Lögberg - 07.07.1927, Síða 1

Lögberg - 07.07.1927, Síða 1
40. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 7. JÚLl 1927 1] NÚMER 27 Islendingar vinna fyrstu verðlaun í skrúðfylking Winnipeg-borgar, Föstudaginn þann 1. Júlí Helztu heims-fréttir Canada. Maður að nafni E. C. Dobbie frá Vancouver er í þann veginn að fljúga yfir þvera Canada, frá Mont- real til Vancouver og ætlaði hann að leggja af stað í morgun. Gerir hann ráð fyrir að verða í Winni- peg að kveldi hins 7. og í Vanouver að kveldi hins 8. þ. m. Hepnist þessi fyrirætlun er Canada frá hafi til hafs ekki orðin nema tveggja daga leið. Á leiðinni ætlar Mr. Dobbie að koma við í Sault Ste. Marie, Winnipe£ og McLeod, Alta. Ætlar hann að fljúga á tveggja manna fari, en vera þó einn og nota hitt sætið fyrir póstflutning og fleira sem hann ætlar að hafa með sér. • * • Lögreglumönnum frá Bandaríkj- unum er ekki leyft að sjá Earle Nelson, sem kærður er um að hafa framið tvö morð í Winnipeg, og er nú t fangelsi. Er engum leyft tala við hann eða spyrja hann nokk- urs nema lögmanni hans og ef ein- hverjir skyldu koma fram, sem sannað geta að þeir séu nánir frændur hans. • • * Tolltekjurnar i Winnipeg voru síðastliðinn mánuð $1.053,218, en i sama mánuði í fyrra voru þær 1,- tolltekjumar i Winnipeg $1,200,- 904. * * • Montreal búar eru því með öllu óvanir að sjá snjó í júli-mánuði, en hinn 3. þ. m. féll þar þó ofurlitill snjór. Það snjóaði aðeins í fáein- ar mínútur og snjókornin bráðn- uðu strax þegar þau komu niður. I 36 ár hefir aldrei verið eins kalt í Montreal 4. júlí eins og var á mánudaginn í þessari viku. * * * Á laugardagsmorguninn vildi það slys til, að bíll sem keyrður var eftir Lord Selkirk brautinni og valt um koll. Sex, piltar og stúlkur voru í bílnum og biðu tvö af þeim bana þegar í stað, en hin sluppu hér um •bil ómeidd. Nöfn þeirra sem dóu voru Thomas H. Elsworth, 902 Selkirk Ave. og Miss Kate Dawson 379 Cumberland Ave. Wínnipeg. í Grouard héraðinu í Alberta hafa vatnsflóð nýlega gert all-mik- inn skaða á húsum og öðrum eign- um manna þar vestra og hafa marg- ir bændur orðið að yfirgefa heim- íli sín og hafast við um tíma þar sem hálendara er. Járnbrautarlestir gátu ekki haldið áfram á þessu svæði í 48 klukkustundir, vegna vatnavaxta. Manntjón hefir ekki orðið af þessu, en eingatjón tölu- vert mikið. Stjórnin í Alberta-fylki hefir gert ráðstafanir til að bæta úr þessum vandræðum fólksins eins vel og hægt er. * * • Færri verkamenn voru vinnu- lausir í Canada í byrjun júní mán- aðar, heldur en verið hefir nokk- urntíma síðan 192O. * • • íhaldsflokkurinn í Canada hefir nú fast ákveðið að halda sitt mikla flokksþing í Winnipeg, 11. októ- her i haust. Er verkefni þingsins aðallega það að velja flokknum leiðtoga, þar sem Hon. Hugh Gutherie hefir aðeins verið til þess valinn til bráðabyrgðar. Hvert kjördæmi í öllu landinu velur sinn fulltrúa til að mæta á þessu þingi og er ætlast til að þeir verði jafn- margir eins og þjóðkjörnu þing- mennirnir á sambandsþinginu, eða 82 frá Ontario, 65 frá Quebec, 21 frá Saskatchewan, 17 frá Mani-* toba, 16 frá Alberta, 15 frá British Columbia og Yukon, 14 frá Nova 'Scotia, 11 frá New Brunswick og 4 frá Prince Edward Island. Þrettán menn í Vancouver fengu sér heldur mikið í staupinu núna um helgina, eða meðan á hátíðar- höldunum stóð, og voru teknir fast- ir fyrir þær sakir. En þegar til lög- regludómarans kom, sem Findlay heitir, þá hélt hann yfir þeim stutta ræðu og var hún á þessa leið: “Eg býst við að þið hafið orðið fullir af því þið voruð að halda upp á demants-afmæli Canada, en það er nokkuð, sem ekki kemur fyrir nema einu sinni á sextíu ár- um. Eg ætla því að sleppa ykkur í þetta sinn, en væri eg í ykkar spor- um skyldi eg ekki dtekka mig full- an fyr en á næstu demants-hátíö þjóðarinnar, og ef þið fylgið þeim ráðum, þá er öllu óhætt næstu sex- tíu árin.” Bandaríkin. Ákafir hitar hafa gengið yfir miðhluta Bandaríkjanna nú um mánaðamótin og hafa um hundrað manna látið lífið af þeim völdum. Þar sem þessi hitabylgja gekk yfir, var hitinn í eina þrjá daga 92—98 srig og varnaði þúsundum manna svefns og hvíldar, sérstaklega i Chicago. Þeir sem dóu af völdum hitans, voru 22 í Chicago, 18 í Ohio, 14 í Michigan, 12 í Wiscon- sin, 6 í Minnesota, 5 í Nebraska, 4 i Tndíana, 3 í Pittsburg, 2 í St. Louis, 2 i S. Dakota og 2 í Sharon, Penn. * * • Á fárhagsárinu, sem endaði hinn 30. júní varð tekjuafgangur Banda- ríkjastjórn^rinnar $635^000,000, eða $10,000,000 meiri, heldur en Mellon fjármálaráðherra hafði gert ráð fyrir. Mesti tekjuafgangur, sem Bandaíkin hafa áður haft var árið 1904; nam þá afgangurinn 505,000,000. * * • Ben. B. Lindsey dómari í ung- lingaréttinum í Denver, Colo, varð að leggja niður embætti sitt um síðustu mánaðamót, vegna þess að sannast hafði að kosning hans til þessa embætis 1924 hefði verið á einhvern hátt ólögleg. Lindey dóm- ari hafði stofnað þennan unglinga- rétt fyrir 27 árum og er hann í þvi fólginn að unglingar, sem sekir verða við lög á ýmsan hátt, mæta fyrir sérstökum rétti, en ekki með öðrum afbrotamönnum, sem aldurs þroska hafa náð. Hefir þessi að- ferð breiðst víða út og þótt vel gef- ast og Mr. Lindsey orðið þjóð- kunnur maður fyrir afskifti sin af þessu máli. • * * Hinn 15. f. 'm. tók fjárhirzla Bandaríkjanna á móti hér um bil níu tiu og sex miljónum dala af stríðs- lánunum og fjörutiu miljónum af tekjuskatti. * * * Um miðjan júní mánuð komu þau Coolidge forseta og frú hans til Custer State Park, S. Dakota, þar sem þau ætla að dvelja yfir sumar- mánuðina. Bretland. Hertoginn af York og frú hans eru nýlega komin heim til London eftir að hafa ferðast umhverfis jörðina eða alls um 25,000 milur. Sýndu London-búar konungs-holl- ustu sína við þetta tækifæri eins og oft áður og röðuöu sér í þúsunda tali meðfram strætum þeim, sem vagn hjónanna fór um og létu ó- spart í ljósi fögnuð sinn yfir heim- komu þeirra og létu það alls ekki á sig fá þó hellirigning væri þennan dag. Hertoginn er eins og menn vita, sonur Bretakonungs og drotn- ingar og gera blaðafléttirnar mikið úr því með hve miklum fögnuði þau hafi tekið á móti þessum syni sínum og tengdadóttur. * * • í Hýde Park í London kennir margra grasa. ílér um daginn börð- ust þar Facistar og Communistar með hnúum og hnefum í einu horni garðsins, en á öðrum stað söfnuS- ust saman margar þúsundir hand- verksmanna og fólk þeirra til mót- mæla verkfallslögunum, sem Bald- wins stórnin er að koma á. Fjöldi manna, kvenna og barna komu þarna fótgangandi alla leið frá austurhluta borgarinnar ('East EndJ til að láta í ljósi vanþóknun sína á þessum “árásum afturhaldsstjórn- arinnar.” Lady Cynthia Mosley, dóttir Lord Curzon fyrrum utan- ríkisráðherra, var ein af þeim, sem þarna héldu ræður. Hvaðanœfa. Boris Kowcheda, hinn ungi maS ur, sem vó Peter L. Voikoff, sendi- herra Rússa á Póllandi, hefir í Warsaw, verið dæmdur til fimtán ára fangelsis vistar. * * * Stjórnin á Þýskalandi hefir látið utanríkisráðherra Rússa, Georges Tchitcherin, vita að hætti Rússar eki að taka menn af lífi, eins óspart eins og þeir geri nú, þá geti það leitt til þess, að Þjóðverjar fái það ógeð á framferði þeirra, að vel geti svo farið að stjómin verði að slíta öllu sambandi viS Soviet-stjórnina á Rússlandi. * * • Fulltrúar Bandaríkjanna, Bret- lands og Japan sitja nú á ráðstefnu í Geneva til að ræða um takmörk- un herskipaflotanna. • • • Flugmönnunum Clarence D. Chamberlin og Charles A. Levine er sýnd mikil virðing á Þýskalandi og annarsstaðar i Mið-Evrópu. Það lítur út fyrir að nú sé enginn til þess búinn að fara með stjórn- arvöldin á írlandi, flrish Free StateJ. William T. Cosgrave lýsir yfir því, að hann vilji ekki bera ábyrgð á stjóminni, þar sem sinn flokkur sé í minni hluta á þinginuj ('The Dail), en Eamon de Valera, sem er leiðtogi Republican flokks- ins, neitar fyrir sína hönd og sinna flokksmanna, að sverja Bretakon- ungi hollustueið. Hafnargarð hefir C. P. R. fé- lagið látið byggja í Vancouver, sem nú er fullgerður, og sem kostað hef- ir $5,000,000 og var hann tekinn til afnota hinn 4. þ. m.. Voru þar viðstaddir margir borgarstjórar frá nágrannaborgunum, bæði frá Bandaríkjunum og Canada og margar heillaóskir bámst félaginu þennan dag, víðsvegar að. Var eitt þeirra frá Lord Willingdon, land- stjóra í Canada. 0r bœnum. Miss Rósa Hermannson, Miss Bergþóra Johnson, og Mr. Sigfús Halldórs eru nýkomin heim til borgarinnar frá Saskatchewan. Hlafa þau ferðast þar um Vatna- bygSirnar og haldið hljómleika á nokkrum stöðum, eins og auglýst var hér í blaðinu á sínum tíma. Mr. A. C. Johnson, konsúll, frú hans og tvö af bömum þeirra hjóna, fóru á föstudaginn í síðustu viku af stað vestur á Kyrrahafsströnd. Gerðu þau ráð fyrir að vera að heiman svo sem mánaðar tíma. Mr. og Mrs. J. W. Magnússon og sonur þeirra bg dóttir fóru á laugardaginn var til Hensel N. Dak. i bíl og 'komu aftur á sunnudaginn. Sjö ára gamall piltur, Henry Grant, fóstursonur þeirra Mr. og Mrs. L. S. Lindal að 498 Victor St. dó á mánudaginn var eftir skamma legu. Jarðarförin fór fram á þriðju- daginn frá heimilinu. A. S. Bardal sá um útförina og Dr. B. B. Jóns- son jarðsöng. Mr. og Mrs. Jón Thordarson Langruth, Man. voru stödd i borg- inni fyrir helgina. Aðalmundur Guðmundsson, bóndi að Gardar N. Dakota var staddur í borginni um helgina. Kom hann þá frá Winnipegosis og var á heimleið. Mr. Guðmundsson er einn af elstu islenzku bændunum í Gardarbygð og hefir búið þar um langt skeið. Glímumennirnir, er þátt tóku i iþróttum í Assiniboine Park föstu- daginn þann 1. júlí, voru: Kristinn Oliver, Benedikt Ólafsson, Grettir Johannson, Willi Johnson, Eddie Oliver, Magnús Johnson. Mrs. S. Gunnlaugsson skrapp suður til Hensel, N. D. um síðustu helgi og kom heim aftur á þriðju- daginn var. Nýtt “Magnesite Bungalo” á Lipton St. nálægt Sargent, fæst keypt við vægu verði og með góð- um borgunar-skilmálum. Efni og frágangur hið vandaðasta. öll nýjustu þægindi. Phone 24-730 Mr. Þorvaldur Þórarinsson frá Riverton, Man, var staddur í borg- inni um helgina sem leið. Mr. og Mrs. C. H. Brown frá Swan River komu til borgarinnar á föstudaginn í síðustu viku og dvelja hér um tveggja vikna tímá hjá foreldrum frúarinnar, Mr. og Mrs. S. Sigurjónsson að 724 Bever- ley St. Mr. J. E- Sigurjónsson, kennari frá Kenville, Man. kom til borg- arinnar á fimtudaginn í siðust viku. Er hann einn af þeim, sem skipað- ir hafa verið til að lesa próf- ipappíra, en eftir að því er lokið mun hann dvelja hér i borginni hjá foreldrum sínum að mestji þangað til í haust, að hann byrjar aftur að kenna. Hinn 10. júní fóru í skemtiferð suður til Bandaríkjapna, þeir Stein- dór Jakobsson, Carl Thorláksson, Guðm. Jónasson og Jón Jónasson, sem allir eiga heima hér í borginni. Lengst fóru þeir til Chicago og dvöldu þar nokkra daga, en komu við og höfðu nokkra viðdvöl í St. Paul, Minneapolis, Duluth og ýms- um fleiri borgum og bæjum. Komu þeir heim aftur 29. júní Þeir ferð- uðust í bíl alla leið og létu þeir hið besta af ferðinni og höfðu fengið gott veður og skemtu sér ágætlega. Mr. og Mrs. S. K. Hall og Dr. og Mrs. B. H. Olson fóru snöggva ferð suður til Gardar, N. Dak. í vikunni, sem leið. Nefndin, sem stóð fyrir þátt- töku íslendinga í Winnipeg, í há- tiðarhöldunum, sem nú eru ný-af- staðin, hefir látið gera ljósmynd af skrúðfleytunni og þeim 73 Islend- ingum, sem þar voru samankomnir. Hlefir myndin tekist ágætlega og er skýr og falleg. Stærðin er hér um bil 18x8 þuml. Nefndin ætlar að selja myndina fyrir $1.25 og geng- ur ágóðinn til að borga kostnaðinn sem af öllu þessu hefir leitt, sem er æði mikill, og mun enn ekki kom- iÖ inn nærri nóg fé til að borga hann allan. íslendingar unnu fyrstu verðlaun í skrúðgöngunni miklu hinn 1. þ. m. og mun marga fýsa að eignast myndina, sem sýnir all- greinilega fyrir hvað þeir unnu verðlaunin, myndina geta menn nú séð á skrifstofu Lögbergs og fengið þar eftir fáa daga. Jón Eggertsson bóndi við Swan River, Man. kom til borgarinnar fyrir helgina og fór aftur heim- leiðis í miðvikudaginn. Miss Ólöf Ingibjörg Bjarnason hjúkrunarkona, sem dvalið hefir 2% ár í Los Angeles, Calif. kom til borgarinnar á mánudaginn var, til þess að heimsækja ættingja og vini, hugsar hún sér að dvelja hér sumarmánuðina. — Systkini henn- ar hér í borginni eru þau Mrs. Al- fred Edwards, sem heima á i The Ambassador, Hargrave St. og Skúli G. Bjarnason, 656 Toronto St. Dr. Björn B. Jónsson fór á þriðjudaginn suður til St. Paul og Minneapolis og Minneota. Bjóst við að koma heim seint í næstu viku. Séra Kolbeinn Simundsson frá Seattle prédikar í Fyrstu lútersku kirkju í Wfinnipeg á sunnudags- kveldið kl. 7. Heimferðamefndin 1930, hefir ákveðið að halda fundi á eftirfylgj- andi stöðum og timá, í Norður Dakota: Akra, mánudaginn n. júli, Mountain, þriðjudaginn 12. júli, Gardar, miðvikudaginn 13. júlí, Bantry, fimtudaginn 14. júlí. Á fundunum öllum mæta þeir J. J. Bíldfell, Joseph Thorson, Árni Eggertsson og Rögnvaldur Péturs- son. Mr. Agnar Magnússon, M.A., er nú nýfluttur til borgarinnar og býr að 620 Alverstone Street. Hefit hann ákveðið að veita nokkrum nemendum prívat-kenzlu í Jóns Bjarnasonar skólanum, yfir júli og ágúst mánuð. Mr. Magnússon, er einn af vorum allra efnilegustu mentamönnum og hefir þegar haft mikla æfingu sem kennari. Ættu íslenzkir námsmenn, hvort heldur utanborgar eða innan, að nota sér þetta ágæta tækifæri. Mr. Magnús- son kennir stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði, ásamt latínu. Jakob Guðmundsaon, frá Stað í Hrútafirði, andaðist á heimili sínu í Víðirbygð í Nýja íslandi þ. 13. júní s. 1., hátt á fimta ári yfir sextugt. Var fæddur á Kollsá í Hrútafirði þ. 4. okt. 1862. For- eldrar hans voru Guðmundur Ein- arsson og Helga Jakobsdóttir. Ólst upp i Bæ í Strandasýslu, hjá Pétri og Kristínu, hjónum er þar þá bjuggu. Systkini Jakobs voru fimtán alls. Mörg af þéim dóu ung. Systur hans er upp komust voru Sigriður, kona Péturs kaup- manns Eggerz á 'Borðeyri; synir þeirra hinir þjóðkunnu menn, Sig- urður Eggerz ráðherra og Guð- mundur bróðir hans fyrrum sýslu- maður; Ingibjörg, kona Lárusar Guðmundssonar, og Solveig kona Ásgeirs bónda Jónssonar á Stað i Hrútafirði. Mun nú, af þéim systkinahóp, Ingibjörg ein vera á lífi. — Kona Jakobs sál. er Guð- björg Guðbrandsdóttir frá Kat- ardal í Húnavatnssýslu. Þau gift- ust 1896. Er hún enn á lífi. Árið 1899 flutti Jakob af íslandi, en kona hans ári síðar. Hér vestra dvöldu þau bæði í Canada og Bandarikjunum, um sjö ára tímabil í Duluth, Minn, en hitt að mestu i Árdalsbygð og i Víðir- bygð. Þau eignuðust fjögur börn, tvær stúlkur er dóu í æsku, og dreng og stúlku er upp komust, bæði vel gefin, Ragnar heima hjá móður sinni, og Helga kona Unn- steins bónda Jakobssonar á Bjarn- arstöðum i Geysisbygð. — Jakob sál. var hæglætismaður, góður ís- lendingur og hinn vandaðasti í öllu. Jarðarför hans fór fram frá heimili hans þ. 15. júní og var fjölmenn. Séra Jóhann Bjarna- son jarðsöng. Nokkur ávarpsorð. Enn á ný hefir skólaráð Jóns Bjarnasonar skóla kvatt mig til starfs, og hefir sú ráðstöfun verið samþykt af kirkjuþingi. Eg met og þakka það traust til mín, sem bæði beint og óbeint hefir borist mér frá forstöðumönnum og öðr- um vinum þessa máls. Fjölda vina hefir skólinn eign- ast, þá tíð, sem hann hefir starf- að. Fyrir þá vini hefir hann lif- að. Þeim vinum hefi eg lært að treysta. Á þeim vinum, næst guði, byggi eg traust mitt nú. Eg vonast líka til, að skólinn eignist nýja vini Smátt og smátt hafa honum græðst nýir vinir. Það hefir verið saga hans í lið- inni tíð. Vonandi verður það einnig saga hans framvegis. Sumir telja það ókost, að skól- inn skuli þurfa að leita styrks til almennings, en einmitt sú nauð- syn styrkir hjartataugarnar og Vinsemdina, sem tengir skólann við fólkið. Einnig það, að skólinn skuli þurfa að berjast hart fyrir tilveru sinní, styrkir hverja ekta afl- taug hans og gefur honum líf, sem hann gæti ekki án baráttunn- ar eignast. Mörg eru þau atriði, sem eg þarf og vil ræða við yður, áhrær- andi skólanum. Með guðs hjálp gjöri eg það seinna. Að þessu sinni vil eg að eins víðvarpa þeirri hugsun, að vér þurfum öll að að vinna saman. Minnumst h'ins drottinlega orðs: “Enginn lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálf- um sér.” Vér erum hvert upp á annað komin; vér þurfum að hjálpa hvert öðru; vér getum, í verulegum skilningi, ekki lifað nema vér treystum hvert öðru. iSamúð, samvinna og traust — guð gefi þéim öflum sigur meðal vor. Að því vill Jóns Bjarnason- ai skóli vinna. Kæru vinir, treystið oss. Vér erum hold af yðar holdi, og blóð af yðar blóði að ættemi og kirkju. “Sameinaðir stöndum vér.” Méð vinsemd, Rúnólfur Marteinsson. skólastjóri Jóns Bjarnasonar skóla, 652 Home St., Winnipeg. 1 skrúðfylking þeirri hinni miklu, er fram fór í Winni- pegborg, föstudaginn þann 1. þ. m., í tilefni af sextíu ára afmceli fylkj asamb andsins canadiska, unnu lslendingar fyrstu verðlaun, heiðurspening úr guili. Attu þeir í fylk- ingunni skrúðfleytu eina, all svipmikla, er tákna skyldi Al- þíngi hið forna við öxará. Islendingar áttu hér við raman reip að draga, því í skrúðfylkingunni tóku þátt allir þjóð- flokkar hér í borg, margir langtum mannfleiri en vér. Gyð- ingar hlutu önnur verðlaun, en Grikkir þau þriðju. Allar reyndu þjóðir þcer, er í fylkingunni tóku þátt, að draga fram í Ijósið helgustu sérkenni, úr svip og sögu, hvers lands um sig. En úrskurður dómenda féll á einn veg, sem sé þann, að íslenzka táknmyndin bœri svo langt af hinum, að alt annað hefði verið óhugsandi, en að veita henni fyrstu verðlaun. — Fréttin um sigur landans, hefir flogið á öldum viðvarpsins, út um allan heim, og hefir vakið, og hlýtur að vekja, drjúg- um meiri athygli erlendra þjóða á sérmenning vorri, en við hefir gengist fram að þessu. Skýrt er frekar frá íslenzku skrúðfleytunni á öðrum stað hér í blaðinu, enmun þó verða nánar gert í næsta blaði, er vér vonumst til að geta flutt heildarmynd af þessari sögidegu skrúðfleytu þjóðflokks vors. Kirkjuþingið. y- —i.-_ Það vanst ekki tími til að geta um kirkjuþingið í síðasta blaði eins nákvæmlega eins og vér vild- um gert hafa, og skal því hér nokkru við bætt. Þar var frá horfið, að kirkju- þingið ákvað að taka sinn þátt í allsherjar þingi lúterskra manna, sem haldið verður í Kaupmanna- höfn árið 1929 og valdi séra N. S. Thorláksson til að mæta þar fyr- ir sína hönd. Sjálfsagt hefir ís- lenzka þjóðkirkjan þar líka sinn fulltrúa. Mætast þar því vænt- anlega á almennu kirkjuþingi lút- erskra manna fulltrúar íslenzku þjóðkirkjunnar og fulltrúi kirkju- félagsins og er líklegt að það leiði til betri skiln'ings og meiri sam- vinnu milli þeirra beggja deilda íslenzku og lútersku kirkjunnar. Sjálfsagt má gera ráð fyrir, að þessari ráðstöfun kirkjuþingsins verði vel tekið af öllum, sem hún kemur við, þó hún vitanlega hafi töluverð peningaútgjöld í för með sér. 1 þessu sambandi á ekki illa við að geta þess, að Viðvíkj- andi samvinnu íslenzku þjóðkirkj- unnar og kirkjufélagsins, sam- þykti kirkjuþingið í einu hljóði þessa yfirlýsingu: “Kirkjuþingið lýsir ánægju sinni yfir því, að samúð hefir aukist á síðari árum milli þjóðkirkju 13- lands og kirkjufélagsins. óskar kirkjuþingið þess, að sem mest vinátta sé jafnan milli þessara tveggja déilda íslenzkrar lút- erskrar kristni. Biður þingið blessunar drottins yfir móður- kirkjuna íslenzku og tjáir henni ást sína og virðingu. Þessi kveðjuorð felur þingið skrifara sinum að skila til bisk- upsins, herra( Jóns Belgasonar, Dr. Theol.” írt af fráfalli Hon. Thomasar H. Johnson samþykti þingið í einu hljóði þessa firlýsingu: “We, the delegates of the Ice- landic Lutheran Synod of North America, in convention assembled at Winnipeg, Man., June 23rd, 1927, express our deep sorrow in the loss of our beloved and esteemed fellow member, the Hon. Thomas H. Johnson, who died May 20th, of this year. “We express our heartfelt sym- pathy to the widow, children and relatives, and thank God for the examle of his life and distin- guished service in behalf of Church and State.” Eitt af þeim málum, sem þingið tók til meðferðar var um breyt- ingu á kirkjuþingunum. Dr. B. B. Jónsson var framsögumaður og innleiddi málið með all-langri og ítarlegri ræðu. Margir feiri tóku til máls og stóðu umræðurn- ar lengi dags og voru fjörugar og báru vott um mikinn áhuga og var málinu loks vísað til for- seta og framkvæmdarnefndar. Það sem hér vakti aðallega fyrir mönnum var það, að kirkju- þingin væru of veraldleg, en færðu þeim, sem þau sæktu, ekki eins mikinn andlegan styrk og æskilegt væri og vera mætti, ef þeim væri hagað á nokkuð á aðra leið heldur en gert hafði verið. Ekki komu fram neinar ákveðnar tillögur um það, hvernig þær breytingar, sem Ifyrir mönnum vöktu, mættu koma til fram- kvæmda, en umræðurnar hnigu ,y jcju.it Helén Benson, (13 ára) sem vann I. O. G. T. silf- urmedaliu i mælskusamkepni, sem barnastúkan á Gimli hélt 27. maí síðastliðinn. Ólöf Sólmundsson, (18 ára) sem vann Þjóðræknis- medalíu í mælskusamkepni, sem barnastúkan á Gimli nr. 7, I. 0. G. T., hélt 27. maí s. 1. flestar í þá átt, að menn óskuðu þess að kirkjuþingin mættu verða mönnum til meiri uppbyggingar b.ér eftir en hingað til og að fólk- ið fyrir þau mætti eignast meira “af Guðs sonar vegsemd, og Guðs sonar hrygð, af Guðs sonar kær- leik og sannleik og dygð", eins og Matthías segir. Þrír fyrirlestrar voru fluttir á þinginu, og þeir er þá fluttu voru: séra Jónas A. Sigurðsson, séra N. S. Thorláksson og séra Kolbeinn Sæmundsson. Væntanlega koma þeir allir fyrir almennings sjónir í Sameiningunni. og er því ekki þörf að geta þeirra hér frekar. Á trúmálafundi þingsins hóf séra Carl J. Olson umræðurnar með langri og áheyrilegri ræðu. Á þessu kirkjuþingi var Kol- beinn Simundsson vígður til Hallgrímssafnaðar í Seattle, og má óhætt segja, að þar hafi kirkjufélaginu bæzt góður starfs- maður, og á það ekki síður við um séra Carl J. Olson, sem nú er aftur einn af prestum kirkjufé- lagsins og star.fandi í hinu við- lenda prestakalli Vatnabygðanna í Saskatchewan. Tveir söfnuðir buðu kirkjuþing- inu til sín næst ár; voru það Mel- anktons söfnuður i N. Dakota og Bræðrasöfnuður i Nýja lslandi. Eftir all-langar umræður var samþykt að þiggja boð hlns fyr- nefnda. Hvernig Fyrsta lúterséa söfn- uði hepnaðist að taka á móti kirkjuþinginu, ber ekki þeim, sem þetta ritar, um að dæma. En vér hyggjum þó að allir hafi verið á- nægðir með viðtökurnar, og a0 vel hafi farið um alla aðkomu- menn með&n þeir voru í Winni- peg..

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.