Lögberg - 15.07.1926, Blaðsíða 7
LrtG'RERG FIMT UDAGINN,
15. JÚLÍ 1926.
Bls. T.
Kirkjuþingið —Frh. frá bls. 2
Eftir stuttar umræður um málið, gerði séra H. Sigmar þá
tillögu, sem studd var af mörgum, að þingið veitli skýrslunni
móttöku, þakka stjórnarnefnd og starfsfólki vel unnið starf á
árinu. ISömuleiðis öllum, er stutt hafa stofnunina með fjár-
framlögum, eða á annan hátt. — Tillagan var samþykt með
því, að allir stóðu á fætur. Urðu síðan nokkrar umræður um
málið. Minst á, hvort mögulegt væri að stækka heimilið.
Svarað fyrirspurn um, hverjir væru látnir ganga fyrir, þegar
þrengsli væru, en margir sæktu um inngöngu, og var þeirri
spurningu svarað á þá leið, að með umsóknir væri venjulega
farið eftir roð. Þó væri þess gætt, að þeir §em allra bágast
ættu, væru með öllu vinalausir og gætu ekkert borgað, væru
látnir ganga fyrir hinum, sem ekki væru eins aðþrengdir.
í sambandi við mál þetta afhenti Stefán Eyjólfsson for-
seta bréf þetta, er var lesið af honum:
Til Kirkjuþingsins 1926
í GjörSabók kirkjuþings, 23. júní 1922, stendur svo hljóðandi
samþykt:
“AS tilboS herra Stefáns Eyjólfssonar sé þegiö með þökkrtm,
og nú þegar sé stofnaður sjóður til styrktar gamalmennaheimilinu
Betel, er beri nafnið Minningarsjóður brautryðienda — “Path-
finders’ Memorial Fund”.
í þessu samíbandi vill nefndin enn fremur benda á þáð, að því
aii eins er hægt að mynda þenna sjóð, að fullnægt sé þeim skilyrð-
um, sem herra Stefán Eyjólfsson setur viðvíkjandi stofnun sjóðs-
ins, sem einnig' er tekið fram í eftirfylgjandi skjali.
Á kirkjuþingi að Mountain, N. D., 23. júní 1922.
Sig. Ólafsson. G. V* Leifur. Kl. Jónasson.
\ Sigríður Tergesen. P. S. Guðmundsson.”
Nú hefir þessum skilyrðum verið fullnægt. í sjóöinn hafa ver-
ið horguö sjö þúsund dollara, og á reiöum höndum eru þrjú þúsund
til borgunar í hann. Mitt loforð veröur því einnig uppfylt.
Þaö er okkur, Mrs. Eyjólfsson og mér, efni til gleði og ánægju,
að ókkar tilboð hefir fengið svo góðan árangur; og okkar ósk og
von er, að sjóðurinn aukist framvegis til velfarnanar gamalmenna-
heimilinu.
Á kirkjuþingi að Gimli, Man., 22. júní 1926.
Stcphcn Eyjóilfsson.
Séra J. A. iSigurðsson gerði þá tillögu, er studd var af
mörgum, að þingið þakki hjartanlega hina höfðinglegu gjöf,
í Sjóð brautryðjenda, frá Mjr. og Mrs. Stefán Eyjólfsson, og
kannist með lotning og þakklæti við það fagra dæmi, sem
þau með þessu gefi komandi kynslóðum. Tillagan var sam-
þykt með því, að allir stóðu á fætur.
Þá var tekið fyrir fimta mál á dagskrá:
Sunnudagsskólamál. y
Fyrir hönd Þingnefndar í því máli lagði séra S. S. Christ-
ophersson fram þessa skýrslu:
Nefndin, sem skipuð var í Sunnudagsskólamálinu, leggur til:
1. Með því að óljós skilningur á þýðing og starfsaðferð við
sunnudagsskólana virðist eiga sér stað meðal margra innan kirkju-
félagsins, mælir nefndin, með því fastlega, að fenginn sé maður,
einn eða fleiri, til þess að rita iðulega um sunnudagsskólamálið í
heild sinni, og ritgjörðirnar1 birtist bæði i Sameiningunni og Lög-
bergi.
2. Að birt sé í Sameiningunni skýrsla yfir þau kenslutæki, is-
lenzk eða ensk, sem eru fáanleg og heppileg til brúks. í sunnudags-
skólum vorum.
3. Nefndin Jeyfir sér að vekja athygli á nauösyn þess, að eldra
fólkið taki allan mögulegan þátt í sunnudagsskólastarfinu, með nær-
veru sinni í sunnudagsskólanum og með því að taka að sér kenslu-
störf eftir þörfum.
4. Að menn séu hvattir til þess að gerast áskrifendur að "Ljós-
beranum”. Telur nefndin heppilegt, að einn rnaður í hverjum
söfnuði sé útnefndur til þess að taka á móti pöntun fyrir blaðiö og
koma áleiðis, svo að afsláttur fáist á blaðinu, eins og talað er um.
5. AS. ef framkvæmdarnefndin sér sér fært, að henni sé fal-
ið að sjá, um útgáfu á “Ljósgeislum”. Telur nefndin II. árgang
heppilegri til útgáfu, ef um að eins anna'n árganginn er að ræða.
6. —Að forseti kirkjufélagsins tilnefni vissan sunnudag ár hvert,
er sé heigaður éérstaklega sunnu^dagsskólamálinu, með það fyrir
augum, að ahnenn vakning eigi sér stað ^il stuðnings og eflingar
því máli.
Á kirkjuþingi að Gimli, Man., 21. júní 1926.
S. S. Christophcrson.
Sig. Ólafsson.
Mrs. Sigríður O. Paulson.
Magnús Jónasson.
Jón Hallsson.
Kristbjórg Sigurðsson.
Mrs. V. J. Eylands.
John Gíslason.
Samþykt var að taka skýrsluna fyrir lið fyrir lið.
Eftir nokkrar umræður gerði Dr. Björn B. Jónsson þá breyt-
ingartilögu, að í staðinn fyrir fyrsta lið komi: “Þingið felur
séra Valdimar J. Eylands, að halda sunnudagsskólamálinu
vakandi fyrir fólki voru á árinu.” Tillagan var studd af
mörgum og síðan samþykt. Efninu í öðrum lið var einnig
vísað til séra Valdimars. 3. liður var samþyktur. 4. lið var
vísað til framkvæmdarnefndar. 5. lið sömuleiðis. 6. liður var
samþyktur. Nefnadarálitið, með áorðinni breyting, síðan
samþykt. . \
Þá var tekið fyrir tíunda mál á dagskrá:
Bindindismál.
Séra Jóhann Bjarnason las upp bréf til þingsins frá ís-
lenzkum Good Templurum í Manitoba, er svo hljóðar:
Tú Hins cv. lút. kirkjufclags fslendinga í Vésturheimi.
Það hlýtur að vera, öllum ljóst, hvað áfengisnautnin fer vax-
andi nú í seinni tíð, siðan vínbannið var afnumið og stjórnarsala á
áfengum drykkjum lögleyfð í Manitoba, og fleirum fylkjum Can-
ada; því auk hinnar lögleyfðu vínsöíu fer vaxandi það, sem búið er
til af áfengisulli, og það sem sjáanlega gerir auðveldast að selja
þetta, er það,' að stjórnarsalan er lögleyfð, og þessum heimatilbúnu
drykkjum svo smyglaö út í leyfisleysi í skjóli hinnnar lögleyfðu vín-
sölu. Af þessu er svo rhikið nú í seinni tíð, að heimilishelgi og
friður er í hættu, og unga kynslóöin, á sumum stöðum, að sýkjast
af áfengislöngun. Vér álitum þetta svo alvarlegt, að allri velsæm-
istilfinningu hljóti að vera ljóst, aS hér þarf að hefjast handa fljótt
og vel, til að stemma stigu fyrir þessu þjóðarböii, áður en síðari *vill-
an verði verri en sú fyrri; og að engir góðir kraftar rnegi draga sig
í hlé, án þess áð gjöra sitt ítrasta til að ráða bót á þessari hættu,
sem nú vofir yfir. Sagan og lífsreynslan hafa sýnt og sannað, að
áfengisn^utnin hefir ýrnist skemt eða eyðilagt marga ágæta krafta
og hæfileika mannfélagsins, og þó hafa aldrei komiS fram á sjónar-
sviöiö öll óhöppin og slysin, sem af áfenginu hafa leitt.
Af þessum ástæSum, og með hliðsjón af skyldleika þeim, sem
oss viröist að sé á starfsemi kristinnar kirkju og Good Templara
reglunnar, þá hafa isleijzku1 Good Templara stúkurnar í Manitoba
samþykt í einu hljóði, að fara þess virSingarfylst á leit viS bæði
hin íslenzku kirkjufélög hér vestan hafs: i
1. AS þau taki upp í sunmidagsskólum sínum kenslu um áhrif
þau, er áfengisnautn hefir á sálarlíf og heilbrigði þeirra, er áfengis
neyta; og byrji slíkavkenslu í þeim deildum sunnudagsskólanna, þar
sem börn eru orðin 10 ára gömul, og halda þeirri kenslu svo áfram
upp í efsta bekk.
2. , Að kirkjufélögin feli prestum sinum að prédika 5 söfnuðum
smum, ekki sajldnar en fjórum1 sinnum á' ári, um nauðsyn og nyt-
semi þess, sem þaö hefir í för með sér, bæði fyrir unga og gamla, að
halda sér frá allri áfengisnautn; og að beita kröftum sínum og ein-
lægni, eins vel og framast er unt, í þá átt, að alemnningsálitið sann-
færist um það tjón, sem af áf^pgisnautninni leiðir og hefir æfinlega
leitt, hvort sem litið er á það mál frá siöferðislegu eða heilsufræöis-
legu sjónarmiði.
Af því oss er kunnugt um, að í félagi yðar eru margir þeir
meðlimir, sem eru sama sinnis og vér í þessu efni; og sem vér því
berurn fult traust til að taka mál þetta til flutnings á næsta kirkju-
þingi yöar, sjáum vér ekki ástæöu til aS fara fleiri oröum um þetta
efni, og berum fult traust til þess, aö þetta mál fái góðar viStökur
og röggsamlega afgreiöslu í félagi yðar.
Virðingarfylst,
Stúkan Hekla, Nr. 33, Winnipeg,
Jón E- Marteinsson, Æ.T.
J. Th. Beck, Ritari.
Stúkan Skuld, Nr. 34, Winnipeg,
G. M. Bjarnason, Æ. T.
Gunnl. Jóhannsson, Ritari.
Stúkan Liberty, Nr. 2(10, Winnipeg,
Hjálmtýr Thorsteinsson, Æ. T.
Lloyd Handford, Ritari.
• Stúkan Framþrá, Nr. 164, Lundar,
Ármann Thordarson, Æ. -T.
Eiríkur H. Hallsson. Ritari.
Sfúkan Árborg, Nr. 37, rborg,
v Jóh. B. Jóhannsson, Æ. T.
B. A. Bjarnason, Ritari.
Stúkan ísafold, Nr. 38, Riverton.
S. Friðsteinsson, Æ. T.
Ms. H. Hallsson, Ritari.
Páskasólin hans Fúsa.
Eftir J. Einarsson.
Það var á öndverðri tíð hinnar
enn-þjáandi kolakreppu á Eng-
landi, þegar kvíðinn fyrir kólgu
ókomins tíma var að ná megintök-
um á venjulega hughraustum
þjóðum hins siðaða heims, að
Lögberg gerði 29. apríl A.D.
1926 að hátíðlegum gleðidegi fyr-
ir lesendur sína með því, að flytja
þeim og öðrum hreldum lýð dýr-
legt kvæði eftir og um gamla
skáldlistar-prófessórinn úr lang-
dauða “Skáldafélagi Vestur-í-s-
lendinga,” sem endur fyrir löngu
hafði meginstöð sína í vorri kæru
Winnipeg-borg—af og til ritstjóra
í sjálfs sín ákvæðum m. m. og
mörgu fI., hinn talsvert þekta
herra Sigfús B. Benedictson, öðru
nafni Söndahl, etc. etc.
Naumast þarf meira en gott
gripsvit til að s*já, að hér er um
Ijóðmengað eiginsögu-brot höf.
sjálfs að ræða, því um enga aðra
starfandi veru fjallar sálmurinn,
svo séð verði. Er ljóðið líklegt til
að gleðja margar lesandi sálir,
sem gæfu báru og bera munu til
að yfirvega þenna frömuðs-óð
Fúsa, ekki að eins vegna dynjandi
hrynjandans í snjallyrða-falland-
anum, heldur og — og það engu
síður — vegna þess, að nú höfum
vér, aumar mannskepnur, loksins
öðlast örlítinn vonar-snefil um,
að “skáldið” ætli um síðir,. á efstu
árum frægðar sinnar, að fara að
vinna fyrir annan húsbónda en
þann, sem lakast þoldi kolaskort-
inn.
í ljóðinu, sem nefnt er “Páska-
sólin”, hljómar og ljómar skýring
þess dulræna efnis, að hér sé um
heitstrengingu “skáldsins” að
ræða, sem fyllingu á fyrirheiti um
breytiþróun sjálfs hans. Sigfús
er sjálfur páskasólin. Á enga
sögugerandi “eind” bendir þetta
víð-“útsýna”, realiska mál, aðra
en S. B. B. sjálfan.
Það er bara guð almáttugur,
sem hefir verið eða er líklegur til
að verða svo heppinn, — ef sam-
an gengur með honum og Fúsa,
að ná nú loksins í þjón, sem hon-
um er óhætt að treysta, sem ekki
er einungis nægilega þektur, sem
fslendindingur, á sína vísu, held-
ur einnig fær um að klóra sendi-
bréf í bundnu máli eða alveg sund-
urlausum hugsunum, nær sem
húsbóndinn kann að þurfa þess
með. ,
Raulið þið, stelpur, þessa sið-
ustu stöku af kvæðinu, — hærra,
miklu hærra! já, þetta dugir:
“Guð minn! ó, gefðú mér mál
Gefðu mér eldmóð í sál
Mátt til að kveða burt kííið
Styrk mig í stríðinu því
Styrjöld að hefja á ný
Fyrir þig, frelsið ogjífið.”
Nú fer, vonandi, bráðum að
batna i ári, þótt það sé tíðum treg-
sýnt mannlegri skammsýni, son-
ana fyrir fram, hve ógurlega miklu
einn einasti íslendingur, og það
þótt hann sé skáld, að sjálfs áliti
til, megnar að umbæta í heimi
“orku” og “kendarinnar”.
Fúsi gefur hér í skyn, að hann
hafi unnið fyrir guð almáttugan
einhvern tíma áður; sjá: “Styrj-
•öld að hefja á ný, fyrir þig..
en hann hefir þá gengið úr vist-
inni í forþénustu einhvers annars
“auðvalds”, líklega fyrir oflang-
an vinnutíma, oflágt kaup — bor-
ið saman við framleiðslu af hálfu
verkamannsins (Fúsa) eða þús-
Qnd og eina nótt ónæðis og á-
hyggju um framtíðar hag sinnar
þjóðar og annara.
Ef þið vitið það, strákar, að
störf Fúsa á liðnum tíma hafi
verið guði til þægðar, eða mann-
félaginu á nokkurn hátt til upp-
byggingar, þá ættuð þið að aug-
lýsa það strax í íslepzku blöðun-
um, heyrið þið það!
Bráðlega mun nú Fúsi sýna það
í verki, að hann kunni að hag-
tæra þeim undur handhægu á-
höldum, sem kvæðið getur um, sem
nefnd eru “Eldheitt og ólgandi
bál”, sem “feykja upp fúnuðum
rótum”, og þá mun það koma á
daginn, að
‘Alt, sem er gamalt og grátt,
Verður að velta af fótum.”
Eitthvað gengur nú á!
Samkvæmt kvæðinu er það, að
“Enn á himininn son”, þar sem
höf. er> og ekki all-úvaskligan
snáða, heldur!
Því miður greinir kvæðið að
eins frá Fúsa hlið á vistarráðinu.
Svarinu að ofan hefir (því er nú
ver) ekki verið vjðvarpað út í al-
menning, enn sem komið er.
Kvæðið gefur þó fyllilega í skyn,
að ærið stíft sé sótt um landann
að ofan þar, — og “gott er alt,
sem líður” (segir annað skáld á
sömu síðu Lögbergs) — unz fagn-
aðarúrsltin verða heyrum tjáð.
Spámennirnir eru hér í fullu
samræmi hvor við annan, svo Fúsi
þarf engu að trúa, fremur en áð-
ur. En grambi óhægt verður ei-
lífðar-snattið skáldinu, sem nú er
orðinn grár í fleiru en hugsjóna-
fegurðinni, ef hann verður að
vinna alt og hlaupa a eftir og
undan öllum útvöldum á knjánum,
vesalingur.
Um langa æfi hefir það margan
góðan mann v hrygt, hve nafnið
Sigfús hefir “fyrir einn mann”—
eins og annað atvik á tíð synda-
fallsins — virzt að vera fyrirlit-
íð og fótumtroðið. í frá dögum
Leirulækjar-Fúsa og fram á þann
dag í dag hafa sumir með því
nafni beitt ýmsum viturlegum ráð-
um, er komið gætu í veg fyrir að
þeim yrði, nafnsins vegna, eignað
eitthvað af því málæðis Assa fæt-
ida, sem verið hefir aðal og einka-
framleiðsla þess Sigfúsar, sem
hér er söguhetjan. Enn, þann dag
í dag, kenna ýmsir nýtari Sigfús->
ar sig því t. a. m. við landshluta
íslenzka, heimili og annað, er að
haldi mætti koma tij þess, að þjóð
þeirra, hjartfólginni, veitist auð-
veldara að aðgreina þá frá öðru
verra.
Vonandi fer nú Fúsi að temja
sér uppbyggilegri og fagurfróð-
legri ræður og ályktanir, en skoð-
anir hans á liðinni tíð gáfu hon-
um sjáanlega hvöt til. Nú, loks-
ins, bólar á þeirri ömurhyggju
skáldsins, að jafnvel hærugrátt
hofuð hans sjálfs, sophistans,
muni ef til vill mega beygja sig
fyrir valdi æðra afls. Hefir ffeir-
lun en Fúsa þannig ráðist lífsgát-
an, þeim, er ætlað höfu sér að
stjórna miklu af umheiminum
sjálfir með keskni og sjálfbyrgings
yfirborðs þekkingu sinni. Mögu-
legt, að sum stærri skáldin en
Fúsi er, hefðu gott af að geta
skilið, heldur seint en aldrei, til
hvers litbreyting hæranna bendir,
og að jafnvel gorgeir og ímyndað-
ir þekkingar yfirburðir njóta að
eins takmarkaðrar tilveru.
Því miður verða jafnvel vit-
þrungin ljóð sem “Páskasólin” og
aðrar rímpjönkur Fúsa, ásamt
“Impromptu” J. R., enn sem kom-
ið er, að sætta sig við sæti á fram-
síðu blaðrúmsins. En vonandi
finna hugvitsmenn bráðlega ráð
til að vinna þeim sæti á einhvers-
konar enn óþektum skáldakubbi
þar fyrir framan; þau þaddn-
ana, verðskulda það!
Enn einu sinni mega menn nú
líklega til með að auka atviki við
verzlunaróhöpp einhvers Great
West leðurtýgja félags og kaupa
ferðatösku, handa Fúsa, svo
hann geti komist, þess vegna, upp
á sinn fyrirhugaða “kvæða stall,
að krunka fast 4 eyra á hinum”—
eins og Hannes stutti kvað — væri
þá vel, ef ílátið væri nógu rúm-
gott og trútt, svo í það gæti kom-
ist alt það rugl og hugmyrída-
hrasl í bundnu og óbfcndn máli,
sem úr Fúsa hefir bullað á liðinni
tíð. Skyldi það örygglega undir
lás sett og lyklínum týnt og helzt
öllu varpað í regindjúp algerrar
gleymsku.
But, what, if the Cat came
back?
bæði sælar og sárar endurminn-
ingar.
Það er gleðiefni, að sitja til
borðs með gömlum og góðum vin-
um, við veitingar, ræður, söng og
glatt samtal, og upplestur á hýr-
um hlýhugsuðum kvæðum, sem
snerta strengi tilfinninga og halda
athyglinu kyrru. — En að kveðja
gðkunningja og skyídmenni hefir
stundum sársauka í för með sér,
sérstalega ef kvatt er í síðasta
sinni.
Það er ekki ólíkt og þegar gam-
Hann Þyngdist um 13 Pund.
Er Mjög Þakklátur.
L. R. Taylor í Willow Bend, W.
Vo„ skrifar oss: “Eg þakka yður
fyrir það gagn, sem eg hefi haft
af meðali yðar. Eg hefi ekki að-
eins fengið aftur heilsu mína,
heldur hefi eg einnig þyngst um
13 pund. Eg er nú að brúka úr
fjórðu flöskunni af Núga-Tone.
Eg á Nuga-Tone líf mitt að launa
og er því mjög þakklátur.”
Lesendur vorir munu komast
að raun uni, að Nuga-Tone er
skaðlaust, þægilegt og áhrifamik-
ið meðal. sem evkur kraftana og
blóðið
og flutt a nýjar stoðvar. Hin nærandi svefn, styrkir lifrina og
fullþroskuðu blöð sjást stundum kemur meltingarfærunum í gott
blikna og máske drúpa, en samt|lag. Peningunum er ávalt skilað
fær tréð sinn rétta lífslit aftur í aftur. ef kaupandi er ekki anægð-
nyjum akri við nyja umhyggju. .g ábyrgðina, sem er á hverium
Þetta samsæti var gert að un- ; pakka £by-<rð og meðmæli og
aðslegri kveldstund, og að skiln-jfæst hjá öllum lyfsölum. Eða
aði afhentu þessar kónur mér sendið $1.00 og fáið meðalið beint
fimtíu og fjóra dali að gjöf, sem
eg vil votta þeim mitt innilegasta Wabash Ave“ Chlcag0’ I]L ______
við- --------------------------
Samsæti
Mitt innilegasta hjartans þakk-
læti eiga þessi fáu orð að flytja
til samfélags og kunningja kona
minna í Selkirk-bæ, sem í kring
um fimtíu að tölu stofnuðu til
kveðjusamsætis fyrir mig í húsi
tengdaforeldra minna, Ólafs og
Margrétar Nordal, að kveldi hins
26. júní síðastl., í því skyni að
gleðja mig með nærveru sinni og
mörgum fögrum og hlýjum árnað-
aróskum mér til fylgdar á minni
erfiðu ferð til Bandaríkjanna, þar
sem dóttir mín dvelur — og ferð
minni er heitið til.
Sérstaklega þakka eg forstöðu-
i konunum, Mrs. O. Neel og Mrs.
Karvelsson, fyrir alla þeirra
miklu fyrirhöfn og frammistöðu.
Kveldstund þessi verður mér
i minnisstæð, því að hún geymir
þakklæti fyrir, ásamt góðri
kynningu í öll þau ár, sem eg hefi
dvalið á meðal þeirra, og oft liðið
með þeim blítt og strítt.
Það er eftir tuttugu og niu ára
samvist með heiðurshjónunum,;
tengdaforeldrum mínum, sem mig
skorta orð að lýsa tilfinningum
mínum um kærar endurminning-
ar og einnig saknaðarkveðju, en
vil biðja hið alsjáandi máttarauga
að vaka yfir velferð þeirra beggja
stundirnar, sem þau eiga eftir að
dvelja í þessum dimma heimi. Guð
blessi þau og alla þá, sem hafa
hlýjan hug til mín og minna.
Margrét G. Nordal.
• • •
AVARP.
Við eigum að fara að kveðja
Mrs. G. Nordal.
Þessi orð voru okkur sögð ný-
lega. Það er nú reyndar mjög al-
gengt að kveðja kunningjana. En
svo er það mjög mismunandi
kveðja, hvort kynningin hefir ver-
ið löng eða víðtæk. En í þetta
skifti er það hvorttveggja. Það
er því hlutskifti okkar, sem erum
i hér saman komnar í kveld, að
kveðja okkar valinkunnu Mrs.
Nordal, sem um undanfarin ár
hefir umgengist okkur og starfað
með okkur í þessum bæ, og starf
hennar hefir bæði verið víðtækt og
kærleiksríkt. Þess vegna munu
i þeir mörgu, sem hún hefir hjúkr-
j að í ýmiskonar veikindum og
j hjálpað til að ná heilsu sinni, j
j meðan kraftar hennar leyfðuý
| verða til að minnast hennar með|
i innilegri þakklætis tilfinningu, og
;óska henni góðs gengis.
Svo kveðjum við þig allar, sem
j hér erum staddar, með innilegum
I hlýhug, og þökkuln þér fyrir verk-
in þín, fyrir dugnað þinn og fyr-
í ir þinn eldheita áhuga að árang-
j ur yrði ávalt af starfi þinu til
j góðs og farsældar fyrir framtíð-
ina. Vér óskum þess hjartanlega,
j að þér megi líða vel það sem eftir
| er æfidagsins, hvar sem þú dvelur,!
I og verði þér bústaðaskiftin til!
lukku og blessunar. Vinkonur. ;
Blessuð náðin þig blessi,
baugahlín, svo a«ð dvíni
sorgir, er sinni inni
særa og ama hæra.
Líknsemd þér ljái bezta
ljósgeymir efri heima,
svo að við leiðar lending
lendir þú í hans hendi.
Gróa frá Krossholtí.
* * *
Kveðja frá öllum.
Dimt er loftið, drungi hvílir,
drjúpa tár frá skýja borg.
Alvalds máttur öllu skýlir„
aftur sólin vermir torg.
Faðir ljóss, með friðinn sinn,
þér fylgi’ í nýja bústaðinn.
Vertu sæl, frá vina minni
veifar hugar fáni þér.
Kærleiks þökk frá klökku sinni
konum þessum vanda ber.
Þú oft hefir þjáning sefað,
þú hefir aldrei guðs kraft efað.
Verkalaun þín—leiðarvísir—
leggur upp i ferð með þér.
Sá, er dýrar dygðir hýslr,
dregur guðlegt afl að sér,
ef góðum huga gerir skil,
því guð á ekkert fegra til.
Yndo.
* # *
Kveðju minni.
Að þakka af hjarta er þægast,
þá hjálp er meðtekin.
Að kveðja er ’oftlega erfitt,
þá endurrís minning—
svo kær, að vér klöknum í anda,
þá kynningin endar;
en mælt er af vinsemd og virðing:
Nú vertu sæl Margrét.
Vér heyrum svo hugljúfa óma
frá hugsana strengjum,
þeir birtast í ljóðstefi litlu
og laglausum þáttum.
Við hnýtum þeim saman í hnoða,
sem hér og hvar renni
um ófarna æfibraut þína
til áfangastaðar.
Sólveig Hannesson.
UIT7/
\un7:
Leyndardómur óum-
breytanlegra gœða
frá hráefninu og þar til hluturinn er
fullgerður er ófrávíkjanlegt samræmi í öll-
W. u rht gæðum, einkenni Ford-bílsins.
Þessi óumbreytanlegu gœði eru þess valdandi
að meir en tólf miljónir, sem nú eiga Ford-bíla,
eru allir jafn ánœgðir með þá.
Helmingur þeirra bíla, sem nú eru notaðir, eru
Ford-bílar, og er hver einasti þeirra gerður sam-
kvæmt því hámarki vörugœða og iðnaðar, sem
Ford hefir sett sér og fylgt yfir tuttugu og eitt ár.
Fólksflutningsbílar - Flutningsbílar - Dráttarvélar,
FRAMLEIÐSL A SEM HEFIR SÖGULEGT GILDI