Lögberg - 11.08.1927, Blaðsíða 1

Lögberg - 11.08.1927, Blaðsíða 1
' 40 ARGANGUR |l Helztu heims-fréttir Canada Hveitisamlagið hefir nú borg- að meðlimum sínum í Sléttufylkj- unum síðustu borgun fyrir hveiti- uppskeruna árið sem leið. Nemur sú upphæð méir en $27,000,000, og fær Manitoba í sinn hlut $2,696,700, Saskatchewan $17,825,- OOOog Alberta $6,500,000. Fyrsta borgun verður nú í haust, eins og undanfarin ár $1.00 fyrir hvern mæli af hveiti, miðað við Fort William. Fyrir aðrar kornteg- undir verður borgað eins og hér segir: hafra 34c., bygg 50c, flax $1.50 og rúg 70c. fyrir hvert bushel. * * * Hon. Robert Forke, innflutn- inga ráðherra, er nýkominn frá Bretlandi, þar sem hann hefir verið um tíma í embættiserindum. Hann kom með sama skipinu og prinsinn af Wales og hans föru- neyti. Búist er við að Mr. Forke komi hér vestur áður en langt líð- ur, en fyrst verður hann að vera um tíma í Ottawa og gegna ýms- um störfum sem þar bíða hans. Eitt af þeim málum er það, hvert nægilega margt verkafólk sé í Vesturlandinu til hirða uppsker- una í haust. Nú um tíma hefir fólk ekki verið flutt inn frá suð- urhluta Evrópu, en vel getur ver- ið að byrjað verði á því aftur nú, ef álitið er að ekki sé nægilega margt vinnufólk í landinu til að hirða uppskeruna. * * * Prinsinn af Wales, George prins bróðir hans, Baldwin forsætisráð- herra Breta og frú hans og þeirra föruneyti, er nú að ferðast um Canada. Alls eru 29 manns í þessum ferðamanna hóp. Eins og nærri má geta, var þessum ^tignu ferðamönnum fagnað með mikilli viðhöfn, þegar þeir komu til Canada, fyrst í Quebec og svo í Montreal og Ottawa, og verður því að sjálfsögðu haldið áfram, alstaðar þar sem þeir koma, með- an verða í Canada. Mr. Bldwin hefir ekki .komið til Canada í 37 ár og í þetta sinn getur hann ekki haft hér nema skamma dvöl, því heima fyrir hefir hann í mörg horn að líta, eins og nærri má geta. Þó ferðast hann alla leið vestur undir Klettafjöll og kemur í öll fylkin nema British Colum- bia, því tími vinst ekki til að heimsækja það fylki. í Winnipeg verður Mr. Baldwin hinn 13. þ.rm * * * Hon. C. A. Dunning, járnbauta- mála ráðherra, er nú norður við Hudsons flóa og er í för með hon- um Frederick Palmer, verkfræð- ingur frá Englandi og nokkrir verkfræðingar frá Canada og enn fleiri menn. Á nú að gera út um það fyrir fult og fast, hvort Hud- sonsflóa brautin verður bygð til Port Nelson, eins og ætlað var, eða til Fort Churchill. Hefir Mr. Palmer verið fenginn til að rann- saka þetta mál að nýju og fer það nú sjálfsagt mest eft'ir áliti hans, hvor höfnin verður valin. Að vísu hefir Port Nelson að undanförnu verið álitinn sjálfsagður hafnar- staður og miklar og dýrar umbæt- ur verið þar gerðar, og hefir Mr. Dunning fengið talsverðar ákúr- ur fyrir að vera nokkuð að hreyfa við þeirr'i ályktan, og hefir það jafnvel þótt benda í þá átt, að honum sé þetta mál ekki fult al- vöruefni, því þetta mál hafi ver- ið svo vandlega rannsakað áður, að ekki sé ástæða til að rannsaka það að nýju. Mr. Dunning segir, að þetta tal sé alt ástæðulaust, það sé ekki of varlega farið, og | mik'ið ríði á, að kjósa þá höfnina, sem heppilegust sé. * * * Elzta konan í Manitoba heitir Amelia Burrítt og á heima í Port- age la Prairie. Hún varð 104 ára á mánudaginn í þessari viku, og hún er enn svo heilsugóð, að henni verður aldrei misdægurt og veit ekki af eigin reynslu hvað- veik-1 indi eru. Samt hefir hún nú mist sjónina. Hún kom til Manitoba þegar hún var 67 ára og tók sér | þá heimilisréttarland í grend við f Morden og bjó þar nokkur ár og stundaði f járrækt. Síðar var hún ! mörg ár í Winnipeg hjá syni sín- um. Enn heldur hún sínum and- legu kröftum og fylgist vel með því, sem er að gerast, og hún er enn glaðleg, gamla konan, og virðist vera ánægð með lífið. * * * Þeir sem um þingmensku sækja í Manitoba verða, að kosningurum afstöðnum, að gera grein fyrir því, hve miklu fé þeir hafi varið til kósninganna. Skýrsla um kostnað þingmannaefna við síð- ustu kosningar er nú út komin og ber hún það með sér, að kostnað- urinn hefir verið ærið misjafn. J. T. Haig í Wirínipeg hlaut fleiri atkvæði við siðustu kosningar heldur en nokkur annar af þing- mannaefnunum. Hann hafði lika kostað mestu til, eða $3,767.76. Þá kemur W. Sanfod Evans með $1,684.44 W. V. Tobias með $1,- 629.56 og Col. R. A. Gillespie, sem ekki náði þó kosningu, með $1,171.35. Hon. R. A. Hoey, menta- mála ráðhera hefir eytt $584.30, en fyrverandi mentamálaráðherra Chas. Cannon, ekki nema $255.60. Hann náði ekki kosningu. Kostn- aðurinn er mjög misjafn. Sumir hafa kostað mjög litlu til, eins og t. d. N. Y. Bachynsky í Fisher, að eins $42.50, en þeir höfðu víst lítið upp úr öllu braskinu nnað en fyrirhöfnina og kostnaðinn, það sem hann var. — * * * Á hinu nýkosna fyl'kisþingi í IVDanitoba eiga ekki sæti nema 23 bændur. Hinir allir hafa ein- hverjum öðrum störfum að gegna. Lögfræðingar eru tiu, en voru ekki nema þrír á síðasta þingi; læknar sex, en að eins einn síð- ast og þar að auki einn kynja- læknir (chiropractor). Þá er einn prófessor, ein gift kona og svo ráðsmenn og umboðsmenn og annars flest, sem nöfnum tjáir að nefna, nema prestar, þeir fyrir- finnast engir á þessu þingi. Þetta er þó dálítið vafasamt, því tveir þingmannanna hafa áður stund- að prestskap, og ekki hefir heyrst, að þeir hafi verið settir af hemp- unni, svo þeir eru þá líklega upp- gjafaprestar. * * * Það er gert ráð fyrir, að bænd- urnir í Sléttufylkjunum þurfi á hér um bil 31,000 kaupamönnum að halda til að hirða uppskeruna í haust, auk þeirra, sem fáan’egir eru heima fyrir. Verða þeir flestir fluttir hingað vestur frá Austur-Canada, en væntanlega einhverjir frá Kyrrahafsströnd- inni. Er búist við, að Alberta- fylki þurfi á 8,000 mönnum að halda, Saskatchewan á 20,000 og Manitoba að eins 3,000. Haughton I. S. Lennox, dómari við yfiréttinn í Öntario fylki, er nýlega látinn að heimili sínu í Toronto, eftir þriggja vikna legu, 77 ára að aldri. Nýlega er látinn á Jubilee H'ospi- tal í Victoria, Charles Mair, elzti rithöfundur hinnar canadísku þjóð- ar. Var hann fæddur í Lanark þorp inu í austur hluía Ontario-fylkis, þann 21. dag september mánaðar, áriS 1838. Fyrsta ljóðabók hans kom á prent 1868, og nefndist Dream1p.nd and Other Poems. Þykja ljóS hans yfirleitt, blæfögur og hugSnæm. Alþingiskosningar á Islandi. Stjórn Jóns Þorláksonar bíður ósigur. Oss hafa borist blöð frá R.vík upp til 14. júlí. Skýra þau að nokkru frá Alþingiskosningunum, sem fram fóru um land alt hinn 9. júlí, en þá eru ekk'i fréttir komnar úr nærri öllum kjördæm- um landsins. í þeim kjördæmum, sem þá er frétt frá hafa þeir sem hér segir, náð kosningu í Reykjavík: Héðinn Valdimars- son jafnaðarm.; Sigurjón ólafs- son, verkafl.m.; Magnús Jónsson og Jón ólafsson, báðir íhaldsfl. Seyðisfirði; Jóhannes Jósefs- son, íhaldsm. Vestm.eyj.: Jóhann Jósefsson, íhaldsm. Gullbr. og Kjósar.: Björn Krist- jánsson og Ólafur Thors, íhfl. Austur-Húnavatnss.: Guðm. ól- afsson, frams.m. Austur-ISkaftafellss.: Þorleifur Jónsson, framsm. Mýrasýslu: Bjarrii Ásgeirsson, WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN U.ÁGÚST 1927 NÚMER 32 : V'v ,, • v' Fjallkona íslendingadagsins í Winnipeg: Frú Salín Guttormsson, dóttir hr. Kristjáns Reykdal og Sigurborgar konu hans, að Baldur, Man. — Hirðmeyjar: Frú Halldóra Jakobsson, dóttir Mr. og- Mrs. Lárus Guðmundsson, að Árborg. Man., og ungfrú Gyða Johnson, dóttir Mr. og Mrs. Gísli Johnson, að 906 Banning St., Winnipeg. framsm. Vestur-Skaftaf.s.: Lárus Helga- son, framsm. ísaf jarðars.: Magn. Guðmunds- son og Jón Sigurðsson, íhaldsm. Dalas.: Sigurður Eggerz, frjáls- lyndi fl. Rangárvallas.: Einar Jónsson og Gunnar Sigurðsson, íh. og óh. Vestur-ísafj.s.: Ásgeir Ásgeirs- son, framsm. Snæfellsness.: Halldór Steins- son, íhaldsm. Árness.: Jörundur Brynjólfsson og Magnús Torfason, frams.m. Akureyri: Erlingur Friðjóns- son, communisti. ísafirði: Haraldur Guðmunds- son, jafnaðarm. Er þá frétt úr 16 kjördæmum, er hafa samtals 23 þingsæti. Af þeim hefir ‘íhaldsflokkurinn hlot- ið 10 þingsæti, framsókn. 7, sósí- alistar 4, frjálsl. 1 og 1 sæti hefir hlotið maður, sem telur sig utan- flokka. ófrétt er úr 10 kjördæm- um ,er hafa 13 þings. á að skipa. Síðustu blöð að heiman telja víst, að stjórnarskifti fari fram í ná- inni framtíð, með því að sýnt sé, að andstöðuflokkarnir, sem þó eru no<kkuð skiftir (í skoðunum, muni sameina sig að minsta kosti fyrst um sinn. Islendingadagurinn. íslendingadagurinn í Winnipeg var í þetta sinn haldinn á laug- ardaginn i vikunni sem léið, 6. ágúst. Var sú ástæða til þess, að nefndinni sem fyrir hátíða- haldinu stóð, þótti ekki tiltæki- legt, að láta það fara fram 2. ág., þar sem þá voru tveir eða þrír frídagar nýafstaðnir. Var það vafalaust vel ráðið, því fólk mundi fráleitt hafa getað sótt íslend- ingadaginn, ef hann hefði verið haldinn 2. ágúst. Veðrið var hið ákjósanlegasta og fólkið, sem daginn sótti, var með flesta móti, að oss fanst, og alt fór þar vel fram og yfirleitt svipað því, sem verið hefir ár eft- ir ár. River Park, þar sem fs- lendingadagurinn var nú haldinn, og hefir verið haldinn í mör#g und- anfarin ár, er vel valinn staður til að hafa þar um hönd íþróttir af ýmsu tagi. Var mikið af þeim í þetta sinn og þótti góð skemt- un,.jnú ekki siður en áður. Stór ræðupallur var reistur framan við sætaraðirnar, og var hann smekklega skreyttur fánum, brezkum og íslenzkum. Þar sat fjallkonan, Mrs. P. B. Guttorms- son, í nokkurs konar hásæti eða öndvegi, og var hún klædd mjög fallegum íslenzkum-* falclbúningi; og þar sátu hirðmeyjar hennar, sín til hvorrar handar, Mrs. Stein- dór Jakobsson í upphlut, og Miss Gyða Johnson í peysufötum. Flestum mun hafa fundist, að fjallkonan og hirðmeyjarnar væru ærið glæsilegar og ékki efast um að þær væru það “drottins betza smíði,” sem fyrir augu bar á ís- lendingadaginn. Fjallkonan bar fram kvæði, eftir Dr. Richard Beck, Ávarp fjallkonunnar. Á ræðupallinum var líka stór söngflokkur, Icelandic Choral Society, sem söng “O, Canada” og svo marga íslenzka söngva, undir stjórn Mr. Halldórs Thoi'- olfssonar, og söng bæði mikið og vel. Mr. J. J. Samson var forseti, en ræður fluttu þeir séra Rúnólfur Mai'teinsson, minni íslands; séra Ragnar E. Kvaran, minni Vestur- íslendinga, og Miss Aðalbjörg Johnson, minni Canada. Vonum vér að geta birt ræðurnar allar hér í blaðinu, svo ástæðulaust er að skýra frekar frá þeim, enda heyrðust þær 'illa, nema sú fyrsta, og var þó ékki þe'im, sem töluðu, um að kenna, heldur áheyrendun- um, sem sumir hverjir töluðu sjálfir alt of mikið 0g voru of ókyrrir, meðan ræðurnar voru fluttar. Má því sjálfsagt að nokkru leyti um kenna, að nokkr- ar íþróttir fóru fram, hinum meg- in við ræðupallinn meðan á ræðu- höldum stóð. Þrjú kvæði voru líka flutt: Minn'i fslands, eftir Einar P. Jónsson, sem hann flutti sjálfur; Minni Vestur-íslendinga, eftir Sig. Júl. Jóhannesson og Minni Canada, eftir Einar H. Kvaran. Sigfús Halldórs frá Höfnum las þau kvæði, þar sem skáldin voru ekki viðstödd. Eftir að ræðunum vár lokið, fóru fram glímur, sem einir níu ungir og vaskir íslendingar tóku þátt í, og þótti það hin bezta skemtun. Um kveldið vdr dansað fram undir miðnætti. Dr. Hannes Hannesson, er nýlega hefir hlotið skírteini, sem meðlimur læknafélagsins kon- unglega r Lundúnum, og jafnframt fengið viðurkenningarskjal kon- unglega læknafélagsins þar í boginni, hefir nú verið kjörinn “Fellow of The Royal Colonial Institute.” Dr. Hannesson út- skrifaðist með lofsamlegum vitn- isburði af háskóla Manitoba fylk- is árið 1923, og hefir frá þeim tíma stundað nám og gegnt lækn- ingastörfum við London Hospital. Dr. Hannes Hannesson er fædd- ur í Winnipeg, þann 19. dag feb- rúarmánaðar árið 1902, sonur þeirra Jóns M. Hannessonar og konu hans Solveigar Eysteins- dóttur, sem bæði eru ætttuð úr Borgarfirði hinum syðra. Flutt- ust þau hjón til Selkirkbæjar, þegar Hannes var í' æsku, og naut hann þar barnaskóla og miðskóla- mentunar. Við burtfararpróf frá miðskólanum í Selkirk, hlaut hinn efnilegi ungi maður, verðlauna- pening hertogans af Devonshire. Dr. Hannes Hannesson, er bráðvelgefinn maður, er sýnt hefir frábæra elju og ástundun við nám sitt. Má þess því fylli- lega vænta, að fyrir honum liggi björt og gæfurík framtíð. Munu allir sannir íslendingar samfagna foreldrum. hans og honum sjálf- um og óska þeim öllum gæfu og gengis í framtíðinni. Miss Thórstína Jackson Oss hafa borist í hendur blaða úrklippur, þar sem minst er að nokkru fyrirlestra þeirra um'ís- land og íslenzka menning, er ungfrú Jackson hefir fyrir skömmu flutt í borgunum Seattle og Vancouver. Hefir erindi ung- frúarinnar verið í hvívetna vel tekið, og áheyrendur óspart látið í ljós ánægju sína yfir því, hve mai-gháttaða fræðslu um íslenzku þjóðina þar væri að finna. Fylg- ir hér á eftir útdráttur úr um- mælum tveggja blaða, “Seattle Post-Intelligencer” og “Vancouv- er Moi'ning Star.” Eftir nokkrar inngangs hug- leiðingar, kemst hið fyrnefnda blað svo að orði: “Ungfrú Thórstína Jackson, frá New York, sem stödd er í Seattle- borg um þessar mundir, telur ekki ólíklegt, að kynslóð hins unga íslands, kunrii að nota sér víðvarpið sem afsökun, til að komast frá hinum eldri siðum og erfðavenjum. Eina mínútuna er ungfrú Jackson önnum kafin við heimi'lda söfnun til Dakotasög- unnar, skömmu seinna fréttum vér af henni, þar sem hún er að ferð- ast á hestbaki um ísland. Næst bregður henni fyrir sjón'ir, um leið og hún hlýtur Fálkaorðuna af konungi íslands og Danmerkur, og svo hittum ‘ vér hana á sama augnablikinu að heita má, á fyr- irlestrarferð um Bandaríkin. — Ungfrú Jackson dregur um stund athygli vora að því, að sá hafi siður viðgengist til forna, að fólk hafi safnast saman í bað- stofunni að afloknum kveldverði, og þar hafi einhver einn, ákveð- inn maður, skemt með sögulestri. Engu kvaðst ungfrú Jackson vilja um það spá, hvort víðvarpinu tæk- ist að útrýma þessum þjóðlega sið eða eigi.” — “1 nýbygðum ís- lendinga í North Dakota, er mik- ið af Radios”, segir Miss Jack- son.' “Eg dvaldi á íslandi síðast- liðið sumar,” bætir hún við, “og fyrir mitt leyti, er eg sannfærð um, að loftslag og veðráttufar heima, er ákjósanlegt fyrir Radio- samband. Heyrði eg með slíkum hætti, margar ágætar skemti- skrár, meðan eg dvaldi á Frúni.” “Ungfrú Jackson, er flytur með- al Ameríkumanna fyrirlestra um íslendinga, en meðal íslendinga og , annara Norðurlandamanna, um Ameríkumenn, tjáist sann- færð um, að holt sé hverjum inn- flytjanda, að vernda dýrmætustu minjar stofnþjóðarinnar, að minsta kosti fyrst um sinn, eftir að til þessa lands er komið. Guðað á glugga. Er náttblœrinn guðar á gluggann Og gœgist til mín inn, Mér finst ’ann i húminu fálmi hljótt Sem fari þar vinur minn. Mitt hélugrátt höfuð ’ann kyssir, Sem hjartaþörf kannist við.---- En sendu þig ástvina sálir í nótt Að signa minn nœturfrið? Þú lokkunum gisnum lyftir Og Ijúft þú strýkur brá, Svo minnir á kcera móðurhönd,----- Er mömmu kveðjan frá? Nú guðar hann aftur á gluggann,— JIví grcetur þú, Ijúfi blcer? Þig angra ei slitin ástvindbönd, — Þú öllum mönnum ert kær. Þinn andvari minnir á ástir, Á ástmna lát þín tár. En vitjaðu min á sóttarsæng, Er sofna jarðlifs þrár. Og við skulum vaka til morguns,— Þér vináttu bjóða skcd. —( En lánaðu mér þinn létta væng IJm lifsins Kaldadcd. — Jónas A. Signrðsson. “Útlendingurinn þarf á verð- mætum þjóðar sinnar að halda, að minsta kosti þangað til hann hefir fengið fyrir því fulla vissu, hvað hann sé líklegur til að hreppa í staðinn. Um leið og hann hefir selt af hendi sitt þjóðlega erfðafé, eru til þess miklar líkur, að hann í flaustri kunni að gleypa við einhverju óhollu og ó- þjóðlegu, er haft gæti veiklandi áhrif á framtíð hans alla. Betra að halda í lengstu lög, fullum trygðum við andlega erfðafjár- sjóðu, og láta þá síðarmeir, fyrir eðlilega rás viðburðanna, renna saman við æðstu hugsjónir kjör- þjóðanna. “Með þessum hætti, gæti Ame- ríka orðið aðnjótandi gáfna og annara góðkosta frá þjóðum hins gamla heims. Væri ástæðulaust að kvíða því, að slíkt fólk myndi eigi nægilega fljótt, venja sig að siðum og háttum hinnar ame- isku þjóðar. Það gæti einnig haft hættu í för með sér, ef hinu unga fólki yrði liðið átölulaust að henda gaman að hugsjónum og söguminjum stofnþjóðanna. Slíkt gæti auðveldlega leitt til aukins virðingarleysis gagnvart foreldr- um.” Blaðinu “Vancouver Morning Star”, farast þannig orð um fyr- irlestur ungfrú Þórstínu Jackson þar í borginni: “Ungfrú Þórstína Jackson, hinn góðkunni fyrirlesari og rithöf- undur frá New York borg, flutti fyrirlestur um ísland í Grand- view Hall, Commercial Drive, þar sem lýst var þúsund ára sögu hinnar íslenzku þjóðar, á mjög aðlaðandi hátt. Fyrirlesturinn prýddu allmargar myndir af ís- landi. Lýsti ungfrú Jackson sögueynni fornu, norður við ís- haf. Gat hún þess jafnframt, að nafnið ísland, hefði ávalt gefið umheiminum skakka hugmynd um veðráttufar <^g staðháttu landsins. Sagði hún, að jafnvel á norðurjaðri landsins, væri engu kaldara, en þá er kaldast væri í Chicago, eða tæplega það. Gerði hún og glögga grein fyrir félags- legu lífi binnar íslenzku þjóðar, sem og hinum dýrmætu bókmenta- fjársýóðum sögulandsins.” Fyrir fáum dögum flutti ungfrú Jackson fyrirlestur í .Calgary, þar sem saman var komið hátt á fjórða hundrað manns. Nefndi hún er'indi sitt “The Kingdom of Hundred Thousand”. Var erind- ið hrífandi lýsing á íslandi og ís- lenzkri þjóðmenning, að því er blaðinu “Calgary Albertan” segist frá. Sýndi ungfrúin einnig hundr- að töfrandi litmynd'ir, er lýstu landi og þjóð. Ungfrú Thórstína Jackson er væntanleg, hingað til Winnipeg, síðustu vikuna í yfirstandandi mánuði, og ráðgerir hún að flytja hér tvo fyrirlestra, annan á ís- lonzku, en hinn á ensku, og sýna jafnframt nýjustu og fullkomn- ustu myndir héiman af Fróni. Verða þau fyrirlestrahöld auglýst hér í blaðinu síðar. Er þess að vænta, að fólk vort láti hana ekki tala fyrír tómu húsi. Hún hefir lagt á sig afarhart verk, með því að ferðast um Ameríku og kynna þar sérkenni þjóðernis vors. Ber henþi fyrir það heiður og þökk íslendinga, beggja megin hafsins. Séra Kolbeinn Soe munds- son kvaddur. Séra Kolbeinn Sæmundsson hef- ir dvalið hér í borginni og grend- irrii síðan fyrir kirkjuþing, sem haldið var seint í júnímánuði. Kom hann alla leið frá Seattle, Wash., í bil sínum, með frú sinni og .börnum og lögðu þau aftur á stað heimleiðis á þriðjudaginn í þessari viku. 'Séra Kolbeinn var vígður á kirkjuþinginu og hefir prédikað í Fyrstu lút. kirkju í Winnipeg undanfarna sunnu- daga. Á fimtudagskveldið í síð- ustu viku héldu vinir hans hér í borginni honum 0g frú hans all- fjölment og skemtilegt samsæti í samkomusal Fyrstu lút. kirkju, til að þakka þéim fyrir komuna og dvölina hér, kveðja þau og óska þeim allrar blessunar æfinlega. Það leyndi sér ekki í þessu sam- sæti, að það eru margir íslend- ingar í Winnipeg, sem ekki að eins bera hinn hlýjasta vinarhug til séra Kolbéins, heldur gera sér hinar allra beztu vonir um mik- inn og góðan árangur af starfi hans í prestsstöðunni. Eru þær vonir áreiðanlega á góðum og gildum rökum bygðar, því hani» hefir vafalaust flesta þá kosti, sem góður prestur þarf að hafa. Samsætið byrjaði með því, að góðar veitingar voru fram born- ar, eftir að Dr. Björn B. Jónsson hafði flutt borðbæn. Mr. Eggert Fjeldsted stjórnaði samsætinu og sagðist hann skilja stöðu sína svo, að það væri sitt aðal hlutverk, að sjá um það, að ræðumennirnir töluðu ekki of lengi. Þeir sem til máls tóku voru þeir Mr. S. O. Bjerring og Dr. Björn B. Jónsson, sem að ræðu sinni lokinni af- henti séra Kolbeini peningaveski, sem gjöf frá gestunum og fleiri vinum, og befir það fráleitt verið innan tómt. Einnig var frúnni gefinn fallegur blómstui*vöndur í silfurstandi. Enn fremur töluðu þeir séra Rún. Marteinsson, Mr. Jón J. Bildfell, og Dr. B. J. Brand- son, og svo náttúrlega heiðurs- gesturinn og frú hans. Hvort sem það nú var forsetanum að þakka eða ekki, þá er óheett að fullyrða, að gestunum fundust ræðurnar ekki langar eða leiðin- legar. Milli ræðanna voru sungn- ir margir söngvar, sem fólkið hafði fyrir sér á prentuðum blöð- um, flestir íslenzkir. Eins og nú er að verða nokkurn veginn fast- ur siður, var samsætið byrjað með því að syngja “O, Canada” og endað með því að syngja “God save the king” og “Eldgamla Isa- fold. Vér viljum taka undir með veizlu- gestunum í samsæti þessu og þakka séra Kolbeini og frú hans fyrir komuna, óska þeim góðrar ferðar heim til sín og allrar gæfu í framtíðinni.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.