Lögberg - 09.12.1926, Síða 7

Lögberg - 09.12.1926, Síða 7
LOGRFTRG FIMTLDAGENN, 9. DESEMBER 1926. Bls. 7 Málfrelsi. Frh, frábls. 2 sem fleirj orð eru sameiginleg. Og miklu fleira mætti fram færa gegn íslenzkunni í slíkum mál- jöfnuði, þótt hér sé hvorki rúm né ástæða til. Eitt má enn telja íslenzkunni til gildis, þótt ekki sé það bein- línis kostur á málinu sjálfu. Að- alafrek þessarar þjóðar á síðari öldum er að hafa varðveitt órofið samhengið í tungu sinni og bók- mentum. Fyrir því eiga íslend- ingar beinan aðgang að miklu eldri bókmentum en nokkur önnur germönsk þjóð og hafa getað gert greiðari braut annara þjóða til skilnings á fornum ritum og fornri hugsun. Á þessum grund- velli er reist menning vor heima fyrir og álit vort út á við. Það má því kalla bæði metnaðar mál og nytsemdar að geyma þessa samhengis áfram, en það verður ekki gert nema með því að halda málinu hreinu. Undir eins og vér í málfari voru fjarlægjumst forn- öldiina, bresta skilyrðin til þess að skilja hana. Yér megum og muna, að tungan er oss hlutfallslega enn meira virði en öðrum þjóðum. — Þær eiga fornar byggingar, lístaverk, rúnasteina og bauta- steina, gripi hverskonar og mann- virki. ísland lítur út eins og ný- lenda, sem bygð hefir verið ein 50 ár, og verkin mannanna bæði fá og af vanefnum ger. Tungan ein tengir oss við fortíðina. Hún er einasta fornleif vor, hennar list vor einasta þjóðlist. Að henni hefir þjóðin beint öllum sínum kröftum, enda orkað furðu miklu. Mörgum mun þó ekki finnast þessi kostur vega upp á móti þeim annmarka, að tunguna skilja ekki nema hér um bil 120,000 manns. Þeir myndi fúsir vilja skifta á sálufélagi við hina dauðu, ef þeir fengi í staðinn sálufélag við fleiri lifendur. Það er svo mikið písl- arvætti fyrir þann, sem hljóta vill fé og frama fyr'ir verk sín, að eigh svo fárra lesenda von, að nær því árlega gerast framgjarnir ís- lenzkir æskumenn til þess að reyna að nema sér víðar lönd með því að riita bækur já erlendu máli. Þó er þeim það áreiðanlega ekki sársaukalaust, því að öll ritstörf eru móðurmáli höfundar samgró- in, en allra* helst skáldskapurmn. En af tveim kostum taka þeir þann, sem þeim þykir skárri. H. Eignarhald íslendinga og annara Norðurlanda þjóða á tungum sínum. Málstreitan í Noregi og Finnlandi er stéttabarátta. Samt erum vér þarna á réttri leið. Afburða íslenzkunnar fram yfir aðrar tungur verður ekki leitað í tungunni sjálfri (um slíkt má deila endalaust), heldur í sambandi þjóðar og tungu. ís- lenzkan er eina mál, svo að eg viti til, sem hefir það tvent til síns á- gætis: að vera ræktað menning- armál og óskift eign allrar þjóð- arinnar. ,Hér á landi eru engar mállýskur, engin stéttamál, ekk- ert almúgamál, ekkert skrílmál. Nærri má geta, að ekki# hefir tungunnji verið að fyrirhafnar- lausu komið{ í þetta horf né hald- ið í því. Einstakur málsmekkur hefir þroskast hér í fornöld, í skjóli bókmentalífsins og einkum hins búndna stíls, og aldrei horfið s:$an, þótt misjafnlega vakandi hafi verið. Bækur og numin kvæði hafa verSð mælikvarði á mælt mál, er alþýðu var jafnan tiltækur. — Latmælin fengu ekki| að vaða uppi. Menn skildu svo' talshætti tungunnar, að ambögu- legri hugsun var illa vært. Þessi rækt almennings við málfar sitt hefir verið aðal uppeldi ótaldra kynslóða. Af íslenzkunnli hafa þær lært það, sem þær kunnu í sálarfræði, rökfræði og fagur- fræði. |Vér hugsum ekki um, hve vel vér erum farnir í þessu efni, skiljum það ekki nemja með því að bera oss saman við aðrar þjóðir. • Ekkert almúgamerki er afmáan- legra en málfærið. Almúginn er- lendis ta'Jar ekki 'einungjis mál- lýsku, með öðrum framburðf, beygingum og orðavali en viður- kent er í ríkismálinu, heldur fylgja mállýskunum einatt ýmsir málkækir: menn eru liefmæltir, skrækróma eða hásir, muldra og stama. Og þó að almúgamaður sé til menta settur, og læri bók- málið ágætlega, á hann bágt með að losna nokkurn tíma við þessa kæki, ef hann hefir haldið þeim fram yfir fermingu. Og þeir sora- marka hann æfina á enda. Eng- londingur, sem hefir hi framan við orð, þar sem það á ekki heima, og sleppiir því þar sem það á að vera (segir t. d.: hall appy, í stað: all happy), verður aldrei talinn gen- tleman. Ekkert1 frjálslyndi, eng- in skynsamleg hugsun um, að það sé rangt að láta mann gjalda sVo uppeldis síns, getur kipt þessu í lag. Aðrar þjóðir eru í því efni jafn hótfyndnar og miskunnar- lausar og íslendingar, þegar þeir aæma mann ómentaðan, ef hánn kann ekki réttritun. Enda verð- ur því ekki neitað, að heilbrigð tilfinning býr undir þessu. Þeg- ar játað er, að tungan sé höfuð- tæki mannlegs þroska, er það meira en lítið hirðuleysi og skort- ur á sjálfsvirðingu að fara illa með þetta tæki. — Kristur sagði, að menn saurguðust meira á þvi, sem menn létu út úr sér, en því, sem menn létu ofan í sig. Rækt við tunguna er sjálfsagður liður í andlegu hreinlæti. Eg skal nú drepa lítið eitt á, hvernig horfir fyrir frændþjóðum vorum á Norðurlöndum í þessum efnum. Af sex þjóðum á Norðurlöpd- um, hafa tvær einar aldrei lotið erlendu valdi: Svíar og Danir. Allar hinar hafa verið ósjálf- stæðar öldum saman. Allar béra þær þess merki á máli sínu, nema íslendingar. Færeyskan á önn í vök að verjast fyrir ríkismálinu, dönskunni. Norðmenn og Finnar hafa hvor- drtveggju sömu söguna að segja. Mál drottinþjóðanna, danska og sænska, urðu um langt skeið ríkj- and(i í landinu. Þau urðu menta- mál, dómsmál, kirkjumál, móður- mál embættismanna og heldri manna, mál höfuðstaðar og helztu bæja. öll menning landsins varð bundin við þessi erlendu mál, sem almenningur lærði trauðla að skilja.og alls ekki að tala. Báðar hafa þjóðir þessar á 19. öld hafið sókn til þess að koma móðurmlum sínum til vegs og valda, gera þau að ríkismálum. f Finnlandi er sigur finskunnar vís. Sænskumælandi menn eru nú ekki nema h.u.b. 1-10. hluti lands- búa. í Noregi er baráttan enn svo hörð, að ekki má í milli sjá, hvor- ir sigra muni. Helst útlit fyrir, að hvorki landsmáli né ríkismáli verði fullna^arsligurs auðið. En það er bót í máli, að þessi tvö mál eru svo náskyld, að ekki er loku fyrir skotið, að þau geti á endan- um runnið saman og myndað eina tungu. Það er ekkert smáræði, sem þessar þjóðir hafa lagt í sölurnar í baráttunni um tunguna. Eg þarf ekki að tala um fjandskap- inn, sem risið hefir af deilum um jafn viðkvæmt mál, um kostn- aðinn af að prenta öll opinber skjöl o. s. frv. á tveim málum, um erfiðið fyrir æskulýðinn að læra tvö móðurmál o. s. frv. En Finn- ar hafa varpað frá sér ágætu menningarmáli og tekið upp ó- tamið alþýðumál í staðinn. Þeir hafa stofnað menúingarsambandi sínu við Norðurlönd í voða og ein- angrað sig með því, þó að öll þeirra pólitiska framtíð virðist komin undir sambandi þeirra vest- ur á við. Landsmálsmennirnir í Noregi eru fúsir að kasta frá sér öllum hinum norsku bókmentum á ríkismálinu, gefa Dönum Hol- berg, iWergeland og Ibsen, slíta bókmálssambandi við Dani (sem hefir gefið norsku skálduuum tvö- falt fleiri lesendur en þeir gátu fengið í Noregi ainum) og láta ríkismálið, fagurt og þaultamið mál, fyrir óþroskað sveitamál. Hvað hefir gert þessa baráttu svo harða og óbilgjarna? Þjóð- ernistilfinning, ást á móðurmál- inu, munu flestir halda. En því er ekki svo farið. Meðan þjóð- ræknin var ein um hituna, var ræktin við finskuna og nýnorsk- una ekki ajnnað en hjartansmál fáeinna rithöfunda og hugsjóna- manna. Það var rómantisk hreif- ing. En eftir því sem lýðfrelsið óx, skildist leiðtgum alþýðunnar betur, að eina ráðið til þess að öðlast jafnrétti fyrir hana, var að hefja til virðingar tungu þá, sem hún talaði. Ef Finnar hefði orð- ið að læra sænsku til þess að taka þátt í stjórnmálum og mentalífi cg norskir sveitabændur dönsku, hefði þeir alt af staðið ver að vígi í samkepninni við þá, sem áttu ríkismálin að móðurmáli. Af| þessari orsök varð málstreitan! pólitisk, varð stéttabarátta. Það; gerir allar öfgar hennar og! skuggahliðar skiljanlegar. En hvernig er nú ástandið íj drottináöndunum, þar sem erlend yfirráð hafa ekkli rofið samheng- ið í þróun móðurmálsins? Eg skal því til skýringar segja frá litlu atviki, sem kom fyrir sjálfan mig í fyrrahaust. — Eg kom til háskólabæjar í Svíþjóð og flutti þar erindi um ísland. Á eftir Var samsæti, mlikill gleðskap- ur og ræðuhöld. Ein af ræðun-! um varð mér sérstaklega minnis-1 stæð. Hana flutti ungur vísinda-J maður, sem sjálfur hafði verið á íslandi og kunni frá ýmsu merki- legu að segja. Daginn eftir barst samsaptið í tal við elinn af kunn-1 ingum mínum við háskólann. Eg lét í ljós ánægju mína með þessa ræðu. Hann svaraðí: “Já, það getur verið, að efnið hafí verið. gott, en fyrir okkur Svíana er ö- þolandi að hlusta á þenna mann. Hann talar með mállýskublæ, þó að þú hafir ef til vill ekki tekið effcir því.” Seinna fékk eg að vita,1 að þessi maður hafði verið garð-j yrkjujnaður, þrotist áfram til j menta af sjálfsdáðum, en komið of seint í skóla til þess að losna^ við málfarskæki æskuhéraðs síns. j Mér rann til rifja, að hugsa um,j að hann mætti sitja með þetta1 n:érki alla æfina, og að það myndi vafalaust standa honum fyrirj embættisframa við háskólann og gera honum víslindabrautina erf-j iðari. í fyrirlestrum mínum í Svíþjóð sagði eg stundum, að á íslandi gæti gestur komið að prestssetri.J hitt mann að máli úti á túni, ogj átt tal við hann góða stund, án þess að geta ráðið af orðfæri hansj og mæli, hvort það værli prestur-^ inn eða vinnumaðurinn hans. —j Þetta þótti furðulegt. En þegar eg sagði, að sveitabúar töluðu vandaðra og stílfastara mál en höfuðstaðarbúar, fanst áheyrend- um það líkast fréttum af annari stjörnu. III. ‘ Málin geta klofnað við töku er- lendra orða.—Hættan fyrir Is- lendinga.. Það er ekki ástæðula\ist fyrir oss íslendinga, að minnast þess, hvernig ^ðrar þjóðir eru á vegi staddar í þessu efni. Tungan hef- ir ekki einungis verið undirstaða menningar vorrar, heldur líka sjálfstæðis út á við og jafnaðar inn á við. Þó að samlyndi þyki hér stundum valt í landi, þekkjum vér ekki hjnn bitra fjandskap, er leiðir af því, að þjóð skiftist milli tveggja tungna. Enginn getur komist hjá því að fyllast þakklæt- issemi við þær kynslóðir, er vernd uðu alþýðumál vort á erfiðustu öldunum. Og þeirri þakklátsemi hlýtur að fylgja okkur ábyrgðar- tilfinning. Sem betur fer, er lítil hætta á a.ð íslenzkan klofni sundur í mál- lýskum héðan af. Mállýskurnar jafnast fremur fyrir aukinni skóla mentun og feættum samgöngum. En þegar ekþi er getið um annan málklofning en mállýskurnar, er ekki nema hálfsögð sagan. Þær smáhverfa, en önruir hætta vex upp í staðinn: af tökuorðunum. Og hún er ekki minni hér á ís- landi en annarsstaðar. Af henni sést," að eignarhald þjóðariannar á málinu er í nánu sambandi við hreinleik þess. í fyrrasumar hitti eg í Stokk- hólmi Per Hallström, einn af gáf- uðustu rithöfundum Svía. Eg sagði honum m. a. dálítið frá bar- áttu íslendinga við erlend orð, er sæktu í málið. Hann setti hljóð- an um stund, en sagði síðan: “Eg er ekki neinn alþýðusinmi. En það skal eg játa, að þegar ég heyri al- múgafólk vort misskilja og mis- beita erlendum orðum og verða að aðhlátri fyrir, þá finn eg, að þetta er hróplegt ranglæti. Vér mentamennirnir fáum alþýðu fjölda af orðum, sem hana skort- ir öll skilyrði túl þess að fara með, og fyrirlítum hana síðan fyr- ir að flaska á þeim.” Og fám dögum síðar rifjuðust þessi orð Hallströms skrítilega upp fyrir ipér. Eg var þá kominn til Oslóar, og norskur kunningi minn var að telja upþ fyrir mér dagblöðin í borginni. ' Éitt þeirra var bændablaðið Nationen. — ‘TJændurnir kalla það Nassjonen, með áherslu á fyrsta atkvæðinu, og trúa hverju orði, sem í því stendur.” iMér er í minni, hve háðslega hann sagði þetta. Hon- um fanst að vonum hlægilegt, að bændur skyldi velja málgagni sínu pafn, sem þeir kunnu ekki að bera fram! Allir þeir, sem þekkja eitthvað til dönsku, vita að í því máli er fjöldi orða, sem Danir kalla “fremmed-ord” (tökuorð), og eru þau skýrð í sérstakri orðabók: “fremmed-ordhog”. Þessum orð- um fer sífelt fjölgandi, eftir því sem erlend menningaráhrif verða margbrotnari. Þau mynda sér- stakt lag í tungunni. Flest er.u þau af grískum og latneskum upp- rna. Því ber minna á þeim í latneskum málum ,eða blendings- málum eins og ensku. Yfirleitt er alþýða manna 'sólg- in í að nota þessi orð. Henni finst þau vera “fín” og heldur að það sé menningarmerki að henda þau á lofti. En henni ferst það einatt Jihönduglega. Hún skilur ekki stofnana, sem þau eru mynd- uð af, glæpist á merkingunni. Það er ærinn vandi að bera þau fram: áherslan er óregluleg, sum á að bera fram á frönsku, sum á ensku, sum á ítölsku. Það er heil grein danskrar málvísi að safna saman og skýra afbökuð og misskilin tökuorð í alþýðumáli. En hitt þarf naumast að taka fram, að sá sem ber þessi orð rangt fram eða hefir þau í rangri merkingu, verð- ur að athlægi1 meðal þeirra, sem betur vita. Enn er sá bálkur útlendra orða, sem íslenzkan hefir veitt viðtöku, furðu lítill. Alt frá fornöld hefir meira verið gert að því hér á landi að íslenzka erlend orð en að gefa þeim þegnrétt í málinu. Erlend orð hafa komið hópum saman og týnst niður aftur, af því að land- anum þóttu þau fara illa í munni. Nú segir varla nokkur maður be- grafelsi, bevís og begera, sem var algengt mál fyrir 1,-—2 mannsöldr- um. Menn hafa fundið, að be-ið þýzka var ekki sem fallegast, þeg- ar það var komið í áherzluat- kvæði. íslenzkan er illa fallin til þess að taka við erlendum orðum, m. a. vegna þess, að áherzlan er altaf á fyrsta atkvæði. Auk þess er svipur málsins svo samfeldur, að orð, sem samþýðast ekki hljóð- kerfi málsins né beygingum, stinga illilega í stúf við innlendu orðin. En þegar erlendu orðin samþýðast málinu (t. d. prestur, berkill o. s. frv., sem annað hvort hafa verið löguð eftir íslenzkunni eða ekki; þurft að laga/ og alþýða mannaj lærir að beita þeim rétt, þá erj engin ástæða til þess að amast við þeim. En því miður á þetta ekki við um mörg þeirra orða, sem hér eru á vörum manna. Flestir Reykvík- ingar eru svo vel að sér, að þeir geta brosað að sveitamönnum, sem hafa orð eins og prívatmað- ur, partiskur og idiót í fáránleg- um merkingum. En enginn sér i þessum efnum bjálkann í sínu eigin auga, sem ekki er von. Það er margur góður borgarinn hér í Reykjavík, sem gert hefir og gerir sig broslegan með því að krydda tal sitt erlendum orðum, sem hann hvorki kann að bera rétt fram né skilur til hlítar. Og frúin, sem kom hér inn í hannyrðaverzlun og bað um að selja sér monúment (hún átti við motiv, ífellu), er ekkert einsdæmi. Út yfir tekur þó, þegar frúrnar senda vinn^i- konurnai( sínar til aðfanga og gera þær að heiipan með erlend orð. Þá myndast “nýyrði” eins og Liverpoolstau (=leverpostej, lifrarkæfa), og sum svo tviræð, að, þau verða ekki sett á prent. Þetta er ekki nema eðlilegt. Aug- lýsingarnar í blöðunum bera þess vott, að margir verzlunarmenn kunna ekki sjálfir að fara með erlendu orðin á varningi sínum. Þá verður það varla heimtað af viðskiftamönnum þeirra. Það má líka segja verzlumarstétt Reykja- víkur til maklegs sóma, að henni virðist raun að hrognamáli því, sem veður uppi í viðskiftalífinu, og hefir sýnt mikinn áhuga á að bæta það. Enn er ekki meira af erlendum orðum á alþýðuvörum en svo, að þau gefa efni í einstakar skrýtlur og verða einstöku manni að fóta- kefli. En ef íslenzkan verðurj opnuð upp á gátt fyrír erlend orð (vér höfum dönsk orð í viðbót við Norðurálfu-orðin), þá sést, hvern- ig. fer. Þá hverfa broslegu sög- urnar, af því að rriisbeiting orð- anna verður of algeng til þess að halda þeim á lofti. Þá verður alt tal alþýðu manna mengað mál- leysum og böguyrðum. Þá fær ís lenzk alþýða sama soramarkið og alþýða annara landa. Hún mark- ar sig sjálf, mitt í “mentun” 20. aldarinnar. IV. Baráttan við erlendu orðin.—Mest í húfi fyrir alþýðuna. Ef íslénzk alþýða á nokkura sök á hendur mentamönnum, þá er það fyrir það, að þeir vanda ekki betur daglegt mál sitt en þéir gera. Þegar íslendingar Jæra erlend mál, reyna þeir að tala þau hrein. Þeir sletta ekki þýzku og ensku mitt í frönskum setningum. Þeiiri finst líka stór- hlægilegt 'að heyra Vestur-íslend- inga krydda tal sitt með ensku. En danska ívafið í daglegt mál vort er svo ríkur vani, að fæstir Nú Er Loksins Ráð Fundið Við Meltingarleysi, og óreglu í Maganumó Það Er Til Nýtt Meðal, 'Sem Vinn- ur Þetta Verk Fljótt og Vel. Læknana furðar á því, hve fljótt þetta nýja meðal, sem heitir Nuga- j Tone, læknar meltingarleysi, höf- uðverk og allskonar sjúkleika og óreglu í meltingarjærunum. — Nuga-Tone veitir sliaium vöðvum og taugum aftur lif og fjör. Það uppbyggir blóðið, styrkir taug- arnar og eykur orkuna og þolið ó- trúlcga mikið. ' Nuga-Tone veit'ir endurnærandi svefn, góða matar- lyst, kemur góðri freglu á melting-, arfærin og gerir manneskjuna á- hugasama og duglega. Ef þér líð- j ur ekki sem bezt, ættir þú sjálfs' þín vegna að reyna Nuga-Tone. Það er hragðgott og þér fer strax að líða betur. Hafi læknirinn ekki ráðlagt þér bað nú þegar. þá farðh sjáífur til lyfsalans og fáðu þér flösku. Þeír sem búa það til, j þekkja svo vel verkanir þess, að þeir leggia fyrir alla íyfsala >ð ábyrgjast’ það og skila aftur verð- inu. ef þú ert ekki ánægður. Les-1 ið það sem prentað er á umbúð- irnar. Meðmæli og ábyrgð og fæst bjá öllum lyfsölum. taka eftir því. Auðvitað er erfitt að sriéiða hjá erlendum orðum f.vrir þá, sem mestan lærdóm sinn hafa fengið á erlendum málum. En ef menn heimtuðu meira af sjálfum sér og öðrum í þessu efni, kæmi einhver úrræði. Vandað talmál þarf að vera eins sjálfsagt og hreinlæti, kurteisi, mannasið- ir. Og það þarf að vanda miklu méir til málfarsmentunar leikara, presta og ræðumanna en hér er gert. En hitt er eg viss um, að óborn- ar kynslóðir munu virða við ís- lenzka mentamenn og rithöfunda 19. og 20. aldar, að þeir hafa a. m. k. vandað ritmál sitt eftir föngum og varið það fyrir erlendum orðum. Þeir hafa framar öllu gert það af málsmekk. íslenzkan hefir svo samfeldan svip, að er- lend orð fara henni ekki. Þau eru eins og mislitar pjötlur, sem saumaðar væri á ofna ábreiðu. Aftur á móti er blendingsmál eins og enskan likast pjötlubrekáni, og þar er hver ný bót til prýði. - Menn hafa líka vakað yfir tung- unni af Öðrum ástæðum: vegna sambandsins við fornöldina, þjóð- eVnis og sjálfstæðisbaráttu.—Nú, þegar sjálfstæðisbarátta vor er á enda kljáð og stjórnmálin taka nýja stefnu,, er ástæða til þess að minna á félags-hlið málvöndunar- innar: að jöfnuður og samheldni í landi voru er ekki undir neinu öðru fremur komin en sömu mál menningu allra stétta, en sú mál- menning er óhugsandi, nema tungunni sé haldið hreinni. Það er að vísu mikið færst í fang, að reyna að finna íslenzk orð um alla nýja hluti og hugtök, sem að oss berast. Það er bar- átta, sem á sér hvorki upphaf né endi; en dæmi vort á umliðnum öldum sýnir, að vér þurfum ekki að leggja árar í bát. Hér hafa alt af verið að skapast ný orð, frá upphafi íslands bygðar, og hugs- un þjóðarinnar hefir ekki þrosk- ast á öðru! meir. Þessi orð hafa ekki myndað s'ig sjálf. Þeir ein- siaklingar, sem hafa nent að hugsa, hafa hver lagt sinn skerf til. Hinir tala mest um, að alt eigi að koma af sjálfu sér, sem aldrei hefir dottið neitt í hug. En þó að einstaklingar hafi jafnan átt frunúfvæðið, fér því fjarrii, að réttur almennings hafi --------------------------------- verið fyrir borð borinn. Dómur hans hefir jafnan verið hæsta- réttardómur. Orð lifa ekki, nema þau séu á vörum manna. En láti almenningur glepjast, svo, að hann dærrvi alla þessa við- leitni einskis nýta, þá dæmir hann sjálfan sig. Alþýða manna á hér mest á hættu. Hún verður það, seiri geldur þeSs, ef íslenzkan klofnar og þjóðin skiftist í stéttir eftir málfari. Máltækið segir, að á mjóum þvengjum læri hundarn- ir að stela. Erlendu orðunum fylgir skakkur framburður, beyg- ingaleysi og hálfur eða rangur skilningur. Þegar þau eru orðin rógu mörg, fara þau að hafa á- hrif (i íslenzku orðln. Hljóðkerfi málsins raskast, beygingar skekkj- ast, menn hætta að kæra sig um að skygnast fyrir rætur orðanna. Þá hafa ísleridingar eignast skríl- mál og þaðan er skamt til þess að fleiri einkenni skrílsins komi á eftir. Mál mæðranna. Til er æfintýrii, sem gengið hef- ir í svipaðri mynd með mörgum þjóðum. Tvær ungar stúlkur komast hvor eftir aðra niður til undirheima, og ganga þar í þjón- ustu gamallar konu. Þær reyn- ast mjög misjafnlega í vistinni, enda er að því skapi misjafnað með þeim í kaupinu. Annari verður úr því áslcapað, að við hverja setningu, sem hún mælir, hrýtur henni af vörum ógeðsleg padda. En hinni veitir gamla konan þá ástgjöf, að ilmandi rós- ir hrynja af vörum henni, þegar hún mælir. Ekki er mikill vafi á, hver at- hugun er fólgin að baki þessari sögu. Hér er lyft upp í ýkjaheim æfintýranna þeim óskaplega mun, sem á því er að heyra fagurt og vandað málfar og hljómgóða rödd, eða skræka rödd eða hrjúfa, ásamt brengluðu máli, og óhreinu. “Talaðu, svo eg geti séð þig,” — er haft eftir fornum spekingi. Málrómur og málfar getur verið e'ins drjúgt í skiftum og útlit. Og er mikil furða að ungar kon- ur, sem hugsa þó margt um útlit sitt og allan þokka, skuli ekki gefa þessu enn meiri gaum. Það þykir kurteisi að tala vel erlend mál. En hitt er þó miklu meiri kurteisi, að tala smekklega sína eigin tungu. Þetta má vel mæla, sér- staklega til kvenna fyrir þá sök, að þær munu margar ófúsari að leggja rækt við mál sitt en karl- menn. Er það þó ekki af því, að þær þurfi minna á tungunni að halda, enda er hún víðast við þær kend. Þær leggja undirstöðuna að máli barnanna, og það er mik- il ábyrgð. Sú móðir, sem vanræk- ir það mál, sem við hana er kent, getur ekki borið það veglega n^fn með fullum sóma. Apafræðin rétthverf. Samkvæmt nýlega komnu sím- skeyti, er “apinn kominn frá manninum, en maðurinn ekki frá apanum.” Það staðhæfir velþekt- ur þýzkur vísindamaður, gæzlu- maður þeirrar deildar háskólans í Berlin, þar sem rannsökuð eru i ýms sjúkdómseinkenni (the Patho- ! logical Museum of the Berlin | University). , Þessi vísindamaður^ j sem vafnlaust stendur hinum vís- J indamönnunum jafnfnætis að lær- í dómi og þekkingu, byggir skoðun sína á staðreyndum, er hinir vís- indamennirnir hafa stuðst svo mikið við til þess að sanna þá kenningu sína, að maðurinn væri kom'inn frá apanum. Hvað er að hinum vísindalegu staðreyndum? Alls ekki neitt. Skekkjan er öll fólgin í útskýringum ýmsra manna á þeim. Sá sem trúir biblíunni, er I ekkert mótsnúinn staðreyndum, í hvorki vísindalegum né öðrum, en skoðanir hans koma oft í bága við ályktariir þær, sem stundum eru dregnar af þessum staðreyndum. Það er því ekki meiri ástæða til þess að ásaka hinn trúaða fyrir að vera andstæður vísindunum, þótt hann vilji ekki viðurkenna 1 ýmsar ályktanir í sambandi við þau, heldur en að ásaka mann um að vera andstæðingar tölvísi og stærðfræði, þótt hann' ekki vilji viðurkenna einhverjar ályktanir dregnar frá vissum skýrslum.” (Þýtt úr Signs of the Times). P. Sigurðsson. EXCURSIONS ÁUSTUR CANADA DESEMBER 1., 1926, TIL JANUAR 5., 1927 Vestur Strandar VISSA DAGA i DESEMBER, JANUAR OG FEBRUAR Fjelagld er áreidanlegt —Mikilsverd regla fyrir ad nota Canadian National brautirnar Látið 088 hjálpa yður að ráðstafa ferðinni. Umboðsmenn vorir munu með énægju annast alt sem þér þurfið. Selja yður ódýrt far, gefa nægan fyrirvara, o. s.frv. eða skrifið W. J. QUINLAN, District Passenger Agent, Winnipeg r.flKfllDAN NATIONflL RfllLWAYS ^miiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiii(iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiii(ii'= xcurslon Farbriefl = luiniiiimmiMmimiiiimiiiimmmiimHuimmimiMiiiiiiMimmmiiiiiiiimiiiiiiimiimimiimiiiiiiiiiHiuiiiiiiMiiii = fyrir Skemtilegar Vetrarferdir AUSTUR CANAPA Farbréf til sölu daglega 1. Des. 1926 til 5. Jan. 1927 Gildandi í Þrjá Mánuði VESTUR . AP HAFI V AN COUVER-VICTORIA NEW WESTMINSTER Farbr. til sölu vissa daga Des. - Jan. - Feb. Gilda til 15. Apríl, ’27 GAMLA t LANPSIN S f Excursion Farbr. til Austurhafna SAINT JOHN - HALIFAX PORTLAND * 1. dec. ’26 til 5. jan. ’27 SJERSTAKAR JÁRNBRAUTA LESTIR—SVEFNVAGNAR ALLA LEIÐ Fyrir skip, sem sigla frá W. Saint John í Descmber Ná sambandi við E.S. Melita 1. Des. E.S. Montroyal 7. Dest E.S. Metagama 11. Des. E.S. Montcalm E.S. Minnedosa 15. Des. = Allir voiir umboðsmenn veita frekari upplýsingar (C4NAVIAN I*ACIFIC: ~i 11111 n 11111111111 n iii 1111 n i M11111111111111111 n i n 11 i 11 n m 1111 m m 1111! 11111111 r 111 n i; 111 i 1111 i 1111111111111 n m 11 n 1111111 n 11111111111 ii n i i~>l

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.