Lögberg - 06.10.1927, Blaðsíða 7

Lögberg - 06.10.1927, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. OKTÓBER 1927. Bls. 7. Tíu vegir til að gera sjálfan sig að flóni. Eftir BlUs Parker Butlcr. Það eru tveir mjög auðveldir vegir til að gera sjálfan sig að flóni. En þar sem eg er nú að tala um klæðnaðinn, þá væri ekki úr vegi að benda á þá, sem fara út í for og bleytu, án þess að hafa skóhlífar, og hætta héilsu sinni með því að verða rennblautir í fæturna, þar sem þær kosta þó ekki nema einn og hálfan dal, en enginn grafari lítur við því að koma manni í jðrðina fyrir minna en tvö hundruð dali að minsta kosti. Þeim líkir eru og þeir, sem nota bómullar nærföt í frosti og kulda, vegna þess að þeir hafa fengið þá flugu í höfuðið, að það væri eitthvað myndarlegt við það að klæða sig svo léttilega í kuld- anum. Þá er eitt, sem öðru fremur kemur manni til að finna til þess, hve klaufalega manni get- ur látið sér farast, þegar maður gerir einn mann öðrum kunnug- an, en nefnir hann röngu nafni. Þetta hefir hvað eftir annað komið fyrir mig. Eg get setið hjá manni, sem eg hefi séð í hverri viku í tíu ár, en svo steingleymt nafni hans, svo að mér er ómögu- legt að nefna hann réttu nafni, el eg t. d. ætla að gera hann kunnugan einhverjum öðrum manni. Það er meir en lítið af- káralegt, þegar maður gerir tvo menn kunnuga og nefn'ir annan eitthvað alt annað en það, sem hann heitir, eða kannske báða og sérstaklega þegar maður hittir á nafn einhvers, sem þeir þekkja, en er ef til vill ekki mikið gefið um. Þetta fellur flestum svo illa, að eg hefi of t furðað mig á því, að eg skuli ekki hafa, fyrir löngu, komið mér út úr húsi hjá miklu fleiri mönnum, heldur en raun hefir á orðið. Það var einu sinni í gamla daga, áður en allir hlutir hækkuðu í verði, og maður gat keypt sér að- göngumiða á leikhúsið einstöku- sinnum, að eg var staddur í leik- húsi einu í Eight Avenue í New York. Það var þegar komið var fram í svo sem miðjan le'ikinn, að tveir menn uppi á loftinu urðu eitthvað saupsáttir og fóru að berjast, eða fljúgast á. Kallaði þá einhver upp “áflog”, en marg- ir heyrðu ekki hvað sagt var og héldu að kviknað hefði í húsinu. Eg stóð upp, og sá eg þá hvað um var að vera. En kona, sem sat í næstu sætaröð fyfir framan mig, beið ekki boðanna, heldur stökk hún upp úr sætinu, yfir stólinn og inn í þá röð, sem við sátum í. Þetta var nú á þeim tíma, þegar kvenfólkið var í síðum pilsum, og nú vildi svo illa tSl, að pilsið kom ekki með henni alla leiðina. Það varð eftir á stólbríkinni. Eg heyrði þegar fötin rifnuðu og þegar hún var komin yfir til okk- ar, þá fanst mér hún líta þannig út, að hún ætti ekki annað eftir, en að fara í náttkjólinn, til að vera til þess búin að fara í rúm- ið. Maðurinn hennar reyndi það sem hann gat til þess að halda aftur af henni, og þegar hann gat það ekk*i, þá kom hann með henni og það Ieið ekki á löngu þangað til hann hafði látið frakkann sinn yfir hana. Hann reyndi alt sem hann gat til að sefa hana og sagði henni hvað eftir annað, að hér væri enginn eldur, það væru bara tveir menn að fljúgast á, og að hún væri að gera sjálfa sig að flóni með þessum látum. Eg get vel skilið, hvernig kon- unni muni hafa liðið, þegar hún loksins náð'i sér eftir þessa æs- ing, því mér hafði einu sinni far- ist þessu líkt, þegar eg var dreng- ur. Faðir minn og eg vorum að brenna pappírsrusl í húsi, sem við ætluðum að flytja í, en fólk, sem fram hjá fór, hélt að kviknað væri í húsinu og barði harkalega á hurðina og kallaði að húsið væri að brenna. Eg hafði ljós- bera, greip hanh og flýði eins og fætur toguðu, án þess að vita hvað eg væri að flýja, eða hvert eg væri að fara. Eg var svo hræddur, að eg vissi ekkert hvað eg gerði. Höggin á hurðina og köllin í fólkinu höfðu rænt mig allri skynsemi, svo eg gat ekki hugsað um neitt, nema það eitt, að hlaupa eins hart eins og eg gat. Eg fór með ljósið, sem faðir minn þurfti þó á að halda til að komast sem fyrst að framdyrun- um, því annars hefði fólkið vafa- laust brotið hurðina. Hávaðinn og köllin í fólkinu höfðu gert mig svona hræddan og æstan og það var ekkert efamál, að nú hagaði eg mér eins og flón. Það hefir líklega verið ráðning sú, sem faðir minn gaf mér eftir þetta, sem því véldur, að síðan hefi eg aldrei verið hræddur við eld. En eg hefi líka væntanlega farið heldur langt í þá áttina, því þó eldur kæmi nú upp í leikhúsi, þar sem eg væri, þá er eg viss um að skórnir mínir væru farnir að sviðna, áður en færi að hrópa og kalla: “eldur! eldur!” Og þó eg hagi mér eins og flón í mörgu, þá verður mér það aldrei á, að láta hræðslu við eld, eða aðra slíka hættu, taka frá mér ráð og rænu, og sízt af öllu að koma öðrum jafnframt í sömu vandræðin. Það er þessi stjórnlausa hræðsla, sem öllu öðru fremur veldur því, að einstakir menn og jafnvel heilar þjóðir, haga sér oft eins og flón. Á þetta ekki hvað sízt við, þegar um fjárm^l er að ræða. Einhver þykist sjá fjár- málahættur og hræðslan myndast og útbreiðist í allar áttir á svip- stundu, og verður þetta alt til þess að mynda hættu, þar sem engin hætta var áður. Sama er að segja um gróðafyrirtæki, svo sem fasteigna kaup og margt fleira af því tagi, sem oft endar með því, að það losar mann við alt, sem maður á. Að vísu er ekki rétt að kalla það hræðlsu, en sjúk- dómurinn er samskonar, hver elt- ir annan, án þess að gera sér nokkra skynsamlega grein fyrir hættuni, eða þá höppunum, sem af þeim kunna að stafa. Þetta er ekki ósvipað því, þegar bíllinn kemur á brunandi ferð, fimtíu mílur á klukkutímanum, og hænsn- in flýta sér sem mest þau mega út á miðja keyrslubrautina og verða svo fyrir bílnum. Þó er sá mun- urinn, að við vanalega bara hlæj- um að manninum, sem verður fyr- 'ir skakkafalli í fjármálum, en kennum í brjósti um vesalings hænsnin, sem verða fyrir bílum. Nú kem eg að síðasta atriðinu, sem eg ætla að tala um í þetta sinn. Það er ærið algengt, að menn hagi sér heimskulega, af því þeir eru hræddir um að ein- bverjum öðrum finnist, að þeir fari óskynsamlega að ráði sínu. Margir forðast að fara til læknis- ins, þó þeim finnist að eitthvað gangi að sér, af þeirri einu á- stæðu, að þeir eru hræddir um, að læknirinn segi þeim kannske að heilsan sé í góðu lagi, og segi svo, ef til vill hálf hæðnislega: “Þú hefir líklega verið að lesa aug- lýsingar um ein hver kyngilyf, og ímyndar þér svo, að þú sért veik- ur.” Þetta verður til þess, að þú forðast læknirinn og kemur aldr- ei á hans fund, nema ef þú þarft að fá meiri lífsábyrgð til að gera bankastjórann ánægðan. Ef þú færð lífsábyrgðina, þá hugsar þú ekki frekar um þetta, en ef þú færð hana ekki, þá sérðu, að þú hefir farið heimskuelga að ráði þínu, að fara ekki til læknisins fyrir löngu. Eg held að það eitt, hve menn vanrækja heilsu sína, og vanrækja að leita sér ráða hjá lækninum og fylgja þeim, hafi komið fleir- um undir græna torfu, heldur en bæði stríðið og bílarnir til sam- ans. Þegar til alvörunnar kemur og rnaður sleppir öllum útúrkrókum, þá er góð heilsa áreiðanlega hin mesta náðargjöf, sem manni get- ur hlotnast hér á jörðu, og sá, sem fer óvarlega með hana, fer allra manna heimskulegast að ráði sínu. Sá sem ekki veit sjálf- ur, hvernig hann á að varðveita heilsu sína, ætti með engu móti að vanrækja að leita ráða læknis- ins, og fylgja þeim. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er það, að gera sjálfan sig að flóni, aðallega í því fólgið, að maður gerir eitthvað, sem maður mundi hafa ógert látið, ef skyn- sem'innar hefði verið gætt og hún h^fði fengið að ráða. Rannsóknarför Niels Nielsen og Pálma Hannes- sonar til Fiskivatna og um há- lendið vestur undir Vatna- jökli. Mikill og margvíslegur vísinda- legur árangur. Á laugardaginn var komu þeir hingað til bæjarins náttúrufræð- ingarnir Niels Nielsen og Pálmi Hannesson. Steinþór Sigurðsson stud.’mag. var og í för með þeim. En fylgdarmaður þeirra Sigurður Jónsson frá Brún skildi við þá við Þjórsártún, og lagði af stað þaðan norður í land nú um helg- ina. — Fjallaferð þeirra félaga fjögra, mun vera sú lengsta rannsókna- ferð d óbygðum, sem farin hefir verið hér á landi. Þeir voru vel út búnir í alla staði, höfðu hin beztu áhöld til mælinga, og annara rannsókna og nestisútbúnað í ágætu lagi. M. a. höfðu þeir áhöld til brauðbakst- urs. Þeir lögðu upp þrír þ. 18. júlí og fóru fyrst til Fiskivatna, Niel- sen, Steinþór og Sigurður. Pálmi kom til þeirra þar nokkrum dög- um siðar. Við Fiskivötn voru þæir þangað til 15. ágúst. Fóru þaðan norður í Illugaver. Þ. 24. ágúst fóru þeir Nielsen og Pálmi suður í Botna- ver, en iSteinþór og Sigurður beina leið til Fiskivatna. 28. ág. héldu þeir til Landsmannahellis. Voru þar þangað til 1. sept. — Lögðu þá af stað til bygða. Ekki er svo að skilja, að þeir hafi hald'ið kyrru fyrir nokkurn dag í færu'veðri. Alla daga voru þeir á stjái fram og aftur við mælingar og athuganir, enda er óhætt að segja, að árangur af för þessari verði mikill og margvís- legur. Mælingar. í fyrsta lagi pnnu þeir að upp- drætti af tiltölulega mjög stóru landsvæði. Var það svæðið alt vestur frá Vatnajökli norðan frá Vonarskarði og suður fyrir Tungná. Sumt af þessu svæði var laus- lega mælt, þó uppdr. verði mun greinilegri en áður. En grund- völlur mælinganna er í nákvæmu samhengi við mælingar herfor- ingjaráðsins. Og gerður er glögg- ur og nákvæmur uppdráttur. t. d. af Fiskivötnum, Þórisvatni o. fl. Auk þessa gátu þeir fengið góð- ar sjónhendingar að ýmsum fjöll- um og fjallatindum, langt utan við svæði þetta. Geta þær athug- anir bætt stórum afstöðumæling- ar ýmsra staða á hálendinu. — Sem dæmi upp á víðsýni, sem þeim tókst að ná, má geta þess, að þeir sáu eitt sinn af Hágöngum Súlur við Eyjafjörð og Súlur við Hval- fjörð. Steinþór Sikurðsson vann að mælingum í sambandi við þá dr. Nielsen og Pálma. Skálavatn. Af sérstökum rannsóknum, sem þeir gerðu m .a., má nefna rann- sókn Pálma Hannessonar á Skála- vatni. Það er eitt Fiskivatnanna. Rannsakaði hann myndun vatns- ins og athugaði gaumgæfilega jurta og dýralíf vatnsins alt. Rannsakaði hann aldur silungsins og stærð hans, og voru þær athug- anir síðan bornar saman við at- huganir á silungi í öðrum vötnum þar efra. Eldsumbrotin við Fiskivötn. Niels Nielsen rannsakaði elds- umbrot við Fiskivötn. Alt vatna- svæðið er umturnað af eldsum- brotum, og er þar margt merki- legt að kanna í þeim efnum. Gos þau, sem þar hafa verið, hafa mestmegnis verið öskugos. Hraun hefir lítið myndast þar. En gosunum hafa fylgt ákafar sprengingar í jarðskorpunni, og jörðin þar öll rifin og tætt. Þorvaldur Thorodsen prófessor leit svot á, sunnlenzsku hraunin, hin mikla hraunbreiða, sem nær um Landsveit, Skeið og niður yfir Flóa, ættu upptök sín víð Fiski- vötn. En rajmsóknir þeirra félaga leiða það í ljós sem sagt, að lítið hraun hafi þar myndast, og sé sú kenning því ekki rétt. Fundu þeir félagar eldgjá eina, eða eldborgaröð, er þeir telja að sé efstu upptök þessara miklu hrauna. Eru eldborgir þessar austan við Hnausa í LandmaPna- afrétt, norður af Erostastaðavatni Eldborgaröð þessi er um km. á lengd. Eldsumbrotin við Fiskivötn eru á mai^an hátt einstök í sinni röð og því hið merkilegasta rannsókn- arefni. Hágönguhraun. Þá könnuðu þeir og hraunbreiðu mikla austan við Hágöngur. — Nyrsti hluti þeirra hrauna er nefnt Hágönguhraun. Eiga þau upptök sín að miklu leyti við vest- urrönd Vatnajökuls, en að nokkru í Vatnsleysuöldum. Ná þau niður að Þórisvatni, og hafa runnið fyrir vatnslægðina og þannig myndð Þórisvatn. Sumt af hraun- um þéim er ungt mjög, m. a. Galdrahraun, er Fonteney sendi- herra fann fyrstur manna og gaf heiti. Hverir. í Köldukvíslarbotna fóru þeir. Þar fundu þeir m. a. hveri. Eru þar þrír hverahólar, með sjóðandi hverum. Ekki sáu þeir hveri þessa gjósa. Sennilega flæð'ir Kalda- kvísl yfir hveri þessa í vorleys- ingum. Gróður er þar enginn. Aftur á móti fundu þeir ágæt- an haga í Botnaveri, sem þeir vita ekki til að menn hafi þekt áður. Hekluhraunið frá 1913. Á heimleiðinni, meðan þeir höfðu pjönkur sínar við Land- inannahelli, rannsökuðu þeir hraun það, er rann 1913 úr gig- unum við Heklu !og Fjallabaks- veg nyrðra. Rann það hraun úr tveim sprungum . Eigi sáu þeir ástæðu til að álykta, að sprungur þær væru í svo nánu sambandi við Heklugíginn sjálfan, að gos þetta bæri vott um að Hekla væri dauð úr öllum æðum, eins og sum- ir hafa viljað halda fram. Þar eb um svo nýtt hraun er að ræða, var hægt að gera þar ýms- ar athugnir á hrunmyndun og eðli nýrunninna hrauna. Niels Nielsen leggur af stað héðan heimleiðis með íslandi. Pálmi fer austur í sveitir að að rannsaka silungsvötn og sil- ung, einkum murtuna í Þingvalla- vatni, þegar veiði byrjar þar, Mega þeir félagar vera ánægðir yfir árangrinum af starfi þeirra í sumar. Er þeir hafa unnið úr athugunum sínum, ng fullgert uppdrætti, hefir þekking á há- lendi lands vors aukist að mun.— Mbl. 6. sep. “AUSTRI’ STRANDAR. Rvík, 8. sept. 1 gærkvöldi kl. að ganga 8, strndaði • togarinn “Austri” á Illugagrunni í Húnaflóa. Er það skamt vestur af Vatnsnesinu. Þegar skejrti barst frá skipinu, voru þrír togarar komnir Austra til hjálpar, Kári Sölmundarson, Skallagrímur og Þórólfur. Og höfðu þeir allir sameiginlega ryent að ná honum út, en ekki tekist. Háflóð var, eða því sem næst, þegar skipið rakst á grunn. Ekki hafði neitt slys orðið, þeg- ar skeytið kom um kl. að ganga 9 í gærkveldi. En þá var hann að gera austanstorm með töluverð- um sjó. Ekkert var um það getið, hvort mikil eða lítil síld hefði verið í skipinu. En sennilegt er, að hún hafi verið lítil, því það var nýbú- ið að leggja upp mikinn afla á Flateyri. Það var tekið fram í skeytinu, að Austri gæti ekki sent loft- skeyti framar, hvað honum liði. Hefir loftskeytaútbúnaður senni- lega bilað eitthvað. Um miðnætti í nótt fékst sam- band aftur viði eitthvert þeirra þriggja skipa, sem komið höfðu Aqsra til hjálpar. Var þá alt hið sama segja og áður, nema vindur og sjór höfðu aukist all- mikið. Voru skipverjar farnir að létta skipið af kolum.—Mbl. Úr bréfi frá Reykjavík. — E'imskipafélagið fékk nýtt skip í vor, sem heitir Brúarfoss, eins og þú kennske hefir heyrt. En það er eitthvað annað en að útlendu félögin ætli að draga sig í hlé eftir því sem Eimskipafél. vex fiskur um hrygg með skipa- aukninguna; þvert á móti bendir alt til þess, að þetta lendi í harð- vítugri samkepni, og satt að segja er mér það ekki á móti skapi, því eg hefi fulla trú á því, að lands- menn standi saman um Eimskipa- félagið, þegar á reynir, og ef samheldnina vantar ekki, þá á það vísan sigur 1 samkepninni og út- lendu félögin munu verða að rýma að einhverju eða öllu leyti. En til þess þarf að opna augu fólksins fyrir ýmsum staðreynd- um, sem sanna gagnsemi Eim- skipafélagsins og sýna fram á, hvað útlendu félögin hefta fram- gang þess og gera því mikinn fjárhagslegan skaða. ÍSannleik- urinn er nefnilega sá, að útlendu félögin, Smeinaða aðallega og svo Bergenska félagið, taka frá félag- inu ((E.F.) ábatamestu siglingarn- ar, þ. e. a. s. þau láta skip sín að ein skoma við á fáum stærstu höfnunum, þangað er mest að flytja og hægast að losa og mest- an flutning að fá, en skip E. F. verða að sjá algjörlega um minni og smáhafnirnar, sem annars yrðu út undan, — koma í hverja vík — og leggja þar í kostnað, sem ætti að vinnast upp á stærri og betri höfnunum, en þann flutning taka útlendu félögin að miklu leyti frá E. í. Líka “spekúlera” útlendu félögin í farþegaflutn- ingunum innanlands. Þau koma ó- víða við og eru fljót í förum, svo fólk vill eðlilega nota sér það. En svo er hitt, að vegna þess að þessi félög þurfa ekki að hugsa um annað en að græða fé (en ekki að sjá um að afskektir staðir fái sem flestar viðkomur á ári), haga þau ferðum sínum svo, að þau geti tekið fólksstrauminn, sem þú veizt að er á ferðinni á vissum tímum árs, skólafólk haust og vor, síldarfólk fram og aftur o. fl. og eru þá stundum með mörg hundr- uð farþega, sem með því kannske spara sér að vera einum degi eða tveimur lengur á Esju eða ein- hverju skipi E. 1. Við þessu má nú segja, að E. 1. ætti þá að haga sínum siglingum svo, að það gæti náð undir sig þessum ábatasömu fólksflutningum, en það er ófram- kvæmanlegt nema þá með því, að afrækja smáhafnirnar og bregð- ast með því e'inni skyldu sinni, því meðan félagið ræður ekki yf- ir meiri skipakosti, verður það að láta skipin koma nokkuð víða við í hverri ferð. En aðal hindr- anin fyrir að það get'i aukið skipa- kost sinn örar, eru þessar miklu og vaxandi siglingar útlendu fé- laganna, þar sem helzt er hags að vænta. írtlendingarnir verða að draga sig í hlé jafnóðum og E. 1. stækkar, og því fyr sem fer í hart, því betra, álít eg, því með því móti vaknar þjóðin og stend- ur saman um þetta félag, sem kom á stað svo öflugri hreyfingu eða vakriingu, þegar það var stofnað, að í því lifir enn með þjóðinni, enda eru árin ekki svo mörg lið- in síðan. Eg skal nú ekki þreyta þig með meiru um þetta. Eg er svona margorður um það, af því að þetta mál virðist nú vera að koma á dagskrá og eg býst við að blöð- in fari að taka það töluvert til meðferðar á næstunni, og að því verði haldið vakandi. — STJÓRNARSKIFTI A ISLANDI SÍÐAN 1904. Þetta er 11. stjórnin, sem nú tekur við, síðan stjórnarbreyting- ii, var. — Stjórnarskifti hafa orð- ið sem hér segir: Hannes Hafstein tók við stjórn 1. febrúar 1904. Björn Jónsson, 31. marz 1909. Kristján Jónsson, 14. marz 1911. Hannes Hafstein, 24. júlí 1912. Sigurður Eggerz, 21. júlí 1914. Einar Arnórsson, 4. maí 1915. Jón Magnússon, 5. maí 1917. (Með honum voru Björn Kristjáns- son og Signrður Jónsson frá Yzta Felli. Þann 28. ágúst sama ár fór Björn Kristjánsson úr stjórninni, en Sigurður Eggerz kom í hans stað. Jón Magnússon bað um lausn 18. ág. 1919, en var falið að gegna embættinu fyrst um sinn.) Jón Magnússon myndaði stjórn að nýju 25. febrúar 1920. Með honum voru þeir Magnús Guð- mundsson og Pétur Jónsson. Sigurður Eggerz myndaði stjórn 2. marz 1922. Með honum voru þeir Klemens Jónsson og Magnús Jónsson. — Magnús fór úr stjórn- inni 18. apríl 1923. Jón Magnússon myndaði stjórn 22. marz 1924. Með honum voru Jón Þorláksson og Magnús Guð- mundsson. Var Jón Magnússon forsætisráðherra til dauðadags þ. 23. júní 1926. Þá tók Jón Þor- láksson við forsætisráðherraem- bættinu sem kunnugt er.—Mbl. Hallgeirsey, 2. sept. Ódæma mikið af heyjum var hirt hér um allar sveitir síðastliðinn mánudag. Sem dæmi upp á, hve vel er sprottið hér um slóðir í sumar, má nefna, að af bletti á Holtsengjum, sem e'inn maður sló með vél á einum degi, fengust 65 hestar. — Óskar Jónsson í Hall- geirsey, unglingspiltur, batt ný- lega 11 hesta á 23 mínútum, og þykir vel gert. — Svo bar við, að álftarhjón hreiðruðu sig í hólma í 'Sanddælu í Austur-Landeyjum í sumar. Varp álftin þar. Álft hefir ekki orpið á þessum slóðum í manna minnum. — ’ Hin Eina Hydro Steam Heated BIFREIOA HREINSUNARSTÓD í WINNIPEG Þar sem þér getið fengið bílinn yðar þveginn, það er að segja hreinsaðannogolíubor- inn á örstuttum tíma, meðan þér standið við, ef svo býður við að horfa, eða vér send- um áreiðanlegan bílstjóra eftir bíl yðar og sendum yður hann til baka, á þeim tíma er þér æskið, Alt verk leyst af her.di af aulvönum sérfiaEðirgtm, Þessi bifreiða þvottastöð vor er á hentugum stað í miðbænunr), á móti King og Rupert Street. Prairie City Oil Co. Ltd. Laundry Phone N 8666 Head Office Phone A 6341 Gerir hitun með heitu lofti hina fullkomnustu hitunaraðferð sem vísindin þekkja! peir sem best vita, á.llta að hitun með heitu lofti sé hin heilsusam- legasta og kostnaðarminsta fyrir Iveruhús. Hún viðheldur heilsuhni og veiitir þægindi allan veturinn. Kostnaðurinn er hér um bil helmingi minni en við aðrar hiitunar aðferðir. En vegna þess að evio mörg hita- lofts Furnaees eru svo ilLa uppsett, þ& vinna þau ekki nærri fult gagn 1 þúsundum húsa. Hvernig er hægt að gera við þessu? Svarið er: “Code Installation.” f þessu efni þýðir það aðferð, sem er bygð & vlsindalegri reynslu og er éfr&vlkjanleg. Ekkert fálm út I loftið. pegar þessum reglum er fylgt, þá tryggir það rnanni nóg ai heitu og hæfilega röku og heilsusamlegu lofti og maður hefir sjötiu stiga hiita í hverju herbergi, hvernig sem veður er. McClary’s eru hinir einu í Canada sem tilheyra National Wanm Heating and Ventilating Associatlon, sem er félag, sem hefir viðtekið fyrnefndar reglur fyrir innsetning hitunarhækja. Ef þér sjlið um að fá McClary’s “Code Installed” Sunshine Furnace, þá fáið þér Furnace, eem kostar minna I fyrstunni, heldur en þesei margbrotnu hitunarteeki og þarf minni eldivið, en gefur samt 70 stiga hita 1 hverju herbergi. Loftleiðslan er aðal atriðið við MlClary’s Sunshine Furnaoe, sem brenna linkolum jafnt eins og harðkolum, coke eða við. pau breyta gasinu úr linkolunum 1 loga og varna sóti og ryki og koma I veg fyrir óþarfa eyðslu. Fyllið út og sendið oss meðfylgjandi miða og vér sendum yður nafn og utanáskrift næsta manns, sem seiur McClary’s vörur og sem ábyrgist yður að hitavélarnar séu svo upp- settar að þér séuð ánægður með þær alla æfi. MAIL THIS COUPON The McClary Mfg. Co., London, Canada Please send name of nearest Mcdary’s dealer who installs Sunshine Furnaces according to Standard Code. Name ................................. Address ..................... McCIaryS SUNSHINE FURNACE A það má einnig setja Miles Automatic Furnace Fan, elf óskað er.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.