Lögberg - 06.10.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 06.10.1927, Blaðsíða 6
Bls. 6 LOG’BfSRG, FIMTUDAGINN 6. OKTÓBER 1927. Dóttir sjávarins. Eftir JOHANE SCHÖRRING. Sagan er í þrem þáttum: 1. Filia Maris. 2. Berg læknir. 3. Melania Verent. Enginn hafði þeka hana eins vel og hennar kæri, gamli faðir, hann hafði í raun og veru átt sálu hennar. Hún var vön við að verða rakin í sundur, lesin í hugann, af hinu glögg- sýna auga hans, og að lúta svo fegurðarviti hans og dómgreind. Sá skoðunarháttur, sem hann notaði — hef- ir ef til vill verið úreltur — var henni kær, og hún var of trygg að lunderni, til þess að vilja nota annan mælikvarða. Af því leiddi það, að hún, þó bpð væri í spaugi og með brosi, að hún sagði þao, meinti það í fullri alvöru, að hún kunni betur við sig hjá gömlum og alvarlegum manneskjum. Látprúða spaugið hennar sveimaÖi um, eins og hún væri sú glaðasta af þeim glöðu; en skilningur hennar og skoðun á lífinu var mörg- um sinnum eldri en hún, hvort heldur sem það orsakaðist af eðii hennar, samvistum hennar með hinum gamla föður, eða af áhrifum hinnar alvarlegu, stórkostlegu uppeldisbygðar hennar, sem hún kallaði bernskuheimili sitt. Það, að standa aleinn í heiminum — því sá, sem ekkert reglulegt heimili á, þó hann eigi þúsund vini, stendur aleinn—, er sú hugsun, sem valdiÖ getur þungri sorg, á hvaða aldri sem manneskjan er. Þessi sorg áótti Filiu alloft eftir dauða föðursins, og það hefir máske aðal- lega verið hún, sem gerði framkomu hennar ó- afvitandi klökka og uppurðarlitla, sem Kam- illa hafði oft minst á, án þess að skilja hana. Það sem vakti mesta gleÖi hjá Filiu voru bréfin frá fyrverandi heimili hennar, frá mey- kerlingunni Olson, frá einhverjum af björgun- armönnum hennar, en einkum frá séra Krog. Hann var, eins og áður er á minst, alvarleg- nr, gáfaður maður, og tilheyrði sömu kirkju- legu stefnu og þeirri, sem hún var alin upp við. Hann var milli fertugs og fimtugs, og gat bezt af öllum skilið hana og talað til hennar, eins og hún hafði vanist við. “Nú,” sagði hún við sjálfa sig, um leið og hún rjóð og brosandi opnaði bréfið, þar sem hún sat á svarðbekknum sínum við tjörnina meðal hinna viltu rósa, “nú á eg að fá loft- straum heiman að, hreinan og hressandi eins og bylgjur Norðursjávarins. Það er svo við- feldið, það er svo yndislegt að vera ávörpuð svo föðurlega, eins og maður sé aftur orðinn barn — ó, hve það er inndælt, þegar maður um langan tíma hofir ekki heyrt annað en: “Ung- frú Sidonius” og “ungfrú Sidonius” og “má mér veitast sá heiður, ungfrú” og “má eg biðja ungfrúna” o. s. frv. o. s. frv. Og hún las: “Kæra ungfrú Filia! Eg hefi ekki skrifað þér um langan tíma, af því eg hefi átt svo annríkt og verið kvíÖandi um ástand konu minnar. 1 viðbót við hennar langvinna heilsuleysi, hefir nú bæzt bólga í brjóstinu, sem er alger- lega ólæknanleg. Læknirinn sagði mér í gær, að eftir því sem mannlegt auga gæti séð, þá væru ekki að eins dagamir, heldur tímar henn- ar taldir. Þú skilur, að dagar mínir og nætur hafa verið þungir og erfiðir, og að það er alvar- legt að fá slíka fregn, þó að mann hafi granað það sjálfan. Presturinn þarf svo oft að vitja sjúkra, að hann að síðustu öðlast nokkuð af hinu óbrigðula augnatilliti læknisins, að minsta kosti að því er snertir hinar síðustu sekúundur mann- lífsins. En hið talaða orð hefir þó alt af afarmikil áhrif, og sérhver aðskilnaður frá þessu lífi, einkum þeirra, sem maður hefir verið nákvæm- lega sameinaður, hefir alt af í för með sér stóra eða hina stærstu sorg, hve mikillar huggunar, sem maður má vænta. Eg hefi mikiÖ að hugsa um og syrgja yfir, á annan hátt getur það ekki verið. Eg get að eins sagt þér þetta í kvöld, og eg er sannfærður um, að þú viljir hugsa til mín og minna með þeirri vinsemd og ást, sem eg hefi aldrei séð bregðast hjá þér. Eins og vant er, fylgja hér með kærar kveðj- ur frá öllum og öllu, alla leiÖ til sjávarins, sem í kvöld er mjög órólegur og sendir freyðandi bylgjur á land. Þú veizt að maður getur ekki verið án þess að heyra brimhljóðið hérna í lestrarherberginu mínu. Flyt þú frændum mín- um kveðju mína og segðu þeim frá líðan konu minnar. Mér þykir vænt um, að þú ert ánægð hjá þeim. Guð veri með þér. Þinn vinur. J. Krog.” “Blesaður góði presturinn hann Krog. Sko, lesið þér sjálfur,” sagði Filia tárfellandi við Konrad, sem kom til hennar um leið og hún lauk við lestur bréfsins. Það var með mjög einkennilegum tilfinn- ingum, að ungi maðurinn tók við bréfinu og las það. Filia var svo hugsandi um alt ásigkomulag- ið á prestssetrinu, að hún gaf sér ekki tíma til að athuga hver áhrif bréfið hafði á Konrad. Hún sá þar af leiðandi ekki dÖkka roðann í kinnum hans, né hvernig hann hnyklaði brýra- ar, og ekki hið rannsakandi augnatillit hans, sem reyndi að lesa í huga hennar. Loksins leit hún upp til að vita hvort hann væri búinn, og varð litið í hin rannsakandi augu hans. “Já, vesalings frændi,” sagði ungi maður- inn fremur kuldalega, “þetta getur máske fall- ið honum nokkuð þungt, en hjónaband hans hefir aldrei verið ánægjulegt.” “0g svo segið þér, nokkuð þungt,” svaraði Filia róleg, “eins og þetta væri engin veruleg sorg. Þetta er undarlegt; en mér finst næstum því, að sorgin hljóti að vera að vissu leyti meiri, hafi samkomulagið ekki verið ánægjulegt.” “Eg verð að viðurkenna, að eg er ekki á sömu skoðun; hvernig fáið þér rökstutt þetta?” spurði hann. “Rökstutt? Eg vil ekki rökstyöja neitt, sem eg skil ekki,” svaraði hann, “mér finst að eins að aðskilnaðurinn frá þeim, sem maður elskar, hve sár sem hann er, geymi í sér mikinn auð, þegar hinn þungi, daglegi söknuður er farinn að réna.” “Þér eigið við, að endurminningamar sé þessi auður?” spurði hann hana. “Einmitt! en sá, sem ekki hefir verið á- nægður, hvaÖ hefir hann? Endurminningar hans eru þá máske hin sífelda meðvitund um, að alt hefir ekki verið eins og það gat verið og átti að vera; verður því líkt við hitt?” spurði hún lágt. Þekkið þér frænda minn nákvæmlega?” “Nógu nákvæmlega til þess að vita, að hann er góður maður. Hvers vegna spyrjið þér um það, sem þér vitið, í stað þess að svara mér?” spurði hún aftur. “Af því,” svaraÖi hann, “að það var eins og þér tækið málstað hans. Eg lít máske ekki á líf hans með sömu augum og þér,” sagði hann með sama rannsakandi augnatillitinu og áður, “hvers vegna giftist hann Lauru, sem alt af hefir verið heilsuveik, ekki verulega alúðleg í viðmóti, og mörgum árum eldri en hann? ÞaÖ var alls ekki hyggilegt.” “Hvers vegna,” svaraði unga stúlkan bros- andi, “rís sólin ekki upp í vestri og gengur til viðar í austri; hann hefir að líkindum elskað hana, hvernig ætti eg að þekkja slíkt; það er sennilegasta ástæðan og sú eina, sem nokkur meining er í.” “Elskað hana?” spurði Konrad, “elskar hann hana enn þá, eða rénar ástin' eins og hver önnur veiki?” “Þér eruð í einkennilegu skapi í dag,” svar- aði Filia undrandi; sem andmæli gegn yðar röngu ímyndunum, skal eg segja yður. að eg hefi aldrei heyrt annað um séra Krog, en að hann sé hinn umhyggjusamasti og ástríkasti maður við heilsuveika konu sína, og aldrei efir hann talað um hana talað um hana öðru- vísi en með nærgætni og trygð; hafi hann því ekki verið ánægður, þá verðskuldar hann tvö- falt hrós. ’ ’ “Já, en athugið það, ungfrú Sidonius, að það má líka skoða það frá annari hlið; það má líta á það sem tvöfeldni, svo að hann er ekki sannur frá öllum hliðum að sjá,” svaraði Konrad ákafur. “Nei, nú eruÖ þér of slæmur,” svaraði Filia með þótta og stóð upp; “getur kristinn maður gert meira, en að taka byrði sína og bera hana með ró og þolinmæÖi? Þér eruÖ sjálfur guð- fræðingur, hveraig getið þér greint frá þessu á annan hátt, það þætti mér fróðlegt að vita.” Hún var yfirburÖa fögur á þessu augna- bliki, í þessu umhverfi, í þessum lokaða hring af háum trjám. Birtan féll niður á hana úr loftinu, og gerði gylta hárið hennar að eins kon- ar geislabaug; hin sveimandi augu hennar og geislandi æska fullkomnuðu þetta yndislega ytra útlit. “Eg vildi að eg væri orðinn að móðurbróð- ur mínum á þessu augnabliki, það segi eg satt,” svaraði hann nokkuð óákveÖinn, “það er þess vert að hafa skifti, til þess að eignast slíka vöra og slíkan málsvara. ’ ’ “Eg get verið málsvari hvers sem vera skal, þegar eg hefi jafn réttlátt mál að verja,” svar- aði hún. “Eg geri aldrei samninga um það verulega sanna og fagra. Annað hvort er það, eða er ekki.” “Eg gefst upp, skilyrðislaust, hvað ætlið þér að gera við mig?” spurði hann. “Fyrirgefa yður, auðvitað, þegar þér iðr- ist,” svaraði hún sáttfús; “en þér verÖið að muna það hér eftir, að vera avalt kurteis.”. “Þetta et þá dómurinn, nú jæja, en viljið þér þá taka mig að yður í ókomna,tímanum og fræða mig betur?” spurði hann brosandi. “Fræða yður. Eg vil rífast við yður, mót- mæla yður, það megið þér reiða yður á,n hvert skifti sem þér ráðist á vini mína eða segið eitt- hvaÖ, sem ekki er sannleikanum samkvæmt.” “Rífast við mig,” svaraði hann, án þess _að að dylja lengur sína miklu aðdáun, “það mein- ar, að þér viljið vita mig yfirunninn, að eg sé alt af þræll yðar — því takmarki hafið þér náð nú þegar.” “Eg fyrirlít þræla,” svaraði hún, “að und- anteknum einstöku atvikum, eins og núna — á þessu augnabliki — eg vil fá eina af þessum indælu vatnsliljum — nei, margar — eg ætla að prýða hárið mitt meÖ þeim í kvöld við samkom- una í greifahöllinni. Verið þér nú sem þræll og komið með stiga eða nokkurar langar, verulega langar spírur, svo við getum náÖ þeim!” “Það skal eg gera,” sagði hann og stökk á fætur; “handa hinni konunglegu dóttur sjávar- ins, það er ekki nema sanngjarnt; en með hverju verður þrælnum launað?” “Mínu hávelboma þakklæti, það leiðir af sjálfu sér,” svaraði hún hlæjandi. Hann stóð kvr og hristi höfuðið. “Það verður að vera meira en það, fursta- inna. Þökk geta jafnvel óvinir manns fengið— þér------” “Nú verðið þér að flýta yðar,” svaraði Filia með ákafa; “það er lélegur þræll, sem krefst borgunar áður en starfið er framkvæmt.” “Verðið þér þá héma, þegar eg kem aftur?” spurði hann þolinmóður. “Ef þér verðið ekki of lengi,” svaraði hún. “Eg skal flýta mér.” Hann þaut í burtu.” “Hvað er nú?” sagði Filia og horfði á eftir honum, “eg held nú sjálf, að frú Möhl hafi rétt fyrir sér. Hún hefir síðustu dagana ymprað á því, að kann elski mig. Þá vertS eg að fara héðan, eg vil ekki hrekja hann frá heimili syst- ur sinnar.” “Eg vil ekki bíða hér þangað til hann kem- ur aftur. — ó, eg get eflaust náð þessum liljum sjálf.” “Hún teygÖi úr sér og seildist eftir þeim; en henni var ómögulegt að ná þeim. Hún braut langa grein af einu trénu og reyndi að ná þeim. En það fanst henni vera synd, því þá fylgdu löngu jurtaleggimir, mörg blöð og brum með, og alt blómakerfið ruglaðist. “ Ó, nú veit eg hvað eg vil; eg skal vaða út í tjörnina, eins og eg gerði stundum heima í litla læknum til að ná ‘gleym-mér-ey ’ og hom- sílum. Hingað kemur sjaldan nokkur maður. Alt fólkið er á ökrunum, og stúdentinn mun eflaust forðast að bera spírar með smágervu höndunum sínum, hann verður þá fyrst að fara út á akrana eða engjarnar, að sækja Martein eða Lars, og það tekur langan tíma. Það er þó indælt.” A svipstundu hafði hún tekið af sér skóna, farið úr sokkunum, lyft kjólnum upp með vinstri hendi, og hélt á vasahnífnum í þeirri hægri. Hún leit í kringum sig, hljóp eins og ungur hjörtur til og frá berfætt og gægðist inn í braut- ina, sem lá þangað, og inn á milli trjánna. Þar var enginn, og það kom enginn, og þar var sú dauSakyrð, að maður heyrði suðuna í flugunum og drunurnar í býflugunum í rósa- runnunum. Nú sté hún öðrum fætinum út i vatnið og svo hinum. Það var dýpra, en hún hafði haldið, svo hún varð að toga kjólinn hærra upp; en hvað gerði það? Þar var enginn ann- ar en bíflugur og flugur til að tauta um, hve in- dæla sýn þær sáu. Nú, nú, fljótt; og þaraa er indæl lilja; já, en þarna lengra út er þó ein, sem er enn þá yndislegri, og svo hefir hún líka svo aðdáanlegt brum niður hangandi — hún gæti litið svo aðdáanlega út ofan á ljósleitu fléttun- um. Nú, þar náði hún henni. Hún stóð eitt augnablik kyr til að skoÖa þenna mikla feng sinn; það yrði nú erfiðara að komast aftur til lands, ef maður ætti ekki að verða rennvotur, en til allrar lukku var enginn í nálægð, svo það gerði ekki neitt, þó kjóllinn væri dreginn hærra upp. Hún fór að snúa sér við. “Standið kyrrar, þér þaraa úti — Najade! Hebe! Aphrodite! eða hvað sem þér heitið,” hrópaði rödd, svo það var sem þruma liði yfir kyrlátu tjörnina. Hún misti helminginn af blómunum, svo bilt varð henni við. Já, beint á móti henni, eins og hann hefði fallið niður úr skýjunum, stóð hár, hörunds- dökkur maður með uppmjóan, hringmyndaðan hatt á höfðinu; við hlið hans var opinn málara- stóll og pentgrind með mynd á. “ Já, fyrirgefið mér, ungfrú!” sagði röddin aftur dálítið blíðari og eins og sannfærandi, o_g svo heilsaði hann henni með göfugri kurteisi. “Verið þér kyrrar, ef þér hafið ögn af mild- leika með ódauðlegu starfi. Verið þér kyrrar enn þá í fjórar, í lengsta lagi fimm eða sex mínútur enn þá. Vatnið er volgt, þér getið ekki orðið innkulsa, og þér eruð svo fallegar, að eg verð að hafa yður með fullu fjöri eins og þér eruð. Segið já, við eyðum tímanum, segið já, eftir á skal eg segja hver eg er, heilsa yður og hváð sem þér viljið; segið já!” “Nei,” svaraði hún, en stóð kyr eins og myndastytta; hún sá, að það var ekki svo auð- velt að komast á land, á meðan hann stóð þarna og athugaði allar hreyfingar hennar og alt sem hún gerði. Þessi vandræði gerðu hana enn þá fegurri, sem ekki duldist glöggskygni hans. “Sögðuð þér nei?” spurði haxm glettnis- lega, “þá stel eg skónum yðar og sokkunum á bekknum, áður en þér komið á land, og hvað gerið þér svo?” “Þá geng eg heim berfætt,” svaraði hun djarflega. “ Jæja,” svaraði hann eins og áður, “þá sezt eg héraa á bakkann og veiti mér þá ánægju að sjá yður stíga á landj ímyndandi mér að eg sé Grikkland og þér Aphrodite, sem stigið upp úr bylgjum hafsins. Lízt yður betur á þetta en að verða við sanngjarnri ósk vesalings lista- manns?”’ “Nei, eg verð kyr,” svaraði Filia, “en með því óskeikula skilyrði, að þér farið undir eins og gerið enga tilraun til að líta eftir mér, þegar þessar fimm mínútur eru liðnar.” “Þér skuluð sjá, að yÖar er að skipa, mitt að hlýða. Eg er yður innilega þakklátur!” svaraði hann, greip pensilinn og fór strax að mála. “Snúið yður ögn til hægri — ögn meira — þetta er ágætt. Kjóllinn yðar kemur við vatn- ið, nei, vinstri hendin verður að lyfta kjólnum tipp — gott. Og svo langa liljan, sem þér mist- uð, getið þér náð henni? Þetta er aðdáanlegt. Þér getið ráðið yfir mér í heilt á, frá þessan stundu. Yður er óhætt að tala, einkum að líta dálítið upp á við, sáuð þér þennan spóa? Er- uð þér mjög reiðar við mig?” Hún hugsaði svo mikið um göngu sma a land og um það, að stúdentinn kynni að koma og sjá þetta leiðinlega ásigkomulag, að hún hafði enga hugmynd um hið aðdáandi augna- tillit, sem málarinn sendi henni. Án þess að vera fagurt, var andlit hans myndarlegt, gáfulegt, margbreytt og hreyfan- legt- Hann var alls ekki ungur; leit út fynr að vera rúmlega þrítugur. Það var auðvelt að sjá á andlitsdráttum hans, að hann hafði átt við margt að berjast; en alt benti þó á, að sjálfs- stjóm hans og andlegir hæfileikar, höfðu setið við stýrið, annars hefði hann naumast verið jafn rólegur , jafn mikið samræmi í drattunum og svo göfugt útlit á allri persónu hans. >HSHXH£HBHXNSH£HSHSHZIHæHZHEHXH3HSW3HBHSHKH&H8H&HSHSH« H E M __ ________ H S Rjómasendendur veitið athygli! Sendið oss næsta rjómadunkinn. Munuð þér verða meira en ánægðir með árangurinn. Vér höfum aldrei haft óánægð- an viðskiftavin enn, og munum aldrei hafa. Vér greiðum hæsta markaðsverð og ábyrgjumst að þér verðið ánægðir með viðskifti vor. Skrifið oss og biðjið um merkiseðla. Modern Dairy Ltd. ST. BONIFACE, MAN. H æ ■ s H 3 H 3 H 3 H KHKHKKEMES'lKSfSMSMæMEMæHEMEMBMEHEHEKSHSHEHSMSHKMSMSMEMa Nýjasta o“ bezta BRAUÐTEGUNDIN Búin til með ágœtasta rjómabús smjöri ..........„ BAMBfBBEW) o«n^ Það er smjörið í Bamby brauði, sem gerir það öllu öðru brauði betra. Hvert einaata brauð í umbúðum. Kaupið þessa brauðtegund strax í dag! Fæst hjá mat- vörukaupmanninum, Canada Bread umferðasölum eða með því að hringja upp B2017-2018. Canada Bread Co. Liraited A. A. RYLEY, Manager í Winnipeg I Biðjið um x x x i f i i i i RIEDLES BJÓR LAGER ♦> Og STOUT ♦> The Riedle Brewery | Stadacona & Talbot, - Winnipeg ♦!♦ f Phone 57 241 ♦]> Filiu grunaði ekki hvemig haxm leit út; hún þekti að eins hina skipandi rödd hans, henni myndi hún eftir alla æfi sína, sagði hún við sjálfa sig. Hvers vegna vogaði haxm að á- varpa hana þannig? Já, bið þú að eins, þangað til eg mæti þér á landi, hugsaði hún. Filia vissi ekki hvað tímanum leið; en henni fanst, að þessar fimm mínútur væru liðnar að minsta kosti fimm sinnum. “Nú er eg að verða búinn. — Eruð þér mjög þreyttar?” spurði hann. “Já,” svaraði hún styttingslega. “En hvað það er viðfeldið, að heyra yður segja já, það fer yður miklu betur en neiið,’ sagði hann spangandi. “Eg held að hann sé að hæðast að mér,” hugsaði Filia; “já, bíðum bara þangað til við mætumst á landi,” huggaði hún sig með að hugsa.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.