Lögberg - 14.04.1927, Síða 4

Lögberg - 14.04.1927, Síða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. APRÍL 1927. f lEögberg Gefið út Kvern Fimtudag af Tfce Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talxímari N-6327 ofi N-8328 Einar P. Jónsson, Editor UtAn&skriít til blaðsins: TH§ COLUMÖI* PRE83, Ltrt., Box 317i, Winnlpog. Maq. Utanáakrift ritstjórans: íOiTOR LOCBERC, Box 3171 Winnlpog, N|an. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram Th« “Löírh.r*'’ ia print.d anrt publlahed by Tha Columblk. Pr«M, Limlted. ln th» Columbla Buildlns. CSS SarR.nt Ava., Wlnnlpes, Manitoba. ískyggilegt ástand. Um það verður sennilega ekki deilt, að Bandaríkjaþjóðin sé betur stödd efnalega, en flestar, ef ekki allar þjóðir heims,—auðlegð nátt- úrunnar hvergi margbreyttari, verzlun meiri og hagkvæmari, en viðgengst annars staðar, fólkið sællegt og vel til fara, og hýli almennings yfirleitt betur húsuð, en í flestum öðrum lönd- um. Það er því engan veginn óeðlilegt, þó þjóðin finni til nokkurs metnaðar yfir þessari hinni efnalegu velgengni, og telji sig færa í flestan sjó. A hinn bóginn má því þó eigi gleyma, að innan vébanda þessarar voldugu þjóðar, viðgengst sitthvað það, sem síður en svo er ástæða til að vera upp með sér af. Má í því tilfelli benda á þann aragrúa fólks, er lít- il sem eHgih skil'veit á stafrófinu, hvað þá heldur, að það sé bænabókarfært. Eftir síðustu skýrslum að dæma, nemur tala ólæsra borgara í Bandaríkjunum, tulsvert-á fimtu miljón. Minna má nú gagn gera! Vafa- laust eru þeir margir, er afsaka vilja þetta ískvggilega ástand með því, að hið ólæsa fólk sé flest eða alt, innflytjendur frá erlendum þjóð- um. Þó er þessu á alt annan veg farið. Af hinu ólæsa fólki, er innan takmarka Bandaríkj- anna býr, eru þrjár miljónir sprottnar úr ame- rískri mold, — afkomendur hins hvíta kyn- stofns. Asigkomulag sem þetta, er alt annað en glæsilegt, og hefir, sem betur fer, vakið til al- varlegrar umhugsunar í seinni tíð, ýmsa af mætustu mönnum þjóðarinnar. Þeim er það ljóst, að auðsöfnunin út af fyrir sig, er ófull- nægjandi til að ráða bót á vankvæðum sem þess- um, og að grípa verður til annara ráða, ef vel á að fara. Eins og nú standa sakir, er mentamálaá- standið í Bandaríkjunum þannig, að sextíu menn af hverjum þúsund, eru hvorki læsir, né kunna heldur að draga til stafs. Innanríkisráðgjafa Bandaríkjanna telst svo til, að vankunnátta fólks í lestri og skrift, koéti þjóðina $825,000,000 til jafnaðar á ári. Þó sé þessi gífurlegi kostnaður ekki aðalatriðið, held- ur hitt, hve vankunnáttan á fyrgreindum svið- um, standi í beinum samböndum við tíðari og tíðari glæpi. Af skýr^um frá ríkisfangelsinu í Ohio, má það sjá, að fjörutíu og tveir af hundraði fanga þeirra, sem þar dvelja í gæzlu,-eru ólæsir og ó- skrifandi. Er það því nokkurn veginn sýnt, að aukiyr glæpir stafa að miklu leyti frá ófull- nægjandi mentatækjum, eða lítt þolanlegu eft- irliti með skólamálunum í heild. Við manntal það, sem fram fór í Bandaríkj- unu árið 1920, kom það í ljós, að ein miljón og fjögur hundruð þúsund böm, á aldrinum frá sjö til þrettán ára, höfðu engan skóla sótt, á tímabilinu frá 1. sept. 1919, til 1. janúar 1920. Fræðslumálin hafa verið, og eru enn, sérmál ríkjanna. En eins og ástandinu er nú komið, verður eigi annað séð, en að stjóm ríkjasam- bandsins, ásamt þjóðþinginu, hljóti að taka í taumana, og koma á fót allsherjar eftirliti með fræðslumálunum, eins og viðgengst með flestum öðrnm þjóðum. Þeir senatoramir, Curtis og Reed, hafa nú nýverið gerst flutningsmenn að fnyaavarpi, er í þá átt fer, að sto£nað skuli, eins fljótt og við megi koma, kenslumála-ráðunevti í 'VVashington, er yfirstjóm liafi með fræðslu- málum þjóðarinnar, í samráði við hin einstöku rfki. Hefir þeim réttilega skilist, að núverandi ástand sé það alvarlegt, að lengur megi ekki við svobúið standa. Hrygðarefni, t síðasta tölublaði Lögbergs, var getið hönnulegs atburðar, er gerst hafí5i heima á ættjörð vorri, fvrir rúínlega tveim árum. Mun- aðarlausum dreng, níu ára gömlum, er misþyrmt svo ægilega af húsráðeudum, að hann flæmist af heimilinu hungraður og klæðlaus, _ og finst úti á víðavangi nær dauða en lífi, kalinn til ó- bóta á fótum. Málið er ekki tekið til rannsókn- ar, fyr en liðið er nokkuð á annað ár fhá því, er harmsaga þessi gerðist. Hjón þau, er piltinn höfðu í umsjá, fj-rir sveitarinnar hönd, játuðu á sig í réttinum, að hafa barið og svelt munað- arleysingjann, látið hann hafa ónóg rúmföt og beitt við hann samvizkulausu athæfi á fleiri vegu. Svo kemur réttvísin til sögunnar, og dæmir hjón þessi í fimm daga fangelsi við vatn og brauð, — drengnum engar skaðabætur dærndar, þótt sætt hefði lífstíðar örkumlum, í viðbót við níðingslegt atlæti á heimilinu nótt og nýtan dag. Til eru á fslandi dýraverndunarfélög, er nnnið hafa þarft verk, stuðlað mjög að bættri meðferð “þarfasta þjónsins>’, og komið fram ábyrgð á hendur þeim, er pínt höfðu skepnur sínar á einn eða annan hátt. En hvað er um mannverndina? Umkomulaus, ósjálfbjarga drengur, gersam- lega upp á náð vandalausra kominn, er barinn og sveltur, þar til svo er í krappan komið, að að hann flýr heimilið, leitar öryggis úti í hög- um, þar sem frostið legst að hálfnöktum lim- um, unz farandmann ber að, er finnur einstæð- inginn varnarlausa og annast um flutning hans til sjúkrahúss. Og atburðurinn þótti sýnilega ekki merkari en það, að rannsókn var látin dragast fram á annað ár, eða þar til svo var komið, að lengur varð eigi þagað. — Það veldur oss ósegjanlegs sársauka, að atburður sem þessi, skyldi hafa getað átt sér stað heima á ættlandi voru, þar sem kærustu endurminningamar eiga dýpstar rætur, — að mannúð tuttugustu aldarinnar skuli ekki vera komin á hærra stig. Vonandi er, að tilfelli þetta sé að eins einstakt, og endurtaki sig aldrei að eilífu. Eitt af slíkri tegund er meira en nóg, — meira en réttlætis og mannúðarkend þjóðarinnar þolir. Öðruvísi en það á að vera, Meðal hinna mikilvægustu mála, er fyrir sambandsþinginu hafa legið að þessu sinni, má vafalaust telja tillögurnar í sambandi við sam- veldisstefnuna í Lundúnum, er miðuðu í þá átt, að skilgreina frekar réttarstöðu Canada innan ríkjasambandsins brezka, en áður hafði viðgengist. Umræður um málið urðu langar, sem búast átti við, og að ýmsu leyti merkar, þó ekki hvað sízt sökum hinnar afar-einkennilegu afstöðu fhaldsmanna og bráðabirgðar leiðtoga þeirra, Mr. Guthrie. Skömmu eftir að samveldisstefnunni lauk og afrek hennar höfðu gerð verið heyrinkunn, komu fram all-háværar raddir frá ýmsum leið- andi mönnum íhaldsliðsins um það, að fulltrú- ar canadisku þjóðarinnar, hefðu gert sig seka um áðskilnaðar-pólití'k, er til þess hlyti að leiða, að Canada yrði frjálst og óháð ríki! Fyr má nú rota en dauðrota. Málsvarar Canada á fyrgreindri Lundúna- stefnu, voru þeir Bt. Hon. W. L. Mackenzie King, stjórnarformaður, og dómsmálaráðgjaf- inn, Hon. Ernest Lapointe, og þeim átti vægð- arlaust að hegna fyrir þá óhæfu, að halda því til streitu, að Canadaþjóðin væri ófáanleg til að sætta sig við nokkuð minna en fullkomið, stjóm- skipulegt jafnrétti við Breta. Áfstaða íhalds- liðsins til máls þessa, kom ýmsum mjög á óvart, því sem kunnugt er, lagði fyrverandi leiðtogi þess flokks, Sir Robert Borden, á það engu minni áherzlu, en nú var gert, að canadisk þjóðréttindi fengju fulla viðurkenningu af hálfu hrezkra stjórnarvalda. Nær þetta til samveldisstefnunnar frá 1917, er Sir Robert þá sótti, sem stjómarformaður og erindsreki hinnar canadisku þjóðar. Ihaldsmenn lýstu blessun sinni yfir gerðum “ húsbóndans ’ ’, og dáðu mjög afrek hans í sambandi við sjálfstæð- ismál þjóðarinnar. Þá fanst þeim, að annað gæti ekki komið til mála, en að stjórnskipuleg afstað^ Canada til Bretlands yrði það rýmkuð, að um fullkomið jafnrétti væri að ræða. En nú era það sömu mennirnir, margir hverjir, er svo miklu ástfóstri virðast hafa tekið við ný- lendu- eða undirlægju hugsunina, að það á að vera það sama sem að éenda þjóðina út í opinn dauðann, ef minst er á fullveldi. Ihalds-samábyrgðin í Ottawa-þinginu, hef- ir vitanlega átt um sárt að hinda, frá því er síðustu kosningar fóra fram, og það því skilj- anlegt, þótt reynt sé vitund að draga úr svið- anum og hera smyrsl á sárin. Og nú að friða mislita samvizku með því, að teljíi kjósendum trú um, að trúmenskan við móður þjóðina sé öll íhaldsmanna megin, — að liberal stefnan sé landráðastefna,. er fullkomið þjóðsjálfstæði hafi að markmiði, eða þá innlimun í Bandarík- in. Menn þessir eru, með öðrum orðum, að gera tilraun til að vekja upp grýluna frá bar- daganum um gagnskiftasamniugana 1911, og reyna að gera frjálslyndu stefnuna, frá þjóð- ernislegu sjónarmiði, tortryggilega í augum kjósenda. Virðingarverð tilraun, eða hitt þó heldur, svona rétt. á undan demants-afmæli fylkjasamhandsins! Frjálslyndi flokkurinn á Bretlandi. Því hefir verið haldið fram, að frjálslyndi flokkurinn á Bretlandi væri svo margklofinn og sjálfum sér sundurþykkur, að lítilla afreka myndi þaðan að vænta í náinni framtíð, — að deilan um flokksforystuna milli þeirra Herhert Asquith og Lloyd George’s, hafi veikt- traust flokksins til það mikilla muna í meðvitund þjóðarinnar, að vafasamt væri hvort það vrði endurvakið, nema þá helzt með því, að skifta um leiðtoga. Mr. Asquith er nú vitanlega úr sögunni sem leiðtogi, þótt áhrifa hans gæti enn næsta mikið, innan vébanda flokksins. Lloyd George gegnir foringjastöðunni sem stendur, hvað sem lengur verður, og fullyrðir, að frjáls- lvndi flokkurinn sé bárviss með sigur í næstu kosnmgum. Hvort sem svo fer eða eigi, þá er hitt þó víst, að fylgi flokksins hefir aukist til muna upp á síðkastið, svo sem ráða má a£ auka- kosningum þeim, ei4 hann hefir nýlega unnið. Er það og jafnframt eftirtektavert, hve áhrifa flokksins í þinginu gætir nú meira en í fyrra, þótt um svipaðan mannafla sé að ræða. 1 afskiftum sínum á þingi af Kínamálunum, hefir frjálslyndi flokkurinn sýnt meiriforsjá og festu, en stjórnarflokkurinn og verkamanna- flokkurinn til samans. Ýmsir af ráðgjöfum Baldwin’s stjóraarinnar, vildu óðir og upp- vægir rjúka tafarlaust í stríð, verkamanna- flokkurinn klofnaði á málinu, en málsvarar frjálslynda flokksins tóku þá stefnu, að herlið það, er sent yrði til Kína, skyldi að eins skoða sem Löggæzlulið, til verndar útlendingum, sejn búsettir væru í landinu. Hvatti Lloyd George stjórnina mjög til að fara samningsleiðina við Canton-stjómina, og mun hann hafa óbein- línis átt í því drjúgan þátt, að samningar tók- ust, og að ekki var öllu hleypt í bál og brand. Að því er innanlandsmálin áhrærir, hefir flokkurinn látið allmikið til sín taka, einkum þó í sambandi við landbúnaðinn. Uppástungum Lloyd George um það, að stjómin taki í sínar hendur landeignir lávarða og fésýslubaróna, gegn ákvæðisverði, skifti þeim niður í smærri spildur, er bændum veitist kaupréttur að, hefir verið gaumur gefinn og þær fallið í frjóvan jarðveg meðal hænda, sem orðnir voru fyrir löngu þreyttir á leiguliða fyrirkomulaginu, með litla sem enga von um efnalegt sjálfstæði. Meðal verkamanna fer fylgi frjálslynda flokksins vaxandi jafnt og þétt. Ber til þess einkum það tvent, að verkamenn eru að verða sáróánægðir með leiðtoga sína, einkum Ramsay MacDonald og Thomas, fyrrum nýlendumála- ráðgjafa, og svo hitt, að meðan á kolaverkfall- inu mikla stóð, áttu verkfallsmenn ýmsa áhrifa- meiri málsvara innan vébanda frjálslynda flokksins, svo sem Llyod George og Mr. Mast erman, en í sínum eigin flokki. Að öllu athuguðu, hendir margt til þess, að svo geti farið, að frjálslyndi flokkurinn komi mannflestur út úr næstu kosningahríð, hvort heldur sem Lloyd George verður við stýrið eða ekki. Einbúi. Hjá vöggu hans engin völva stóð, sem víðskygn þar rekti hans æfislóð, og kvæði honum blíðspár né bölvaljóð; of hrá hans þó manndáð lýsir. Mörg var og vöggugjöfin góð, sem gáfu’ honum heilladísir. Hann ólst upp í fámenni’ og eyðiþögn; og iðkaði fræði í Ijóði og sögn, um hetjuraar fornu og himin-rögn og hreystimóð fornra áa. Um almóður, náttúru, orkumagn, og útsýn á djúpið bláa. Svo vaknaði útþrá hins unga manns, og erlendis vítt lágu sporin hans; þar margsinnis komst hann í krappan dans með kempum í ströngu veri. Er hallaði æfi, til ættarlands og æskustöðva hann sneri. * # # Á tanganum úti, þar yzt við sjó, hinn aldraði garpur í hreysi bjó. Fátt þar af kviku raskar ró, en raddþungur Ægir drynur, kólgan þar hamast í kletta þró, og kyljan í gjótum stynur. Um ártugi nokkra þar einn hann bjó; og einn sinni kænu hann fleytti ’ um sjó, er lífsbjörg sína úr djúpi dró; og draumlífi sínu undi. Við þraut ekki gramdist; við gleði ei hló. Hans geðró ei bregðast mundi. En dapurlegt mjög var í hreysi hans, er hríðbyljir stigu á þekju dans, og lögðust að dyrum og ljóra ranns með lamandi heljar-gusti; en Frosti við særokið knýtti krans úr klaka á hverjum bursti. En þegar heiðsól um hásumarskeið með haffleti brunaði ljómareið og gullslæða lagðist á bárur breið í bniðkaupi dags og nætur, við fagnaðarsöngva á mar og meið hann mat >sér það vetrarbætur. Þótt smátt væri ’ um blómskrúð við hreysi hans, var hugurinn náfrændi gróandans. tTr gullaldar-fræðum síns föðurlands hann fræin til gróðurs tíndi; og þroskuð við aðhlynning andríks manns, sem útsprungin glitblóm sýncji. Hann kvað þar um náttúru íslenzka óð, í aftaka byl eða sólarglóð; þau eldheitu, svipmjúku sjafnarljóð, er svellfjötur leysa mundi. Hann dró í þau viðkvæmust vorsins hljóð; en Vindsvalur bassann drundi. Ei sótti hann kirkjur né mannamót; en mannúðleg sýndi hann kærleikshót þeim, sem við örbyrgðar þorrrablót sem þróttvana hlutu sæti. Að mýkja þann sess: vinna mannlífsbót, hans mætasta eftirlæti. 1 framleitni andans hann fylgdist með. í fjarsýnismóðunni hafði séð þær undrunar-sýnir, er glöddu geð og gáfu’ honum efni drauma, um stækkandi þekkingar-blómabeð og blíðrænni hugarstrauma. # # # Eitt sumarkvöld, laust fyrir lágnættið, er lograuður sólbjarmi gylti svið, en foldin og sær voru sveipuð frið, þá sveif yfir lokastundin. Og Guð sinn í hugtali hþjóðu við þar hneig hann í síðsta blundinn. B. Þ. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Offíce: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Hvernig lífið horfir við mér hálf-fimtugum. Eftir Edgar A. Guest. Það er ekki langt síðan eg varð fjörutíu og fjögra ára. Mér er það fyrir barnsminni, að eg heyrði föður minn einu sinni segja, að nú væri hann hálf fimt- ugur og eg man það, að þá var eg að hugsa um, hvert eg sjálfur mundi nokkurn tíma verða svo gamall. Nú er drengurinn minn, Buddy, fjórtán ára, og hann er sjálfsagt að hugsa um, hvort hann verði nokkurn tíma eins gamall, eins og eg er orðinn, því honum finst ár- in vera lengi að líða og langt sé milli afmælisdaganna. Eg er hér um bil viss um, að hann getur naumast hugsað sér, að eg hafi í raun og veru einhvern tíma verið lítill drengur. Hann getur naum- ast hugsað um mig öðru vísi heldur en hann hefir þekt mig, síðan hann man fyrst eftir mér. Samkvæmt hans þekkingu hefi eg aldrei ungur verið. Faðir minn var fertugur, þegar eg fæddist og hlýtur hann því að hafa verið svo sem fjörutíu og fimm ára, þegar eg er orðinn svo gamall, að eg muni nokkuð veru- lega eftir honum. Eg gat aldrei hugsað mér hann, sem lítinn dreng. Hann var svo hugsunar- samur og hygginn og varfærinn. Eg var stundum að y hugsa um það, hvert hann hefði nokkurn tíma haft gaman af því, að leika ^ér að bolta, eða hvort hann hefði beðið pabba sinn eða mömmu um fáein cents til að eyða. Hafði honum nokkurn tíma dottið í hug, að fara í siglingar, eða kannske leggjast í víking? Hafði hann langað til að verða vélastjóri á járnbrautum? Hafði hann, í stuttu máli, einhvern tíma dreymt alla þessa sömu dagdrauma, sem stöðugt voru á sveimi í mínum huga? Bud hugsar um mig á sama hátt, það er eg viss um, og einhvern tíma eignast hann son, sem hugsar eins um hann. Eg hélt lengi vel, að mannkyns- sagan hefði eiginlega byrjað, þegar eg var orðinn svo gamall, að eg fór að veita hlutunum eft- irtekt, og eg var nokkurn veginn viss um það, að allir feður, og afar, allar mæður og ömmur, hefðu æfinlega gömul verið. Þegar eg var í barnaskólanum, skoðaði eg oft myndirnar í ver- aldarsögu þeirri, sem eg var lát- inn læra, og eg var stundum að hugsa um það, hvort Caesar hefði virkilega verið til. Þarna var myndin af honum, en eg gat ekki hugsað mér, að nokkur maður væri svona klæddur, eins og myndin sýndi. Mér fanst sagan þá vera mest nöfn og ártöl, sem maður einhverra hluta vegna ætti að læra, ef það gæti nú gengið en aldrei var eg viss um, hvað af þessu væri satt. Þegar eg nú, hálf fimtugur að aldri, hugsa um Grover Cleve- land og Benjamin Harrison, þá hugsa eg um þá eins og samtíðar- menn. Bud litli hug^ar þar á móti um þá sem forseta Banda- rikjanna og í sambandi við viss ártöl í sögunni, sem hann verður að læra og muna. Hann horfir á mig undrandi, þegar eg segi hon- um, að báða þessa menn hafi eg séð. Þegar eg sjálfur er nú orðinn eins gamall eins og faðir minn var, þegar eg man fyrst eftir hon- um, þá skil eg vel, hvað hann reyndi mikið til þess, að láta mig njóta góðs af sinni eigin'reynslu. IFalleg Föt, Hattar I og annað er að | Karlmannabúningi lýtur 1 Þegar þér komið í jþessa búð, þá I getíð þér reitt yður á, að fá aðeins | beztu vörur, með framúrskarandi I sanngjörnu verði. STILES & HUMPHRIES Winnipegs Smart Mens Wear Shop | 261 Portage Ave. tiœsi ,,8 Dingwaii* | <Hj<HÍ<H3<H!H3<H3<HlH><H><H3<H3<HJ<HjH3<H3<Hj<Hj<BlH><í<H3<H3<H3<H3<H3<H3<f<H><H3-C ^.11111111111111111111II11111111111111111111 i 1111II11111111III11 i 1111111111111111111111111111111111111111_£ | > Samlagssölu aðferðin. | Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- E E afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega = E Iægr* verður starfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin = E hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að E E vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni = E ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar = = vörusendingar og vörugæði. = Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru = E fyrgreind þrjú meginatriði trygð. E Manitoba Co-operative Dairies Ltd. E 846 Sherbrooke St. - ; Winnipeg, Maaitoba = niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111^ Utvortis krabbamein . (Fræðsluskrá) No. 49 Menn hafa komist að því, að krabbamein er lífræn, efnisleg samsetnipg, sem þroskast og skýtur rótum sínum inn í hin ýmsu viðkvæmu líffæri; það hefir enn fremur verið uppgötvað, að með því að koma ó- lífrænni efnablöndu inn að krabbameininu, Þá tap- ar það sínum skæðustu áhrifum og veitir líkaman- um tækifæri til að varpa því af sér. Rit um þetta efni er nýútkomið frá Thomas Sana- torium, 175 Mayfair Avenue, Winnipeg, Man., og verður sent hverjum sem óskar. | Addr. Dept. F.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.