Lögberg - 19.08.1926, Blaðsíða 1

Lögberg - 19.08.1926, Blaðsíða 1
!i Ö ij lUI" Q. 39. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., JFIMTUDAGINN 19. AGÚST 1926 I NÚMER 33 I Canada. Hon. Charles Dunning, fyrver- andi stjórnarformaður í Saskat- chewan og járnbrauta ráðherra í King-stjórninni, er nú að ferðast um Ontario-fylki og flytja þar stjórnmálaræður. Eins og kunn- ugt er, þá er Ontario fylki sterk- asta vígi íhaldsflokksins hér i landi. Þar eru hátollamenn flest- ir, sem allir hyggja gott til glóð- arinnar, ef Meighen og hans fé- iagar hafa völdin. En þrátt fyrir það, verður ekki annað séð, en Mr. Dunning sé afar vel tekið þar eystra og fólk þyrpist saman til að hlusta á hann. Hann er ófeim- inn að segja Mr. Meighen og flokksmönnum hans til syndanna. Segir, að honum nægi ekki aftur- hald, heldur stefni hann beint út í afturför. Það er talið hér um bil víst, að frjálslyndi flokkurinn vinni allmörg sæti í Ontario við kosningarnar 14. sept. * * • Hópur manna frá Kansas hefir nýlega verið á ferð um Saskatche- wan til að skoða sig um og með þeim tilgangi, að kaupa þar land til ábúðar, ef þeim litist vel á sig. Þeir eru nú farnir heimleiðis, en áður en þeir fóru, keypti hver mað- ur, sem í förinni var, 320 ekrur af landi í Snipe Lake héraðinu í Saskatchewan. Láta þessir menn hið bezta yfir því, hvernig þeim hafi litist á sig í Canada. « • V Byggingaleyfin, sem tekin hafa veriö út í Winnipeg á þessu ári nema nú $9,200.000 og það er altaf verið aS byrjr- á nýium byggingum. Síðan fyrir stríðiS hefir aldr- eí verið bygt eins mikið í Winnipeg, eða neitt svipað því. Fyrir handiðnamenn, sem að bygg- ingnm vinna, hefir kaupgjald aldrei verið eins hátt eins og það er nú. * * * Mackenzie King, leiðtogi frjáls- lynda flokksins, hefir nú lokið ferð- um sínum um Vestur-Canada í jietta sinn. í gær fmiðvikudagj talx aði hann í Portage la Prairie, kjör- dlæmi Meighens, kl. 4 og í Brandon aS kveldinu. Ferðast hann nú um Austur-Canada alt austur að hafi. * * * Yfir fjörutíu stúdentar frá Ox- ford háskólanum og Wye skólanum í Kent á Englandi komu til Mont- real á föstudaginn i síðustu viku. Eru þeir nú nýkomnir hingað til Vestur-Canada og ætla að, vinna hér|við uppskeruvinnu í hadst ög hverfa svo heim að því búnu. Þess- ir piltar eru frá hinum beztu heim- ilum á Englandi og kannské lítið vanir eVviðisvinnu, en þeim hefir öllum veriS útveguS pláss á góðum heimilum í Saskatchewan og má vel vera að jjeir reynist vel í kaupa- vinnunni. • • • ÞaS er nýjung, aÖ ibændurnir í Manitoba noti rafmagn t staðinn fyrir gufuafl við þreskinguna á haustin. En það gerði D. S. Brown, bóndi við Carman núna í vikunni. * * * Nú eins og jafnan um þetta leyti árs, streymir mesti sægur af mönn- um hingað til Vestur-Canada til að vinna við uppskeruna. Koma j>eir úr öllum austurfylkjum landsins, alt austan frá hafi. Um helgina voru komnir yfir 6000 manns að austan til Winnipeg, sem allir voru á vest- urleið og það j)ó ekki nema rétt byrjunin á }>essum mikla kaujta- mannastraum. * * * Fyrir hálfri annari viku var mik- ið ofsaveður í Nova Scotia. Fórust j>á tvö skip þar við strendurnar og hið þriðja er enn ekki komið fram. En talið víst að þar muni hafa far- ist 57 manns. *Bretland. Nú er liðnar meir en fimtán vik- ur síðan kolaverkfallið á Englandi hófst. Það er áætlað að það hafi beinlinis og ólbeinlínis kostað eina biljón dollara. Það er alment litið svo á, að það hafi alt að engu orðið og verkmennirnir séu nú að því komnir að gefast upp og ganga að j>em kostum, sem námaeigendurnir settu áður en verkfallið var hafið. Hafa f>eir frá byrjun verið mjög vel samtaka og hafa sterkan fólags- skap sín á meðal. Hinsvegar þykja verkamennirnir ekki hafa haft góða leiðsögn. Sá sem mest hefir látið til sin taka af þeirra hálfu er A. J. Cook, skrifari hinna sameinuðu ,námamannaféilaga. Hann þykir ekki eins forsjáll eins og hann er ákafur. I-fann naut fyrst mikils trausts hjá námamönnum og eggj- aði hann j>á mjög á að halda fast við kröfur sínar, sem voru þær að ganga alls ekki að því, að vinnudag- urinn væri Iengdur eða kaupið lækk að. Nú þykjast menn sjá j>ess glögg rnerki að áhrif hans séu að þverra og einnig að hann sé sjálfur að láta undan siga. ..Það er talið 'hér um bil vist, að kola verkfallinu verði nú hætt áður en langt liður, en þannig, að fyrir allra hluta sakir, hefði það betur aldrei hafið verið. * * * Sú fregn flaup út um allan heim nýlega að lik Lord Kitchener væri fundið einhversstaðar á vestur- strönd Noregs. Hafði það átt að reka þar á land fyrir löngu síðan og verið jarðað án þess nokkur vissi hver þar væri rekinn. Það var ensík- ur blaðamaður, sem þóttist hafa komist að þessu. Nú er þetta alt borið til baka og meir að segja hef- ir stjórnin á Englandi lýst yfir því ,að fréttin sé tilhæfulaus. Á laugardaginn i síðustu viku alndaðist í London á Englandi Hugh Sutherland, einn með elstu borg- urum Winnipeg-börgar, 83 ára að aldri. Hann var atkvæðamaður á sinni tið : bygði jáfnbrautir og fékst mikið við skógarhögg og viðarsölu. Þingmaður var hann fyrir Selkirk kjördæmi á Sambandsjúnginu 1882. En mest var hann vafalaust J>ektur fyrir afskifti sin af ITudson flóa- 'brautar málinu, sem hann barðist mjög fvrir, fvrir fjörutíu árum eða meira. Hlaut hann af því viðurnefni og var kallaður “Hudson Bay Sutherlánd.” Hafði hann jafnan áhuga á því máli og hafa hugsjón- ir hans unnið mikið fylgi á seinni áruin, sem kunnugt er, þó enn sé ekki búið að byggja brautina. Bandaríkin. Stjórnin á Spáni hefir kallað heim hendiherra sinn í Was'hington, Don Juan Riao.. Eftirmaður hans verður Don Alejandro Padilla, sem nú er sendiherra í Portúgal. * * * Coolidge forseti hefir varað Bandaríkjamenn, sem ferðast um Evrópu við því að haga sér }>ar öðruvísi en vera ber og þar þykir við eiga. Hann heldur ekki að Norðurálfu-þj'óðirnar hafi neitt á móti Bándaríkjamönnum yfirleitt, en óánægja sú, sem þar hefir stund- ttnt borið töluvert á gegn þeim, stafi mest af því, að þeim hafi fallið miður vel framkoma sumra vestan manna, sem þar hafa verið á ferð- inni. • * * Robert Todel Lincoln, sonur Abra- hams Lijicoln forseta dó hinn 26. júlí að heimili sínu í Hildene, Ver- mont, áttatíu og tveggja ára að aldri * * • Lincoln C. Andrews, aðal eftir- Iitsmaður vínbannslaganna í Banda- ríkjunum, hefir verið á Englandi fyrir skemstu í þeim erindum að fá bresku stjórnina til að vera Bandá- ríkja-stjórninni samtaka í j>ví að koma í veg fyrir að vín sé flutt inn í landið frá Bretlandi. Er sagt að honum hafi verið J>ar vel tekið og stjórnin á Bretlandi sé fús til sam- vinnu í jæssu efni. • • • Gertrude Ederle heitir ung stúlka frá New York, sem'á laugardaginn var synti yfir sundið milli Frakk- lánds og Englands. Hún fór frá Gris-Nez á Frakklandi kl. 7.09 um morguninn og lenti í Kingsdown á Englandi kl. 9.40 að kveldinu. Hafði hún }>á verið í sjónum 14 klukkustundir og, 31 mínútu. Miss Ederle er fyrsta konan, sem synt hefir yfir sundið, en nokkrir menn hafa gert það áður og sá sem fljót- astur hefir reynst var 16 klukku- stundir og 23 mínútur. Bátur fvlgdi Miss Ederle alla 1eið og flutti hana aftur yfir til Frakklands, en það var rétt með herkjum, að hún fékst til að láta flytja sig út i bátinn, jxir sem hann beið eftir henni nokkttð langt frá landi. Hún var alveg til jæss búin að synda út í bátinn, en af því varð þó ekki. Sýnfr þetta að hún var ekki að þrotum komin. Fimm menn hafa synt yfir sund- ið. Var það fyrst gert 1875 og síð- ast 1923. Nú er sagt að margir séu að hugsa um að reyna jietta, bæði karlar og konur. Miss Ederle hefir áður reynt að synda yfir sundið, en vað þá að gefast upp, eins og marg- ir aðrir, sem jætta sund hafa þreytt. Þessi stúlka hefir æft sund siðan hún var barn að aldri, og er nú löngu orðin aljækt fyrir iþrótt sína. * * * Hinn frægi flugmaður, E. H. Barksdale, fórst af slysi hinn 11. ágúst. Var hann í flugvél sinni, meir en þúsund fet uppi í loftinu jægar eitthvað bilaði í vélinni, svo hann .gat ekki haft stjórn á henni og féll hann til jarðar og dó samstund- is. Vildi }>etta slys tíl nærri Dayton, Ohio. E. H. Barksdale hlaut frægð mikla i Ervópu-striðinu og er sagt að 'hann hafi skotið niður margar flugvélar og oft ekki munað nema hársbreidd að hann sjálfur misti lífið. * * * í Hollywood, Cal. þar sem kvik- myndirnar eru flestar gerðar, varð eldsvoði mikill á sunudaginn. Brunnu þar margar byggingar, sem iðngrein þessari tilheyrðu og mikið efni, sem' til myndanna er notað. Ennig nokkur ibúðarhús. Er skað- inn metinn $500,000. Þaið leikur grunur á að kveikt hafi verið í þess- um byggingum og er haldið að það hafi gert kona nokkur til að hefna fyrir það, að dóttir hennar hafi ekki fengið þar vinnu, sem hún vildi fá. Hvaðanœfa. Eins og kunugt er„ hefir stjómin í Mexico hafið stríð mikið gegn ka- jxdsku kirkjunni þar í landi og tek- ið af henni ýms réttindi, scm hún hefir þar notað um langan aldur. Berast nú svo að segjía daglega fréttir þaðan að sunnan um allskon- ar skærur milli stjórnarliðsins ann- ars vegar en kaj>ólskra manna hins vegar. Verða þar oft meiðingar miklar á báðar hliðar og stundum manndráp. Eru káþólskir menn ótæpt hneptir í fangelsi og hart leiknir eftir því sem fréttir þaðan segja. * • • Hinn 11. þ. m. mintust Þjóðverj- ar }>ess að sjö ár eru liðin síðan keisarastjórnin leið undir lok og lýðstjórnin komst á. Lenti j>á í skær um milli lýðstjórnarmanr^a og kommúnista í Berlín og urðú marg- ir fyrir töluverðum meiðingum í ]>eirri viðureign og varð að kalla út alt lögreglulið borgarinnar til að skakka leikinn. Ekki er þess getið að manntjón hafi orðið. * * * Báðar deildir júngsins á Frakk- landi hafa nú tekið sér hvíld J>ang- að til um miðjan október, án j>ess að samþykkja skuldagreiðslusamn- inga við Bretland eða Bandaríkin. Nefnd hefir verið kosin til að at- huga skuldagreiðslu mál Frakka við önnur ríki og koma fram með til- lögur þvi máli viðvíkjandi. Er Franklin Bouillon formaður henn- ar. Poincare stjórnarformaður segir að skuldagreiðsla sé helsta málið, sem liggi fyrir Júngfinu, þegar það kemur saman næst. Vildi lifa eins og hvítur maður. —Eftir Long Lance— Það var trúboði í suðurhluta Al- berta fylkis, sem kendi mér staf- rofið; en veitingamaður, og hann heldur gamaldags, i Wyoming, sem fyrstur mannti kom j>eirri hugmynd inn hjá mér, að eg gæti orðið ment- aður maður og eitthvað gæti úr mér orðið. Þessi maður var Hollendingur og^.að skara fram étr i iþróttum. með því færð þú góðan undirbún- ing undir skólagönguna.” Eg var þá sextán ára gamall og gat vel smalað nautgripum. Eg gat tamið hesta hversu viltir og ój>ekkir sem þeir voru. En eg gat naumast skrifað nafniö mitt, eða stafað nokk urt orð rétt. Mér hafði verið sagt upp vist- inni hjá hjarðbóndanum, sem eg hafði verið-að vinna fyrir, af þvi eg hafði reiðst um of og barið hest- inn með hnefanum og mér fanst eg aldtei mundi aftur fara til hvítra manna. Mér fanst þeir hefðu gert mér rangt til vegna J>ess, að eg var Indiáni. Þá um daginn keypti eg ó- tamið trvppi fvrir sjö dollara, lagði á það hnakkinn minn og reið á stað áleiðis til Indíánana og tamdi tryppið á leið’ mi. Skömnni si ar var eg valinn með nokkrum öðrum Indíánum til að ferðast með Cody sveitarforingja, sem alment var nefndur “Buffalo Bill”. Við vorum á sífeldu ferða- lagi i heilt ár og fórum víða. Ekkert vissi1 eg hvar við fórum, því mér sýndust allar borgir eins í þá daga. En nú kannast eg við mig í ýmsum borgum, þar sem eg kem og veit að eg hefi komið j>ar áður. Eg hafði áður stutt, klipt hár, en nú var það orðið svo vaxið að eg gat fléttað það. “Svona vil eg verða.” Skömmu eftir að við lögðum af stað í þetta ferðalag kom nokkuð fyrir, sem hafði mikil áhrif á alt líf mitt. Einn daginn var Indiánafor- ingjanum, sem með okkur var, og fleirum af hinum eldri mönnum, iboðið að koma á mjög ríkmannlegt og fallegt heimili, J>ar sem heirnil- isfólkið var vel mentað og prúð- mannlegt í allri framgöngu. Nokkr- ir af okkar drengjum voru látnir fylgjast með. Þetta var í fyrsta sinn, sem eg hafði nokkuð kynst verulega vel mentuðu fólki og séð hvemig það lifði á heimihim sínum og mér leist vel á það. Það var öðru vísi heldur en amað fólk sem eg hafði séð. Eitthvað tignarlegt við framkomu J>ess, sem Tndíánum J>vkir mikið til koma og 1>að talaði ekki eins mikið og hitt fólkið. Indí- áninn vantreystir öllum, sem eru mjög málugir. Þetta fólk hafði svo mikil áhrif á mig, að eg afréð þeg- ar i stað, að svona skvldi eg verða. Nú mundi eg éftir ráðum veit- ingamannsins og eg færði mér í nvt það litla sem eg hafði lært í lestri á kristniboðsstöðinni og fór nú að lesa af mesta kappi alt sem eg gat komist yfir. Eg keypti orðatók, sem varð mér til mikillar hjálpar að skilja enskuna. Eg hljóp aldrei yfir nokkurt orð, án j>ess að skilja fvlli- lega þýðingu þess. Haustið 1909 var eg orðinn býsna vel undir það búinn, að ganga á Carlisle Indíána skólann. Eg hafði einlægan vilja á að læra, en skilningur minn og lærdómsgáf- ur voru ótamdar jægar eg kom á skólann. Gáfurnar ekki öllu gljúp- ari en ósoðið visundakjötið. Eg gat ekki fylgst með sambekkingum mín- um fyrsta árið. En kennarar mínir fundu að eg vildi læra og sýndu mér mikla þolinmæði og þeir eyddu margri stundinni til að segja mér til sérstaklega og við enda skólaársins var eg látinn færast með félögum mínirm, J>ó eg væri ver að mér. Eg var næstum ómögulegur stúdent. en eg hafði þó þann kost, að eg reyndi alt sem eg gat og var mjög vand- virkur, og J>egar eg loksins lærði eitthvað, þá glevmdi eg því aldrei. Eg hljóp yfir yngri deildina o^j út- skrifaðist 1912 með heiðri. Eg hafði æft íþróttir og var J>að mér mikil hjálp til að J>ola kvrsetuna og þá miklu andlegu áreynslu sem eg varð á mig að leggja. Mín góða heilsa og líkamsatgervi gerði mér það fnögu- legt að halda áfram námi. Eitt ár stundaði eg nám við Dickinson Col- lege. Fékk eg þá námstyrk frá St, Tohn’s Militarv Academy í Manlius, New York og útskrifaðist þaðan, 1915 og hlaut silfur medalíu fyrir hafði átt heima í Pennsylvania og var hann þvi kunnugur Carlisle Indíána skólanum. Einu sinni var eg staddur í veitingastofunni hjá honum, með mörgum fleiri kúa- smölum og spurði hann mig þá því eg færi ekki til Carlisle til að afla mér mentunar. Skýrði hann fyrir mér að þetta væri friskóli fvrir Tndiána. Eg sagði honum að eg gæti ekki einu sinni talað ensku sæmilega. ‘Þú gétur,” sagði hann, “vel lært ensku. Lestu alt, sem þú nærð í og alt af þegar J>ú kemst höndunum undir og Eg hélt að eg hefði náð vakli vfir minum æstu skapsmunum. En það reyndist Jx> ekki svo, því í St. Tohn’s sló og einu sinni fólaga minn sem eg reiddist við. Þetta kom fyrir nokkurs konar herrétt og eg varð fvri mikilli vanvirðu. Eg var }>á um það bil að fá stöðu, sem Wilson for- seti ætlaði að veita mér. En eg tók aldrei það próf, sem til þess þurfti. Hélt að maður, sem ekki kunni bet- ur en eg að stjórna geði sínu og gæti þessvegna orðið sjálfum sér og félögum sínum til skammar, ætti helst að ganga í herinn og berjast undir merkjum jæirra, sem berðust fyrir frelsi og réttlæti. Eg fór því aftur til Vesturlandsins. Þrem vik- um síðar var eg á leið til Frakk- lands sem “Sergeant B.C. Long Lance, C. Company, 97. Battalion, Canadian Expeditionary Force.” “Þú ferð aftur til kynflokks þíns.” Þegar eg kom aftur úr stríðinu og var leystur frá herþjónustu í Calgary 1919 klæddi eg mig í vana- legan búning hvítra manna og var það 1 íyrsta sinn í tíu ár og reyndar i fyrsta sinn á æfi minni, sem eg að öllu Jeyti var klæddur eins og hvítur. maður vanalega er. Áður hafði klæðnaður minn jafnan að einhverju leyti txirið það með sér, að eg var af Indíána-kyni, eða þá að eg var hermaður. Það sem nú fvrst og fremst vakti fyrir mér var það hvað eg eiginlega ætti af mér að gera, hvernig eg ætti að hafa ofan af fyrir mér. Eg vissi ekkert hvernig eg átti að J>ví að fara. Eg vissi ofurlítið um listir og vísindi og hvernig maður átti að haga sér í skotgröfum. Tiu árum áður hafði eg hætt að vera kúasmali og jafnvel j>að kunni eg ekki fylli lega, og farið að ganga á skóla. Eg hafði verið á háskóla og eg hafði verið í striðinu. Eg var töluvært mentaður. Hugsaði eins og hvítur maður, en var samt Indíáni. Eg var orðinn þrjú ár á eftir timanum; og þau þijú ár voru mér meira virði, sem var að reyna að vinna mig inn í menningu hvítra manna. heldur en ]>au hefðu verið fyrir háskólapilt, sem kom heim úr stríðinu til vina sinna og í sama umhverfi. eins og hann hafði yfirgefið. Daginn eftir að eg var leystur úr herþjónustu hitti eg Mr. C. W. Mac Inni&, sem eg hafði kynst í hernum. Hafði unnið með honum gftir að eg særðist svo, að eg gat ekki verið i skotgröfunum. Við hittumst á Eighth Avenue í Calgary. Hann1 spurði mig hvað eg ætlaði m't að leggja fyrir mig. Sagði eg honum, að eg ætlaði .að fá mér eitthvao að gera og halda áfram að vera með hvítum mönnum. “Nú skal eg veðja við þig,” sagði Mr. Maclnnis, “að eftir tvö ár verður þú aftur horfinn til kyn- bræðra J>inna. Það getur skeð þú verðir með okkur það lengi, en ekki lengur. Þú heldur sjálfur að þú haldir J>etta út og það getur skeð að þú gerir það i svo sem ár eða svo. Eg þekki þig betur heldur en þú þekkir sjálfan þig. Þú átt eftir að verða fyrir vonbrigðum hjá okkur og J>á þolir þú ekki mátið og ferð til þinna fyrri heimkynna.” Þetta var hérumbi! það ibesta, sem hægt var að segja við mig, eins og ástóð. Eg hafði alt af verið J>annig skapi farinn að mótstaðan hefir verið rík í huga mínum. Að vera á móti mér, hefir því oft orðið mér að meira gagni, en að vera með mér. Nú var Mr. Maclnnis á móti mér og eg hugsaði sem svo að eg skyldi sýna honum hvernig leik- ar færu. Eg var nokkra daga í Calgary, en það var enginn hægðarleikur að fá nokkuð að gera J>ar. Bærinn var fullur af afturkomnum hermönn- um, sem ekkert höfðu að gera. Nefndin. sem skipuð hafði verið til að líta eftir hag hermannanna, bauð mér að sækja fyrir mig um inn- göngu í háskólann, svo eg gæti lokið námi mínu þar. Eg skrifaði um- sóknina en gleymdi Jæssu strax og hætti alveg að hugsa um það. Eg hafði lengi stundað íj>róttir og síð- ustu árin var það sérstaklega hnefa- leikur sem eg hafði lagt fyrir mig. Fanst mér eg gæti unnið fyrir mér með því, svo eg fór vestur á Kyrra- hafsströnd, með þeim ásetningi að stunda þessa íþrótt og gera hana að atvinnu minni. Eg fór til Los Augeles og á leiðinni þangað kynt- ist eg manni, sem líka hafði stundað hnefaleik og tók hann mig þegar undir sinn verndarvæng. Það hlýt- ur að vera einhver hulin ástæða til j>ess, að hafi maður einhverntíma lagt stund á þann leik, þá er mjög erfitt að hætta við hann, eða útrýma hugsuninni um hann úr huga sín- um. Þegar eg kom til Los Angeles átti eg }>ess kost að reyna mig við ann- an hrtefaleikara og átti eg að fá fyr- ir J>að $500. tír J>esstt varð þó ekk- ert, því rétt í þessum svifum fékk eg tilkynningu um að mér væri veitt- ur aðgangur að einum háskólanutn til að læra blaðamensku, og átti eg að koma þangað strax. Frh. á bls. 5. Ferðast nú um fyrir kirkjufélagið. Séra Carl J. Olson Séra Carl J. Olson, sem að undanförnu hefir verið í þjónustu London Life Insurance félagsins, hefir látið af þeim starfa, og hefir ákveðið að ganga aftur inn í prestsstöðu áður langt um líður. f millitíðinni hefir skólaráð Jóns Bjarnasonar skóla verið svo lán- samt, að fá að njóta hans við fjár3öfnun í þarfir skólans, og hefur hann það starf sitt upp úr næsiu helgi í Selkirk, Man., og vonast skólaráðið eftir, að íslendingar þtr í bæ og í öðrum íslendingabygð- um, þar sem hann ferðast um í erindum skólans, taki honum vel og greiði götu hans. Stjórnaráði skólans þykir óþarft að mæla sérstaklega með séra Carli, því allir íslendingar vestan hafs þekkja hann að drengskap, lipufð. einbeittni og glæsim’ensku í hvívetna. __________________________________________________________________ Thorstína Jackson. Þess hefir áður verið getið hér í blaðinu, að Miss Thorstína Jackson hefði farið til íslands í sumar. Kom hún til Reykjavíkurj 12. júlí og hélt þar fyrirlestur næsta dag um Vestur-íslendinga, og var hann síðar endurtekinn, ogi var aðsókn góð í bæði skiftin.! Mun hún hafa ferðast nokkuð um landið og flut^, fyrirlestra. Eftirj íslenzkum blöðum að dæma, hefir, Miss Jackson verið tekið mjög vel í Reykjavík ög mlkið þótt til fyr- irlesturs hennar koma. Birtist hér á öðrum stað í blaðinu það;, sem skáldið Einar Benediktsson hefir um Miss Jackson að segja. Þau blöð, er Lögbergi hafa bor- ist frá Reykjavík, og út hafa kom- ið rétt eftir að fyrirlesturinn var haldinn 13. júlí, segja meðal ann- ars að ágætis rómur hafi verið gerður að máli hennar af miklu f jölmenni. “Það skildist glögt, þegar frá upphafi, að hér var flutt erindi af djúpri og víðtækri þekkingu um lífskjör og sögu hins vestur-ísl. kynbálks, gem varðar vort fá- menna þjóðfélag svo miklu meir, en fjöldinn af oss hér í heima- landinu yfirleitt mun gera sér ljóst,” segir Morgunblaðið. það ósk vinanna, er gæfu, að Iamp- inn skyldi minna ungu hjónin á ljósið hið æðra, er þeir vonuðu að væri í för með þeim og sem þau og allir aðrir yrðu að hafa. Um leið afhenti hann sjóð, nokkuð yf- ir fjörutíu dollara, er fylgdi sem vinargjöf með lampanum. Samsætið fór fram hið bezta. Veitingar rausnarlegar. Söngur ágætur. Ræður fluttu þeir Ingi- mar Ingjaldsson frá Árborg og Gunnl. bóndi Hólm frá Víði. Sömuleiðis Guðmundur pó.stafgr.- maður Magnússon á Framnesi, faðir Mrs. Hólm, er svaraði fyrir hönd ungu hjónanna og þakkaði gjafir og sæmd þá, er þeim var sýnd. Var góður rómur ger að ræðunum. Um tvö hundruð manns mun hafa setið mót þetta. Flest það fólk úr norðurhluta Nýja ís- lands: Framnesbygð, Geysi, Ár- borg og Víði. Foreldrar Mr. Hólm, þau Mr. og Mrs. Sigurður Hólm, búa í vestanverðri Fram- nesbygð. Eru þau, eins og einn- ig aðstandendur Mrs. Hólm yngri, ágætisfólk. Njóta því ungu hjón- in bæði í eigin nafni og sömuleiðis vegna ættingja sinna, mikilla vin- i sælda. Kom það og berlega fram ! í samsæti þessu, er var að öllu frá- 1 bærlega skemtilegt. — Fréttr. Lb. Fagnaðarmót í Framnesbygð. Sunnudaginn þ. 18. júlí s.l. fór fram fagnaðar samsæti, mjög f jöl- ment,; í fundarsalnum í Framnes-| bygð í Nýja fslandi. Tilefnið var, 1 að fagna þeim Mr. og Mrs. Jóni S. I Hólm, er þá fyrir skemstu höfðu gift sig, og óska þeim hamingju á hinni nýbyrjuðu samleið þeirra. Samsætisstjóri var Snæbjörn S. Johnson, greindur bóndi, vænn maður og vinsæll. Setti hann sanu-ætið með ræðu. Benti hann ungu hjónunum á, að nú mætti svo segja, að þau væru að stíga út í alvöru lífsins. Hættan væri mörg á lífsleiðinni. Þyrfti því góða stjórn til að geta stýrt fram hjá boðum og blindskerjum. Kvaðst hann trúa, að ungu hjónin legðui út á brautina með þau góðu far- arefni, er vel mundu reynast. ósk-; aði þeim hamingju og blessunar. Var góður rómur gerður að ræðu1 veizlustjóra, er bæði þótti góð að innhaldi og var einnig mælt fram mbð því yfirlætisleysi og þeirri einlægni, .sem Snæbimi er eigin-1 leg. — Afhenti veizlustjóri þá Mr. og Mrs. Hólm fagran og dýranj borðlampa, er var gjöf frá vinum þeirra þar í bygðinni. Kvað hann Court of Revision. Þeir, sem ekki enn hafa komið nöifnum sínum á kjörskrá hér í Winnipeg, geta átt kost á því með því að mæta í yfirskoðunarrrétti (Court of Revision), sem sett verður hér í borg dagana 24., 25., 26., 27., 28. og 30. ágúst 1926, og situr frá kl. 2 e.h. til kl. 6, og frá kl. 7 e.h. til kl. 9. í Suður-Mið-Winnipeg verður réttur þdssi settur á eftirfylgj- andi stöðum: í St. James, fyrir vestan takmörk Winnipegborgar, í slökkviliðs- byggingunni (Fire Hall) við Berry str., og verða allir, sem á kjör- skrá vilja komast innan þess hér- aðs, að fara þangað. í þeim parti kjördæmisins, sem er fyrir sunnan Portage Ave. og austan vestur takmarka bæjarins, verður Court oí Revision haldið i The Law C^urts á horninu á Ken- nedy og Broaday stræta. Fyrir þá, sem búa í því kjörd. fyrir norðan Portage Ave. og austan vesturtakmarka bæjarins, verður Court of Revision haldið í Wesley College á Portage Ave. Allir verða. að komast á kjör- skrá til þess að geta greitt at- kvæði við kosningarnar 14. sept- ember n. k.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.