Lögberg - 28.10.1926, Side 4
HiJi. 4
LÖGBERG FIMTXJDAGINN,
28. OKTÓBER 1926
Jögbecg .
Gefið út hvern Fimtudag af Tfce Col-
umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
TaUlnan >'-6327 06 N-632S
JÓN J. BILDFELL, Editor
Utanáakrift til blaðaina:
THE eOlUMBIH PRESS, Ltri., Box 317Í, Wfnnipeg, Wan-
Utanáakrift ritatjórana:
EOiTOR LOCBERC, Box 3171 Wlnnlpeg, ^an.
The "Lögberg” la prlnted and publlshed by
The Columbla Preee, Llmited. in the Columbia
Buildlng, Í#S Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Alheims mál,
Ræda flutt í Milan, af indverska skáldinu
Rabindranath Tagore.
meðal laufskrúðsins, ávaxtatrjánna og blóm-
anna var ítölsk mær, sem minti mig á meyjarn-
ar í mínu landi, með tinnudökk augu, sem laesa
sig inn í instu fylgsni sálarinnar. Hún var
blátt áfram, með mislitan hettuklút um lxöfuð-
ið, og andlitsliturinn var ekki of fölur, það er,
hún var ekki búin að tapa sínum eðlilega and-
litsfarva. Hörundslit hennar má líkja við
knapp af þrúgum, sem sólin hefir vermt með
kossi sínum.
Eg þarf ekki að eyða mörgum orðum að til-
finningum mínum, það nægir að segja, að eg
var seytján ára, og á þeim aldri ertTmenn oþnir
fyrir áhrifum — eg fann til þess, að eg var
kominn í land fegurðarinnar, friðarins og
gleðinnar, sem jainvel þá hrifu huga minn svo
að mér fanst eg mundi heimsækja þær stöðvar
einhvern tíma síðar.
Eg var hugfanginn undir eins, en félagar
mínir urðu að eins fyrir stundarhrifsing. Eg
mátti ekki dvelja, en varð að halda áfram ferð-
inni með bróður mínum, sem vildi að eg flýtti
mér sem mest til þess að læra enskuna. Eg var
að eðlisfari h}rskinn við nám, og neitaði með
öllu að ganga á skóla, og var því ættfólki mínu
erfiður, svo það hafði ráðið við sig að senda
mig til Englands þar sem eg yrði að læra hvort
eg vildi eða ekki tungumál það, sem að þeirra á-
liti setti á mig heiðurs stimpilinn.
Vinir mínir. Eg hefi verið að bíða eftir
þessari stund. Þegar próf. Formichi spurði
mig um hvað eg ætlaði að tala í kveld, þá sagði
eg honum, að eg vissi það ekki; því þið verðið
að skilja, að eg er ekki ræðumaður. Eg er ekk-
ert meira eða betra en Ijóðskáld. Þegar eg tala,
tala eg íi samræmi við umhverfi það, sem eg er
í, en ekki um það. Og nú, þegar eg sé í hin þög-
ulu andlit yðar, þá liær hið þögula mál yðar mér
til hjarta, og samstemmist þar máli mínu. Þeg-
ar hjörtu mannanna þrá að borga skuldir, þá
verða þau að hafa einhvem þann gjaldmiðil,
sem sleginn er í þess eigin mynt — en það er
móðurmálið. En nú kann eg ekki hið fagra mál
yðar, og þér skiljið heldur ekki mitt. Svo þeg-
ar eg get ekki boðið yður andans vörur mín-
ar á því, þá verð eg hálf nauðugur að grípa til
enskrar tungu, sem hvorki er yðar mál né mitt.
Svo í byrjun máls míns bið eg yður, sem
ekki kunnið það mál, að fyrirgefa, og eins þá,
sem málið kunna, því enskan mín er enska út-
lendingsins.
Nú veit eg um þvað eg æt'la að tala. Það
verður svar eða skýring á þrá þeirri, sem bar
mig yfir hafið til yðar. Á okkar máli mundi eg
segja: “Jagrata devata”, það er andi guðs,
sem ávalt vakir. Því sál einstaklingsins, hinn
guðlegi neisti, er ekki ávalt starfandi. Að eins
þar sem meðvitund mannanna er umvafin birtu
kærleikans, eru áhrif guðs möguleg í gegn um
anda vorn.
Altari hins vakandi guðs anda er að eins
þar, sem umhverfi trúar og tilbeiðslu hefir
myndast af nærveru sannra guðsdýrkenda í
mannsaldra.
Svo krossferðir okkar Indverja stefna til
þeirra staða sem, samkvæmt þeirra ályktun, að
hinn heilagi andi er verkandi gegn um trúar og
tilbeiðslu líf hinna trúföstu.
Einhvem tíma á árinu 1912 fann eg til sterkr-
ar þrár að leggja upp í krossferð að altari
mannkynsins, þar sem andi þess var vel vak-
andi, með Ijósin tendruð á öllum lömpum þess
og mæta þar sjálfur eilífðar neistanum í hjört-
um manna.
Mér hafði komið til hugar að evrópiski and-
inn hefði náð yfirráðum á vorri tíð sökum þess,
að hann væri vel vakandi. Þið vitið vel, að andi
íbúa hinnar mikln Asíu hefir sofið í dimmu næt-
ur í langan aldur, að undanteknum örfáum
mönnum, sem hafa vakað til að lesa merki
stjawnanna og bíða eftir því, að geislar hinnar
hækkandi sólar lýstu í gegn um myrkrið. Svo
þessi þrá knúði mig til að koma til Evrópu, og
sjá andagift mannanna í veldi afls síns og feg-
urðar. Eg tókst því ferðina á hendur — kross-
ferð mína til Evrópu — og láta um tíma af verki
mínu f Shantinikatin og skilja við börnin, sem
mér eru kær.
En þetta er ekki fyrsta ferð mín til Evrópu.
Árið 1878, þegar eg \-ar drengur, vart seytján
ára, þá kom eg með bróður mínum til þessara
stranda. Það er ekki auðgert fyrir yður að
gjöra yður grein fyrir hugmyndum þeim, sem
við í Austurlöndum gjörðum okkur þá um Ev-
rópu. Þó eg væri þá ungur, og þó þekking mín
á ensku máli væri lítil, þá hafði eg heyrt um hin
miklu Evrópu skáld, og afburðamenn Evrópu í
bókmentum, sem svo djarflega töluðu máli
frelsisins og kærleikans.
Eg kom fyrst á land á Italíu. Glufuskipin
komu þá við í Brindisi, og eg minnist þess enn,
að það var um miðja nótt í tunglskini. Egspratt
upp úr rúmi mínu og fór upp á þilfar, og aldrei
gleymi eg þeirri undra fegurð, sem blasti við
sjón minni, og tunglsskinið baðaði í geislum sín-
um—Evrópu sofandi, eins og mær, sem dreym-
ir um fegurð og frið.
Það var hepni fyrir mig, að Brindisi var lít-
ill bær, og umferðaþtill, ekki svo mjög ólíkur
því, sem eg átti að venjast heima hjá mér. Eg
var viss um með sjálfum mér, að eg væri þar
velkominn — skáldið unga, sem þótt ungt væTÍ,
var þá farið að dreyma dagdrauma. Eg var í
sjöunda himni, þegar eg fór frá skipi til þess að
eága náttstað á gistihúsi, sem á þessum fram-
faradögum mundi vera ka'llað lélegra en í með-
allagi. Þar voru hvorki rafljós né önnur þæg-
indi. Eg fann, að eg var kominn í arma hinnar
miklu móður Evrópu, og brjóstyl hennar fanst
mér leggja mér til hjarta.
y L>aginn eftir vaknaði eg, og fór með bróður
mínum og indverskum kunningja okkar út í ald-
ingarð, sem þar var nærri. Aldingarðinn Ed-
en, þar sem engin hegning vofði yfir, þó menn
ýerðu átroðning. Ó, sú ánægja, Sem mér veitt-
ist þá um morguninn í blíðveðurs .sólskininu. Á
England er voldugt land og eg beygi höfuð
mitt í lotningu fyrir þjóð þeirri hinni miklu, er
það bvggir. En þið verðið að fyrirgefa mér, þó
eg kynni ekki að meta það þá. Því drengur frá
Indlandi, eins og eg var, skilinn eftir einn um
miðjan vetur, er fuglarnir voru þagnaðir og sól-
in huldi birtu sína mest af tímanum, þá virtist
landið alstaðar vera óvistegt og fráhrindandi.
Mér leiddist, eg var feiminn. Eg var hræddur
við dökkklædda fólkið, sem ait starði á mig. Og
þegar eg leit út úr herbergisglugganum á hús-
inu, sem eg átti heima í, sem stóð í götunni
gegnt Regents Park, þá mætti auganu sama
sýnin: lauflaus tré, sem eg sá í gegn um regnið,
reykinn og þokuna, — í fáum orðum, eg var
ungur, of ungur til þess að geta sett mig inn í
anda ensku þjóðarinnar. Eg sá að eins yfir-
borðið, með augum, sem fest voru við æsku-
stöðvarnar hinu megin við hafið.
Eftir fáa mánuði fór eg aftur heim til Ind-
lands. En eg dirfist ekki að lýsa athafnaleysi
mínu, sem þá tók við, fyrir þeim af yður, sem
eruð ung og sem munduð hafa betra af að hlusta
á sögu manns, sem neytti kraftanna til þess sem
gagnlegt er. Eg forðaðist alla mentun, sem
gat gefið mér hin viðurkendu háskóla innsigli.
Eg lét mig dreyma, orti Ijóð, ritaði sögur og
samdi leikrit, og lifði í einveru á bökkum Gang-
esárinnar, og vissi lítið um straumkast verald-
arlífsins.
Þegar eg var þar við ritstörf mín, kom til
mín innri köllun, sem kvaddi mig til þess að
yfirgefa einveruna og hefja lífsstarf mitt á
meðal fjöldans. Eg vissi ekki hvað eg gæti
gjört. Mér þótti vænt um böm, svo eg safnaði
þeim til mín, til þess að bjarga þeim frá hinum
óaðgengilegu fangelsum mentamála deildanna,
og reiða þeim það umhverfi af samúð og frelsi,
sem þau þurftu mest á að halda. Eg valdi mér
afskektan og fagran stað/þar sem í sambandi
við náttúruna að hægt var að ala upp drengina
í anda vísdóms og kærleika.
Á meðan eg var enn önnum kafinn að ann-
ast börnin, varð eg fyrir áhrifum, sem eg get
ekki enn gjört mér grein fyrir. tír fjarlægð-
inni kom kall til mín, — kall pílagrímsins, sem
minti mig á, að við erum öll pílagrímar — píla-
grímar í þessum heinii. Röddin spurði: “Hef-
ir þú verið við það' helga altari, þar sem andi
guðs opinberar sig í hugsunum og gjörðum
manna?” Eg hélt það væri máske í Evrópu,
sem eg yrði að leita að því og fá að skilja, hvað
tilvera mín meinti í þessum heimi, og því fór
eg hingað í annað sinn.
En á tímabilinu hafði eg vaxið til fulltíða
manns og lært margt í sögu mannanna.
Eg hafði andvarpaö með skáldinu góða,
Woodsworth, sem viknaði út af því að sjá
hvemig að mennimir léku hverir aðra. Við
höfum líka mátt þola órétt frá hendi mannanna
— ekki tígrisdýranna, eða höggormanna, né
náttúmaflanna — heldur mannanna. Menn-
irnir era ávalt verstu óvinir sjálfra sín. Eg
hefi vitað það og fundið. Þrátt fyrir það bjó
sú von mér í brjósti, að eg myndi finna einhvern
reit, — eitthvert musteri, þar sem hinn guðlegi
andi mannanna byggi, falinn sem sóhá bak við
ský. En þegar eg kom í land það, er eg leitaði
til, þá gat eg ekki varist þeirri spurningu, sem
ásótti mig með skerandi kvíða: ‘ ‘ Hvers vegna
er Evrópa, með öllu sínu andans afli, sundur
slitin af óróa og ósamlyndi? Hvers vegna er
Evrópa yfirkomin af vantráusti, öfund og af-
brýðissemi? Hvers vegna gefur mikilleiki
hennar ástæðu til æðandi áfergis til þess að
halda áfram djöfladansi sínum í mýrarljósi
heiftrækninnar?
Þegar eg var á leiðinni frá Italíu til Calais,
naut eg hins fagra útsýnis beggja vegna við
járnbrautina. Þessir menn — hugsaði eg —
era gæddir þeim eiginleika, að elska land sitt;
og hversu ómælilegt er það kærleiksafl! Hversu
mikið að þeir hafa lagt. í sölurnar til þess að
fegra og frjófga alt landið. Með afli kærleik-
ans hafa þeir gert sér landið undirgefið, og sú
óaflátanlega kærleiksiðni, einn mannsaldurinn
fram af öðrum, hefir gróðursett ómótstæðileg-
an sannleika { sálum þeirra, og sannleikurinn er
fylling lífsins. Heimurinn er fullur af honum,
ekki samt fyrir ágirnd mannanna, heldur fyrir
það, að þeir hafa sáð frækornum lífsins og kær-
leikans alt í kringum sig. Hrarnig að menn-
irnir hafa barist til þess að vekja gróðurinn í
löndum sínum, þar sem áður var auðn ______ og
hvernig að þeir hafa verið á verði til þess að
eyðiieggja það, sem þeim var óvinveitt í nátt-
úrunni umhverfis sig. Hvers vegna .grúfir þá
hið svarta sorgarský yfir Evrópu? Hvers
!
vegna era hin átakanlegu dómsmerki á himni
hennar ?
Vegna þess, að kærleikur hennar til bama
hennar og landa fullnægir henni ekki lengur.
Á meðan að verkahringur hennar var takmark-
aður, þá réði hún spursmálum til lykta nokk-
urn veginn viðunanlega. Svar hennar við þeim
var þjóðrækni, þjóðarheill — það er að segja,
kærleikur til sinnar eigin þjóðar að eins, og
frændþjóða sinna. 1 samræmi við sannleika
þann, sem í þeim kærleika felst, naut hún á-
vaxtanna. En nú, sökum hjálpar vísindanna,
hefir verkahringur hennar verið víkkaður.
Hann nær nú um víða veröld. Spursmálinu um,
hvemig að hún á að leysa hann af hendi, er
enn ósvarað, og sökum þess að spursmálið ér
víðtækt og umfangsmikið, þá stafar bráð og
mikil hætta af, ef því er rangt svarað.
Mikilvægur sannleikur hefir yður verið
birtur, og eftir því sem þér farið með hann,
verður fuilnaðarstarf yðar í framtíðinni. Ef
þér megnið ekki að meðtaka hann í réttum anda,
þá er hrömun yðar vís, kærleikur yðar til frels-
isins, 'sannleikans og fegurðarinnar, verður
guði vanþóknanlegur.
Geri þér yður grein fyyir því, hve mikil-
fongur ljótleikinn er, sem alstaðar er sýnilegur í
borgum yðar? 1 viðskiftalífi yðar er sama leið-
inlega gríman sýnileg, svo að hvergi er rúm
fyrir hin lifandi áhrif andans. .
Þetta er dauðinn, sem er að læsa sig inn í
menningu yðgr.
Kærleikurinn getur verið þolinmður. Feg-
urðin er steypt í móti þolinmæðinnar. Það
vissu hinir miklu listamenn yðar á þeirri tíð,
er þeir gátu samið auðlegð tómstunda sinna í
hina minstu drætti fegurðarinnar1. Hinn á-
gjami maður getur aldrei gjört það.
Iðnaðarstofnanirnar era hámark ljótleikans,
því enginn hefir þolinmæði til l>ess að leggja að
þeim hönd fegurðarinnar. Þess vegna mætir
auganu, hvar sem maður Iítur á guðs grænni
jörðinnij í dag, það sem nefnt er framför, —
framför í áttina til fráhrindandi Ijótleika, — í
áttina til hringiðu botnlausrar ástríðu, sem er
ágimdin.
Getið þér bent á nokkum stóran anda, sem
talar frá hjarta fólksins nú á dögum?
Við höfum efalaust ástæðu til að vera stolt
af vísindunum. Við þökkum Evrópu fyrir vís-
indin, sem hún hefir gefið komandi tíð. Vitr-
ingar vorir hafa sagt: ‘‘Eilífðin verður að vera
mæld ogskilin.” Eilífðin er eina sanna gæfu-
uppspretta mannanna. Evrópa stendur and-
spænis henni í hinum víkkandi umheimi-—lind-
um hins fjarlæga heims.
Eg lítilsvirði ekki heim efnishyggjunnar.
Mér skilst það fullvel, að sá heimur er vagga
andans.
Með því að þekkja alheiminn í hjarta efnis-
hyggju heimsins, er að gjöra heiminn veglynd-
ari en hann áður var. En þó vér komum auga á
auð sannleikans, þá gefur það okkur ekki eign-
arrétt yfir honum. Hin miklu vísindi, sem þér
hafið fundið, bíða enn eftir því, að þér verð-
skuldið þau. Fyrir það, sem yður hefir áunn-
ist á yfirborðinu, eða að ytri sýn, getáð þér má-
ske orðið voldug, en þér getið ef til vill glatað
því, sem mest er, þrátt fyrir voldugheitin.
Sökum þess, að þér hafið lagt mikla rækt
við að auðga anda yðar, sökum þess hve skarp-
ar athuganir yðar eru og þroskun hugsunar
yðar, þá verður alheimur að veita þeim eftir-
tekt, og þekkingin gerð mönnum skiljanleg,
áður en sannlejkur sá, er þau flytja, verði fylli-
lega viðurkendur. En mennirnir, sem era fröm-
uðir virkileikans í heiminum, sem allur sann-
'leikur verður að komast í samræmi við, hvað
svo sem það kostar, tilheyra ekki því ríki -vís-
indanna.
'Sannleikur, sem er misboðið, eða mætir illri
meðferð, snýst á móti oss og evðileggur oss.
Og þessi .sömu rísindi yðar era að verða átakan-
lega eyðileggingarafli yðar á meðal.
Eg hefi komið til dyra yðar í leit að þeirri
almenningsrödd, sem ýerður að láta til sín
heyra í ákveðnum mótmælum gegn hávaða hinna
mörgu og ágjörnu þrælaböðla. Máske að sú
rödd sé nú að láta til sín heyra í liljóði, á bak
við tjöld eða lokaðar dyr, og að hljóð hennar
vaxí unz hún veltist fram sem þrumugnýr í
orðum dómsijis, og hin ógeðslegu hróp þræla-
aflsins þagna og skammast sín.
Sigfús, Kölski og Sæmundur.
Sigfús Halldórs frá Höfnum skrifar langt
mál í síðustu Heimskringlu til að koma lesend-
um sínum í skilning tyn yfirburða þekkingu
sína í tungumálum', sérstaklega latínu, ensku,
þýzku og dönsku. Sjálfsagt kann hann mörg
fleiri, en það er vegna hans alþekta yfirlætis-
leysis, að hann heldur því ekki á lofti í þetta
sinn. Þetta er nú aðal efnið í langri grein, sem
hann nefnir ‘‘Cornu-fór-nú”, en vitanlega er
mælgin og vaðallinn lang-mest illmæli um rit-
stjóra Lögbergs, alveg af sama taki eins og
sami maður hefir í sama blaði þúsund sinnum
áður viðhaft, og sem flestum mun þú þykja orð-
in fátækleg og slitin. En tilgangurinn er hinn
sami og vanalega: ekki að láta gott af sér leiða,
heldur því líkur sem hjá urðarkettinum: “eina
huggunih ef það væri, einhverjum að meini.”
Eitt er þó eftirtektavert við þessa löngu
grein. í niðurlagi hennar kemst hinn “lærði”
maður, Sigfús Halldórs frá Höfnum, að þeirri
niðurstöðu, að vér höfum í aðal atriðunum,
haft rétt að mæla í ummælum voram um bók þá,
sem hér var um að ræða. Segir nokkum veginn
blátt áfram og yfirlætislítið, að málið á bók
þessari sé ekki eins gott og æskilegt væri. En
það er, eins og menn vita, alt og sumt, sem Lög-
berg hefir að bókinni fundið.
Manni dettur í hug, þegar maður byrjar að
ÞEIR SEM ÞURFA
LUMBER
KAUPI HANN AF
The Empire Sash& Door Co.
Limited
Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK
■RI/lfiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiu:
| KOL! KOL! KOL!
i ROSEDALE KOPPERS AMERICAN SOURIS I
| DRUMHELLER-COKE HARD LUMP |
1 Thos. Jackson & Sons 1
| COAL—COKE—WOOD |
| 370 Golony Street |
| Eigið Talsímakerfi: 37 021 f
I POCA STEAM SAUNDERS ALLSKONAR I
| LUMP COAL GREEK VIDUR
Ti 1111111111111111111111 ■ 111 ■ 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 „ ,1=
lesa þessa umræddu “fór-nú” grein, að fræði-
maðurinn og skáldið, Sigfús Halldórs frá Höfn-
um, hafi samið eða sé að semja leikrit út af
þjóðsögunni um Sæmund fróða og Kölska, og
að hannj ætli ritstjóra Lögbergs að leika Sæ-
mund, en sjálfum sér hlutverk Kölska, eins og
máske er vel til fallið.
En vér munum alls ekki við það fást, að
leika Sæmund í þessum leik. Hins vegar getur
Sigfús Halldórs frá Höfnum, vor vegna, gjarna
leikið Kölska, ef honum svo sýnist, t. d. borið
fjóshauginn fyrir kirkjudymar og þaðan aftur
og sleikt helluna.
......................................................
1 | Mrs. Björg Jónsson,
= E Árnes, Manitoba.
= = Dáin 18. mara 1926.
E = Við lútum a5 leiöinu hljóSa
E = af lotning viö endaöa braut,
E = . og minnumst þín móSirin góSa
= = sem mýktir oss daganna þraut.
= = Nú brosir oss brautin þín farna,
= = með blíSa og ástríka lund.
= = Þú varst okkar vonbjarta stjarna
= = frá vermandi árdegis stund.
= E Þig margir í minningu geyma,
= E þín mannúS var friður og skjól,
E E meS geislann í húsinu heima
E E frá himneskri kærleikans sól.
E E Þú striddir af staSföstum vilja
E E meS styrk yfir þrautir og tál,
E E þaS ljós þegar leiSirnar skilja
E E er lifandi kraftur í sál.
E E ViS munum þig móöirin góSa,
E E þín mynd er oss styrkur í hrygS,
með Ijós yfir leiSinu hljóöa I
E E af lifandi göfgi cg dygS.
Nú hnípir sá bær er þú bygSir,
og börn þín af söknuSi klökk,
en æfin meS ástúS og trygSir
er enduS í hjartkærri þökk.
Fyrir hönd barna hinnar látnu.
=@®1e M. Markússon.
.......11 ......11111111 .......................................
Newcastle KOL
Vér sögðum yður áður frá þeim,
og það var okkur að kenna ef þér
ekki keyptuð þau.
Newcastle Lump..............
Newcastle Stove-Nut - - -
Newcastle Nut-Pea - - - -
Sérstök kjörkaup
Newcastle Screened Pea - -
$11,40
$ 9.50
$ 8.00
$ 7.00
NEWCASTLE
Altaf jafngóð.
Phone 53-322 Main St.
Ekkert sót.
Pbone 42-921 Fort Rouge
Newcastle Coal Agency
758 Main Street
SailinillHUllHIIHBIIIlBIIIIHIIIIHIIilBIIIIHIIIIHIHIBIiUailllBIIIIHIUailiailllBllliHIIIIBlliiailiailllBIIIIHnil