Lögberg - 19.08.1926, Page 7
LÖOBERG FIMTUDAGINS
19. Á'GÚST 1926
Bls. 7
Latest Bar!
Kom
og sa.
Vinur John J. Bildfell,
ritstjóri Lögbergs,
Winnipeg Man.
Viltu gjöra svo vel og ljá línum
tessum rúm í þínu heiðra blaði?
Þegar eg endaði heyskap minn,
sem lítill er, 27. f.m., datt mér í
hug að lyfta mér upp og dusta af
mér rykið og ferðast til gömlu og
nýju vinanna í Vatnabygðum, sem
svo margir (að verðugu) hafa leik-
ið lofsorði á; og þá að sjálf-
sögðu vera á íslendingadeginum
2. ágúst, ef guð vildi svo vera láta,
því enginn fer án hans vilja.
Eg lagði því upp í bíl með syni
roínum Halldóri á miðvikudags-
kvöld, 28. júlí s.l. og gisti hjá þeim
góðu hjónum, Mr. og Mrs. Jóni
Árnasyni verkfærasala í Church-
britjge, Sask. Fór kl. 8 að morgni
daginn eftir með járnbraut og
kom til Foam Lake kl. eftir hálf-
tólf sama dag. Mér var vísað á
harðvörubúð Narfa G. Narfason-
ar og mætti hann mér þar með
sínu alúðlega viðmóti, sem auð-
kendi þau velþektu foreldri hans,
hvort sem þau var að hitta heima
eða heiman. Narfi sýndi mér alt
innanhúss og utanl, og var margt
skrautlegt að sjá, og sýndi sig
hvað bezt þar hyggindin sem í
hag koma, því þar blöstu við sjón-
um manns ýmsir skrautmunir,
sem frekar heyrðu til kvenhlið-
inni, og um leið frekar fengin
vissa fyrir ánægjulegri og betri
viðskiftum þeirra, sem allir vita
hvers virði það er; þá ekki hvað
sízt, þegar maðurinn sem afhend-
ir í búðinni er barnungur, fríður
sýnum og aðlaðandi fyrir alla, sem
inn koma, og engin nauðsyn er til
að spyrja um hvort gengið hafi í
heilagt hjónaband eða ekki; og ef
Narfi hefði verið sunnan Hnunn-
ar með búð sína, þar sem öll frí
og frjáls viðskifti voru svo al-
menn, að eg efast ekki um að N.
hefði fengið þau kostaboð, að við
sumir þeir eldri hefðum ekki ver-
ið lengi að grípa, hér á fyrri tím-
um. En Narfi, sem er stillingin
sjálf, eins og hann á kyn til, er
sigursæll í öllum viðskiftum og
því engin hætta búin. Eftir sýn-
inguna fór hann með mig nyrst í
bæinn og leiddi mig þar in í stórt
og fallegt hús, sem var heimili
hans, og þar mætti okkur ung og
lagleg kona, sem eg hafði ekki áð-
ur séð, og brátt kom í ljós að var
kona Narfa. Og þar var eg sett-
ur við alslags kræsingar (dinner),
sem eg líka gerði góð skil, líkt og
Þorsteinn matgoggur, er tók toll
af öllu, sem í borðsalinn var bor-
ið í brúðkaupsveizlu Indriða á
Hóli og Sigríðar í Tungu. Eftir
það sýnir N. mér eignir sínar þar,
hús og lönd, og leynir það sér ekki,
að hann er stóreigna maður, einn
með þeim betri þar vestra. Eftir
þetta alt tekur Narfi út stóran
Þurfti Að Ganga Við Hækjur:—
Líður Nú Vel 64 Ára.
nýjan bíl, og keyrir með mig norð-
ur til gamla vinar míns Jóns Jan-
ussonar. Hittist þá svo illa á, að
hvorugt hjóna var heima. Jón
fór inn til Churchbridge í áríð-
andi erindagerðuip, en Mrs. J. brá
sér til nágranna síns með dætrum
sínum, sem báðar eru skólakenn-
arar (önnur nokkuð langt í burtu)
er heimsóttu foreldra sína í skóla-
fríinu, en voru að líta upp á leik-
systkinin í og með, um leið; vinnu-
maðurinn var heima og hitaði mér
gott kaffi. Eftir það litaðist eg
um í húsinu og fann stóran bóka-
skáp, með ósköpin öll af allra-
handa bókum. En gallinn var sá,
að fátt af þeim gat eg lesið, og
hvort sumar þeirra voru ofan úr
tunglinu, læt eg ósagt, en allir
vita, að J. J. er þektur fyrir að
hafa góð not af bókum, af hvaða
landshorni sem þær eru. Svo voru
íslenzku blöðin komin, svo eg gerði
mig heimakominn, lagðist upp í
bedda og gerði mér gott af því,
uns klukkan var sjö um kvöldið að
mæðgurnar komu. Eftir það var
mér vel skemt, og svo kvöldmatur
fram reiddur, eftir gamalli ís-
lenzkri gestrisni, því ekkert var
til sparað. ög þegar þær mæðg-
nr heyrðu að mig langaði til að
sjá Mr. og Mrs. Inga Eiríksson,
var sjálfsagt að skreppa með mig
þangað, þó dimt væri orðið, dagur
að kvöldi kominn. Svo var lagb
upp, beint í hánorður; önnur fall-
ega stúlkan var svo væn að setj-
ast í aftara sætið hjá mér, en hin,
sem tók stjórnvölinn, leyfði þá
ungum manni, vinnumanni J. föður
þeirra, að koma inn í framsætið
og tylla sér á stokkinn hjá henni.
—Það hefir svo oft borið við, bæði
hér og heima, að garnljr feður háfi
orðið fengsælli með góða vinnu-
menn, þegar þeir hafa átt falleg-
ar dætur (eins og hér átti sér
stað), en útkoman þó stundum
orðið önnur. Um það dugar ekki
að fást; það er harðsótt að ná
lukkunni stundum.
iNú var í brunandi fartinni
haldið út í myrkrið, hertýgjalaust,
hvað sem við tók. Eftir að mér
fanst við vera komin nokkuð langt
eftir hraðanum að dæma, fór mér
að detta í hug að varla gæti það
þó verið, að við værum komin á
Egiptlands eyðimörkina, sem vilti
Móses eða ísraelslið í 40 ár. Nei,
það gat ekki verið, því nú tók lika
á sama tíma að grilla í ljós hjá
Mrs. Inga, og Egiptlands eyði-
mörkin búin, og við komum á
myndarheimili þeirra áður nefndu
heiðurshjóna, Mr. og Mrs. Ingi.
Mrs. Steinunnn er höfðingi heim
að sækja, ekki eingöngu fyrir
rausnarskap, heldur og lika fyrir
það, hvað hún er fróð um ýmsa
hluti, sem gjöra garðinn frægan,
bæði úti og inni; því stórgróði að
bregða sér þangað, um leið og
maður ferðast um héraðið. Svo
voru nú bæði þau hjón okkur, mér
og konu minni, að góðu kunn, því
fyrsta veturinn í þessu landi
dvaldi Ingimundur hjá okkur
nokkurn tíma, og við munað hann
síðan. Því miður var helst til
skuggsýnt til að sjá dætur þeirra
vel, sem eg tyó veit að eru mynd-
arlegar og laglegar stúlkur, eiás
og ætt þeirra beggja. Eftir tals-
vcrða viðdvöl og góðgerðir, var
haldið til baka sömu leið, sem þá
var stutt, og þegar heim kom
gengið til sængur, og svaf eg þá
nótt vel, sem eg þakkaði rafmagn-
inu sem eg fann svo glögt til um
kvöldið í sætinu á bílnum.
Fyrir hádegi morguninn eftir
er fornvinur minn, Bjarni Þórð-
arson kominn til að taka mig hvert
sem eg vildil fara, að eins norður
og niður v^r undantekning. Jæja,
eftir afstaðinn miðdagsverð ágæt-
an, var aftur lagt á stað, og þá
fyrst til Foam Lake aftur, sem er
um tvær mílur frá J. J.. Eftir
litla dvöl þar var haldið vestur,
sem alt er farið í vínkilkrókum,
sem gerir vegalengdina meir en
þriðjungi lengri en ella hefði
orðið á milli vagnstöðva, því með
sumra lifi enn um starfið og bar-
áttu við fátæktina, er átti sér stað,
en viljinn óbilandi og vonir um
blessun af starfinu sem vonum
fremuir rættust, og það bezt á
meðan Tómas hélt um stjórnvöl,
sem eg alt af þakka honum jiyrir.
—Svo illa hittist á, að Tómas Já
veikur í rúminu af taki eða gigt;
mér þótti það leiðinlegt, þótt ekk-
ert haggaðist hvað móttektina
snerti, sem var eins góð og fram-
ast var unt. Eg vona að honum
hafi batnað og þau eigi mörg ár
eftir ólifuð í ró og næði með guðs
hjálp. —
Frá Tómasi fórum við fornvin-
ar míns, Jóns kaupmanns Ólafs-
sonar, og vinkonu okkar hjóna,
Sigríðar konu hans, og þar yfir-
gaf mig vinur minn Bjarni, eftir
að hafa boðið mér að faha með
mig hvert sem eg vildi—“norður
og niður” var hann ófáanlegur
að fara. Bjarni hefir alla tíð
k.ynst mér svo, bæði heima og hér,
sem einn af þeim, sem alt af má
reiða sig á sem tryggan vin. —
Sama sagaro var hjá Jóni mínum,
og að undanförnu, veitingar og
svefnhús héldust í hendur þess
bezta, svo eg nærðist og svaf vel,
þótt eg saknaði rafuramgnsins
hlýja; svo reynist málshátturinn
réttur oft: að “á misjöfnu dafni
börnin bezt.
Eftir hádegi lagði Jón upp með
mig á spánýjum bíl vestur. og
norður alla leið til Mozart. Var
það Iangur vegur; hann stóð ekk-
ert við og skildi mig eftir í góð-
vinar höndum, hjá Guðmundi
Daníélssyni og konu hans, og hjá
þeim er minn gamli og góði forn-
vinur, Daníel Grímsson, sem eg! ast
mátti til að kveðja áður við fær-
um alfarnir héðan. Við vorum að
heita mátti uppeldisbræður, og
fyllilega held eg það, að engar
tvær sálir geti komist í nánara
samband en við erum í, og jafnvel
báðir nú standa í síðustu tröpp-
unni, og guð veit nær við dettum.
Hjá syni hans og tengdadóttur,
sem eg nú man ekki hvað heitir,
mætti eg sömu alúðlegheitum,
sömu gestrisininni og á hinum
stöðunum, og því óþarfi að marg-
taka það upp.
á staðinn og útvegaði mér að-
göngumiða. Skemtiskráin var að
byrja. Forseti dagsins, Jón Jó-
hannsson, setti samkomuna með
fáum en völdum orðum, sem sýndi
að maðurinn var» velvalinn, stilt-
ur og gætinn; kvað þó að honum
meira en út leiti fyrir í fyrstu;
Fyrst var söngur; þegar eg þá
leit upp í hópinn stóra af ung-
meyjum prúðbúnum og eftir því
fallegum, frá 10 ára og upp, fá-
einir drengir í efsta bekk; þeir
sem bezt vissu sögðu hópinn frá
200—220; það var fögur sjón að
sjá. Enda heyrðist mér hvíslað
að mér, þegar eg leit við: “ástar-
hitinn renna réð rauðum lit á
n.anninn”. Eg á ekki eitt orð til
í eigu minni yfir undrun minni að
sjá alt sem þá skeði. Sjálfur
meistarinn, Brynjólfur Þorláks-
son með prikið í hendinni, reiddu
á lofti með vissum takt. Gunnari
á Hlíðarenda er lýst með 2 sverð
á lofti, og því talinn vopnfimasti
maður um alt ísland. En hér
sýndist mér annar Gunnar, Br.
Þorl., með þrjú sverð á lofti, og
hefði nú bitið verið eftir hrað-
um, þá hefði enginn sá þurft að
binda um skeinu, sem orðið hefði
fyrir því voðaverkfæri hjá Br. Þ.
En svo segi eg eins og Þ. Erlings-
son í Jörundarkvæði: “Mildi að
þess þurfti ekki við”, sem sást
bezt á því, að hann beindi sverð-
i.nu í aðra og betri átt. Þegar
blessaðir munnarnir opuðust á ís-
lezku meyjunum og þessi þó töfra-
fallegu hljóð komu út um eins og
úr einum barka, röddin og tónarn-
ir svo samstilt, að unun var á að
hlýða. Það hvarflaði því snöggv-
í huga minn, hvort mögulegt
væri að Br. Þ. hefði getað lært
þennan undra galdur hjá Halli á
Horni, sem var hér um bil sá eini,
sem numið hafði galdur úti á ís-
landi. Nei, ekki gat það verið,
því galdur var kallaður fjölkyngi,
en ekki list, eins og hér átti sér
stað. Þá datt mér í hug Baldur
góði, sem alt gat. Það gat held-
ur ekki verið, því það var fyr á
tímum, sem það gæti borið sig.—
Svo ráku alveg fögru hljóðin
þessa Þránda úr veginum, sem
ekki gátu borið sig.
Næst, eða raunar fyrst, var
ræða Sig. Júl. Jóhanessonar. All-
ir þekkja hann á ræðupalli. í
byrjun gat hann þess, að hann
hefði búið með þeim um nokkur
Daginn eftir var sunnudagur og
til að láta okkur öll njóta bless-
unarinnar hjá séra Sigmar, varð
Guðmundur að fara selflutning !
með okkur til kirkjunnar; en j
Mundi breytti út af reglu Þórðar ár’ °« mætt öllu hvl bezta hJa Þeim
Hreðu, sem bjargaði Eið fyrst en'°K hví mj^ ^ tH Þeirra. Hann
karli síðast. Mundi fór með karl-1 kvað aamúðina hafa Þa venð svo
ana fyrst og það unga síðast, og mikla 1 bygðinni^ að þegar em
tók eg það svo, að við hefðum j hver.skar kálf’ ha hafl hann ver'
ið skorinn í jafnmörg stykki
Plægði og Herfaði 35 Ekrur, 'Og krókum held eg að vegurinn verði
Þoldi Það Vel. 1t2 til 16 milur. Fyrst komum við
Mr. M. Oxburger, í Sheffield, til Tómasar T. Halldórssonar, sem
ur’og^Fáta yðurfita.tvað^Nuga-1 er elns tvær milur suðaustan
Tone hefir g’ert fyrir mig. Eg var | vio Leslie. Kona Tomasar er her
í rúminu heila viku og varð svo^úr bygðinni ættuð, Konráðsdóttir
að ganga við hækjur, þegar eg heitir Guðbjörg góð kona sem
komst á fætur. Vinur minn ráð- ne cr j g, Kona’ sem
lagði mér að reyna Nuga-Tone.
Eg var ekki búinn úr einni flösku,
þegar eg var orðinn svo frískur,
að eg gat gert heimaverk mín,
plægði og herfaði 35 ekra kornak-
fólk hennar. Þar var staðið við
æði lengi við allslags góðgerðir
og þægilegt samtal. Var svo lagt
aftur á stað og næst komið til
ur og hjálpaði til við heyskapinn þeirra góðkunnu hjóna, Tómasar
og varð ekkert um það. Eg er 64 T.,, . ,
ára gamall. Fólk mun komast að pflssonar Þorunnar Jóhannes-
raun um, að Nuga-Tone er ágætis-( dóttur, sem einna allra bezt voru
meðaJ. Reynið það, það er svo þekt hér fyrir forystu hæfileika
emfalt og bragðgott og þig undr-'__... , ,, ... .
ar hve vel þér líður. eftir að hafa fela£sskap allan. Mig mmnir
notað það í fáeina daga. Það eyk- að hann myndaði Söfpuðinn hér og
ur kraftana og viijaþrekið og forseti var hann öll árin, sem hann
UDpbyggir bloðið, taugarnar og , ,s , , . . ’ . „ ,
allan likamann mjög fljótlega;, var her’ stóð her fynr smíðl fund'
það veitir endurnærandi svefn. árhússins stóra, er margt gott guðs
<*» ”fr„,luM;
komin ábyrgð og peningunum er sem a* ÞV1 leiddi, og mörgum ekki
skilað aftur, ef þú drt ekki ánægð- enn gleymt, sem inni í því var
ur. Lesið ábyrgðina sem prentuð Sagt, þótt atvikin sum . komi svo
er a umbuðirnar. Meðmæli og á- , ; , . . ^ “
byrgð og fæst hjá öllum lyfsölum. undarlega fyrir, ems og það, að
Éeða sendið $1.00 og fáið meðal- nú er þetta góðkunna fyrsta fé-
ið beint frá National Laboratorv,
1914 S. Wabash Ave., Chicago, Iíl. ]“»sskaPar landnamshus horfið
orgyðuLö g takuru ?tein 789 með óllu> þott endurminningar
verið nær gröfinni, því gengjum
við fyrir. Fyrst var komið til
Stefáns Núpdals og dóttur Daní-
els; búa þau í bænum, hann hef-
ii flutning til og frá stöðvar, og
svolítinn landbúnað með. Þau
eiga mörg og myndarleg börn, og
sýnast komast vel af; hjá þeim
drukkum við kaffi með allslags
“bakkelsi”. Svo fórum við þaðan
í fundarhúsið eða kirkjuna, og var
messan byrjuð stundvíslega kl. 5.
Söngur og alt fór þar vel fram og
gott var að heyra til séra Sig-
mars. Það var skilnaðarræðan,
og sýndi hún mikinn kærleika og
þakklæti til safnaðarins, og viss
er eg þess, að milli safnaðarins og
prestsins hefir ríkt samvinnuein-
ing og alúðlegheit á báðar síðar,
og þar er Kristur mitt á meðal,
svo söknuðurinn verður að kær-
leiksríku þaklæti. Sú kristilega
athöfn fór vel fram, sem leiðir
alt af því, að séra Sigmar er góð-
ur maður utan og innan kirkju,
og hefir afkastað miklu verki í
víngarði drottins nú í mörg ár.
Svo fór Guðm. D. Grímson með
mig til Jakobs J. Normans vinar
míns og Gyðu Gísladóttur, bæði
héðan úr sveit og þekt að öllu
góðu. Hefir Jakob mjólkursölu í
bænum og vegnar ágs^tlega; á
stórt hús laglegt, og mér skildist
svo á honum, að Dr. Sig. Júl. Jó-
hannesson hefði átt húsið, sem
minti hann (og fleiri) svo ræki-
lega á manninn, sem með tösku í
hendi hefði gengið i kring og grætt
nærri því alla. Hann var með
græðandi smyrsl í tösku sinni
en mammon var þar ekki, hjart-
að herbergjaði viðkvæmnina og
brjóstgæðin, því var taskan tóm
í bakaleiðinni. En hún var ekki
tóm, sá á bak við, sem góð-
verkin launar. Sig. Júl. var Sam-
verjinn, sem miskunnarverkið
jjörði. Eg þekti hann þegar hann
var unglingur, sást þá, að það var
eitthvað mikið og gott í honum,
sem nú er komið fram. Lengi
skapast mannshöfuðið.
Hjá vini mínum Jakob og konu
hans var alt gott í té Játið, sem
hægt var að taka á móti. Jakob
skilaði mér svo eftir allar góð-
gerðirnar í bíl til míns gamla
vinnumanns, Hannesár Benedikts-
sonar og Sigríðar konu hans Ingi-
marsdóttur. Tóku þau móti mér
tveim höndum, og alt góðgæti á
boðstólum.
Þar var beðið þangað til skemti-
skráin byrjaði, og tók Hannes mig
°g
heimilin voru í kring;' og annað,
sem vantaði og var til hjá hinum,
var velkomið hjá hinum, og öll
kristileg samvinna hefði verið
með forstöðu góðs prests í allra
bezta lagi. En honum hefði ein-
lægt fundist, að í Vatnabygðum,
stærstu íslenzkri bygð hér vestan
hafs, ætti að vera ein hjörð og
einn hirðir. 1 seinni parti ræð-
unnar mintist Sig. Júl. á Sæmund
fróða í Odda, og sagði hann hefði
séð óveðursský ganga upp á loft-
ið, en átti mikið hey úti; biður því
alla að duga sér vel. Þar var
gömul kona forn í skapi, man ekki
hvað hét, en minnir það væri Þór-
hildur, mig getur mint rangt. Sæ-
mundur fer til hennar og biður
hana nú duga sér. Kella tekur
hrífu, bindur eitthvað á endann
á skaftinu, sem Sæmundur skifti
sér ekki um. En sjálfur segist
hann taka á móti heyinu. Þegar
kerling kom á engið, var búið
að binda mikið, því margir voru
að verki. Gengur hún því að sát-
unum hverri af annari, rekur
hrífuendann í sátuna og segir
heim í garð til Sæmundar. Svona
atlögu gerði hún hverri sátu, þar
til alt heyið var komið inn í garð
til Sæmundar, og var mikið lófa-
klapp þegar Sig. Júl. var að leika
á gólfinu og reka hrífuendann í
hvað sem fyrir var, og segja:
heim í garð til Sæmundar. Það
var í einu orði sagt ipikið hlegið
að hnyttiyrðum Sig. Júl. og lófa-
klappið mikið. — Eg bið velvirð-
ingar á því sem eg fer skakt með,
mér fanst það eitthvað líkt þessu;
það verða aðrir mér betri, sem
skýra betur frá og sem púnktað
hafa það þarna strax niður á
staðnum. Eg gleymdi strax öllu
nema söngnum, sem hljómar í
eyrum Itiér enn þá. Brynjólfur á
víst fáa ef nokkurn sinn líka í
þessari list, og á mikið þakklæti
skilið meðal íslendinga fyrir þetta
ódauðlega starf sitt, sem svo
margir njóta mikils góðs af, og
virðist kosta mikið að læra það,
og svo fáir sem geta það.
Næst las (að eg held) séra Frið-
rik Friðriksson ljómandi kvæði
og vel fram borið, eftir séra Jón-
as A. Sigurðsson; næst var minni
Canada, ræða flutt af Birni
Hjálmarsson, skipuleg og þrungin
af viti; næst kvæði, Sig, Júl. Jó-
hannesson, tilþrifamikið og vel
flutt; næst ungmennakór, undir
stjórn Brynjólfs Þorlákssonar;
song fjórum sinnum, og var mik-
ið lófaklapp. Fegurðarglíma, sýnd
af nokkrum æfðum ungmennum,
tókst mjög vel. Síðast almenn
kappglíma of ýmiskonar íþróttir.
Kaffiveitingar í stórhýsi skamt
þar frá. Yfir höfuð gekk sam-
koman í al)a staði heiðarlega og
Ijómandi vel. Sást enginn undir
áhrium víns, og var það stórt
framfaraspor, þar sem gizkað var
á, að mættir gestir hefðu verið á
þriðja þúsund, og ekki fyr úti en
um kl. 7 um kvöldið, og svo var
dansinn.
Eg talaði á eítir um kvöldið við
þá herra: W. H. Paulson og Jón
Einarsson frá Foam Lake, og kom
fljótt í ljós, að kollarnir voru ekki
tómir, þegar til fræðslunnar kom,
og hefði mér þótt gaman að geta
talað við þá meira. — Svo tók
Hannes mig heim, sem eg varð
feginn, því eg var orðinn þyrst-
ur, því alt var dampað út, og
hefði eg vitáð hvar bjórbúð var,
þá hefði eg ekki staðið það að
sjndga (ef svo er) með þvi, í
þeirri .von, að mér hefði verið
fyrirgefið, ef eg hefði engið mér
glas. En svo hitti eg samt tvo
góða menn, sem gáfu mér eitthvað
gott í Kínabúð um daginn, sem
bætti mér mikið, og hafði eg það
fyrir kaffi, því eg er ekki sólginn
í það í miklum hita.
Næstu nótt gisti.eg hjá Hann-
esi og fór vel um mig þar, eins og
alstaðar. En um morguninn strax
fór eg til eins fornvinar míns, hr.
G. Goodman, Reykdælings, og
konu hans Pálínu. Bæði tóku mér
ljómandi vel, og þar dvaldi eg
fram yfir miðdagsverð; hann er
sonur Guðmundar í Skáney og Jó-
ríðar Grímsdóttur á Grímsstöðum,
ein af Grímsstaða systkinum. Þar
er ekki komið að tómum kofum,
nei, þeir eru vel fullir og það af
gimsteinum þessa heims; og það
furðar mig svo stórkostlega á,
að enginn skuli hafa fundið ann-
að eins verðmæti eins og þar er;
hann hefir þann vitsmunasjóð í
höfðinu, að eg held eg áræði að
segja að hann verði ekki tæmdur;
maðurinn liggur á gullinu og teig-
og teigar af lindum fjölfræðinn-
ar; og þótt hann ausi til allra, sem
að garði ber, sér ekkert högg á
vatni, því pípan liggur út í hafið,
eins og hjá Þór, svo ofurlítið borð
kemur á hornið, og fjöruborðið
var ekkert sjáanlegt, varla smá-
straumsfjara. Svo eg breyti nú
þessu líkingarmáli í veruleik, þá
er gullsjóður G. Goodmans allar
þær bækur, sem um aldur og æfi
hafa verið gefnar út á íslenzku
máli, síðan að prentverk byrjaði
cg bók kom út; að eins ein sem
vantar, sem hann hvergi getur
fundið; mest alt af þessum bók-
um í dýrasta bandi, til dæmis
ljóðabók Bólu Hjálmars kostaði
12 dali; og allar þessar bækur
kosta hann fulla 5,000 dali. Hann
getur líka vitað alt sem skeð hef-
ir undir sólinni, og þess utan á
hann sem smámuni bæði Lögberg
og Heimskringlu, síðait þau fyrst
hófu göngu sína. Það tvent, að
sjá og heyra sönginn á samkom-
unni og alla bókaskápa Guðmund-
ar Goodmans, var nóg til að
láta mig falla í forundran af að
þetta skyldi geta átt sér stað.
Eg heyri oft talað um vísindi. Ef
þetta er ekki vísindi á íslenzkum
mælikvarða, veit eg eekkert hvað |
vísindi er. G. getur öllum spurn-
ingum svarað, hvað gamalt sem
er; hann bjóst við að geta fundið
ættartölu mína; en það tekur
íma, og verst af öllu, að. maður-
inn er frekar fátækur; á gott hús,
sem þau hjón lifa í, hafa komið
upp þremur mjög laglegum og
myndarlegum börnum; elzta barn-
ið, falleg stúlka, sem vinnur hjá
tveimur lögmönnum í Wynyard,
og eins og hvorugur vilji tapa
henni; annað, piltur, vinnur við
bifreiðar, og hefir gott kaup; en
ung stúlka er heima. Verst af j
öllu er, að Goodman hefir reynt J
svo afar mikið heilsuleysi og mest
á konunni, sem er góðkvendi og j
með afbrigðum skýr og sann-
kristin, eða svo fanst mér hún líta
á alla hluti frá kristilegu sjónar-
miði, og svo brjóstgóð eftir því,
við alt og alla, að mér fanst hún
ekkert mætti aumt sjáf, og vona
eg því, að drottinn bæti kjör
þeirra og gefi þeim blessunarríka
framtíð. Það væri ekki nema gott
og rétt að leita upplýsingar hjá
honum og borga honum fyrir það.
Eg bað hann um móðurætt mína;
svo ættu fleiri að gjöra.
“Islands óhamingju verður alt
að vopni”, _sagði maðurinn, mig
minnir Jón Sigurðsson. Mér
verður alt að vopni að geta nokk-
uð fengið í höfuðið; það er alt af
tómt, hvað miklu sem sprautað er
inn í það. Það hlýtur að vera
gat á kollinum, og galli á, að eng-
inn fæst korktappi til að stinga i
gatið, svo alt, sem eg heyrði og
sá í ferðinni, er tapað. — Eftir
allar góðgerðirnar hjá Goodman,
lagði eg svo upp með Árna Jóns-
syni í bíl til Mozart; kona hans
Ina var með honum og
þeirra; þau fóru heim og veittu
mér bezta kaffi og góðgæti. Þar
hitti eg föður hans, Árna, skyn-
saman mann við aldur, og hafði
eg gaman að ræða við hann stund-
arkorn um ýmsa hluti, sem bar á
góma, þar til Árni yngri keyrði
með mig í bæinn, að pósthúsinu,
sem Grímur Daníelsson vinnur á.
Grímur fór með mig heim í fall-
egt hús, kynti mig fallegri ungri
konu sinni og tveimur börnum
þeirra; og þar dvaltíi eg þá nótt í
miklum fagnaði. Svo morguninn
eftir lagði hann upp í nýjum bil
með mig, konu og börn og tók föð-
ur sinn í leiðinni; svo var haldið
alla leið til Leslie, og þar tók mig
Jón Ólafsson til J. Janussonar, og
eftir kvöldmat tók hann mig til
Foam Lake, hjálpaði mér á lest-
ina og kl. hálf ellefu sté eg á
stöðvarpallinn í Ghurchbridge
kátur og ánægður eftir svo skemti-
lega ferð, sem eg bý lengi að.
Um leið og eg af innilegu hjarta
þakka öllum þeim, sem á einn eð-
ur annan hátt veittu mér alla þá
hjálp, velvild og gestrisni, sem eg
framast gat þegið, bið eg góðan
guð að launa því góða fólki þá
fyrirhöfn. M)æli svo einlæglega
með því, að ef menn vanti að lyfta
sér upp, þá borgi sig ekkert bet-
ur eftir minni reynslu en skreppa
til Vatnabygða, þar er plássið sem
mætir manni svo vel, landið fag-
ur og frítt, og íbúarnir eins; eng-
in vonbrigði að óttast. Eg er al-
veg samdóma séra Pétri Sigurðs-
syni um gestrisnina þar. Eins og
að framan er sagt, veit eg að af
góðum ritfærum mönnum verður
sagt frá þessari góðu samkomu,
er öllu hafa veitt svo góða eftir-
tekt sem þurfti; og eg gleðst að
sjá það. Þetta ómerkilega rugl
mitt er þvi frekar lítilfjörleg
börn | þar einna jafnasta vellíðan Vatna-
Tíminn leyfði mér ekki
bygðar.
í þetta sinn að heimsækja þá.
Vestur af Leslie eru skínandi akr-
ar með veginum alt til Mozart, og
mér leizt svo á, að það landflæmi’
myndi gefa góða uppskeru, og
korn farið að móðna; og er von-
andi að þurkurinn hafi ekki
skemt það; þó sá eg bæði voða-
gestinn sáðþistil og “wild oats”
hvorutveggja ilt og erfitt viður-
eignar.
Guðmundur Daníelsson hefir
laglegar byggingar, ágætt stórt
fjós; hefir mikið af hálfri “sect.”
undir akri heima; svo tók eg eftir
að hann hefði eitt eða tvö hey-
lönd nokkuð burtu, sem þeir voru
að heyja á; og þar sá eg það, sem
eg enn hafði ekki séð, blessaður
gamli maðurinn Daníel stóð við að
pumpa í hross mörg og marga
gripi úr brunni við fjósin. Daní-
el veittist það létt, því brunnur-
inn var svo grunnur og pumpan
góð. Það var svo sjaldgæft að
sjá að verið var að pumpa upp
vatn fyrir gripi á miðju sumri.
Lönd Guðmundar eru eggslétt og
ánægjuleg, og þeim hjónum liðiír
vel með tvö börn; stúlka að verða
uppkomin. — Grímur Daníelsson,
bróðir Guðmundar, er póstmeist-
ari í Mozart og gerir það vel; á
land og leigir það.
Þeir feðgar, Árni Jónsson og
faðir hans, hafa sjö lönd og mik-
ið undir akri; Árni hvílir iika mik-
ið til að hreinsa lándið. — Hvar
sem eg kom og leit yfir, fanst mér
vellíðan blasa við. Á þrennu sá
eg þó vöntun: eldivið, vatni og
víða of lítið engi eða bithagi. En
að öllu saman lögðu, held eg Sig.
Júl. hafi sagt satt, að Vatnabygð-
in væri stærta og bezta íslenzka
bygðin hér vestan hafs. Hún er
falleg, um 50 • mílur á lengd og
hvað á breidd veit eg ekki fyrir
víst, og margir stórbændur vest-
ast líka eins og eystra. — Eg
þekki þó einn þeirra Steingrím
Jónsson, veit að hann er stórbóndi
ferðasaga, og skotið inn ofur ein- | og góður maður og bæði þau hjón
földum spaugsyrðum, sem eg vona
að enginn af þeim, sem mættu mér
svo vel, taki til. Eg man lengst
eftir ferðamönnum sumum úti á
íslandi, sem voru þeir fýlupokar,
að geta aldrei talað annað en ó-
not og hryssing; og svo muninn á
hressandi gárungum með spaugs-
yrðin, sem vöktu mann eins vel og
hafa mér sýnst samválin, og þeim
lík geta fleiri verið, sem eg ekki
þekki. — Eitt þótti mér eftirtekt-
arvert, hvað mér þótti í svo stór-
um hóp samvinnuþel og hluttaka
allra á milli, sem eg sá hafast
nokkuð að, vera svo einlæg; and-
úð sást hvorki né heyrðist. Þetta
kom líka svo skýrt fram í kveðj-
unum milli prests og safnaða. Að
eins eitt, sem mér ^>ótti að, sem
bezta neftóbak, þegar maður var 1
að detta af baki af svefni og líklega má laga, þaðer : húsaskip-
skorti; því bið eg alla lesendur og unin er ekki góð. Eg sá ekki stræti
vini, að líta á spaugsyrðin mín í
þessu blaði eins og gaman en ekki
meiðing til nokkurs manns á neinn
hátt. —i Svo óska eg ritstjóra Lög-
bergs og lesendum þess til lukku
og blessunar í framtíðinni.
Það gleymdist illa, að minnast
á heiðursgestina, séra Harald Sig-
mar og frú hans, sem svo hlýlega
endurtók skilnaðinn með við-
kvæmum orðum og bæn til Guðs.
Björn Jónsson.
• * •
Viðbætijr.
Kæri J. J. Bildfell. Þegar eg
var búinn að senda frá mér grein-
ina í blað þitt, sá eg að mér láðist
að geta eilítið um búnað bygðar-
innar; svo ef þú vildir, kæri rit-
stjóri, bæta þessu íyrir mig við
það, sem áður er komið. þætti
mér vænt um.
Eg var búinn að geta um Narfa
og hans dugnað. — Hjá vini mín-
um, Jóni Janussyni, sá eg framför
við það, sem áður var, fyrir 8 ár-
um, er eg þá fór á íslendingadag
til Wynyard, og eins þegar við
urðum samferða heim, sagðist
hann (sem fl.) skulda dálítið. Nú
er hann skuldlaus með þau tvö og
scin, sem búinn er að kaupa land
og er að yrkja það; Jón hefir fall-
ega bújörð, hálfa “section”, mik-
ið í akri, bæði korn og grænt fóð-
ur fyrir kýr og gripi, litlar slæjur
víða; húsakynni ágæt: íveruhús og
fjós fyrir gripi og mörg smáhús,
þar á meðal gamla landnámshús-
ið, sem stendur þar austur á
hólnum; eins stendur óhaggað
laglegt lítið hús, vel frá gengið,
sem hann hafði fyrir skrifstofú
árin mörgu, sem hann var skrif-
ari Foam Lake bygðar, fyrstu ár-
in sin þar. Kaupamann hafði
hann. Svo hefir hann keypt fall-
egt íveruhús i Foam Lake, sem
né húsaraðir, en mikið af húsum
komið, og stórt svæði og það fall-
egt bæjarstæði, þegar alt er al-
skipað, sem ekki verður langt að
bíða. — Þá hefi eg sagt frá flestu,
eins og það kom mér fyrir sjónir.
Fyrirgefið þetta.. Með beztu ósk-
um.
B. J.
Myndasafn
Einars Jónssonar frá Galtafelli.
í boðsbréfi, er sent var út um
íslenzku bygðirnar á þessu vori,
til væntanlegra útsölumanna að
þessu merka riti listamannsins
góðkunna, var þess farið á leit
við þá, að áskrifendasöfnun væri
hraðað svo, að henni yrði lokið
um eða fyrir 10. þ.m. Þótti þetta
tryggara, að setja sölufrestinn
ekki lengri, svo að pöntun gæti
farið heim svo snemma, að bókin
yrði komin vestur og í hendur
kaupenda fyrir hátíðar. Nú líð-
ur að þessum tiltekna tíma, og má
því ekki lengi dragast úr þessu,
að koma pöntuninni á stað. Lin-
ur þessar eru birtar til þess að
minna þá á, er á móti boðsbréfun-
um tóku, að hraða nú sem mest á-
skrifendasöfnuninni, og að láta
ekki dragast að endursenda boðs-
bréfin ásamt þeirri niðurborgun,
er þar var tiltekin. An þeirrar
niðurborgunar verða engar pant-
anir teknar til greina. Vér telj-
um víst, að boðsbréfin hafi nú
þegar gengið allflestra á meðal í
öllum bygðarlögunum, og geti því
ekkert verið því til fyrirstöðu, að
þau verði endursend án nokkurr-
ar verulegrar tafar. Þeir, sem
hafa hugsað sér að kaupa bókina,
en hafa þó enn ekki skrifað sig
hann leigir nú. Það er fallegtj ^rir henni, eru beðnir að senda
heimreiðar. Börnin 8, sum gift,
sum að vinna út, kenna eins og
áður er sagt.
Bjarni minn Þórðarson er
kóngsins lausamaður, hefir fjór-
hjólaðan hest, sem hann rennir
sér á um bygðina.
Vinur minn Tómas Pálsson hef-
ir mjög laglegt heimili, leigir víst
akra eða meira; en þau búa sjálf
að sínu. Þar út frá er fagurt út-
sýni og fylsta útlit fyrir að þar
búi sterkefnaður bændur, enda
þekki eg suma af þeim að öllu
góðu þar aust-norður, og hygg eg
pantanir sínar, bréflega eða
munnlega, á aðra hvora prent-
smiðjuna íslenzku um eða fyrir
20. þ.m.
Jón J. Bildfell.
B. B. Jónsson.
Rögnv. Pétursson.
VER ÞURFUM MEIRI RJÓMA!
Vér ábyrgjumst hæzta markaðsveið. skjóta af-
greiðslu og peninga um hæi. Sendið oss dúnk
til reynslu og sannfærist. Vér sendum ókeypis
merkiseðla, þeim er óska. Sendið oss líka egg,
ST. BONIFACE CREAMERY COMPANY
373 Horace Street, S(. Boniface, Manitcba.
ÉÆ5H5ESE5H5H5E5E525E5H5H525E5E5B5£5E5E5E5E5i2r?5E512SH5cl5a5H5H5E5il5iajei»£j