Lögberg - 06.10.1927, Síða 1

Lögberg - 06.10.1927, Síða 1
40. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 6. OKTÓBER 1927 NÚMER 40 Canada. Á mánudaginn í þessari viku töluðust þeir við, Mr. King for- sætisráðherra ií Canada, og Mr. Baldwin, forsætisráðherra á Bret- landi, og sátu þeir hvor á sinni skrifstofu, annar í Ottawa, en hinn í London. Var þann dag tal- símasamband opnað milli þessara staða. Samtalið var stutt og ekk- ert sérlega markvert, en það hepn- aðist vel og þessir tveir menn heyrðu eins vel hvor til annars, eins og þegar vegalengdin er bara stutt. Eini gallinn á þessu tal- símasmbandi þvert yfir Atlants- hafið er sá, að það er afar dýrt, að minsta kosti enn sem komið er. * * * Tekjurnr af veðreiðunum, sem háðar voru í Winnipeg seint í sumar, námu $2,250,000. Af þeirri upphæð fær fylkisstjórnin í Mani- toba $112,500 í skatt. * * * Rev. Octove Fortin, andaðist í Santa Monica, California, hinn 3. þ.m. Hann var 85 ára gamall. Var rector við Holy Trinity kirkjuna í Winnipeg í 42 ár, en lét af em- bætti 1917 og fluttist þá til son- ar síns í Santa Monica. * * * Tveir læknar í Saskatchewan, Dr. Oscar Taylor frá Mortlach og Dr McCartney frá Estevan, drukn- uðu í Pelican Lake á fimtudaginn í vikunni sem leið. Þeir voru að skjóta andir þar á vatninu, þegar þetta slys vildi til. * * * Níu manneskjur fórust í elds- voða í Saskatchewan í vikunni sem leið, í þremur bændabýlum, sem brunnu. Af þessum níu voru sjö börn. * * * Tollur hefir verið lagður á tímarit frá iBandaríkjunum, sem hingað til hafa verið tollfrí. Nem- ur tollurinn 25 prct. og gekk þessi tilskipun í gildi hinn 1. þ.m. Auk tollsins er lagður á timaritin 4 prct. söluskattur. Er gert ráð fyr- ir, að þetta hafi þau áhrif að rit, sem hingað til hafa verið seld fyrir minna en 50 cents, hækki nú í verði um 5c. hvert. Stjórnin hefir gert þetta samkvæmt beiðni rithöfundafélagsins í Canada og þeirra, sem hér gefa út tímarit., Vafalaust hefir stjórnin líka mikl- ar tekjur af þessu, því í Canada er ákaflega mikið keypt af tírria- ritum frá Bandaríkjunum, sem von er til, því þar er mjög mikið af ágætum tímaritum gefið út. * * * Hinn rnikli mælskugarpur og þingskörungur.í Henri Bourassa, er að ferðast hér um Vestur- Canada og flytur ræður í helztu bæjum og borgum, svo sem Re- gina, Saskatoon, Prince Albert, Edmonton, Vancouver og víðar. Til Winnipeg kemur hann að vest- an um 22. október og er búist við, að hann tali hér nokkrum sinnum, en ekki mun enn ákveðið hvern- ig því verður hagað. * * # Fimtíu ár eru liðin, aíðan Mani- toba háskólinn var stofnaður. Verður þessa hálfrar aldar af- mælis minst með hátíðahöldum hér í Winnipeg síðustu þrjá dag- ana af þessari viku, 6., 7. og 8. okt. Taka þátt í þeim aðallega þeir, er útskrifast hafa af háskólanum fyr og síðar og þeim Colleges, sem eru í sambandi við hann, og sem nú eiga þess kost að vera viðstaddir. Er búist við að margir, sem stund- að hafa nám í Winnipeg, verði. viðstaddir, og ýmsir þeirra komi langt að, bæði frá fjarlægum stöð- um í Canada og Bandaríkjunum. * * * Fyrir skömmu var kennara víð barnaskólann í Calder skólahér- aði í Manitoba, R. S. Semple að nafni, vikið frá stöðu sinni og sviftur kennaraleyfi, vegna þess að hann kendi þýzku ískólanum og notaði til þess eitthvað af hin- um fastákveðnu kenslustundum. Skólahérað þetta er að mestu bygt Mennonítúm og var þar skólaráð, eins og vanalega gerist, sem réði yfir skólanum og var sjálfsagt vel kunnugt hvað þar fór fram. Hefir það nú líka verið leyst frá störfum, af mentamáladeild fylk- isins og sérstakur maður verið settur til að hafa alla umsjón með þessum skóla fyrst um sinn. # # # í suðurhluta Saskatchewan- fylkis eru alls 983 afturkomnir hermenn, sem nú geta fengið lönd sín virt að nýju, ef þeir óska þess. Þar af hafa 762 beðið um endurvirðingu, 103 vilja ekki láta virða lönd sín að nýju og 118 hafa ekkert látið til sín heyra þessu viðvíkjandi. * * * Mr. Ferguson, stjórnarformað- ur í Ontario, er einn þeirra manna, sem conservatívar hafa augastað á að velja fyrir leiðtoga sinn á hinu mikla flokksþingi, sem þeir ætla að halda í Winni- peg í næstu viku. En haft er eft- ir honum, að hann muni ekki þiggja þá stöðu, þó hún kynní að standa sér til boða. Hann kjósi heldur að vera kyr í Ontario. Bandaríkin. Fellibylur gekk yfir borgina St. Louis, Mo., á fimtudaginn í vik- unni sem leið, og varð að minsta kosti 89 manns áð bana ,og er bú- ist við, að þeir hafi jafnvel verið fleiri, kannske um hundrað, og fjöldi annara meiddust meira og minna. Um fimm þúsund íbúð- arhús, og aðrar byggingar, segja fréttirnar að hafi skemst og eyði- lagst. Um eignatjón'ið vita menn náttúrlega ekki enn, en þess er getið til, að það nemi fimtíu til sjötíu og fimm miljónumj dala. St. Louis er, eins og menn vita, ein af stórborgum Bandaríkjanna. « # # tSláturgripir hafa hækkað mjög í verði síðustu vikurnar og eru þeir nú í hærra verði heldur en þeir hafa verið nokkurn tíma síð- an. á stríðsárunum. Eftir stríðið féllu nautgripir ákaflega mikið í verði, svo bændur séu sér ekki hag í því að ala þá upp og hefir nautgripum fækkað þar mjög mik- ið síðari árin, svo talið er að nemi 10 miljónum. Síðustu mánuðina hefir nautakjöt í smásölu hækkað 20—50 per cent. Búnaðarmála- deild Bandaríkjanna telur víst, að það háa verð á nautgripum, sem nú er, muni haldast í þrjú til fimm ár að minsta kosti, eða þar til þeir fjölga aftur að miklum mun. Ekki heldur búnaðardeild- in að hægt sé að fá gripi frá Canada fyrir mikið lægra verð, því hér muni vera líkt ástatt eins og þar. Meðalverð á sláturgripum var í ágústmánuði 1925 $6.54; 1926 var það $7.26, og nú $8.91 hundrað pundin. # * * Maður nokkur í Lansing, Mich., verður að eyða því, sem eftir er æfinnar í fangelsi ríkisins, vegna þess að á honum fanst pelaglas af brennivíni. Þetta var vitan- lega ekki í fyrsta sinn, sem þetta eða þessu líkt hafði komið fyrir hann, en í Michigan nikinu eru þau lög, að verði menn þannig fjórum sinnum brotlegir við vín- bannslögin, þá liggur þar við lífs- tíðar fangelsi. Bretland. Nýlega er út kom'in æfisaga Maríu Bretadrotningar, og hefir bókina ritað stúlka, sem Kathleen Woodword heitir, alþýðustúlka, er eitt sinn vann í verksmiðju í Lon- don, en síðar á gufuskipi, og gerði ýmislegt fleira til að háfa ofan af fyrir sér. Síðar fór hún að gefa sig við því að skrifa fyrir blöð og tímarit. Fyrir tveimur árum fór hún á fund drotningarinnar og bað um leyfi til að mega rita æfi- sögu hennar. Var því vel tekið og gaf drotning henn'i tækifæri til að kynnast sér og gaf henni ýms- ar upplýsingar, sem hún þurfti á að halda. Þykir bók þessi all- merkileg og er talið, að hún lýsi hinni tignu konu, sem hún segir frá, rétt og sanngjarnlega. # * * Samkvæmt síðustu manntals- skýrslum á Bretlandi, er manns- æfin þar nú orðin töluvert lengri heldur en hún var fyrir 20 árum. Munar það mestu, að nú deyja miklu færri börn á unga aldri, heldur en áður var, en þó er mun- urinn toluvert mikill á hvaða ald- ursskeiði sem maðurinn er, þang- að til hann er orðinn níræður. Konur lifa lengur en karlmenn, og giftar konur lifa lengur en ó- giftar, þegar komið er fram yfir 7 ára aldur. Þó verða ekkjur skammlífari heldur en þær konur, sem aldrei hafa gifst. Ungbarna- dauði hefir minkð um hér um bil 40 af hundraði á 15 árum, frá 1906 til 1921. færslumaður í Somerset, Man., og Miss Florence Nightingale Polson, dóttir Mr. og Mrs. Aug. Polson, 118 Emily St. hér í borg- ipni. Séra Björn B. Jónsson, D.D., gaf brúðhjón þessi saman. Að lokinni hjónavígsluathöfninni fór fram hin ánægjulegasta véizla á heimili foreldra brúðrinnar. — Framtíðar heimili ungu hjónanna verður að Somerset, Man. Hvaðanœfa. Hindenburg Þýzkalands forseti, varð áttræður hinn 1. þ.m. Bárust honum þann dag mesti sægur af lukkuóskum frá öllum hlutum ríkisins og mesti fjöldi af gjöfum af öllu tagi og frá allskonar fólki. Ein gjöfin var barnskappi hag- lega útsaumaður; var hann frá bóndakonu, sem skrifaði forset- anum jafnframt og sagðist nú ekki hafa haft annað hentugra fyrir hendi til að gefa honum, og má- ske gæti hann notað þetta handa barna-börnum sínum. Gamli mað- urinn heldur sér ágætlega og er stálhraustur. Einn af vinum hans sagði nýlega við hann, að það væri mikil furða, hve vel hann bæri ellina og alla áreynsluna, sem hann legði á sig í sambandi við sitt erfiða embætti. “Þegar eg finn til taugaóstyrks, þá blístra eg.” “Eg hefi aldrei heyrt yður blístra,” sagði þessi vinur hans. “Ekki enn þá,” sagði Hindenburg. * * * Uppreisnarforinginn alkunni, Leon Trotzky, er fallinn í ónáð hjá félögum sínum, kommúnista- leiðtogunum á Rússlandi, og hafa þeir nú vísað honum burt úr sín- um félagsskap, og aðal aðstoðar- manni hans, Buyavich, sömuleið is. Hafa þeir ekki getað komið' sér saman við Joseph Stalin og og aðra, sem nú ráða mestu í mið- stjórn kommún’istanna. Er Trotz- ky sakður um að hafa prent- smiðju einhvers staðar í laumi ®g dreift þaðan út einhverjum rit- um, sem ekki voru við þeirra skap. Trotzky svarar félögum sínum fullum hálsi, og er sam- komulagið nú sem stendur hið versta. Hinn 1. þ.m. voru gefin saman i hjónaband, af séra Birni B. Jóns- syni D. D., þau Bertie Dawson Loveday, og Oddný Jónína I,aven- ture. Fór hjónavágslan fram á heimili foreldra brúðarinnar, að 791 Simcoe Street. Á miðvikudagsmorguninn, þann 5. þ.m., lézt á Almenna sjúkrahús- inu hér í bænum, Christian J. Wopnford málari, sjötugur að aldri. Var hann skorinn upp á rcánudaginn. Hinn framliðni var mesta snyrtimenni og hezti dreng- ur. Messuboð. — Kandahar, kl. 11 f. h. (á enskfl) ; ræðuefni; Endur- fæðingin, frá sálfræðilegu sjón- armiði. Wynyard, kl. 3 e. h. (á íslenzku); ræðuefni: ,Er kristin- dómíirinn nútíðar boðsícapur? — Elfros, kl. 7.30 e. h. (á íslenzku); ræðuefni: Þýðing krossins. — All- ir boðnir og velkomnir.. Vinsam- legast Carl J. Olson. Or bœnum. Miss Thórstína Jackson endur- tók fyrirlestur sinn um ísland og sýndi myndir frá íslandi á mánu- dagskvöldið í Fyrstu lút. kirkju. Aðsókn var góð. Mr. Björn Jónsson og kona hans komu til borgarinnar á þriðjudag- inn. Þau hafa um langt skeið ’oú- ið við Churchbridge, Sask., en eru nú flutt til Lundar, Man. Mr. Björn J. Björnsson, út- gerðarmaður frá Winnipegosis, Man., kom til borgarinnar á laug- ardaginn í fýrri viku, og hélt heimleiðis eftir helgina. Jón Sigurðsson bóndi við Swan River, Man., hefir um tíma legið á almenna ispítalanum hér í borg- inni. Var þar gerður á honum uppskurður. Hann er nú á góð- um batavegi. Á laugardaginn, hinn 24. sept- ember, var þeim Mr. og Mrs. W. H. Paulson haldið fjölment sam- sæti í Leslie, Sa?k., þar sem þau eiga heima. Þau höfðu þá verið gift í 30 ár og tóku hinir mörgu vinir þeirra þar í bygðinni það tækifæri til að sýna þingmannin- um og frú hans virðingu sína og vináttu, og héldu þeim veglegt samsæti og gáfu þeim nýjan og fallegan bíl. Kunnum vér ekki nánar frá þessu að segja í þetta sinn, en vonum að þess verði ekki langt að bíða, að vér getum skýrt frekar frá þessu. Miðvikudaginn 28. sept., voru þau Páll Árnason og Kristbjöi’g Kaprasíusson, bæði frá Langruth, Man., gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni að 493 Lipton St. Heimili þeirra verð- ur að Langruth. fslenzka söngfélagið, Iceland- ic Choral Society, hefir æfingar á hverju þriðjudagskvöldi í sunnu- dagsskólasal Fyrstu lút. kirkju. Afar áríðandi er, að meðlimir mæti stundvíslega. Þann 1. þ.m. voru gefin saman í hjónaband í Fyrstu lút. kirkj- unni, þau Björn M. Paulson, mála- Frá Islandi. . Vestm.eyjum 1. sept. í sumar hefir verið unnið hér að vegargerðinni kringum Helga- fell út í Stórhöfða. Var veitt fé til þess'&rar vegar lagningr úr ríkissjóði. Vegur þessi er lagður með það fyrir augum, að hægt verði að rækta landið. Liggur hann um þau svæði, sem bezt eru fallin til nýræktar, og skift hefir verið í því augnamiúi. Vegurínn verður langt kominn í haust. Þá hefir og verið unnið að því, að lengja norður-hafnargarðinn. Það verk lætur bærinn vinna og hafa allmargir haft atvinnu Við það. Þá var og dýpkunarskipið hér um tíma í sumar við dýpkun hafnar- innar. Lítið hefir verið bygt hér í sumar, helzt einstakra manna hús, en þu eru fá. Heilsufar er gott. Þjórsá, 2. sept. Hér nærlendis hafa menn heyj- að vel eftir atvikum. Allir eru við heyskap enn, en úr þessu má fara að búast við, að menn fari að slá slöku við. Margir eru nærri bún- ir með engjar. Yfirleitt var illa sprottið hér nærlendis, nema þar sem áveitan kom að notum. Hey hafa verkast ágætlega. Heilsufar ágætt. — Kaupgjald kvenna hefir verið í sumar 20—30 kr., en al- mennast 25 kr.; karla 40—45 kr. Mun það sérstök undantekning, ef manni hefir verið goldið meira en 45 krónur. Stykkishólmi, 27. ág. Skipin, sem gerð hafa verið út héðan, eru nú sem óðast að koma inn og hætta veiðum. 1 síðustu vertíð hafa þau aflað lítið, en heildaraflinn í vor- og pumar- vertíðinni má heita mjög góður. — Heyskapur hefir gengið mjög vel og nýting orðið góð. Þurviðri þangað til nú fyrir skömmu. 1 dag hvass norðan og þungbúið loft. — Heilsufar er gott. Kíg- hósti gengur þó hér, en er vægur og fer hægt. — í vor og sumar hefir verið gott um atvinnu hér, á skipunum og við fiskiþurkun og heyskap.—Vísir. Reykjavík, 10. sept. Lögfræðingafundur hófst hér í gær í sal Neðrideildar Alþingis. Af lögfræðingum utan af landi sækja hann m. a. sýslumennirnir Björgvin Vigfússon, Einar Jónas- son, Magnús Gíslason, Magnús Jónsson og Páll V. Bjarnason. — Lögfræðingar hér á landi munu nú vera 108 að tölu, þar af 70 bú- settir í Rvík. Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Margrét Thors. og Hall- grímur Hallgrímsson verzlunar- maður, sonur séra Friðriks Hall- grímssonar. í gær andaðist í Landakots- spítala Jón S. Bergmann skáld, 53 ár að aldri. Hann var þjóð- kunnur af kveðskap aínum og eru ferskeytlur hans á margra vör- um. Frá Akureyri er símað 2. þ.m.: Maður féll í nótt úr bát við eina bryggjuna hér og druknaði. Hann hét Jóhann Albertsson frá Hall- andanesi við Eyjafjörð. Stjórn Elliheimilisins á Grund sótti fyrir skemstu um 'ián úr gamalmennahælissjóði Rvíkur, til þess að byggja fyrir nýtt elli- heimili. Bæjarstjórnin hefir nú samþykt að lána sjóð þenna (sem er um 90 þús. kr.) í þessu skyni. Lánið verður afborgunarlaust fyrstu 10 árin, vextir 5 af húndr. Verður nú byrjað í haust á nýja hælinu og á það að standa vestan við suðurenda kirkjugarðsins. — Hús það, sem elliheimilið nú á, verður selt og vónar stjórn þess að hafa fundið kaupanda að því og að það muni framvegis vera notað fyrir barnaheimili.—Vörð. Samsttning Bandaríkjaþjóðarinnsr Bandaríkja tímaritið Liberty, sem gefið er út í Chicago, flutti í júlíhefti sinu all-eftirtektaverða grein um þjóðernislega samsetn- ing hinnar amerísku þjóðar. Er takmörkun innflutningslaganna, þar gerð að umtalsefni, og telur tímaritið það næsta vafasamt, hvort innflutningshömlurnar hafi komið að tilætluðum " notum, þótt það á hinn bóginn viðurkenni, að hugsanlegt hefði verið, að inn- flytjenda straumurinn hefði orð- íð það mikill, að lítt kleift gæti hafa orðið, að tryggja öllum líf- vænlega atvinnu. Telur tímarit þetta Bandaríkjaþjóðina eiga nú- verandi mikilleik sinn því að þakka, hve þjóðernin hafi verið ólík og mörg, er fóru í gegn um þjóðmyndunar hreinsunareldinn, og runnu saman í eina heild. Liberty er þe’irrar skoðunar/ að vitund meira af fyndni írans, ráð- deild Skotans, fjármálaframsýni Gyðingsins, þolinmæði Þjóðverj- ans, stundvísi Frakkans, listnæmi ítalans, magni og hugrekki Scan- dinavans, verkvilja Pólverja, Ungverja, Grikkja, Búlgaríu- manna og Rúmena, ásamt ráð- vendni Bretans, myndi styrkja Bandaríkjaþjóðina enn til muna, og gera hana hæfari til forystu á sviði alheimsmálanna. “Og jafn- vel þó 100 innflytjendum frá Yop væri bætt í hópinn, þá myndi það ekki spilla,” að skoðun téðs tíma- rits. Tímaritið Liberty, flytur öðru hvoru spurningar og svör. — í september heftinu, er eftirfylgj- andi spurning, og svar við henni: “Hvert er það land i heiminum, er orð hefir á sér fyrir að þurfa ekki hegningarhúsa viðf — — ísland.” / íslenzknr bœndaöldungnr. Þann 18. júlí síðastl., andaðist að heimili sínu, Brekku í Mjóa- firði, Vilhjálmur hreppstjóri Hjálmarsson, 77 ára að aldri. — Var hann einn af mætustu bænda- höfðingjum Austurlands, sinnar tíðar, atorkumaður m’ikill, vinsæll og híbýlaprúður. Kona hans, Svanborg Pálsdóttir, frá Arnórs- stöðum á Jökuldal, hálfsystir séra Einars Pálssonar í Reykholti, er látin fyrir rúmu ári, sæmdar- kona hin mesta, og stjórnsöm hús- móðir. Tíu eru börn þeirra hjóna á lifi, þar á meðal Sigdór, kenn- ari á Norðfirði. — Bróðir Vil- hjálms heitins er Hermann, fyrr- um bókhaldari hjá Columbia Press félaginu, búsettur í Winnipeg. Stephan G. Stephansson. “Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein, sem hljómaði til mín úr dálitlum runni.” Þ. E. Fyr söng eg um vorið með vaknandi blóm og vonir, sem skyldu’ ekki’ að eilífu deyja, og brennheitan kendi eg «íí-jarðar óm í öllu, sem hjarta mitt langaði’ að segja. — Þá vestræna svaninn með himneskan hljóm eg lieyrði — og lotningin bauð mér að þegja. Og þá var eg eins og hvert ómálga*bam, með orðlausa, vaknandi skoðun — í leyni — um lífið og dauðann; var leitunargjam — og lof sé þér drottinn, eg var ei sá eini — í andlegri brauðleit um ómælis hjarn var úrræðið flestum að nærast á steini. En tímarnir liðu og svanurinn söng og söngurinn ómaði nætur og daga; hann ómaði’ um mannlífsins grafdimmu göng með guðlegum áhrifum himneskra laga. — Um afturhaldshlustina — þó hún sé þröng — sér þrengir’ að síðustu almætti Braga. Og tónamir streymdu með hrífandi hreim í hrygðanna bústað og gleðinnar sali; þeir bárust um allan hinn íslenzka heim, í öskrandi borgir og þögula dali; og líðandi heimssálin heyrðist í þeim — þar liljómuðu strengir í miljóna tali. Og sú kemur tíðin, að sérhverri þjóð, er siðmenning leiðir að vizkunnar bmnni, skal berast að eyrum hvert einasta hljóð, sem íslenzki svanurinn dýrðlegast kunni, og leggjast í eilífan sameigna-sjóð og syngjast með hrifning af alþjóða munni. Nú syng eg um haustið með bliknandi blóm, þau berast til moldar og kveðjandi devja; um andaða svaninn með himneskan hljóm eg hugsa — mér lotningin býður að þegja; hann skapaði brennandi aí-jarðaróm í öllu, sem hjarta mitt langar að segja. Sig. Júl. Jóhannesson. Frá Gimli. "Ein, tvær, þrjár, fjórar, fimm, sex, sjö, átta, níu og tíu, — hver á allar þessar fallegu bifreiðir, sem eru hér fyrir framan húsið?” spurði ung og lagleg stúlka, sem að gekk um strætið, þar sem eg stóð á neðri svölunum hér að framanverðu við húsið. “Það er stórherra, sem á þær allar,” svaraði eg. “Hvað er hann að ferðast?” spurði stúlkan. “Hann kemur oft h'ingað til Betel,” svaraði eg. “Hvern er hann að finna hér? Er hann gamall sjálfur?” spurði hún. “Já, hann er ákaflega gamall, mikið eldri en aldurinn okkar allra hér á Betel samanlagður.” “Ja, sei, sei! áð hann skuli hafa gaman af að ferðast svona gam- all, og það til ykkar gamla fólks- ins,” mælti hún. ’‘Já, hann er svo undarlegur, að hann kemur helzt á gamalmenna- heimil'i og sjúkrahús; lítur inn í fangelsin og þar seúi sorgarblæj- ur eru fyrir gluggum, þar kemur hann inn. En í danssölum og drykkjustofum sézt hann aldrei,” sagði eg. * “Nei, er hann ekki skrítinn! Hvað heitir þessi mikli herra?” spurði stúlkan mig undrandi. “Hann er konungborinn, mjög skyldur Guði sjálfum, og kallað- ur hér á jörðinni: Mannkærleiki” sagði eg. “Þú ættir að vera prestur, Mr. Briem,” sagði hún. “Nei, það vildi eg ekki, mér þætti það of lítið. Eg vildi að minsta kosti vera biskup, en helzt kardínáli; þá gæti eg keypt svona margar bifreiðir, og fengið þig fyrir konu á eftir, og svo ef eg ætti 10 þúsund dollara þar ofan í kaupið, heldurðgu að þú Vildir mig þá elcki?” spurði eg. “Eg veit ekki; hvað ertu gam- allf” — “Eg er 70 ára,” sagði eg. — “Ó, þá vildi eg þig; en það er verst, ef að þú værir kardínáli, þá mættir þú ekkl giftast.” — “Já, það er satt, eg ætla þá að hætta við að verða kardínáli,” sagði eg. Þá kom einhver út og truflaði tilhugalíf okkar. Eg misti þarna af henni, en fékk í þess stað, þeg- ar inn kom í stofurnar, að hlusta á sérlega prestlega og mælskuríka ræðu, sem séra Jónas A. Sigurðs- son hélt í tilefni af heimsókn kvenfélagsins í Selkirk, og ýmsra heiðursgesta þaðan. Og svo aðra ræðu, sem séra S'ig. ólafsson hélt sama efnis; svo töluðu-þeir Klem- ens Jónasson og Halldór Daníels- son. Að því loknu var sungið, spilað á hljóðfæri og talað sam- an, því allir voru áður búnir að gæða sér á véitingum þeim, sem kvenfélögin kunna svo sérlega vel að hugsa um og hagræða handa þeim, sem neyta eiga. En engin danspör sáust á gólfinu. Svo var margt fólkið, að eg hefði tæplega fundið “stúlkuna mína” í öllum þeim hóp; þó sýndist mér hún fara inn, mikið líklega ti’. að sjá hinn tigna herra, sem eg sagði henni frá. — Margar voru falleg- ar og alúðlegar konur og stúlkur hér inni í stofunum þá, en þær gerðu ekki nema að skýra mynd fcennar, sem eg talaði við úti, og minna mig á það mótlæti: “ef eg nú skyldi verða kardínáli.” Dregist hefir að geta þess, að þriðjudaginn 20. ágúst síðastl., kom hans hágöfgi, Manngærleik- ur, á svifreiðum sínum hingað til Betel, frá Riverton, með fjölda of kvenfélagskonum og heiðursgest- um, kvenfólki og karlmönnum, með sömu rausn og alúð, sem vant er við slík tækifæri. — Og þökkum við öjl hér á Betel inni- lega fyrir báðar þessar heim- sóknir, — og óskum þeim af heil- um huga margsinnis heimsóknar gyðjanna: Hamingjunnar og Gleð- innar. Gimli, 30. sept. 1927. J. Briem. HEIMSÓKN. Þriðjudaginn 30. ágúst 1927, gerðu nokkrar konur kvenfélags- ins “Djörfung” í Riverton, Man., heimsókn að ‘IBetel”, Gimli, Man. Bændur og\yngisfólk þaðan að norðan var með í förinni. Eftir að konur þessar höfðu veitt heim- ilisfólki á Betel mikinn mann- fagnað, með miklum og góðum veitingum, þá byrjaði skemtiskrá- in. Sveinn kaupm. Thorvaidsson frá Rivérton flutti snjalla og vel- yrta ræðu. Dvaldi hann einkum við það, hve nauðsynlegar slíkar stofnanir sem Betel væru, og hvatti til almennra gjafa—fjár- tramlaga til Betel. Þá talaði séra Sig. Ólafsson. Hafði hann tvö umboðs erindi á hendi. Eftir bon kvenfélaganna, afhenti hann for- stöðufólkinu $25 gjöf frá þeim kvenfélagsskonunum. Svo þaldt- aði hann, fyrir hönd forstöðu- fólksins, gjafirnar, umrædda $25 frá kvenfélagskonum og $5 frá Sveini kaupmanni Thorvaldssyni, og öllu heimsóknarfólkinu heim- sóknina. Hvorttveggja erindið borið fram með velvöldum orðum og góðu tungutaki. Þr á eftir skemti heimsókn- _ arfólkið með fögrum söng, ' sem ýmsir fleiri tóku þátt í. — ] Laust eftir miðaftan var samsæt- j inu slitið, með hlýjum kveðjum og góðum óskum. Heimsókn þessi og gjafir þakk- ast hið allra bezta, kvenfélags- konunum og öðrum, sem að henni unnu. Sérstaklega þakkast Sveini kaupmanni gjöf hans og hans góði, framkvæmadarsami þáttur í heimsókninni. öllum þakkað og öllum óskað árs og friðar, og alls- kyns blessunar.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.