Lögberg - 11.08.1927, Blaðsíða 7

Lögberg - 11.08.1927, Blaðsíða 7
t LöGBERG, FIMTUDAGINN 11. ÁGÚST 1927. Bls. 7. Kristindómur vs. Heiðindómur. Framh. frá bls. 3. Ef hiÖ nýja er keppikefli sökum þess þaÖ er nýtt, þá er sú styrj- öld góð og heimsframför. Ekki er því laust við, að slagorðin um ófrjálslyndi, gamaldags, niðurstöður vísindanna og nýjungar hins andlega lífs, sem forðum hjá Aþenumönnum, minni á þau spaugs- yrði Þórhalls biskups, er hann sagði eitt sinn, að á Suðurlandi kæmust menn ekkert áfram fyrir framförum.— Eða myndi það fremur eiga hér heima er Grímur Thomsen lætur séra Snorra á Húsafelli segja við æskumenn, er gátu velt steininum niður af veggnum, en ekki lyft þvi Grettistaki aftur upp á bæjarvegginn: “Gildari virðast unglingar, til ofanveltu ykkar kraftur En til þess að byggja upp aftur?’’— Aldamóta-árið, 1900, var kristnitöku íslendinga hátíðlega minst. Þá reit Nestor íslenzkra fræðimanna á vorri tíð, dr. B. M. Ólsen, bók um kristnitökuna og tildrög hennar. Vex heiður krist- innar trúar hjá forfeðrum vorum stórum við þá greinagerð hins fróða manns. Þá flutti og prófessor Eiríkur Bríem fyrirlestur í Reykja- vik um áhrif kristindómsins á líf feðra vorra. Gerir það erindi skýra grein fyrir blessunarríkum áhrifum kristindómsins í þjóðlífi Islendinga (pr. í maí bl. V. L. þ. á.j.— Dr. Jón Bjarnason kunni öðrum fremur aS meta fornöld ís- lendinga. I aldamóta-erindi fSam. bls. 99, þ. á.) komst hann að þeirri niðurstöðu, að frá landnámi íslands til kristnitökunnar hafi timinn i heild sinni verið “kuldaleg, dimm og grimm nætrtíð,’’ — að langmestur hluti þjóðarinnar er þá ánauðugir þrælar, án allra mannréttinda,’’ — “að ófriðareldurinn logar allsstaðar, að víga- ferlin og hryðjuverkin eru eins og daglegt brauð, að landið alt flýtur í blóði, og aðal-trú manna er trú þeirra á sinn eigin mátt og megin.” — Um kristindóminn bætir hann þessu við: “Og vitanlega er það kristindómurinn, sem framleiddi hinar merkilegu forn ísl. bókmentir á 12. og 13. öldinni.” .... Að nákvæmlega sömu niðurstöðu kemst dr. Finnur Jónsson í Bókmentasögu sinni. Á kirkjuþingi Vestur-íslendinga var samþykt þingsályktun út af kristnitökunni fyrir 900 árum. Tillögumenn voru þrír prestar — fF. J. B., J. A. S. og O. V. G.) Tillagan, sem er all- langt mál og var lögð fyrir þing af sr. F J. Bergmann, ítrekar meðal annars, þá von, að þjóðkirkjan á íslandi og kirkjufólkið íslenzka í Vesturheimi megi ávalt haldast í hendur. Hér skal eink- um getið þeirrar niðurstöðu, “að alt hið bezta í fari þjóðar vorrar hafi fyrir guðlega náð endurfæðst og helgast af hinum blessunar- ríku áhrifum kristinnar trúar.” (Sam. 1900, bls. 94J. Úr skyldri en óvæntri átt kemur enn einn vitnisburður er hér skal getið. Norðmenn efndu til stórhátíðar 1897, á fæðingardag Ólafs helga, 29. júli, i Niðarósi, í minning þess, að Ólafur Tryggvason reisti þar bæ fyrir 900 árum. Höfðingi norrænna skálda, B. Björnson, hvatti þjóð sina til þátttöku í þeirri hátíð. Úr ávarpi hans til Norðmanna eru þessi orð tekin: “Hverjum, að undanteknum höfundi kristindómsins og hin- um fyrstu lærisveinum hans, myndum vér eiga að þakka norskan kristindóm, þjóðmenning þá, sem vér höfum eignast, löghlýðnina og íþróttina, sem kristindómurinn hefir hjá oss getið, eins og Ólafi helga?”'— Tel eg hér nokkurar ástæður færðar fyrir því: 1. Að goðatrúin er austræn eins og kristindómurinn. 2. Að ýmsir meðal íslenzkra landnámsmanna voru kristnir og aðrir fallnir frá heiðni, er komin var þá að hruni, og 3. Að kristindómurinn hafi ekki reynst íslendingum mar- tröð, er drepið hefir þrek og þjóðlegan þroska. Eg er ekki viss um, að ýmsir þeirra er horfa á forna heiðni sem Mekka mannsandans, hafi gert sér glögga hugmynd um heið- indómslífið eins og það var í raun og veru til forna. Heiðingja postulinn mikli, Páll frá Tarsus, er vafalaust hafði náin kynni af hugarfari og lifi heiðinna manna, lýsir ávöxtum þess þannig: “Þeir hafa umhverft sannleika Guðs í lýgi, og göfgað og dýrkað skepnuna í stað skaparans, — brunnið í losta sínum,-------fyltir alls konar rangsleitni, vonzku, ágirnd, ilsku, fullir öfundar, manndrápa, deilu, sviksemi, illmensku; rógberar bakmálugir, guðshatarar, smánarar, hrokafullir, gortarar, hrekk- vísir, foreldrum óhlýðnir, óskynsamir, óáreiðanlegir, kærulausir, miskunnarlausir.”— Örðugt er að átta sig á hörmulegri lifsmynd en Páll hefir hér gefið, með ávexti menningarlífsins heiðna hjá sjálfum Grikkj- um og Rómverjum fyrir augum. Heiðni heimurinn var óneitanlega þungt haldinn af illum anda, engu síður en dóttir kanversku konunnar. Ekki skorti hcld- ur trúarbragða ofstækið hjá heiðingjunum. Fyrir vanþóknun þeirra, er með völdin fóru, dóu saklausir menn unnvörpum, hræði- legum píslardauðdögum. Fyrir smá brot eða grunsemi eina voru menn þá kvaldir til dauðs. Lýðnum var skemt með því, að varpa ákærðum mönnum fyrir hungruð ljón. Með höfðingjum var einn þáttur risnu þeirra, að hella biki yfir sakborning og kveikja í. Kom það í stað flugelda nútímans. Frændvíg voru tíð. Menn vógu börn sín, bræður, mæður og niaka. Mælt er, að af lýð borganna hafi 4 af 5 verið ánauðugir menn, er kristindómur- inn hóf göngu sína. Til voru svæði utan borga, þar sem þeim börnum heiðingja, er þeir báru út, var ætlað að deyja úr hungri eða harmi. Var slíkt athæfi eitt viðfangsefni frumkristninnar. Tóku kristnir menn þá upp þann sið, að setja við húsdyr sínar körfur með áletrunum um, að þær væru ætlaðar slíkum börnum. Er þar fyrsti vísir barnaheimila kristinnar kirkju. Áreiðanlega er hér einhver munur á kristindómi og heiðin- dómi.' En sízt er það furða, þótt kristninni hafi reynst örðugt og sein unnið verk, að útrýma öllum þeim óskapa arfi frá heiðnum heimi. En hvað er um heiðindóm Norðurlanda, einkum íslands? Oflangt mál yrði það hér að rekja öll dæmi sagna vorra í því efni. Læt eg fá orð nægja um þá hlið málsins. Háttum heiðinna feðra vorra, þótt hraustir drengir væri, kipti mjög í kyn til þess, sem þegar er vikið að. Dráp gamalmenna var tíðkað. Eiijhver ætternisstapi, var þeirra Betel. Útburð barna létu jafnvel höfðingjar sér sæma. Mannfórna til heiðinna goða er marg getið. Fórnuðu menn jafnvel börnum sínum. Réttleysi kvenna í heiðnuin sið er alkunnugt. Frjálsborna menn og konur hneptu þeir í þrældóm. VíkingalífiS var atvinna hinna efnilegu og fræknu. Að senda ung kappaefni út í heim þeirra erinda var að menta þau. Var þá einatt rænt því er hönd á festi, bæir og þorp lögð í eyði, mannfólk strádrepið og konur herteknar. Ekki hlífðu vikingar kirkjum eða klaustrum, og sízt var að sökum að spyrja, ef um févon eða frægð var að tefla. Vísa eg þeim, er orð mín kynnu að efa, til sagna vorra og rita hinns sagnfróSa manns síðari ára, Jóns J. Aðils. Eða hafa þeir, er líta hýru auga til heiðninnar, lesið fornald- arsögurnar ? Þar má finna sumar af hinum hræðilegustu myndum heiðin- dómsins. Þar kemur sú frásaga fyrir, að heiðin móðir fargar sonum sínum, steikir hold þeirra og gefur föðurnum að eta. Verði sú vörn flutt í því efni, að hér sé fremur um æfintýri en sannsögulegan atburð að ræða, er mér víst heimilt að minna á það, að sú kenning er flutt opinberlega vor á meðal, að æfintýri og skáldsögur hafi eiginlega æðra gildi en sannsögulegar frásagnir. Fléstum mun ljóst, hve örðugt er að gera grein fyrir stofnun, stefnu og starfi kristindómsins og kristinnar kirkju, í erindi, er á sama tíma fjallar um hin andvígu öfl trúarlífsins. En umtalsefni mitt krefst þess, að eg sýni þó einhverja viðleitni í því efni. í niðurlagi þeirrar æfisögu Jesú, sem kend er við Matteus, getur þess, að Jesús skilur við lærisveina sína. Hann gerir sið- ustu ráðstafanir um áframhald þess erindis, er hann átti í heim mannanna. Hann, sem hvorki átti gull né silfur, gerir sína erfða- skrá á þessa íeið: “Alt er mér gefið á himni og jörðu. Farið og kristnið allar þjóðir, skirið þá til nafns föðurins og sonarins og hins heilaga anda, og kennið þeim að halda alt það, sem eg hefi boðiö yður. Og sjá, eg er með yður alla daga alt til enda veraldarinnar.” Þessi er ráðstöfun Jesú. Þetta er hans vilji. Hér er umboð kristinna manna. Hér er stefnuskrá kristindómsins. Hér er verkefni kirkjunnar, sem kennir sig við Krist. Heiðindómnum, og öllu, er stefnir í áttina til heiðni, er hér ekki ætluð rúm. Fylgj- endur Jesú eiga að kristna allar þjóðir, þeir eiga að skíra alla menn sem börn og lærisveina föður, sonar og heilags anda. öll Jesú boð, allan hans vilja eiga allir menn að nema. Jesú vill að kristindómurinn verði heims-trú. Hann átti að sameina alla,—allar þjóðir, alla menn. Hinn guðdómlegi kær- leiki Jesú átti að gagntaka andá allrar tilbeiðslu. Líf hans átti að helga mannlífið. Trúarstefna hans að blessa skoðun mannkyns- ins. Og hann gaf sitt loforð um, að skiljast aldrei við þetta starf og þessa stefnu. En um leið og kirkjan var almenn, allra þjóða, allra manna, átti hún að vera ein,—ein skím, ein trú, einn Guð, ein hjörð og einn hirðir. Til þessa hafði hann vald,—alt vald á himni og jörðu. Þetta var hans köllun, og auk valdsins brast hann hvorki hugsjón né kærleika til að framkvæma og fórna. Hér er þá hámark þess, sem höfundur kristindómsins vill. Um þetta voru lærisveinar hans samhuga. Um þetta snérist starf þeirra og tilbeiðsla. Þetta var auður postulakirkjunnar. Af þessari rót óx frumkristnin. Héðan stafar líf hennar, lífsstarf og lífssigur. Með Jesú orði, Jesú anda og Jesú sjálfum, er líf henn- ar fólgið. Án hans deyr kristnin. Með honum og fyrir hann lif- ir hún og sigrar. — Þessu trúðu postularnir og frumkristnin. í þeirri trú lifðu og liðu blótvitni kristindómsins. Þetta gaf feðr- um vorum og mæðrum grundvöll guðhræðslunnar. Og þaðan óx Hallgrími og meistara Jóni ódauðleg andagift. Á þennan einingaranda og alheims-erindi kristinna trúar- bragða komu forfeður vorir auga, þegar i sambandi við kristni- tökuna. Þeim var Ijós sú hætta, að skifting trúarbragðanna myndi reynast íslendingum ófriðar-uppspretta. Ef trú landsmanna var tvískift, þá yrði friönum tvískift. Þjóðarheillin var í þeirra aug- um komin undir einni þjóðtrú og einum landslögum. Því dæmd- ist þeim rétt að vera, að allir íslendingar skyldu vera kristnir menn, og trúa á guð föður, son og anda heilagan. Framsögumað- ur þessa máls, var sem kunnugt er og þegar mun sagt, einn í hóp heiðinna manna, goðorðsmaður og oddviti þjóðar sinnar. Óneitan- lega hefir þessi leiðtogi, og þjóðin með honum, komið auga á alvarlega galla hjá goðatrúnni, og um leið séð einhverja yfirburði kristindómsins, er, því miður, dyljast sumum nútíðarmönnum is- lenzkum. Athugavert er einnig, að ummæli Þorgeirs um ófriðarhætt- una, við tvískifting trúarbragðanna með þjóð vorri, hafa nú við all-eftirminnilega reynslu sjálfra vor að styðjast. Leggur það aukna áherzlu á framsýni og réttdæmi feðranna, er hér áttu hlut að máli og ítrekar það gildi, er atburðurinn og ummælin frá al- þingi 1000 hafa fyrir umhugsunarefni mitt. . Þá er sá vitnisburður einhvers virði, jafn títt og nú gerist að vitna í sagnir, niðurstöður þekkingarinnar og fýlgi fjöldans, að þessi fornu lög þjóðar vorrar, um kristindóminn, sem þjóðartrú Islendinga, hefir aldrei fallið úr gildi, en ávalt verið hið ráðandi afl í andlegu lífi þeirra. CJg enn er kristindómurinn lögskipuð trú fyrir land vort og þjóð. Stjórnarskrá íslands ákveður (\ 45 gr.J : “Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á íslandi, og skal hið opinbera að því leyti styðja hana og vernda.” En hver eru aðal einkenni siðbótarinnar, sem er þjóðkirkja íslands og vér einnig teljumst til? , í öndverðu varð sú kirkja eða kritindómsstefna til, sem mót- mæli trúaðra lærisveina gegn heiðindómi páfa og kirkjuhöfðingja, er afvegaleiddu alþýðu manna. Einkunnarorð þeirrar stefnu og starfsemi voru: til postula-kirkjunnar, til Krists. Hún fæddist í háskóla, var alin upp af lærdómsmönnum sinnar tíðar, í andrúms- lofti andlegra hugsjóna og auðmjúkrar trúar. Guðs orð var henn- ar stefnuskrá; frumkristnin hennar fyrirmynd. Sögu hennar svipar til sögu leiðtogans Lúters, bardagamannsins bezta eftir daga Páls. Carlyle nefnir hann hinn kristnaða Óðinn með hug- rekki Þórs. Lúter átti þrumuhamar sannleikans. Trú hans skelfdist ekki Leó páfa, Karl keisara, né Hinrik konung. Hann leysti hið f jötraða orð frelsarans og leiddi það til öndvegis i kirkj- unni. Þó var um enga bókar dýrkun að ræða. Biblian varð oss aldrei kenslubók veraldlegra fræða. En hún kendi oss hin æðstu fræði eilífðarmálanna,—vísind- in mestu—að lifa og deyja sem lærisveinn Jesú Krists. Sú kristni er líf, frernur en fræðakerfi. Hún leggur áherzlu á trú og verk. Hún gerir hvorugt að olnbogabarni. En andi kristindómsins er ávalt helgari og hærri, en kenning og líf kristinna manna. Trúin er öllum trúarjátningum æðri. Játning kirkju vorrar er bygð á Guðs orði. Það orð er henni hæstiréttur. Kristur hefir úrskurð- arvald andlegra mála. Hann er lærifaðir, leiðtogi og lausnari. Lútersk kristni dregur sig ekki á tálar, með því að gera lítið úr synd mannanna, en hún gerir meira úr náð Guðs og frelsi Guðs barna í Kristi. í þeirri kristni er söfnuðurinn heilagt prestafélag, en sjálfur er Kristur æðstipresturinn. Frelsarinn og frelsinginn eru vinir, bræður, samarfar. Orðið er Guðs orð. Kirkjan er frá Kristi. Játning lúterskrar kristni verður aldrei lögmál. Verði eitt- hvað lögmáí, hættir það að vera játning. Siðabótaöldin gat af sér andlegt og þjóðlegt frelsi, og upp- fræðing almennings. Á þeim grundvelli stendur siðabótar kirkj- an. Hún er enn kirkja skólanna, hlynt kristilegri mentun. Hún hlúir að viti og þekking, en tilbiður þó hvorugt. Ekki eltir hún hverja mannlega nýung. Fremur kýs hún ikirkjurnar fyltar heil- ögum anda, en af kenningarvindi kænna manna. Hún vill sýna fortíð og framtið trúmensku. En málefni samtíðarinnar telur hún sér næst, og snýr sér hiklaust að úrlausn þeirra án mann- greinarálits. Ekki gengur hún á mála hjá mannlegri þekking, né því öðru, er kemur í bága við grundvöll hennar—Guðs orð. Hún varð til í baráttu við villulærdóma voldugra manna. Og dygg Drotni, dygg sannleikanum, dygg samtíð sinni, þorir hún enn að vera í minni hluta, þola andmæli og álas, ef trúmenskan krefst þess. Fylgi meiri hluta mannanna telur hún ekki aðal atriði. Guð og hans vilji er henni alt. Ef orð guðlegrar opinberunar er and- stætt kenning eða stefnu, er lúterskur kristindómur þar einnig andstæður. Hið mannlega er mælt á mælikvarða Jesú orða og eft- irdæmis. Hvað sem henni er borið á brýn, af þeim sem kunna að vera andlega húsviltir, er þetta andi og stefna kristindómsins og kirkjUj vorrar. — Hún er Ijvorki skuggi hins hverfandi hugarflugs nútimans, né steingerfingur hins umliðna og úrelta. Umboð henn- ar er hvorki frá yfirvöldum né alþýðu. Jesús Kristur er hennar Drottinn. Henni er annara um líf lærisveinanna, en deilur leið- toga. Hún er friðsöm, en þó hugrökk. Klettur aldanna er henn- ar Gibraltar,—hennar frægð og hennar styrkur. Sem kristindóms stefna hefir hún reynt að eignast hjarta kristindómsins, eins og hann er í Kristi. Eins og góð móðir, gefur hún börnum sínum hjarta sitt. Hennar móðurarfur er: hjörtu er elska, hugskot er þekkja og hendur er starfa. — En hún er ekki í tölu þeirra, er hafa allar vörur sinar í auglýsinga glugga. Eins og lögmál lifsins og leit mannsandans, er hún engin nýung, en býst þó við hærra aldri. Henni er ráðstafað frá eilífð og varir til heimsenda. Fyrir þvi erij Jesú orð. Á það bendir saga hennar og sigur ótvírætt. Meðan Jesús er sannleikurinn og meðan kirkjan á þann sannleika, blygðast hún sín ekki fyrir aldur sinn né örvæntir þess sigurs, er varir um aldur og æfi. —Glamuryrði vor mannanna gegn kristindómi og kirkju, eru sem rykið á þjóðveginum. En það er ekki sjálfur vegurinn, er hjálpar oss heimleiðis —* og heim. Einn af landnámsmönnum íslands var norrænn konungsson, heitinn Geirmundur og auknefndur heljarskinn. Geirmundur hrökk fyrir ofríki Haralds konungs til íslands. Bjó hann til elli þar sem hét á Geirmundarstöðum. En svo segir Sturlunga saga, að “sá var einn hvammr í landi Geirmundar, at hann kvaðst vildi kjósa burt úr landinu, ef hann mætti ráða, ok mest fyrir þvi, at sá er einn staðr i hvamminum, at ávalt er ek lít þangat, þá skrámir ljós í augum mér, er mér verðr ekki at'skapi, ok þat ljós er ávalt yfir reynilundi þeim, er þar er vaxinn einn saman undir brekk- unni. Ok þat fylgdi, ef nokkut sinn varð búfé hans statt í hvamminum, þá lét hann ei nytja þat þann dag.”— Bætir sagan því við, að nótt eina gengur búsmali Geirmund- ar í hvamminn. Er smalamaður reis og varð þess áskynja, óttað- ist hann heljarskinnið húsbónda sinn. Reif hann sér vönd úr reynirunninum og keyrir féð heimleiðis. En Geirmundur var þeg- ar á fótum, þekti hvaðan reynivöndur sá var, hleypur á smala- mann og ber. Lét hann brenna reynivöndinn, reka búsmala til haga og mjalta ekki. En í hvammi þeim, þar sem reyniviðurinn óx, “stendur nú kirkjan at Skarði,” segir Sturlunga. I hinu andlega landnámi íslendinga ber enn á arfþegum Geir- mundar, er svipað fer sem honum, verði kristindómurinn á vegi þeirra. Hann er þeim hvammurinn, er þeir kysu úr landeign sinni, “úr landinu,” mætti þeir ráða, því þaðan skrámir þeim ljós í augu, sem þeim er berlega sízt að skapi. Búsmali slíkra má ekki koma í námunda við þann hvamm. Málnytin ónýtist. Smalinn verður fyrir meiðslum og hrakningi, og reyniviðinn verður að brenna. En þegar styrjaldar saga þjóðar vorrar er loks öll, mun hún enda sem þessi þáttur: Þar stendur nú kirkjan að Skarði.—• Bernskuminningar. (iNiðurlag) Það var aðeins einn höfðingi til í mínum augum á þeim árum, og það var Ólafur Stephensen í Við- ey. Hann átti einn alla Viðey, veg- legasta höfuðbólið á öllu landinu, og alt, sem á eyjunni var, dautt og lifandi. Hann var þar að auki lang besti maðurinn, sem til var á jörð- inni; hann lét mig borða tómt smér, ef hann hafði ekki annað hentugra, er hann var að borða; og hann lét mig ríða fyrir aftan sig á Heima- grána eða Glóa, á hverjum degi út um alla eyju um sláttinn; og það var sú mesta sæla, sem eg þá gat hugsað mér, enda þótt eg gengi mikið af sumrinu með opið stór- eflis fleiður á neðri endanum und- an hnakkreiðanum. — Það dugði ekki að setja alt fyrir sig. — Og síðast, en ekki síst, hann hafði oft- ar en einu sinni bjargað mér frá refsingu, sem ráðgerðar höfðu verið; einkum þó einu sinni, sem eg sérstaklega mundi eftir. Þá skellihló eg upp úr miðjum lestr- inum á sunnudegi. — Rósi vinnu- maður freistaði mín. — Þetta var auðvitað óhæfa; eg fann það sjálf- ur. Og að lestrinum loknum voru allir þeir siðavöndustu á eitt mál sáttir, að það yrði að hýða strák- inn, svo hann ræki minni til. Þetta var hæstaréttardómur, er ekki varð áfrýjað. En — óhýddur slapp eg samt frá þessu máli. Því þegar átti að fara að framkvæma dóminn, þá kom Ólafur sál. Stephensen, þreif mig í loft upp, brá mér undir handkrika sinn og fór með mig af þessu hræði- lega dómþingi, og sagði um leið: “Þú verður ekki hýddur í þetta sinn, nafni minn!” Nei! Það var í mínum augum á þeim árum engin höfðingi til nema “nafni minn” eins Og við köllUðum hvor annan, og enginn slíkur gæða- maður sem hann. Og fyrir þessum skoðunum mtnum “prókúreraði” eg eins og hetja oft og tíðum uppi i piltalofti, þegar piltarnir voru að stríða mér með þvi að þykjast vera að hnjáta í hann; þó eg væri stutt- ur í loftinu á þeim árum, þá reyndi eg samt að brúka munninn, ef mér fanst að halla ætti á húsbóndann. Eftir þennan útúrdúr vík eg nú að Tómási Jakobssyni aftur. Það var eitt vor, er eg var kornungur, að fara átti í kaupstaðarferðina fram í Reykjavík; allir piltarnir áttu að fara á Viðeying, og þar á meðal Tómás. Það var búið að setja á flot, skipið flaut við kamp- inn; en faðir minn var ekki kominn niður eftir; hann var formaður, og húsbóndinn var að tala við hann og leggja fyrir hann einhverjar lífs- reglur. Eg man, að húsbóndinn sat á trébekk sunnan undir forstofu- glugganum, og segir við föður minn að skilnaði: “Og svo ætla eg nú, Ólafur minn, að biðja þig fyr- ir tjörukaggann inn eftir í kvöld.” Faðir minn játaði því, kvaddi og fór svo leið sína. Svo leið nú dag- urinn. Um kvöldið kom skipið inn eftir aftur og lenti í Heimavörinni, og eg var kominn út á “Stofuhol’ i þeim erindum að fara niður að sjó, heilsa piltunum og sjá varninginn. Þá sé eg að fjórir menn koma upp stíginn heim að stofunni og bera mann á milli sín, voru tveir undir fótahlutanum og aðrir tveir undir höfðahlutanum. Mér kemur þegar í hug ,að þetta sé dauður maður. Þýt eg eins og snæljós inn í stofu •— íbúðarhúsið var altaf kall- að stofa” — og fram í skrifkamers til húsbóndans. Hann sat þar við púltið sitt og sneri baki að glugg- anum. Mér var ósköp niðri fyrir og segi: “Þeir eru komnir framan að og þeir korna með dauðan mann.” Ólafur sál. leit ofboð hægt út í gluggann og segir síðan einstaklega hóglátlega: “Það er ekkert að hræðast, nafni minn! Það er bara tjörukagginn.” Nú þótti mér málið taka að vandast; ekki var tjöru- kaggin í skóskemmunni neitt likur þessu; þetta þurfti að rannsakast betur. Eg eins og kólfi væri skotið út aftur; en þá eru mennirnir með tjörukaggann að koma inn í for- stofuna, og tjörukagginn er Tómas Jakobsson, steinsofandi og meðvit- undarlaus. Svo báru þeir hann upp á Ioft, og létu hann í rúmið hans fyrir gafli i “Piltaloftinu.” Svo fóru þeir ofan og niður að sjó aftur og tóku að bera heim vörurnar. En eg sat eftir hjá Tómási fullur af undrun og skilningsleysi á þessu dularfulla fyrirbrigði, hvernig hann Tómás Jakobsson hefði orðið að þessum undarlega tjörukagga, hvort hann yfir höfuð mundi vakna aftur og verða aftur almennilegur maður. Eg vissi ekkert hvað eg átti að hugsa; helst datt mér í hug, að hann hefði orðið fyrir álögum; um þess háttar hafði eg heyrt hjá fólk- inu sögur í rökkrunum; það var að mér fanst ekki meira fyrir hann Tómás að verða fyrir álögum; heldur en konungasynina og kon- ungadæturnar í .sögunum hennar Rebekku gömlu; það var gömul kona á heimilinu, sem var óþrjót- andi sögubrunnur. En — þegar eg fór svo að tala utan að því við piltana, Simba Páls, Rósa, Gísla brauðhníf og Jón blánef, þá urðu þeir bráðillir og skipuðu mér að þegja og vera ekki að skifta mér að því, sem mér kæmi ekki við; “þetta gæti fyrir alla komið.” Réttan skilning á öllu þessu fékk eg ekki fyri en upp úr veislunni í Álftanesi. En af Tómási gamla Jakobssyni er það að segja, að hann komst úr álögunum í þetta sinn og lifði nokk- ur ár eftir þetta. En æfilok hans voru þau, að hann fékk lungna- bólgu og dó úr henni á fjórða degi. Þá voru foreldrar mínir fyrir skömmu komnir á land, og eg var þá í landi hjá þeim, en annars að jafnaði úti í Viðey.— Eg man eftir í þetta sinn, að fað- ir minn vaknar einn morgun, varp- ar öndinni og segir þegar: “Nú er Tómás Jakobsson dauður; þeir koma í dag að sækja mig til að smíða utan um hann.” Það var ekkert farið að fréttast, að Tómás væri veikur. Um hádegisbilið koma menn á land úr Viðey með þá fregn að Tómás væri dauður, og að hús- bóndinn beiddi föður minn að koma út í eyju og smíða utan um hann og hjálpa til að koma honum í jörð- ina; og þau boð fylgdu með, að eg ætti að koma líka. Mér auðnaðist þannig að standa yfir moldum Tómásar gamla. Hann var jarðaður í Viðey fyrir vestan miðja kirkju. Rétt þar hjá, ofboðlítið norðar og nær kirkju þó, var gröf madömu Þórdísar, ekkju séra Guðna Guð- mundssonar á Ólafsvöllum, föður- systur frú Sigríðar Þórðardóttur Stephensen. Líklega sést enginn urmull af leiðum þeifta nú orðið. Sagan af draugnum og gullhúsinu konungsins. Á bernskuárum mínum voru margir vinnumenn í Viðey, og flest- ir ungir; voru sumir þeirra gaman- samir galgopar, eins og gengur, og allir voru þeir góðir mér, sumir af- bragðsgóðir. En — gaman höfðu þeir af að stríða mér með köflnm; sérstaklega voru tveir, sem höfðu ánægju að af gera mig illan. Og þegar þeir vildu sérstaklega hleypa mér upp i ofsa, þá komu þeir ein- lægt með söguna af draugnum og gullhúsinu kóngsins. Ólafur sál. Stephensen mun hafa munnófríkkað með aldrinum, er hann misti framtennur. Það er vist alveg satt, og var eðHlegt. — Eg fann þetta ekki á bemskuárum minum; mér þótti hann allur jafn- fallegur. Sérstaklega er mér minn- isstætt, hve hendur hans voru fagr- ar; fegri manshendur hefi eg ekki séð um æfina, eg man þær vel. Mér fanst þvi óþolandi last um húsbónd- ann, ef piltarnir fóru að tala um, að hann væri orðinn munnófríður. En orsökina til þessa sögðu þeir sögu þá, er nú skal greina; og eg var þá það barn, að eg tók hana alvarlega. Á framanverðri hinni öldinni var kaupmaður í Reykjavík, sem hét Gísli Simonsen. Hann var gleði- maður mikill, og sagði margar lygasögur. Einu sinni, er hann kom utan lands frá eftir vetrardvöl í Höfn, sagði hann mönnum þá sögu, að um veturinn hefðu 4 eða 5 náms- menn í Höfn, allir synir helstu em- bættismanna hér á landi, tekið fyrir að vekja upp draug og sent hann til að sækja peninga i gullhúsið konungsins. En þetta hefði alt kom- ist upp og svo hefði átt að háls- höggva piltana. En — þá kvaðst Gísli hafa skor- ist í málið og beðið drengjunum vægðar. Hefði þá konungur tekið það ráð, að senda feðrum piltanna hvita skyrtu með rauðum kraga. Áttu feðurnir að fylla skyrturnar með peningum; annars yrðu koll- arnar teknir af strákunum. Sektin átti að hafa verið goldin; nokkuð var það, að piTtarnir héldu allir lífi og urðu mestu merkis- og sóma- menn. I þessari mynd er sagan hundrað ára gömul þjóðsaga eða þar um bil. Einn af þessum piltum átti Ólafur Stephensen að hafa verið, sonur Magnúsar gamla Stephensen kon- ferensráðs. Svo prjónuðu gárungarnir í Við- ey neðan við söguna á fullorðinsár- um Ólafs sál. Stephensen, og var það á þesas leið : Piltunum átti að hafa gengið mæta vel, að vekja upp drauginn, því að þeir voru orðnir svo dæma- laust lærðir. En — til að taka á móti draugnum, er hann kom úr jörðu, var enginn fær, nema Ólaf- ur, sakir hreysti hans og karl- mensku; mjög hefði hann að vísu komist í harða raun; en — komið þó draugnum undir. En af þessum bardaga og viðureign við drauginn væri það nú komið, að banti á gamalsaldri væri orðinn svo munn- ófríður. Það var nú ekki að furða, þótt mér í minni barnslegu van- þekkingu væri illa við þessa sögu, og eg vissi ekki, hvað eg ætti að halda, þvi að mér er ekki grunlaust um, á fullorðinsárum, að i Vióey hafi verið einstaka maður, sem í einfeldni lagði trúnað á þessa endi- leysu og vitleysu. Eg ber ean i dag margar og góðar menjar þess, að eg var bor- inn og barnfæddur í Viðey og ólst þar upp fyrsta æfikaflann á heimili þessara góðu hjóna. Það er ekkert tiltökumál, þó mér einlægt hlýni um hjartaræturnar, er eg horfi héðan úr bænum eða úr nágrenninu inn yfir Viðeyjarsund. ólafur ólafsson. —Lesb. Mbl. Heimsókn. Föstudagskvöldið 22. júlí gerðu flestallir bygðarmenn Þingvalla- nýlendu, heimreið að húsi okkar hjóna, tóku öll ráð í sínar hendur og fyltu öll borð með kaffi og alls lags kræsingum, í tilefni af því, að Við hjón vorum að yfirgefa okkar kæru bygð fyrir lengri eða skemri tíma. Séra Jónas A. Sig- urðsson setti samkomuna með vel völdum orðum, lýsti alla velkomna og kallaði svo fram þá, sem tala vildu. Þéir sem töluðu voru Mr. Guðgeir Eggertsson, Mr. Jón Árnason, Mrs. Guðbjörg Suðfjörð, Mr. Einar Sigurðsson og svo báð- ir prestarnir, séra Jónas A. Sig- urðsson og séra Valdimar Ey- lands, sem á þessum tíma var staddur í ChurchbVidge. öllu þeasu fólki sagðist mjög vel, er lýsti hlýleik og vinarþeli til okk- ar hjóna, fyrir alla samvinnu og samveru. Þótt eg ,voni að valdi engum miskilningi, að við hjón viljum reyna að gjalda þeim vin- um okkar í sömu mynt: G. Egg- ertssyni og J. Árnasyni fyrir það óverðskuldaða lof í okkar garð, sem bezt sýnirþeirra innri mann, því ef það hefði nokkuð verið, sem við hefðum sýnt þeim kæru fjöl- skyldum gott, þá var það aldréi nema marg verðskuldað af þeim. fjölskyldum. Árna Jónssyni í Háabæ kyntist eg fyrst sem 18 ára drengur á íslandi, reri hjá þeim mæta manni. Bróðurkær- leiki þess fólks stafar ekki allur af því, þótt E. J. bróðir minn sé tengdur því, það er ekki aðal at- riðið, heldur sú einlæga trygð, sem meðfædd er fjölskyldunni og engum gat dulist sem sá, hvern’ig þau börn fóru með gamla móður sína, á æfikvöldinu síðasta hjá þeim, því hjá hverju þeirra þriggja barna sinna sem hún var, þar var hún sem heiðursgestur og friðarengill á heimilinu til síðustu stundar. — 'Svo voru okkur færð- ar stórgjafir, mér verðmæt leður- taska með fangamarki mínu á, og Ólafíu konu minni peningaupp- hæð. — Heimsóknina, allar ræð- urnar og vinagjafirnar þökkum við hjón öllum þeim, sem heiðr- uðu okkur með nærveru sinni og gjöfum. Biðjum við hjón af hrærðu hjarta þann, sem ekki , lætur vatnsdrykk ólaunaðan að borga því á hentugasta tíma. Björn Jónsson. ólafía Stefánsdóttir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.