Lögberg


Lögberg - 27.01.1927, Qupperneq 1

Lögberg - 27.01.1927, Qupperneq 1
itftef A. 40 ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 27. JANÚAR 1927. NÚMER 4 Canada. Aukakosningar til sambands- þingsins fóru fram í Antigonish- Guysboro kjördæminu i Nova Scotia hinn 18. þ. m. Fóru þær þannig að ])ingmannsefni frjáls- lynda flokksins, William Duff v^r kosinn meS 1,132 atkvæðum fram yfir gagnsækjanda sinn Neil R. McArthur, íhaldsmann. Þetta kjör- dæmi hefir um langt skeiö stutt frjálslynda flokkinn, en við al- mennu kosningarnar í haust náði í- haldsmaður þar kosningu, er J. C. Douglas hét. Hlaut hann 137 at- kvæöa meirihluta. Mr. Douglas dó, eftir aö hann hafði setiö aöeins einn dag á þinginu. Breytir þetta af- stöðu flokkanna nokkuð og er af- staða þeirra nú á þessa leið: Liberals ................ 119 Conservatives ............. 90 U. F. A...................... 12 Liberal-Prog.................. g Progressive................... g Labor ..........'............ 3 Óháðir ....................... 2 Autt sæti óHuron) .......... 1 * * * Miss Agnes MacPhail M.P. er, sem kunnugt er eina konan, sem á sæti á í sambandsþinginu í Ottawa. Hún hefir aö undanförnu verið á ferð hér i Vestur-Canada og var hún stödd í Winnipeg, nokkra daga um helgina. Flutti ungfrúin nokkr- ar ræður meðan hún var hér stödd og þar á meðal eina í Strand-leik- Fúsinu á sunnudagskveldið á fundi, sem þar var haldinn að tilhlutun verkamanna (T. L. P.J F. J. Dix- son, fyrverandi fylkisþingmaður var fundarstjóri. Lét Miss Mac Phail þá skoðun sína i ljós, aö ekki mundi þess mjög langt aö biða, að sá siður 'legðist niður. að stjórnina skipuðu þeir menn eingöngu, sem tilheyrðu f jölmennarsta flokknum á þinginu, heldur mundu ráðherrarn- ir teknir úr öllum flokkum. Er sú aðferð nú alþekt viða um lönd, þó hún hafi litið náð sér niðri í Norður Ameríku. Miss MacPhail tilheyrir bændaflokknum i Ontario, en þykir ekki mjög föst í flokksfylginu. Ungfrúin &r vel máli farin og tölu- vert skemtileg á ræðupallinum. * * * A laugardagskveldið i vikunni sem leið kviknaði i Dominion leik- húsinu í Winnipeg kl. 9.30 um kveldið, þegar húsið var 'fult af fólki og hefði því mátt búast við að hér yrðu meiðingar og rhanntjón, eins og oftast vill verða, þegar elds verður vart, þar sem margtVfólk er saman komið. En til allrar ham- ingju fór hér á aðra leið. Þegar kl. var hálf tiu um kveldið kom skop- leikarinn Lew Pearce fram á leik- sviðið, hægur og stiltur og áttu all- ir þess von, að nú ætlaði hann að gera eitthvað, sem fólkið gæti hleg- íð að. Það varð nú samt ekki í þetta sinn, heldur sagði hann því að elds hefði orðið vart og hlyti hann að vera annaðhvort i leikhúsinu ein- hversstaðar, eða þá i næstu bygg- ingu. Eldurinn væri mjög litill enn þá, en það væri best að gæta allrar varúðar og hefði þvi leikhús- stjórinn beðið sig að skila því til fólksins, að hann óskaði að það færi alt út úr húsinu, því skeð gæti að svo mikið yrði úr þessu, að hættu gæt.i af staðið. Sagði hann þetta svo stillilega og á þann hátt að enginn varð hræddur og varð því enginn troðningur og stjórnleysi, eins og oftast vill verða, þegar eitthvað líkt kemur fyrir, en allir komust út án þcss nokkur maður yrði fyrir slys- um. Eldurinn magnaðist all-mikið rétt eftir að fólkið var farið út og er áætlað að tánið nemi nálega S40.000. * * * Hon. J. G. Coates stjórnarfor- maður í New Zealand kom til Win- mpeg í vikunni sem leið ásamt frú smni. Voru þau á heimleið frá sam- veldisþinginu, Sem haldið var í London í haust, þar gem mættir voru stjórnarformenn allra breskra þjóða. Mr. Coates flutti ræðu í Winmpeg fyrir Canada Club. * * * Blöðin flytja margar fréttir af ýmstim kostaboðum, sem hinum unga sundmanni, George Young frá Toronto, hafi verið gerð af kvikmyndafélögum í California, sem endilega vilja ná í hann til að sýna hann í kvikmyndum. Sumir þykjast sjá að innan fárra daga eigi hann kost á að fá að minsta kosti $80,000 frá þessurn félögum. Það lítur því heldur vel út fyrir þessum unga manni. * * * Aukakosningar til fylkisþingsins í Saskatchewan fóru fram i Saska- toon hinn 22. þ. m. til að kjósa mann í staðinn fyrir Hon. A. P. McNab ráðherra opinberra verka, sem sagt hafði f sér. Fór kosning- in þannig að þingmannsefni íhalds- flokksins, Iloward McConnell, fyr- verandi borgarstjóri í Saskatoon var kosinn með 1000 atkvæðum fram yfir gagnsækjanda sinn, John L. McDougal, sem í kjöri var af hálfu frjálslynda flokksins. Saska- toon kýs tvo menn til fylkisþings- ins og eru þeir nú báðir tilheyrandi íhaldsflokknum, þó sá flokkur sé fámennur á fylkisþinginu í Sask- atchewan. iðlesa: Miss Aðalbjörg Johnson, Mr. Gísli Johnson, séra Ragnar E. Kvaran og Mr. Sigfús Halldórs frá Höfnum. Byrjað verður stundvís- lega kl. 8.30. Konur geta prjónað og saumað, karlmenn fléttað reipi ef vilja. / Listz’inafélagshúsinu. Undanfarna viku hefir ungfrú Júlíana Sveinsdóttir haft sýningu á nýjustu myndum sínum í einu af herbergjum Listvinafélagshússins. Myndirnar, sem hún sýnir þarna, eru ekki sérlega margar, en yfir þeim er alvara og festa, meiri en maður á hér að venjast. Er það mjög eftirtektavert. hve ungfrú Júliana er stefnuföst og vinnur af mikilli staðfestu, til að fullkomna sig æ betur og betur í list sinni. Þessar myndir úngfr. Júlíönu bera vott um mikla kunnáttu og “kultur:” Sjái menn það eigi af landlagsmyndunum, er ómögulegt að komást hjá því, að sjá það af eftirmynd þeirri hinni miklu, er hún gerði suður í Róm í fyrra, og getið hefir verið um hér í blaðinu. — í landslagsmyndum hennar er ekkert af þeim yfirborðsgljáa, sem menn nota stundum hér til þess að gylla verk sín i augum almennings. í stað yfiborðs-vinnu og tilviljana, sem ber stundum mest á, á málverkasýn- ingum hér, stefnir hún að því, að sýna sviptign og festu.í formi lands- ins, að ná. djúpum, hreinum og sterkum hreim i litina, skygnist yfirleitt eftir því, sem mikilfenglegt er i náttúrunni. Margar af myndunum vekja sér- staka athygli, svo sem myndirnar frá Vestmannaeyjum ; úr Fljótshlíð, af Þveráreyrum, sjálfsmynd og fleiri. — ViLeg hvetja menn til að skoða myndir þessar, sem mjög bera af mörgu því, er sýnt hefir verið hér á þessu hausti. —Mbl. íslendingar í Minneota og öðrum nýbygðum islenzkum i Minnesota- ríki, eru hér með vinsamlegast beðn ir að festa það í minni að skáldkon- an Maria G. Árnason i Minneotá, hefir tekið að sér útsöluna á þeim svæðum að hinni miklu Dakota- sögu ungfrú Thórstinu Jackson. Tekur Mrs. Árnason nú á móti pöntunum og afgreiðir þær tafar- laust. Andvirði bókarinnar, $3.50, verður að fylgja pöntun hverri. Landar ættu að afla sér bókar þess- arar, sem fyrst, því óðum gengur á upplagið. 0r bœnum. Ársfundur Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg, var haldinn á þriðju- dagskveldið i þessar viku Fulltrú- ar fyrir næsta ár voru kosnir: Dr. B. J. Brandsson, A. C. Johnson, Al- bert Wathne, T. E. Thorsteinsson og Halldór Bjarnason. Djákpar: S. O. Bjerring, Jak. Johnston. Mrs. O. Swainsson, Mrs. Guörún Jó- hannsson og Mrs. L. S. Lindal. Frá fundinum verður nánar skýrt í næsta blaði. Raðskona oskast a gott heimili úti í sveit, nálægt smábæ. Ritstjóri vísar á. Hið síðasta spila og danskveld West End Social Club, dró að sér allmikið fjölmenni og skemti fólk sér yfirleitt hið bezta. Verðlaun í spilasamkepninni unnu Mr. J. Ol- son, Miss Svava Sigurðsson, Mrs. Berg, Mr. Jónas Jónasson; Mrs. J. A. Johnson, og Otto Guðmundsson báru sigur úr býtum i balloon dans- inum, er öllum þótti hin bezta skemtun. Aðsóknin að samkomum þessum, virðist fara stöðugt vax- andi. Jóhann Paulson frá Lampman, Sask. var staddur í borginni í vik- unni sem leið. Hann er einn þeirra íslendinga, sem lengst hafa verið í Vestur-Canada. Kom til WHnnipeg 1875 °S hefir verið hér síðan nema nokkur síðustu áyin, að hann hefir átt heima í Saskatchewan. Þjóðræknisdeildin Frón hefir á- kveðið að bjóða mönnum til sin á kvöldvökunni, mánjidagskveldið, hinn 31. janúar. Verður þar lesið upphátt fyrir fólkið að gömlum og góðum sið, gamalt og nýtt, fyrir gamla og unga. Á mánudagskveld- Sæmundur Borgfjörð andaðist á þriðjudagsmorguninn hinn 25. þ. m. að heimili sonar síns og tengda- dóttur, Mr. og Mrs. Th. S. Borg- fjörð að 832 Broadway Ave. Win- nipeg. Jarðarförin fer fram á föstu- daginn í þessari viku kl. 2.30 frá Sambandskirkjunni á Banning St. Aðstandendurnir óska að blóm, séu ekki send til að leggja á kistuna. Sæmundur Jónsson Borgfjörð var orðinn gamall maður, kominn á annað árið yfir áttrætt. En hann naut allrar æfi ágætrar heilsu, þang- að til nú fyrir fáum dögum, að hann lagðist banaleguna. Hánn var einn af þeim fáu gömlu mönnum, sem maður hittir æfinlega glaða og ánægða og hann vildi að allir aðrir gætu líka verið það. Um hann má óhætt segja, að hann naut glaðrar og góðrar elli hjá syni sinum og tengdadóttur og börnum þeirra, þar sem hann átti heima mörg síðustu árin; enda kunni þann vel að meta það lán, sem hann þannig naut og var ávalt glaður og góður, þó ellin færðist yfir hann. 1 þetta sinn er þess ekki kostur, að minnast hins dána öldungs að nokkru ráði. Sjálfsagt má segja að dauða hans bar ekki að vonum fyr, svo háaldraður seni hann var, og einnig að hann hafi þegar aflokið sinu dagsverki. En slíkar röksemd- ir eru hans mörgu vinum ekki alveg nægilegar. Þeir sakna hins glaða og góða gamla manns og vildu svo fegnir hafa mátt eiga lengri samleið með honum. Palladómar um brezka ráðherra. Alfred G. Gardiner, fyrrum rit- stjóri á Englandi, hefir skrifað stuttorða lýsingu af þeim mönn- um þjóðar sinnar, sem þar voru mestu ráðandi um áramótin síð- ustu og eru enn. Fylgja þessar nannlýsingar hér með í lauslegri, og lítið eitt styttri þýðingu. Stanley Baldwin, stjórnarfor- maður og leiðtogi neðri málstofu brezka þingsins: Stundum virðist manni hann spámaður, kominn beint frá Sínaí með nýjan boðskap, en annað veifið finst mánni hann vera per- sóna, sem ófyrirsynju hafi vilst inn í dularhe'im hins mikla brezka þings. Ástæðan til þess, að Mr. Baldwin kemur ýmsum pólitiskum höfðingjum dálítið undarlega fyr- ir, er sú, að hann er sjálfur minna pólitiskur í hugsun sinni og inn- ræti, heldur en nokkur annar maður, sem á Eglandi hefir kom- ist í slíka stöðu, sem Mr. Baldwin nú hefir. Hgnn vill vel, en hann getur ekki ávalt gert það ljóst, hvað fvrir honum vakir. Hann fer oft me'ir eftir tilfinningu hjartans, heldur en skynseminni. Maður getur ekki látið sér falla illa við hann, jafnvel þótt maður reyndi til þess af öllum kröftum. Mér fellur vel að sjá hann á gðngum sínum út um skóga og hæðir, eins og hann vanalega ger- ir í vikulokin. Hann er ávalt' éin- samall, að undanreknum þessum tveimur karlmannlegu, þögulu verum, sem jafnan fylgja honum álengdar. Á hattinum heldur bann í. hendinni og hefir ávalt pípuna í munninum. Segist aldr- ei hafa borgað meira en 25 cents fyrir reykjarpípu. Tekur löng skref þegar hann gengur hverja míluna eftir aðra og nýtur í rík- uin mæli heilnæmi loftsins. Hann er sannur Englenndingur og elsk- ar föðurlandið einlæglega. L. C. M. S. Amery, nýlenduráð- herra:— Ef eg væri beðinn að benda á áhrifamesta manninn í brezka ráðuneytinu, þá mundi eg nefna þann mann'inn, sem óaðgengileg- astur er og minstra vinsælda nýtur. Almenningur þekkir nú Leopold Charles Maurice Sennett Amery að eins að nafninu til. Jafnvel hreysti hans og hug- rekki hefir ekki orðið þess vald- andi, að hann næði alþýðuhylli. Það var einu sinni á stjórnmála- fundi, þar sem hann var að halda ræðu, að einhver tók fram í fyrir honum, og kallaði hann lygara. Mr. Amery gerði sér lítið fyrir, hljóp ofan af ræðupallinum og barði á þessum ósvifna náunga. En hvorki varð hann af þessu verk'i frægur né ófrægur. Hvers- aagslega er hann góðlátlegur, en þegar hann kemur fram opinber- lega, er hann kaldur og ósveigj- anlegur, laus við alla glaðværð og fyndni á ræðupllinum, og þyk- ir því ekki skemtilegur. Það er því hægt að gera sér gréin fyrir því, að hann nýtur lítilla vinsælda og eins er hægt að skilja, hvers vegna hann er áhrifamaður. En hann hefir það til að bera, sem fáir menn í opinberum stöð- um hafa, og enginn í ráðuneytinu í svipað þvi eins ríkum mæli, að hann sér hlutina glögglega eins og þeir eru, og hefir ávalt fastan og ákveðinn tilgang. Hann er ekki að fást um afleiðingarnar, en heldur sitt strik og þrengir fram málstað sínum af öllum kroftum; Qg hann hefir lært að skilja, að hans eigið sannfæringarafl og fullvissa um réttmæti sinna eigin skoðana, er sterkt afl og reynist vel til að þröngva skoðunum sín- um 'inn á félaga sína, sérstaklega ef þeir hafa engar sjálfir. Hann er reglulegu StórjBreti. Brezka ríkið hervættt frá hvirfli til ilja, sem sérstæð heild út af fyrir sig og þurfi ekkert til ann- ara þjóða að sækja, en éiga að vera og sé öllu æðra. það er hans mikla hugsjón. Að hann fari að leggja Þjóð- bandalaginu nokkurt liðsyrði, kemur ekki til mála. Eins og brezka ríkið sé ekki Bretum nóg? Ekkert pappírs bandalag, heldur það eitt, sem eðlilegt er og 'bygt á traustum og eðlilegum grund- velli. Traust og járnvarið brezkt bandalag. Sir Austen Chamberlain, utan- ríkis ráðherra og aðstoðar leið- togi neðri málstofunnar:— Nýjar hugmyndir eiga ekki við hann. Hann er seinn að skilja þær og tekur sér það nærri. Hann tilheyrir gamla tímanum og læt- i>r sig ekki drevma um nýja tíma. Er enginn loftkastalamaður. . Winston Spencer Churchill, f jármálaráðherrra:— “Aðal munurinn á honum og kettinum er sá, að kötturinn hefir að eins níu líf” mundi Mark Twain segja. Sjálfur hefir Chur- ch'ill sagt, að í stríði séu menn drepnir að eins einu sinni, en á orustuvelli stjórnmálanna hvað eftir annað. Hann er að eins fimtugur. Það er sjaldan mikið fyr, sem verulega fer að bera mikið á mönnum á sviði stjórnmálanna. Á þeim aldri var Baldwin óþektur og Bonar Law valdalaus, en Churchill hefir þrjátíu ára stjórnmálareynslu að baki sér, sem svo er sögurík, að þar er efni í heila tylft vanalegra æfisagna. . . . Hann hefir skift um fylgi við stjórnmálaflokkana. Komst til valda fyrst á vegum frjálslynda flokksins, sem nú treystir honum ekki. Hefir líka komið sér misjafnlega í herbúð- um íhaldsmanna. Verkamanna- flokkurinn hatar hann hreint og beint, enda hefir hann verið þeim flokki óvinveittur og 'illvígur í hans garð. í Churchill þykjast verkamennirnir sjá annan Musso- lini. Nú, á bezta aldri, er hann vafalaust atkvæðmesti mður í þ'inginu. Líkurnar sýnast allar benda i þá átt, að hann verði síð- ar húsbóndi að nr. 10 Down'ing stræti. . Sir William (“Jix”) Joynson- Hicks, innnanrikis ^ráðherra — Þegar fyrst fór að bera á Mr. Hicks — Joynson nafnið fékk hann með konunni — hneigðist hugur hans mjöf að stefnu þéirra manna, sem lengst vildu ganga í breytinga og umbóta áttina, hann var þá “radical”. Þegar hann tók við embætti sínu, stóð töluvert til fyrir honum. Hann ætlaði að hreinsa til í félagslífinu á hinum hærri stöðum. Þeír sem gerðu sig seka i drykkkjuskap, spiluðu upp á peninga og væru að slarka um nætur á klúbbunum, þeir áttu al- varlega að verða þess varir, að það væri þó að minsta kosti einn Sankti George á Englandi, sem ekki léti slíkt athæfi viðgangast. Hans þunga öxi hefir samt enn ekki riðið að rótum trjánna. Það hefir alt af einhver sterk hendi af- vopnað hann, án þess nokkuð bæri á því, og hann mun hafa lært það, sem marga grunaði áð- ur, að “Puritanismi” og “Tory- ismi” eiga ekki samleið, og það tjáir ekki að deila við náungann um mat hans og drýkk. Jarlinn af Birkenhead, Indlands ráðherra:— Enginn hefir verið honum meiri leikari á vorum dögum. Hann er blátt áfram æfintýramaður og kannast við það. Hans pólitiska saga er ekki ósvipuð dálítið létt- úðarkendu æfintýri. Hann hefir heilann í höfðinu, eins og Lady Axford sagði um hann. og þeirra, sem miður gekk og erf- itt áttu uppdráttar. Hann fór að gefa sig v'ið opin- berum málum. Byrjaði á því, að sækja um bæjarskrifara embættið í Elwood, Ind. Mótstöðumaður hans komst að því, að hann hafði ekki gengið á skóla nema að eins eitt ár á æfi sinni, og sagði, að það gæti ekki komið til nokkurra mála, að kjósa mann 1 þetta em- bætti, sem svo væri óupplýstur. Dav'is játaði, að lítið hefði hann gengið á skóla, en kvaðst reiðubú- inn að ganga undir próf hjá hvað skólakennara sem væri, ef þess væri óskað, svo sannast mætti, hvort hann væri nógu vel al sér eða ekki til að gegna þessu em- bætti. Þegar Harding forseti fór að veigameiri áhrif, ef þjóðarbrotin sendu góða glímuflokka hvort til annars. Að minsta kosti myndu þau áhrif strax sjáanleg. Enda tel eg það víst, að Vestur- sem Austur-íslendingar sjái nauðsyn- ina á þessu, vegna hins mikla á- gætis, er af því mætti leiða, og taka höndum saman um, að hrinda þessu í framkvæmd. Undirbúningstími er meir en rægur, ef nú þegar væri byrjað að vinna að þessu. Vestur-íslend- ingar þyrftu að skipa nefnd manna, sem tæk'i á á móti flokkn- um að heiman, þegar til Vestur- heims kemur, semdi ferða- og sýn- inga áætlanir fyrir hann, og jafn- vel hefði mann eða menn, sem ferðaðist með þeim t'il leiðbein- inga. Það gætu til dæmis verið líta sér eftir manni til að fylla þá \ vestur-íslenzkir glimumenn, sem James J. Davies. Hann hefir verið verkamála- ráðherra í Washington síðan Harding varð forseti, eða í nálega eex ár. Það er ekki mjög oft, að menn gegna sama- ráðherra em- bætti í Washington í mörg ár, en Mr. Davis hefir reynst töluvert úthaldsgóður. En hver sem af- skifti hans síðar meir kunna að verða af stjórnmálum Banda- ríkjamanna, þá er það víst, að aldrei verður hann forseti og heldur ekki varaforseti. Árið 1924 gerðu vinir hans töluvert al- varlegar ráðstafanir í þá átt, að fá hann útnefndan, sem varafor- setaefni. En þegar til hans eigin kasta kom, sagði hann þessum vinum sínum, að það væri að vísu einstaklega fallegt af þeim, að vilja styðja að því ð hann næði þessu virðulega embætti, en hinu skyldu þeir ekki gleyma, að hann væri fæddur í Wales á Englandi. Skömmu eftir þetta kom Mr. Davis til Pittsburgh, þar sem for- eldrar hans eiga heima, og sagði þeim að það hefði verið komið býsna nærri því, að hann yrði út- nefndur sem varaforsetaefni Bandaríkjanna. Gömlu konunni vrrð mikið um þetta og sagði við mann sinn, með grátstaf i kverk- unum: “Ef þú hefðir bara feng- ist til að fara til Ameríku, þegar eg vildi fara, þá yrði sonur okkar nu bráðum varaforseti Banda- ríkjanna.” Mr. Davis var fæddur í litlum verksmiðjubæ í Wales fyrir 53 árum. Þar höfðu faðir hans og afi unnið í járnverksmiðju. Þeg- ar litli James J. Davis var átta ára afréðu foreldrar hans að fara til Ameríku, en þangað vildi James litli með engu móti fara. Hann tók þá það ráð, að fela sig undir rúminu, þegar að því var komið, að leggja af stað, og fann móðir hans hann þar og tók um fætur hans og dró hann undan rúminu, Litli James reyndi að halda sér í hálf óslétt gólfið, en það varð ekki til annars en þess, að greni- flísar rákust upp honum og meiddi töluvert. Þannig stöðu að vera verkamálaráðherra í Washington, þá valdi hann James J. Davis. Þótti honum vel við eiga, að velja til þess mann, sem enn var góður og gildur meðlimur verkamannafélaga og þeim vin- veittur, en var nú orðinn efnalega 1 sjálfstæður og fram yfir það og I nú frekar iðjuhöldur en verka- maður. Leit forseti svo á, að hér væri hann að þræða hæfilegan meðalveg og hafði auk þess mikið álit á manninum. í fyrravetur, þegar kolaverk- fallið stóð yfir, virtist bera mik- ið á Coolidge forseta og Mr. Hoov- er, þegar til þess kom að koma þar á samkomulagi, en um það, sem Davis gerði í því sambandi, var niiklu minna talað. En þegar til leikslokanna kom, þá var það þó hann, sem mest áhrif hafði og mestu réði um úrslit þessa mikla verkfalls. Það hafa nokkur fleiri verkföll átt sér stað í Bandaríkjunum ný- lega, sem teljast mega töluvert al- varleg. En nú hafa þau öll verið til lykta leidd á einhvern hátt, og Mr. Davis hefir jafnan átt mikinn hlut í því, að koma á friði og samningum, sem viðunanlegir eru fyrir alla Llutaðeigendur, og það er vafasamt, hvort nú er nokkurs staðar til verkamálaráðherra, sem jfngilda ástæðu hefir til að vera árægður, e'ins og James J. Davis. Auk verkamálanna hefir Mr. Davis haft mikil afskifti af inn- flutningsmálum Bandaríkjanna á síðari árum. Hann hefir þar mestu ráðið og aðallega stjórnað þeim. Og hver mundi vera betur til þess fallinn, heldur en drengurinn, sem einu sinni var dreginn undan rúminu sínu í Wales og fluttur nauðugur til Bandaríkjanna? 1928 hér. 1930 heima. Fyrir nokkrum dögum síðan fékk eg bréf frá formanni Iþrótta- sambands íslands, sundkappanum og íþróttavininum Benedikt G. Waage. Hann minnist þar á, að íslendingar muni senda öflugan glímuflokk til Olympíuléikanna í Amsterdam árið 1928 og að mjög væri æskilegt, að flokkur sá gæti far'ið hingað til Vesturheims og sýnt glímur í íslendingabygðunum hér, að loknum leikunum í Amst- erdam. Enn fremur, að mjög ætti I þá vel við, að Vestur-lslendingar í hendurnar á, vji^u gjalda í sömu mynt og senda hann sig því j giímuflokk til íslands á þúsund lagði hann af j £ra hátíðina 1930. stað til fyrirheitna landsins, með | Að ísiendingar beggja meggin særðar hendur og sært skap. ] megin hafsips, skiftust á um að James J. Davis var að eins U’senda slíka glímuflokka hvor'ir til ara, þegar hann fór að vinna að' sömu iðn og faðir hans gerði og afi hans hafði gert. Þegar hann var 16 ára, var hann tekinn inn í félag þeirra manna, sem að járn- steypu unnu, og það leið ekki á löngu, þangað til hann þótti flest- um mönnum betur að sér í iðn sinni. Stundaði hann hana í mörg ár, fyrst hjá öðrum, byrjaði svo á járnbræðslu fyrir sjálfan sig. Varð þessi atvinnugrein svo föst í huga hans, að enn í dag hættir honum við að tala heldur mikið um hana og sjálfan sig sem verkamann, að núverandi fé- lögum hans, eða því fólki, sem hann nú aðallega umgengst, þyk- 'ir oft nóg um. Mr. Davis settist að í smábæn- um Elwood, Ind. Hann vann sér inn mikla peninga og hann fór vel með þá. Lagði þá í gróðafyr- irtæki og hepnaðist vel að verða á fáum árum auðugur maður. En hann lagði peninga sína éinnig í önnur fyrirtæki, sem ekki miðuðu í þá átt að græða fé, heldur að bæta hag almennings, verkafólks annars, er hið mesta heillamál. Ekki að eins frá íþróttalegu sjón- armiði og útbreiðslu þeirri og þekkingu, er það myndi afla hinni íslenzku glimu, heldur og frá hréinu og beinu þjóðræknislegu sjónarmiði. Hvað myndu ékki slík- ir flokkar hvor um sig geta af- rekað í þjóðræknis þarfir? Flokkar, sem skipaðir væru völd- um, ungum íslenzkum afreks- mönnum, fullum fjöri og æskunn- ar eldmóði. Drengjum, sem bæru vinarorð mill'i Vestur- og Austur- Islendinga, og knýttu og styrktu þjóðernistaugarnar beggja megin hafsins. Það hefir verið ( töluvert bæði talað og skrifað um, að íslending- ar heima og hér skiftust á náms- mönnum. Það er gott mál og sjálfsagt. Mætti af sér leiða fyllri skilning á skyldum þeim, er vér berum gagnvart fóósturjörðinni og kvöðum þeim, sem á oss hvíla hvor til annars, hvar sem vér erum. IPersónulega hefi eg það álit, að það gæti haft enn þá betri og þá um leið tækju þátt í glímusýn- ingunum til uppörvunar. Einnig gæti það mikið hjálpað, að vestur- íslenzkir piltar úr þeim bygðar- lögum, þar sem flokkurinn sýndi, glímdu við piltana að heiman. Það mundi og auka áhugann fyrir sýningunum. Helzt þyrftu þeir þí að t'ilheyra einhverju glímufé- lagi. En hitt er vafalaust, að heimtað verður af þeim, að þeir séu “þrekerjar” (amatturs), því engum “þróttyrkjum” (professi- onals) yrði leyt að taka þátt í leik- um slíkra flokka. Kostnaður við móttöku og ferð- ir flokksins að heirnan verður auðvitað nokkuð mikill, en ætli á- góðinn af sýningum gæti ekki nokkurn veginn borið hann? Því engan vafa tel eg á því, að flokkn- um yrði vel tekið hér vestra og landar myndu flykkjast að sýn- ingum þeirra og jafnvel hérlend- ir menn. Heillavænlegast tel eg og víspst til róttra framkvæmda, að Þjóð- ræknisfélagið í samráði við glímu- fél. “Sleipnir” og önnur glímufé- lög hér vestra, vildi taka að sér móttöku og umsjón flokksins. Þá ætti þessu fullkomlega að vera borgið. Þau gætu komið sér sam- an um nefnd, sem ava að vörmu spori tæki til starfa. Nefnd sú myndi þá setja sig í samband við fþróttasamband íslands, eða for- mann þess„ herra Benedikt G. Waage, P.O. Box 546, Rekjavík, og síðan í félagi undirbúið málið og komið því í framgang. Vestur-íslendingar! eg hefi góða von um, að þið sjáið þetta í sama ljósi og eg geri, takjð það að ykk- ur og fylgið því fram til sigur , því svo mjög þekki eg hinar djúp- greyptu þjóðræknistaugar ykkar. Um glimuflokk þann, er sendur yiði þá heim héðan árið 1930, hefi eg það að segja, að eg tel víst, að íþróttasamband íslands myndi endurgjalda með því, að taka al- gjörlega að sér móttöku slíks flokks og sjá um hann og sýning- ar hans að öllu leyti á meðan hann væri á íslandi. Sá flokkur þarf ekki einungis að vera vel æfður, heldur og mjög vel samæfður, ef t'il sóma skal verða. Það er því enn nauðsyn- legra en nokkru sinni áður, að Vestur-íslendingar æfi nú glím- una af kappi og forsjálni. Komi upp sem flestum glímufélögum með því takmarki, að hafa sem flestum og beztum glímumönnum á að skipa til íslandsferðar 1930. Félög þessi verða að hafa svo mörg leikmót sem mögulegt er og fá önnur félög til að sýna og keppa á þeim léikmótum, ef úr nokkru verulegu á að vera velj- andi, þegar að því kemur að senda flokk heim. Hefjist nú handa og haldið uppi fullkomnum sóma Vestur-lslendinga. Þess ann eg vel Vestur-íslendingum, að þeir gætu sýnt á þúsund ára hátíð okk- ar, að þeir væru engu síðri Islend- ingum heima að leikni og kunn- áttu í þjóðariþrótt okkar, glím- unni. Með miklum og góðum æf- ingum má slíkt takast. Það er á ykkar valdi, Vestur-fslendingar, hversu marga og ágæta glímu- menn þið framleiðið. Ef þið vilj- ið taka ástfóstri við glímuna og gefa henni frístundir ykkar af heilum hug og æfa, æfa, æfa, þá er engin ástæða að efa það, að þið getið haft yfir eins góðum glLmu- mönnum að ráða hérna megin hafsins eins og heima, á Fróni. Ekkert fæst án erfiðis. Og hug- ljúfara er hreystinni að hlaupa á brattann, heldur en hopa niður brekkuna. iStaddur í New York, hinn 12. dag janúarmán. 1927. Jóh. Jósefsson. 1

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.