Lögberg - 21.07.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 21.07.1927, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGTJERG, FIMTUDAGINN 21. JÚLÍ 1927. Silfurlax-torfurnar. Eftir REX BEACH. “Hann ætlar að byggja laxakvíar sitt hvoru megin við okkar og taka allan laxinn áður en hann kemst hingað til okkar.” “Hamingjan góða! Getur hann gert það” “Eg held nú það. Hví ekki? Lögin heimila okkur átján hundruð fet sitt hvoru megin við þessa kví okkar. Ef að hann heldur sér utan þeirra takmarka, þá getur hann gert hvað sem honum sýnist. ” “Hvaða gagn gerir þessi kví okkur þá? Laxinn gengur eftir vissum reglum skamt frá landinu, og ef hann girðir fyrir gönguna áður en hún nær til okkar hér, þá fáum við að eins það, sem hann hleypir fram hjá sér.” “Það er nú einmitt áform hans,” mæltl Balt ergilega. “Það er gamalt .bragð, en er ekki ó- brigðult. Það veit enginn fyrir fram, hvað laxinn kann að gjöra. Eg hefi athugað þetta látur í fimm ár, og eg veit meira um þessa hluti en nokkur annar, að guði almáttugum undan- skildum. E.f að laxinn gengur fast með fram landinu, þá er úti um okkur. En eg held, að aðal gangan fari einmitt hérna, og það var þess vegna, að eg valdi þetta látur. En um það er ekki hægt að segja, fyr en laxinn kemur. Alt sem við getum gert, er að sjá um, að þeir haldi sig innan vébanda laganna.” Þessar laxakvíar eru bygðar þannig, að röð af staurum er rekin niður frá landinu og lang- an veg út í ána eða sjóinn, á milli stauranna er brugðið tágum, eða net sett, svo laxinn komist þar ekki í gegn. Við endann á staurunum er laxakvíin eða kistan, sem svo er út búin, að lax- inn kemst inn í hana, en ekki út. Þegar laxa- torfurnar koma, reka þær sig á stauraröðina og hlaupa með fram henni og í kvína, eða kist- una. Emerson fanst, að þegar að Marsh hefði lokað ánni bæði fyrir ofan og neðan látur þeirra ifélaga, þá mundi allur sá kostnaður, sem þeir hefðu lagt í til að .byggja kvína, vera ekkert annað en helbert tap. “Það tekst stundum að loka laxakví og stundum ekki”, hélt Balt áfram. “Það er alt undir straumkastinu komið og botninum og mörgu öðru, sem við vitum ekki minstu vitund um. Eg hefi verið í mörg ár að reyna að finna farveginn, sem laxinn velur sér upp í ána, og eg held að hann sé einmitt fram undan ])essari kví okkar. En svo er nú það komið undir því, hve ábyggileg dómgreind mín er.” “Það er satt, en ef þér skyldi skjátlast?—” “Þá veiðum við bara í net, eins og gert var áður en menn fóru að byggja laxakvíarnar, ” svaraði George Balt. Þett sama kveld, eftir að Emerson hafði litið eftir að alt væri í lagi undir næturvökuna, fór hann að heimsækja Cherry. Hús hennar stóð skamt frá verksmiðju þeirri, er Marsh hafði aðal bækistöð sína í. Hann var óróleg- ur yfir viðburðum dagsins 0g hélt að samtal við Cherry gæti haft góð áhrif. Hann var ergilegur og í æstu skapi út af viðburðum síð- ast liðinna daga, og hver hans taug var strengd eins og leikmanns, sem verið hofir að búa sig undir kappleik. Fyrri á árum hafði hann oft fundið til hinnar sömu kendar og hins sama hugsana skarpleika, er nú virtist gagntaka hann, þegar að einhver kappleikurinn var í að- sigi, og hann þekti vel skapbrigðin, sem slík- um stundum eru samfara, og líka það, þegar á svipustundu og fyrirvaralaust að manni finst mátturinn þverra og ótti og áhyggja grípa mann. Hann vissi, að öll þau einkenni mundu hverfa undir einá og hann heyrði í hljóðpípu leikstjórans, eða skot úr skambyssu. Honum fanst hann vera tilbúinní hvað sem var — fann til aflsins í sjálfum sér, sem eggjar, þrýstir og örfar til framsóknar gegn hinum síðustu tálm- unum sem á leiðinni eru. En frá þeim hugsun- um vildi liann helzt slíta sig nú. Hús Cherry stóð skamt frá aðal aðseturs- stöð Marsh, eins og sagt hefir verið, og því varð Emerson að fara þar fram hjá. Það var aðfall, svo hann gat ekki gengið eftir fjörunni; hann sneri því upp frá sjónum og upp á milli húsa Marsh, og þar, sér til mikillar undrunar, sá hann dag-verkstjóra sinn á tali við ókunnug- an mann. Þegar hann kom auga á Emerson, .brá hon- um all-mikið. Emerson ávarpaði hann og sagði: “Hvað ert þú að gera hér, Larsen?” “Eg gekk hingað til að hafa tal af kunn- ingja mínum,” svaraði Larsen. “Hver er þessi kunningi þinn?” spurði Em- erson og leit grunsamlega til Larsens. “Það er verkstjóri Mr. Marsh. ” “Eg kæri mig ekkert um, að þú sért að tala við hann,” mælti Emerson. “Þeir hafa gert mér alt til bölvunar, sem þeir geta, 0g eg vil ekki hafa það, að mínir menn séu að hanga ut- an í þeim. ” “O, það skaðar engan,” svaraði Larsen kæruleysislega. “Við vorum einu sinni saman við fiskiveiðar.” 0g það var eins og honum fyndist það nægileg skýring, því hann sneri baki við Emerson og hélt samræðunum áfram, en Emerson hélt sinn veg 0g fanst lítið til nm einlægni Larsens við sig. Cherry var heima, 0g þegar hann var kom- inn inn, settist hann í hæginda stól og sagði henni frá hvers hann hafði orðið vísari um dag- inn. “Marsh gerir þetta að eins í blóra við ykk- ur,” svaraði Cherry, þegar Emerson hafði lok- ið máli sínu. “Hann hefir nóg af laxakvíum lengra upp með ánni. ” I “Hann hefir það að sjálfsögðu. Það lítur út fyrir, að við verðum að byggja á netaveiði eingöngu.” “Við fáum að ganga úr skugga með það áður en langt líður. Ef að laxagangan fer þar sem George Balt heldur að hún fari, þá verður Marsh að sjá á bak mörgum dollurum. ” “En ef hún gerir það ekki, þá töpum við öllum kostnaðinum við að byggja laxakvína. ” “Bétt er það! Það eru skemtileg viðfangs- efni þetta, finst þér ekkif Maður veit aldrei hvað fyrir kann að ]coma. En það er mikið í aðra hönd 0g eg veit að þú berð sigur úr býtum í viðskiftunum. ” Emerson brosti að hinu óblandna trausti er hún liafði á lionum, og að hlusta á það frá vörum hennar hafði ávalt liressandi áhrif á hann. “En, meðal annara orða, hefirðu heyrt sög- una um gula laxinnf” Hann, hristi að eins liöfuðið. “Jæja, það var einu sinni skýr karl, sem átti niðursuðu verksmiðju. Hann átti heima í Washington ríkinu. Það vildi til sumar eitt, að hann veiddi lítið annað en gulan lax. En eins og þú veizt, er sú laxtegund ekki eins verð- mæt og sá rauði. Hann komst að raun um, að enginn vildi kaupa laxinn hans, sökum óhugs þess, er fólk hafði vanist við að hafa á laxteg- und þeirrri, er hann hafði á boðstólum. Þessi karl tók sig til og lét prenta fallega miða 0g á þeim stóð: “Bezta tegund af gulum laxi, sem ábyrgst er að verði ekki rauður í könnunum.” Þeir segja mér, að þetta hafi hrifið.” “Eg furða mig ekki á því,” mælti Emerson hlæjandi, sem var farinn að ná sér vel undir hinum þægilegu áhrifum, sem Cherry hafði á hann. Eins og vanalega, þá komst Emerson í það skap, sem hún vildi vera láta, er þau töluðust við. Hann sú að hún hnyklaði oft brýmar og að ekki var þá laust við þóttasvip á andlitinu. “Eg vildi, að eg væri karlmaður, og gæti tekið verulegan þátt í viðskiftum slíkum sem þessum — í viðskiftum, sem krefjast áræðis og útsjónar — veita stóriðnaðar fyrirtækjum forstöðu.” “Mér virðist nú að þú sért það. Þú ert ein af okkur. ” “ Já, en þið George Balt gjörið alt saman.” “Þér hefir tekist að koma ár þinni vel fyrir borð í sambandi við kopamámuna þína”, mælti Emerson. Svipbrigði komu á andlit Cherry og hún leit snögglega til Emersons. “Hvernig gengur það annars með hanaf Eg hefi ekki heyrt þig minnast á hana nýlega.” “Vel, held eg. Mennirnir komu hérna um daginn og sögðu mér, að hún væri stórauðug. ” “Það þykir mér vænt um. Hvaða áhrif hef- ir það á mann, að vera ríkurf ” Það var ekki laust við óánægjuhreim í orð- um Cherry, þar sem hún stóð og horfði út í skugga kveldsins, sem óðum voru að færast yf- ir, er hún mælti: “E—eg veit það varla — ríkur! Mig hefir alt af verið að dreyma um það, og þó—” “Það dásamlegasta við draumana er það, að þeir rætast,” sagði hann. “Ekki allir — ekki þeir þýðingarmestu 0g yndislegustu, ” svaraði hún. “Ó, jú! Mínir og þíniy draumar rætast. ” “Eg er hætt að vonast eftir því,” svaraði hún, án þess að líta við. “En þú ættir ekki að láta þig hætta að dreyma. Mundu það, að það sem framkvæmt hefir verið mest og bezt, hefir að eins verið draumur í byrjun, og eftir því sem viðfangs- efnið hefir verið stórkostlegra, því ómögulegra sýndist það í bvrjun.” Eitthvað í svip og í þögn hennar gaf Emer- son til kynna, að orð hans voru innantóm og á- hrifalaus. Á meðan þau voru að tala saman, fann hann til óvanalega mikillar hræringar, sem hélt honum á valdi sínu. Það var eins og fyrir báðum hefði opnast ný útsýn 0g dular- fullur skilningur, sem enga útskýringu þurfti. Hann taldi sér ekki trú um, að Cherry elskaði hann, en fegurð hennar hafði töfrandi áhrif á hann og hann fann til sérstakrar ununar í nær- veru hennar. En á sama tíma þrýsti sér fram í huga hans kæruleysisleg íorvntni um að vita, hvað á daga stúlku þessarar hefði drifið. Hvaða rómantisk æfintýri lágu hulin í djúpi augna hennar. Hvaða sorgarsaga var falin á bak við þögn hennar. Hann gat að eins gjört sér það í hugarlund, því um sjálfa sig talaði hún mjög sjaldan, og hugur hennar allur virtist tilreyra hinni líðandi stund. Þessi þagmælska jók traust Emersons á henni og honum fanst að trúnað- armáli hvers manns væri eins óhætt fyrir henni og þé það væri lukt inni í f jallshömrum. Hann vissi, iað hún var staðfastur vinur, og honum fanst, að hún væri fögur, ekki að eins í andliti og limaburði, heldur líka í hinum smærri atrið- , uip, sem eru órækur vottur um siðprýði manna. Hann og þessi stúlka voru alein og svo nærri hvort öðru, að hann þurfti ekki annað en að rétta út handlegginn, til þess að taka hana í arma sína. Hann mátti fara og koma, þegar hann vildi, vinskapurinn á milli þeirra fanst honum vera, eins og honum fanst að vinskapur milli hans og vel upp alins drengs hlyti að vera, en þó svo ólíkur, að roðinn færðist í kinnar hans við að hugsa um það. Það hefir ef til vill verið af því, að augna- ráði hans í þetta sinn fylgdi óvanalegt töfra- afl, að roði færðist í kinnar Cherry og hún sneri sér frá glugganum og umferðinni úti fyrir, og leit á hann með augnaráði, sem hafði þau áhrif að blóðið streymdi enn örar um æðarnar en áð- ur. Roðinn varð enn meiri í kinnum hennar. Hún lygndi augunum til hálfs, eins og hún væri feimin, stóð þegjandi upp og gekk fram hjá honum og settist við hljóðfærið. Aldrei áður hafði hún lesið í augum hans, það' sem hún sá þar nú, og feimniskendur óróleiki greip hana. Hún reyndi að jafna sig með því að leika á hljóðfærið og hvorugt þeirra sagði orð á með- an að skuggar kveldsins nálguðust þau. ' En þessi hræring Cherry varð ekki langvinn, því í gegn um huga hennar flaug, að það sém hún las í augum Emersons, væri að eins stundar- hrifning. Það var ekki honum líkt, að festa huga sinn til lengdar við fleiri en einn kven- mann. En á þessari stundu vissi hún, að hún átti huga hans og hjarta, og við þá hugsun vildi hún dvelja sem allra lengst. Að síðustu hætti hún að leika á liljóðfærið og þau fóru að tala saman og fluttust inn á draumalönd, þar sem þau liðu áfram um und- ursamleg héruð, sem þau óttuðust en vildu þó gjarnan skoða. Þau heyrðu barn gráta í afturhluta hússins. og einnig málróm Ohakawana, sem var að reyna að hugga ]>að, 0g rétt á eftir kom Indíánastúlk- an inn í herbergin, þar sem þau voru, og gat þess, að hún ætlaði að bregða sér út með Con- stantine. Cherry samþykti það eins og í leiðslu og var hálf önug út af því, að liún skyldi hafa truflað þau. Þau Cherry 0g Emerson töluðu lengi sam- an, og svo voru hugir þeirra og orð samstemnd að þeir runnu saman eins og í eina heild. Þau töluðu lágt, 0g setningar þeirra voru svo skot- hentar, að óskiljanlegar hefðu verið öllum öðr- um en þeim. Að síðustu urðu þau þess vís, að mjög var orðið áliðið, og að óveður var nærri skollið á. Emerson stóð á fætur og frá dyrun- um sá hann að þykt var mjög í lofti og úti niðadrimt. “Eg hefi staðið lengur við, en vera átti,” sagði hann og hló. “Staldraðu ofur lítið,” mælti hún. “Eg skal ná þér í regnkápu.” Hann rétti út hönd- ina til þess að aftra henni frá að fara að leita að regnkápunni, en höndin kom við beran hand- legginn á Cherry. “Fvrir alla muni, vertu ekki að hafa fyrir því, þú verður að kveikja ljós til að finna hana og eg kæri mig ekki um ljós rétt sem stendur.” Hann stóð í tröppunum fyrir utan húsið, en hún í dvrunum rétt fyrir ofan hann, svo nærri að hann heyrði andardrátt hennar. “Við höfum skemt okkur ágætlega í kvöld,” sagði hún eins og utan við sig. “Eg sá þig í fyrsta sinni í kvöld, Cherry. Nú held eg, að eg sé farinn að þekkja þig,” mælti Emerson. HjartslátturCherry örfaðist á ný, þegar Emerson rétti út höndina og lét hana svo falla mjúklega ofan á beran handlegg hennar, unz hún hvíldi í lófa hennar. Hún ýtti honum þýð- lega frá sér, og löngu eftir að hann var far- inn stóð hún í sömu sporum, og hjarta hennar sló svo ört, að hún bar höndina upp að brjósti sér til að stilla það. Emerson hélt leiðar sinnar óvanalega á- nægður, en af hverju sú sérstaka ánægja staf- aði, reyndi hann ekki að gjöra sér grein fyrir. Það hefir verið sagt, að tvær gagnstæðar til- finningar geti dvalið í huga manns hvor við hlið annarar, líkt og tvær óvinveittar herfylk- ingar, sem í næturmyrkri hafa valið sér nátt- stað með skömmu millibili og vita ekkert hvor um aðra fyr en morgnar. Fyrir Emerson var morguninn ekki enn runninn upp. Honum hafði ekki til hugar komið að reynast Mildred ótrúr, en naut að eins augnabliks áhrifanna í hugsun- arleysi. Hann var ekki í því skapi, að fara að brjóta neitt til mergjar, og þar að auki þuffti hann að hafa allan hugann við að fylgja göt- unni í myrkrinu. Hann grilti ofurlítið í grá- leitan fjörðinn, öll einkenni fyrir neðan klett- ana, þar sem hann gekk, huldi myrkrið. Loft- ið var þi-ungið raka, og einstaka sinnum sá glóra í gráar randir á skýjunum, er vindurinn, sem enn náði ekki til Emersons, þeytti og þyrl- aði. Þegar Emerson var nærri kominn að niður- suðuverksmiðju Marsh, sneri hann upp frá sjónum — upp frá fjörunni og á milli húsanna, eins og hann hafði gert, þegar hann fór að heiman. Þar sem hann gekk var mosavaxnið, svo ekkert heyrðist til fótataks hans og ]>að var þess vegna, þegar hann sneri fyrir hornið á fyrstu byggingunni, að hann rak sig nærri því á mann, sem stóð fast upp við húshliðina. Manni þessum virtist verða eins hverft við og Emerson, og hann rak upp ámátlegt hljóð og hvarf út í myrkrið. Emerson flýtti sér að kom- ast á tréstétt, sem lá ofan á hafnarbryggju nið- ursuðufélagsins, en áður en hann náði þangað, fann hann krók eða kima á verksmiðjubygging- unni sjál'fri, sem hann fór inn í, þó að hann væri ekki óhræddur um, að hann með því gengi í einverja gildru, sem sér hefði verið búin. Hann sá að tíminn og kringumstæðurnar væru sér í óhag, því ef ske kynni, að hann yrði ráðinn af dögum, þá gæti Marsh hæglega haldið fram, að þeir hefðu hugsað að þar væri næturþjófur á ferð. Honum virtist maðurinn, sem hann varð var við, grannvaxinn og vasklegur og því hættu- legur viðureinar, ef til þess skyldi koma. En éf þetta hugboð hans var á nokkru bygt, þá voru sennilega fleiri nærverandi, og Emerson furð- aði sig á, hvers venga hann hefði ekki orðið var við neinar bendingar. Hann hélt niðri í sér andanum og beið litla stund, svo fór hann ofur gætilega út úr króknum og meðfram hús- unum, þar til hann var kominn gegnt aðaldyr- unum á verksmiðju Marsh. Þá heyrði hann mannamál, og af samtalinu heyrði hann, að á meðal þeirra var kona. Svo óttinn hafði þá ver- ið ástæðulaus. Þetta fólk virtist ekki vera í neinum felum, þvert á móti talaði það hátt, en konan þó hæst, en ekki heyrði Emerson hvað hún sagði. Það var eins og þungri byrði væri létt af Emerson, og hann var í þann veginn að halda áfram ferðinni, þegar að kvenmannsrödd harst honum til eyrna og bar með sér að konan, hver sem hún var, var í nauðum stödd. Sem svar upp á þetta neyðaróp konunnar, hevrði hann karlmannsrödd bölvandi, þar á oftir þrusk og sviftingar og að síðustu angistaröp konunnar á ný, sem varð til þess, að hann snaraðist inn í bvgginguna. Hann hljóp inn eftir gólfinu, en áður en hann var kominn hálfa leið þangað, sem ryskingarnar voru, rak hann sig á vél er á gólf- inu stóð, og datt kylliflatur á gólfið. Þegar hann leit upp, sá hann marka fyrir vél þeirri, er hann hafði rekið sig á. Lengra inni í húsinu sá hann grilla í tvær persónur, sem voru að svift- ast á. Rétt í því að hann komst á fætur, varð hann var við, að eitthvað þaut fram hjá honum —hvort það var maður eða skepna, vissi hann ekki, því svo var það sporlétt, að ekkert fóta- tak heyrðist. 1 því að hann þaut áfram, heyrði hann að maður rak upp hljóð, og í sömu and- ránni var hann kominn inn í miðja mannþvög- una. Maðurinn, sem fyrst varð fyrir honum og. sem að Emers-on tók tökum og varpaði hon- um niður á gólfið með heljar afli. Aftur náði hann haldi á manni og feldi hann. Maðurinn rak upp öskur og Emerson hélt, að hann yrði aftur að þreyta aflraun við heljarmennið, er hann komst í kast við fyrst, en liann lét ekki á sér bera. I stað þess lievrði hann konuna hljóða upp aftur og karlmannsróm, sem til hennar talaði, og svo fótatak, sem fjarlægðist og hvarf. Maurinn, sem hann hélt, barðist um með höndum og fótum til að reyna að losa sig og bölvaði í dimmum og draugalegum rómi. Nú heyrðust fótatök fleiri manna, sem komu eftir gólfinu, svo sást ljós í dyrunum. Yöku- maðurinn kom hlaupandi með ljósker í liend- inni og með honum fleiri menn. Emerson hafði náð góðu haldi á mótstöðu- manni sínum. Hélt annari hendinni um bark- ann á honum, en með hinni hendinni barði hann hausnum áfallna manninum \úð járnklump, sem var á gólfinu. En þegar að vökumaðurinn kom svo nærri, að skinið frá ljóskerinu félli á andlit mannsins, sá Emerson, að það var enginn ann- ar en Willis Marsh, sem hann þá slepti tafar- laust. Marsh staulaðist á fætur, og var svo þjakaður, að hann ætlaði ekki að geta staðið á fótunum. Augun voru starandi. Tungan lafði út úr honum, og var orðinn svartblá á að líta. Hann vaggaði höfðinu og andlitið var blóðrisa. Föt hans voru öll gauðrifin og forug^ af gólf- inu ogmaðurinn allur hörmulegur ásýndum. En það var ekki útlit hans, sem Emerson furð- aði sig mest á, heldur því, að Marsh var særð- ur —* hættulega særður og blóðið rann í lækjum ofan eftir brjóstinu á honum. Emerson leit í kring eftir hinum, sem þátt höfðu tekið í þess- ari viðureign, en sá engan þeirra, en opnar dyr sáust í skugganum skamt frá þeim, sem gáfu til kynna hvað af þeim hafði orðið. Það leið ofurlítil stund áður en Emerson gat áttað sig nógu vel, til að svara spurningum sem aðkomumennirnir lögðu fyrir hann. Svo benti Marsh með skjálfandi fingri á hann og mælti: “Þarna er hann, hann veitti mér bana- tilræði. E—Eg er særður og læt taka hann fastan.” Emerson sá undir eins, hve alvarleg þessi ákæra var. Hann sneri ser að mönnunum og mælti: “Eg gerði ekki þetta. Eg heyrði svift- ingar hér inni og hrópin—” “Hann er lygari!” hrópaði Marsh. “Hann stakk mig! Sjáið þið,” og hann reyndi að rífa fötin frá sárinu, sem hann hafði ifengið. Svo stundi hann upp: “Guð minn, eg er særður!” Svo drógst liann að tómum trékassa, sem stóð á gólfinu og hné ofan á hann, og reyndi að ná til sársins með hendinni. “Eg gerði þetta ekki,” endurtók, Emerson. “Eg hefi ekki minstu hugmynd um, hver veitti honum þennan áverka, en eg gerði það ekki.” “Hver gerði það þáf” var spurt. “Hvað ert þú að gjöra hérna? Þú hefðir drepið hann, ef við hefðum ekki komið,” mælti vökumaðurinn. “Við skulum sjá um, að þú fáir makleg málagjöld, fyrir þetta verk,” bætti einhver við. “Hlustið á mig,” mælti Emerson í ognandi róm. “Hér hafa einhver mistök orðið. Eg var að ganga fram hjá þessari byggingu^ þegar eg heyrði kvenmann hrópa á hjálp hér inni. Eg hljóp inn til þess að koma í veg fyrir, að Marsh hengdi hana í greip sinni.” “Þetta er lygi,” hrópaði Marsh. “Það er sannleikur,” mælti Emerson ákaf- ur. “Og það var maður í ferð með þessari konu líka. Hver var þessi kona, Marshf og hvaða maður var með hennif” ‘ ‘ Hún—hún.—Eg veit það ekki.” “Ljúgðu nú ekki.” “Eg er særður,” endudtók Marsh veiklu- lega. Þegar hann sá, í hve miklu raðaleysi mennirnir voru, mselti hann “StandiíS J)io ekki eins og skýjaglópar. Hví takið þið hann ekki f»’ “Ef að það var eg, sem veitti Marsh þenn- an áverka, þú hlýt eg að hafa hnífinn, sem það var gert með,” mælti Emerson. “Þið getið leitað á mér, ef þið viljið.” “Hann hefir marghleypu á sér,” mælti em- hver. “Já, og það getur farið svo, að eg noti hana,” mælti Emerson alvarlega. “Máske að hann hafi fleygt hnífnum,” sagði vökumaðurinn 0g fór ásamt öðrum að leita á gólfinu. “Það hefir máske verið þessi kona, sem veitti Marsh þennan áverka,” mælti Emerson. “Hann var að kyrkja úr henni lífið, þegar eg kom.” Það var eins og nýt líf færðist í Marsh við þessa athugasemd Emersons, og hann mælti: “Eg segi ykkur satt, að það var enginn kven- maður hér inni.” “Og hér er heldur ekki neinn hnífur,” svaraði Emerson. Mennimir voru í mesta ráðaleysi með hvað þeir ættu að gjöra og horfðu til skiftis á Marsh og Emerson; þeir vissu ekkert, hvorum þeir áttu að trúa. Marsh tók aftur til máls: “Ef að hann hefir ekki hnífinn, þá hefir einhver hlotið að vera með honum—”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.