Lögberg - 21.07.1927, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.07.1927, Blaðsíða 4
Bls. 4 LöGBERG, FIMTUDAGINN 21. JÚLÍ 1927. í Jögberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Pres* Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talshnari N-6S27 o* N-6328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáakrift til blaSaina: mt COLUtyBIR PRE88, Ltd., Bor 3171. W4nnlpa(, M»1' Utanáakrift ritatjórana: EOlTOR LOCBERC, Box 3171 Wlnnlpag, M«a. Verð $3.00 um árið. Borgi*t fyrirfram Tha "LÖKbar*” la prlntad and publlahad by Tha Columbla Praaa, LLmltad. ln tha Columbla abl'dín*. 896 Sartrant Ava., Wlnnipa*, Manitoba. Emil Walters. ÞaS er hjartastyrkjandi fyrir alla þá, er ant láta sér um listir meðal þjóðbrotsins ís- lenzka hér í landi, að minnast Björgvinssjóðs- ins. Því hætta var mikil á, og er enn, að hin listrænu eðliseinkenni fólks vors myndu hverfa, eða renna óátalað inn í erlenda menn- ing. Islendingar vestra, hafa samið sig flestum fljótar, að siðum þjóða þeirra, er þeir hóa með, hvort heldur um Canada eða Bandaríkin er að ræða. Að sjálfsögðu gilti sama reglan um þá, sem aðra innflytjendur, að mesta varð að leggja áherzlu á hina efnalegu hlið, án tillits til lista eða fagurfræði. Fram að þessum tíma, hefir Canada engan veginn getað skoðast listanna land. Listin hvílir að miklu leyti á næði, auðlegð og þjóð- legri menning. En í ungu landi sem hér, hefir þrenning þessi hvergi nærri náð fullum þroska, enn sem komiÖ ,er. tslendingar, sem flestir aðrir landnáms- menn, komu hingað meíð tvær hendur tómar. Varð því. fyrsta hlutskifti þeirra það, að berj- ast fyrir lífinu, koma sér upp skýlum yfir höf- uðið og rækta landið. Með öðrum orðum, þá lágu viðfangsefnin flest og mest, á hinu efná- lega sviÖi. Listrænir menn, héldu áfram að fæðast í heiminn, engu að síður. Hlutu þeir alla jafna litla örvun í uppvexti, þótt á sér bæru skýr einkenni hins þjóðernislega list- ar-arfs, og voru oft yanræktir með öllu. Ör- fáir börðust til sigurs. ASrir féllu magnþrota til jarÖar við veginn, örvæntandi um alt og alla. Og landinn lét sig þetta litlu skifta, — eins og honum stæði öldungis á sama um það, hver örlög þessara manna yrðu. Hér fer á eftir saga, er varpar skýru ljósi, á það, sem nú hefir verið sagt. Dag nokkurn, fyrir ekki svo ýkja mörgum árum gekk ungur maður í þjónustu Hamilton bankans í Winnipeg. Daginn eftir fékk piltur- inn lausn frá embætti, að yfirlögðu ráði yfir- boðara sinna, og kom þangað aldrei aftur. Hann hafði veginn verið og léttvægur fundinn. Eftir að hafa lagt saman dálk eftir dálk, varð útkoman þvínær undantekningarlaust, öðruvísi, en hjá samverkamönnum hans. Næst reyndi hinn ungi maður fyrir sér á sviði blaðamensk- unnar. Hann seldi ,blöð, þar sem boltaleikir fóm fram. Vinnan var skemtileg, en ekki nægilega arðberandi, svo hinn ungi maÖur tók að bursta skó í hjáverkum. Hann var ástund- unarsamur og metnaðargjarn. Nágrannarnir sögðu, að hann hefði til þess flest skilyrði, að verða að manni. Þá bar svo til, að hinn ungi maður tók sér nýtt verkefni fyrir hendi, er gerbreytti lofsam- legum ummælum nágrannanna í vafasamar framtíðarspár. Hinn ungi æfintýrámaður hafði sem ,sé afráÖið að fara til Chicago- borgar, og leggja þar stund á listir. Það virt- ist með öllu óskiljanlegt, sögðu hinir vingjarn- legu nágrannar, að jafn efnilegur unglingur, skyldi stofna jafn . fyrirheitaríkri framtíð í voða, en taka í þess stað aÖ elta drauma, sem litlar líkur væru til, að myndu nokkurn tíma rætast. Eftir að hafa um hríð hrist höfuðin á meðaumkvunarfullan hátt, gengu þeir svo á ný til sinna daglegu starfa, og steingleymdu hin- um unga æfintýramanni. Maðurinn komst heilu og höldnu til Chi- cago, peningalaus með öllu. Megin viÖfangs- efnin voru tvö, sem sé þau, að geta innritast við listaskóla Chicagoborgar, og það — að lifa. Viðfangsefni þessi, hvort um sig, kröfðust fjár. En vasar komumanns voru tómir, eins og þeg- ar hefir verið bent á. Með því að vísa til sætis í óperuhöll borgarinnar, innvann hann sér nokkum veginn nóg fyrir fæði og húsnæði. Svo komst hann að því, að fá að sópa listaskólann á degi hverjum og fékk að launum upphæð, er hrökk til að greiða kenzlugjaldið með. Ekki gat það komið til nokkurra mála, að sofna á verðinum. Hinn ungi maÖur varð að vinna frá klukkan hálf sex að morgninum til níu og frá átta til tólf hvert einasta kveld. Því sem af- gangs var tímans varði hann til að mála. í þrjú ár samfleytt, var þessum lifnaðarhætti haldið áfram, meÖ litlum breytingum. Oftast nær var eitthvaÖ til að borða, ef ekki var lögð sérstök áhersla á næringargildið. Svo og nægilegir peningar til að kaupa fyrir föt, ef látið Var sér nægja, 'þótt búningar væru ekki ávalt sem rík- mannlegastir. Húsaleigupeningar voru einnig við hendina, ef herbergi var leigt, einungis með tilliti til leigunnar. A þessu tímabili, skaut list hins unga manns drjúgum rótum. Það var ekki lengur um að vill- ast, að hér var frumlegt listamannsefni á ferð- ' inni, er síður en svo lá á liði sínu. Við lok þriggja ára náms, hafði hinn ungi listamaður tekið það miklum framförum, að á lengri dvöl í Chicago var fremur lítið að græða. Akvað hann því að leita austur á bóg- inn, þar sem skilyrÖin til frekari lærdóms voru meiri. Hann var ekki lengi að velta þvr fyrir sér, hvað gera skyldi, heldur lagði tafarlaust af stað. Til New York kom hann með tvær hendur tómar. En það var nú í sjálfu sér ekki nema smáatriði. Veðrið var yndislegt, og ekki margt að því að sofna undir berum himni, úti í guðsgrænni náttúrunni. Hélt æfintýramaður- inn þegar af stað út á víÖavang, með málara- áhöld sín. Náði hann haldi á kola-krubbu, sem enginn notaði og þvoði hana hvíta. Eftir nokkra erfiÖismuni, hafði. hann með því komist vfir næsta laglegt, hvítfágað sumarheimili. Það leiddi af sjálfu sér að á þeim tíma árs, myndi auÖvelt að fá vinnu hjá bændum. Þarna blöstu við ald.ingarÖar og matjurtagarðar á all- ar hliðar, að ógleymdum hænsnakofunum. Að maður þyrfti að svelta heilu hungri, gat því ekki komið*til nokkurra mála. Skemtana þurfti ekki lengra að leita, en til Vassar College. Eft- ir það var svo innan handar, að loknum þvotti, línsléttu og fatapressun, að njóta leikja með hinum ungu námsmeyjum. Um þessar mundir var Einar Jónsson önn- um kafinn við líkneski Þorfinns Karlsefnis og dvaldi í nágrenni við hinn unga listamann. Tókust brátt með þeim kunnugleikar. A kveld- in gengu þeir oft saman langar leiðir. Skýrði Eifiar þá fyrir hinum unga manni, mikilleik ís- lenzks anda, þar sem hann hefir notið sín bezt í svip og sögu íslenzkrar listar. Hvatti hann ung- mennið til látlausrar baráttu á lietamanns- brautinni, en gagnrýndi jafnframt verk hans af samúð og glöggum skilningi. Kveðst lista- maðurinn ungi lengi munu búa að viðkynning- unni við Einar Jonsson. Undir hinum örfandi áhrifum frá þessum víðfræga landa sínum, óx listamanninum unga -ásmegin,—meÖvitundin um eigin mátt, glæddist á ný, og margfaídaði á- setnmg hans til að berjast til þrautar. Nú var komið að þeim merkis atburði, er hann skyldi selja sitt fyrsta málverk. Læknir cinn, búsettur í nágrenninu, hafði veitt hinum unga manni og verkum hans nokkra athygli, 0g spurði um verð einnar myndarinnar. Þetta voru nú ljótu vandræðin. Hvers virði var myndin? Ungi maðurinn herti upp hugann og svaraði snögglega, að hún kostaði tuttugu dali. Svo sló það hann jafnharðan, að ef til vill hefði hann farið fram á óhæfilegt verð. Hálfsneypu- legur var hann í þann veginn að fara, er lækn- irinn tilkynti honum að hann gengi aÖ verðinu. Tuttugu dalir, — segi og skrifa tuttugu dal- ir, voru ekki lengi á leiðinni, fyrir föt og dans! Lm haustið lagði ungi listamaðurinn af stað til Philadelphia og innritaðist þar við listaskólann, Philadelphia Academy of Fine Arts. Hafði hann þar ofan af fyrir sér með gull og silfursmíði, en í þeim greinum hafði hann þegar í Chicago unnið sér frægð fyrir afar frumlega list. Skaraði hann svo að segja á svipstundu fram úr öllum nemendum skólans. Var þroskaferill hans óhindraður upp frá því. Fjárhagsástæðurnar voru, að heita mátti, þær sömu. Neyddist hann einu sinni til að láta málaraöskjuna af hendi, upp í þriggja dala húsaleigu. Það var regluleg Herkúlesar þraut að afla annarar 1 staðinn. Einhverju sinni var svo ástatt, að einu skórnir, sem listamaðurinn átti til í eigu sinni, voru gatslitnir. Lappa mátti upp á vinstri fótar skóinn, en hinn þurfti að sóla til fulls. Irskur maður, er snöggvast kendi í brjósti um listamanninn, lánaði honum sjötíu og fimm cents, svo takast mætti að gera við skóna. Ekki var þess þó lengi að bíÖa, að hann iðraðist þessa velgernings. Gerðist hann ærið súr á svip og krafði hinn unga mann illhryss- mgslega um borgun á degi hverjum. Það stóð öldungis á sama hvaða rökum að listamaður- mn beitti, sa írski varð synu verri með hverj- um degi, er leið. En báðum til ómetanlegs hug- léttis, kom sá óvænti atburður fyrir, að lista- maðurinn seldi annað málverk, fyrir hvorki meira né minna, en tvö hundruð dali. írinn fékk sjötíu og fimm centin endurgreidd, en listamaðurinn keypti samstundis þrenna skó. Um sumarið dvaldi listamaðurinn í efri hluta New York ríkis, og svaf á hlöðulofti. í sveitinni var nægð fæðu að finna, bæði fyrir lík- ama og sál. Veturinn næsta dvaldi hann í Pennsylvaniu við svipuð kjör og áður,—nægi- legt strit, ýmsar sigurvinningar á sviði listar- innar, en engir peningar. Var að því komið við * lok hins fimta námsárs, að hinn djarfsækni æfintýramaður léti hugfallast. Lífið ’framund- an virtist eyðileg flatneskja árangurslauss erf- iðis, með hungur í aðsigi. Næst reyndi hinn ungi listamaður að afla sér lífsviðurhalds í þjónustu viðskiftalífsins, en slíkt mistókst jafnharðan. Endurminningin um útreið hans í bankanum forðum, starði honum í augu og sannfærði hann um, hve illa hann ætti heima á / sviði verzlunarlífsins. Algeng stritvinna, sýnd- ist vera eina úrlausnin. Um þessar mundir, flaug /gimsteinasalan- um fræga í New York, Mr. Tiffany, það í hug, að stofna til verðlauna fyrir þá nemendur á sviði listarinnar, er fram úr sköruðu að hæfi- leikum. Var þess farið á leit við alla helztu listaskóla þjóðarinnar, að þeir mæltu með nem- endum, er þeir teldu slíks styrks verðuga. TJstaskólinn í Philadelphia mæíti fram með hinum unga listamanni, sem hér um ræðir. Fór hann rakleitt til New York, viku áður en styrk- urinn skyldi veittur. Hann ætlaÖi sýnilega að vera til taks í því falli, að styrkveiting þessi félli honum í skaut. Skjót úrræði, mótuð við altari reynslunnar, gerðu það að verkum, að hinn ungi listamaður fékk ókeypis húsnæði á efsta lofti tómrar byggingar á fimtugasta og sjöunda stræti, næst við National Academy of Design. Notaði hann gamlan yfirfrakka í yfir- sængur stað. 0g með því að spara við sig mat. hafði hann áætlað að peningarnir myndu hrökkva sér í viku. Næturnar voru að verða svalari og lengri, en peningarnir jafnframt að þrjóta. Þá breyttist skyndilega veður í lofti. Hann hafði fengið styrkinn. Mr. Tiffany bauð hinum unga listamanni til dvalar með sér, þar til listastofnun hans væri fullger, sú er skyldi til afnota verða þeim hinum ungu námsmönnum, er orðið höfðu styrks að- njótandi. Var heimili hans glæsilegur bústaður á fimta stræti, — mjúk hvíla og borðhald að kalífa sið. Mr. Tiffany, gáfumaður hinn mesti og listelskur með afbrigÖum, tók í raun og veru að sér hinn unga mann, upp frá þessu. Baráttu kaflanum fyrsta hafði lokið með sigri, og nýr dagur framundan. Frá þeim tíma, hefir Emil Walters staðið í allra fremstu röð amerískra listmálara. Með sérhverju ári hefir honum fallið æ meiri og margbrotnari heiður í skaut. Flestir þeir, er á annað borð vita nokkuð um manninn, minnast þess að þjóðminjasafnið í Washington keypti eitt af málverkum hans. Er það aðeins ein af mörgum viðurkenningum, sem honum hafa hlotnast. Listasöfnin að Harvard, Los Ange- les, Brooklyn, Rúðuborg á Frakklandi og síð- ast en ekki sízt þjóÖlistasafn Islands, hafa öll keypt málverk hans. Eru nú á íslenzka safninu fjögur af málverkum hans, er tákna þá-amerísk útsýni og einkenni. Eru málverk þessi hvert öðru fegurra, og bera á sér ljúft samræmi handar og anda. Málverkið, sem til hinnar forn-norrænu Rúðuborgar fór, sýnir fagurlega ljósaskifti að vetrarlagi. Væri óskandi að Mr. Walters veittist tækifæri á að fara um Vestur- Canada að nýju og vekja til lífs á striganum, draumfegurð sléttunnar, er svo margir hafa gengiÖ þegjandi fram hjá. Þegar að minst er á listasöfn þau, er keypt hafa málverk eftir Emil Walters, má ekki gleymast, að þau urðu að keppa við einstaka málverkasafnara, er metiÖ höfðu list hans fyr- ir löngu og keypt eftir hann sex eða sjö mynd- ir. Þess ber og að geta að mörg canadísk söfn hafa keypt ýmsar af myndum hans, svo sem háskólasafnið í Saskatchewan og listasafnið í Edmonton. Þótt nú hafi þegar verið á æði margt drepið í sambandi við listaferil Emil Walters, þykir þó hlýða, að enn sé getið eins eða tveggja at- riða. Tiffany stofnunin, er félag stórviður- kendra listamanna. Hún fer varlega í fjölgun meðlima. A síÖustu átta árum, hefir hún kosið aðeins fjótla imeSlimi. 'jVar Emil Walters sá fyrsti. Fyrir nokkru sýndi McBeths listasafnið í New York, sem er eitt af leiðandi söfnum borg- arinnar, málverk eftir tíu, unga, ameríska mál- ara, er mest þótti til koma, og von gáfu um glæsilegasta framtíð. Málverk Walters skipaði öndvegi á sýningunni. Sama varð niðurstað- an, er forstöðumenn þjóðlistasafnsins, Nation- al Gallery, sendi út um vjand til sýningar þrjá- tíu málverk eftir helztu listmálara þjóðarinnar. Ein af hans myndum var valin tafarlaust. Og nú komum vér aÖ, er Emil Walters sjálfur, vegna þess, að hann er Islendingur, telur mest- an heiðurinn. Arið 1924, veitti National Aca- demy of Design, stofnun, sem orð hefir á sér fyrir stranga trúmensku við sanna list, Emil Walters fyrstu verðlaun. Að þessu leyti líktist hann hinum fræga Thorvaldson, er heiðraður var á sama hátt. Mr. Walters, lét þess meÖ fögnuði getið, að þeir hefðu báðir verið ættað- ir úr Skagafirði. Halda mætti enn áfram að telja upp hin einstöku félög, er sýnt hafa Emil Walters heið- ur, svo sem félagið Canadian Club. Þá mætti og með engu minna rétti, geta starfs hans sem kennara í listum um sex ára skeið, við Penn- sylvania State College Summer School. En það, sem nú hefir sagt verið, teljum vér nægja til að sýna alþjóð manna, hve miklum og iparg- breytilegum störfum Emil Walters hefir af- kastað, þótt enn sé ungur maður. Norræni, íslenzki andinn, —■ andinn, sem vakti í brjóstum þeirra miklu manna, er rituðu fornsögur vorar, andi Leifs hepna,—lifir og starfar enn þann dag í dag. Islendingar hafa verið afkastamenn. ElF um dýrðlinga hefði verið að ræða á Islandi, myndu þeir vafalaust hafa valdir verið úr Jiópi víking- anna fornu, er sögur vorar geta um ogriá. Þeir voru sannir synir sinnar samtíðar.. Samt er eins og maÖur geti tæpast varist þeirrar spurningar, hvað mikið af frægð þeirra og mik- illeik, stafi frá afrehsverkum þeirra, og hvað mikið af aðferðunum, sem þeir beittu. Það er reglulegt ánægjuefni, að minnast á Björgvins sjóðinn að nýju. Það er eins og að Islendingar séu að vakna til fullkomnari skiln- ings á hinum fagnr-fræðilegu hliðum lífsins. Sagan sýnir, að þeir voru um eitt skeið hirðu- lausir um slík mál, þótt í tilfelli því, sem hér hefir gert verið að umtðísefni, yrði eigi að sök. Samt sem áður myndi enginn með sanni segja, að barátta Emil Walters fyrir lífstilveru sinni, hefði verið ómissandi, að því er listar- þroska hans viðkom. Það verÖur honum þó á- valt til óma?lilegs heiðurs, að baráttan fyrir líf- inu kom ekki fyrir kattarnef, þránni til að máln. H. J. S. Þýtt af ritstjóra Lögbergs. / ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Llmitect Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDl ALVEG FYRIRTAK ^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu Samlagssölu aðferðin. | Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- = = afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega = jjj loegri verður starfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin = 1 Kljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að = = vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni jjj E ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar = = vörusendingar og vörugæði. Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru = = fyrgreind þrjú meginatriði trygð. Manitoba Co-operative Dairies Ltd. = 846 Sherbrooke St. - ; WinnipeK,Manitoba = niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Þeir Islendingar, er í hyggju hafa að flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af íslandi eða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. The Royal BanK of Canada Kosningabergmál. ‘'Bara ef lúsin íslenzk er, er þér bitið sómi.”—H. H. I. Þegar kosningar eru um garð gengnar, hafa deilumálin, sem þær snerust um, oftast verið lát- in falla niður, að minsta kosti að því er éinstaka prívatmenn snert- ir. Vinur minn, ritstjóri Heims- kringlu, hefir brugðið þessari reglu og sýnt mér þann óverð- skuldaða heiður að gera mig sér- staklega að umtalsefni eftir kosn- ingarnar. Vinur minn Halldórs talar enn um framsóknarflokkinn eða bænda flokkinn í Manitoba, sem bæði hann og allir aðrir vita, að er steindauður, og Brackenflokkur- inn kominn í staðin. ótilkvaddur hefði eg ekki minst á framsóknarflokkinn sál- aða, því eg hefi ekki lagt það í vana m'inn að sparka í hræ dauðra kvikinda né lík liðinna manna. En fyrst Heimskringlu er svo ant um, að halda áfram eftirmæl- um eftir flokkinn og ávarpar mig sérstaklega í sambandi við þau, þá neyðist eg til að taka undir. iEg er ef til vill kunnugri störf- um og stefnu framsóknarflokks- ins sálaða en nokkur annar Is- lendingur. Eg held að hægt sé að finna því rök, ef vel er leitað, að eg hafi verið eins hlyntu þeirri hreyfingu í byrjun og jafn- vel lagt eins mikið 1 sölurnar fyr- ir hana og sumir þeirra, sem skoð- uðu hana eins og glæsilegan hest, er ríða mætti til vegs og valda. En þegar eg talaði máli þeirrar hreifingar, gerði eg glögga grein fyrir ástæðum og setti ákveðin skilyrði. Ummæli mín þá voru þessi: “Þessi nýi flokkur lofar stórstígari framförum en liberal- ílokkurinn; meira einstaklings- frelsi innan sinna eigin vébanda; opnari augum fyrir sínum eigin syndum, ef nokkrar verða og um- fram alt því, að efna loforð sín — ekki einungis sum, heldur öll. Þessi nýi flokkur fordæmir þá stefnu gðmlu flokkanna, að alt skuli talið gott og gilt sem leið- togar þeirra aðhafast, hversu for- dæmanlegt sem það er, og alt ó- hæft, sem andstæðingarnir vilja koma fram, hversu gott eða þarf- legt, sem það kann að vera. Hin svokallaða “gula-hunds-stefna” (yellow-dog policy) gömlu flokk- anna, er dauðadæmd, ef þessi nýi flokkur heldur loforð sín og stendur við stefnu slna; en gula- hunds stefnan er í því fólgin, að styðja jafnvel gulan hund, ef hann að e'ins tilheyrir flokknum.” Þetta eru ummæli mín um flokk- inn, þegar hann fæddist; og þótt eg vissi glögt hinn mikla mun, sem er á liberalstefnunni og aftur- haldsstefnunni, þá trúði eg því sannarlega, að þessi nýi flokkur yrði enn þá frjálslyndari og enn þá orðheldnari. Eg játa það hreinskilnislega með þeim Ivens, Queen, Farmer, Dixon og Woods- worth, að mér skjátlaðist þar al- varlega. í raun og sannleika trúi eg því, að enginn flokkur ætti að vera til; allir ættu að vinna saman til hags og heilla landi og lýð eftir beztu hæfileikum. Eg gaf út blaðið “Dagskrá” í Winnipeg fyrir fjórðungi aldar. Þar birti eg mína pólitisku skoð- un. Hún var á þessa leið: “Þegar kosningar eiga fram að fara, býður sig til þings hver sem vill; fólkið kýs þann, sem það treystir bezt í sínu eigin héraði eða kjördæmi. Um engan flokks- foringja né flokk er að ræða. Þegar allir hinir kosúu fulltrúar koma saman, velja þeir með meiri hluta atkvæða þann, sem þeir telja beztan og hæfastan fyrir forsæt- isráðherra. Sama aðferð er við- höfð við val dómsmálastjóra, fjár- mála ráðherra o.s.frv. Enginn flokkur til; allir að eins fulltrúar fólksins.” Þetta er e'infalt fyrirkomulag. Eg trúi því enn, að það væri að öllu leyti heilbrigt og hagkvæmt. En meðan flokkar eru til, verður að haga sér samkvæmt því. Mér finst aðallega vera um tvær stefnur að ræða í öllum mál- um: framsóknarstefnuna og j í- haldsstefnuna, eða áframhalds- stefnuna og kyrrstöðustefnuna, eða liberal stefnuna og conserva- tive stefnuna, eftir því sem hver vill kalla þær. Vér tölum um ljósan lit og r

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.