við vður. Mér 1-ður alls okki vel
r.úna, og svona langar járnbrautai t’erðir gera
mig alt af leikan.” Og til þess að sýna að hann
þarfnaðist hressingar, tók hann upp konjaks-"
flösku, til þess að leita nýrra krafta í henni.
Áður en hann bar hana að munni sínum,
var hann þó svo kurteis að bjóða mér hana; cn
virðing hans fyrir mér óx að minsta kosti 50
pro cent, þegar eg svaraði með því að taka
sams konar flösku upp úr mínum eigin vasa, og
fékk mér góðan sopa úr henni, eins og hann úr
sinni.
Eg vissi ofur vel hvers vegna hann fékk
sér þessa hressingu, og eg var tilbúinn að byrja
á leiknum, þegar hann sneri sér að mér og
sagði:
“Sögðust þér hafa áhuga á Haughton við-
burðinum, hr.?”
“Já,” svaraði eg. ‘~*y
Meðan eg beið eftir því, að hann byrjaði
að tala, hafði eg ráðið við mig, hvað eg skyldi
gera. “Eg er í sambandi við kirkjufélag, sem
lávarður Fatheringham er bezti stuðningsmað-
urinn í, og mig furðar á því að lesa það í blöð-
unum, að hann hafði verið til staðar við réttar-
haldið; hvað ætli hann hafi haft að gera við
það ?”
“ Já, það hafið þér ástæðu til að spyrja um.
Eftir hverju var hinn gamli, áreitni óþokki að
hnýsast í því máli? Þa^eina gat verið, að
gleðjast yfir því, að sjá óvin sinn í vandræð-
um.”
“Óvin? Ó, þér eigið við Sir Arthur Red-
leigh. Er hann óvinur lávarðar Fathering-
ham?”
“Já, að minsta kosti er lávarður Father-
ingham óvinur hans. Það er alment álit í öllu
falli,” bætti hann við, þegar honum datt í hug,
að hann sýndi of mikla þekkingu á þessu efni.”
“Hver er orsökin til þessa?” spurði eg með
einlægni.
“Það veit eg ekki,” svaraði hann þótta-
lega.
“Nú,” sagði eg. “Fatheringham fékk ekki
mikið fyrir ómak sitt. Kviðdómendumir sýkn-
uðu Redleigh einum rómi.”
Næstu tvær stundimar var samtal okkar
marklaust. Þegar þær voru liðnar, komum við
til Bristol, þar sem við áttum að stíga inn í
hraðlestarvagn, er stefndi norður. Barúninn
greip tækifærið til að losna við mig, og til þess
að ekki liti út fyrir, að eg væri að elta hann, lét
eg hann eiga sig. Við komum til Glasgow síðla
þetta kvöld, oyeg sá fóra mína stíga inn í vagn,
og gefa ökumanni skipun um að fára með sig til
stórs hótels, sem var nálægt stöðinni. Eg fékk
böggulinn með nýja fatnaðinum, eins og eg
hafði búist við, og þegar eg var búinn að veita
honum móttöku, fór eg inn í annan vagn og bað
ökumann að fara með mig ofur hægt um róleg-
ustu götur bæjarins. Tilgangur minn með
þessu var auðvitað sá, að skifta um fatnað.
Þegar eg hafði breytt sjálfum mér í reglulegan
enskan fimleikamann, ók eg aftur til aðal-
gatnanna og keypti mér meira af munum, sem
tilheyrðu ferðamanni. Undrun ökumannsins,
þegar eg sté niður úr vagninum í nýjum fötum
og með nýtt hár, var ekki lítil. Að síðustu lét
eg hann flytja mig til sama hótelsins og Red-
leigh fór til, og þar fékk eg mér herbergi fvrir
nóttina. Svo gekk eg ofan í borðsalinn og sagði
hátt og greinilega—auðvitað ekki með Coping-
stone röddinni:
“Borðsvejnn, nær fer firsta lestin til Stir-
lin á morgun?”
Eg leit svo í kring um mig og sá vin minn,
sem sat við hliðarborð og var að lesa ferða-
skrána. Hann hafði heyrt spurningu mína og
leit nú upp. Borðsveinninn svaraði:
“Þessi herra er með ferðaskrána, eins og
stendur, eg skal færa yður hana, þegar hann er
búinn.
“Eg er þegar búinií að sjá það, sem eg
þarfnast,” sagði Sir Arthur mjög kurteislega,
og fékk borðsveininum skrána, sem rétti mér
hana.
Eg nálgaðist hann strax og þakkaði hon-
um. “Tilfellið er, að eg hefi mjög leiðinlegt
starf að framkvæma,” sagði eg; “og eg vil losna
við það eins fljótt' og eg get. Systir konu minn-
ar er orðin brjáluð sökum trúfræðilegra heila-
brota, og nú langar okkur til að útvega pláss,
þar sem vel fer um hana og hún getur verið í
ró. Mér hefir verið vísað á slíkan stað í Stir-
ling, hjá læknir — læknir — já, hvað var það
nú, sem hann heitir?”
Nú gat Sir Arthur ekki þagað. Ef við fær-
um báðir til sama staðar, fanst honum ekki við-
eigandi að þegja yfir því, sem hann vissi. Þess
vegna sagði hann fremur gremjulega: “Það er
ekkert sinnisveikrahæli í Stirling, svo eg viti.
En í mílu fjarlægð þaðan í Auehertown—”
“Ó, já, það er þar!” greip eg fram í fyrir
honum. “Það er einmitt plássið, sem eg á við;
eg hélt að það væri í útjaðri Stirling bæjarins.
Það var vinur minn, Sir William Clark, sem
mælti með þessu plássi. Máske þér vitið, hvað
eigandinn heitir?”
“ Já,” svaraði hann nokkuð hikandi, “hann
heitir Raebell, og er bæði læknir og eigandi
þessa hælis. Eg á líka vin í þessu hæli, sem eg
ætla að heimsækja.”
“Ó, það er mjög heppilegt, þá getum við
máske orðið samferða þangað. Með hvaða lest
farið þér?”
Hann sagði mér nær farið yrði, og svo sner-
ist samtalið um önnur efni. Nú mintist eg ekki
á Haughton óhappið, því áform mitt var, að
gera manninn alveg rólegan, en mér hepnaðist
það nú samt ekki. Hver sem orsökin var, þá
var hann afar þunglyndur, og gat ekki losnað
við það. Oftar en einu sinni sat hann alveg ut-
an við sig, án þess að svara, þegar eg á^prpaði
hann, og stundum svaraði haim mér svo ein-
kennilega, að mér gat ekki dulist, að hugur
hans var í mikilli fjarlægð. Einu sinni kom eg
með athugasemd viðvíkjandi yþeárri persónu,
sem hann ætlaði að heimsækja í hælinu, en hann
svaraði mér með ónotum og dró sig svo í hlé,
þar eð hann hafði mörg bréf að skrifa, sagði
hann mér.
NIUNDI KAPITULI.
Sinnisveikrahœlið.
Morguninn eftir fundumst við hjá dagverð-
arborðinu og ókum í sama vagninum til stöðv-
arinnar. Stirling er ekki langt frá Glasgow;,
svo við komum þangað bráðlega og leigðum
sama vagninn til að flytja okkur til þorpsins
Auchertown, sem var fremur lítið og stóð inn á
milli fjallanna, hér um bil tvær mílur frá Stir-
ling. Á leiðinni þangað talaði eg um tengda-
systur mína og veiki hennar, en mér tókst ekki
að fá neina, upplýsingu frá mínum önuga ferða-
félaga, sem varð meira og meira utan við sig
og þunglyndur, eftir því sem við nálguðumst
takmarkið. Loks ók vagninn að stórum og
sterkum dyrum í háum múrsteinsvegg; við stig-
um ofan úr honum og var hleypt inn. Ferða-
félagi minn var sýnilega all-kunnugur dyra-
verði. Þegar við vorum komnir inn, var pláss-
ið viðkunnanlegt. Þar var stór og vel ræktaður
listigarður umhverfis hælið, og það, sem stóð í
miðjum listigarðinum, var fallega og hagkvæm-
lega bygt. Það líktist ekki að neinu leyti fang-
elsi, sem menn eru hneigðir fyrir að hugsa sér í
sambandi við sinnisveikra hæli. Við gengum
fra mhjá nokkrum af sjúklingunum, sem voru á
ferð um listigarðinn, og þegar við komum að
dyrunum, kom eigandinn sjálfur út í skemti-
göngu fatnaði. Raebel læknir var digur, feitur
maður, með langt kinnskegg, sköllótt höfuð og
ævarandi bros á vörum — hann var einn af
þeim mönnum, sem alt af hafði nægar birgðir
af mjólk og hunangi mannkærleikans. Hann
heilsaði Sir Arthur með innilegri lotningu, og
mér mjög alúðlega, benti okkur svo að fara inn
í litla en mjög snotra skrifstofu; á veggjum
hennar liékk fjöldi eirstunginna mynda af
franskri gerð, enn fremur stándmynd af ung-
um dreng, sem hafði að eins húfu á höfðinu, en
var að öðru leyti ber, og á hnjám sínum hafði
hann örn, sem var að drekka mjólk úr lítilli
skál. Læknirinn tók eftir því, að þetta lista-
smíði hafði vakið eftirtekt mína, og þess vegng,
fór hann starx að flytja eftirfylgjandi ræðu með
þeirj-i rödd, sem minti mig svo glögt á sýnend-
urna í Westminster ábótadæminu og Wombells
villidýrasýningu.
“ Ó, eg sé að þér eruð að skoða standmynd
drengsins, auðvitað stæling — en ekki frum-
mvndin, hún er of dýr fyrir mín litlu efni. Þér
sjáið eflaust hugsanina, sem felst í þessu lista-
verki; hin óbundna öm huggast í fangelsi«sínu
af hinni alúðlegu umhyggju fangavarðarins.
Imynd, ef eg má leyfa mér að segja slíkt, þess
fyrirkomulags, sem á sér stað-hér í hælinu.”
Þetta hafði sérstök áhrif á mig; því þá
vissi eg ekki það, sem eg hefi seinna fengið . að
vita, að ímyndunin, sem myndasmiðurinn vildj
framleiða, var alveg gagnstæð, því það var öm-
inn, sem hafði drenginn á sínu valdi, en ekki
drengurinn örninn. Sir Arthur hlustaði óþol-
inmóður á þetta^skraf, þar eð hann hefir ef-
laust heyrt þessa, lýsingu áður fyr.
“Læknir,” sagði bann að síðustu, “mig
langar til að tala við yður vitnalaust, ef þér haf-
ið tíma til þess?”
“Já, velkomið, góði Sir. Eg skal nú kalla
'á aðstoðarmann minn, svo getur hann á meðan
sýnt vini yðar hælið.”
Sir Arthur sagði strax: “Mér hefir ekki
veizt sá heiður, að þekkja þenna herra. Við átt-
um af tilviljun báðir erindi hingað, og þess
vegna tókum við sama vagninn.”
“ Já,” flýtti eg mér að bæta vjð, “eg hefi
stúlku, seril. mér hefir verið ráðlagt að koma
hér fyrir, og þess vegna þætti mér vænt um að
mega líta í kringum mig hér í hælinu. Nafn
mitt, ” bætti eg við, “'er Tracey Oooke”.
Andlit læknisins geislaði af velvild, þegar
hann heyrði þetta, og þegar aðstoðarmaður
hans kom inn, bað hann hann mjög hátíðlega að
sýna mér alt hælið, ef eg vildi. Eg hefði ann-
ars verið fús til að gefa hundrað punda seðil
fyrir að mega leggja eyrað við skráargatið að
eins í fimm mínútur, en auðvitað var það ó-
gerningur. 1 stað þess fór eg nú að athuga
fylgdarmann minn.
“Hvemig líður vesalings konunni hans vin-
ar míns ? ’ ’ spurði eg og drap höfði að herberg-
inu, sem við höfðum yfirgefið.
“Ó, þér eruð vinur hr. Robins?” sagði
hann. “Já, henni líður eins og vanalega. Það
er annars mjög merkileg tilviljun.” —
Hr. Robins! Eg gat naumast dulið undr-
un mína, þegar eg heyrði að barúninn hafði
komið konu sinni fyrir undir fölsku nafni. Hvað
átti þetta að þýða? Það gat stafað af eðlilegri
löngun til að forðast margmælgi fólks; en eg
var nú orðinn svo hneigður til að eigna öllum
fölskum orðum og gjörðum áform til glæpa.
“Já,” svaraði eg. “Voruð þér annars
hér, þegar hún kom hingað fyrst?”
“Nei, eg kom ári séinna en hún. En eg veit,
að engin breyting hefir átt sér stað með hana
frá byrjun til þessa tíma.”
“Þér þekkið líklega sögu hennar?”
“Eg veit, að hún varð brjáluð á brúð-
kaupsdegi sínum, það er alt. Eg hefi qldrei
heyrt neitt um orsökina til þess; og hið merki-
legasta af öllu er, að hún hefir og hefir alt af
haft góða heilbrigði í líkamlegu tilliti. Or-
sökin hlýtur því að hafa verið alveg geðsmuna-
leg, eins og þér skiljið.”
“Ein eða önnur áköf geðshræring,” svar-
aði eg.
“Já, að öllum líkindum eitthvað slíkt. Það
er líka mjög merkilegt, að hún er aldrei rugluð
í heilanum, nema þegar maður hennar kemur
að Hta inn til hennar. Við að sjá hann, verður
hún strax bandóð. Þér vitið líklega, að hún á-
lítur sig vera Maríu jómfrú?”
“Já, það hefi eg heyrt.” (1 rauninni var
þetta í fyrstas kifti, sem eg hafði heyrt það
nefnt). “Er annars nokkuð því til hindrunar,
•vað eg geti feíigið að sjá hana áður en Robins
\kemur upp til hennar?”
“Nei, alls ekki. Það er einmitt kvenna-
deildin, sem við komum nú til, og okkur mun
hepnast að sjá hana einhvers staðar. ’
Eg ætla hér ekki að lýsa herbergjunum eða
deildunum. 1 kvendeildinni voru alls tuttugu
stúlkur. Á ferð okkar komum við líka til stóru
dagstofunnar, og þar sá eg þá sjón, sem eg ekki
gleymi. I lágum körfustól við gluggann sat ein
af þeim fegurstu stúlkum, sembg hefi séð og
að líkindum fæ að sjá, og fegurð hennar fólst í
hinu göfuga, skipandi lundarfari hennar, sem
að eins mátti nefna konunglegt. Augað átti
naumast nægilega eftirtekt til þess, að geta
dvalið við hið einstaka í hinni töfrandi fegurð
hennar; við hinn tígulega háls hennar, fallega,
dökka hárið, stóru björtu augun, hinn ósegjan-
lega aðlaðandi og fagra hörundslit — svona
töfrandi var öll persóna hennar. Hún mundi
hafa hrifið málara, sem hefði verið að leita að
fyrirmynd Esther drotningar, á hennar ánægð-
ustu sigurhróssdögum, þegar hún var fegurst
allra Mediens meyjanna, og með heimild feg-
urðarinnar settist í hásæti hins mikla konungs.
En eg tná ekki verða svo hrifinn, að eg gleymi
að halda áfram; eg verð enn þá að eins að
segja, að mig furðaði ekki lengur á orðróm
unga fólksins í Stolneshire um Láru Brown,
þegar eg var nú búinn að sjá hana í þessu hæli
Raebells læknis.
Og við hvað starfaði hún? Ef eitthvað
—■ '• M,,‘ 1 .----3
hefði vantað til að vekja hjá mér hlýja sam-
hygð og velvild til hennar, þá fékk eg það í því
ásigkomulagi, er við fundum hana í. Hún sat
með litla, bláeygða, gullfjallaða, 3— ára gamla
stúlku í keltu sinni, og kendi henni að draga
perlur á þráð, til þess að búa til hringi á eftir.
Mér varð hverft við. Graham læknir, aðstoðar-
maðurinn, skildi tilfinningar mínar og hvíslaði
að mér: “Á maður að álíta, að þessi stúlka sé
brjáluð?”
“Nei, hún er líkari gyðju,” svaraði eg á
sama hátt. “Hver á þetta barn?”
“Garðyrkjumaðurinn. Móðir þess dó í
fyrra, og síðan hefir það alt af verið hjá frú
Robins. Hún vill aldrei eiga neitt saman að
sælda við hina sjúklingana, og nú er þetta barn
hennar eina samvista persóna.”
Meðan við vorum að tala saman, hafði Lára
tekið eftir okkur, og hún kinkaði kolli vingjarn-
lega til unga læknisins.
“Langar yður til að tala við hana?” hvísl-
aði hann.
“Nei, nei,” svaraði eg, því eg fann að eg
mundi þá lenda í falskri stöðu.
Við héldum því áfram umferð okkar, og
enduðum hana með því að ganga í gegn um mat-
jurtagarðinn. Þegar við komum aftur að hús-
inu, fundum við1 Raebell læknir einsamlan.
“Hr. Robin er farinn,” sagði hann. “Hann
sagðist eiga svo annríkt, og þess vegna lét eg
hann aka í mínum vagni til Stirling. Hann bað
mig að færa yður afsökun sína.”
“ó, það gerir ekkert. Hann leit út fyrir
að vera viðfeldinn maður.”
“Já. Ó, Graham. Viljið þér ekki fara upp
og vita, hvort þér getið ekkert gert fyrir kon-
una hans? Hann fór upp að sjá hana, og nú er
hún alveg utan við sig aftur.”
Aðstoðarlæknirinn varð mjö hnugginn og
flýtti sér út úr herberginu.
“Það er sorglegt,” sagði eg. Þegar eg sá
hana, virtist hún vera heilbrigð og gæfurík.”
“Ó, það er að eins yfirskin, til að glepja
sjón. Nei, treystið þér ekki slíkum sjúklingum,
hr. Tracey-Cooke, Eg geri það aldrei. Þessi
kona þjáist af hættulegri veiki, sem getur deytt
hana, nær sem vera skal — já, satt að segja á
einu augnabliki. Nú — hveraig lízt yður svo á ,
hælið mitt?”
“Ágætlega, og það er að eins undir yðar
skilyrðum komið, hvort eg kem með tengda-
systur mína hingað eða ekki. Eg verð að segja,
að eg festi mikinn áhuga á þessari konu, þegar
eg sá hana, og eg get ekki hugsað mér að hún,
á þessum stutta tíma, sem síðan er liðinn, sé
orðin reglulega brjáluð.”
Læknirinn brosti að þessari athugasemd
með meðaumkun og yfirlæti. “ Já, mig furðar
það alls ekki, að yður finst þetta merkilegt, en
það er auðvelt fyrir okkur að sannfæra yður
um, að eg hefi talað sönn orð. Ef þér viljið
ekki forðast kveljandi sjón, þá skuluð þér koma
með mér. Við skulum þá líta upp til hennar. ’ ’
Eg þáði þetta tilboð, og við gegum aftur
upp stigann. 1 þetta skifti var farið með mig
eftir öðrum gangi, unz við komum að dyrum,
sem voru 'byrgðar með þykkum ullardúk. Þeg-
ar við nálguðumst þær, hélt eg mig heyra nokk-
ura trylta skræki. Læknirinn lauk upp dyrun-
um, opnaði svo aðrar enn þá þykkari dyr fyrir
innanl þær, og þar næst þær þriðju dúkum
klæddar dyr, og nú stóðum við í herbergi með
dúkum klædda veggi. Þar bar fyrir augu mín
hræðilega sjón, og nú óskaði eg mér að eg hefði
ekki þegið tilboð læknisins.. Hin fagra persóna
lá á gólfinu, föt hennar voru næstum rifin í
pjötlur, hún kveinkaði sér og engdist sundur og
saman í þröngri örvitatreyju, og hljóðaði hvað
eftir annað. Langa, fallega hárið hennar féll
niður um andlitið og hálsinn, og öðru hvoru
kastaði hún því aftur, eins og óð ljóngynja. Eg
ibeið ekki til þess að sjá meira, en sneri mér
fljótlega frá henni og fór út úr herberginu.
“Já, þannig býst eg nú við, að hún verði allan
daginn,” sagði Raebell. “En á morgun mun hún
verða eins stilt og skynsöm, eins og þér sáuð
hana í fyrsta skifti.”
“ Já, en fyrst að brjálæði hennar á sér að
eins stað, þegar hún sér mann sinn, hvers vegna
er hún þá ekki flutt til fjarlægari staðar, sem
er meira út iir, þar sem hún, þarf aldrei að sjá
hann ?’ ’
“Já, við höfum boðið henni það, bæði eg
og maður hennar, en hún vill ekki fara héðan.”
Eg ók frá Auchertown, og fór með lestinni-
suður á leið, en alt af ómaði þessi setning í eyr-
um mínum: “Hún vill ekki fara héðan.”
TIUNDI KAPITULI.
Nýja skyttan.
* Fáeinir dagar voru 4iðnir, og Sir Arthur
Redleigh sat við skrifborðið sitt og var að
reyna að semja auglýsingu, sem átti að birtast
í Stolneshire morgunblaðinu. Hann hafði aldr-
ei verið fimur við ritstörf, og það, sem hann
hafði nú fyrir stafni, var honum ofvaxið.
Þrátt fyrir tilraunir sínar, hafði hann ekki get-
að ritað annað betra en þetta:
“Óskast undir eins.
Á prívat heimili úti á landi, æfð skytta. af
herramanni, sem er vanur að temja hunda, þar
sem tveir aðstoðarmenn eru. Kaup—”
Barúninn hreyfði sig í stólnum all-órlegur,
meðan hann las þetta, sem hann .hafði skrifað,
þegar þjónn kom inn og sagði honum, að mað-
ur að nafni Smith, væri úti, sem langaði til að
fá að tala við liann. Sir Arthur, sem varð feg-
inn að fá hvíld frá ritstörfum sínum, sagði þjón-
inum að láta manninn koma inn.
“Nú — hvað viljið þér?” spurði banininn,
þegar maðurinn var kominn inn fyrir dyrnar.