Lögberg - 11.08.1927, Blaðsíða 4

Lögberg - 11.08.1927, Blaðsíða 4
iSIs. 4 LöGBERG, FIiTTUDAGINN 11. ÁGÚST 1927. Jögberg Gefið út hvern Fimtudag af Tbe Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. TaUiman JN-0827 ofi N-0328 Einar P. Jónsson, Editor UtanAskrift til blaðsins: TKE COLOMBI^ PRE8S, Ltd., Box 3172, Wlrwlpeg, HHaq. Utanáskrift ritstjórans: / ÉDiTOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram The "LOtrberí" le prlnted and publlshed by The Columblh Preea, LUmlted, In the Columbla Butldlng. €85 Barfteut Ave., Winnlpeg, Manitoba. Island í hjartanu. Fyrir rúmum tíu árum, heyrðum vér hinn stórsnjalla gáfumann, séra Friðrik J. Berg- mann, minnast Islands í ræðu. Erindi hans var afar stutt, en lærdómsríkt engu að síður. Féllu honum orð eitthvað á þessa leið: “Island er stórt, en þó ekki .stærra en svo, að vel geti rúmast í sönnu Islendingshjarta. Framtíðar- viðhakl þjóðernis vors í vesturvegi, er gersam- lega komið undir hjartalaginu.” fslendingadags hátíðahöldin í Winnipeg, sem og í hinum ýmsu bygðum vorum, eru nú um garð gengin, og voru, að því er vér vitum ,bezt, drjúgum fjölsóttari en nokkru sinni fyr. Hrakspárnar um þjóðernislega tortíming, hafa sennilega aldrei áður fengið jafn opinbert glóð- arauga. Blærinn yfir hátíðahöldunum ram- íslenzkur, aðsókn unga fólksins með lang-mesta móti, allir með Island í hjartanu,—yngsta kyn- slóðin líka. “Sjálft hugvitið, þekkingin, hjaðnar sem blekking, sé hjartað ei með, sem að undir slær. ” Fegurstu Islandsminnin, eru vafalaust óort enn. Þegar þau verða flutt, verður það íslenzkt hjartalag, sem hefir orðið. * * * Þeim, er íslenzkri líkamsment unna, mnn seint lir minni líða glíman, sem fram fór á fs- lendingadeginum í Winnipeg. Hvíldi vfir henni drengskapar blær, forníslenzkrar hreysti. Aðal sigurvegarinn, var Sigurður Þorsteins- son, frá Langholti í Flóa, nýkominn til borgar- innar, austan frá Halifax. Nú verður það hlutverk Vestur-íslendinga, að vinna fyrstu verðlaun í glímununí á Þingvelli 1930. # * * Herra Árni Eggertsson fasteignasali, er ný- kominn heim, úr ferðalagi um Vatnabygðirn- ar í Saskatchewæn, í sambandi við heimferðina fyrirhuguðu 1930. Vér hittum hann í augna- bliki og spurðum frétta. “Uppskeruhorfurnar eru með afbrigðum góðar, og landarnir þar vestra ætla allir að heimsækja móðurjörðina á þúsund ára hátíðinni”, var svarið. “Röm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til.” Það er sú taug, — taug hjartalagsins, er safnar saman Vestur-fslendingum á Þingvelli 1930. Þar hittast allir með fsland í hjartanu. Endar með skelfingu. Vér höfum áður hér í blaðinu, minst að nokkru þríveldamótsins, sem yfir hefir staðið í Geneva, og fjalla átti um takmarkanir her- varna á sjó. Mótið sóttn erindrekar frá Bret- landi, Bandaríkjunum og Japan. Öll störf fundarins lentu í handaskolum, síngimin og sérréttindatogið, virtist ganga fyrir öllu öðru. 1 stað þess að þræða hinn gullna meðalveg og komast þannig að málamiðlun, reis hver hönd- in upp á móti annari, unz svo var komið, að tortrygnin var komin til öndvegis, en bróðurleg- ur skilningur útil’okaður með öllu. Allsendis væri ástæðulaust að efast um það, að annað en gott eitt hefði vakað fyrir Cool- idge forseta, er hann kvaddi til móts þessa. Hefir hann vafalaust fundið í fullri einlægnj til þarfarinnar á því, að firra mannkynið þeim vandræðum, er frá auknum vígbúnaði stafa. Sama hugmyndin hefir að sjálfsögðu vakað fyrir stjórnum Breta og Japana. En þegar á mótið kom, og “sérfræðingarnir” settust á rökstóla, var ekki lengi að hreytast veður í lofti. Lenti þeim þegar saman í skækiltog, er eigi linti fyr en eftir fjörutíu og sex daga, er allar tilraunir til samkomulags, fóru gersam- lega út um þúfur, og stefnunni sleit með skelfingu. Stjórnir ríkjanna þriggja, er hér áttu hlut að máli, gerðu, að því er frekast verður séð, alt sem í valdi þeirra stóð, til að fvrirbyggja það slys, að samkomulags tilraunirnar færi í mola, en fengu engu áorkað. Hver var ástæð- an? Sýnilega engin önnur en sú, að “sérfræð- ingamir” svonefndu, máltól herdýrkunarinn- ar, þóttust einir brenna inni með vitið og þekk- inguna. Þeir hafa líka, ef til vill, óttast af- setning, ef til þess kæmi að mót þetta næði til- gangi sínum og takmörkun herskipastóls yrði hrundið í framkvæmd. Þjóðirnar allar, hver um sig, er að málum stóðu, eru sár óánægðar Það mun nuamast þörf á því, að rekja hér sögu þessara GO ára. Það hefir mikið verið um hana sagt í ræðum og ritum þessar síðustu' vikur og mánuði í sambandi við hátíðahöldin. Yður hefir verið bent á það, að Canada varð ekki til á einum degi, þó ekki tæki nema pennastrik að breiða nafn- ið yfir allan norðurhelming álfunnar, frá Atlants- hafi til Kyrrahafs. Að eins tuttugu og tvö ár eru liðin síðan fylkin tvö fyrir vestan Manitoba voru mynduð. Smám saman hefir iSambandið útbreiðst; taldi fyrst að eins fjögur fylki, en telur nú níu; taldi fyrst að eins tvo þjóðflokka: Frakka og Breta, en telur nú nær hundrað. Það hefir elfst að sama skapi. Fyrir 60 árum voru að eins rúmar 2,000 míl- ur af járnbrautum, en nú meira en 40,000. Korn- rækt hefir tífaldast, iðnaður auk'ist fjórtánfalt, og verzlun tuttugu sinnum. Og þó er Canada að eins á ungbarnskeiði, svo að segja. Alt þetta hefir verið upp talið marg sinnis upp á síðkastið, og alt er það merkilegt; en þó er hið merkilegasta ónefnt enn. Merk'ilegast af öllu því, sem í sambandi stendur við myndun Canada fyrir 60 árum, eí sú hugdirfska og sú trú, sú trygð og ást jafnt við föðurland og fósturland, sem knúði þá menn, sem nefndir eru í sögu landsins “The Fathers of Confederation” — Feður Sambandsins.” Trygðin við Bretland, og ástin til þessa lands, voru sterkustu þættirn'ir í því að Sambandið var myndað. Nýlendurnar, dreifða? með fram St. Lawrence fljótinu og Atlantshafsströndum, áttu erfitt uppdráttar í nábýli við Bandaríkin, sem nær hundrað árum áður höfðu slitið sambandi við Bret- land. Brezku nýlendunum stóð hætta af Bandaríkj- unum, og það var til sjálfsvarnar, að þær samein- uðu sig und'ir eina stjórn. yfir framkomu fulltrúa sinna, og telja ver farið en heima setið. Allir alvarlega hugsandi menn, litu björt- um vonaraugum til þessarar síðustu Geneva- stefnu, og treystu því að heilbrigt mannvit yrði þar ráðandi aflið. Slíkar vonir hafa með öllu, brugðist. Eftir fregnum af stefnunni að dæma, er helzt svo að sjá, sem heilbrigðri dómgreind hefði stungið verið svefnþorn og bróðurkær- leikanum verið vísað á dyr. Af stefnunni leið- ir ekkert annað, en tortrygni 'og tap, í hvaða átt sem litið er. Það er með heimsfriðartilraun- irnar, eins og allar aðrar mannlegar tilraunir, að þær verða að vera grundvallaðar á einlægni, ef nokkurs varanlegs árangurs skal vænta. Minni Vestur-Islendinga. Það er venja’ að þruma lof á þessum degi; þruma lof um alt og alla — aðrar raddir heyrast varla. Þá er landinn hafinn hátt, sem helgur væri, finst þá engin flís í auga, friðaröldur sál hans lauga Allir beina hrifnum hug á horfna tíma, sterka feður, stoltar mæður, — standa saman eins og bræður. Það er svo gott að geta.bent á göfgar ættir, betra sjálfur samt að eiga sigurþrek og treysta mega. Við höfum lengi grafið gull úr gömlum haugum, sjaldan nýjar námur fangað — , nú er mál að stefna þangað. Horfum yfir hópinn vestra—hann er fríður! skilur eflaust ytri málin, aflar vel — en hvar er sálin? Hvar er Egill? Hvar er Ket'ill? Hvar er Snorri? Hvar er andi hirðskáldanna? Hvar er eldur Fjölnismanna? Ungu landar! á ei nokkur ykkar penna nógu sterkan til að taka töpuð andans lönd til baka? Jæja, það er gott að geta geymt í friði þennan dag, sem þjóð — og vinir — þó að týnist allir hinir. Sig. Júl. Jóhannesson. Minni Canada. flutt af Miss Aðalbjörgu Johnson á þjóðminningar- hátíð íslendinga í Winnipeg 6. ágúst 1927. Herra forseti! Háttvirtu tilheyrendur! Tignaða ímynd vorrar öldnu móður! Vér, sem hér erum saman komin í dag, til þess sameiginlega að minnast þjóðernis vors, sem niðjar Fjallkonunnar, erum hér stödd einnig sem samarf- ar allra þjóða að nýju landi: Canada; að nýju nafni; Canadian. Vér, íslendingar, erum einn þeirra þjóðflokka, sem hlutdeild eiga í því að hér, í þessari álfu, er að rætast einn af fegurstu draumum mann- kynisns: að allar þjóðir verði eitt. Síðan að styrjaldir hófust fyrir þúsundum ára, hefir friðarhugsjónin lýst stríðsmyrkur aldanna með vaxandi Ijóma, eins og sólin, áður en hún rís, boðar komu sina með vaxandi dagroða. Nú vonum vér, sem á þessari öld byggjum jarðríkið, að morgun friðardagsins sé runninn, þó enn séu ský Við sjón- deildarhringinn, sem skyggja á dýrð friðarsólar- innar. Friðarhugsjóninni hefir á öllum öldum fylgt sú trú, að sá tími kæmi, að allar þjóðir heimsins lytu sama valdi — stjórnarfarslega; að alveldi kærleik- ans speglast í bræðrabandi þjóðannaa. Margir sjá í Alþjóða-sambandinu svoi nefnda (League of Nations) uppfylling hugsjónarinnar, þó ófullkomið sé enn sem komið er. Aðrir benda á það, að brezka ríkið, eða öllu heidur brezku ríkin, er öll lúta sama konungi, en eru þó að öllu leyti stjórnarfarslega sjálfstæð, séu ímynd hins nýja friðarheims. En hvar, má eg spyja, er hægt að sjá gleggri mynd bræðrafélags allra þjóða, en hér, í því landi, sem vér byggjum, í þeirri þjóð, sem vér erum hluti af? Hvernig geta allar þjóðir heimsins betur lært að þekkja hver aðra, en með því að búa allar í sama landi, eiga allar sameiginleg áhuga- og starfs-mál, en gleyma þó aldrei uppruna sínum né landi því, sem feður þeirra töldu sitt föðurland. Sem Canadamenn með öðrum Canadamönnum frá öðrum þjóðum, út- breiðum vér þekkinguna á íslendingum og íslandi— og þekking er samhygð, samhygð er kærleikur, og kærleikurinn er andi friðarins. Sem Canadamenn, samlandar vorir, flytja t. d. Ukrainiumenn hér oss þekkingu á sinni þjóð, — og þannig mætti halda á- fram að telja. Hér læra þjóðir heimsins að þekkja hver aðra. Þannig reynist hið canadiska þjóðlíf jarðvegur, þar sem frækorni friðarhugsjónarinnar — alþjóðasambandsins — hefir verið sáð, til þess að verða seinna meir feikna stórt tré. Hver sem leit fylkingarnar, sem söfnuðust sam- an í skemtigarði Winnipeg borgar 1. júlí í ár, sá þar merkisbera hinna helgustu vona heimsins. Draumur aldanna er að rætast hér í dag. Canada er fyrirmyndun (prototype) alheims bræðralagsins — allra !ýða á allri jörð; og til þeirrar fyrirmyndar höfum vér íslendingar verið kallaðir af Alföður þjóðanna, að leggja vorn skerf. Evrópa er bygð íslendingum, Englendingum, fr- um, Skotum, Þjóðverjum, Rússum, Ungverjum Hol- lendingum — og mörgum fleiri þjóðum. f Canada alika stóru landflæmi og Evrópa, mætast allar þessar^ þjoðir, lúta sama fána, syngja allar einum romi: O, Canada, Our Home and Native Land!”______ þó á stundum séum vér seinir að standa á fætur og gleymum ef til \yill að taka ofan hattana. Hér eru þær allar eitt: hin nýja þjóð vor, Canada! Eitt sinn voru íslendingar ný þjóð. Fyrir rúm- um þúsund árum síðan þektist ekki orðið “íslend- ingur”. En En fyrir sextín árum síðan þektist ekki orðið “Canadian” í þeirri merkingu, sem það nú er notað. Að eins fyrir sextíu árum! Nú hljómar það um allan heim! En hugsjónin náði lengra. “Feðurnir” litu ekki að eins líðandi stund, blíndu ekki að eins á augna- bliks hættuna. Þeir horfðu langt fram á brautir ; tímans, og sáu í anda brezka þjóð, sem byggja myndi allan norðurhluta álfunnar, frá hafi til hafs. Þúsund mílum vestar, í hinum frjósama Rauðár- dal, voru frumbyggjar að stríða við plágur, flóð og Indíána. Enn þúsund milum vestar, voru þjóðbræð- ur þeirra að leita hins rauða gulls í lækjarfarvegum og grýttum hlíðum Klettafjallanna. Áttu Bretar að láta bræður sína, fjarlæga, stríð- andi, gleymast? Þeim rann blóðið til skyldunnar, j og í nafni guðs þeirra lands—og guðs vors lands— lögðu þeir hönd að því mikla verki, að sameina all- f ar þessar dreifðu nýlendur; að stofna þar með þjóð, sem teldi eitt hið stærsta landflæmi á jörðu sína föðurleifð, þar sem brezki fáninn veifaði á stöng, fáninn sem þeir elskuðu. Vonir þeirra hafa meir en ræzt. Hér er ekki að eins brezkt veldi; hér er canadiskt veldi, sem fyrir tíu árum síðan var ekki til. Ekki fyr en eftir stríðið mikla vorum vér talin í tölu þjóðanna. Eflaust myndu sumir af “feðrunum” skelfast þann sjálfstæðisanda, sem býr í brjósti þjóðarinnar, ef þeir mættu í dag líta í hugl og hjörtu Canadamanna. Þeir vissu ei hve vel þeir bygðu. Þó vér séum ekki af sama stofni og þeir, berum vér virðingu fyrir ást þeirra til Bretlands, sem af brezku bergi eru brotn- ir. En vér ætlumst aftur á móti til þess, að þeir beri virðingu fyrir ást vorri til vors eigin þjóðern- is, og lands feðra vorra. Og að svo er gert, var augljóst 1. júlí, við jubíl hátíðahaldið hér í fylkinu. Oss, sem ekki erum af brezkum stofni, getur fyrir- gefist það, þó vér séum ekki brezk, heldur canadisk í anda, og þó vér skoðum skyldu vora vera fyrst og fremst við þetta land. Því hér höfum við numið land, til þess að eiga hér heima, líkt og forfeður vorir numu land til forna á íslandi, og voru þaðan í frá íslendingar. En þó þeir skildu við sig fornt heiti, voru þelr sömu frelsishetjurnar og þá er þeir bjfgðu norræna grund; unnu réttvísinni jafn heitt. Þeir fluttu með sér til síns nýja lands ekki að eins búslóðir sínar, heldur og sögu sína og menningu: margra alda arf. Við hann hefir bæzt þúsund ára arfur lögbundinnar stjórnar; menningar, sem geymir hina dýrmætustu fjársjóðu bókmentaheimsins; þrek og hreysti, þraut- seigju og karlmensku, sem þroskast hefir við þús- und ára lífsstríð. Já, þúsund ára arf höfum vér hingað flutt — og hans er nú þegar farið að gæta, eftir að eins fimtíu ára dvöl vora hér. Nýlega er til æðri starfa geng- inn einn sá sonur, sem Fjallkonan gaf þessu nýja landi: Thomas H. Johnson. Hann unni Canada, unni því vegna þess, að hann gaf sig því, lagði í söl- urna fyrir það sína andlegu og líkamlegu krafta. Vér unnum Canada, hvert mannsharn hér, sem komið er til vits og ára. Hvers vegna? Ekki fyrst og fremst vegna þess, að landið hefir verið oss gott, hefir reynst oss vel. Nei, heldur vegna þess, sem vér höfum lagt í sölurnar fyrir það Ann ekki móðirin tíðum því barninu bezt, sem flestar hefir kostað hana vökunæturnar og tárin? Því barninu, sem hún hefir mest í sölurnar fyrir lagt? Vér íslendingar höfum mikið lagt í sölurnar fyrir Canada. Vér komum hingað þegar sléttur Vestur- landsins voru enn óyrktar; þegar landið var að eins jörð, grasi og skógi vaxin. Svitadropar frumbyggj- anna íslenzku töldu burt ár þeirra og þverrandi krafta, er þeir ruddu skóga og ristu jörð. í sveita síns andlitis vann frumbygginn ekki að eins sjálfum sér, heldur og heiminum, hrauð. íslendingar bygðu, ásamt öðrum frumbyggjum Vesturlandsins, á grund- velli óræktaðra sléttulandanna og óhögginna skóga, hið mikla hveitibúr heimsins, Canada. Já, ár þeirra, kraftar þeirra, líf þeirra, eru í það gengin, flestra. Sumir lifa enn, kröftum farnir, dagsstarfið, því nær á enda. Hvað segja þeir? Móðirin aldna, sem ól þá við brjóst sér, mun þeim ætíð kær, — en hér eiga þeir heima. Við þetta land eru þeir knýttir böndum fórnfærslunnar. Og vér hðfum lagt meira en krafta og ár í söl- urnar fyrir Canada. Eflaust hefir það beðið áranna 1914 til 1918, að margur íslendingurinn, sem hingað hafði komið, fyndi til sonarréttar síns í þessu nýja landi. Vér vorum skírð til nafns Canada í því mikla blóðbaði. Tár móður og konu, systur og unnustu; blóð og hreysti sona og eiginmanna, bræðra og ástvina, hafa keypt oss sonarrétt hér. Já, þá.lögðum vér mikið í sölurnar fyrir Canada, og þá lærðum vér að elska mikið — landið vort nýja. < Hvort því þér, sem hér eruð saman komin, eruð í tölu þeirra, sem hafa gefið af kröftum sínum og árum, hreysti eða tárum, sem fórn á altari þjóðar- innar, eruð þér öll í dag eitt í anda, sem börn hinn- ar nýju móður. Yfir hana biðjum vér guðs blessunar í lengd og bráð. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK ^.11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111II11111111111111111111111111II1111111 Samlagssölu aðferðin. 1 Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- = E afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega E E laegri verður starfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin E = hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að = E vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni E E ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar E = * vörusendingar og vörugæði. Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru E E fyrgreind þrjú meginatriði trygð. E Manitoba Co-operative Dairies Ltd. E 846 Sherbreoke St. - ; Winnipeg,Manitoba = ,Tl 111111111! i 111111111111111111111111111111111111)11111111111111111111111111111111111111111111111111111 Þeir fslendingar, er í hyggju hafa aS flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af Islandi eða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. Canada framtíðarlandið og Vestur-Islendingar. i. Inngangur. í ár hefir Canada þjóðin haldið hátíðlega 60 ára afmæli fylkja- sambandsins. Það eru liðin 60 ár síðan hin ýmsu fylki tengdust trygðaböndum og mynduðu hið stóra veldi, sem nær yfir þvera Ameríku frá Atlantshafi til Kyrra- hafs, og frá 49. gráðu norðlægrar breiddar og norður í íshaf. Þessa merkis atburðar í sögu þjóðarinn- ar var rækilega minst og á við- eigandi hátt í öllum horgum, og víðsvegar í bæjum og bygðarlög- um hins víðlendá ríkis, og menn af öllum stéttum og öllum þjóð- flokkum við i’það tækifæhi, rifj- uðu upp í huga sínum endurminn- ingar margar og merkilegar frá liðna tímanum; töfrand'i æfintýri úr þeirra eigin lífi og þeirra eig- in sögu stóðu þeiúi fyrir hug- skotssjónum, æfintýri, sem meira líktust draumi en virkilegleika, en var þó í raun og veru v'irki- legleiki. Heillandi, hrífandi mynd- ir blöstu fyrir sjónum manna úr 60 ára starfssögu éinstakling- anna, sem mynda þjóðarheildina, sem hafa á margan hátt gert Can- ada víðfræga út um allan heim. Canada, sem fyrir 60 árum síðan var lítt þekt, jafnvel meðal menn- ingarþjóða heimsins, er nú komin í tölu stórþjóðanna, er nú alþekt út um allan heim og hátt á blaði í tölu menningarþjóða heimsins. Vestur Canada, sem fyrir 60 ár- um síðan var alment álitin byggi- leg að eius fyrir vísunda og Indií- ána, er nú orðið kornforðabúr brezka rík'isins, og hefir gefið hundruðum þúsunda friðsæl og ánægjuleg heimili, svo óhætt mun mega fullyrða, ^ð óvíða á bygðu bóli jarðar, hafi menn ástæðu til þess að njóta lífsins betur, held- ur en einmitt hér í þessu friðsæla og náttúruauðuga stórveldi, Vest- ur-Canada, sem svo ótal þúsuhd tækifæri hefir á boðstólum og sem enn þá er að mjög miklu leyti óbygt. Á 60 árunum, sem liðin eru síðan Canada sambandið myndaðist, hefir stórveldi risið upp hér í vestrinu, og þó eru Vesturfylkin að eins barn í reif- um. Þeir sem ruddu veginn hér í Vestur-Canada og enn eru ofar moldu, mega hugfangnir v'ið þessi tímamót líta til baka, því kraftaverk hefir verið unnið, en þó er það, sem orðið er, ekki nema svipur hjá sjón hjá því, sem fram- tíðin geymir. Nu við þessi tímamót í sögu Canada, er. gaman fyir íslendinga að líta til baka og athuga sína eigin sögu hér í landi, sem er litlu yngri en saga Canada sambands- ins. Margt hefir orðið íslending- um til ógæfu í gegn um þúsund ára sögu, sem hindrað hefir fram- för og hnekt velgengni þjóðarlnn- ar. Mætti margt þar til telja, en eg vil ekki fara út í þá sálma. En gæfari hefir líka oft lagt þeim blessun í skaut, hvar sem þeir hafa verið. Mikla gæfu tel eg það æfinlega þjóðarbrotinu ís- lenzka, sem fann sig knúið til þess að yfirgefa ættjörðina, þeg- þeir völdu Canada sem sitt fram- tíðar heimili. Mikil gæfa var það bæði þeim og fslandi, hvað hepn- 1 ir þeir voru í valinu með sitt nýja landnám og sitt nýja föðurland, og miklar þakkir á Sigtryggur iJónasson skilið af löndum sínum fyrir hans sönnu dómgreind og framsýni í því að brjóta veginn, því óefað á hann stærsta þáttinn í því að íslendingabygðir voru stofnaðar hér í Canada, en ekki einhvers staðar annars staðar á hnettinum, úr því á annað borð að útflutningur frá landi feðr- annna var óhjákvæmilegur.. — Capt. Sigtryggur Jónasson hefir óefað haft betri og gleggri skiln- ing á nýlenduvali, og umheimin- uf yfirleitt, heldur en flestir af samtiðarmönnum hans. Hann var spámaður, og Baldwinson annar spámaður, því sagan hefir sýnt og sannað, að hamingjudísin hefir leitt íslendinga til farsældar og frama hér í þessu mikla og góða frelsis og gósenlandi, eftir þeirra spádómi. Canada er nú sem stendur eitt af mestu framfaralöndum verald- arinnar, sem breiðir faðminn móti öllum þeim, sem frelsi og far- sæld þrá og manndáð hafa til þess að bjarga sér, manndáð til þess að bjarga sér, segi eg, því enginn skyldi hugsa, að auður og allsnægtir komi upp í hendurnar á mönnum hér fremur en annars staðar á hnettinum, án fyrirhafn- ar — starfs og fyrirhyggju,— en hér er öllum í lófa lagið, sem hafa heilsu og þrek til að vinna, að bjargast vel andlega og efnalega í hvaða stöðu sem er jafnvel, ef þeir eru stöðunni vaxnir. En landbúnaðurinn er aðal atvinnu- vegurinn, sérstaklega í Sléttu- fylkjunum og verður um allar aldir.í þótt aðrar atvinnugreinir megi telja sem allnokkuð kveður að nú þegar, en sem eiga eftir að hundraðfaldast, þegar tímar líða. Má þar nefna iðnað, sem enn er í barnæsku: námarekstrur, fiski- veiðar, skógarhögg og m. fl. — Landbúnaðurinn er hornsteinn- inn, sem alt annað í landinu bygg- ist á. Sannast þar íslenzka mál- tækið: “Bóndi er bústólpi, bú er landstóipi.” Landbúnaðurinn hér er líka sú frjálsasta, skemtileg- asta og arðsamasta lífsstaða, sem allur almenningur getur lagt sig eftir, og á því svæðl hefir lang- mest kveðið að íslendingum hér í landi, þessi 50 árin, sem þeir hafa haft hér bólfestu, og það svæðið verður því eðlilega lang stærsta svæðið, sem þeir horfa yfir, þeg- ar þeir af sjónarhæð þessara tíma móta líta yfir liðin ár, þó að á flestum eða öllum sViðum þjóð- lífsins megi sjá spor íslendingsins og víðast hvar til sæmdar feðra- Iandinu og þjóðflokknum. Nýja fsland er móðurbygð allra annara íslenzkra bygða hér í þessu landi; þangað fóru flestir á fyrstu árunum, þar var mesta stríðið háð, því íslendingar voru flest- ir öreigar, sem vestur fluttu, og tækifærin smá til bjargráða, en fyrir atorku og éinbeittan vilja sigruðu þeir allar þrautir, og brut- ust til andlegs og efnalegs sjálf- stæðis; og þegar þeir líta yfir söguna, hafa þeir, sem þar búa enn þann dag í dag, fyrir margt og mikið at5 þakka. Nýja ísland er fasæl bygð, og á óefað fagra og merkilega framtíð fyrir hönd- um; ber margt til þess ;bygð‘in er vel fallin til iandbúnaðar, sér- staklega kyikfjárræktar; Winni- pegvatn hefir verið bygðarmönn- um gullnáma og verður um ó- komna tíð auðsuppspretta ómet-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.