Lögberg - 06.10.1927, Blaðsíða 3

Lögberg - 06.10.1927, Blaðsíða 3
LÖGBÐRG, FIMTUDAGINN 6. OKTÓBER 1927. Bla. S. Máttur sólar. J?yrirlcstur fluttur af Jónasi Krist- jánssyni héraðslœkni í Kvcnnaskól- anum á Blönduósi nm sumartnálin 1925. Flestir munu hafa heyrlt ^etið þeirra þjóÖa, er eldsdýrkendur voru kallaðar. Þær voru í raun og veru sólardýrkendur og tignuÖu eldinn, sem ímynd sólarinnar. Þessar þjóð- ir stóÖu að mörgu leyti á lágu menn- ingarstigi, en þær höfðu samt veitt því eftirtekt, aö sólin er uppspretta og viðhald alls, sem lifir á jörðinni, þótt ofurmagn sólarhitans eyði- leggi sumstaðar allan jurtagróður, þar sem regn og vatn vantaði til þess að vökva og draga úr áhrifum hins brennandi sólarhita. Sumir fomaldarmenn, forfeður vorir, þeir er voru best siðaðir og vitrastir, trúðu á þann er sólina Fafði skapað, og fólu önd sína hon- um, er þeir lögðu af stað í hina hinstu för, leiðina, sem liggur út yfir endimörk þessa lífs. Þessir menn höfðu líka fengið vissu fyrir ■því, að sólin væri uppspretta og viðhald alls, sem lifir, og þess vegna hlyti sá að vera máttugur og gæsku- ríkur ,sem sólina hefði skapað. í hinu gullfagra Eddukvæði “Sólarljóðum” segir svo á einum stað: “Sól ek sá; svá þótti mjer sem sæak göfgan goð; henni ak laut hinzta sinni alda heimi í.” Þegar menn rannsaka og athuga sólarljósið eftir því, sem vísindaleg þekking á því leyfir, þá birtist mönnum heill heimur fullur drott- ins dásemdarverka. Sólargeislarnir eru fyrst og fremst uppspfetta og fyrsta orsök nærri þvi allrar orku á jörðu vorri, svo að segja hverr- ar tegundar sem er. Sólin hefir nú um óendanlega margar aldaraðir helt yfir jörðina steypiflóði orku og yls í mynd sólargeisla. Ekkert verður að engu. Mikið af þessari orku hefur safnast fyrir og myndað heil lög í jarðskorpunni. Það er þessi orkuforði, sem notaður er, þegar skipin eru knúin áfram yfir höfin eða gufúvagnar og bílar yfir landið, með því að kynda í þeim annað hvort kolum eða olíu. Það er líka orka sólarinnar, sem veldur því, að unt er að nota vindinn til þess að sigla skipum yfir höfin, eða að nota fossaflið til kraftfram- leiðslu, t. d. til framleiðslu á raf- orku. Vér vitum að orka sú, er menn - og dýr fá úr fæðunni, er orka sól- argeislanna. Blaðgrænkan á grösum og jurtum höndlar sólargeislana og geymir þá. Með öðrum orðum, fæða manna og dýra er að miklu leyti ekki annað en sólarljósið breytt í fast efni. Hvaðan kom ljfið til jarðarinnar eða á hvern hátt? Það vita menn ekki. Vísindin hafa, enn sem komið er, a8 eins komið fram með getgátur um það. Hitt vita menn, að fyrst lengi vel, hefir jörð- in verið svo heit, að á henni gat ekkert lif þrifist, en þegar hún kolnaði, fór að geta þrifist líf á henni. Það lif hefir að vísu verið fábreytt og ófullkomið í fyrstu. En hvaðan kom lífið fyrst, eða hvernig varð það til? Sennilegt er að það hafi fyrst orðið til fyrir skapandi öfl sólargeislanna, á sama hátt og sólin eykur enn þá sífelt marg- breytm alls þess sem lifir, þó sú framþróun fari afarhægt, svo hægt, að vér getum tæplega orðið þess vanr á voru skamma æfiskeiði. Einna einföldust tegund lífs, sem ver þekkjum, er amöban, örlitill shmkekkur. Þessi litli slimkekkur hefir þó lí.fræna byggingu, tekur til sm fæðu, í honum verða einnig efnaskifti, þó i ófullkomnara mæli sé en hjá dýrum, sem komin eru hærra i sköppnarstiganum. Smám saman hefir( bygging líffæranna orðið margbreyttari og tegundirnar fleiri. Hvert líffæri hefir tekið að séra eitthvert ákveðið starf i þjón- ustu einstaklingsins. Þannig eru augun í Iægstu dýrum aðeins örlít- ill dökkur blettur, þakinn fínni húð, Gott Fyrir Heilsulítið og Taugaveiklað Fólk. Fólk, sem er heilsulítið, tauga- veiklað, máttfarið og kjarklítið, ætti að.nota Nuga-Tone, því það er ágætis meðal til að byggja upp líkamann. Meðal þetta hefir að geyma. átta af þeim efnum, sem visindin hafa fundið að nauðsyn- leg eru til þess að blóðið verði rautt og heilbrigt, taugarnar styrkar og heilsan haldist í góðu lagi, eða nái sér, ef hún er farin að bila. _ Nuga-Tone er sérstaklega gott við alla konar magaveiki, melting- arelysi, gasi í maganum og veikindum í nýrunum og lifr- inni og fleira þess konar. Það byggir upp allan Ifkamann, veitir endurnærandi svefn, losar mann við höfuðverk. og ýmsa fleiri kvilla, og veitir þér aukinn áhuga og dugnað og gerir líkamann sterkari, svo hann hefir meira mótstöðuafl gegn sjúkdómum. — Fáðu þér Nuga-Tone í einhverri lyfjabúðinni. Því fvlgir full á- byrgð um að bú verðir fyllilega ánægður með það, eða nen'ingun- um er skilað aftur. Neitaðu eft- irlíkingum, þvf ekkert getur jafn- ast við Nuga-Tone. viðkvæmri fyrir áhrifum ljóssins. Fjölbreytni náttúrunnar hefir þann- ig vaxið frá fyrstu tímum sköpun- arinnar, og hún heldur áfram enn þann dag í dag. Maðurinn er fullkomnasta vera jarðarinnar. Líffæri hans eru full- komnust að gerð, sérstaklega heil- inn og taugakerfið. Hann hefur þess vegna yfirburði vitsins fram yfir önnur dýr. Það er óhætt að fullyrða, að maðurinn er ekki siður en alt annað lifandi kominn út úr sólarljósinu og til orðinn fyrir á- hrif þess. Svo að segja sprottinn upp úr jarðveginum fyrir áhrif hinna skapandi krafta sólarljóssins, aðeins ekki jarðfastur eins og tré í skógi, heldur megnugur þess að hreyfa sig og taka sér næringu úr umhverfi sínu, þar sem hún er fyrir hendi. Sólin er allstaðar höfð sem tákn birtu og yls, lífs og þróunar. Skáld- in hafa vegsamað hana og kveðið henni lof í yndisfögrum kvæðum. T. d. “Ó, blessuð vertu sumarsól,” “Blessuð sólin elskar alt” .... o. fl. Þegar stofublóm eru sett út í glugga, þar sem sólar nýtur, beygja þau blóm sín og blöð í áttina til sól- arinnar. Þau reyna að teyga sem mest af geislum hennar. Á kvöld- in loka 'blómin krónum sínum, eins og þau búist við að falla í svefn. En þegar hinir vermandi geislar morgunsólarinnar gægjast inn um gluggann, er eins og þau vakni. Þau opna krónur sínar og breiða blöð sín sem best á móti sólargeislunum, til þess að njóta þeirra, eins og þau vildu fagna ástvini útbreiddum faðmi. Þannig hefur sólin vakið alt til lífs á jörðunni, jafnframt því, að hún viðheldur og endurnærir alt, sem lifir, bæði jurtir og dýr. Að vísu þarf meiri skilyrði til þróunar öllu lífi en geisla sólarinnar, svo sem jarðveg eða næringu, vatn eða raka og loft eða súrefni, að öðrum kosti brennir sólin allan gróður. Efalaust hafa flestir veitt þeim blómum eða grösum eftirtekt, er vaxa í ónógri birtu, eða á sólarlitl- um stöðum. Þau verða fölari en önnur grös, hafa minni blaðgrænku en þau grös og blóm er vaxa i sterk- ari sólarbirtu. Að því leyti Svipar blaðgrænkunni í grösum til rauðu blóðkornanna í blóði dýra. Þær jurtir, sem vaxa og lifa í ónógu sólarljósi bera þess menjar á marga lund. Þær verða linar og veiklu- legar, ekki ósvipað börnum, sem al- ast upp í þröngri, ljóslítilli og rakri kjallaraholu. Þau börn fá bein- kröm, eru blóðlítil og föl vegna skorts á sólarljósi. Þannig er sólar- ljósið jafn mikil lífsnauðsyn bæöi jurtum og dýrum til vaxtar og þrifa. í hörundi þeirra manna, sem dvelja að staðaldri í sterku sólar- ljósi, myndast litarefni, svo þeir verða dökkir á hörund. Plöntur þær, er alast upp í sterku sólskini fá líka sterkari grænan lit en ella, á svipaðan hátt og litarefnið (V\g- ment) myndast í hörundi manna, vegna áhrifa sterkra sólargeisla. Blaðgrænkan í jurtum og grösum höndlar sólarljósið, safnar því sam- an og notar það sem orkusafn til þess að þær geti unnið sitt ætlunar- verk. Það er talið að litarefnið í horundi manna og þær frumur, er því safna, hafi svipaða þýðingu fyrir menn. Vér tölum oft um kraftaverk, sólin vinnur kraftaverk á hverjum degi, allstaðar þar sem hún skín. Sólarljósið styður á tvennan hátt að þrifum, þroska og velliðan allra dýra, og er þeim beinlínis lifsskil- yrði. 1. með því að orka beint á þau sjálf og umhverfi þeirra. 2. með fæðunni, sem til er orSin vegna á- hrifa solarljossins á jurtirnar. Að því er fyrra atriðið snertir, þá lifir engin skepna til lengdar sé hún með öllu svift áhrifum sólar- ljóssins. öll þau dýr, sem andann draga, þurfa að and að sér hreinu lofti, lofti, sem sólargeislarnir hafa farið í gegn um, hreinsað og vermt. Andrúmsloft, sem ekki hefur orðið fyrir áhrifum sólarljóssins, er kall- að dautt loft, og er vanalega ban- vænt, ef sólarljósið hefur ekki náð að verka á það í langan tíma, og það ekki orðið fyrir hreyfingu. Þar að auki verka sólargeislamir hress- andi, lífgandi og vermandi á öll dýr með skini sínu. Þeir magna því orku í líkan hátt og þegar raf- geymir er hlaðinn raforku, er svo má taka til þegar nauðsyn krefur. Sólargeislarnir örfa öll ^fnaskifti líkamans, og sérstaklega þó þeir geislar þess, sem kallaðir em ultra- violettir geislar. Efnaskifti líkamans eru daufari og tregari í myrkri en í birtu, sérstaklega í sterku sólskini. Gerlar og sýklar þola miklu ver bein áhrif sterkra sólargeisla, held- ur en holdið og frumur þess, sem þakið er húð. Á því byggist lækn- ing berklaveiki með sterkum sólar- geislum. 'Hinsvegar styrkja sólar- geislarnir allar frumur líkamans, og færa þeim viðbótarorku, svo að efnaskifti líkamans eða lífsbraninn verður miklum mun öflugri en ella. Ljósið á lampa lífsins brennur með skærajri loga og meira krafti, svo menn njóta lífsins í miklu fyllri mæli en ella. Á þessu byggjast all- ar ljóslækningar. Niels Finsen not- áði fyrstur lækna sólargeislana til þess að lækna berklaveiki og gerði margar tilraunir um áhrif sólar- geislanna á lifandi verur. En sójskinið og veðráttan er stop- ul í flestum löndum, þó mismun- andi sé. í sólríkum löndum, svo sem Svis3, hafa verið reist hæli fyr- ir berklaveika, og hefur fengist mjög góður árangur af því. Enn- fremur hafa menn framleitt ljós með raforku, ljós, sem að mörgu leyti líkist sólarljósinu, þó ekki komist til jafns við það. Sem slík ljós má nefna Fjallasólina eða Ku- artslampann og Kolabogaljósið. Þessi ljós era hin mesta hjálp í bar- áttunni við berklaveikina. En eng- inn skyldi ætla, að þessi ljós taki sólarljósinu fram að læknandi krafti og sem orkugefandi lind fyr- ir heila og sjúka. Þessi tjós, sem menn búa til, og kynda raforku, eru aðeins eftirlíking og léleg stæl- ing eða uppbót sólarljóssins, en dýrmæt þó, þar sem aðaluppsprett- una brestur eins tilfinnanlega eins og á voru sólarsnauða og kalda landi. í þessu sambandi má geta þess, að sólskin gegn um gler kemur ekki að fullum notum vegna þess, að vanalegt rúðugler sleppir ekki fjólubláu eða ultraviolettu geislun- um í gegn um sig, en þeir geislar eru lang kröftugastir til lækninga, og sem orkugjafi. Þess vegna kem- ur það ekki að fullum notum að hafa stóra glugga í húsum. Kvarts- glerið, sem kvartslamparnir era búnir til úr, sleppa aftur á móti bláu geislunum gegnum sig, en það gler er bæði dýrt, og brothætt mjög. Læknum er það vel ljóst, hvaða áhrif það hefur á börn og unglinga ef þau ala mestan hluta aldurs síns í sólarlitlum og rökum húsakynnum, t. d. kjölluram. Áhrifin verða hin sömu og á grös og blóm, sem vaxa upp á dimmum stöðum. Börnin verða óhraust, blóðlítil, fá beinkröm og ýmisleg vanþrif, sem stafa af skorti á hinum skapandi krafti sól- argeislanna. Þessum börnum er miklu hættara, að öðru jöfnu, við að fá berklaveiki, og það jafnvel þó þau hafi sæmilegt fæði. Bein- kröm er allmikið tíðari í þeim lönd- um, þar sem er eyjaloftslag og mik- ill loftraki, en þar sem sólar nýtur vel. Svipað má segja um berkla- veiki, þó margt komi þar fleira til greina. ísland er svo norðarlega á hnettinum, að sólargeislarnir, sem á það falla eru dreifðir og strjálir. Þess vegna er oss nauðsyn á, að geta notið sem best þeirra sólar- geisla, sem oss falla í skaut. En mikið vantar á að vér njótum þess- ara gæða, sem að oss era rétt, svo sem unt væri. Vér lifum í sólar- litlum, köldum og rökum húsa- kynnum, og er óhætt að telja það eina orsökina til hinnar útbreiddu berklaveiki hér á landi. Berklaveik- in hefur verið kölluð “Hvíti dauð- inn.” Hún er sjúkdómur skuggans og sólarleysisins. Orsökin til hinna bágbornu húsakynna hér á landi er ekkr eingöngu fátækt, heldur þekk- ingarskortur, og lágt menningará- stand. Margir hafa leitast við að bæta húsakynni sín í sveitum lands- ins síðustu árin, og kostað miklu fé til, en sum af þeim húsum hafa reynst jafnvel lélegri bústaðir en görwlu bæirnir voru, sem þeir rifu, vegna þess að nýju húsin reyndust bæði köld og rök, þó bjartari væru. Þessu olli þekkingarskortur. Þá kem eg að hinu síðara atrið- inu, þrifum þeim, er fæðan veitir líkamanum. Það hefir verið tekið fram, að öll fæða, bæöi dýra og manna, væri til orðin og mynduð fyrir áhrif sólarljóssins á plönt- urnar. Menn neyta annað hvort plöntufæðu eins og hún kemur fyr- ir í náttúrunni, eða vér látum dýr neyta henna fyrst, og étum svo hold dýranna, látum dýr breyta jurtum og grösum í mjólk og kjöt. Til þess að fæðan geti kallast holl og heil- næm, verður hún að innihalda næga sólarorku. Að öðram kosti megnar hún ekki til lengdar að viðhalda líkamaniim, endurnæra hann og bæta honum upp það slit og þá eyðslu er efnaskifti og erfiði hafa í för með sér. Ef mikið brestur á þessa orku, fara efnaskifti líkamans út um þúfur, lifsbraninn verður dapur og daufur. Ljósið á lampa lífsins dvínar og deyr að síðustu. Það köllum vér sjúkdóm og dauða. Á hinum síðustu árum hafa menn orðið margs vísari um þau efni, sem á útlendu máli eru köll- uð “Vitamina,” en sem eg kalla hér lífgjafaefni. Af þeim eru nú þekt- ar 4 tegundir. Lífgjafaefnin koma fyrir í blaðgrænku allra jurta og grasa. Þaðan fá dýrin þau. Þau safnast saman í líkama þeirra og koma fyrir í mjólkinni, svo ung- viðin fá strax með móðurmjólkinni nægilegt af lífgjafaefnum sér ti vaxtar og þrifa. Sýnir þetta meðal annars hversu náttúran er hög og forsjál í búskap sinum. * 1 öllum korntegundum og ávöxt- um er meira og minna af lífgjafa- efnum, og koma þau næstum ein- göngu fyrir undir hýðinu á korn- inu eða ávöxtunum. En hvað er svo þetta, sem við köllum “lífgjafa- efni,” þetta kynjasamband eða kynjaefni, sem er næstum því álíka nauðsynlegt fyrir alt, sem lífsanda dregur, og sjálft lífsloftið eða sól- arljósið? Þessu er að miklu leyti ósvarað ennþá. Það er langt frá því að vísindin hafi rannsakað það til hlítar. En ekki virðist nein fjar- stæða að segja, að vitamina eða líf- gjafaefni séu að miklu leyti "mate- rialiserað” sólarljós eða sólargeislar föstu formi og bundnir í efni. Lífgjafaefnin hafa sams konar þýð- ingu fyrir þrif líkamans og sólar- geislarnir á líkamann og umhverfi hans. Því það er þegar löngu kunn- ugt, að ekkert dýr lifir til lengdar ef lifgjafaefnin eru annað' hvoirt tekin burtu úr fæðunni eða eyði- lögð á einn eða annan hátt. Það er kunnugt, að lífgjafaefnin hafa vald á eðlilegum vexti og þrifum ungra dýra, og stjórna yfir höfuS efnaskiftingum likamans, svo lífs- bruni allra dýra verður á hverfanda hveli ef fæða þeirra inniheldur ekki nægilega mikið af þessum lifs- elexír. Sólargeislarnir eða sólarorkan verkar því á menn og málleysingja á tvenns konar hátt, eða bæði útvortis og innvortis, bæði með beinni út- vortis geislun og svo með innvortis- geislun fyrir áhrif lífgjafaefnanna í fæðunni. Áhrif sólargeislanna verða xmnig á allan líkamann í heild sinni. Menn, dýr og jurtir, eða alt lifandi, er til orðið fyrir áhrif sól- arorkunnar. Það má svo að orði kveða, að maðurinn sé genginn út úr sólarljósinu. Það er líka sólar- Ijósið, sem fóstrar hann og fóðrar og elur önn fyrir honum á alla lund meðan hann Iifir. Framh. brunaelifarnar voru alls óhreyfð- ar þar undir. Getur verið, að Sig- urður hafi komist niður á gólf I eldhús'i, sem þarna hefir staðið síðar og leifar fundust af ofar. Þar fann eg seyði, sem síðan hef- ir verið bygð eldstó ofan á og voru þar ýmsar brunaleifar í kring eft- ir eldamensku. En ekki hefir Sig- urður komið alveg þar niður á, því að þetta var óhreyft. Ef til vill hefir hann grafið niður við hliðina á eldastónni og komið þar niður á torfösku og brunaleifar frá mateldun. Fornleifarannsóknir á BergþórshvolL Þeim er nú lokið á þessu sumri. Frásögn Matthíasar Þórðar- sonar, þjóðminjavarðar. Matthías Þórðarson þjóðminja- vörður, er nýkominn til bæjarins austan frá Bergþórshvoli, og er hættur rannsóknum þar á þ essu sumri. Kom hann ekki alveg tóm- hentur, því að hann hafði með- ferðis rúmlega 20 kassa fulla af allskonar gripum, sem hann hef- ir grafið úr jörðu þar eystra. Morgunblaðið hefir átt tal við Matthías um rannsóknirnar og spurt hann um ýmislegt, þeim viðvíkjandi. , — Hvað hefir verið grafið djúpt? —Gryfjan, sem við höfum graf- ið á Bergþórshvoli, er yfirleitt 2.30 metra djúp, en prófgryfjur lét eg gera niður úr þriggja metra dýpt, eða alveg niður á óhreyfða jörð. Er þó dálítið misjafnlega djúpt niður á hana, því að þarna hefir áður verið ávali á hólran- anum. Leifar Njálsbrennu? —^Fundust nokkrar leifar Njáls- brennu? —Rétt norðaustan við hið eigin- lega bæjarstæði komu fram mjög glöggvar brennuleifar svo djúpt niðri, að kalla má að þær séu á ó- hreyfðrii jörð. Var brunalagið um 5--15 cm. þykt. Þama fundum við, auk rafta og viða, kornstengur og korn, jafnvel heil öx. Hús þetta hefir snúið frá suðvestri til norð- austurs, eða nær þvert við þau bæjarhús, sem hafa staðið þarna hjá síðar. Suðvesturendinn var ó- glöggur, hefir eitthvað verið hróflað við honum, en fyrir norð- austurendann fór eg ekki alveg, Nær hann út undir grafarbakk- ann, sem var nú Orðinn allhár þarna. Er það ætlun mín, að þarna hafi staðið útibúr eð korn- skemma, og að kornið, sem við fundum, sé íslenzkt bygg, sem ræktað var hér í fornöld. Tel eg miklar líkur til þess, að brunaleifar þessar starfi frá Njáls brennu, þar sem hús þetta hefir staðið á óhreyfðri jörð, svo að segja, og árdiðanlega brunnið En aðrara minjar frá Njálsbrennu fundust ekki, svo fullvíst verði talið. Ef bær Njáls hefir verið á þessum hól, hefir hann staðið sunnar, þar sem nú er kálgarður- inn fyrir sunnan og útsunnan nýja íbúðarhúsið. —Hvar gróf Sigurður Vigfús- son, eða funduð þér grafir hans? —Ekki gátum Við fundið nein- ar skýrar minjar eftir grafir Sig urðar Vigfússonar, er hann gróf að húsabaki 1883 og 1885; en þeg ar gryfjubakkinn fór að þorna virtist hann bera annarlegan og sérstakan lit á einum stað, 0g má ver, að það stafi frá greftri Sig- urðar, enda á sVipuðum stað og mælt er að Sigurður hafi grafið, Er það nærri því rétt yfir bruna rústunum, en ekki mun Sigurður hafa grafið svo djúpt, því að Leirkerið. —Hvað segið þér oss um Is- lenzka leirkerið? —Úti undir norðurhorni gryfj- unnar fann eg le'irkerið, sem áð- ur hefir verið getið. Er það gert úr mjúkum, ljósbleikum leiri á þann hátt, að leirnum hefir verið hnoðað í gróf, sem gerð hefir ver- ið í gólfið. Kerið er alveg heilt, og eins og frá því var gengið, því að það hefir haldist rakt í vætu úr jarðveginum. Menn vissu ekki til þess áður, að slík ker hefði ver- ið gerð hér á landi. Þarna hefir sennilega verið smiðja, og kerið notað undir vatn til að kæla eða herða járn í. Þar var mikil aska umhverfis og eldbrunnar hellur, og aska var í kerinu sjálfu. Rétt hjá voru tvær grófir, önnur hring- mynduð, en hin aflöng. Hefir ekki verið hnoðað leir innan í þær, en málmsteypusandur virtist vera í annari. Eftir því sem mæl ingar 0g rannsóknir á svæðinu benda til, mun kerið og grófirnar vera frá því um 1200. Því miður er ekki hægt að flytja kerið á safnið, því að það mun alt molna sundur er það þornar. Verður því að láta nægja myndir af því, eða afsteypu. Það, sem fundist hefir. —Hvað er merkast af því, sem fundist hefir? Alls hefi eg skrásett 716 nú- mer af fundnum munum og er fjöldi þeirra úr steini. Meðal þess merkasta er fundist hefir af mun- um, má nefna skyrsáina, sem áður er getið, og þrjú kerför önnur, sem fundust djúpt í jörð. Var eitt )eirra mjög stórt, en hin tvö, sem eru rétt hjá, eru lítil. Utan um stóra kerið og annað litla kerið, hefir verið látinn sandur, en utan um hitt leirmold fyrst og sandlag jar fyrir utan og Undir. Kerför )essi hafa haldið sér fullkomlega eins vel og sáirnir, og sáust leifar af gjörðunum innan í þeim. — Þykir mér ekki ólíklegt, að ker jessi hafi verið notuð til ölgerð- ar á sínum tima. Þá eru rauðablástursgrófirnar ekki síður merkilegar, sérstaklega hin stærri, sem í var járngrýtið. Seyðamir eru og mjög merki- legir. Hafa þeir geymst svo vel, að fyrirkomulag þeirra sást alt glögt 0g vita menn nú hvernig seyðar hafa verið í fornöld. í Njálsbrennu er getið um seyð í frásögunni um brennuna: “Þá sagði Skarphéðinn: Eld kveykið þér nú sveinar, eða hvárij skal nú búa til seyðis? Grani Gunnars- son svaraði: Svá skal þat vera og skalt þú eigi þurfa heitara at baka.” Seyðin og rauðablástursgrófirn- ar verður því miður ekki hægt að varðveita og verður að láta sér nægja myndir og lýsingar af þeim. *Var þar mikilli ösku at moka.” —Funduð þér fleiri brunaleif- ar? — Syðst í grófinni komum við niður á afarþykt öskulag, en það er ekki með vissu frá Njálsbrennu nema því að eins, að askan hafi verið færð þarna saman við rann- sóknir eða byggingar. Þyknaði lag þetta er sunnar dró og sýnir að hólnum hefir á þeim tíma hall- að þar til suðurs. öskulag þetta nær suður undir kálgarðinn, og varð eigi enn rannsakað alt. Get- ur verið, að það stafi frá Njáls- brennu og hafi þá bærinn staðið þar sem kálgarðurinn er nú, eða jafnvel vestar en við grófum. Það má sjá það á yfirborðinu fyrir vestan gryfjuna, að bæjarhús hafa stundum náð lengra vestur en á seinustu öld; þótt þar sé nú gróið tún, mótar enn fyrir húsa- tóftum. Er því ekki síður ástæða til þess að rannsaka hól'inn lengra vestur, heldur en þar sem nú hef ir verið rannsakað, og eins sunn an og austan við húsið. Ýmsar fornminjar. Það yrði of langt mál, að telja gripi þá, sem eg fann, en geta má vetlingar, slitur af sokk og ef til vill strútur af hettu úr vaðmáli. Margt af þessu fanst í gömlura sorpgryfjum — þær fundust þrjár — og má vera að það hafi varð- veizt þar betur fyrir fúa, heldur en ef annars staðar hefði lent. Húsaskipan þarna á hverjum tíma má sjá nokkurn veginn, en ekki hve oft hefir verið bygt eins. Gólfskánir fundum við margar og mismun- andi, en það var ekki ætíð gott aí átta sig Ijóslega á þeim. Bæj- arhúsin hafa staðið þarna.á sama stað öld eftir öld. Fyrst hafa hús- in verið hvert við endann á öðru, en á seinní tímum hvert við ann- ars hlið. 1 Rannsókninni er nú lokið í sum- ar og verður grófin látin halda sér, nema hvað eg mun láta setja mold yfir leirkerið, ef ekki næst góð mynd af því eða gott mót. * * * Eins og sjá má á þessu, hafa rannsóknirnar á Bergþórshvoli í sumar borið stórkostlega mikinn árangur, enda þótt þær hafi ekki fyllilega leitt í ljós enn hvar bær Njáls hefir verið. En sjálf- sagt verður rannsóknunum þarna haldið áfram. Má vísa um það til álits H. Kjær, sem þirtist hér í blaðinu, hve mikil nauðsyn er % því að halda rannsóknunum þarna áfram þangað til að öll kurl eru komin til grafar.—Mbl. 2. sep. NSHXHIHHjXHSHSIIStiSHSHIHXKSHIHtHIKISHSHINEflSHIilZHSHXHXJI Fire Prevention Week October 9th to 15th, 1927. Fire is either an indispensable friend or a vicious enemy, according to the way we treat it. Whilst fire has many ad- vantages, when combined with carelessness, it is the most dangerous enemy with which we have to deal. Carelessness is the cause of 70% of our fires, and the aim of Fire Prevention Week is to impress upon the public con- sciousness the enormity of our fire waste to the end that coft- ditions may be improved and fire carelessness eliminated. Therefore, prevent fire in your home. Remove all waste. Do not take risks. Better be safe than sorry. CULTIVATE CAREFULNESS. MANITOBA FIRE LOSS H X H S H s H H S H H S N S H ■ I | K S H S s H S H 55 M 55 H HSHSHSHXHSHXHXHXHXHSHSHSHSHSHSHSHSHXHXHSHXHXHXHXHSHSH þess, að í neðstu lögunum fanst ýmislegt merkilegt, svo sem stein lampi eða stéinkola, heil og mjög vel gerð úr móbergi, og er með stétt undir. Er hún að öllu vand aðri en aðrar steinkolur, sem fundist hafa hér á landi. Það sem fanst af málmleifum var mjög ómerkilegt. Sýnist svo sem málmgripir hafi geymst miklu ver í jörðu þarna heldur en ann að. Djúpt fanst t. d. nokkuð af spýtum og margskonar vefnaði sem var furðu lítið fúið. Flikur vor þetta að vísu, ekki nema belg- Total loss Bs- X timated by Per Capita Lives Losses Actually § Year Dominion Loss Sacrificed Paid by Insur- H Fire ance Companies M Commissioner s N 1922 .. $3.300,000.00 $5.26 30 $2,893,036.00 * 1923 .. 3,722,630.00 5.84 9 2,952,998.00 g 1924 .. 3,174,296.00 4.91 8 2,547,788.00 * 1925 .. 2,637,430.00 4.02 14 2.097,790.00 * 1926 .. 2,449,186.00 3.73 9 1,750,058.00 x Seventy lives lost and over fifteen million dollars wasted by fire in five years. Help to reduce this terrible sacrifice of human lives and wasted dollars by being careful! Published by authority of HON. W. R. CLUBB, Minister of Public Works and Fire Prevention Branch. H. McGRATH, Provincial Fire Commissioner, Winnipeg. x H X ■ X K X H X H H X 55 H X H Það eru 2 vegir til að kaupa brúkaðan bíl 1. —Að fara úr einum stað í annan og eyða tíma, kaupa svo bíl frá hinum og þessum ókunnum, sem ef til vill er ekki hægt að reiða sig á. eða 2. —Þegar þér eruð í Winnipeg, að fara þá beint til elzta og bezt þekta bif- reiðafélagsins í Canada, THE Mc- LAUGHLIN MOTOR CAR COM- PANY, LIMITED Þér keyptuð beztu kerruna hjá okkur, og nú getið þér fengið hjá oss bezta bílinn. 1925 Star Sedan ...... $695 1924 Maxwell Sedan .... 770 1925 Essex Coach ...... 545 1924 Chevrolet Touring 345 1924 Oakland Touring ... 595 1924 Oakland Four Pass Coupe ............... 795 1824 Hudson Coach..... 795 1921 Willis Knight .... 695 1921 Nash Touring ..... 650 1926 Oldsmobile Sedan $995 1925 McLaughlin Master Six Coach...........1250 1923 Studabaker Light Six Touring ........ 550 1922 McLaughlin S i x Touring ............ 450 1925 Dodge Coupe ...... 850 1923 Spec. Six Studabekar with winter top .. 650 1923 McLaughlin 7 Pas- senger Touring ..... 800 Ef þér kaupið hjá oss bíl, og framvísið þeis- ari auglýsingu, þá endurgreiðum vér járn- brautarfargjald yðar. Show Room & llsed Car Lot Used Car Stiow Roooi Cor. Maryland and Portage 216 Fort Street.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.