Lögberg - 11.08.1927, Blaðsíða 2
BIs. 2
USG&t&BG, FIMTUDAGINN 11. ÁGÚST 1927.
Sérstök deild í blaðinu
jp5as2SESZS2res'zsa5E525a52sasE5as252S2525ZŒ5Z5Esa5H53525H52Sc!S25H5HSHŒ5íi5S5'a5e5H5H5HKí5H5a5HS25H5a525a5H5E5ESH5H525a5S5asHSH5HSH5S5H5HSH525?5H5HS2525HsiS5t!SH5í5a5í?vl
S-----------------------------------
G
3
0
9
\f
sasasasasa^ '^•tsísasasasasasasasasHSHsasHSHsasasHsasasasasHsasasasasasHsasai.aí sasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasHsasasasasasHsasasas
SOLSKIN
Fyrir börn og unglinga
NIELS FINSEN.
Haustið 1876 kom unglinggpiltur fimtán ára
gamall frá Færeyjum til Reykjavíkur. Hann
var grannur vexti, hæglátur og góðlegur. Hann
gekk undir inntökupróf í latínuskólanum og
settits þar í annan í bekk. Sex árum síðar út-
skrifaðist hann úr skóla og fór þá til Kaup-
manpahafnar (1882). Þar tók hann próf í lækn-
isfræði við háskólann árið 1890. Piltur þessi
hét Niels Ryberg FinSen. Hann var fæddur í
Færeyjum og var sonur Hannesar Finsens, sem
var*lengi amtmaður þar í eyjunum. Hannes
var Islendingur, sonur ólafs sýslumanns, Han-
nessonar biskups, Jónssonar prófasts Hall-
dórssonar í Hítárdal. Jón prófastur ritaði
biskupaæfir og Finnur biskup kirkjusögu Is-
lands á latínu. Voru fleiri vísindamenn í ætt-
inni, og fékk Niels Finsen þaðan vísindalegan
áhuga að erfðum. Kona Hannes amtmanns en
móðir Niels var dönsk.
Niels Finsen sagði því eitt sinn, er hann var
orðinn fullorðinn: “Island er föðurland mitt,
Færeyjar eru fæðingarland mitt og Danmörk
er móðurland mitt. Þetta segi eg mönnum, s’em
tala við mig, eins og eg væri einungis dansk-
ur. ”
Þá er Niels var þrettán vetra, sendi faðir
hans hann í heimavistarskóla á Sjálandi sunn-
anverðu. Þetta voru mikil viðbrigði, og skóla-
vistin átti eigi við Niels. Hann átti nú að sitja
inni og læra utanbókar hverja lexíuna á fætur
annari í ýmsum námsgreinum, sem hann hafði
aldrei séð og hafði ekkert gaman af. Hann gat
eigi haldið huganum við námið, enda fékk hann
lélegan vitnisburð fyrir kunnáttu, þegar hann
fór úr skólanum.
Af því að Niels gekk eigi námið, tók faðir
hans hann úr danska skólanum og sendi hann
til frænda sinna í Reykjavík. Faðir hans vildi
líka gjarnan að hann lærði íslenzku og kyntist
föðurlandi sínu, þar sem forfeður hans höfðu
lifað og starfað, kynslóð eftir kynslóð síðan
Island bygðist.
Niels Finsen var að jafnaði heiLsuveikur
hinn síðari hluta æfi sinnar. Hann fór fyrst
að finna til lasleika 1883, en vissi lengi framan
af eigi hvað það var. Hann var kulvns og hélt
að það ætti rót sína að rekja til blóðsins og
magans. Hann bjó fjögur fyrstu stúdentsár
sín á svonefndum Garði eins og þá var títt um
alla stúdenta úr latínuskólanum í Reykjavík.
Hann fékk þar herbergi á þriðja gangi, í krókn-
um inn til garðsins. Þeir sambýlismennirnir
skiftu með sér herbergjum og fékk Niels ytra
her.bergið. 1 það komu sólargeislarnir eigi.
Niels tók þá eftir því, að honum gekk miklu ver
við lesturinn í sólarlausu hérbergi en í sólríku.
Hann flýði þá oft inn til sambýlismanns síns.
Þá er Niels tók að lesa undir embættispróf
(1883), bjó hann í herbergi er sneri á móti
norðri. Hann var þá lasinn og máttfarinn.
Hann sofnaði oft yfir bókinni, þvert á móti því
sem hann átti að sér. Honum datt þá í hug, að
þetta kæmi af sólarleysi og tók upp á því að
gnaga á stéttunum sunnan við húsið, þá er sól-
skin var. Hann fann hve góð áhrif sólargeisl-
arnir höfðu á sig, og nú fór hann líka að hugsa
um, hvernig á þessu stæði.
Inni í garðinum fyrir neðan herbergisglugga
hans var flatt þak og sólin skein á helminginn
af því. Á því lá köttur einn og baðaði sig í
í sólskininu og teygði úr sér. Litlu síðar féll
skugginn á hann, en þá stóð kisa upp og flutti
sig í sólskinið og lagði sig þar aftur. En skugg-
inn færðist smátt og smátt yfir þakið, og kisa
flutti sig aftur í sólskinið, þá er skugginn kom
á hana.
Hann tók eftir þessu sama hjá fleiri dýrum
og hugsaði um að rannsaka það, en það var
fyrst nokkru eftir að hann hafði tekið embætt-
ispróf, að hann gat komið því við.
Til þess að rannsaka, hvaða áhrif sólarljós-
ið hefði á hörundið, notaði Finsen handarbakið
og handlegginn á sjálfum sér. Hann málaði
tveggja þumlunga breiða rák svarta á hand-
legginn og hélt honum nærri þrjá tíma í brak-
andi sólskini.
Hörundið .varð rauðleitt, aumt og þrútið
beggja megin við svörtu rákina; hann þvoði
hana þá af sér, og var hörundið hvítt og alveg
óbreytt undir henni.
Eftir tvo daga var roðinn og þrotinn horf-
inn, en handleggurinn var sólbrendur báðu meg-
in við hvítu rákina.
Hann hélt þá handleggnum ómáluðum aftur
í sólskini, og þá varð hvíta rákin rauðleit og
þroti kom þar í hörundið, en báðu megin við
hana brann hörundið ekkert, heldur varð það að
eins dálítið meira útitekið.
“Fyrst nú þessir geislar geta valdið bólgu
í heilbrigðu hörundi,” sagði Niels Finsen,
“hvað geta þeir þá eigi, ef hörundið er kaun-
um hlaðið?”
Og nú fór hann að hugsa um þá menn, sem
urðu bóluveikir, og hvernig mætti hjálpa þeim.
Hann fann það þá, að lækna mátti bólusjúka
menn svo að þeir yrðu ekki bólugrafnir, með
því að útiloka þegar í byrjun veikinnar alla
bláa og bláleita geisla úr því herbergi, er sjúk-
lingarnir voru í. Þetta mátti gera með rauðu
rúðugleri eða með því að tjalda rauðum voðum
fyrir alla glugga og dyr. Birtan verður þá
rauð í herberginu, því að einungis rauðu geisl-
arnir komast inn í það.
Þetta var brátt reynt á bólusjúkum mönn-
um og reyndist ágætlega, ef menn gættu þess
nógu vel, að hvergi væru glufur, þar sem bláu
og bláleitu geislamir kæmust inn.
Niels Finsen vildi finna vísindaleg rök fyr-
ir vellíðan þeirri, sem bæði hann og aðrir
finna af áhrifum sólarljóssins.
Hann gefði mjög merkilegar rannsóknir um
fjörgunarafl sólarljóssins. Hann reyndi það
bæði á ánamöðkum og fiðrildum og auk þess á
ýmsum smádýrum, sem eigi eru hér á landi.
Hann bjó til kassa, og hafði lokið úr rauðu,
gulu, grænu, og bláu gleri. Hann setti síðan
marga ánamaðka í kassann, en þeir skriðu allir
undir rauða glerið og lögðust þar í hrúgu.
Hann sneri þá við lokinu, svo að bláa glerið lá
þar sem rauða glerið var áður. En er bláu
geislarnir skinu á maðkana, gátu þeir eigi ver-
ið kyrrir, heldur tóku þeir að skríða og hættu
eigi fyr en þeir komu undir rauða glerið.
Ánamaðkarnir fælast sólarljósið, en fiðrild-
um þykir vænt um það. Þá er þau voru sett í
kassann, leituðu þeir undir bláa glerið og voru
þar á sífeldu iði.
En er Finsen hafði frætt menn um fjörgun-
aráhrif sólarljóssins, tóku margir að nota sól-
bað, en fæstir gerðu það þó á þann hátt, sem
Finsen vildi. En alt þetta leiddi hann til víð-
tækra athugana og hugsana.
Allar þessar rannsóknir leiddu svo til þess
að árið 1896 var reist í Kaupmannahöfn hin
fræga Ljósstofnun Finseris, þar sem læknaðir
eru margskonar húðsjúkdómar, en þó einkum
berklaveiki í húðinni.
Finsen notaðh í fyrstu sólarljósið. við lækn-
ingar sínar. Til þess að kraftur þess yrði næg-
ur, varð hann að safna því með tvíkúptu gleri,
brennigleri, en jafnframt að búa svo um, að
hitageislarnir kæmust ekki í gegn, því að þá
mundu þeir valda bruna. Til þess að þeir kæm-
ist sem bezt inn í holdið, er blóðinu þrýst á burt
meðan þeir skína á. Hann breytti til um að-
ferðina og endurbætti verkfæri sín, eftir því
sem reynsla kendi honum, og hann tók brátt
upp að nota eingöngu rafmagnsljós, af því að
margir dagar á árinu eru sólarlitlir eða alveg
sólskinslausir.
Lækningamar hepnuðust ágætlega og brátt
fór að fara frægðarorð af þeim. Sjúklingar,
sem varla höfðu þorað að láta sjá sig sökum
þess, hve afskræmdir þeir voru, þustu nú að úr
öllum áttum til Finsens. 1 árslbk 1899 hafði
hann fengið um 460 sjúklinga, og var ómögu-
legt að veita öllum umsækjendum móttöku sök-
um rúmleysis.
Nú voru ljósstofnanir reistar í öðrum lönd-
um. Böm Kristjáns konungs hins níunda geng-
ust fyrir því í fyrstu. Konungur vor Friðrik
áttundi og systkini hans, einkum Dagmar Rússa
drotning og Álexandra Englands drotning,
komu oft til Niels Finsens að sjá lækningar
hans. Þær systur létu reisa ljósstofnanir í
löndum sínum, og mágkona þeirra, Grikk-
lands drotning, sá um það á Grikklandi. Fræg-
ir læknar komu úr öðrum löndum til Finsens,
til þess að læra hjá honum, og nú em ljósstofn-
anir Finsens komnar á fót í flestum mentuðum
löndum.
1 maí 1913 kom út nákvæm skýrsla um hina
fyrstu átta hundruð sjúklinga, sem búið var að
lækna á ljósstofnunum Finsens, en hinn 10. des-
ember sama ár fékk hann Nobels verðlaunin.
Þau eru hin mesta viðurkenning, sem vísinda-
manni getur hlotnast.
Niels Finsen var mikill lánsmaður, þó sjúk-
dómur sjálfs hans væri langvinnur og þung-
bær. Hann lifði það, að uppfundningar hans
voru viðurkendar um allan heim og að sjá þær
hjálpa þúsundum manna.
Niels Finsen átti góða konu. Hún hjúkraði
honum í veikindum hans, og í örmum hennar
andaðist hann rólega og kvalalaust.
Andlát Finsens vakti almenna sorg og hlut-
tekningu. Konungar og keisarar, fátækir og
ríkir, heiðruðu útför hans, því mannkynið hafði
mist velgjörðamann sinn.
Sólargeislarnir báru nafn hans út um heim-
inn. — A Primer in Modern Icelandic.
Bogi Th. Melsted.
I ÓBYGDUM.
(Z. í “Sumarblaðið” 1917).
“Þar sem kyrðin ríkir og fegurðin býr finn-
urðu hjartaslög náttúrunnar í þínu eigin
brjósti.
1 óbygðum ríkir eilíf kyrð. Þar er ekkert
skrölt eða glamur. Þar er ekki óp og hávaði.
Þar þekkjast ekki hamfarirnar og baráttan, er
estja mót sitt á mannabygðir. Náttúran er þög-
ul, en eyrað hlustar og heyrir þegar .blærinn
rennir sér um hlíðarnar.
Fagurt er Island. En hversu margir finna
það? Hversu margir kunna að meta það? Þeir
eru fáir. Það er undarlegt að þetta land, með
svona fagra og þróttmikla náttúru, skuli fóstra
svo vesæla niðja, sem Islpndingar eru.
“Fögur er hlíðin,” sagði Gunnar, “svá at
mér hefir hon aldri jafnfögur sýnst.”
Takið eftir, hversu einlæg ættjarðarást felst
í þessum orðum. Hvað heyrist nú:
“Köld veðrátta. — Kostalítið land.”
Gráttu nú, gamla ísland. Nú áttu ekki leng-
ur marga niðja, sem vilja “heldur bíða hel, en
horfinn vera fósturjarðar ströndum.”
Ef hægt væri að vekja ást manna á þessu
fagra landi, sem hefir fóstrað þá, þá mundi
þeim vaxa fiskur um hrygg.
Ef hægt væri að fá menn til þess að leita á- 1
nægjunnar í náttúrunni, í stað þess að Ieita
hennar í ýmsum nautnum, sem þeir ganga svo
ánœgjulausir og aflvana frá, þá v^eri stigið
stórt spor fram.
Ef hægt væri að fá þá til þess að sjá, að
þessi íslenzki kynstofn þarf að verða fyrir á-
hrifum og mótast af hinni fögru og máttugu
náttúru landsins, ef hann á að lifa og þroskast,
þá væri hið mesta fengið. Ef náttúra landsins
getur ekki skafið af þeim vesalmenskuna og
kent þeim að meta fegurðina, þá er ekkert til í
heiminum sem það getur.—lþróttablaðið.
■ ENDURREISN IÞRÓTTANNA.
Því miður skortir enn mikið á, að skilning-
ur almennings á, hinu raunverulega gildi íþrótta
sé svo góður, sem vera þarf til þess, að æsku-
lýðurinn knýist til íþróttaiðkana. Enn hættir
ýmsum við, að telja íþróttirnar einskonar gild-
islausan gamanleik, þægilega dægradvöl eða
tilbreyting, en heldur ekki meira.
Meðan sú skoðun ríkir hjá öllum þeim, sem
hjá sitja og horfa á — og máske hjá einstaka í-
þróttamanni líka, er ekki hægt að búast við
neinum framförum í íþróttum. Því hugur stýr-
ir hönd og athafnirnar verða mældar sama
mælikvarða og áhugSnn, sem' liggur bak við
þær. Sá, sem ekki er sannfærður um, að í-
þróttin auki persónulegt gildi sitt, verður aldr-
ei íþróttamaður. Og sú þjóð, sem ekki er sann-
færð um, að íþróttir auki líkamlega og andlego
heilbrigði æskulýðsins, verður aldrei íþrótta-
þjóð.
Allar menningarþjóðir heimsins viðurkenna
gildi íþróttanna betur en Islendingar gera, og
byggja þá viðurkenning á reynslu samtíðar og
fortíðar. Sá hópur íslendinga, sem tekið hefir
undir þessa viðurkenningu, er enn fámennur.
Meiri hlutinn — allur þorri þjóðarinnar — dirf-
ist að vísu ekki að staðhæfa, að þessi alþjóða-
reynsla sé lýgi, en hagar sér þó líkast því, að
það væri álit hans. Fjöldinn er áhugalaus um
framför íþróttanna, af því að hann hefir ekki
gert sér ljóst, hve mikið gagn má að þeim
verða.
Heilsufræði og íþróttir eru tvær systur,
sem lengja lífið og gera það fiarsælla. Vel met-
inn læknir, íslenzkur og áhugasamur heilsu-
fræðingur lét nýlega svo um mælt, að börn í
sumum skólum hér á landi kynnu ekki einu
sinni svo mikið í heilsufræði, að þau önduðu
rétt. Það er harður dómur, en því miður sann-
ur. 1 þeim barnaskólum, sem ekki kenna leik-
^jmi, mun börnunum sjaldnast vera kent að
draga andann. Von er að íþróttunum sé mót-
kast víst.
Almenningi verður að skiljast, að íþróttin
ei meira en leikur. Þeir, sem fjölmenna á í-
þróttavöllinn til þess að horfa á knattspyrnu,
gera það flestir vegna leiksins, en fæstir vegna
íþróttagildisins, sem leikurinn hefir. Og svo
er um flestar aðrar íþróttir. Leiksniðið á í-
þróttaiðkunum er nauðsynelgt til þess að ná
tökum á fjöldanum. En þá fyrst koma þær að
gagni, er þær vekja áhorfanda og iðkanda til
umhugsunar um, að íþróttin sjálf er dýrmætari
auðsuppspretta en gullnáma, uppspretta lík-
amlegrar og andlegrar heilbrigði og langlífis,
þeirra gæða tilverunnar, sem enginn getur
keypt í búðinni, hvort heldur hann er fátækur
eða ríkur.
Menn keyptu um langan aldur Kína og
Brama til þess að reka á burt kvilla og flestum
mun svo farið, að þeir mundu vilja gefa aleigu
sína hvort heldur hún er lítil eða stór, til þess
að auka ári við æfi sína. Heitasta ósk einstak-
lingsins er oftast sú, að honum auðnist langt
líf og gæfusamt líf, en undirstaða þess er heil-
.brigði sálar og líkama. En þo lata menn viss-
ustu leiðina til þessarar heilbrigði ónotaða öld
eftir öld — íþróttirnar. — “Það eru til undar-
legir menn”, og verst hve þeir eru margir.
Vegur íslenzkrar þjóðar hefir aldrei stað-
ið með meiri blóma, en þegar íþróttir voru hér
mest iðkaðar. Islenzk reynsla fellur því sam-
an við erlenda, enda væri skrítið, ef svo væri
oklci ~ —
Nú er starfið hafið á ný. Nokkur skriður
er kominn á baráttuna hér og hvar um landið.
En enn þá er dauðamók yfir heilum héruðum
þessa lands, og enn eiga þeir, sein fremstir
standa, langt að því marki, er íþróttahreyf-
ingin verður að setja sér: að vera ekki síðast-
ur og síztur. Enn þá erum við langt á eftir
þeim seinasta.”
Minsta þjóð Evrópu verður að taka vel á,
ef hún vill h'afa samfylgd annara á íþrótta-
brautinni. Hún verður að neyta állra þeirra
krafta, sem til eru. Iþróttamannaefnin eru til
eigi síður í þeim héruðum, sem enn þá eru lok-
uð hreyfingunni, en í hinum, sem byrjuð eru að
starfa. Iðkun íþrótta, er göfugri skylda við
sjálfan sig og þjóðfélagið, en herskylda annara
þjóða, og því má enginn sá unglingur, sem heill
er á sál og líkama, láta hana undir höfuð
leggjast. . ^
Okkur er svo tamt að segja, að við getum
ekki neitt vegna þess, að við séum svo fáix.
Ekki heyrist þetta sízt í sambandi við íþróttir.
En þegar starfandi íþróttafélag er komið í
hverri sveit landsins, þá erum við ekki svo fá-
ir. Þá fyrpt eý hægt að kanna liðið og sýna það
í verki, að íslendingar era ekki lakar skapað-
ir en aðrir menn.—Iþróttabl.
Professional Cards
DR. B. J. BRANDSON
S16-2S0 Medlcal Arts Bld*.
Cor. Graham osr Kennedy Sta.
Phone: 21 836.
Office tlmar: 2_J
HeimlU: 776 Victor at.
Phone: J7llj
Winnipeg, Manitoba.
COLCLEUGH & CO.
Vér leggjum sérstaka áherzlu 6 «8
eelja meCul eftir forskrlftum lœkna.
Hin beztu lyf, sem hœgt er a8 f& eru
notuS eingöngu. Pegar þér kómiB
meC forskriftina til vor, megiö þér
vera viss um, að f& rétt þaS sem
lœknirinn tekur tH.
Nótre Dame and Sherbrooke
Phonea: 87 669 — 87 66»
Vér seljum Giftingaleyfisbréf
DR 0. BJORNSON
216-220 Medicol Arte Bld*
Cer. Graham ogr Kennedy 8ta.
Phones: 21 834
Offlce timar: 2—S.
Heimill: 764 Vlctor St.
Phone:# 87 686
Winnipegr, Manitoba.
dr. b. h. olson 210-220 Medlcal Arts Bldf. Cor. Graham og Kennedy St*. Pane: 21 834 Oífice Hours: 3—6 Heimlll: 921 Sherburne Bt. Winnlpeg, Manltoba-
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medlcai Arta Bldg Cor. Graham og Kennedy Ste. Phole: 21 834 Stundar augrna, eyrna nef og kverka ejúkdöma.—Er aC hitta kl. 10-12 f.h. 03 2-6 e. h. Heimili: 8 73 River Ave. Tala. 42 691
DR. A. BLONDAL Medlcal Art* Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna fljúkdöma. Bír aC hltta fr& kl. 10-12 f. h. og 3—6 e. h. Offioe Phone: 22 286 Heimlll: 80'6 Victor 8t. Simi: 28 180
Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. i
DR. J. OLSON Tannlæknlr 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Bta. Phone: 21 834 Helmllis Tals.: 88 826
DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somorset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Talflíml: 28 889
Giftinga- og Jarðarfara- Blóm meO Jitlum fyrirvara BIRCH Blómsali 593 Portage Ave. Tals.: 30 720 St. John: 2, Rlng t
A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur lfkklatur og annast um út- farir. Aliur fltbúnaöur a& bezbi. Enn fremur aeiur hann allskonar mlnnlsvarCa og legstelna. Skrifstofu talB. 86 607 HelmiUs Tals.: 58 802
Tala. 24 168 NewLyceum Photo Studia
Knstín Bjarnason eig. 290 Portage Ave, Winnipeg Næst við Lyceum leikhúsið.
THOMAS H. JOHNSON
H. A. BERGMAN
ísL lögfræClngar.
Skrlfstofa: Room 811 McArthnr
Buildingr, Portagre Ave.
P. O. Boz 1666
Phonea: 26 849 o8 26 840
JOSEPH T. THORSON
ísl. lögfræðingur
Scarth, Guild & Thorson,
Skrifstofa: 308 Great West
Permanent Building
Main St. south of Portage.
Phone 22 768
LINDAL, BUHR & STEFÁNSON
Islenrkir lögfræCingar.
366 Main St. Tale.: 24 962
366 Maln St. Tals.: A-4961
Peir hafa elnnig skrifstofur aO
Lundar, Riverton, Gimli og Piney
ok eru þar a6 hltta & eftirfylgj-
and tlmum:
Lundar: annan hvern mlSvikudar
Rlverton: F'yrsta flmtudag.
Gimli: Fyrsta miCvikuda*.
Piney: þriTSJa föstudagr
1 hverjum m&nuCi.
A. G. EGGERTSSON
Isl. lögfræCingur
Hefir rétt til aC flytja m&l b«0i
1 Manltoba og Saskatchewan.
Skrifstofa: Wynyard, Saak.
Athygli!
Komið með næstu lyfjaávísun-
ina yðar til vor. Þaulæfðir sér-
fræðingar annast um alla lyfja-
samsetningu.
INGRAM’S DRUG STORE
249 Notre Dame Ave.
Gagnvart Grace kirkjunni.
A. C. JOHNSON
807 Confederation IJfe Bktg.
WINNIPKG
Annast um fasteigmr m»nn*.
Tekur að sér að ávaxta tparifé
fólks. Selur eldsábyrgð og báf-
reiða ábyrgðir. Skriflegum íjr-
irspumum svaraC samstundis.
Skrlfstofusiml: 24 263
Höimajstml 33 328
J. J. SWANSON & CO.
LiIMITEI)
R e n t a 1 a
Insurance
RealEstate
Mortgages
600 Paris Building, Winntpeg
Pohnes: 26 349—26 340
Emil Johnson
SKRVIOE KI-bXTTRIO
Ra.fma.gnt ContracUng — 40*-
kyns rafmagindhöld teld og ftf
þau gert — Eg tel Moffat og
McClary ElAavélar og htft Pmr
til sýnis d verkstœtU tninu.
524 SARGENT AVK.
(gainla Johnson’s byggrin*in V18
Young: Street, Wlnnlpog)
Verkat.: 31507 Helma.: 17*88
Verkst. Tals.: Helma Td&l
28 383 2« 284
G. L. STEPHENSON
PIiUMBER
Allskonar rafma*nsáhöld, rre m
gtraujám, vfra, allar te*undlr af
grlöeum o* aflvaka (ImtterSea)
VKRKSTOFA: 87« HOMK R.
Islenzka bakaríið
Selur beztu vörur fyrir laograta
verO. Pantanlr afgTeiddar beaM
fljótt ot veL Fjölbreytt ArraL
Hreln i>B lipur vlCcklftL
Bjamason Baking- Co.
678 SARGENT Ave. Wlnnlpe*.
Phone: 34 288
Þín sól rennur enn þá upp, Drottinn minn dýr,
dýrðarskær og hýr;
nú Ijómar um sál mína lífsgeisli nýr,
þér lofsöng eg hefja vil, faðir.
Brynjólfur Jónsson.
Blessuð sólin skín á skjá
skært með Ijóma sínum.
Herra Jesús himnum á
hjálpí mér frá pínu.
Nú er eg klæddur og kominn á ról,
Kristur Jesús veri mitt skjól,
í guðsóttanum gef þú mér
að ganga í dag svo líkist þér.
Hallgrímur Pétursson.