Lögberg - 12.05.1927, Page 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 12. MAÍ 1927.
Sls. S
Sigurlín Sigurgeirsson,
Fædd 28. Okt. ,1879
Dáin 16. Jan. 1927
Sigurlín var fædd á Birkilandi í
Mikley. Foreldrar hennar voru
Halldór Halldórsson og Guðrún
Guðmundsdóttir. Halldór var ætt-
aður úr Stafholtstungum en kona
hans úr BorgatfjartSarsýslu. Þau
fluttu til Canada áriö 1878 og sett-
ust a<5 i Mikley. Stuttu eftir að þau
komu til Mikleyjar, námu þau land
sem nefnt var HlíSarhós. Gu<5rún
dó 1880 en Haldór 1910. Þau eign-
uðust 11 börn, 2 drengi og 9 stúlk-
ur, var Sigurlín þeirra yngst. Fimm
þessara barna eru nú á lífi. Tvö af
þeim eru búsett á Mikley, Jóhannes
bóndi í Hlíðarhúsum og Sigríður
húsfreyja á Grund, gift Bjarna
Stefánssyni. Hin systkinin heita:
Þorsteinn — býr í Toronto, á enska
konu. Elín, ekkja eftir danskan
mann í Moose Jaw, Sask. og Gu'ð-
rún. Sigurlín giftist árið 1900
eftirlifandi manni sínum, Jóni Sig-
urgeirssyni, prests frá Grund. Þau
reistu bú á Söndum í Mikley og
hafa búið þar góðu búi síðan.
Þau eignuðust tvo syni, sem báð-
ir lifa—nú fulltíða menn, þeir
heita: Steingrímur og Sigurgeir.
Einnig tóku þau til fósturs og ólu
upp Kristinn, son Vilhjálms sál.
bróður Jóns.
Sigurlín var frið kona sýnum og
atgerfiskona í hvívftna. Ein þeirra
kvenná, sem borin er til þess að
gera garðinn frægan. Hún var
hraust kona, alt að þeim tíma að
hún lagðist í lungnabólgu, sem varð
banamein hennar. Læknir var sótt-
ur til Riverton, og alt var reynt
sem í mannlegu valdi stóð, en alt
kom fyrir eitt. Hún dó á 9. degi
frá því að hún tók veikina.
» .____%
Mrs. Sigurlín Sigurgeirsson.
kalda raunveru sannleika, sem
verður að horfast í augu við ef vel
á að fara.
Þau liggja rétt, þegar sú skoðun
er ríkjandi að hvað sem hugsjón-
inni um himnaríki líður, þá er það
köllun okkar að nálgast hana hér,
með því að spara enga orku til
þess aS fegra og fulkomna um-
hverfi okkar á þessari jörð og
vinna án afláts þangað til okkur
líður vel hérna megin.
Eg sé í anda hina ósýnilegu mátt-
ugu áhorfendur dást að Sigurlin,
þegar hún greip höndum um þræði
örlaganna án þess henni fataðist.
Og þeir lyftu upp höndum og
sögöu:
Gæfusama kona! Við gefum þér
blessun okkar.
Hún var jarðsett 23. jan. í graf-
reit Mikleyjar. Kistan var alsett
blómum frá vinum og vandamönn-
um Jarðarförin var afar-fjölmenn
og ein allra virðulegasta jarSarför
sem hér hefir sést, þrátt fyrir
hörku-frost um hávetur. Sr. Sig.
Ólafsson jarðsöng. Einnig hélt J.
S. frá Kaldbak ræðu, sem send er
með þessari minning, til birtingar
í Lögbergi eftir beiðni eiginmanns
hinnar látnu konu. Jón Sigurgeirs-
son og synir hans biðja Lögberg aS
bera öllum, sem heiðruðu útför
Sigurlínar sál. með blómakrönsum
og nærveru sinni, innilegt þakk-
læti.
Rœða
Flutt í Mikleyjarkirkju (Hecla
P.O.) við útf 'ór Sigurlínar Sigur-
geirsson 23. jan. 1927, af J. S. frá
Kaldbak.
“Úti er hún við eyjar blár,
eg er sestur að dröngum.
Blóminn fagur kvenna klár
kalla eg löngum
kalla eg til þín löngum.”
Svo var kveSið forðum, og svo
er kveðið enn þann dag í dag, af
þeim, sem syrgja og þrá.
Há, grönn, tíguleg og fríð sýn*-
um kom Sigurlín fram á leiksvið
þessa lifs, í árljóma æskunnar fyr-
ir 27 árum. Þá var hún tvítug að
aldri, og ein af allra álitlegustu
kvenkostum Nýjá íslands. Á þeim
tíma var framsóknarbarátta ís-
lendinga hér bæði örðug og sein-
þreytt. En eins og ætíð hefir átt,
sér stað bar það fólk mestan hlut
frá borði, serti gætt var bjartri trú
um betri framtíð, ásamt stilling,
kjarki* og framtaki. Þó að Sigurlín
væri prýdd þeim yndisþokka, sem
æskan ein hefir vald á, en skiftir
þó svo misjafnt á milli þeirra ungu
—var hún engin skýjadís. Hún var
tuttugustu aldar kona. I skapgerð
hennar láu rök lífsins svo skír oe
ákveðin, að þættir þeir, sem örlög-
in spunnu henni voru vandaðir,
haldgóðir og bláþráðalausir.- Þetta
kom brátt í ljós þegar hin mikla
stjórn þessa þungskilda lífs kallaði
hana fram á leiksviðið til þess að
inna hlutverk sitt af hendi, sem
eiginkona, húsfreyja og móðir.
Mér finst eg í anda sjá hina ó-
sýnilegu, máttugu áhorfendur, sem
dæma vVk mannanna eftir réttum
rökum, en ekki skammsýnum yfir-
borðsástæðum, eins og lokkur
mennina hendir svo oft. Eg sé þá í
anda, þegar þeir með velþóknun
og ánægju undrast það að hin
unga glæsilega kona áttar sig á
augabragði og skilur hlutverk sitt
rétt. Þeir sjá hana kveðja æskuár-
in með viðkvæmni en þó án alls í- henriar náttúra
Þýðingarmesti og gleðiríkasti
viðburðurinn í lífi hvers manns er
tahnn sá, þegar góð kona gefur
honum trú sína. Bein afleiðing af
því er það, að annar þýðingar-
mesti, en um leið sorglegasti við-
burðurinn í lífi hvers manns er sá,
þegar dauðinn gengur um garða og
skilur það rúm eftir autt, sem
aldrei verður skipað til fulls eins
og hér hefir át sér stað.
ÞaS þarf karlmensku og þrek til
þess að standast slik högg, ekki
síst þegar það kemur jafn óvænt
og þetta dauðsfall.
Það hefir verið sagt að íslend-
ing.-^r yæru komnir af mönrium,
sem reynst hefðu flestum betur í
öllum mannraunum. íslendingasög-
umar all-flestar eru fullar af ör-
lagaþyngstu sorgarviðburðum.
iMargir þeirra era ristir svo römm-
um rúnum, að þeir sem standa á-
lengdar undrast að mannlegur
máttur skildi fá rönd við reist.
Þetta bendir til þess að eðli nor-
ræns manns er að stækka í hætt-
unum og hækka í sorginni.
Hefðu ekki íslendingar erft
þetta einkenni gegnum aldirnar,
sem tilkomumest er allra mann-
legra einkenna, hygg eg að kyn-
þátturinn væri nú útdauður.
I þetta sinn kom röðin að tengda-
bróður minum, sem hér syrgir á-
gæta konu, sem dauðinn snögt og
óvænt kipti burt á besta aldri —
að súpa í botn þann helbeiska bik-
ar sorgarinnar, sem þúsundir
merkra og göfugra íslendinga hafa
á öllum tímum orSið að drekka á
undan honum.
Allir, sem nokkurt skyn bera á
slíka hluti ganga þess ekki duldir
aS hann ber öll einkenni norrænn-
ar ættar. Þessvegna var hann einn
þeirra manna, sem Fjallkonan
fylgdi á veg forðum, þegar útþrá-
in söng og seiddi um sumardægrín
löng. Fjallkonan brá ættartanga
undan skikkju" sinni, sem hún gaf
honum og mælti að skilnaði: “Þú
munt gæfumaður verða. En þó
muntu í svo miklum mannraunum
lenda, að ef þú ekki hefðir vopn
þetta, grunar mig að þú bærir sigur
af hólmi. Far nú heill og njót
nianna best. Síðan eru liðnir nær
fjórir tugir ára. — Síðastliðinn
sunnudag kom dauðinn á hiS fríða
gæfusama heimili hans og tók kon-
una, sólskin og prýði heimilisins og
sigldi m$ð hana út á hið dulda haf,
sem engin þekkir og aldrei hefir
heyrst nein rödd frá. v
Og á eftir dauðanum kom sorgin
grá fyrir járnum og föl sem nár.
En hún fór ekki aftur. — Hún
settist að. — Þvílík umskifti! Guð
minn góður! Þvílík umskifti!
Sorgin sækir að hjartanu, það er
Nú rættust orð
stöðuleysis, þeir sjá hana friða og
frjálsborna, hefja starf fullorðins
áranna með þeirri djörfung og
þeim dugnaði, sem þeim einum
auðnast, er rök lífsins liggja rétt
hjá.
En þá liggja rök lífsins rétt,
þegar þessi jörö sem við byggjum
er höfð föst undir fótum—í stað
loftkastala. Þau liggja rétt, þegar
konan eða maðurinn hafa þrek og
ruanndóm til þess að vakna af
sæludraumi um dýrlegar hallir í
fjarlægðinni, — til hins hressandi,
fjallkonunar að ættartangi mundi
ráða úrslitum. Allan þann ís, sem
sorgin bar aS hjarta hins syrgjandi
manns, þýddi ættartangi jafnharS-
an. Hann er verndargripur hjart-
ans. — Þessvegna getur norrænn
maður orðið sorginni stærri.
* # *
Ekkert orð í málinu er jafn
göfugt og orðið móðir. Það er
frumorð ailra þeirra biljóna, sem
jörðina hafa bygt og byggja og
munu hér eftir byggja. Móðir!
móðir! hljómar frá óteljandi barna-
Saknaðarljóð
undir nafni Jóns Sigurgeirssonar.
Þú varst mér styrkur, vina kær
i vöku’ og draum.
Nú finst mér eins og fljóti líf mitt
fyrir straum.
Því hugann sækir hart og löngum
harmur sár.
Hann hverfur ei þó komi’ og fari
hin köldu ár.
Þú leiðst sem draumur lífs af braut
eg leita þín!
og síðan gegnum sára þraut
mér sól ei skín.
|
Er ótal hlutir á þig minna
alt í kring
Mér blæöir eins og brigði sorgin
byssustyng.
Eg skil ei lífsins skapadóm
en skelfist hann,
því gæfu minnar geymt er blóm
í grafar rann.
J. S. frá Kaldbak.
munnum á hverjum einasta degi
frá einu heimsskauti til annars.
Móðir! móöir! hrópa unglingarnir
og fullþroskaða fólkið. Móðir!
móð^r! segja gráhærðir öldungar
og gamlar konur.
Orðið móðir er upphaf máls. Ef
hætt væri að segja móðir, mundu
allar raddir þagna að eilífu.
Móðir er öndvegisorðið, fyrir
þvi verða konunga og keisara nöfn
og allir veraldarinnar titlar að
þoka með lotningu.
Hér liggur móöir á likfjölum.
Þrír mannvænlegir, ungir menn og
góðir drengir kveðja hana í síð-
asta sinn, því þó að einn þeirra sé
ekki sonur hennar i þess orðs vana-
legu merkingu, var hún honum
móðir alt frá fyrstu bernsku. Und-
anfarandi dagar hafa verið dimm-
ir fyrir þá eins og föður þeirra.
Dagurinn í dag er stærsti sorgar-
dagurinn í lífi þeirra.
Ætti eg ósk á þessari stundu,
mundi eg óhikaS fórna henni á alt-
ari örlaganna með þeirri bæn að
hversu langra lífdaga sem þeim
verður auðið, þá komi aldrei fram-
ar yfir þá slík stund.
Eg er ekki forspár maður. En
þó hefi eg haft hugboð um suma
hluti fyrirfram.
Það er trúa mín að synir Sigur-
lín sál. verði gtefumenn eins og
hún sjálf var gæfukona.
Nú er svart-ský fyrir gæfusól
þeirra. En eins og sól himinsins
brýst fram á milli allra skýja að
lokum eins mun þetta ský hverfa
um síðir. Tíminn læknar öll sár.
Það eru megin sannindi þessa sorg-
um þjakaða mannlífs. — Eg hefi
reynt það. — En annað hefi eg
einnig reynt í sambandi við þetta,
það er, að þeim sem sorgina bera
á stund eins og þessari, finst það
fjarstæöa að slík sár muni nokkru
sinni gróa, en vissulega er það þó
satt. Þá líkn hefir forsjón þessarar
jarðar lagt með þraut.
Kséru bræður! Þið standið nú í
broddi lífsins, þegar blómi æsk-
unnar og þroski manndómsáranna
taka saman höndum í eining til
djarfrar framtóknar á komandi
tímum.
Þið hafið yfir miklum kröftum
að ráða, seni þrá viöfangsefni að
reyna sig á, alstaðar er verk til að
vinna. .— Þar er sú svalalind, sem
drekkja má sárustu sorgunum í.
Sú kemur tíð að sárin þungu
gróa. Sú kemur tíð að þið standið
fremst i þeirri fríðu fylking, sem
berst fyrir tyeiri mannúS, meiri
farsæld, meiri gleði, meira réttlæti.
Sú kemUr tíð aö þið eignist nýja
ástvini að .vinna fyrir, þá verður
það ykkur jafn heilagt málefni eins
og móður ykkar var aS vinna fyr-
ir sína ástvini.
Hið heimsfræga skáld Norð-
manna, Björnson sagði:
1
Vertu uppleitur, vinur kær
þó vonir bregðist þér ein og tvær.
Brátt lifnar ný von í barmi,
þá blikar þér nýtt ljós á hvarmi.
r
En hvað sem þið verðið, og hvað
sem þið gerið mun orðið móðir —
það var nafn hennar fyrir ykkur,
sem hér hvílir föl og köld, hljóma
yfir öllu ykkar lífi eins og heilag-
ur lofsöngur.
* * *
Eg hygg að flestir verði sam-
mála um það að eitt allra dýrmæt-
asta hnossið, sem maðurinn getur
hlotið sé gott heimili. HéimiliS er
griðastaöur í næðingum lífsins.
Heimilið er sá friðhelgi reitur þar
sem maðurinn finnur sjálfan sig,
þar hugsar hann sin einkamál, og
þar hvílist hann bést eftir erfiði og
áhyggjur dagsins. Heimilið er
stofnsett af manni og konu — það
er öllum Ijóst. — Em hitt liggur
meira á huldu að svipur heimilis,
fegurð þess og yndi, i fáum orS-
um sagt —• hin listræna sál þess
ef svo mætti aS orði komast er
sköpuð af konunni og i sannleika
sagt, eru það tiltölulega fáar konur
sem sú gáfa er gefin á svo háu
stigi, að það veki sérstaka athygli.
Sigurlín sál. var ein af þeim fáu
útvöldu, sem hafði slíka gáfu til
brunns að bera. Heimilið á Sönd-
um bar þess svo ákveðimvóg ótví-
ræðan vott, að hvert mannsbarn,
sem á það mintist sagði þaö sama.
Framkoma hennar á heimilinu
vakti eftirtekt manna á tvennan
hátt. Annað var listfeng stjórn,
sem sá jafnt smátt og stórt á ein-
um vettvangi. Hitt var framúr-
skarandi dugnaöur, sem stýrt var
af óvanalega glöggu auga og hagri
hönd. Var ekki að undra þó að
hagur þeirra hjóna blessaðist þeg-
ar maður hennar stóð henni jafn-
hliða með djúpsett ráð og ágætt
vit á öllum hagfræðismálum.
Synir þeirra hjóna komu upp og
urðu hvers manns hugljúfar. Kom
þar í ljós^ eitt afrek Sigurlín sál.
að uppeldið tókst svo vel að þeir
urðu fyrirmynd ungra manna í sið-
prýði, þeir voru móður sinni svo
eftirlátir og hlýðnir að sjaldgæft
mun vera á þessum tímum. Var það
af tveim ástæðum.
Önnur var sú að skipanir hennar
voru bygðar á réttlæti. Hin var
sú að þeir unnu henni mjög. Gest-
risni hefir verið viðbfugðið á
Söndum í mörg ár.
Engan gest bar þar svo að garði
að húsfreyja vildi ekki gera honum
gott.
Og þær góðgerðir voru meir en
nafnið tómt, um það munu allir
Mikleyingar bera vitni. Hið alúð-
lega viömót og viðræður og hin
myndarlega útsýn yfir heimiliB
kom manni í gott skap og gerði
mann bjartsýnni á það, að þetta líf
gæti þó verið gott og farsælt, ef
hagsýni og dugnaði væri beitt rétt
í lífsbaráttunni.
M. Jochumsson kvað eitt sinn
um dauðsfall, sem kom fyrir í húsi
á Akureyri, sem stórt og fagurt
reynitré var ræktað hjá, á þessa
leið:
“Nú drj^pur húsið við dapran
hjóm
Hjá dyrunum eikin grætur.
í laufinu þýtur með angurs óm,
í æsku mér sprungu rætur.
Eg bíð þess aldregi bætur.”
HúsiS á Söndum drýpur. Hún
sem var sál þess og sómi er dáin.
Hún var kona meö bjarta trú.
Hún ræktaði blóm fyrir æskuna,
þó að sjálf væri hún af æskuskeiði
þessvegna sprungu svo margar
rætur við burtför hennar og heim-
ilið hennar bíður þess aldrei bætur
og þessi bygð bíður þess seint
bætur.
Að konu eins og henni er hinn
mesti mannskaði. Sist datt mér það
í hug þegar eg fyrir fáum vikum
kom á heimili hennar og sá hana
þá heila heilsu að eg mundi ásamt
öðrum fylgja henni svo fljólt til
grafar. Þó er það orðiS. Og mót-
mæli eru máttlaus. Enginn hefir
sakarafl viö dauðann.
Að endingu bað konan mín mig
aþ bera fram þakkarorð við kistu
hiqnar látnu konu fyrir ástriki
heimar og umönnun við tengda-
móður hennar i veikindastriöi henn-
ár á seinni árum og sem dó aðeins
5 mánuSum á undan henni. Og við
hjónin þökkum henni einnig í síð-
asta sinn fyrir börnin okkar og
okkur sjálf og kveðjum hana meö
sárum söknuði.
Minningar.
“Röm er sú taug,
sem rekka dregr
föðrtúna til.”
Þetta fornhelga spakmæli hefir
tvívegis hertekið mig nauðugan,
svo að eg, þrátt fyrir alla bar-
áttu réði ekki við.
Árin 1870—1880 hefði eg ó-
hræddur veðjað nærri hverju sem
var, að eg færi aldrei til Ame-
ríku. iMér hafði alt af liðið mjög
vel á íslandi, þekti engan mann
þar slæman, sem kallað er, heyrði
hvorki öfund né bakmælgi. Þótt
á orði væri haft, að alstaðar vætí
mórauð kind í sauða- og safnað-
ar hjörð, þá virtust mér þær
meira til prýðis en lýta. í einu
orði sagt: Á Islandi er eg fædd-
ur, á íslandi vildi eg lifa, á ís-
landi vil eg deyja.
Veturinn 1880 var talinn annar
mesti frostaYetur, er elztu menn
hðfðu heyrt talað um á Islandi í
mörg herrans ár. Sem lítið dæmi,
steig frostið á Gilsbakka í Hvit-
ársíðu, í Mýrasýslu, frá 33 til
35 stig á Remus, sem mun láta
nærri að vera um eða yfir 40 neð-
an við zeró í iCanada. Um það
leyti og fyrri lék orð á því um
Borgarfjörð og víðar, að of djarft
væri oft sett á vetur, og of oft
hross á ekki neitt, sem fyrst kom
til af góðum vetrum og árferði
frá liðnum árum siðan 1860; og
annað, að þá var ekki vaknaður
sá göfugi áhugi og kristilega
vakning, að varðveita allar sínar
blessuðu, saklausu skepnur frá
óumræðilegum kvölum og dauða.
En eftir guðs lögmáli var það
einhver stærsta synd mannanna,
að fara illa með skepnur sínar, og
fyrir utan kristilegu skylduna, þá
fylgir góðri meðferð á skepnum
svo mikil hagsmunaleg blessun
frá drotni, að trauðlega trúi eg
því að sá er svo breytir líði hung-
ur ,og þorsta fyrir sig og sína.
Það eru vissuleg sannindi.
Þenna umrædda vetur átti eg
sex stóðhross; fimm af þeim voru
i hagagöngu i Reykholtsdalnum
og langt frá manni þeim, sem lof-
ast hafði til að sjá um þau. Það
kom vikubylur, mig minnir um
páskaleytið, og eftir bylinn fund-
ust þau standandi sem ísdrangar
undir klettaskúta, langt frá bæj-
um öll steindauð.
Eg var ekki sá eini, sem misti
þennan vetur; það voru of marg-
ir, og þessi vetur var sá fyrsti,
sem eg vissi til að vakti kváða og
vonleysi um góða framtíð á ís-
landi og b^rjun til útflutnings
um Borgarfjörð.
1 Reykholtsdalnum tóku sig upp
til brottfarar víst flestir af hinni
góðkunnu Grímstaðaætt 0g Kjal-
varastaða, 1882 og 1883, og áður
voru farin: Þórður Árnason 0g
Guðrún Grímsdóttir systir þeirra,
sem fóru frá Stað í Hrútafirði, og
fleiri að norðan. ,
Næsta sumar, 1881, var mikill
grasbrestur um alt, og lakast, að
það virtist sem þau hross, er eft-
ir lifðu af veturinn, væru merg-
laus og ónýtari til vinnu, þyldu
. svo litið. Heyfengur var ekki
meir en helmingur á við það sem
kallað er í meðallagi, að undan-
teknum flæðiengjum; svo þó vet-
urinn væri mildari en sá næsti á
undan, varð afleiðingin frá báð-
um þeim vetrum hörmuleg. Seinna
vorið fjárfellir, því miður nærri
alment, sem kom til af því að þau
litlu hey, sem fengust, voru bæði
ónóg og óholl. Og eftir því sem
eg hefi heyrt og lesið um, mun
það vor hafa verið það allra bág-
asta um Borgarfjörð og beggja
megin Hvítár. Og svo bættist
ofan á þetta, að mislingar flutt-
ust upp um Borgarfjörð og Mýr-
ar, svo til stórvandræða horfði
að hirða þessar litlu leifar af
fjárnytu bóndans, því allir lögð-
ust, se*m ekki voru búnir að út-
taka þenna ófögnuð áður. Pest
þeirri fylgdi, að víða voru slitin
ástarinnar viðkvæmu bönd. Það
kom svo langt hjá mér, að mér
fóru að detta i hug Egyptalands-
pálgurnar, þegar drotni þóknað-
ist að taka frumburðinn, “af.því
eg var ekki einn af ísrael,” að fá
vitrunina um að rjóða blóði á
dyrastafi mína, svo drápsengill-
inn gengi fram hjá húsi mínu,
svo þar mistöm við aleigu okkar.
En góður guð fór með okkur eins
og Job, að hann gaf okkur helm-
ingi fleiri og meira en það aftúr,
svo við ætttum að vera þakklát.
Sama sagan fréttist að norð-
an, með fellirinn og bágindin. —
Bóndi, sem var í nágrenni mínu
hér í mörg ár, sagði mér, að hefði
ekki rekið þessi mikli hvalur á
Ánastöðum, hefði mannfellir
orðið af þeim fátækari þar nyrðra,
sem ekkert höfðu sér til munns
að leggja nema þessar kindur,
sem voru að falla. Hvaða björg
var það, drottinn minn!
En svo er hjálpin næst, þá
neyðin er stærst, eða svo finst
mér það vera. Við hlupum gönu-
hlaupin, og gáum ekki að völ-
unni, sem við dettum máske um
í götunni. Við reiðumst, kennum
öðrum um, sem saklausir eru, en
gáum ekki að því, að við sjálf
höfum vilzt á breiða veginum,
sem er fullur af steinvölum til að
fella oss og glepja oss sýn á því
góða, af því okkur finst við fær
í allan sjó, herskrúðalaus. Þá
finst mér að sorg eða mótlæti sé
eina meðalið til að smeygja inn
í huskot mannsins, að til þess að
geta alið upp gott barn, þá verði
grundvöllurinn að byggjast í
aga og umvöndun til drottins.
Eg hefi lesið það, að börnin
eigi að vera útskrifuð úr heimil-
isskdlanum 9 ára, til að geta
mætt gjálífis og freistingarárun-
um, sem talin eru að vera frá 13.
til 18 árs. Þetta er mín skoðun,
af því eg hefi lesið miður falleg-
ar sögur úr stórborgunum Eg vona
að miinir kæru íslendingar ekki
séu í þeirra tölu, og vona líka, að
þeir misvirði ekki þennan útúr-
dúr, sem engum gerir ilt, ef ekki
annað.
Eg endaði þar sem góður guð
sendir hjálpina í neyðinni öllum
þeim sem trúa. Þessi mikli hval-
reki á Ánastöðum varð til þess
að halda mörgu fólki við lífið, sem
annars hafði ekki neitt. Þó bless-
uð kýrin sé lífakkeri heimilisins
(og þá einkum barna), þá var ekki
um það að tala, ef lítið eða ekk-
ert var til handa henni, eins og
viða átti sér stað þá. — Það fóru
margir úr sveitunum beggja vegna
iUMiMiiiiiiiimiiiimiiiiimiimmiiiimiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiT^
REYNIÐ 0SS
| ef þér ætlið að byggja heimili í vor, |
| eða ef þér þarfnist efnis til viðgerðar, |
Vér getum með litlum sem engum jfyrirvara
= jfullnægt þörfum yðar. =
: WnniP'gPaÍnt'
&Glass csúmwd
E 179 Notre Dame East Ph«ne72 -319 =
^iiiiiiimiiiimiiiiiimmimmmiiimimMimimmmimiiiiiimiimiiiiiiiiiimimiir
ENGINN 1 CANADA ÞARF AD DREKKA
NÝTT WHISKEY
ALDURINN A
CWhISKY
ER TRYGDUR AF CANADA-
STJÓRNINNI
vi<5 Hvítá og úr Stafholtstungum,
sem eg vissi af, í norðurferð að
kaupa hval, og reyndist það mik-
ill búbætir til þeirra, sem ástæð-
ur og dugnað höfðu til að afla ser
þessa. Það tók vikuferð, og var
alt mjög leiðinlegt við hana;
menn urðu að vera skinnklædd-
ir, því hvalur er afar sóðalegur,
og óhugsandi var að taka í hendi
á stúlku, hvað þá meir; svo ferða-
lagið var engin skemtiför. Neyð-
in kennir naktri konu að spinna,
og svo var þetta ágætis matur,
þegar búið var að höndla hann
réttilega, og upp úr súru.
Árin næstu voru heldur skárri,
en engin viðréttingarár. Eins
var með þá, sem vildu fara af
landi burt, þeir gátu ekki selt;
peningar fastir í höndum þeirra
efnaðri, enginn banki, enginn
sem átti jörðina sína, ekkert lán
fáanlegt, svo flestir urðu að láta
það litla sem þeir seldu, fyrir
sama og ekki neitt.
í sem fæstum orðum ætla eg að
geta þess, hvað hart eg varð að
leggja að mér til að standa við
mitt ákveðna heit. Jörðin Hamr-
endar var stór, virt á 3000 kr., og
skuldaþung, 3 kúgildi, þar af 6
fjórðungar smjörs í leigu; land-
skuld há, en eg man ekki fyrir
víst, hvað mikil. — Fyrsta árið
átti Þorbergur Fjeldsted þriðja-
part; hann bjó þá p, Jörfa í Kol-
beinsstaðahreppi; þangað fór eg
með leigur, sem tók mig tvo daga
og þá sjálfsagt að láta annan bera
upp á sunnudag; en við urðum
að breiða yfir vanhelgun hvíldar-
dagsins með því, að við værum að
hvíla okkur eftir erfiði dagsins
(vikunnar). Samfeýðafélagi minn
var hinn vel þekti góðvinur minn,
Sigurður Sigurðsson á Stóra-
fjalli góður bóndi, sem bezta orð
fór af fyrir gestrisni og hjálp-
semi við þá, sem bágt áttu. Sást
það bezt á því, hvað honum var
vel tekið, þegar kom vestur í
hreppana, tilj dæmis á prestssetr-
inu, Staðarhrauni, er mig minnir
það heiti; prestur var ekki heima,
en eg minnist tæplega að hafa
mætt annari eins rausn og frúin'
sýndi okkur. Við sáum ekkert
nema kvenfólk, og er það öllum
vitanlegt, sem um þjóðvegu ferð-
ast, og koma að heimilum eins og
hér átti sér stað, þar sem mætti
mannjð brosið hýra, handtakið
mjúka og framgangurinm’ aðdá-
anlegi, sem vanalega gerist, þeg-
ar konur og stúlkur eru ekki
bældar með ofríki og herraskap.
— Jæja, eg sáröfundaði Sigga,
því eg fann og sá að eg naut
hans að, og vel sé honum og heið-
ursfrúmi|i ogl stúlkunum fyYir
alt.
Svo var aftur lagt á stað, og
ekki linað á ferðinni fyr en skamt
frá Jörfa, er Siggi yfirgaf mig.
Mig minnir að staðurinn væri
Reykhólar, sem hann fór á. Svo
kom eg að Jörfa, og var Þorberg-
ur Fjeldsted að leysa úr töðu eða
heyi, og sóttist honum það kná-
lega, því sátan sýndist vera mjög
létt í höndum hans, enda var
hann talinn meðal allra hraust-
ustu manna á þeirri tíð, eins og
hann átti kyn til. — Þorbergur
Fjeldsted var höfðingi heim að
sækja; þá spilti ekki konan því;
mvndarlegt og vel um gengið
heimili að líta úti og inni, og
mætti eg þar ágætum viðtökum í
alla staði, kvöldmatur og svo gott
rúm að hvílast í, svo eg var eins
og nýsleginn túskildingur um
morguninn, þrátt fyrir alt slark-
ið daginn eftir með Sigga. —
Eftir ágætt viðmót og veitingar,
lagði eg snemma upp, og kom
heim kl. 4—5 á sunnudaginn, og
mundi lengi þá ferð, er var mér
sönn skemtiferð.
Tvo þriðju hluta jarðarinnar
átti merl#ir bóndi, Hjálmur Jóns-
son í Þingnesi. Litlu eftir góðu
ferðina vestur, brá eg mér til
Hjálms, sem æfinlega var still-
ingarljósið sjálft og gæðakarl
heim að sækja. Guðríður kona
hans, var hans önnur hönd í öllu,
og gott var að semja við Hjálm;
hann hafði öllu meira álit á krón-
unum en smjöri, þó nóg væri fyr-
ir af hvorutveggju. — Árið eftir
keypti Stefán í Kalmanstungu,
tengdafaðir minn, jörðina og(átti
hana þangað til hann dó.
Þegar eg vorið 1882 fór að
Hamrendum, gerði eg kaup við
séra Magnús á Gilsbakka, að
flytja allan kirkjuviðinn, sem
þurfti í Gilsbakka kirkju, neðan
úr Borgarnesi, alla leið sjóveg
upp að Svarfhóli i Stafholtstung-
um. Það var langur og hættuleg-
ur vegur, sérstaklega þar sem
straumarnir mættust hvítfyssandi
úr Hvitá í Borgarfirði og Norð-
ur á í Stafholtstungum, og komu
(Framh. á 7. bls.)