Lögberg - 19.08.1926, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.08.1926, Blaðsíða 6
Bls. G LÖGBEBG FMTUDAGINN, 19. ÁGÚST 1926 Dularfullu far- þegarnir Eftir Allen Upward. “Nei nei. Það getur ekki verið um neitt slíkt að tala. Eg skal nú segja yður hvernig alt atvikaðist, og þá komist þér að þeirri niður- stöðu, að grunur yðar hefir ekki við neitt að styðjast.” “Byrjið þér þá.” “Eg verð að viðurkenna, að eg var ekki al- gáður þenna dag,” sagði hinn skelkaði barún, “og hefði ekki átt að fara á veiðar, en Grosse hló að mér og sagði, að þetta væri rugl, og að eg mundi hrátt jafna mig. Það var 'í fyrsta skifti eftir mjög langan tíma, að hann hafði verið á veiðum á minni landeign, og mér fanst ókurt- eisi að neita að fara með honum.” “Nú — og svo?” “ Já, sú skýrsla, sem gefin var við yfir- heyrsluna, var að mestu rétt, eins langt og hún náði. Maðurinn gekk á undan okkur, að eins fáein skref, að eg held, þar eð þeir sögðu það. En svo gerði eg nokkuð, sem eg sjálfur get ekki skilið; að eins syo mikið veit eg, að eg hefði ekki gert það, hefði eg verið algáður. Eg lyfti byss- unni og miðaði á Burlston.” “Ó, og svo?” “já, svo hljóp skotið úr byssunni. Mér fanst eins og eg væri þvingaður til að gera þetta. Það var innblástur, eins og þér skiljið, sem kom utan að, en hvorki með orðum eða bendingum og enn fremur fanst mer gætið þess, að eg segi fanst — að hr. Grosse kæmi við olnboga minn að aftan-verðu svo að skotið rann úr byssunni. Hann sór að sönnu eftir á mjög hátíðlega, að þetta væri ímyndun, og að hann snerti mig ekki, og það getur vel verið, að hann segi satt. En hvernig sem þessu víkur við, þá var það ekki áformað af mér. Þetta var aðeins tilviljun, þó eg verði að viðurkenna, að það var ekki rétt af mér að vera að miða byssunni.” Spæjarinn hlustaði með eftirtekt, og að síðustu leit svo út, að hann, óviljugur samt, léti sannfæra sig um sakleysi barúnsins því hann sagði: , . “Eg verð að viðurkenna, að þessi skýring málsins hefir mér ekki dottið í hug. En heyrið þér — það var drengur með ykkur, og hann var líka til staðar við yfirheyrzluna — hvers vegna hefir hann ekki sagt eitt orð um alt þetta?” Sir Arthur leit niður kjarkvana. “Eg gaf honum peninga, svo að hann skyldi þegja, ” viðurkendi hann. “En nú vil eg, að eg hefði leyft honum að tala. Við yfirheyrsluna var hann líka kominn að því að segja það, en þá stöðvaði dómarinn hann.” Spæjarinn barði enni sitt. “Heimskingi!” tautaði hann. “Að mér skvldi ekki detta í hug að spyrja hann, hvað það var, sem hann ætlaði að segja, þegar dómarinn stöðvaði hann. Eg áleit það sennilegt, að dreng- urinn stæði og ruglaði eitthvað, og að dómarinn hafi þess vegna stöðvað hann. En hann er nú í nánd héma. Við skulum ná í hann.” “Já, það skal verða gert,” sagði barúninn, glaður yfir útlitinu að sleppa svo vel frá þessu. Hann hringdi bjöllunui og skipaði þjóninum sem kom, að sækja drenginn. Þegar hann kom inn litlu síðar, sagði hús- bóndi hans: “Nú, Martin, nú ætla eg að ibiðja þig að segja þessum manni alt, sem skeði þann dag, er eg var á veiðum með hr. Grosse. En segðu nú sannleikann, og dyldu ekkert af því, sem þú veizt. ’ ’ “Eg hefi að eins eina spumingu að spyrja þig um,” sagði Wright við drenginn. “Getur þú munað hvað það var, sem þú ætlaðir að segja, þegar dómarinn stöðvaði; þig við yfir- heyrsluna?” t Þegar hann var búinn að snúa húfunni sinni mörg hundruð sinnum, gaf Martin í skyn, að nú myndi hann það. “Og hvað var það þá?” / “Eg ætlaði að fara að segja, hr., að Sir Arthur hljóp til skyttunnar og að hr. Grosse sagði svo við hann: “Hvernig gazt þú hagað þér svona klaufalega?” Og þá svaraði Sir Arthur gramur: “Hvers vegna ýttuð þér við handlegg mínum?” Og hr. Grosse sagði: “Hvaða rugl er þetta, eg snerti yður alls ekki; en þér eruð talsvert dmkkinn enn þá.” “Þetta er nóg,” sagði Wright, og þegar drengurinn var farinn, sneri hann sér að bar- úninum og sagði: I “Nú, Sir Arthur, eg verð að biðja yður að afsaka grun minn. Eg evit hér eftir, hvað eg á að hugsa um hr. Grosse; en eg get ekki séð neitt gagn í því, að snerta við þessu máli eftir þenna vitnisburð. Eg skal ekki ama yður meira.” / Svo fór hann. — Fáum stundum síðar, sat hánn aftur hjá jarlinum af Fatheringham, og sagði honum eftir hverju hann hefði komist með heimsóknum sínum, ásamt ágizkunum sín- um og ástæðunum fyrir þeim. “Eg skal aldrei f.yrirgefa sjálfum mér, að eg hugsaði ekki um það gagn, sem eg gat haft af vitnisburði drengsins,'” sagði hann. “Eg sé ,að eg er ekki hæfur til að vera uppgötvari; eg geri réttast í^hð hætta við þessa stöður.” En jarlinn huggaði hann. “Látið þér þetta ekki fá á yður, hr. Wright. Yður hefir gengið gagnstætt hundinum, sem glepsaði eftir spegilmyndinni í vatninu; í stað þess að fara eftir nokkuru ímynduðu, hafið þér farið eftir nokkuru áreiðanlegu, og það mjög markverðu. Ef þér hefðuð ekki beitt jafnmik- illi kappgirni, hyggni og snarræði með tilraun- um yðar, til að komast að komast að ákveðinni niðurstöðu í þessu máli, þá hefði vefri glæpur en hinn fyrri verið óuppgötvaður!” Hans hátign þagði nokkur augnablik, og sagði svo með allmikilli geðshræringu: “Þér eruð skilningsgóður maður, og hafið að líkind- um nú þegar uppgötvað orsökina til óvináttu minnar gegn Sir Arthur Redleigh. Þér hafið nú framkvæmt alt, já, meira en alt það, sem eg gérði mér von um, þegar eg sendi boð eftir yð- ur, og þegar þér eruð seztur í jámbrautarvagn- inn á leiðinni til London, og opnið þetta um- slag, munuð þér eflaust finna, að eg hefi ekki verið vanþaklátur. ” Svo rétti jarlinn honum bréf, sem í var á- vísun á þá upphæð, sem var miklu stærri en Wright hafði gert sér von um, og sem næstum því var nógu stór til þess, að gera honum mögu- legt að framkvæma þá hótun, um að snúa sér aftur að öðru, en leynilögreglustörfum, hafi hann annars meint nokkuð með því. Eftir að hafa borið ráð sín saman um tíma, komu þeir sér saman um, að það væri bezt, að láta kringumstæðurnar, sem köstuðu svo voða- lega svörtum skugga á hr. Grosse, vera ósnert- ar og óumtalaðar. Það var engin fullnægjandi sönnun á móti honum, og auk þess var það kvelj- andi fyrir jarlinn, að breiða óhróður yfir tengdaföður Haworthys og sinn eigin frænda. Undir eins og Wrigt kom til London, fór hann að finna lögmann lávarðar Fathering- hain, og færa honum beiðni jarlsins um að byrja á skilnaðarmáli Sir Arthurs og konu hans, og eftir langvarandi undirbúning og marga fresti — sem lögmennirnir alt af bera með meiri þolinmæði en skjólstæðingar þeirra, byrjaði líka hinn skriflegi hluti málsins. En það hlaut aldrei opinbera meðferð. Hinn mikli sáttasemjari allra misklíða, dauð- inn, skarst í leikinn, og sá lifnaðaraháttur, sem Sir Arthur nú tíðkaði með meiri ón^ergætni en áður, endaði með hjartaslagi. Undir eins og lafði Redleigh og faðir henn- ar fengu að vita um dauða hans, fluttu þau frá Fatheringham til prestssetursins. 1 erfðaskrá sinni skildi barúninn eftir allar eigur sínar handa konu sinni — nokkuð sein gjafmildi, sem hún vildi þá heldur ekki þiggja. Það var einum mánuði eftir þenna viðburð, að lávarður Fatheringham heimsótti ekkjuna í fyrsta skifti. Hún tók á móti honum hálffeim- in, og þegarþau um tíma höfðu talað um hitt og þetta, varð hún mjög alvarleg og sagði við hann: “Lávarður Fatheringham, eg varð að lofa yður að minnast ekki á alt það góða, sem þér hafið sýnt mér. En af framkomu yðar gagn- vart mér, og hve lengi þér hafið beðið með að heimsækja mig, er eg farin að halda, að einhver misskilningur eigi sér stað á milli okkar. Þér hafið Iesið viðurkenningu mína, sem eg eitt sinn skrifaði til yðar, og eg er nú orðin hrædd um, að þér hafið máske misskilið sumar setn- ingar í viðurkenningu minni, þar sem eg tala um einlægni mína og traust til þess manns sem stendur miklu ofar en eg, og eins og eg sagði— eg hefi stundúm verið hrædd um, að yður hafi máske dottið í hug, að það væruð þér, sem eg átti við, og að þér þess vegna hafið. reynt að láta mig taka eftir-----” j Rödd hennar, sem alt af hafði skolfið mik- ið, brást henni nú; en jarlinn flýtti sér að koma henni til aðstoðar og sagði með sorgmæddri, en þó huggandi rödd: “Þér hafið einmitt getið þess, sem gagn- stætt er hinni réttu ástæðu, lafði Redleigh. Ég hefi ekki eitt einasta augnablik álitið, að eg væri sú persóna, sem þér áttuð við. Svo ímyndunar- gjarn gat eg ekki verið. Hin eina ástæða, sem eg hefi haft til að vera óframfærin gagnvart yð- ur, var hræðsla mín við að missa vináttu yðar, af því, að eg sjálfur gat ekki varist að láta við- urkenning í ljós, sem eg stundum hefi óskað, að eg hefði látið í ljós þegar þér voruð í fyrsta skifti gestur minn í Fatheringham. Því eg elskaði yður þá, og hefi alt af elskað yður síðan. En verið þér nú sælar.” Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Eftir óþektan höfund. FYRSTI KAITULI. Ljóst og dökt útlit. Himininn var þrunginn af skýjum, sem gaf í skyn að óveður væri í vændum, og veitti þessu eyðilega héraði, sem hraðlestin brunaði yfir, ó- geðslegt útlit. Eldingar sáust við og við innan um hin dökku ský. Molluhitinn í loftinu úti virtist hafa deyfandi áhrif á tvo farþega, sem sátu í fyrsta-raðar vagni. Þeir hölluðu sér aft- ur á bak í sínu horninu hvor í klefanum, sem fóðraður var með rauðu flaueli. Báðir sýndu þeir kuldalegt afskiftaleysi, sem nú er ekki ein- göngu álitiS að vera viðeigandi hæverska, en einnig nauðsynleg hygni og varúð. A gufunnar, hlutafélaganna, rafmagnsins og mismunar-di pólitiskra skoðana tímum, læt- ur enginn allar skoðanir sínar í ljós með orð- um. Þessir tveir farþegar höfðu aftur og aft- ur athugað hvom annan með leynd, þessa fyrstu stund, sem þeir urðu samferða. Ahrifin, sem þeir höfðu hvor á annan, voru mjög ólík. Aldur þeirra var að líkindum hér um bil jafn, og hann var á því skeiði, sem hjá mönnum er talinn að vera aflmestur og beztur; klæðnað- ur þeirra var snotur og góður, en þegar litið var á höruryls og hárslit þeirra, andlitsdrætti, lík- amsbygging, þá voru þeir haria ólíkir. Annar þeirra hafði dökkjarpan litarhátt, svartar auga- brýr, sem næstum náðu saman fyrir ofan nefið, og gáfu andliti hans skuggalegt útlit; en hinn hafði ljóst hár, fögur og gáfúleg, blá augu, sem gerðu útlit hans enn fegurra. Til þess að gera mismuninn enn meir, þá hafði sá dökkleiti mik- ið og svart alskegg, en sá ljósleiti var skegg- laus. Menn sjá oft í kirkjum éða fomgripasöfn- um sýnishorn af bardaganum milli höfuðengils- ins Michael og hins vonda. Þessir tveir far- þegar voru vel viðeigandi fyrirmynd til slíkr- ar myndar, svo líkur var hinn ljósleiti hermönn- um himneskrar hersveitar, og hinn fursta hel- vítis. Alt í einu sást ný elding og þruman dmndi strax á eftir. Báðir farþegarnir stóðu ósjálfrátt upp, og augu þeirra mættust. “Óveðrið virðist vera í nánd,” sagði hinn ljósleiti. “Það er alls ekki hættulaust að ferð- ast með járnbraut með þessar rafmagnshlaðn- ingar, því teinamir og járnið á vögnunum draga að sér eldingarnar.” “Erað þér hræddur?” spurði hinii dökk- leiti. 'Svarið við þessu og áframhald samtalsins hindraðist af blásturhvin eimreiðarinnar. Það var merkið til að nema staðar. A sama augnabliki rann lestin inn undir hátt þak úr gleri á stórri brautarstöð, og um leið skall á hellirigning. “Fjögra mínútna viðstaða,” hrópaði lest- arstjórinn um leið og hann opnaði klefadyrnar og nefndi nafn stöðvarinnar. Hraðlestin nemur að eins þrisvar sinnum staðar á þessari braut, sem liggur á milli eins af stærstu sjávarbæjunum á Norður-Þýzka- landi og hinnar stóru höfuðbrogar, og er að eins fimm stundir á þessari leið. “Við fáum ekki oft tækifæri til að fara af lestinni,” sagði hinn ljósleiti, “eg held við ætt- um að nota tækifærið hér.” Um leið og hann sagði þetta, fór hann út og gekk inn í veitingahúsið. Hann bað um eitt staup af portvíni og með- an hann drakk það með hægð, var hann spurð- urbvort vínið væri gott. Hann leit í kring um sig og sá hinn dökka ferðafélaga sinn, sem hafði gengið á eftir hon- um, án þess hann tæki eftir því. Þegar hann sagði, að vínið væri gott, bað hinn dökki líka um staup. * Rétt á eftir var blásið til burtferðar. Mínútu síðar voru farþegarnir sestir í sama klefanum. Lestin hélt áfram. Þeir sátu nú ekki jafn þögulir og áður. Afskiftaleysið var horfið, því undir eins og lestin lagði af stað, fóra þeir að tala saman. Fyrst töluðu þeir um óveðrið, sem nú var ó- vanalega hrikalegt. Eldingar og þrumur við- stöðulaust og hellirigning, svo ómögulegt var að sjá í gegn um gluggana. En sökum þess að ill- viðrið var svo afskaplegt, varaði það skemur, og lestin rann bráðlega út úr því héraði, þar sem veðrið, var lakast. Það leið ekki á löngu, þangað til birti í lofti og rigningin hætti. Sól- in sendi jörðinni geisla sína, og gerði hið ein- manalega landslag ásjálegra. Ljósleiti maðurinn opnaði klefagluggann, og hressandi loftið streymdi inn til þeirra. Eins og allar aðrar lifandi verar, urðu þessir tveir farþegar glaðari að afstöðnu illviðrinu. Þeir urðu æ opinskárri. “Ætlið þér líka alla leiðina?” spurði hinn dökkleiti. Hinn játaði því. Spuming þessi gaf í skyn, að spyrjandinn hafði ekki verið eftirtektasamur, því þegar lest- arstjórinn leit á farseðlana, eftir að þeir komu í vagnldefann, nefndi hann nafn höfuðstaðar- ins, sem gaf í skyn, að þangað væri ferðinni heitið. “Við komum vonandi í góðu veðri til höfuð- borgarinnar,” sagði hinn dökki, sem yfirleitt var fjörugri “ því það lítur út fyrir, að þá verði óveðrið hætt, mér þætti lílca leitt að rigningin hindraði hreyfingar mínar.” Eg hélt, að þer ættuð heima í höfuðborg- inni,” sagði sá ljósleiti. “Nei, nei,” hann nefndi sem aðsetur sitt bæ, sem ekki var langt frá sjávarborginni og, bætti svo við: “Eg á mikil viðskifti fyrir höndum í höfuð- borginni.” • “Alveg eins og eg,” sagði hinn og þagnaði svo skyndilega, eins og hann áliti sig hafa sagt of mikið. /(Þér erað að líkum útlendingur?” sagði hinn dökki. “Nei,” svaraði, sá ljósleiti; “eg hefi búið í II. ímörgár.” - ’ Það var nafnið á bænum, sem þeir höfðu yf- irgefið nýlega. !Sá dökki varð alveg hissa. “Ó,” sagði hann ósjálfrátt. “Það kom mér ekki til hugar.” “Það veit eg,” svaraði sá ljósi, “en hvers vegna álítið þér mig útlending?” “ Af því þér talið með útlendum framburði. ” “Einmitt það. ” “Ekki mjög útlendum, en framburður orð- anna er þó ekki alveg innlendur.” “Það kemur af því,” sagði sá ljósleiti vin- gjarnlega “að áður en eg settist að í H., dvaldi eg fleiri ár á Englandi; eg var þar bréfaritari fyrir stórt verzlunarhús í London. Eg tala enn alloft ensku við skipstjóra, sem eg á viðskifti við.” “Þér erað þá umsýslumaður?” Hinn ljósJeiti svaraði ekki þessari spurn- ingu strax, en ypti öxlum og sagði: , “Sérhvem hlut á sínum tíma; þegar eg get, sameina eg það gagnlega og þægilega, og þegar eg verð búinn með viðskifti mín í höfuðstaðn- um, vona eg sk'emta mér dálítið þar. ’ ’ Hinn dökki brosti. Meðan þeir töluðu saman um hinar mismun- andi skemtanir í höfuðstaðnum, var það hinn dökki, sem spurði þar eð hann var lítið kunnug- ur þar. Sá ljósi var kunnugri; hann sagði frá ýms- um skemtilegum æfintýram, sem hann hafði orðið fyrir í höfuðborginni fyr á tímum. Smátt og smátt færði sá dökki sig nær hin- um, á meðan hann sagði frá skrautlegum mat- söluhúsum, nýjum skrautbyggingum og vín- söluhúsum. iSá dökki hlustaði með athygli á alt, sem hinn sagði frá, og lét í ljós hve lítið hann þekti til þeirra skemtana sem höfuðborgin hafði á boð- stóilum. “Auðvitað,” sagði hinn ljósi, þegar hann var búinn að telja upp nafnkunnar leikkonur, listaverk og því um líkt, ‘ * þarf mikið af pening- um til að geta notið alls þessa.” “Maður fær ekki neitt fyrir ekkert,” sagði hinn dökki með þeirri rödd, sem vitnaði um það sjálfstraust, er eign peninganna veitir. Lestin nam staðar á öðram viðkomustaðn- um. Báðir farþegarnir stigu ofan úr vagnin- um og gengu fram og aftur á stöðvarpallinum eins og góðir kunningjar. Þegar blásið var til burtfarar og kunningj- arnir komu að klefa sínum, var þar nýr farþegi, sem ætlaði1 að fara inn, qp lestarstjórinn bað hann að fara inn í annan klefa, sem hann og gerði, þar eð enginn tími var til að skýra frá á- stæðunum. Hann hefir máske fengið vikaskild- ing tiil þess, að láta kunningjana fá að vera í næði. Að minsta kosti skildi hinn þriðji það á þann hátt, um loið og hann fylgdi lestarstjóran- um tautandi að næsta vagni. Lestin fór iaf stað. Undir eins og lestin var búin að ná vanaleg- um hraða, stakk sá dökki hendinni ofan í brjóst- vasann, þar sem hann sat beint á móti hinum. Sá ljósi hafði hallað sér aftur á bak í sæt- inu og lokað augunum til hálfs; það leit út fyr- ir að hann vildi sofna, og tæki ekki eftir hreyf- ingum ferðafélaga síns, ef hann athugaði hann þá ekki með tleynd gegnum hálfopnu augna- lokin. !Sá dökki tók upp rautt bréfaveski, opaði það borginmannlega og leitaði í hinu mikla inni- haldi þess. Loks fann hann það sem hann leitaði að; tók upp stórt nafnspjald og ætlaði að rétta hon- um það. Hann lá nú með lokuð augu. “Leyfið mér,” sagði sá dökki, en þagnaði þegar hann sá að hinn var sofnaður. Við orð liinsdökka reis sá ljósi upp, og strauk hendinni yfir augun. “Fyrirgefið” sagði sá dökki, “ef eg hefi truflað yður.” “Engin yfirsjón,” svaraði hinn “eg hafði að eins lokað augunum án þess að sofna.” Ilálfgerður geispi benti þó á þreytu hjá honum. “Eg ætlaði að eins að rétta yður nafn- spjaldið mitt.” Svo fékk hann hinum nafnspjaldið, sem tók við því og þakkaði fyrir. “Emest Scholwin, húsasmiður,” stóð prent- að á spjaldinu, og undir því nafn bæjarins, sem hann átti heima í. “Eg bið afsökunar á því,” sagði hinn ljósi, “að eg get ekki endurgoldið þetta eg hefi engin nafnspjöld hjá mér; en nafn mitt er, Friðrik Semper, skipaútgerðarmaður.” “Eg hefi áformað, ” sagði Scholwien glað- lega, “að setjast að í höfuðstaðnum, ef ýmisleg- ar hindranir, sem hamla mér þar er mögulegt fyrir mig að sigra, sem eg ætla nú sjálfur að fullvissa mig um; fyrir vel þæfan húsasmið, sem eg held mig vera, er höfuðstaðurinn hentugra pláss en sveitabær. ” Það sem eftir var leiðarinnar, töluðu þessir menn næstum eingöngu um skemtanir höfuð- borgarinnar. Þegar þeir sáu turna borgarinnar, spurði Scholwien hinn að því, í hvaða hótel hann ætl- aði. “Eg er vanur,” svaraði’Semper, “að gista í hótelinu Royal, en eg hefi nú tvisvar sinnum orðið að borga svo háa reikninga, að eg vil ekki vera þar.” “Komið þér þá með mér,” sagði Scholwin, “eg hefi nú raunar að eins einu sinni verið í höfuðborginni; en eg var, ef eg man rétt, í hó- telinu “Skjaldarmerkið”, og eg ætla þangað ætla eg núna.” “ Því er eg samþykkur” sagði Semper og tók handtösku sína ofan af nethillunni, og lét hana á bekkinn við hliðina á sér; “þó það væri að eins til að dvelja enn fáeinar stundir í hinni skemitlegu návist yðar.” “Ó, þér erað alt. of alúðlegur,” svaraði Scholwin, sem líka bjó sig til að fara út, því lestin brunaði nú yfir útborgar göturnar. Fáum mínútum síðar vora þessir menn staddir í manngrúanum hjá stöðinni. “ Almenningur er varaður við vasaþjófum,” hvíslaði Semper að félaga sínum, sem gekk við hlið hans, og benti á auglýsingu á veggnum, þar sem þessi orð voru skrifuð með stóram, ein- kennilegum stöfum. iSvo þrýsti hann hægri hendinni, sem hélt á regnhlíf, að brjósti sínu, til þess að verja innihald brjóstvasans. Sc.holwien fó rað dæmi Sempers og leit gran- samlega í kring um sig. Báðir virtust þeir bera stórar peningaupp- hæðir á sér, eins og oft á sér stað á ferðum í viðj skiftaerindum, og vilctu gæta þeirra vel. Fimtán mínútum síðar óku þeir að hótelinu Skjaldarmerkið. Dyravörðurinn hringdi bjöllunni, og Wern- er, aðal frammistöðumaðurinn, kom þjótandi til að taka á móti gestunum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.