Lögberg - 19.08.1926, Blaðsíða 3
LÖGBElfcG FIMTUDAGINN,
19. ÁlGÚtST 1926
Bls. 3.
ÍS2sa5H5HSESE5BSE5E5ZSHSHS25H5ESH5HSÍiSÍ5ÍSS525H5H5HSHS2SHSHSaSHSH5H52SZSa5aSHSHS'5SHSHSaSHSZS25ZSE52SZ5ESi5Z52SHS2SZSH5HSHSBSH52SHSHS2SHSHSíSaS2S2S2Sa5HSHSHSa52S'asab‘[ltrt
Sérstök deild í blaðinu
SOLSKIN
"25a52saSHS£liíS2SHS2S2SH5HSZSHSH5HSHSHSZSHsasasasasa5a5a5a5asasHsasasHSHSHSH5asasasa.^';asa5asasasasH5asasH5a5Hsasa5asasasHsasasHsa5a5asHsasasasasa5asasas?5Hsasasasasa5a5asasl
Pikkú Matti.
(Framh. frá síðast bl.)
Pikkú fanst þetta óþarfa fyrirhöfn. Þá var
settur á hann hermannahatturinn, sem hefði
algerlega gleypt litla kollinn, hefði amma ekki
liálffylt hattinn af heyi. Að lokum var sverðið
fest við síðu Matta, og þá var litli hermaðurinn
ferðbúinn. Aldrei hefir n okkur hetja komið
eins hreykin af hólmi, og Pikkú Matti var nú
er hann í fyrsta sinni á æfinni fór í buxur.
Hann hvarf, sem krækiber í ámu, í stóru víðu
fötunum, og af andliti hans var ekki annað sýni-
legt en stutta nefið, rjóðu kinnarnar og bláu
brosandi augun sem gægðust undan hattinum.
Og þegar hann lagði af stað, altýgjaður og
hreykinn, dróst sverðið glamrandi að stéttinni,
og prjónamir hennar ömmu smátýndu tölunni,
svo að ermar og frakkalöf fengu að ráða sér;
hatturinn hallaðist ýmist til hægri eða vinstri,
og svo virtist sem hin unga hetja myndi þá og
þegar hníga undir ofurþunga hetjumóðsins.
Langt var síðan gömlu hjónin höfðu hlegið svo
hjartanlega. Afi gamli, sem heyrði betur en
hann sá, hringsneri drengnum tvisvar eða þrisv-
ar áður en hann lagði af stað fyrir fult og alt,
og rak lionum rembingskoss beint á nefið.
“Guð blessi þig, Pikkú litli,” sagði hann “og
gefi, að aldrei beri lakari maður finskan her-
búnað en þú.” —
“Taktu nú eftir! Þegar amtmaðurinn kem-
ur áttu að heilsa honum svona.” Og nú kendi
gamli maðurinn drengnum að standa teinrétt-
um með vinstri handlegginn fast niður með síð-
unni pg styðja hægri hendinni að enninu.
“Já afi,” sagði drengurinn, sem alt af var
námfús. —
Matti var nýkominn ofan að hliðinu þegar
sást til ferða amtmannsins; hann ók á fleygi-
ferð og færðist óðum nær — og nú var hann
nálega kominn. . . . En sú ferð á manninum!
En þá stöðvaði vagnstjórinn alt í einu hestana
og hrópaði: ‘ ‘ Opnið hliðið ! ’ ’
Brúarvörðurinn ætlaði sér að standa við
hliðið og gefa skipun um að opna það í tæka tíð.
til þess að sýna amtmanninum, hve þorpsbúar
kynnu vel mannasiði. En þegar vagninn færð-
ist nær, sem elding, og ibrúarvörðurinn ætlaði
allraundirgefnast að hneigja sig, tókst það ekki
betur fyrir honum en svo, að; hann steyptist á
höfuðið ofan í skurð hjá veginum; við þann at-
burð kom fát á manninn, sem opna skyldi hlið-
ið, svo að honum kom ekki til hugar að opna, af ,
því að hann fékk ekki sérstaka skipun yfirmanns
síns um það, og var hliðið því harðlæst eftir
sem áður.
Vagninn varð að nema staðar. Amtmað-
urinn gægðist forvitinn út úr vaginum og vagn-
stjórinn hrópaði aftur: “Opnið hliðið !” Þá
áttaði Pikkú Matti sig, gekk að hliðinu, þótt
honum veitti það erfitt reif það upp á gátt og
heilsaði um leið nákvæmlega, sem afi gamli
hafði kent honum. Vagnstjórinn sló í hestana,
og þeir tóku viðbragð, en í sömu svifum hrópaði
amtmaðurinn: “Bíðum við!” og vagninn nam
staðar aftur. “Hvaða smásnáði er þetta í ein-
kennisbúnaði Bjarnarborgaranna?” spurði
hann og hló dátt. Pikkú Matti skildi hvorki upp
né niður í þessari spurningu, hann mundi bara
áminning afa síns, og heilsaði því aftur að her-
manna sið, mjög alvarlegur í bragði. Amt-
manninum var auðsjáanlega skemt. Hann fór
að spyrjast fyrir um foreldra drengsins, og
brúarvörðurinn, sem hafði brölt upp úr skurð-
inum, á meðan á þessu stóð, varð fyrir svörum
og sagði, að þetta væri munaðarlaus aumingi,
en afi hans, farlama blásnauður og blindur her-
maður, er liéti Hugg, hefði séð fyrir lionum
fram að þessu. Brúarvíjrðurinn sagði frá þessu
í fyrirlitningarrómi sem talinn er vel við eiga,
þegar hávelbomir'herrar minnast á sveitaró-
maga á mannamótum. Undrun hans varð því
eigi með orðum lýst, þegar amtmaðurinn steig
út úr vagninum og bað um fylgd heim að kofa
gömlu hjónanna.
Hefðir þú séð.hve forviða þau urðu! Amma
gamla var nærri dottin af stólnum af undrun,
þegar þvílíkur gestur gekk inn í stofuna, en afi,
sem mist hafði sjónina, var öllu hugaðri og vís-
aði gestinum til sætis.
“Góðan daginn, vinir mínir,” sagði hann,
og tók hjartanlega í höndina á gömlu hjónun-
um. ‘ ‘ Eg held að eg þekki þig aftur, gamli fé-
lagi,” sagði hann og virti gamla manninn fyrir
sér.
* “Er1 það ekki Hugg, 39. hermaðpr í her-
deildinni minni?”
“ Jú, jú, herra liðsforingi, sá er maðurinn”,
sagði afi alveg hlessa, hann kannaðist við mál-
róminn.
“Það er gott, að eg er loksins búinn að hafa
upp á þéb,” sagði amtmaðurinn. “Ertu búinn
að gleyma því, þegar þú óðst með mig á bakinu
yfir án-a, er orustan var hörðust, og bjargaðir
mér þannig úr óvinahöndum? Og þótt þú hefð-
ir gleymt því, heldurðu þá, að eg muni nokkurn
tíma gleyma því? Eg frétti ekkert til þín, eft-
ir að friður komst á; eg reyndi til að finna þic,
en það tókst ekki, og sVo hélt eg seinast, að
þú værir dáinn. En nú hefi eg fundið ])ig, og nú
skal eg annast þig og konu þína og litla snáð-
ann þinn. Mesta mannsefi”, o gamtmaðurinn
hóf Pikkú Matta hátt á loft, og kysti hann svo
rækilega, að hatturinn datt á gólfið, og það
glumdi hátt í sverðinu, en allir prjónarnir henn-
ar ömmu losnuðu úr buxum og frakka/
“Hvað er þetta, láttu mig vera,” sagði
Pikkú Matti. “Þú hentir hattinum hans afa á
gólfið, og þá verður afi reiður.”
“Úáðugi herra,” sagði amma og roðnaði út
undir eyru, þegar hún heyrði hvernig Matti á-
varpaði tigna gestinn. “Afsakið orðbragð hans,
hann er svo óvanur'að vera með mönnum ”
“Afi skal fá betri hatt,” sagði amtmaður-
inn. “Og verið þér öldungis róleg, kona góð,
vegna Matta litl,a; þetta köllum við að vera
maður fyrir sér. Heyrðu Pikkú, þú ætlar að
vera dugnaðarmaður. Viltu verða hermaður,
eins og afi?”
“Afi segir, að það sé alt undir því komið,
við hverja eg berjist” sagði Pikkú ,Matti.
“Þú ert út undir þig, snáðinn minn,” sagði
amtmaður hlæjandi. “Og þíi ert ófeiminn.”
“ Já, herra amtmaður, það er af því, að liann
fór í buxur í fyrsta skifti í dag. Hugrekkið
fylgir buxunum.”
“Segðu heldur, að hugrekkið fylgi einkenn-
isbúnaði Bjarnarborgarmanna,” sagði amtamð-
urinn. “Það er mikið af púðurreyk og mikið
af veg og sóma á þessum slitna einkennisbún-
aði, og l>ær minningar ganga að erfðum frá kyn-
slóð til kynslóðar. Drengurinn getur enn feng-
ið tækifæri til að verja ættjörðina. Ertu sterk-
ur, lagsmaður?” Matti svaraði ekki. Hann
rétti lamtmanninum löngutöng á hægri hendi, til
þess að fara í krók við hann.
“Eg sé það á þér, að þú verður sterkur, sem
björn” ,sagði amtmaður hlæjandi. “Viltu fara
heim með mér, og borða mjúkt brauð og drekka
mjólk á hverjum degi? Svo færðu kringlu og
lakrís við og við, ef þú verður góður drengur.”
“Fæ eg hest til að ríða á?” spurði Pikku
Matti.
“Já, auðvitað,” sagði amtmaðurinn.
Pikkú hugsaði mál þetta stundarkom. Bláu
augun litu fyrst á amtmanninn, svo á afa, þá á
ömmu og loks á amtmanninn aftur. Loksins
læddist hann á bak við stól ömmu og sagði: “Eg
vil vera hjá afa og ömmu.”
“Góði Matti minn,” sagði blindi öldungur-
inn með klökkum rómi. “Þú fær ekki annað en
hart brauð og saltfisk og vatn að drekka hjá afa
og ömmu. Þú heyrðir, að þér var boðið mjúkt
brauð og mjólk og fleira góðgæti, og hugsaðu
þér, hest til að ríða á!”
“Eg vil vera hjá afa og Ömmu, eg vil ekki
fara frá afa!” hrópaði drengurinn með grát-
staf í kverkunum. \
“Þú ert góður drengur,” sagði amtmaður-
inn hrærður og klappaði á rjóðu kinnina hans.
“Vertu þá kyrr hjá afa og ömmu; eg skal sjá
um, að bæði afi og amma og þú sjálfur fáið öll
nóg að borða, og ef þú verður einhvem tíma
stór og dugandi maður, þá skaltu heimsækja
mig, ef eg lifi svo lengi; þá s'kal eg gefa þér jörð
til að rækta og skóg trl að höggva, og hvort þú
verður Obóndi eða hermaður, kemur í sama stað
niður, ef þú verður trúr og dyggur sonur ætt-
jarðarinnar. Viltu verða það, Pikkú?”
“Já,” svaraði drengurinn.
“0g guð blessi vora ástkæru ættjörð og gefi
henni marga jafntrúlynda syn.i og þig, Matti
litli,” bætti amtmaðurinn við. “Því að marg-
ir hlaupa brott frá harða brauðinu og sækjast
eftir mjúku, fæðunni; ekki veit eg, hvað þeir
græða á þeim skiftum, en hitt veit eg, að ekki
græðir ættjörð þeirra á því. En heiðra þú föð-
ur þinn og móður, þótt þau séu fátæk, svo að þér
vegni vel og þú verðir langlífur í landinu!”
“Þetta stendur nú í stafrófskverinu,” sagði
Pikkú Matti.
“Já, en það stendur ekki í hjörtum allra,”
svaraði amtmaðurinn.
G'uðrún Lárusdóttir. þýddi.
—Eftir Zacarias Topelius.
Arfinn. -
[Þetta litla æfintýri, sem er ritað í íslenzku-
tíma við skóla einn í Reykjaví’k, er eftir seytján
ára gamla stúlku, dðttur Halldórs Helgasonar,
höfundar ljóðabókarinnar “Uppsprettur”.]
Það var vor. Bjartar nætur og bjartir dag-
ar, fuglasöngur og lækjaniður. Tvinin vom
orðin græn, og í kálgarðinum hennar Kötu
gömlu var alt í miklum blóma. Hún var nýbú-
in að reita illgresið úr honum og var þess vegna
ánægð bæði við sjálfa sig og moldina, sem báð-
ar gerðu sitt ítrasta til að hjálpa kartöflunum
og gulrófunum að vaxa.
En í miðjum garðinum var svolítill arfi, sem
gama konan hafði ekki tekið eftir, þegar hún
var að “skilja sauðina frá höfmnum.” Þessi
litli arfi var dæmalaust ánægður með lífið. Það
var svoi rumt um hann í hlýrri moldinni, og
hann vissi, að hann var alt af að stækka, og þeg-
ar hann væri orðinn stór, ætlaði hann að biðja
sólina að blessa garðinn hennar Kötu fyrst
aumingja gamla konan hafði verið svo miskun-
söm, að skilja hann eftir, þegar hún var að upp-
ræta illgresið. — Nokkrir dagar liðu og arfinn
var orðinn allstór. Mjúku, ljósgrænu blöðin
hans breiddu sig á móti sólinni og hann var bú-
inn að fá litla, hvíta kóbónu á liöfuðið.
“Hvað ert þú að gera hér?” sagði stórt
kartöflugras við arfann. “.Eg skal segja henni
Kötu, að þú sért a!í af að borða frá okkur, sem
eigum öll næringarefnin í þessari nxíld. Snaut-
aðu burt illgresið þitt! Snáfaðu burt segi eg!
heyrirðu það?” Og kartöflugrasið skalf af
voiriku og réttlætistilfinningu. Arffnn horfði
undrandi á*það. Hann hafði aldrei séð reiðina
fyr. Honum hafði alt af sýnst alt svo bjart í
kringum sig þangað til nú. En hann sagði
samt: “Blessuð gamla konan mun ekki ger^
mér mein. Hún hlífði mér um daginn, því ætli
.hún hlífi mér ekki nú”. —
'Stundu síðar kom Kata gamla út í garðinn,
og undir eins og hún kom auga á arfann, sagði
hún:
“Heyrðu, kai’linn minn! Viltu ekki gera
svo vel að vara þig? Eg er hrædd um að þú
eigir ekki heima hérna!” Og hún tók arfann
upp með rótum og fleygði honum út í horn á
garðinum.
Arfinn stundi. Hann kendi svo mikils sárs-
auka; öll blöðin hans voru murin og kórónan
var brotin. Dauðirm stóð hjá honum: “Komdu
með mér,” sagði hann. “Nei,” sagði arfinn
ákveðinn “eg trúi því ekki enn að eg eigi að
deyja undir eins. Eg, sem er ekkert búinn að
sitarfa annað en að afla sjálfum mér lífsviður-
væris.”
Dauðinn var á báðum áttum með, hvað hann
ætti að gera. Það lá við, að honum stæði ótti af
þessum litla arfa. —
iSólin skein og það var orðið mjög heitt.
Arfann sveið í særðu blöðin sín. Honum fund-
ust rætur sínar vera að brenna. Dálítil mold
hafði fylgt þeim, þegar Kata gamla hafði rifið
þær upp, en það stoðaði ékkert, sú mold var
orðin heit og þur og brendi hann líka.
, Skamt frá arfanum lá maðkur. Hann þjáð-
ist líka af hifca, samt þorði hann ekki að fara of-
an í moldina því að hinir maðkamir höfðu gert
samsæri gegn honum, af ógreindum ásitæðum,
og rekið hann upp úr moldinni til þess að láta
hann kveljast í hitanum. Arfinn heyrði kvein-
stafi maðksins og honum kom til hugar, að
reynandi væri að hjálpa honum.
Og arfinn kallaði til maðksins, að hann skyldi
koma til sín. “Eg skal reyna að hjálpa þér,”
mælti hann enn fremur. — Maðkurinn kom
skríðandi. Þá^tók arfinn til! máls: “Skríddu
undir blöðin mín, vesalingur, þér skal vera ó-
hætt þar, þau em vot meðan blæðir úr þeim.
“Eg hefi aldrei verið annað en arfi, þess
vegna hafa allir fyrirlitið mig. Eg vildi að eg
hefði verið sólskríkja, þá mundi eg þó hafa
reynt að syngja vorfegurðina inn í hjörtu
mannanna, hvemig sem það hefði nú tekist.”—
Arfinn hljóðnaði, hann skalf af kvölum en maðk-
inum var borgið. “Ertu ekki tilbúinn, arfa-
skömm?” sagði dauðinn byrstur. “Jú, líklega”
andvarpaði arfinn. — Og dauðinn tók hann.
—Eilífðin kraup á annað hnéð og hlustaði.
“Mér heyrðist falla dropi í hafið mitt,” sagði
hún við sjálfa sig. “En hljóðið var eitthvað
svo einkennilegt, alt öðra vísin en það er vant
að vera. “Það var líka perla, en ekki vatns-
dropi, sem féll” sagði rödd úr djúpinu,. “Þá
perlu vil eg fá í kórónuna mína” sagði eilífðin.
Örlaganomimar grettu sig, þær höfðu ætl-
að að haga þessu öðravísi. Þær sögðu: “Svei!
þetta var einu sinni arfi.”
Og þær fundu, að búið var að kollvarpa
valdi þeirra. Valdís Halldórsdóttir.
—Eimreiðin.
Ur “Helgist Þitt Nafn!”
Alvitri Guð, þig enginn, enginn blekkir.
Þú atvik leynd og hverja hugsun þekkir.
Hin minsta ósk, er sig í brjósti bærir,
bergmál þér færir.
Hvert sem vér föram, fylgd í té þú lætur
og fer ei burt, er hvílumst vér um nætur.
Athöfn vor þó, sem oft er ljót, ó Drottinn,
ei ber þess vottinn.
Hvar get eg dulist, Guð minn, augum þínum?
Hvert get eg flúið, leynt þig brestum mínum?
Þótt svifi eg um himins glæsta geima,
Guð á þar heima.
Þótt mætti eg í hafsins djúpi hyljast,
er hann þar líka; enginn má þar dyljast;
og þótt eg gisti gullnar sólarlindir
Guð, þú mig fyndir.
Og þátt mig nóttin skikkju úr myrkri skrýddi
sá skrúði’ ei meir en ljóskjóll dagsins þýddi,
því skaparanum skuggi nætur svartur
skær er og bjartur.
Lát þessa hugsun mig til vizku vekja
og vondar hvatir jafnan frá mér hrekja,
svo líf mitt beri ljóst og glögt þess vottinn:
Ljós mitt er Drottinn.
Og þótt eg hrasi, forða þungu falli.
Hneig, faðir eyra ljúft við bamsins kalli.
Ef sókn er hert, þú sjálfur krafta veitir,
sigrinum heitir.
Tak, Herra, mér í hendi
unz heill í höfn eg lendi
Mér verður ofraun einum
en feril fullan meinum
á himinleið,
mér heimför greið.
hvert örstutt fet,
þér fylgt eg get.
við kærleik þinn.
ó, Herra minn.
Teng kerfi kenda minna
Lát hafrót hugans linna,
Sjá, fram við fótskör þína í fjálgri trú
lét barnið byrði sína og brosir nú.
Þótt mér sé máske hulin:
þinn andi annast dulinn
Svo haltu mér í hendi
unz heill í höfn eg lendi
þín máttka hönd,
mín efni vönd.
á himinleið;
mér heimför greið.
V. V. Snœvarr.
Professional Cards
DR, B. J. BRANDSON
016-220 Medlcal Arts Bld*.
Cor. Graham og Kennedy St*.
Phone: A-1834
Ofíice tlmar: 2_3
Heimili: 776 Victor St.
Phone: A-7132
Winnipeg-. Manitoba.
Vér Ieggjum sérstaka aherzlu & aB
aelja rneðul eftir forskriftum lækna.
Hin beztu lyf, sem hægt er a6 t&f eru
notuC eingröngru. pegar þér komiB
meB forskriftina til vor. meg-18 þér
vera viss um, aB f& rétt þaB sem
læknirinn tektir til.
Notre Dame aml Slierbrooke
Phones: N-7668—7650
Vér seljum Giftingaleyfisbréf
DR 0. BJORNSON
216-220 Medical Arta Bld*
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-1834
Office tlmar: 2—3.
Helmill: 764 Victor St.
Phone: A-7686
Winnipeg, Manitoba.
DR. B. H. OLSON
216-220 Medical Arts Bld*.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Plione: A-1834
Office Hours: 3—6
Heimili: 921 Sherburne St.
Winnipeg, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-1834
Stundar augna, eyrna. nef og
kverka sjúkdóma.—Er aB hltta
kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h.
Heimili: 373 River Ave.
Tals.: F-2691
Dr. K. J. Backman
404 Avenue Block
Lækningar með rafurmagni,
Rafmagnsgeilsum (ultra violet)
Radium, o.s.frv.
Stundar einnig hörundskvilla.
Office timar 10-12, 3-6, 7-8
Phone, office A-1091. H. N8538
DR. A. BLONDAL
818 Somerset Bldg.
Stundar sérstaklega Kvenna og
Barna sjúkddma.
Er aB hltta frá kl. 10-12 t. h.
og 3—5 e. h.
Offioe Phone: N-6410
Heimill: 806 Victor St.
Slmi: A-8180
DR. Kr. J. AUSTMANN
724*4 Sargent Ave.
ViBtalstíml: 4.30—6 e.h.
Tals. B-6006
Helmlll: 1338 Wolsley Ave.
Slmi: B-7288.
DR. J. OLSON
Taimlælailr
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Ste.
Phone: A-3521
HeimiU: Tals. Sh. 3217
DR. G. J. SNÆDAL
Tannlæknir
•14 Someraet Block
Oor. Portage Ave og Donald St.
Talslmi: A-8889
Giftinga.- og Jaröarfara-
Blóm
með litlum fyrirvara
BIRCH Blómsali
616 Portage Ave. Tals.: B-720
St. John: 2, Ring 3
THOMAS H. JOHNSON
H. A. BERGMAN
Lsl. lögfræðlngar.
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Bullding, ^Portage Ave.
P. O. Box 1666
Phones: A-6849 og A-6840
W. J. Lindal. J. H. Lindal
B. Stefansson.
fslenzklr lögfræðlngar.
708-709 Great-West Perm. Bldg
366 Main St. Tals.: A-4963
Jelr hafa einnig skrifstofur aB
Lundar, Riverton, Glmll og Piney
og eru þar aB hitta 8. eftlrfylgj-
and tlmum:
Lundar: annan hvern mlBvlkudar
Riverton: Fyrsta flmtudag.
Gimli: FVrsta miBvikudag.
Piney: PriBja föstudag
1 hverjum m6.nu81.
A. G. EGGERTSSON
fsl. lögfræðingur
Hefir rétt til aB flytja m&l bæBl
I Manltoba og Saskatchewan.
Skrifstofa: Wynyard, Sask.
Seinaata múnudag I hverjum m&n-
u61 staddur I Churchbridge
Athygli!
Komið með næstu lyfjaávísun-
ina yðar til vor. Þaulæfðir sér-
fræðingar annast um alla lyfja-
samsetningu.
INGRAM’S DRUG STORE
249 Notre Dame Ave.
Gagnvart Grace kirkjunni.
A. C. JOHNSON
«07 Confederatlon I.lfe Bldg.
WINNIPEG
Annast. um fasteigmr manna.
Tekur að sér að ávaxta sparifé
fólks. Selur eldsábyrgð og bif-
reiða áibyrgðir. Skriflegum fyr-
irspurnum svarað samstundis.
SrlfstofusSml: A-4263
HAasbnl: B-UM
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
R e n t a 1 s
Insurance
Real Estate
Mortgages
600 Paris Building, Winnipeg
ipihones: A-6349—A^6340
STEFAN SOLVASON
TEACGHER
of
PIANO
Ste. 17 Emlly Apts. Emlly Sk.
Emil Johnson
SERVIOE ELBOTRIO
Rafmagnt Contracting — AB«-
kyns rafmagsruihöld teld og viO
þau gert — Eg sel Moffat og
McCUury Eldavélar og hefl þmr
til sýnis d verkstmOi minu.
524 SARGENT AVEL
(gamla John*on.'s byggingin tíB
Young Street, Wlnnipeg)
Verskst. B-1507. Hedm. A-7MI
Vorkst. Tals.:
A-8383
Hehna Tato.:
A-9384
G. L. STEPHENSON
PI/IJMBER
Allskonar rafmagns&höld, svo
strauj&m, víra, aUar tegnndlr af
glösum og aflvaka (battorles)
VERKSTOFA: 676 HOME 8T.
A. S. BARDAL
848 Sherbrooke St.
Selur likkistur og annast um út-
farir. AÍIur útbúnaBur b& beztl.
Enn fremur seiur hann allskonar
mlnnlsvarBa og legsteina.
Skrifst. Talsími:
HeinUlis Talsími:
N-6607
J-8302
Sími: A-4153. fsl. Myndastofa
NewLyceum Phota Studio
Kristín Rjarnason eig.
290 Portage Ave, Winnipeg
Næst við Lyceum leikhúsið.
MRS. SWAINSON
að 627 SARGKNT Ave., Wlnnipeg,
hefir &vaft fyrirliggjandi úrvato-
Mrgðir af n vtíAku krvcnhöttum.
Hún er eina fsl. konan, sem slíka
verzlun rekur í Wlnnipeg. fslend-
ingar, l&tlð Mrs. Swainson njóta
viðskifta yðar.
Islenzka bakaríið
Selur heztu vörur fyrir Iægsta
verð. Pantanir afgredddar bseM
fljótt og veL Fjölbreyt* úrvai.
Hreln og lipur viðsklfti.
Bjamason Baking Co.
676 SARGENT Ave. Wlnnlpeg.
Phone: B-4298