Lögberg - 15.07.1926, Blaðsíða 4

Lögberg - 15.07.1926, Blaðsíða 4
B'lfl. 4 LÖGBERG FIMTUDAGINN, 15. JÚLÍ 1926. Jögberg GefiÖ út Kvern Pimtudag af Tle Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talsimart N-8327 o£ N»8328 JÓN J. BILDFELL, Editor Utanáikrift til blaðsins: Tl{i COLUMBIIt PRESS, Ltd., Bo* 3171, Wlnnlpeg. M»l- Utanáskrift ritstjórans: COlTOR LOCBERC, Box 317* Winnipsg, fRan. The "Lögberg" is prlnted and publlshed by The Columbla Press, Llmited, Ln the Columbla Buildlng, ÍÍ6 Hargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Til athugunar. Áður en varir skella kosningarnar á, með öllum þeim æsingum og missögnum, sem því miður of oft fylgja þeim og sem blinda fjölda fólks fyrir þýðingarmestu spursmálunum, sem skera á úr. Vér búumst við, að mótstöðumenn frjáls- lynda flokksins (afturhaldsliðið) reyni af öll- um mætti til þess að sverta King-stjórnina og frjálslynda flokkinn í heild með kærum þeim, er fram komu í sambandi við tollmála deild stjómarinnar, og er því ekki úr vegi að segja sögu þess máls eins og hún er, svo menn geti fremur áttað sig á málinu og því, sem sagt verð- ur í sambandi við það. Eins og mál það snýr nú við fólki og blöðin flest hafa skýrt það, þá er Kingstjómin í huga margra, eins og sdkborimi aðili, en afturhalds- haldsflokkurinn eins og kærandinn og dómar- inn. En sá skilningur er með öllu rangur. Snemma á árinu 1924, fór sá orðrómur að kvisast, að alt væri ekki með feldu í sambandi við tollmáladeild stjómarinnar. Engar sér- stakar kærur eða ákveðnar klaganir komu þó fram. En stjómin leit svo á, að þar sem mikill reykur væri, þar hlyti líka að vera eldur, og með það í huga að slökkva þann eld, gjörði hún þá strax ráðstafanir til þess að fá þær npplýsingar í málinu, sem hún gæti bygt rannsókn á. Svo í marzmánuði 1924 fær hún í fylgd með sér félag eitt sterkt og mikið, “The Merchant Protective Association”, sem hafði áður vakið eftirtekt stjómarinnar á óreglu í sambandi við þetta mál. Félag þetta tók að sér, að leita eftir sönnun í málinu og veitti stjómin því alt það fulltingi, er hún mátti. Félaginu veittist no'kkuð erfið- ara að ná haldi á sannanagögnum í þessu máli, en á horfðist í fyrstu, svo félagið fór fram á það við stjóraina, að breyta toll-lögunum svo, að hægara væri að hafa hendur í hári manna þeirra, sem lögin væru að brjóta. Breytingar þær allar, sem félagið fór fram á, tók stjórnin til greina, og gerði þær að lögum, sem öðluðust gildi svo að segja óbreytt í júlí 1924. Með þeim lögum var bætt úr ókostum þeim, sem Mr. Spark formaður Merchants’ Protective Association, taldi á toll-lögunum, og fé var veitt af þinginu til þess að framfylgja lögunum, eins og þeim var breytt, og Mr. Spark, formaður félags þess, sem með stjóminni sjálfri var að rannsaka málið, taldi fullkomlega nægjandi til þess að koma fram ábyrgð á hendur þeirra manna, sem brotið hefðu lögin, og líka til þess að vama því, að þau yrðu brotin á sama hátt framvegis. Merchants’ Protective Association hélt á- fram starfi sínu, en lagði aldrei neina ákveðna kæra fram á hendur neinum í sambandi við toll- svik, eða nein önnur svik. En Mr. Spark mint- ist á það við Mr. King nokkrum sinnum á^árinu 1925, að rannsófcn ætti að hefja gegn vissum persónnm. Þeim málaleitunum svaraði Mr. King á þann hátt, að rannsókn ökyldi tafar- laust hafin gegn hverjun! sem í hlut ætti, ef Mr. Sjiark eða félagar hans vildu leggja fram ábyggilega kæru gegn einhverjum einstakling eða félagi, en þangað til taldi hann að rangt væri að kasta skugga á mannorð nokkurs. Þannig stóð það mál, þegar þing var leyst upp í fyrra og gengið til nýrra kosninga, nema hvað tollmála ráðherrann, sem þá var, Hon. Mr. Bnreau, veiktist og Iá veikur, eða var frá em- bætti í liðuga fimm mánuði, og lét af því með öllu í september 1925; og tók þá Hon. George Boivin við embættinu. ». • þau svik, að bak við tjöldin einhvers staðar hef- ir verið samsæri á móti Kingstjóminni, sem menn þeir, er hún hafði í þjónustu sinni og treysti, tóku þátt í, og þessu rannsóknarmáli, sem stjórnin sjálf er framfcvöðull að, er snúið á móti henni og fengið í hendur fjandmönnum hennar, og látið sýnast svo, að með tregðu sé verið af stjómarinnar hendi að láta upplýsing- ar í málinu í té, og að það séu aftilrhaldsmenn- irnir á þingi, sem frelsa vilji þjóðina frá rang- læti því, sem framið hafi verið undir vemd stjórnarinnar. Sannleikanum þannig algjör- lega snúið við, því það var King-stjómin í Ott- awa, sem safnað hafði saman gögnnnum á móti misgjörðamönnunum svo hægt væri að koma fram hegningu á hendur þeim, en sem aftur- haldsliðið í Ottawa sölsaði í sínar hendur á óærlegan og óheiðarlegan hátt. Skýrslu þessa hina umræddu lagði Hon. George Boivin fram í rannsóknarréttinum 15. febrúar, og sýnir hún berlega, að kærar þær, sem Mr. Stevens bar fram í þinginu og þær, sem settar eru fram af trúnaðarmanni Hon. George Boivin í skýrslunni, em þær sömu í að- al atriðunum. Og var skýrsla sú lögð til gmnd- vallar fyrir allri rannsókninni. Vér höfum nú í stuttu máli sagt sögu þéssa máls, er afturhaldsliðið ætlar að gjöra að aðal- atriði í kosningunum, sem í hönd fara, svo að lesendur blaðsins geti í næði áttað sig á aðal- atriðum málsins, og eins því, að það era ekki afturhaldsmenn, sem hreinsað hafa til í þessu máli, heldur frjálslynda stjórnin sjálf, og að nú á að nota þær framkvæmdir hennar til þess að sverta hana og fella í augum almennings. Hátíð Norðmanna í Alberta. Eins og til stóð, var hún haldin frá þriðja til sjötta júlí og var fjölsótt. Fyrir hátíðahaldinu stóð félag Norðmanna í Canada, er með þessari hátíð hefir risið npp sem stórveldi í þjóðlífi þessa lands. Menn vissu áður, að Norðmenn voru dreifð- ir um ýms fylki Canada, en sem sameiginlegt afl er áhrif gæti haft á líf níu.miljóna manna, þegar þeir vildu, og það vilja þeir ávalt, til góðs, þektust þeir ekki fyr en á þessari samkomu. Þetta er mikið gleðiefni Skandinavisku fólki, og líka okkur Islendingum, þó við séum sjálfir svo sundur tættir af hreppapólitík og flokkadrætti, að okkur lánast líklega aldrei að framkvæma neitt í líking við það, sem Norð- mennimir gerðu nú — fáum ef til vill að skríða nndir skörina hjá þeim síðar, þegar að ósam- heldnin og ósamljmdið hefir marið svo alt fé- lagslegt þrek úr o*k)kur, að vonlaust er orðið að við getum staðið á okkar eigin fótum. Á þessari fyrstu stórhátíð Norðmanna, sem þjóðrælknisfélag þeirra hefir staðið fyrir, í Can- ada, nutu þeir viðurkenningar frá landstjóm- inni í Canada, og stjórnum Manitoba fylkis, British Columbia, Saskatchewan og Alberta. Einnig heimaþjóðarinnar er sendi umboðs- mann sinn til þess að sýna þeim sóma og. styrkja höndin á milli þeirra og heimaþjóðarinnar. Dagskrá þessa hátíðahalds var hin merki- legasta, sem er of löng til þess að birtast hér; en frá því ber þó að skýra, að þrír Islendingar tóku þátt í hátíðahaldinu. Það vora þeir Dr. Bjöm B. Jónsson, prestur Fyrsta lúterska safn- aðar í Winnipeg, sem mætti þar fyrir hönd Manitobafylkis, samkvæmt kjöri forsætisráð- herrans sjálfs og flutti ræðu, sem birt er á öðr- um stað í blaðinu. Séra Jónas A. Sigurðsson, prestur í Churchbridge, sem mætti á hátíðinni fyrir hönd Þjóðræknisfélags Vestur-lslendinga, samkvæmt boði frá forstöðunefnd hátíðarinnar, og vonast Lögherg eftir að geta flutt ræðu þá, er hann flutti þar, áður en langt um líður; og svo flutti skáldkonan góðkunna, frú Lára Salv- erson, þar og ræðu, samkvæmt ósk forstöðu- nefndarinnar, og yonast ritstjóri Lögbergs svo góðs til hennar, að hún sendi honum ræðuna, svo hún geti líka komið fyrir almennings sjónir. Ræða flutt á hátíð Norðmanna í Camrose, Alberta, 5. júlí 1926, af Dr. B. B. Jónssyni. Háttvirti forseti, konur og menn: Forsætis ráðherrann í Manitoba, Hon. John bradken, hefir beðið mig að færa yður vinar- kveðju frá stjóminni og fólkinu í Manitoba. Forsætis ráðherrann hafði fyllilega ætlað sér, að flytja sjálfur kveðjuorð frá íbúum Manito- ba-fylkis, en emhættisskyldumar heima fyrir hömluðu honum frá því. Meðan á kosninga undirbúningi í fyrra stóð, var ekfcert gjört frá stjómarinnar hálfu í þessu máli, og ekki heldur frá hálfu stjómar- andstæðinganna, því enginn þeirra mintist með einu orði á þetta mál í kasningabaráttunnL En í nóvember — 2. nóv. 1925 — tekur hinn nýi tollmála ráðherra til óspiltra mála í sambandi við þetta mál. Upp á sínar eigin spýtur sendir ráðherrann starfsmann stjórnarinnar, fyxwerandi leynilög- regluþjón frá “Scotland Yard”, Duncan að nafni, til Montreal að rannsaka málið, pg sú rannsókn fara fram í desembermánuði, og Mr. Dnncan stýlsetti og lét vélrita hráðabirgðar- skýrslu um starf sitt, sem var mikið mál, og í skýrslu þeirri voru settar fram ellefu kærar á hendur einstaklingum, eða félögum, í sambandi við tollmálin. Þessi skýrsla átti, eftir hlutarins eðli, að sendast til tollmála ráðherrans, Hon. George Boivin, og til hans komst hún 15. febrúar 1926. En í millitíðinni kemst hún, eða nfrit af henni, í hendurnar á Mr. Stevens, afturhalds þingmanns frá Vancouver, og hann dembir þessum ellefu kærum á Kingstjórnina í þingi, áður en skýrsl- an komst í hendur tollmála ráðherrans. Hér vora því auðsjáanlega svik í tafli — * Hann hefir því falið mér það virðulega og hugðnæma hlutverk, að mæta í sinn stað á þess- ari miklu hátíð Norðmanna í Canada. Sifja- höndin eru ef til vill aðal ástæðan fyrir því vali hans. Eg er fæddur á Islandi — landinu, sem allir Norðmenn unna, sökum þess, að bókment- ir þjóðarinnar litlu sem þar hýr, hafa varpað Ijósi á hverja blaðsíðu í sögu Skaridinavíu. Og þó að eg færi yður kveðju frá öllum íbúum Mani- toba fylkis, þá get eg fullvissað yður um, að frá engum era kveðjuraar innilegri en frá Islend- ingunum, sem í þúsunda tali eru búsettir í því fylki. 1 nafni forsætis ráðherra Manitoba fylkis segi eg, að engir borgarar í því fylki njóta meiri virðingar en Norðmennirnir. Þó innflutningur fólks frá Noregi hafi ekki verið eins mikill til Manitobá fylkis, eins og að hann hefir verið til hins fagra Alberta-fylkis, þá byggja Norðmenn samt nokkrar prýðis veglegar sveitir í Manito- ha og fjöldi þeirra eru búsettir í Winnipeg borg og öðrum bæjum. Þeir eru taldir meðal ágæt- ustu innflytjenda fylkisins, og með opnum örm- um býður það mörgum fleirum til sín að koma. Manitobamenn hafa sérstaka ástæðu til þegs, að láta sér hugarhaldið um Norðmenn. Eg1 tel það s'ögulegan sannleika, að í Manitoba liggi fyrstu spor Norðmanna í þessari álfu — og í norðurparti landsins, sem nú er innlimaður í Manitobafylki, era fyrstu rúnir hugprýði og hreysti þeirra á síðari tímum ritaðar. Fyriri meir en hundrað árum — áður en “Restaurationen” flutti fyrstu landnámsmenn- ina norsku til Bandaríkjanna yfir hið víða og volduga haf, já, og jafvel áður en hið mikla lýð- veldi sunnan við landamæri Canada var stofn- sett, þá rituðu hinir hugprúðu Norðmenn nöfn sín með óafmáanlegu letri . á standberg og klappir á landsvæðinu umkring Hudsonsflóann. Þeir voru snemma í þjónustu þess félags er myndað var með samþykki Karls II. árið 1670. Þegar samkepnin fór að sverfa að Hud- sonsflóafél., þurfti það á hugrökkum og ráð- snjöllum mönnum að halda, til að etja við keppi- nauta sína; þá leitaði það til Norðmanna, sem vora því ómetanlegur styrkur í siglingum þess um Hudsons flóann og á ám og vötnum út frá honum. Félagið sótti þessa menn til Orkneyja, því fólk það, er þær eyjar byggir, er aðallega af norsku hergi brotið. Síðan á dögum Haralds konungs Hárfagra stjórnuðu norskir jarlar eyjum þeim með millibilum, unz að James III. Skotakonungur fékk þær í heimanmund með drotningu sinni Margréti, frá Noregi, 1469. Frá þessum Orkneyjar jörlum var for- stjóri Hudsonsflóa félagsins, Sinclair, kominn, sem var einn af atkvæðamestu mönnum í þjón- ustu þess félags. Hann var forstjóri Hudsons- flóa félagsins frá 1780—1812. Það var Mr. Sin- clair, sem fann veg þann, sem við nafn hans er kendur, yfir Klettafjöllin. Hann var myrtur af Indíánum og grafinn við Norway House. Af- komendur hans hafa tekið mikinn og góðan þátt í málum og starfi Canada þjóðarinnar. Á með- al afkomenda hans má nefna Sir Edward heitinn Clauston, bankastjóra við Montreal bankann; Hon. Colin Inkster, sem var forseti löggjafar- ráðs Manitoba til forna og er og hefir verið fógeti Winnipegborgar í 50 ár, eða síðan 1876. Meðal afkomenda 'Sinclairs er elzta konan, sem nú lifir af fóliki því, er bygð hóf á bökkum Rauð- árinnar, Mrs. William Cowan, níutíu og fjögra ára að aldri, og Mrs. R. A. Rogers, fyrsta kon- an, sem sæti hefir átt í þingi Manitoba fylkis— situr þar í kjöri Winnipeghorgarbúa. Annar nafnkunnur afkomandi Norðmann- anna, sem við Hudsonsflóa félagið voru, riðnir, var John Norquay, forsætisráðherra í Manito- ha frá 1878—1887. Það var ekki að eins að hlóð þessara .fyrstu sona Noregs, sem komu frá Orkneyjum, rynni í æðum Canadaþjóðarinnar. Fyrir hundrað ár- nm síðan sendi Hudsonsflóa félagið beint til Noregs, þegar það þurfti á hugrökkum mönnum og sjógörpum að halda, og þeim . allmörgum. Þei^ höfðu aðsetur sitt um tíma í Norway House, sem stendur við Nelson ána skamt fyr- ir norðan Winnipegvatn. Sá forni sögustaður dregur nú til sín fjölda ferðafólks á sumrin, og er einn af merkilegustu stöðum í Manitoba og geymist þar sem óbrotlegur varði til minn- is um Norðmennina, sem í anda forfeðra sinna horfðust í augu án ótta við hið æðandi haf og lögðu brautir til óþéktra landa. 1 kjölfar þessara forystumarma hafa þús- undir af Norðmönnum síðan siglt og komið til. Canada. Þeir hafa allir komið í anda forfeðra sinna. 1 hjarta þeirra hefir kærleikurinn til gim- steins gimsteinnna — frelsisins — logað. Norð- menn verða að vera frjálsir. Þá var aldrei hægt að fjötra, og það verður heldur aldrei. En frelsisþrá þeirra hvílir á réttlátum og heil- brigðum grundvelli, því þeir hafa aldrei krafist frelsis, sem ekki var lögum samkvæmt. Þessir frelsis-elsku Norðmenn eru allra manna lög- hlýðnastir, Þeir unna sínu landi og halda lands síns lög. Hvar sem andi Norðmannanna ríkir, þar er trygging fengin fyrir því, að “Gov- ernment of the people, by tbe people, and for the people” verður aldrei útskúfað af jörðinni. Þið, Norðurlanda menn, þið virðið feður yðar, og elskið sögu og minningu ættlands yð- ar, og vel sé yður fyrir það. En þessu nýja- landi barnanna yðar, framtíðarlandinu fagra, helgið þér kraftana, krafta Norðmannanna— vígið þá hinu sameiginlega canadiska þjóðar- lífi. Hvert fylki er auðugra, þróttmeira og betra fyrir komu yðar. Hin sameiginlega þjóð vor, Canada-þjóðin, skilur, að dygðir sona hennar og dætra, er auður hennar. “Not gold, but only men can make A people great and strong. Men who, for truth and honor’s sake, Stand fast and suffer long. Brave men, who work while others sleep, Who dare while others fly, They build a nation’s pillars deep And lift them to the sky.” Af slíkum mönnum er hin norska þjóð auð- ng. Því gleðjumst vér með yður á góðri stund, og þess vegna, að síðustu herra forseti, er mér mifcil ánægja í nafni forsætisráðherra Manito- bafylkis og borgarstjórans í Winnipeg, að bjóða félagi Norðmanna í Canada að halda næstu há- tíð sína árið 1928, í borginni Winnipeg, og þar vona eg að eg fái að sjá yður öll aftur og á- varpa yður með hinu innilega ávarpi Norð- maiuia: “Tak for sist.”. Mœður, Fráfall Sir Philip Burae-Jones, sem var sonur nafnkunns listamanns og fjölfróður mað- ur, minnir mann á ættbálk sem er orðinn stór og voldugur. Móðir Sir Philips var ein af fjórum dætr- um Rev. G. B. Macdonald, prests í Wesley kirkj- unni, sem var bæði gáfaðnr og læyður. Á unga aldri dró hin prúða framganga og andleg tign Edward Burae-Jones, er hann var að ryðja sér veg á braut listarinnar, að henni, og þau gift- ust. ^IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIL [ SKREYTIÐ HEIMILIÐ. [ — Það er á vorinað menn fara að hugsa um að fegra og endurnýja heimili sín. ” Draperies, blaejur, gólfteppi, Chesterfield Suites, stoppuð húsgögn, o.fl. | HREINSAÐ 0G LITAÐ. - FLJÓT AFGREIÐSLA. | Fort Garry Dyers andCieiners Co. Ltd. = W. E. THURBER, Manager. 1 324 Young St. WINNIPEG Sími B 2964-2965-2966 E = Kallið upp og fáið kostnaðaráætlun. —■ Ti 111111111111111111111111111111111111111111111 i 11111111111111111111111111 m 11111111111111111111111111 ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limlted OfTice: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Vard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Önnur systir hennar giftist Sir Edward Poynter, forseta af Royal Academy. Sú þriðja var móðib skáldsins Rudyard Kipling, og sú fjórða móðir Stanley Baldwin, forsætisráð- herra Breta. Það, að þrjár af þessum göfugu systrum áttu syni, sem voru frábærir hæfileikamenn, minnir oss á, hve þýðingarmikinn part að mæð- urnar eiga í því, að menta börn sín og búa þau undir lífið. Hversu margir af heimsins mestu mönnum eiga auðlegð sálar sinnar og lyndiseinkenni mæðrum sínum að þakka? Sir James Barrie hefir fagurlega mint á þá skuld í “Margaret Ogilvie.” Hversu margir menn, sem gæddir eru minna andlegu atkerfi en. Milton, eru það, sem ekki hafa geymt í hjarta minninguna um sína eigin Margaret Ogilvie? Skáldin hafa lengi skilið þátt þann, sem fcon- urnar hafa tekið í að þroska ungdóminn. Rus- kin bendir á, að í leikritum 'Shakespears séu konur valdar fyriir söguhetjuraar. Þar er ekki að finna einn einasta hugprúðan mann, nema ef vera skyldi Hinrik fimti að nokkru leyti og einn eða tveir aðrir, sem yfirdrifnir era, svo þeir verði mannalegri á leiksviðinu. En, bætir Ruskin við, hann hefir naumast ritað eitt ein- asta leikrit, þar sem ekki er að finna nálega fullkomnar konur, staðfastar í vonhrigðum og ratvissar í raunum 0g mótlæti. Sama er að segja um Sir Walter Scott. Hver getur gleymt Elínu Douglas, Floru Mae- Ivor, og óteljandi fleirum, sem höfðu til að bera tign, viðkvæmni, andlegt atgjqrvi hugdirfsku, sem ekkert fékk bugað, réttlæti í öllum atriðum og sjálfsafneitun, sem aldrei þraut, er elskhug- ar þeirra, eiginmenn og böra áttu í hlut? .Vitur maður hefir sagt: “Það er óhugsan- légt, að konur hafi hnept herklæði að riddurun- um í fornöld af fordild einni — það er ímynd ævarandi sannleika — að herklæði andans eru aldrei í lagi, nema að hönd konunnar hafi sniðið þau og saumað.”—Tribnne. Frá Islandi. Á annan í hvítasunnu vildi til þaö raunailega slys að Ásgeir, son- ur Hjálmars Jónssonar bónda á Ljótsstööum í Laxárdal og Áslaug ar Tojladóttur frá Ólafsdal, druknaði í Laxá. Ásgeir var 22 ára gamall og mikill efnismaður. (Dagur). Sigurður Lýðsson, cand. juris, andaöist í Vestmannaeyjum hinn 3 júní eftir stutta legu. 42 ára að aldri. Jón Þórarinsson fræðslumála- stjóri varö bráðkvaddur í Reykja- vík 12. júní. Frú Sigriður Eggers, móðir Sig- uröar Eggers fyrrum ráðherra og þeirra systkina, andaðist 10. júní á heimili dóttur sinnar og tengda- sonar Ólafs Thorlacius á Djúpa- vogi. Doktorsritgerð varði frú Björg Þorláksdóttir, í París, í gær. Það er mikill frami og mun ekki áður hafa hlotnast neinni konu af Norðurlöndum. ýV’is'r 18. júníj. Prófessor Cuðmundur Thor- oddsen hefir verið kosinn rektor báskólans. Ársfundur Bókmentafélagsins var haldinn i Reykjavík 17. júní. Stjórnin öll endurkosin. Þrír heið- ursfélagar voru kosnir: Dr. Han- nes Þorsteinsson, Dr. Páll Eggert Ólason og Dr. Valtýr Guðmunds- son. Ræða um Hudsons Bay brautina flutt af Col. H. M. Hannesson í ríkisþing- inu 9. júní 1926. Herra forseti:— Þegar þingfundi var frestað í gærkveldi hafði eg ekki ætlað mér að tala um Hudson flóa brautarmál- ið, því mér virðist þingmenn vera fjárveitingu til framlengingar brautarinnar svo meðmæltir að ekki væri þörf á frekari umræð- um um það. Mér er þetta hjartfólgið áhuga- mál og sumt af því sem sagt hefir verið í dag neyðir mig til þess að tala nokkur orð. Þegar árið 1886 hinu fræga sím- skeyti, sem ráðgjafinn mintist á — “Húrra I Brautarsteinamir 'hafa verið sendir.’’ var varpað út um þetta land, þá var tilgangurinn að leggja brautina um Selkirk kjör- dæmið og enn í dag má sjá votta fyrir brautarstæðinu, þar sem tein- arnir höfðu verið rifnir upp hjá Warren Station í Manitoba. Af- komendur Jþeirra, sem fyrstir komu með íjSelkirk jlávarði, fqílk, sem kom eftir Hudsons flóanum eru einnig í kjördæminu og sömu- leiðis búa flestir af afkomendum gömlu Hudson flóa verzlunar- stjóranna í nefndu kjördæmi. Alt þetta fólk er nákunnugt Hudsons flóanum og norðurhluta Vestur- landsins og það hefir ekki aðeins örugga trú á fýsileik brautarinnar heldur einnig ákveðna sannfæring um það að hún muni borga lagn- ingarkostnaðinn og að' lagning hennar sé óumflýanleg. Ef eg hefði augnabliks efa á að nokkur hætta gæti verið á því að þessi fjárveit- ing kynni að verða feld þá teldi eg það vanrækzlu skyldtt minnar hér að hafa e'kki lagt liðsyrði með veitingunni. En eg held að eitthvað ætti að gera til þess að mótmæla þeirri vantrúar útbreiðslu gegn lagningu þessarar brautar, sem mér þykir fyrir að segja að fram hefir komið nálega eingöngu frá þessari hlið þingsins. . ......Eg veitti í gærkve'ldi náið athygli þeirri staðhæfing þing- mannsins fyrir vSouth York kjör- dæmið fherra McLean) að fram- tíðar þroski Canada lægi í norður-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.