Lögberg


Lögberg - 22.09.1927, Qupperneq 2

Lögberg - 22.09.1927, Qupperneq 2
Els. 2 LöGtítíflG, FIMTUDAGINN 22. SEPTEMBER 1927.’ Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga jgpSE5HSc!S2SaSSSa5H5H5c!5?SS5HSH52SH5a5H5HSH5B5HSBSH5a5H5E5aSH525H5Z5í5Z5H5E5HSH5H5H5HSaSESHSESaSH5HSH5ESHSE5H5H5ia5H5a5a5aSHSHSH5Z5HSHSH5HSH5H5?SH5HSHSHSHSa5Z5a5'a5HS?5i T a a 3 3 3 a sasasasas?^ 'rLSt'jdsasHSHsasasasasasasasHsasasasasasasasasasasasasasasasasasasa' sasasasasasasasasasasasasasasHSHSHsasasasasasasHsasasasasasHsasasasasasasasasasasasasasasasas. VESTIÐ MED GLERTÖLUNUM. Einn góðan veðurdag í októbermánuði, vakn- aði eg snemma morguns og flýtti mér á fætur. Eg vissi, að það var afmælisdagurinn minn og að eg var þá tólf vetra. Móðir mín var vön að halda afmælisdaga mína svo hátíðlega, sem hún bezt gat. Eg lauk hægt upp hurðinni og gekk fram í ytri stofuna. Þar sá eg hið föla og blíða andlit móður minnar; hún sat við borð, sem breiddur var á hvítur dúkur, og skreytt með blómhring utan um stórt kryddbrauð, er stóð á miðju borðinu. Tvisvar á ári var krydd- brauð haft á borðum í húsum foreldra minna, sem sé á jólum og afmælisdegi mínum. Móðir mín gekk til mín, tók mig I fang sér, beiddi Guð fvrir mér með tárin í augunum, setti mig á sóf- ann, og gaf mér fullan kaffibolla og væna kryddbrauðssneið. Því næst rétti hún að mér böggul, sem eg var ekki lengi að opna, og með óvenjulegum fögnuði fann eg í honum heiðblátt vesti með glertöluhnöppum, eins og mig í heilt ár hafði langað til að eignast. Eg hafði séð tvo bræður í skólanum vera í slíkum vestum, og daglega beðið móður mína að gefa mér samskonar vesti. Skólatíðin nálgaðist, og eg flýtti mér af stað, skrýddur mínu nýja vesti og með stórt krvddbrauð undir hendinni, sem móðir mín hafði gefið mér handa skólabræðrum mínum. ^ Þegar eg kom út, hnepti eg treyjunni frá mér, svo öllum gæfist kostur á að dást að vest- inu mínu með glerhnöppunum. Mér þóttu þó of fáir verða til þess að skoða það og dást að því, og þess vegna gekk eg inn í matmangarabúðina rétt hjá húsi okkar. Eg var þar gagnkunnugur, því að móðir mín sendi mig oft þangað til að kaupa það, sem hún þurfti við til heimilisins. Þegar eg kom þar inn, var búðarnilturinn að láta austursjóarsíld niður í k\rartil. “Þú munt ætla að fá átta lóð af smjöri, eins og vant er,” sagði hann, því móðir mín var ekki vön að kahpa meira í einu. “Eg kem ekki í dag til að verzla,“ ’ sagði eg og var heldur hróðugur. “Hvað viltu þá hingað?” sagði hann. Eg vissí vel, hvaðfeg vildi, þótt eg vildi ekki segja það með berum orðum. Eg ætlaði sem sé að sýna vestið. Eg’fletti út treyjunni og rak fram brjóst- ið af öllum kröftum og svaraði: “Það sæti nú ekki vel á mér í dag að vera að kaupa mat. Þér munuð hafa hnept frakkanum yðar að yð- ur, til þess að káma ekki vestið?” “Hvað varðar þig, skólastrákurinn þinn! um vestið mitt og frakkann minn,” kallaði búð- arsveinninn og horfði á mig með hvarmrauðum augum. “Já,” svaraði eg, “eg ætlaði einungis að segja, að eg hefi fengið þetta spánýja vesti með 'glertöluhnöppunum í dag, sem er afmælisdag- urinn minn. ” “Hafir þú fengið nýtt vesti,” mælti hann, “þá skaltu fá hjá mér brjóstnál, sem hæfir vestinu,” og í sama vetfangi greip hann sfld og kastaði henni beint í mig. Það viidi svo heppilega til, að eg stökk til hliðar, og komst þannig hiá að fá fá þessa andstyggilegu brjóst- nál. Eg þaut út úr búðinni, og taldi það* sjálf- sagt, að hann hefði gert þetta af tómri öfund. Þegar eg því næst gekk yfir Clara kirkjugarð, sá eg höfuð hins gamla grafaþjóns standa upp úr gröf, sem hann var að taka. “Góðan dag, herra Svalbom!” sagði eg. “Góðan dag!” svaraði hann og leit ekki við mér. “Þykja yður fallegir glertöluhnapparnir í vestinu^mínu, herra Svalbom?” spurði eg, án þess að hafa lengri formála eð* útúrdúra. “Hvað segir þú, barn?” spurði grafarinn, og hélt verki sínu áfram. “Eg ætlaði einungis að spyrja yður, herra Svalbom,” svaraði eg, “hvernig yður lízt á spánýja vestið mitt, sem eg fékk í dag, á almæl-- isdaginn minn?” “Spvr þu þíssa hérna?” sagði grafarinn, og benti á hauskúpu af dauðum manni, sem hann kastaði upp úr gröfinni, svo húh valt að fótum mér. “Þessa hauskúpu, með því, sem til henn- ar heyrði, lét eg ofan í gröfina fyrir sjö árum. Sá, sem hana átti, var hinn mesti spjátrung- ur, og átti vissulega miklu fleiri vesti í klæða- skápnum sínum, en glertöluhnapparnir eru í vestinu þínu.” Eg virti hauskúpnna fyrir mér, án þess að verða hra>ddur; eg hafði oft áður leikið mér í kirkjugarðinum með jafnöldrum mínum, hlaup- ið innan um grafirnar, og svo oft séð bein dauðra manna, að mig hrylti ekki við þeim. Eg man ekki svo gjörla, hvað eg þá hugsaði um dauðann, hafi það* annars nokkuð verið. Lík- lega þótti mér það nauðsynlegt, að f jöldi manna væri jarðaður, til þess það yrði því rýmra á jörðunni um mig, foreldra mína og marga aðra, sem mér var vel við. í því bili sló stundaklukkan í Clara kirkju- turni. Eg hrökk við, því að eg sá, að eg kom fjórðungi stundar of seint í skólann. Eins og sending hljóp eg upp tröppurnar og inn í bekk minn. Þegar eg kom inn, varð alt hljótt og kyrt í bekknum, og allir horfðu á mig, en Guð- brandur skólameistari starði þó einna mest á mig, þar sem hann stóð í kenslustólnum og sagði: .“Umsjónarmaður! kom þú með spans- reyrinn. ” Mér félst þó eigi hugur, heldur gekk eg inn að kenslustólnum og sagði: “Skóla- meistri góður, í dag megið þér ekki berja mig.” “Hvað þá?” mælti hann og starði á mig. “Eg er í dag tólf vetra,” svaraði eg. Hann leit til mín, eins og hann efaðist um, að eg væri með öllum mjalla. Hann hafði aldr- ei heyrt, að afmælisdagur veitti slík réttindi. Þá sagði eg: “Móðir mín gaf mér þetta fallega vesti með glertöluhnöppunum, og þetta kryddbrauð handa skólabræðrum mínum.” SkólameLstarinn horfði lengi á mig; því næst leit hahn ofan í bókina, sem lá fyrir fram- an hann. “Seztu í sæti þitt,” muldraði hann loksins óvenjulega blíðlega. Eg flýtti n*ér í sæti mitt. “Eg skil ekki hvað það var, sem gaf mér djörfung til að segja það við skólameistarann, sem eg nýlega, sagði,” hvíslaði eg að Ekman, sessunaut mínum, sem með ástundun sinni og alúðlegu viðmóti hafði áunnið sér allra hylli. “Hvað heldur þú sjálfur um það?” spurði Ekman. “Það hafa líklega verið glertöluhnappam- ir í nýja vestinu mínu,” svaraði eg. “Nei, vinur minn,” svaraði Ekman; “sú sem gaf þér djörfung, var móðir þín, því Ælska hennar gægist út úr hverjum saum og hverjum þræði í fallega bláa vestinu þínu.” — Smás. P. P. FISKURINN 1 EIKINNI ÖG HJERINN I TJÖRNINNI. Það var einu sinni karl og kerling. Þau áttu heima í þorpi einu og hefðu geta'ð lifað góðu og ánægjulegu lífi, ef kerlingin hefði haft vit á að blaðra ekki um alla hluti, hvernig sem á stóð. En það var ekki því að fagna. Hún var aldrei ánægð fyr en allir í þorpinu voru búnir að fá að vita alt, sem bar við heima hjá henni, og alt sem karlinn sgði henni. Og ekki var það nóg. Hún þurfti æfinlega að ýkja um allan helming og bæta svo við ýmsu, sem aldrei hafði borið við. Karlinn varð því oft og tíðum fyrir miklum óþægindum fyrir málæðið úr kerling- unni. Einhverju sinni fór karlinn með hest sinn og kerra út í skóg til þess að höggva við. Þeg- ar hann kom að skóginum, fór hann ofan úr kerrunní og gekk með hestinum. Er hann hafði gengfið skamma stund, sökk hann með annan fótinn í aurbleytu. “Hvað ætli þetta sér?” hugsaði hann með sér. “Það er vissara fyrir mig að skvgnast eft- ir því. Hver veit nema gæfa mín sé hér fólgin.” Svo tók hann til að moka og moka í ósköp- um, og loks fann hann pott, barmafúllan af gulli og silfri. “Þarna hefir þá loksins hamingjan miskunn- að sig yfir mig,” sagði hann. “Bara að eg vissi nú, hvar eg ætti að gevma alt þetta bless- að gull! Heim má eg hreint ekki fara með það, því þá segir konan mín strax hverju manns- barni sem hún sér frá því, og þá getur farið illa fyrir mér.” Karlinn sat nú lengi hugsandi og horfði á fjársjóðinn. Svo kom honum alt í einu ráð í hug. Hann komaði moldinni aftur ofan í hol- una, breiddi mosa yfir og hélt heimleiðis. Þegar hann kom heim í þorpið, gekk hann á tor'gið og keypti sér einn fisk og einn héra; fór svo aftur út í skóg og lagði fiskinn upp í eina eikina, en hérann lét hann í silungsnet, sem lá í tjörainni. Svo flýtti hann sér heim. Þegar hann kom inn í kofann, sagði hahn: “'Æ, kona góð, þú getur víst ekki gizkað á, hve mikilli gæfu eg hefi orðið fyrir í dag. ’ ’ “Hvað er það, elskan mín? Hragðu míg ekki lengi á því; segðu mér það nú fljótt.” “Kei, þú þvaðrar frá því—þvaðrar frá því, heilin mín.” “ Eg! Nú ertu að gera að gamni þínu. Held- urðu að eg fari að segja nokkrum frá því? Nex. Svei því sem eg skal orða það. Eg skal meira að segja taka dýrðlingamyndina ofan af þilinu og kyssa hana til merkis um þagmælsku mína.” “ Jæja, eg held að eg verði þá- að treysta þér í þetta sinn. Eg fann bæði gull og silfur í skóginum; fullan pott, kelli mín! fullan pott!” “Því komstu ekki heim með pottinn, gæsk- an mín?” “Þú verður að fara með mér, góða mín, og hjálpa mér til þess að koma honum heim.” Svo fóru þau, karl og kerlíng, til þess að sækja pottinn með gullinu. A leiðinni sagði kari: “Nú er það komið upp úr kafinu, að fisk- arnir séu farair að lifa í skógunum, en hér- arnir aftur á móti í vötnunum. Já, margt ber nú við! Eg held að dómsdagur sé þá og þegar kominn.” “En að þú, heillin mín, skulir trúa allri vit- leysu, sem þú heyrir.” “ Vitleysu — hvað er það, sem þarna liggur uppi í eikinni, kona? Hvað er það? Það skyldi þó aldrei vera fiskur? Jú, fiskur er það. Trú- ir þú því nú, að þeir séu farair að hafast við í skógunum, eða því heldurðu að hann hafi ann- ars farið upp í þetta tré?” “ Ja, fiskur! Keyndar er það fiskur! Nei, nú gengur fyrst fram af mér! Kannske þetta sé þá satt, sem þér var sagt.” Karlinn góndi á fiskinn, eins og hann ætti bágt með að trúa augum sínum. “Stattu nú þaraa glápandi,” sagði kerling. “Sæktu heldur fiskinn, við getum haft hann til kvöldverðar.” “Heldurðu, að eg geti klifrað svona hátt?” sagði karlinn, en fór samt og sótti fiskinn. Svo héldu þa^i áfram. Þegar þau komu að tjörninni, tók bóndinn í tuamana á hestinum og staðnæmdist. Eu kerling hrópaði: “Hvð á þetta að þýða, mað- ur? Hvað ertu nú að gjöra? Við skulum nú halda áfram og sækja peningapottinn. ” “Mér sýnist eitthvað vera í netinu þama,” sagði hann. “Eg ætla snöggvast að gæta að, hvað það er.” Svo hljóp hann að netinu, laut ofan að því og kallaði síðan á kerlinguna. “Nei horfðu nú á. Eg veit ekki betur, en að þeta sé þéri, sem er orðinn fastur í netinu. Þetta er þá satt, þótt ótrúlegt sé.” “Jú, héri er það, heillin mín. Ekkert annað en héri. Ja, þvílíkt og annað eins! Að þetta skuli vera satt!” Karlinn starði nú stundarkorn á hérann, eins og honum væri ómögulegt að trúa, að þetta væri í raun og veru héri, en kerling æpti: Stendurðu ekki enn þá og ætlar hreint að g'lápa úr þér augun. Reyndu nú heldur að ná héranum, svo eg geti steikt hann handa okkur á sunnudaginn.M Karlinn tólc hérann og sw héldu þau áfram. Þegar þau komu þanngað, sem petturinn var, rifu þau mosann burt, tóku pottinn upp úr hol- unni og fóru heim með hann. Nú höfðu þau, karl og kerling, nóga pen- inga og gátu keypt alt, sem þau lnagaði til. Kerling var alveg í sjöunda himni yfir þessu mikla ríkidæmi, og hélt að það væri óþrjótandi. Hún hélt hverja veizluna annari dýrlegri og karlinn sá því ekki annað vænna, en að biðja hana að hafa ekki alveg svona mikið um sig, því það gæti ekki annað en endað með skelfingu. En kerling var nú ekki á því. “Þú hefir ekkert yfir mér að segja,” sagði hún, “eg á peningana eins og þú, því eg sótti þá með þér og við eigum bæði að njóta þeirra jafnt.” Þá leið og beið, og kerling hélt áfram upp- teknum hætti. Þá sagði karlinn einu sinni: “Nú ræður þú hvað þú gjörir, en hjá mér fær þú ekki einn eyrir framar.” Þá varð kerling öskureið. “Nú, ætlar þú að hafa það svona,” sagði hún. “Þú ætlar að eiga gullið einsamann. Nei, nei! Það verður nú ekkert f því. Fái eg ekki að njóta þess með þér, skaltu ekkert af því hafa heldur, það skal eg sjá um.” Karlinn reyndi að sefa hana, én það kom fyrir ekki; hún fór beint til dómarans til að kæra karlinn sinn. “Hingað er eg komin og fleygi mér að fót- um þínum, herra minn og dómari!” sagði hún. “Kg vonast eftir náð þinni og hjálp í raunum mínum. Maðurinn minn, þessi endemis aula- bárður, er alveg umsnúinn, síðan hann fann fjársjóðinn góða; hann gjörir aldrei handar- vik framar, en drekkur út hverja krónuna á fætur annari. Það er því innileg bón mín til þín, mildi herra, að þú takir af honum alla pen- ingana, því þeir eru ekki til annars?ien að gjöra okkur lífið óbærilegt.” Þetta lét dómarinn ekki segja sér tvisvar. Gullið gat hann ósköp vel notað og var fús á að hjálpa karlinum til að losna við það. Hann sendi því skrifra sinn til gamla bónd- ans í þorpinu og skipaði honum að láta af hendi allan fjársjóðinn. Karlinn ypti öxlum. “Fjársjóð?” sagði hann. “Eg'veit ekki um neinn fjársjóð.” “Nú, þú veizt þá ekkert um hann, og þó hef- ir konan þín kært þig fyrir að halda honum. Varaðu þig á þessu, maður minn! Það getur orðið þér dýrt spaug. Þú munt komast að raun um, að enginn sleppur hjá hegningu, sem leynir fundnu fé.” “ó sýnið miskunnsemi, herra góður! Hverj- um dettur í hug að leggja trúnað á það, sem hálf-vitlaus kerling segir? Þér megið vera viss um, að þetta er eitt af hennar gömlu og vana- legu æðisköstum.” “Vitlaus! Er eg hálf-vitlaus?” æpti kerl- ingin; “heldurðu að eg hafi kannske ekki séð, að potturinn var barmafullur af gull- og silf- urpeningum?” ‘ ‘ Og eg stend við, að þú sért ekki með öllum mjalla, kona. Spyrjið hana nákvæmar um þetta, herra, og geti hún sannað sögu sína, mun eg fúslega láta lífið fyrír ávirðing mína.” Skrifarinn fór nú að yfirheyra konuna og hún svaraði greiðlega öllum spuraingum hans. “O, sussu,” sagði hún, “eg man það svo glögt, eins og það hefði skeð í gær; fyrst ókum við út í skóginn og náðum fiski uppi í einu trénu—” “Fiski!” hrópaði skrífarinn, “heldurðu að eg láti þig komast upp með að draga dár að mér? Vertu ekki með neinar vígilengjur, eða þú skalt eiga mig á fæti—” “Mér kemur sízt til hugar að draga dár að yður, herra skrifari, eg segi þetta dagsatt.” “Já, já, herra góður, haldið þér enn þá, að það sé gott að reiðg sig á það, sem hún segir?” sagði karlinn. * “Skammastu þín ekki, fauskurinn þinn, að segja þetta; eg sem man þetta alt saman eins og það væri nýskeð. Kannske það sé þá ekki heldur satt, að við höfum fundið héra í fiski- netinu þínu og borðað hann steiktan sunnudag- inn næstan á eftir?” Þá skelli-hló gamli karlinn og jafnvel hinn alvörugefni og strangi skrifari gat ekki að sér gjört að brosa. “Þarna getið þér sjálfur heyrt það, göfugii herra, og þér, góðu vinir, að konan mín er ekki j fyllilega með sjálfri sér.” Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 7516-220 Modical Arta Bld*. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phono: 21 634. Oífice tlmar: 2 S Heimili: 776 Victor St. Phone: 27 113 Winnlpeg, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON Og H. A. BERGMAN fsL lögfræðlngar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Av«. P. O. Box 1656 i Phones: 26 849 og 26 840 COLCLEUGH & CO. Vér leggjum sérstaka áherzlu <L a8 eelja meðul eftir forskriftum lækna. Ein beztu lyf, sem hægt er a8 fa, eru notuC eingöngu. Pegar þér kómiB me6 forskriftina til vor, megiB þér vera viss um, a8 fá rétt þaC sem læknirinn tekur tn. Nótre Dame and Sherbrooke Phones: 87 659 — 87 $50 Vér seljum Giftingaleyfisbréf JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. Phone 22 768 DR 0. B.IORNSON 216-220 Medlcal .Vrts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Plionea: 21 834 Office timar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. Phone: 27 58’< Winnipeg, Manitoba. LINDAL, BUHR & STEFÁNSON Islen/.kir lögfræðingar. 366 Main St. Tala.: 24 96* 856 Main St. Tals.: A-496Í peir hafa elnnig skrifstofur aC Lundar, Riverton, Gimli og Plney og «ru þar aC hltta á eftirfylgl- and tlmum: • Lundar: annan hvern miCvikudar Riverton: Fyrsta fimtudag. Gimli: Fyrsta miBvikudag. Piney: þriCJa föstudag 1 hverjum mánuCl. DR. B. H. OLSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Pane: 21 834 Offlce Hours: 3—5 Heimtli: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba. A. G. EGGERTSSON ísl. lögfræðlngur Hefir rétt tll aC flytja mál bæBl 1 MaHitoba og Saskatchewan. Skrifstofa: Wynyard, Sask. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arte Bidg Cor. Graham og Kennedy Ste. Phoie: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdðma.—Er aC hitta kl. 10-12 f.h. og 2.5 e. h. HeiVnili: 373 River Ave. Tais. 42 691 Athygli! Komið með næstu lyfjaávísun- ina v8ar til vor. Þaulæfðir sér- fræðingar annast um alla lyfja- samsetningu. INGRAM’S DRUG STORE 249 Notre Dame Ave. Gagnvart Grace kirkjunni. DR. A. BLONDAL Medlcal Arts Bldg. / Btundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdóma. Er aC hltta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Otfice Pbone: 22 298 Heimili: 80'4 Victor St. Sfmi: 28 180 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINNtPEG Annast um fasteigmr manna. Tekur að sér að ávaxta sparilé fóiks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samstundis. Skrifstofusínii: 24 263 Heimaxslml 33 328 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Heimilis Tais.: 38 626 J. J. SWANSON & CO. LIMITED R e n t a 1 8 Insurance RealEstate Mortgages 600 Paris Building, Winnipeg Pohnes: 26 349—26 S40 DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Talslmi: 28 889 Emil Johnson SERVIOE ELEOTRIO Rafmagm Contracting — AB«- lcyns rafmags ndhöld seld og við pau gert — Eg sel Moffat og McCUvrv Eldavélar og hefi >omt til sýnis d verkstœtli mlmt. 524 SARGENT AVK. (gamla Johnson's byggingln vlO Young Street. Wlnnlpeg) Verkst.: 31 507 Ileima.: 27 226 Gtftinga- og J arðarfara- Blóm me6 iitlum fyrirvara BIRCH Blómsali 593 Portage Ave. Tals.: 30 720 St. John: 2, Ring 3 VcrkHt. Tals.: Helma Tato.: 28 383 2» ÍM * G. L. STEPHENSON PLUMBER Allskonar rafmngn.sá höld, »vo nm straujárn, víra, allar tegundir af glösum og aflvaka (batteries) VERKSTOFA: 676 HOME ÍFT. A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur líkkistur og annast um út- farir. Aliur útbúnaCur sá beztil. Enn fremur seiur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. Skrifstofu fcals. 8 6 607 Hcimilia Tals.: 58 302 tslenzka bakaríið Selur bcztu vörur fyrir lægata verð. Pantanlr afgreiddar bæfil fljótt og vel. FJölbreytt ArvaL Hreln og llpur vlðskifU. Bjamason Baking Co. 676 SARGENT Ave. Wlnnlpe*. Phone: 84 298 • Tals. 24 153 NewLyceum Photo Studio Kristín Bjarnason eig. 290 Portage Ave, Winnipeg Næst við Lyceum leikhúsið. “Nei, nei!” hrópuðu þeir, sem við voru staddir; “það er hún vissulega ekki; hún er víst sú eina manneskja, sem hefir vitað fisk- ana hafast við í skógunum og hérana í vötnun- um. Ha, ha, ha!” Skrifarinn gat ekki komist að annari nið- urstöðu í málinu, heldur en að kerlingin væri rugluð, og með það fór hann. Konan var nú höfð í svo miklu háði og skopi, að hún hætti að koma út undir bert loft, en sat alt af inni í kofa sínum og hlýddi manni sínum í ölluj* Af honum er það að segja, að hann keypti sér vörur fyrir það, sem eftir var af peningunum fundnu, byrjaði dálitla verzlun, sem þreifst vel hjá honum, svo hann hafði allsnægtir til dauðadags.—Kveldúlfur.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.