Lögberg - 21.07.1927, Blaðsíða 5

Lögberg - 21.07.1927, Blaðsíða 5
LöGKERG, FIMTUDAGINN 21. JÚLÍ 1927. Bls. 5 dökkan. Blærinn á hvorum litn- um fyrir sig, getur verið m'ismun- andi. Eins er það með stefnurn- ar. En aðallega vita menn það samt nokkurn veginn við hvað er átt, þegar talað er um dökkleitt eða ljósleitt. ' Framsóknar- eða frjálslynda stefnan er í mínum augum eða mínum hug hinn ljósi pólitiski litur, en afturhaldsstefnan sá dökki. Þeir, sem framsóknarstefn- unni fylgja, skiftast í marga flokka. En þeir hafa allir eitt sameiginlegt; þeir eru allir óá- nægðir með það sem er, vilja ekki standa í sðmu sporum, vilja allir halda áfram; vilja allir bæta, breyta og bylta. Þrátt fyrir þessa sameiginlegu breytinga- 0g byltinga tilhneig- ingu, eru flokkarnir mismun- andi hraðfara, mismunandi rót- tækir. Sumir v*ilja fara hægt og rólega, eins og liberalflokkurinn; aðrir vilja: “reyna að brjótast það beint, þó brekkurnar verði þar hærri,” eins og t. d. verka- menn og jafnaðarmenn. Hinn pólitiski litur þessara deilda í framsóknarfylkingunni, er mis- munandi að blæ og dýpt. Eg hefi alt af fylgt liberal- flokknum, verkamannaflokknum, jafnaðarmannaflokknum og fram- óknarflokknum (meðan hann lifði); hefi fylgt þeim öllum í senn og stutt þá mennina til valda frá hverjum þe'irra, sem eg hefi treyst bezt. Árið 1920 studdi eg: Daniel Ly- ons, N. T. Carey, og J. H. Gislason í Winnipeg, sem allir voru liber- al; þá studdi eg einnig Wm. Ive- ens, John Queen og F. J. Dixon verkamanna foringja, og V. Popo- vitch jafnaðarmanna fulltrúa. — I St. George og Giml'i studdi eg þá séra Albert og Rogeski, báða bændaflokksmenn; en engan úr íhaldsflokknum, og hefi aldrei gert. Með öðrum orðum: eg fylgi og hefi fylgt hinni pólitisku framsóknar hreifingu yfirle'itt, hvað sem hún nefnist, og þeim einstaklingum hennar sérstak- lega, sem eg treysti bezt, hvaða deild hennar, sem þeir tilheyra. Eg hefi alt af áskilið mér fult frelsi t'il þess að sjá bjálkann í auga míns eigin flokks og benda á hann, ekki síður en flísina í auga andstæðinganna. Þetta skilja þeir ekki, sem Bracken fylgja. Þeir telja það goðgá næs.t að víta leiðtoga sinn, þótt hann kasti stefnuskrá þeirra í ruslakörfuna eins og Farmer kemst að orði og eins og allir vita að Bracken hef- ir gert. Til þess að ekki sé um mitt álit eitt að ræða í þessu efni, skulu merkir menn til vitna kvaddir um það, hvort núverandi stjórn verð- skuldi tiltrú kjósendanna eða hvort henni sé treystandi. “Ekki eitt einasta atriði, er til framsóknar geti talist, hefir ver- ið borið upp í þinginu af Brack- enflokknum — einskis þarf að vænta frá Brackenstjórninni í framtíðinni. Sú stjórn hefir uppnefnt sjálfa sig framsóknar- stjórn, en sannleikurinn er sá, að hún hefir verið mesta afturhalds- stjórn allra stjórna. Hver sem vill getur kallað laukinn epli, en þegar hýðið er tekið af honum, hefir gert. Hvenær, sem ein- hver úr öðrum flokki reyndi að koma í gegn tillögu í samræmi við stefnuskrá bændanna, þá var hún óðar drepin af Brackenstjórninni með aðstoið fylgifiska hennar. En þegar Haig eða Evans eða einhver annar trúr conservative bar upp tillögu, þá var hún taf- arlaust samþykt af þessari sömu stjórn án allra andmæla. Því fer fjarri, að í nokkru tilliti sé hægt að bera nokkra tiltrú til Rrackenstjórnarinnar. Hvað hef- ir hún gert við stefnuskrá fram sóknarflokksins? Bókstaflega kastað henn'i í ruslakörfuna.” — S. J. Farmer. “Vér höfum ekkert að virða við Brackenstjórnina í liðinni tíð og einskis að vænta frá henni í fram- tíðinni. Vér trúðum því og treystum, að framsóknarflokkur- inn yrði þess virði að veita hon- um fylgi og samVinnu, en hann hefir algerlega brugðist vonum vorum.” F. J. Dixon. “Oft hafa vinir fólksins brugð- ist; oft hefir sandi verið kastað 1 augu kjósenda; oft höfum vér orðið að horfa á pólitiskan skolla- leik, þó hefir þetta aldrei verið tilfinnanlegra en í sambandi við Brackenstjórnina.” 1—S. J. Woodsworth. Eg ber mikla virðingu fyrir vini mínum, ritstjóra Heims- kringlu, eg álít hann færasta og bezta ritstjóra, sem blaðið hefir haft síðan þeir Gestur Pálsson og Jón ólafsson stjórnuðu því. En eg neyðist til þess að taka gilda vitnisburði þeirra: Ivens, Queens, Farmers, Dixons og Woodsworths um Brackenstjórnina, sérstaklega þegar sá vitnisburður fellur ná- kvæmlega saman við mitt eigið álit á henn'i. Og eg trúi því, að þessir mætu menn viti hyað þeir eru að segja, eftir fimm ára nána þekkingu á stjórninni. Að kalla þessa menn sleggjudómara, leyf- ir sér enginn með viti og sann- girni. iEg get ekki st'ilt mig um að til- færa hér fáein orð úr ræðu, sem David Lloyd George, fyrverandi forsætisráðherra 'Breta, flutti 20 maí 1927. Orðin hljóða þannig: “Einkenni liberal stefnunnar eru þau, að hún leyfir fylgis- mönnum sínum fult frelsi til þess að athuga gerðir leiðtoga s'inna og andmæla þeim ef þurfa þykir. Þar er hver einstaklfngur frjáls og sjálfstæð vera. Einkenni aft- urhaldsstefnunnar eru þau, að þar verða allir alt af að segja já og amen við öllu, sem leiðtogarn- ir aðhafast, þar er hver valdalaus einstaklingur, að eins lítið hjól í stórri vél, eða öllu heldur lítil tönn í stóru hjóli. í þessu er hinn mikli stefnumunur fólginn.” Þetta finst mér nægja sem skýring fyrir flokks afstöðu minni fyr og síðar, og fyrir því, að eg studdi liberala en ekki Brackenflokkinn Við síðustu kosn- ingar. Eg get aldrei annað en látið mér detta í hug vísuna hans Hannésar Hafstein, þegar eg hugsa um flokksfestu manna: “Bara ef lúsin íslenzk er, er þér bitið sómi.” II. Þá er að minnast fáum orðum á afstöðu mína gagnvart Skúla Sigfússyni. Eg fylgdi honum svíður menn svo í augun, að þau 1914 og 1915. Árið 1917 áleit eg fyllast tárum eigi að síður. Eft- ir fimm ár ættum vér að hafa lært að þekkja Brackenstjórnina á sama hátt og vér þekkjum lauk- inn jsem, lauk, þegar hann er hýddur, þó hann sé kallaður epli.” —John Queen. “Norrisstjórnin samdi og sam- þykti fle'iri lög til hags og heilla alþýðunni á einu ári, en Bracken- stjórnin hefir gert alla sína tíð —fimm ár.” —Wm. Ivens. “Þetta Brackenstjórnar tíma- bil hefir verið sannarleg gullöld fyrir alt auðvald og sérréttinda- snápa. Það er erfitt að ímynda sér hvern'ig liberalar eða jafnvel conservatívar hefðu getað staðið betur á verði fyrir auðvald og sérréttindi, en Brackenstjórnin Skoðið hið mikla úrval Frá $4.95 hjá 'Wrrinfpeö.Hijdro tmn »ot* tua m. UQil u* að leiðtogar liberalflokksins hefðu brugðist, þegar þeir héldu fram herskyldu og öðru ófrelsi á stríðs- tímunum. Eg átaldi þá harðlega fyrir þetta og viðurkendi þá ekki sem sanna liberala. Norris var einn þeirra. Og eg var ekki sá eini í liberal flokknum, sem þessa skoðun hafði; þeir voru býsna margir. Þess vegna var það, að við gát- um ekki viðurkent Norris sem liberal leiðtoga 1920. Við settum því Skúla Sigfússyni það skilyrði fyrir fylgi við hann, að hann segði skilið við Norris. Hann tók því skilyrði ekki, og þess vegna unnum við á móti honum. Árið 1922 sótti hann þar á móti sem óháður liberal og 1927 undir forystu Robsons; 1 þessi skifti gat eg með góðri samvizku fylgt hon- um að málum, Vitandi það, eins °g Heimskrjngla viðurkennir, að hann er vinsæll maður og vel látinn. Ummæli mín um Skúla í ávarpi til hans 1920, eru meðal annars þessi: “Þegar Norris og fleiri niddust á útlendingum, þá varðst þú ekki til þess að draga taum þeirra; nei, þú þagðir. — Þetta og margt fleira, sem bendir á stjórnarklafann um háls þér, mis- líkaði frjálslyndum mönnum; þeir tóku sig því til 0g gerðu þér tvo kosti — vildu sýna þér sanngirni. Annar kosturinn var sá, að þú— bóndinn — sæktir um þingmensku sem bóndi og segðir skilið við grútarstjórnina í Manitoba. Var þér heitið eindregnu fylg’i frjáls- lyrtdra manna, ef þú gerðir það.— Þú nýtur óefað velvildar þinnar, en þú geldur klafans, sem þú berð um háls þér.” . Eg tel mér það til inntekta; tel það sönnun þess, að eg sé klafa- laus, óháður maður í pólitík, að eg neitaði að fylgja mínum eigin flokksforingjum og mínum eigin vinum, þegar þeir gengu aðra götu en þá, er eg taldi liggja í rétta átt. Eg er stoltur af því sjálfstæði og verð alt af. Væru fylgjendur Bracken- stjórnarinnar eins frjálsir og ein- arðir og við liberalar höfum sýnt að við erum einmitt í þessu atriði, þá ætti sá flokkur sér lengri lífs- von. Þótt Skúli hefði ekki sjálfur gert sig sekan í neinum þræla- tökum og aldréi samþykt her- skylduna, þá þótti mér og fleir- um hann vera of vægur á móti henni á stríðstímum. Og undir merkjum Norris neituðum við að fylgja honum, alveg eins og við nú neituðum að fylgja séra Al- bert og fleirum undir merkjum hinnar svikulu Brackenstjórnar. Um vinsældir Skúla var okkur kunnugt þá éins og nú 0g viður- kendum þær. En af hverju skyldu hans langvarandi vinsældir stafa? Af því og engu öðru, að hann hefir hlotið viðurkenningu fyrir það, að vera ráðvandur og drenglyndur maður. Ummæli mín um Skúla 1927, birt i Heimskringlu, eru meðal annars þessi: “Hann er viður- kendur jafnt af flokksmönnum sínum sem andstæðingum einn hinna nýtustu manna á Manitoba- þinginu. Hann er hvorki hávær né langorður, en hann er sam- vinnuþýður og áhrifadrjúgur, enda er hann vinsæll með af- brigðum, bæði heima og á þingi. Fyrir fylkið í heild sinni og fyr- 'ir kjördæmið sérstaklega vinnur hann með hægð og lipurð og kem- ur meiru til leiðar en margir þeirra, sem hærra og lengur tala.” Kjósendur í St. 'George hafa dæmt um það 1922 og 1927, hvort þessi vitnisburður sé út í bláinn; eg læt mér það nægja; sá dómur er feldur af þeim, sem lengst og bezt hafa þekt Skúla. íEn skiljandi það, að umsagnir mínar um Skúla 1920 óg' 1927 eru birtar í Heimskringlu í þéim til- gangi, að sýna ósamkvæmni, þá læt eg vin minn, ritstjórann, vita, að hann slær þar algert vindhögg. Til dæmis hefi eg fylgt Heimskringlu að málum og lagt henni mitt litla liðsyrði öðru hvoru síðan eg flutti vestur. Þegar ólafur Tryggvason fylti hana' með stríðsvitleysu og ofsa snerist eg eindregið á móti hon- um. Síðan Sigfús Halldórs frá Höfnum tók við henni, með sínum miklu og góðu ritstjórnar hæfi- leikum, hefi eg eindregið tekið málstað hennar hvar sem var. Ef annar tæki við stjórninni, sem héldi fram óheillastefnu, yrði eg samstundis andstæðingur hans, hver sem hann væri. Meira að segja, ef svo ólíklega tækist til, sem tæpast getur skeð, að núver- andi ritstjóri hennar færi að pré- áika yfirburði afturhaldsflokks- ins yfir frjálslynda flokkinn, þá sannarlega mundi eg snúast gegn honura. Með öðrum orðum: eg bind mig engum flokki né einstaklingi skil- yrðislaust. Eg fordæmi blint flokksfylgi og mannadýrkun. Eg get aldrei séð sómann, sem fylg- ir bitiiíu, ef lúsin sé bara ís- lenzk. III. Um kosningarnar í St. George sérstaklega, skal eg vera fáorður. Það er gefið í skyn í Heims- kringlu, að eg hafi átt mestan þáttinn í kosningu Skúla, á- samt frönskum Indiíánum í St. Laurent. ómaklegt ámæli er þaó kjósendum í St. George, að þeir eigi ekki sjálfstæði til at- kvæðagreiðslu, heldur láti stjórn- ast af áhrifum annara manna. Það er á allra vitund hér, að vin- sældir Skúla kusu hann fremur en alt annað. Og það ætti rinur minn, rit- stjóri Heimskringlii, að skilja, að ekki þarf neitt kraftaverk til þess, að manni fari fram í heil sjö ár, sem eins samvizkusamlega gegnir störfum sínum og embætt- isskyldu og Skúli hefir gegnt þingmenskustörfunum, enda hefir honum stórkostlega farið fram sem þingmanni; það er hans lof en ekki last. Þess má geta, þegar minst er á frönsku Indíánana, aði á tveim- ur kjörstöðum, sem veittu séra Albert gott fylgi, átti hann það að þakka þessum frönsku Indíán- um. Frönsk Indánakona vann fyrir hann víðsvegar, þar á meðal í St. Laurent, og franskur Indí- ána póstmeistari veitti honum þjónustu sína í tvær vikur sam- fleytt, auk annara. Þetta er ekki sagt í neinu ‘illu skyni, við þa.ð er ekkert að athuga, en það sýnir, að séra Albert vanrækti ekki frönsku Indíánana fremur en hin þingmannsefnin. Skúli fékk svo að segja óskift fylgi allra canadiskra Skota og Englendinga, og lang-flestra lendinga t. d. á Lundar, þar sem öll þingmannaefnin eiga heima, fékk séra Albert 93, P. Reykdal 120 og Skúli 172. Atkvæði í kjördæminu alls féll á þessa leiðc Nr.l Nr.2 Alls Kristjánsson . .. 524 188 712 Reykdal .. 469 369 838 Sigfússon .. 813 297 1110 Framsóknarflokknum var ekki safnað saman í St. George við síðustu kosningar. Áður var hann dauður, nú er hann grafinn og upprisudagurinn mjög vafasamur. Sig. Júl. Jóhannesson. Aðalfundur Eimskiapfélags íslands var haldinn í gær í Kaupþings- salnum. Hófst fundurinn rúm- lega kl. 1 e,h. og var Eggert Briem hæstaréttardómstjóri kosinn fund- arstj. Kvaddi hann Lárus Jó- hannesson hrm. til fundarskrif- ara. Aðsókn að fundinum var nokkur, og höfðu aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verið afhentir fyrir 40.5% af hlutafénu og var fundurinn því lögmætur samkv. félagssamþyktum. Með umboð Vestur-íslendinga fór á fundinum Ásmundur P. jóhannsson frá Win- nipeg, er einnig á sæti í stjórn félagsins. Formaður félagsstjórnarinnar, Eggert Claessen bankastjóri, lagði fram skýrslu frá félagsstjórninni um hag félagsins og framkvæmd- ir á sl. ári og ástand og horfur á yfirstandandi ári. Enn fremur lagði gjaldkeri félagsstjórnarinn- ar fram endurskoðaða reikninga félagsins. — ÞaÖ sem hér fer á eft- ir, gefur nokkra hugmynd um á- stand og efnahag félagsins sam- kvæmt reikningum þess og skýrslu stjórnarinnar. Kaflar úr skýrslu stjómarinnar. Eins og getið var um í síðustu skýrslu félagsstjórnarinnar varð af ýmsum ástæðum að setja tölu- vert niður farmgjöld og fargjöld með skipum félagsins, frá 1. jan. 1926 að telja. Svo sem við er að búast, hefir þetta haft í för með sér miklu lakari afkomu félags- ins á síðastliðnu ári, en árið áður, eins og rekstrarreikhingur félags- ins ber með sér. Enda þótt ýms útgjöld skipanna hafi lækkað nokkuð, hafa útgjöld til kola orð- ið miklum mun hærri, vegna hins háa verðs á kolum, er stafaði af kolanámudeilunni brezku.en allan þann tima, sem hún stóð yfir, varð félagið að kaupa kol til skipanna ýmist í Danmörku, Þýzkalandi eða af birgðum hér, miklu hærra verði en verið hefir um langt skeið. Rekstrarhagnaður e. s. Gullfoss og Goðafoss hefir numið kr. 93,- 496.67, en á rekstri e.s. Lagarfoss hefir orðið tap, sem nemur kr. 22,404.67 (hækkun á kolareikningi hans um 50 þús. kr. vegna kola- mannaverkfallsins í Englandi), þannig að rekstrarhagnaður af öll- um skipunum (þar með talinn strandaferðastyrkur frá ríkissjóði kr. 60,000) hefir aðeins orðið kr. 71,091.88, en árið 1925 var hann kr. 444,886.60. Hér er því um ná- lægt 375 þús. kr. lækkun rekstrar- hagnaðarins að ræða, og stafar þessi mikla lækkun aðallega af farmgjaldalækkuninni, eins og sjá má af því, að farmgjöld skipanna urðu samtals 367,582.15 kr. lægri en árið á undan. Arður árið sem leið. Hreinn arður af rekstri félagsins hefir, eins og reikningurinn ber með sér, að eins og orðið 6,719.91 kr., þar við bætist það, sem yfir- fært var frá fyrra ári kr. 59,087.77. Af þeirri upphæð hefir félags- stjórnin ákveðið að verja kr. 43,- 983.91 til að færa niður bókað verð á eignum félagsins, en ekki hefir verið unt að færa þær neitt niður í verði í þetta sinn, frá því sem var á síðasta reikningi, heldur hef- ir að eins verið afskrifuð sú aukn- ing, sem fallið hefir á bókað eign- arverð félagsins vegna viðgerða og endurbóta á síðastl. ári.. Á þessum aðalfundi koma til ráð- stöfunar kr. 21,833.77. Eignir félagsins. Við síðustu áramót námu eignir félagsins með því verði, sem þá var bókfært, kr. 3,241,257.37. Er það rúmum 416 þús. kr. hærra en við áramótin þar á undan. Hækkun hins bókfærða eignarverðs stafar af því, að Brúarfoss, sem þá var í smíðum, er tekinn upp í efnahags- reikninginn með þeirri qpphæð, er þá hafði verið greidd upp í bygg- íngarkostnaðinn. En jafnframt hafa skuldir félagsins aukist, þar sem tekið hefir verið lán til bygg- ingar skipsins frá Köbenhavns Handelsbank í Kaupm.höfn að upphæð danskar kr. 400,000.00. Á það lán að greiðast á 12 árum, en vextir af því eru 1% hærri en for- vextir danska þjóðbankans eru á hverjum tíma. Enn fremur hefir á yfirstandanda ári verið tekið lán gegn 1. veðr. í e.s. Brúarfoss ís-hjá Nederlandsche Scheeps-Hypo- theebank í Rotterdam, þeim er áð- ur hefir veitt félaginu lán til skipakaupa. Þetta lán, sem er að upphæð 300,000 gyllini, er tekið til 10 ára, en vextir af því eru 6yí%.. Um sama leyti og þetta nýja lán var tekið, var greidd síð- asta afborgun af láni því, er fyrst var tekið til byggingar Gullfoss og gamla Goðafoss. Skuld fé- lagsins til hollenzka bankans lækkaði á siðastliðnu ári um h. u. b. 100 þús. kr. Ástand og horfur. Það sem einkum hefir bagað fé- laginu undanfarið er, að það hef- ir vantað skipakost til þess að mögulegt væri að haga ferðunum eins heppilega og æskilegt væri. Hafa ferðir skipanna þegg vegna orðið of strjálar frá aðalhöfnun- um erlendis til íslands og til baka. En þegar Brúarfoss bættist við, var hægt að koma á reglubundn- ar og tíðari ferðum milli Kaup- mannahafnar, Leith og íslands, en áður hefir verið, jafnframt því, sem hægt var að haga ferð- um hinna skipanna betur en áður var. Fara nú Gullfoss og Brúar- foss með rúmu hálfsmánaðar millibili (sumarmánuðina a.m.k.) frá Kaupmannahöfn um Leith til Reykjavíkur, þó þannig að Brúar- foss fer ýmist beint eða kringum land, annaðhvort á leið frá- út- löndum eða á leið héðan. — Enn- fremur annast Lagarfoss nú al- veg ferðirnar til Austur- og Norð- urlandsins frá útlöndum. Goða- foss er í ferðunum til Hull og Hamborgar, og fer þaðan á fimm vikna fresti ýmist beina leið til Reykjavíkur, og þaðan norður um land, eða kringum land til Rvík- ur, en ávalt gagnstætt við ferðir Brúarfoss. Með þessu hafa sam- göngur milli aðalhafnanna hér innanlands batnað talsvert mik- !ið, og eins milli hinna minni hafna, sem oft er komið við á, þegar um einhvern flutning er að ræða. En félagið á við mikla samkepni að etja um siglingar hér innanlands ekki síður en milli landa, þar sem erlendu skipin, sem sigla hér, geta farið enn fljót- ari ferðir milli þéirra hafna, sem farþegaflutningurinn er mestur, þar eð þau sleppa alveg viðkom- um á hinum smærri höfunm, og fyrir því kýs fólk heldur að ferð- ast með þeim, en með vorum skip- um, sem þurfa vegna hagsmuna almennings að koma á fleiri hafnir og verða því oft lengur á leiðinni. Þegar félaginu berast kröfur utan af landi um auknar viðkomur á einhverjum stöðum, gera þeir sem biðja, sér sjaldan grein fyrir því, að með því að verða Við þeim kröfum, gerir fé- lagið sig ávalt óhæfara í sam- kepninni við hin erlendu félög, þannig að það, auk útgjaldanna er af slíkum aukaviðkomum leiðir, missir oft talsverðar tekjur, sem það ella gæti haft af farþega- f’utningi. Með aukn'ingi skipastólsins hef- ir afstaðan út á við einnig breyzt talsvert til batnaðar fyrir lands- menn, þar sem nú fást tíðari ferð- ir ogtil fleiri hafna erlendis en áður. Einkum hefir þess orðið vart síðan fjölgað var ferðum til Hamborgar, því strax og farið var að sigla þangað, var unt að lækka töluvert gegnumgangandi flutn- ingsgjöldin á fiski 0. þ. h. til Spánar og víðar, og koma á betra og ódýrara sambandi við Suður- Ameríku, enn fremur til Frakk- lands, Belgíu og Bandaríkja Norð- ur-Ameríku (New York og Bos- ton). Fer umhleðla þessara vara fram í Hamborg eða Hull eftir því sem betur stendur á. Sömuleiðis eru fluttar hingað með skipum vorum frá Hamborg og Hull, vör- ur frá Bandaríkjunum, Hollandi, Belgíu, Spáni og víðar, og frá Leith, hveiti o. fl. frá Canada, alt fyrir mjög lág gegnumgangandi flutningsgjöld. Eru allar þær vörur, sem þannig eru fluttar, sendar á gegnumgangandi farm- skírteinum til mikils hagræðis fyrir vörusendendur og móttak- endur. Enn fremur hefir félag- ið komist í samband við Canadian Pacific Railway Co. um mjög hag- kvæmar og ódýrar ferðir fyrir farþega til og frá Canada og Bandaríkjunum. Er það eingöngu gert í því skyni, að geta tekið þátt í samkepninni við erlendu skipa- félögin einnig á því sviði. Mun óhætt að fullyrða, að þessar ferð- ir hafa reynst hinar ódýrustu og í alla staði hagvæmustu fyrir far- þega, og að félagið hefir gert þeim, sem ætlar sér til Ameriku, mikið gagn með því að hafa komið þessu sambandi á. Þrátt fyrir erfiðleika þá, sem fé- lagið á nú að ýmsu leyti við að stríða, virðist félagsstjórninni ekki ástæða til annars en að líta björt- um augum á framtíð félagsins. Það hvílir á hinum tryggasta grundvelli, er hugsast getur, sem sé óskiftri samúð allra lands- manna, sem eru reiðubúnir til þess að verja félagið öllu grandi, enda sýna það stöðugt í verki margir hverjir, með viðskiftum sínum við félagið, og á hinn bóginn má þess vel minnast, að rýrnun á tekjum félagsins stendur oft og að miklu leyti í sambandi við aukin hlunn- indi fyrir landsmenn, sem koma fram í bættum skipastól, auknum samgöngum og lækkun far- og farmgjalda annara félaga, er hafa félag vort sem keppinaut. En ein- mitt slíkar breytingar í samgöngu- málum vorum á sjó, voru meðfram hafðar fyrir augum með stofnun félagsins. Tillaga félagsstjórnarinnar um skifting ársarðsins var samþykt í einu hljóði. Var hún á þá leið, að endurskoðendum félagsins skyldi greitt 1200 kr. hverjum í þóknun fyrir störf þeirra og afgangurinn kr. 18,220.77 innfærður til næsta árs. —Morgunbl. Frá Islandi. Safnaðarfundurinn í dómkirkj- unni annan hvítasunnudag hafði 2 stórmál til meðferðar, sem bæjar- búar þurfa að íhuga vel. Annað var kirkjubyggingarmál safnaðarins. Nefndin, sem söfnuð- urinn fól að undirbúa byggingu nýrrar kirkju, hafði í febrúar í vet- ur farið fram á bréflega við rikis- stjórnina að kirkjueigandi, (tíkfis- sjóður, bygði nýja kirkju handa söfnuðinum til viðbótar þeirri, sem nú er, dómkirkjunni. Stjórnirt sendi bréfið til fjárveitingarnefnd- ar Alþingis, en hún gerði enga til- lögu í málinu. Á hinn bóginn lét stjórnin það í ljósi munnlega við formann nefnd- arinnar, að hún teldi æskilegast að söfnuðurinn tæki alveg við f jármál- um kirkjunnar, og að frá söfnuð- inum kæmi ákveðið tilboð í þá átt; mundi stjórnin síðan íhuga það rækilega ok leggja fyrir Alþingi það sem henni þætti sangjarnt í því efni. Oddviti sóknarnefndar skýrði fundinum frá þéssu, og að kirkju- byggingarnefndin hefði samþykt að ráða söfnuðinum td að taka að sér fjármál kirkjunnar og sjá sér fyrir nýrri kirkju til viðbótar með því skilyrði að ríkissjóður greiddi 250 þúsund kf. “meðlag með kirkj- unni” eða öllu heldur byggingar- styrk til nýju kirkjunnar. Oddviti taldi vafasamt hvort nokkurn tíma fengjust ákveðin svör í þessu máli hjá löggjafarvaldinu, ef ekki kæmu fyrirfram ákveðin tilboð frá söfnuðinum, en þar sem safnaðarfólk alment mundi lítt hafa íhugað þetta mál, taldi hann rétt- ara að enginn fullnaðarúrskurður væri á það lagður á þessum fundi. Hiins vegar væri þó réttara að á- kveðnar tillögur kæmu fram til að ræða um nú og íhuga til safnaðar- fundar á komandi hausti. Flutti hann síðan þessa tillögu: “Að gefnu tilefni lýsir dóm- kirkjusöfnuðurinn í Reykjavík yfir því, að sé það ósk eiganda dóm- kirkjunnar, ríkissjóðs, að afhenda söfnuðinum kirkjuna, þá er söfn- uðurinn fyrir sitt leyti fús til þess að taka alveg við fjármálunvhenn- ar gegn þessum skilyrðum: 1. Að rikissjóður greiði í safn- aðarins hendur 250 þús. kr. til að reisa söfnuðinum nýja kirkju til viðbótar dómkirkjunni. 2. að rikissjóður greiði til dóm- kirkjunnar i Reykjavik sem árlegt tillag 600 kr. gegn þvi að ríkis- stjórnin hafi umráðarétt yfir kirkj- unni þegar stjórnarvöld þurfa, eins og við Alþingissetningu, presta- stefnu og prestsvigslu. 3. að skuld dómkirkjunnar við rikissjóð ,ef nokkur verður, falli niður. 4. að fjármál kirkjugarðsins í Rvík verði alveg aðgreind frá f jár- málum dómkirkjunnar með sérstök- um lögum.” Töluverðar umræður urðu um þetta mál, þótt engin atkvæða- greiðsla færi fram um tillöguna. Kom öllum saman um að nauðsyn bæri til að ihuga það vel frá ýms- um hliðum, og að rétt mundi að skrifa rækilega um málið í blöðin fyrir næsta fund. Hitt málið var trúmálaágreining- urinn*sem svo mjög hefir komið í ljós innan þjóðkirkjunnar að und- anförnu. Oddviti flutti fyrst erindi er hann nefndi “Hvað virðist yður um Krist? Gat hann þar meðal annars um ýmsa þá fyrirlestra, blaðagrein- ar og bækur, sem flutt hafa að und- anförnu meiri og minni árásir á trúarsannindi kristninnar, og þótti skörin vera komin upp í bekkinn. er prestar og prestaefni færu að telja safnaðarfólki trú um að Jesús Kristur hefði ekki verið rétt feðr- aður! Að loknu erindi flutti hann þessa tillögu er gerð hafði verið í sam- ráði við sóknarnefndina: “Safnaðarfundurinn lýsir hrvgð srinni yfir jæim árásum sem gerðar hafa verið undanfarið á ýms meg- inatriði kristindómsins, og leyfir sér að skora á prestastefnuna að taka þær til alvarlegrar meðferðar.” Viðaukatillaga kom frá Sigmundi Sveinssyni og Jóni Sigurðssyni, fulltrúa borgarstjóra: "Safnaðarfundurinn felur prest- um safnaðarins að flytja þetta niál á prestastefnunni.” Við umræðurnar á eftir tóku til máls: séra Jóh. L. Jóhannesson, Guðm. R. Ólafsson, S. Á. Gíslason, sr. Bjarni Jónsson, Sig. P. Sívert- sen prófessor, Jóhannes Sigurðsson og frú Guðrún Lárusdóttir. Þá voru umræður “skornar niður’ með almennri atkvæðagreiðslu, og tillögurnar samþyktar, sú fyrri með öllum atkvæðum gegn einu, og hin síðari gegn þremur. Enginn ræðumanna tók að sér að verja árásirnar, enda þótt auðheyrt væri að G. R. Ólafsson vildi ekki láta amast við sr. Gunnari í Saurbæ fyrir bækling hans, og að S. P. Sí- vertsen þætti æskilegra að beina at- hygli fundarmanna frá innlendum ágreiningsmálum að erlendum flokkaskiftingum. Fundurinn stóð alls um 3^ klst. og var sóttur af rúmum 320 manns. ’S. rA. Glslason. ’ í" ,: <—Vísir. WONDERLAND. Oft hefir verið spurt hvernig hægt sé að vera framúrskarandi á lieksviðinu, þegar um kvikmynd er að ræða. — Edward Hall, höf- undur kvikmyndarinnar “McFad- den’s Flats”, sem sýnd verður á Wonderland leikhúsinu síðustu þrjá daga þessarar viku, segir að það geri ekkert til hvaðan kvik- mynda leikarinn kemur og held- ur ekki hvaða mentun eða ment- unarski'lyrði ,hann hefir, bara hann reynist vel fyrir myndavél- inni. Hver sem hefir þrek og þrautseigju til að leggja á sig það erfiði, sem til þess þarf að lelka frammi fyrir myndavélinni í svo sem tvö ár, getur búist við að komast langt í sinni l'ist. En þegar um stúlkur er að ræða, þá er þó fegurðin og yndisþokkinn nauðsynlegt skilyrði. Alla þessa kosti hefir Dorothy Dwan, sem er ein af leikendunum í “McFad- den’s Flats”, sem getið er um hér að ofan. Fyrirspurn. Ef einhver lesandi Lögbergs kynni að vita eitthvað um Valdi- mar Friðfinnssojh eða bróður hans, sem mun hafa kallað sig Hans Olson, eftir að hann kom til Ameríku, þá er sá vinsamlegast beðinn að láta mig undirritaðan vita það. Bróðir Valdimars fór úr sveit, þar sem eg átti héima,, þá sem drengur, og til Ameríku. Það var skömmu eftir síðustu aldamót. Nú fýsir mig mjög að vita hvar þeir bræður eru niður- komnir, eða hvort þeir eru lífs eða liðnir. Fyrir 8 eða 10 árum munu þeir hafa átt heima ein- hversstaðar í Mexico. Pétur Sigurðsson, Árborg, Manitoba, Can. Sendið korn yðar tii UHITED GRÁIN Growers þ Bank of Hamilton CKambers WINNIPEG Lougheed Building CALGARY Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er. *>Þ<hKhKhKhKhKhkhKHKhKhKhkhKhkhkhKhKHKhKhkhkhkh>(Kh><k><»

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.