Lögberg - 24.02.1927, Blaðsíða 7

Lögberg - 24.02.1927, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. FEBRÚAR 1927. Bls. 7 Hendur Sárar af Saxa Berið dálítið af Zam-Buk á hendurnar handleggina til að græða sárindin og koma í veg fyrir þau. Það reynist vel. IZam-Buk er gert úr heilnæm- um jurtum, sem draga úr svið- ann og bólguna og gera húðina sterka og heilbr'igða. Zam-Buk læknar fljótlega frostbólgu og allskonar sárindi á. hðrundinu. Það er betza og handhægasta meðalið til að lækna skurði og alla hörundskvilla. Kvef. Hafir þú kvef, þá láttu Zam-Buk í lófa þinn og andaðu því svo að þér. Ef það er fyrir brjóstinu, þá hitaðu Zam-Buk ofurlítið og berðu það svo á brjóst'ið kvelds og morguns. MÝKIR og GRÆÐIR VER BLÖÐEITRAN Brotasilfur. Eftir Lárus Guðmundsson- ÞaS veröur máské ekki nógu fræðandi eSa boðlegt íesendum blaðsins, það sem eg hefi í hyggju ag rita um. En samt er þannig lag- að, sem fyrir mig 'hefir boriö á mínu hátiða-ferðalagi, að út frá því mætti draga ýmsar ályktanir, og þessvegna tek eg pennann i hönd. En ef þú, kæri herra ritstjóri ekki álítur það þess virði aS birta það þá erum víð jafn góðir vinir eftir sem áður. Frá heimili minu, Árborg, Man. fór eg hingaö upp til Winnipeg s.l. aðfangadag jóla, og var í gleöi og glaumi það kveld hjá Halldóru dóttur minni (Mrs'. Jakobsson) var þar mjög fagurlega skreytt jólatré hlaöiö gjöfum, sem var gleði bæöi mér og mörgum fleirutn, og enda þótt hæst ptígi ánægjan bjá lítla dóttursyni mínum—eins og öllum blessuöum börnum við það tæki- færi, — þá fanst mér, eins og ætíö endra nær að það fylgdi jólahátíö- inni að allír yröu að börnum. Börn- um í guði, ixirnum i hjartanlegri trúarmerkingu nær skapara sínum og fööur, þá en nokkurn tíma ann- an á árinu, þvi þessi 'blessaða há- tíð með fijllum sanni kalilast heilög jól. Á jóladaginn var eg í brúðkaups- veizlu hjá gömlum innlendum vini mínum, og haföi hann nokkru áður sent mér prentaö bréfspjald niður til Árborgar. Þar var vel veitt og glaumur og skemtun mikil, um 40 ■—’50 boðsgestir, og enginn skortur —50 boösgestir, og engra eftirbátar virtust mér konur og meyjar þar við bjórdrykkjuna, og alt ööru vísi en eg átti að venjast í gamla d'aga, t>egar vínsalan var leyfö í þessari 'borg., Eg kom þá oft -inn að drykkjuborðum með kunningjum ntínum hér á hótelum og tók glas nteð þeim, en aldrei sá eg konur eöa unglinga hanga þar við boröin. En þaö er öðru nær, en aö hér sé farið i felur með drykkjuskap eöa sölu áfengra drykkja nú- Það má heita alstaðar selt, og alstaöar drukkiö. Og það er sannfæring niín, hvað sem hver segir, og hvernig'sem aörir kunna aö líta á þetta alvarlega mál, að alt þetta vínibanns-kák, sem nú á sér staö, hafi orðiö—og verði— stór bölvun °g plága fyrir framtíðarheill og þtoska ungu kynslóöarinnar. Áöur var drúkkiö í opinberum stöðum, sem greiddu stjórnum lands og héraða háar upphæöir fyrir sölu- \eyfið, og hver maður gat kosið sér 0&vikið vín. Nú eru heimilin orðin a® drykkjukrám, konurnar selja og veita vín, en bænda-garmamir ^asla úti, og um alt eru pukurs- P'áss, þar sem ófullþroska piltar og stúlkur sitja við bjórdrykkju og Vlndlinga reykingar fram á nætur. •^'t vitanlega i óleyfi, og gersam- plássum. Og rambar svo fram af því, einn góðan veðurdag hálf full upp á brúðarbekkinn með einhverj- um drykkjubróður sínum, sem ekki er þá heldur oröinn skóbótar- virði til þess aö hefja lifsbaráttuna sem ærlegur, dugandi maður fyr- ir landið og þjóöfélagiö. Svo fara þessar persónur að geta börn, sem verða vaúþroska til sálar og lík- ama að öllu uppeldi sleptu. Þetta ef hræðilegasta tjóniö- Og alt svo lengi sem þessu vinbanns-káki held- ur fram, þá skapar það 9 af hverj- um 10 af ungdóminum til þess að verða drykkju-menn og konur, en mieö löglegri vínsölu, sem áður var, þá fer talan trauðla fram úr 1 af 10. Þaö er eindregin sannfæring mín aö eina ráðiö við þessari plágu sé þaö, aö lögleiða opinbera sölu á- fengis eins 'Og* áður var, og aö þeir menn, sem uppvísir yröu að því aö veita þar unglingum vín, mistu óöara söluleyfið og sættu afar hárri sekt. Og ölföng ættu þá að veröa langtum ódýrari en nú á sér staö, og þá yrði hægarleikur aö útrýma öllum fjandans leyniholum, en fyr ekki hvaö sem hver segir. Reynsl- an er búin að sanna það. Líklega er það ekki í frásögur færandi þó eg dveldi vikutíma hjá mági mínum N. Ottenson og önnu systur í River Park, sá staður er svo þektur aö gestrisni og alúö, aö þar gerist engin þörf á fjölmælgi, allra sízt af mér svo nátengdum. En ætti eg að rita um ýmsar endur- minningar frá samfundum og sartl- verutíð okkar mága, þá yrði þaö heill Jónsbókar-lestur og slíkt býð eg engu blaði. Samt veit eg þaö, að I slíkur snillingur, sem Gísli Kon- ráösson fróði, hefði getað samið skemtilega sögu um Nick, og aö mörgu ieyti er han svo sérstæöur ísiendingur í okkar hóp, að hann verðskuldaði góöa frásögn. En eg verö að eftirláta það öðrum færari, og mín frásögn mundi máské álitín hlutdræg. Hann er gerður úr svo mörgum efnum — eins og við sum- ír fleiri, aö vandi er að setja saman rétta mynd, En eitt er sem gnæfir öllu hærra, íslenzka stuðlabergið í andl. og líkamlegri merkingu. Enda er hann fæddur og uppahnn við Látrabjarg, og hefir mótast af því rísasmíði náttúrunnar. Og aldrei hafa hlývindar eöa sólarljós cana- diskrar velsæmdar getað mariö eöa meirt hans stálharða, íslenzka eðli Hann er ram-íslenzkur Vestfirð- ingur, stórSrotinn rausnarmiaður með höföingslund. Reglulegur Geirmundur heljarskinn okkar landlnámsmanna. Ekki samt nærri því eins ríkur, og hann var, enda segist mágur minn ekki gefa fjand- ann fyrir það, að flytja neitt með sér í gröfina, einungis að hafa nóga peninga' til þess að hafa glaðar og góðar stundir fyrir sig og vini sína, og þeir eru nú orðnir töluvert margir, vinirnir hans Nick míns. En það hefir hann líka; ætíð nógir peningar hjá Nick. Hann kom frá íslandi árið 1887 þá 17 ára gam- all og aö þreki og karlmensku flest- um framar. Er því búinn að vera í þessu landi 40 ár næsta sumar, og meiri part af þeim tíma umsjónar maður River Park. Á ágætt bóka- safn yfir allar fomíslenzkar bók mentir, og töluvert yfir nýrri, eöa nútíðar. Og þó hann sé ekkr'eftir því sem eg bezt þekki, neinn af- skaplegur trúarberserkur, þá á hann í fórum sinum allar fjórar elztu biblíurnar, og byrjar þar á þeim fræga Guðbrandi Hóla-bisk- upi, ahar í sterku skinnbandi með látúnsspennum. Og þarna segi eg að hann gæti rekiö stampinn á hvern einasta Pétur og Pál, sem hér eru að hræra í trúarmálagrautn- um. lega ómögulegt fyrir eftirlitsmenn aganna viö þetta að ráöa. Ef ein- UTn staönum er lokað, þá opnast annar jafnharðan, Ekkert aöhald 2a trygging er til fyrir því/aö vín sem seld eru þannig, séu hfein 0g ósYÍkm. Þótt menn verði 1 hndir, heyrnarlausir og jafnvel steindrepist eins og mörg dæmi eru !\ af afleiöingum þes’sa banvæna y olPs> þá er ómögulegt upp á aö > a^a- En þetta er ekki þaö versta ^minuni augum. Það allra átakan- gasta og sorglegasta er það, viö jr a Pukur-sölu, aö hálfþroskaö- P' tar og stúlkur eru i hópum »lr a stað á veg glötunar og •l .1 eggingar. Gætið aö .áhrifum jr Irrar móöur á komandi kynslóð- ; ’ Sfrn Pyrjar 15—16 ára aö sitja drykj;:nduöun’ fe,agsskap ^ið yKju °g reykingar á afkima Þaö verður stórt skarö vandfylt, fyrir rausn og glaöa heimsókn, þegar Nikulás mágur og Anna systir hverfa frá River Park. Litlu eftir nýár fór eg vestur til Baldur, sem er annar, að mestu ís- lenzkur ibær—kauptún—í þeirri fögru og farsælu Argyle-bygð. Er- indið var aö sjá og heimsækja gámlan vin minn, Markús Jóns- son frá Spágilsstöðum í Laxárdal, og þaðan er einnig hans ágæta kona ættuö, þau búa skamt norður af Baldur, þar dvaldi eg fullar þrjár vikur, en vegna kulda og gigt- veiki, sem greip mig svo 'heiftar- lega, gat eg ekkert ferðast um, og á þó nokkra vinni í þeirri bygð, sem mér hefði verið sönn ánægja að getá séð. Að unanteknu því, að eg dvaldi vikutíma hjá þeim hjónum Einari Laxdal, sonar Böðvars Lax- dals, sem margir kannast við hér í Winnipeg, en kona hans er Jóna, Móttir Markúsar, sem eg áöur gat um. öllum þeim gæðum, sem eg átti að mæta í báðum þessum stöö- um er mér ofvaxið að lýsa. Alúðin og einltegnin voru líftaugarnar í gegnum alt, og með hjartanlegri þakklátssemi mun eg lengi þess minnast. Þeir ibúá 'báðir IMarkús og Einar tengdasonur hans viö góð efni. Fengu ágæta uppskeru af löndum sínum s. 1. haust, en urðu eins og allur fjöldi bændia í þessu fyfUri fyrir afarmiklimi skemdum, meö nýtingu kornafurða, sökum afskaplegrar rigningatíðar, sem öllum er kunnugt um. Ekki ætla eg heldur að fara að telja fram eöa tíunda ilifandi pening hjá þessum bændum, þeir eiga fjölda margt af öllu því tæki. Einnig jarðyrkju- verkfæri og þreskivél. Borðin svignuðu undir staðgóðum mat, og aldrei sátu færri en átta við borð Markúsar, en hefði þurft aö vera 16 til þess að sýna þess einhver skil að þar hefði veriö aö sest. Markús á afar mikið af bókum, eg yar þar alla tíð lesandi, en hefði þurft heilt ár til þess aö kom&st í gegnum alt. T. d. á hann 20 bækur í þykku góðu bandi, sem alt eru íslenzk blöð að heiman—frá gamla Frónji—aö undanteknum gamla “Leif” sem gefinn var út hér á gömlu landnámstjðinni, og fyllir hann eina bókina enn af Þjóðólfif og ísafold á hann 18 bækur, frá fyrstu sniepilsstærð og þaö áfram með sívaxandi þroska. En bókin sem mér þótti lang vænst um, og eg heföi helzt viljað eiga var Sunn- anfari, 6 árgangar, 5 eftir okkar mesta og bezta fornfræöing t)r. Jón Þorkelsson, og sá sjötti og síðasti í bókinni eftir Þor- stein Gíslason. Allir eru árgang- arnir með myndum stórrnerkra manna, og kannaðist eg þar viö fjölda marga af mánaöartöflum sr. Rögnvaldar. Mér datt í hug að ef ritstjórar okkar ættu allan þennan andlega fjársjóð Markúsar liggj- andi hjá sér á skrifstofunni, að þá væri oft hægt að grípa til gamalla frásagna, og margra merkra við- burða, sem nú eru aö mestu falin í f jærsýni. Eg hekl að Markús kaupi allar bækur, sem út koma á ísl. máli, og einhvers eru virði, og bæði blöö okkar Lögberg og Heims- kringlu, einnig Sameininguna- Og þar sá eg fyrst og las Dakota-sög- una eftir Miss Þ. Jackson. En þeg- ar Markús réttir mér þá bók þá segir hann: “Þessa bók langaöi mig mikið til að sjá og eignast, en nú vildi eg helzt fleygja skruddu- fjandanum í eldinn, og skyldi glaö- ur gefa 5 eöa to dali til þess að hún fsagan) yrði rituð upp aftur af einhverjum trúveröugum manni.” Aö flestu leyti er eg samdóma vini mínum Markúsi, og nú eftir lestur bókarinnar, vil eg biðja les- endur blaðsins að sýna mér ofur- litla þolinmæði, því nauösynlegt er aö 'hispurslaust sé bent á þann ó- skaplega hroövírknisfrágang, rang- færzlur og hlutdrægni, sem þar á sér stað. Samt er eg ekki nú í svip- inn fær um að ganga eins' ítarlega í gegnum þetta, sem þyrfti. En svo mikiö veit eg meö fullri vissu, aö hægra er að fá áreiðanlegri gögn fyrir landnámi íslendinga í N. Dtk. og allri þroskasögu þeirra, en nokk- urrar annarar bygðar hér meðal vor. Og hversvegna grófst höf. sög- unnar ekki eftir þeim? Og hví ráðfæröi 'höf. sig ekkert við herra Ó. S. Thorgeirsson, sem er allra manna skýrastur þessu máli viö- komandi, og er búinn um 30 ára tímabil aö afla sér og safna þekk- ing, eins og almanök hanS bera með sér, og að mínu áliti, verður aldrei lannámssaga okkar rituð hér, svo i lagi veröi, nema bygt veröi á grundvelli þess mæta manns. Og öllum þeim gögnum sem hann hef- ir getað komist yfir. í öðru lagi eru 'hér til frásagna, og við land- námið riðnir — í Dakota — hk- lega allra fyrstu menn að sagn- fróðleik og glöggsæi, eins og Jónas Hall og Stefán Eyjólfsson á Gard- ar, séra Rögnvaldur Pétursson í Wpg- og skáldið St. G. Stephánson, og efalaust eiga þeir alt of lítið eftirlit með sögunni, og það litla sem þá snertir, þar líklega það eina ábyggilega. Ritháttur þeirra er augljós, hvar sem þeir stinga penna penna niður, og frábrugðin öllu samtínings gutli, sem landnema upptalningin ber með sér. í þriðja lagi er það, 'að jafnvel þó full 20 ár séu nú liöin síðan eg sá Dakota-bygð síðast, þá man eg svo glöggt legu hennar og ummál alt, að eg muni treysta mér til að ferðast á þeim flutningstækjum sem nú eru fyrir höndum,á io—14 dögum út í bvern krók og kyma, til að leita upplýsingar um hver miuni hafa sest að þar eða Jiér, af fyrstu landnemum. Höf. segist hafa verið i fjóra mánuði í Dak- ota að safna efni bókarinnar. En meira hefir hún treyst annara aug- um en sínum eigin í yfirliti land- námsins, sem mér finst þó vera grundvöllurinn, sem sagan byggist var. Landnáman sjálf. GrundvöH- urinn, sem á er bygt, og þá fer nú heldur að verða los á smíðinu. Og vitanlega alveg ómögulegt að koma þar nokkri gildri lögun á, nema rit- uð sé alveg ný saga. T. d. úr Garð- ar-bygð einni mun vanta alt að 30 landnema, 0g allstaðar annars stað- ar, meira og minna um vöntun og rangfærslur. Fjallabygð að mestu leyti kastað burt- Ekki með einu orði minst á Mou'se River-bygðina, sem aðallega var numin af Dakota íslendingum, og var Helgi Guð- mundsson frá Ölvaldsstöðum í Borgarhreppi fyrsti landneminn, áður búsettur í Dakota. Líka þekki eg nokkra Dakota landnema í kring um mig í Árborg, svo sem Stefán Guðmundsson, Job Sigurðs- son, Methúsalem, og eg ímynda mér að margir séu fleiri í Nýja ís- Iandi af frumbyggjum Dakota, er ekki eiga nöfn sín í bókinni, að undanteknum Tryggva Ingjalds- syni einum. Eg kom til þessa lands frá ís- landi árið 1887, og fór jafriharðan frá Winnipeg suður til Dakota í þreskingarvinnu. Þá heimsótti eg og gisti tijá gömlum vini mínum Sumarliða gullsmið Sumarliöasyni frá Kollabúðum vestra, síðast frá Æðey á Ísafjarðardjúpi. Eins allra merkasta manns að sálar og líkams atgervi sem í Dakota hefir dvalið, Frá Garðar fluttist hann til Milton og keypti þar landblett, siðast fór hann vestur að Kyrrahafi og er nú dáinn fyrir nokkrum árum; hans er að engu minst. Annar vinur minn að vestan sem eg gisti hjá það sumar var Sigurð- ur Sakaríasson frá Kambi í Reyk- hólasveit. Söðlasmiður og þjóð- hagi eins og hann átti kyn til. Hann hafði fest sér land og bjó þar með konu sinni en var þá búin að taka veiki, sem dró hann til dauða; hans er ekki getið, en bókin getur þess að HafHði Guöbrandsson frá Hvitadal hafi þar land numið. En sannleikurinn var sá að Hafliði ,gekk að eiga ekkju Sigurðar, og náði þannig tveimur flugum í sama ■högginu, konunni og landinu. Þetta sama sumar kyntist eg Snæbirni Hannessyni frá Hrísum í Hjelgafellssveit og sonum hans Hannesi og Vigfúsi, sem allir höfðu land numið fkom að heiman 1884). Gamli Hrísa Snæbjörn var að mörgu leyti merkis karl, þó hans sé þar hvergi getið. Hannes faðir hans Björnsson var bróðir Ólafs í Ferjukoti í Borgarhreppi, fyrri manns Þórdísar stjúpu minn- ar og einnig albróðir séra Benedikts síðast prests í Hvammi í Norður- árdal, Björnssonar prests í Hítar- dal og var sú ætt stálslegin og hispurslaus. Einn gamlan kunningja minn hitti eg það sumar, sem land hafði numið uppi í fjallabrúnunum, Jón Þórðarson frá Hamri í Borgarhr., kona 'hans var Guðrún Verntharðs- dóttir prests frá Reykholti- Áttu einn son barna, að engu minst. Nokkuð mörgum árum síðar var eg vetrartíma í Dakota og hafði heimili í húsi Hannesar Snæbjörns- isonar á landi ihans. Þá kyntist eg mörgu ágætis fólki af gömlum landnemum, þar með f jallabrúnun- um, sem að engu er á minst í Dakota-sögunni. Næstur mér var Davíö Jónsson og Þórdís hans kona. Mestu sómahjón, og telur Mr. Daníel Grímsson þá sama upp í grein sinni i Lögbergi, “Eyður í Dakota-sögunni.’ Mín skoðun er aö ötdungis Ómögulegt sé úr þessum villum að bæta, og betur að alt þetta stóra verk væri óunnið. Það mun varla finnast ein blaðsíða í bókinni villu- laus, að undanteknu því, sem þess- ir skíru menn hafa ritað, sem eg tók ifram fyr, og sv® það sem eftir séra Pál sál. Þorláksson liggur. En vel að merkja, það er miklu meira til en þar er skráð, eftir þann fræga og elskulega mann, sem með réttu móti kallast faðir nýlendunn- ar. er í þetta sinn sleppi eg að athuga fyrstu kafla bókarinnar, þrátt fyrir margt, sem þar hefði mátt skira betur, og óhlutdrægar frá og þeir eru þessir: 1. Landnám og fyrstu árin. 2. Yfirlit yfir búnað ísl. í Dakota. 3. Félagslíf í andl. og vérklegri merking- 4. Dakota fsl. í opinberum stöðum. 5. Dakota fsl. í mentamálum, og á ýmsum öðrum sviðum. 6. Útdráttur úr ritgerðum og bréfum. En svo kemur fullur 'helmingur bókarinnar, sem vonlegt Sagnastils form eða srnö ekkert til í sögunni frá hendi höf- undar. Tökum t. d. og berum sam-, an við bókina. þátt um landnám í Big Point bygð, eftir Halldór Daníelsson á þessu árs almanaki Ó. |S- Þorgeirssonar. Þar kveður við annan tón um stílsmáta og frá- sögn. Væri slíkan ágætis' fræöi- mann að fá sem hanri, þá væri til- vinnandi fyrir vini mina þar syðra að leggja þúsundir dollara fyrir á- reiðanlega og óhlutdræga land- námssögu, því óneitanlega yrði sú bók gimsteinn aldanna, eins góð og jafnvel betri (vegna myndanna) en okkar gamla lándnáma. Og hvort sem nú þessu verður tekið vel eða illa, þá hefi eg sagt mína hreinskilria meiningu, þykkju laust. iHér er ekki um neina smá- muni eða glingur að ræða. Dakota íslendingar eru sögulausir enn, eða jafnvel verra en það. Svo slæ eg botninn í alt þetta ibrotasilfur og læt alla vini mína i kringum Árborg vita að gamli skröggur kemur heim nú síðast i mánuðinum, og þá lækna eg alt sem gengur að aktýjunum. Með beztu óskum. » ” L. G. Skýring. Með því að eg er ekki vön að dylja nafn mitt, þykir fólki þaö- undarlegt að eg skyldi ekki setja það undir ættartölu Guðmundar snikkara, sem birtist í Lögbergi fyrir skemstu og ætla eg því að gjöragrein fyrir orsökinni, en hún er sú að eg hefi ekki frumritað þá ættartölu. hún er útdráttur úr ætt- artölu Þórðar i Hattardal- Eg rakst á hana hjá börnum hans vestur á Kyrrahafsströnd árið 1916. Móðir Þóröar í Hattardal var Matthildur dóttir Rannveigar Matthíasdóttur Þórðarsonar í Vigur. En með þvi að iettartala Guðmundar snikkara og Þórðar í Hattardal er mín eigin ættartala þá þóttist eg hafa gripið í lukkupottinn þegar hans velbornu börn lofuðu mér að skrifa hana upp. Þóröur í Vigur var langafi minn (og okkar systkinaj. Séra Engil- bert var yngsti sonur Þórðar í Vig- ur, hann vígðist til Desjarmýrar í Borgarfirði eystra árið 1814 af biskupi Geir Vídalín, þar var hann prestur 7 ár siðan sótti hann um Þingmúla í Skriðdal í Fljótsdals- héraöi og þar var hann prestur í 30 ár; síðart fór hann til Einars bónda á Víðirlæk í Skriðdal, sonar síns en föður míns og okkar syst- kina, þar vár hann hjá okkur sein- asta tug ára sinna og andaðist í góðri elli árið 1862. Hann haföi oft gaman af að tala um föðurheimilið í Vigur, hann sagði meðal annars að æðarfuglinn hefi verið svo gæfur að hanri hefði verpt í glugganum heima á bæn- um. Oft fint mér þegarVg heyri tal- að um Vigur við ísaf jarðardjún að eg hafi einhverntíma átt þar heima, en þegar eg fer að gæta betur að þá er það fyrir viðkynningu þá, sem eg hafði af heimilinu fyrir afa minn. Eg var oft upp með mér af því að mér fanst að séra Engilbert halda mest upp á mig af börnunum, en þaö hefir komið til af því að eg i var yngst og það þurfti oft að sitja j með mig, enda dillaði hann mér á knjám sér og kvað um mig söngva sína. Einu sinni var það, sem oftar, að maiíima mín var frammi i eld- húsi að skamta matinn. Hún sendi , mig inn eftir askinum prestsins, en j þegar til kom þá var eg svo stutt að eg náði ekki upp á hilluna, svo presturinn varð að rísa upp og ná honum fyrir mig. En eftir lítinn 1 tíma var hann búnn að gjöra kvæði j og kenna það systrum mínum. Það J sem eg man úr því er svona: Ómyndarkollu eg þig finn hringarianna hér má sanna, aldrei nærðu í askinn minn. Faðmi Þorbjörgu farsæld blíð, gæfu hljóti, náðar njóti, Guðs um alla æfitíð. Gef eg Þorbjörgu þennan brag ungu fljóðin læri ljóðin og kveði þau við kæru í dag. Þorbjörg blíðust þiljan dúka það er rjóða stúlkan min, 'hefir fríða hönd o^ mjúka, hæg og góð er silki hlín- Guðmundur bróðir minn byrjaði mjög ungur að slá. Þegar hann hafði slegið fyrstu þúfuria hljóp 'hann inn til afa síns og sagði hon- um frá, En faðir hans lét ekkert yfir 'því að þúfan væri vel slegin. Þá kvað presturinn: Guðmundur er glaður, grasið fella kann, slyngur sláttumaður sýnist lýðum hann, þó ekki fylgi rekkur rót, þegar sláttinn venst hann við, verður á því bót. Og spáin rættist, Guðmundur varð góður sláttumaður. Séra Engilbert var fríður sýnum og vel á sig kominn og söngmaður hinn bezti, og eins var Einar s0nur ‘hans. Kona séra Engilberts (amma mín og okkar systkinaj var Guð^- rún dóttir Jóns sýslumanns í Hof- felji, 'hún átti systur, sem líka hét Guðrún, hún vpr móðir séra Magn- úsar í Eydölum, föður meistara Eiríks ibókavarðar í Kambryggju á Englandi. af þeirri ætt er séra ! Rúnólfur Marteinsson kominn. j Kona Einars Engilbertssonar var Jóhanna Rannveig Jónsdóttir bónda undir Eyjafjöllum. Hún var guðrækin og siðgóö og hin bezta barnamóöri’. Eg er nú komin langan útkrók j frá efni því, sem eg byrjaði á, en fyrst eg varð að víkja aftur að ætt- artölu Guðmundar frænda míns þá farist mér ekki vera úr vegi að minnast með fáum orðum míns góða afa og minna ráðvöndu for- eldra. Mountain, N. Dak. Þorbjörg Binarsdóttir. Signý Vilhjálmsdóttir Sigurðsson. Fædd 20. jan- 1842. " Dáin 27. jan. 1927. “Mörg látlaus æfin lífsglaum fjær sér leynir einatt góð og fögur, en Guði er hún alt eins kær, þó engar fari af henni sögur.” (Stgr. Thorsteinsson.) Þegar Signý húsfreyja á Völlum í Víðinesdjygð gekk til hinztu hvíldar minnist samferðafólk henn- ar þess, 'hve fáir úr hópi landnáms- fólks eru nú á lífi, hve fljótt að hjól tímans snúast í áttina áfram, — og að ný kynslóð uppalin hér í álfu byggir nú hinar víðlendu bygð- ir Vestur-íslendinga, en frumherj- arnir — konur og menn eru fjestir fallnir í val, en hugljúf minning þeirra lifir í þakklátum hjörtum ástvina og samferðamanna. Signý var fædd 20. jan. 1842 á Dalhúsum á Langanesströnd í Norður-Múlasýslu. Foreldrar henn ar voru Vilhjálmur Steinmóðsson, og Hallfríður Bessadóttir. Ung fór Signý vinnukona að Sauðanesi til Halldórs' prófasts Bjömssonar og frúar hans Þóru Gunnarsdóttur. Mun hún hafa verið þar í 14 ár samfleytt, og fIuttist loks með frú Þóru, eftir lát Halldórs prófasts til Sigríðar dóttur þeirra hjóna að Hólum í Hjaltadal, giftist Sigríður Jóni Benediktssyni, prófasts Vig- fússonar á Hólum. Signý heitin giftist á Hólum 1876, Sveini Sig- urðssyni ættuðum úr Eyjafirði festu þau bú í Hjaltadal, en fóru vestur um haf 1887. Voru til heim- ilis hjá Kristjáni Kernested á Kjama i Víðines-bygð fyrsta árið I en námu land nokkru sunnar og ! nefndu fyrst Brautarholt, en sið- ar á VöHum, Þeim hjónum Sig- nýju og Sveini varð sjö barna auð- ið, lifa þrjú þeirra: Sigurjón bóndi í grend við Velli, kvæntur Ingunni Ásmundsdóttur Guðjónsson, eiga þau fjögur börn. Jódís og Kristján iböm hinnar látnu bæði til heimilis | á- Völlimi, stunduðu þau móður sína með ástúð og umbyggjusemi. Hin látna kona var ekki stór að vallarsýn, . en viðkvæma strengi snerti burtför hennar í hjörtum ástvina og allra er til þektu. Ró- lyndi og djúpt traust til Guðs var víst eitt af aðaleinkennum henn- ar. Hjún vildí öllum gera gott, alla gleðja. Störf sín vann hún af trú og dygð. Mikil og djúp voru áhrif- in, sem börnin hennar urðu fyrir og þakklát eru þau fyrir 'hina góðu gjöf, sem lifir i áhrifum og end- urminningu þótt skilin sé að sam- vistum við ástvini og samferðafólk. Miklu dagsverki hafði hún lokið á æfileið sinni. Fyrst sem vinnukona, en síðar sem kona og móðir, munu sporin mörg hafa reynst þung i baráttunni hér vestra, korium ekki Mœlir með þeim við nýrnasjukdóm. Það sem Mr. Lee Segir um Dodd’s Kidney Pills. Maður frá Saskatchewan segir, að Dodd’s Kidney Pills bregðist ekki. Rama, Sask., 21. febr. (einka- skeyti)— “g get mælt með Dodd’s Kidney Pills við öllum nýrnasjúkdómum” skrifar Mr. S. Lee, sem er velmet- inn maður í Rama, Sask. “Eg hefi notað Dodd’s Kidney Pills árum saman við bakverk og verk í nýr- unum og mér hafa aldrei brugðist þær hingað til.” Það er margt sem bendir á séu nýrun í ólagi og mikil hætta sé á ferðinni, svo sem bakverkur, höf- uðverkur, verkur í útlimunum og einnig ef mikill þurkur er í hör- undinu, og það, að manneskjan megrast óeðlilega. Alt þetta staf- ar frá nýrunum og Dodd’s Kidney PHlIs lækna þetta áreiðanlega. Dodd’s Kidney Pills eru ekki allra meina bót. Þær eiga bara við nýrnasjúkdómum og jafnt við yngri og eldri. Dodd’s Kidney Pills fást hjá öllum lyfsölum 0g hjá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto (2), Ont. síður en mönnum. Oft voru víst ihendur hennar þreyttar en vel vinst þar sem hófstilt lund og hóg- vært hjarta, segir fúsri hönd fyrir verkum. Um eitt skeið æfinnar misti Signý sjónina og var blind svo árum skifti, en fékk hana aft- ur fyrir ágæta hjálp Dr. Jóns Stef- ánssonar. Hún andaðist 27. jan. síðastl- hjúkraði dóttir hennar henni unz lausn fékst frá sjúkdómi ‘þeim er þjáði, og friður dauðans umvafði hina þreyttu starfskonu. er nú fékk heimfararleyfi frá vel unnu verki sínu. Hún var kvödd af ástvinum og samferðafólki, á heimilinu þann 31. jan. Var Kristján sonur hennar þá fjarverandi í Winnipeg, sj úkur. Kveðjuathöfn fór fram frá kirkju Víðines-safnaðar, að við- stöddu allmörgu fólki. Hafði hin látna ásamt ástmennum >sínum ver- ið kirkju sinni trú, var hún kvödd þar hinzta sinn af jarðneskum sam- ferðamönnum sínum. Hún var lögð til hvíldar í Kjarna-grafreit. Frostfhart var veður, en fegurð og hreinleiki létu mann gleyma því hve kalt var; himnesk ró og friður ríktu yfir hinum kyrláta stað, þar sem landnemarnir sofa, að aflokn- um störfum í grend við starfssvæð- in — bygðina er þeir höfðu helgað krafta sína, — í von um það að af- komendur fengu síðar að uppskera ríkulega af baráttu þeirra. Blessuð veri minning Signýjar á Völlum! “Þú til dauða þjáðist nóg, þreytta móðir, sof í ró.” Sig. ótafsson. ^UIIIIIIIIIIIIllllllllllllllllliMiiiiiiMiiiHllllliiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiMiiliiiiiiiiiiiU 1 D.D.Wood&Sons ( selja allar beztu tegundir KOLA tuttugu og sex ár höfum vér selt cg flutt heim til almennings beztu tegundir eldsneytis, fiá \oru Yard | Horni Ross Avenue og Arlingtcn Stiatis 1 = Pantiðifrá oss til reynslu nú þegar. Phone 87 308 | = 3 símalínur TlimMMUIIIMUMIMMMIMMMMMMMMMimmmmiimMMIMUmMmMmMIIUIIimMMÍ? ^IMMIMIIIMIIMIIIIIIMMIIMMMIIMMMIMIIIIIMIIIMIMMIIMMIIIIIIIMIIIIMmilMimiMIMI)- KOL! KOL! KOLi| i ROSEDALE KOPPERS AMERICAN SOURI I i DRUMHELLER COKE HARD ' LUMP | I Thos. Jackson & SonsI [ COAL—COKE—WOOD | | 370 Colony Street | | Eigið Talsímakerfi: 37 021 | I POCA STEAM SOUNDERS ALLSKONAR i | LUMP COAL CREEK VIDUR | fíiiiuiimmmmmmiiimimmmmmmiiiimiimmmiiiiiiiiiiiiiuiiimiiiiiiiiii/M^

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.