Lögberg


Lögberg - 06.10.1927, Qupperneq 4

Lögberg - 06.10.1927, Qupperneq 4
Bla. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. OKTÓBER 1927. \ IJdgberg Gefið út hvern Fimtudag af Tke Col- umbia Preas Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talaiinari N-6S27 oý N-6328 Einar P. Jónsson, Editor L/tanáskrift til blaðsina: TI(E eOlUN|Bi^ PRE8S, Ltd., Box 3172, Wirvnlpeg. ^aq. Utanáakrift ritstjórans: íOtTOB LOCBERC, Box 317* Winnlpog, N|mit. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram Tha "LOíbm*’' la prlntad and publlah.d br Tha Columblw Praaa, Llmlt.d, la tha Columbta Sutldlnc, <*S 8arcant Ava., Wlnnlpac, llanltoba. Markmið. Fjöldi fólks, hefir elt skuggann sinn langa æfi, og flotið sofandi að feigðarósi, sáróánægt við alt og alla, sökum þess að það hefir skort ákveðið markmið í lífinu. Það hefir verið að leita að misskildri lífshamingju, leitað langt yfir skamt, leitað fánýtra glitblóma ýfjarlægð, en gersamlega mist sjónar á “sóley í varpanum heima. ” Margir hafa árum saman, háð þrotlausa baráttu í leit eftir jarðneskum auðæfum einum, og mist sjónar á öllu öðru. Ýmsir hafa komist í álnir, nokkrir rakað saman fé, en fjöldinn komið úr leiðangrinum litlu,*eða engu nær. Auðlegð, sem safnað er saman á drengilegan hátt, með það markmið framundan, að stuðla að aukinni vellíðan hinna fátækari stétta, er sannur kjörgripur. En mikið fjársafn í svíð- ingshöndum, er ómælileg bölvun, hvaða þjóð- félagi sem er. Eigingimin í einstaklingslífinu, eða lífi þjóðanna, er undirrót hinnar mestu ó- hamingju. Heilbrigð nægjusemi, er dásamleg dygð, >sem leggja ber hina fylstu rækt við. Margir halda, að alt sé fengið með auðnum, að þar, og hvergi nema þar, sé hina sönnu lífs- hamingju að finna. Slíkt er misskilningur, sem hefnir sín grimmilega. Að vísu er það margt, sumt harla mikilvægt, er kaupa má við fé. En hamingju perlunnar þarf sjaldnast að leita á markaði kauphallarinnar. Hún er kjörgripur hjartans, og gengur hvorki kaupum né sölum. Þótt veita megi sér að vísu margvísleg þæg- indi með fé, þá er hitt þó bæði margt og mikil- vægt, sem undir engum kringumstæðum verður keypt með peningum. Sönn ást fæst ekki fyrir peninga. Sannur sálarfriður, fæst ekki fyrir peninga, og varanleg heilsa fæsti heldur ekki fyrir peninga, þótt komið geti þeir þar oft að góðu bráðabirgðahaldi. Það er svo langa langt frá, að auðmaður- inn, sem ekur um strætin í mörg þúsund dala bíl, sé ávalt hamingjusamur. Hún er það ekki ávalt heldur, skrautbúna frúin, sem reikar úr einni .búðinni í aðra daginn út og inn, og veitt getur sér alt, sem hugurinn girnist, bæði þarft og óþarft. lÆfi slíks fól'ks, getur verið ömur- leg og innihaldssnauð, engu að síður. Mark- miðið skortir, og það ríður baggamuninn. Sjálfsdýrkunin er megin-einkenni stefnuleys- ingjans, er ávalt lætur sér nægja grunnmiðin. Slíkur maður brýtur skip sitt fvr en varir, og druknar á þurru landi í óráðsvímu ímyndaðs ágætis. Hinn víðskygni leiðtogi verkamannaflokks- ins brezka, og fyrrum stjórnarformaðflr Bret- lands hins mikla, komst einhverju sinni svo að orði í ræðu: “Andleg aðalseinkenni góðs manns, eru fvrst og síðast í því fólgin, að hann glevmir sjálfum sér í látlausri baráttu fyrir velferð meðbræðra sinna. Þjónustusemin er dásam- legasta markmiðið, sem nokkur maður, ungur eða gamall, nokkru sinni hefir getað sett áér. 1 heimi þeim, sem vér enn lifum í, jafnast e'kk- ert, að því er eg hygg, á við sælukendina, sem því er samfara, að hafa velt völu úr vegi magp- þrota meðbræðra.” Maðksmognar hagsmunahvatir undirhyggju- mannsins, naga í sundnr fyr en varir, ræturnar að hans eigin lífstré, um leið og heiðríkju hug- sjónir hins sanna mannvinar, breyta dapurleik eyðimerknr þagnarinnar, í hrífandi lofsöng. TTmhverfið er þrungið af andlegum og efnisleg- um verðlnætum, er til boða standa hverjum þeim, er sett hefir sér ákveðið markmið, og eigi leítar langt yfir skamt. Ýmsir virðast þeirrar skoðunar^g það lík- legast hreint ekki svo fáir, að eftirsóknarverð- astar alls, séu hinar svonefndu hærri stöður í lífinu. Þeir, er líta líkt á, mvndu gott eitt af hljóta, að kvnna sér eilífðargildi eftirfylgjandi vísu, úr skáldsögunni dásamlegu, “Árni”, eftir Norðmannahöfðingjann ókrýnda, Björnstjerne Björnson: “Eg ætlaði að gera’ úr mér afbragðsmann— eg ætlaði langt burt, en veg ei fann, eg vildi með stórmennum standa, þéim stærstu í verki og anda. Nú sé eg hið dýrasta’ af drotni léð og dyggasta með sér að bera, er ekki að teljast þeim njestu með, en maður í reynd að vera.” Það er hverjum manni holt, að setja mark- ið hátt, sé fullrar dómgreindar gætt. Og þó að allir geti ekki náð hátröppu metorðastigans þá skortir ekki markmiðin samt. En dásamleg- asta markmiðið er bent á, í áðurgreindu guð- spjallsljóði Björnsons, sem sé það, að vera maður í reynd. Að slíku markmiði skvldu allir keppa, því þáð eitt er í órjúfanlegu samræmi við lífstilganginn mikla. Skygnst um frá Vimy, níu árum eftir styrjöldina miklu. Eftir Wilhelm Kristjánsson, B.A. Einar P. Jónsson íslenzkaði. (Niðurlag.) Fremsta skotgröf Winnipegmanna. Við héldum áfram förinni, í næsta breyti- legum hugleiðingum, hafandi um það að eins óljósan grun, hvemig nú myndi umhorfs vera á hinum fornu stöðvum. För okkar lá eftir gersamlega óþektum vegi, er aldrei hafði not- aður verið í gamla daga, unz fram undan kom í ljós löng, grann skotgröf. Var það hin fremsta skotgröf Winnipegmanna, opin og grynnri en jafnvel nokkru sinni fyr. Hið efra, tók við land auðnarinnar, — No Man’s Land, — undursamlega hljóðlátt og dapurlegt. Hver myndi hafa trúað slíku? Jafnvel vor eigin skotgröf, fremsta skotgröfin, í eyði og tóm! Hinu megin, svo sem sjötíu og fimm yards í burtu, lá hulin fremstu raðar skotgröf Þjóð- verja. Hún var eflaust í eyði líka, því nú mátti ekki lengur heyra hinn skarpa kúlnahvell þeirra, er á pegjum voru, né heldur fallbyssu- dynkina. Virtist þó hvorttveggja, við skjóta athugun, næsta ótrúlegt. Myndi skotgröfin enn vera jafn breið og rúmgóð og í fyrri daga, með hinum djúpu skýlum gegn kúlnahríð óvinanna? Ekkert svar veitt við þeirri óspurðu spurn- ingu, ekkert hljóð, engin merki. Hið nakta og gróðurbera land auðnarinnar, No Man’s Land, þandist fram undan laugað í sólskhii, og hvar- vetna ríkti djúp, órjúfandi þögn. Land auðn- arinnar bar enn á sér sömu einkennin og áður, — sama alvörusvipinn. Gaddavírsgirðingarn- ar voru nú að vísu horfnar, og minjarnar um hjaðningavígin úr sögunni. Hið dularjfulla um- hverfi náði sterkum tökum á hugsanalífi okk- ar, og við spurðum okkur ósjálfrátt þeirrar spurningar, hvort nokkru sinni myndi til þess koma á ný, að annar staður, slíkur sem No- Man’s Land, skyldi verða á dagskrá. A hægri hlið birtist æði stórrgígur, ekki ó- svipaður stórum kjallara á eyðilbýli. Gat það verið Kennedv gígurinn? Nei, það var tæpast hugsanlegt. Til þess var hann alt of smár, og svo sáust heldur hvergi merki sambands skot- grafarinnar, er vera átti þar harla nærri. Ef til vill lá hún lengra til hægri. Myndi hún vera þekkjanleg? Skýrar endurminningar kvikn- uðu í hugum okkar frá þeim tíma, er við oftar en einu sinni klöngruðumst eftir brúninni inn- anverðri, meðan gagnskotahríðin stóð sem hæst ' á þeim stöðvum. Jú, þarna var hún — tæplega eins hellismvnduð og okkur fanst að hún heréi átt að vera, en fullkomlega eins djúp og mikil að ummáli. Náði hún yfir drjúga spildu af breidd auðnarlandsins — No Man’s Land. Kennedy gígur. All-mikilfenglegur hafði okkur virst hann, við fyrstu sýn, er við á torsóttri för nutum sfcýlis undir brúnunum. Þurfti þar á allri Var- úð að halda, því spauglaust var að ná traustri fótfestu í bröttum og frosnum hallannm. Tafð- ist okfcur allmjög fyrir, söfcum brotinna gadda- vírsþátta, er í veginum voru, ásamt hinni lát- lausu sprengikúlnahríð. Veturinn stóð enn yfir. Eftir vorþíðuna myndi verða nokkuð öðru vísi umhorfs. Nú brá fyrir í huga okkar annari mvnd, — mynd frá þeim tíma, er kúlnaregn Þjóðverja hafði ^svo að segja tætt alt yfir.borð umhverfisins í sundur, og lögmál gereyðingarinnar virtist alls staðar vera að verki. Fram undan gat að líta dapurlegt, litbleikt svæði, þar sem á skiftist reykur, fluggneistar og regindjúp rökkurmóða. En nú voru ógnir hinna fyrri daga um garð gengnar. Umhverfis Kennedv gíg ríkti dauða- kyrð, og nú gat hver sem vildi reikað um, án þess að eiga nokkuð á hættunni. Fremstu-raðar skotgröf Ujóðverja, lá enn skamt ofan við gíginn, opin og rúmgóð sem fyr. Spölkorn til vinstri gat að líta öryggis- stöð, með reglubundnum trjábindingum beggja megin við innganginn, er minti á jarðgöng. Mátti heita, að alt væri þar með kyrrum kjör- um. Og víst var um það, að steinar þeir, er við létum falla niður um hinn dökka munna, virt- nst engri mótspyrnu sæta. Sennilega hefði það verið áhættulaust að fara þarna niður. En» við hugðum að réttast væri að valda engri truflun, og láta heldur alt í friði.. Þar sem “The Pimple ” láður var. Nú reikuðum við til ,baka inn á No Man’s Land, þar sem “The Pimple” áður var, en nú sást hvergi. Þessi sögulegu landamerki, ef svo mætti að orði kveða, hurfu með öllu þann 9. apríl 1917, og getur nú að líta á stöðvum þeim gíga mikla um þrjú fet á dýpt, er minna á eld- gos. Á lágri hæð, stendur minnismerki 44. déildarinnar, — örlítið vígi, með stríðsör á alla vegu. — Nóg vaij af hinum og þessum stríðsminjum hér og þar, svo sem vírvafningum, kúlnahrot- um, há-stígvélum og hverskonar dóti. Skamt frá Kennedy gíg, rennur samhands- skotgröfin inn í fremsturaðar línu. Ekki þurfti að fara langt ofan eftir þeirri skotgröf, til þess að komast í námunda við Souchez jarðgöngin, eða mynni þeirra. Eru þau full míla á lengd, “gerð um veturinn 1916 til 1917, gegn hemaðin- um um vorið, er hlaut að hafa ómælilegan fjölda slysa í för með sér. Næst fórum við niður í sambands skotgröf- ina, er með sínum ýmsu bugðum, var okkur að i nokkru kunn. Er lengra dró niður, komum við að mynninu á jarðgöngunum. Ekki sáust þar nokkur merki hins þiljaða inngangs, er þó skyldi verið hafa með kyrrum kjörum. Þvert yfir að líta, var alt eins og það átti að sér, og veggimir virtust enn ekki vera í nokkurri minstu hættu með að hrynja. Vissulega hlutu þetta að vera Souchez jarð- göngin. Að vísu höfðum við ekki farið þar niður nema einu sinni áður, og það í nátt- myrkri, með ekkert annað ljós, en blik skot- elda. * * « Kippkorn neðan við mynnið á jarðgönguu- um, hafði sambands skotgröfin hranið saman, og gengum við því um hríð að heita mátti á jafnsléttu. Rákum við okkur þar á brotna rommkrukku, með hinum kunnuglegu stöfum “S. R. D. ”, skýrum eins og nokkru sinni fyr. Hvað gat svo verið um annað að gera, en brjóta af henni glerlokið, og geyma það sem minja- grip? Litlu neðar fórum við fram hjá stað, þar sem B-flokkur Lewis skotdeildarinnar, hafði haft bækistöð sína, eða s»kýli. Stöð sú var nú ekki lengur sem allra traustust, þakið var úr bárujárni, með að eins tveim lögum af sand- pokum. Þá sömu nótt, eftir að við höfðum gengið út til hvíldar, hitti sprengikúla stöð þessa, og skildi um leið eina Lewis skotdeildina frá meg- in hersveitinni, er taka átti við. Við héldum áfram ferð okkar með fram rótum hæðarinnar og skotgröf einni, sem áður var þröng og djúp, og með köflum næsta erfið yfirferðar. Jafnvel nú, þrátt fyrir allar breytingamar, gat verið all-örðugt að klífa hana. Niður undir botni beygist skotgröfin all-mjög til hægri, þar sem skýlin gegn árásum óvinanna voru. Vígi þessi voru nú horfin, en litli fossinn, sem við upphaflega höfðum verið að svipast eftir, var enn í sama stað. Við höfðum sem sé leitað hans of langt til vinstri. Fossinn var breyttur. Það var eins og hlíðin hefði fallið niður á hann, líkt og hetta, og vatn- ið var hvergi nærri jafn tært og svalandi, og það átti að sér. Þvert yfir hinn þrönga dal, þar sem Souchez rústirnar höfðu áður verið, blasti við auganu nýr bær, með rauðum tígulsteinshúsum. Eins og í kamla daga, gengum við með fram sambands skotgröfinni til fremstu raðar lín- unnar. Því næst fórum við einu sinni enn yfir No Man’s Land, að þessu sinni til hægri, og komumst til stöðva þeirra, þar sem 72. og 73. herdeildin sætti skakkafallinu mesta, í hinu mis- hepnaða gas-áhlaupi'voru þann 1. marz. A stöðvum þessum, var fremstu raðar línan í margfalt betra ásigkomulagi, með nokkrum, all-skarpdregnum bugðum. Hér var miklu meira af hinum gráleita gróðri, heldur en á milli “Pimple” og Kennedy gíg^. En svo mátti að orði kveða, að alt No Man’s Land, væri þéttsett smágígum, eða holum eftir sprengikúlur. Krossar á Vimy. Á afskektum og eyðilegum fláka á Vdmy, getur að líta nokkra canadiska grafreiti. Einn þeirra dró,' öðram fremur, að sér l^hygli vora. Var orsökin sú, að enn mátti þar sjá hina lát- lausu, hvítu trékrossa, en húið var að taka í hurtu víðast hvar annars staðar í brezkum og canadiskum grafreitum, og setja legsteina í staðinn. Hinir hvítu, veðurbörðu trékrossar, virtust í órjúfanlegu samræmi við hið dapra og eyði- lega umhverfi. Krossar þessir eru nokkuð mis- munandi á hæð, — sumir þó nokkuð hærri en allur fjöldinn. Standa á þeim langar nafnarað- ir. 1 einu tilfelli að minsta kosti, nöfn þeirra, “er jarðaðir voru í grend, í S15 svæði.” Dag- setningin er 9. apríl 1917. Er lengra dró inn á No Man’s Land, sveigj- ast línumar til baka, í áttina til Neuville St. Vaast. Ge£ur þar að líta stóra grafreiti, fram- úrskarandi vel hirta. Á legsteinunum má sjá nöfn hinna framliðnu, er verið höfðu víðsvegar að úr Canada. Á sérhverjum steini er úthöggv- ið “Maple leaf”, ásamt nafni hins látna, her- sveitar númeri og orsök dauða hans, — hvort heldur hann féll í orastu, eða lézt af sárum. Er átakanlegt til þess að hugsa, hve margir voru kornungir, þegar kallið kom. ,» Með því hve tíminn var naumur, sáum við okkur ekki fært að beygja af til vinstri og fylgja slóðinni frá 9. apríl, þangað sem nú var verið að reisa hið canadiska minnismerki. Það var komið undir kveld, er við lögðum leið okk- ar yfir nýplægðar og nýsánar lendur, í áttina til Neuville St. Vaast. Lengra í hurtu, gnæfði í svölum ljósasíkiftunum, Mt. St. Eloi tuminn. En til hægri, og í drjúgum meiri f jarlægð, blasti við hið volduga, franska minnismerki, við Notre Dame d’ Lorette. Kveðjuturninn. Hann hvarf oss sýn, skömmu eftir að við skildum við Zivy gíginn, því nú var náttmyrkr- ið skollið á. Fallegur var hann óneitanlega, turainn sá, og vel ræktur. Morguninn eftir, var eins og hann sendi okkur síðustu kveðju, eftir að við höfðum veitt athygli í síðasta sinn, turni hvítgráu kirkjunnar við Vimy, varpað augum um Farbus skóginn og grænan aðhallanda hinnar voldugu hæðar. 1 áttina til hæða bendir kveðjuturninn. Þangað stefna einnig endurminningarnar frá vígstöðvunum, er geymdar skulu í meðvitund canadisku þjóðarinnar, til minningar um hina föllnu syni hennar, er hvíla í franskri mold. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Offlce: 6th Floor Bank of Hamilton Chambera Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ Og GŒDI ALVEG FYRIRTAK .................................................................. Samlagssölu aðferðin. Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- = 5 afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega E 3 laegri verður atarfrækslukoatnaðurinn. En vörugæðin S = hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að = E vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, »em henni E E ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar = = vörusendingar og vörugæði. E Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru E E fyrgreind þrjú meginatriði trygð. E Manitoba Co-operative Dairies Ltd. = 846 Sherbrooke St. - ; Winaipef,Maaitoba s rTiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiif= Þeir íslendingar, er í hyggju hafa aS flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af íslandi eða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. Meðlimir Grain Exchange, Winnipeg Produce Clearing Associ- ation, Fort William Grain Exchange, Grain Claims Bureau. LICENSED AND BONDED By Board of Grain Commissioners of Canada Columbia Grain Co. Limited Telephone: 87 16$ 144 Grain Exchange, Winnipeg ÍSLENZKIR BŒNDUR! Munið eftir íslenzka kornverzlunar-félaginu. það getur meir en borgað sig, að senda oss sem mest af korn- vöru yðar þetta ár.—Við seljum einnig hreinsað útsæði og kaupum “option” fyrir þá sem óska þess. Skrifið á ensku eða íslenzku eftir upplýsingum. Hannes J. Lindal, Eigandi og framkvæmdarstjóri. Canada framtíðarlandið og Vestur-Islendingar. (Framh.) Yfirleitt mátti segja aÖ á þess- um árum voru íslenzk N börn og ungmenni sólgin í /lærdóm. Bók- um var lítið til af meðal frumbyggj- anna og því sem næst ómögulegt framan af árum að ná í íslenzkar, nýjar bækur, en færri voru þeir, sem nokkuð gagn höfðu af enskum bókum, enda litlir peningar til þess að leggja í svoleiðis, því flest sem 3Ö því laut að halda við hinu líkam- lega lífi sat, og varð að sitja í fyr- irrúmi. En unglingarnir á þeim ár- um, jafnvel frekar en nú, drukku í .sig alt, sem kostur var á^að nema, bæði í skólum og í heimahúsum og lögðu kapp á það að leggja grund- völl undir framtíð sína og gæfu, hafa margir af únglingum þeim, sem börðust við skort og bágindi í Nýja íslandi á brumbýlingsárunum unnið sér góðan orðstír samhliða hinum erlendu stéttarbræðrum sín- um, hvort sem var á mentabraut- inni í viðskiftaheiminu eða í bú- skaparsögunni og með því var tak- marki feðra og mæðra náð, því oft heyrði eg landnámsfólkið segja, þegar það ræddi um baráttu ný- byggjalífsins. “Eg bjóst aldrei við að bera mikið úr býtum hér í þessu ókunna landi, vankunnandi á alla landssiðu, en eg vonaði að framtíð barna minna yrði fremur borgið hér heldur en heima á íslandi, þar sem tækifærin eru svo margfalt meiri.” Það var hugsjónin, sem vakti fyrir íslenzkum vesturförum að tryggja börnum sínum betri framtíð, bæði efnalega og andlega. Þeim hraus hugur við ástandinu á Islandi eins og það var þá, þar sem alda gömul kúgun var búin að draga dáð úr allri menningu, þar sem atorkusöm- um mönnum, ef fátækir voru var fremur ýtt burt úr landinu fyrir hræðslu við það að þeir myndu á sveitina lenda, í staðinn fyrir það að létta undir með þeim með ráði og dáð til þess að þeir yrðu upp- byggilegir þegnar landsins. Faðir minn var einn af þeim, sem örlögin hrundu burt frá íslandi, hann varð að flytja af jörð þeirri, er hann bjó á af einhverjum ástæðum. Reyndi hann að fá jarðnæíi í sveit þeirri, er honum var kærust, en var fyrirmunað það, og lá til grund- vallar hræðsla við það að sveitin lægi fyrir máské. Faðir minn átti nokkuð af víkingseðlinu norræna, og hann kastaði teningum og flutti burt af landinu og Canada, framtíð- arlandið kaus hann sem sitt nýja fósturland. En efnin voru ekki meiri hjá honum en flestum, að þau fóru því sem næst öll í ferðakostn- aðinn, og ekkert var eftir til þess að byra með nýtt líf í nýju, ókunnu landi. Faðir minn Efyrstu saknaði gömlu átthaganna en honum varð fljót^; hlýtt til þessa gæðalands og setti sig afarfljótt inn í háttu hér- lendrar þjóðar, þótt íslendingurinn væri enn í honum, hann lærði fljótt hérlend vinnubrögð, þótt við aldur væri, kunni hann vel að beita verk- færum þeim, sem alment eru notuð. Var hann fljótt slunginn með öx- ina og skógarhöggsmaður góður. Hugur Isl. hneigðist algjörlega til landbúnaðar, er þeir fluttu vestur. Allir þráðu að eignast jörð og verða sjálfstæðir bændur, en sérstaklega var þaS kvikf járræktin, sem var hæst í huga allra, en ekki leið á löngu að hugur þeirra snérist til jarðræktarinnar, er þeir kyntust henni hjá innlendum mönnum. Mjög snemma á tíð byrjuðu menn á því, að ryðja bletti í kring um húsin og plægja, var sérstak- lega sáð kartöflum fyrstu árin, voru kartöflurnar einn aðal lífsforði flestra, og fiskurinn úr vatninu, en þegar ögn fór að umhægjast fóru menn að langa til þess að reyna hveitiræktina, og í kring um 1890 voru margir í mínu bygðarlagi, sem sáðu hveiti í smábletti og spratt það allvel, en þekkingin var lítil á jarðræktinni og eðli hveitisins. Kom það í ljós af dæmi, sem eg vil nú segja frá. Maður einn í bygð- inni, sem álitinn var að vera for- framaðri en aðrir, því hann hafði eitthvað verið í Dakota, þar sem hveitiræktin var aðal atvinnuvegur- inn, kom upp með þaö, að eg hygg fyrsta sumarið sem hveiti var nokk- uð alment sáð, að sýki væri í hveit- inu af því að kornið væri ekki full- vaxið er það skaut axi. Var hann sannfærður um það að hveitið fyrir þessa sök var ónýtt- að öllu. Var hann sannfærður um að þetta væri rétt og satt og margir féllust á þetta og slóu því akurbletti sína rpeð orfi og ljá strax. Faðir minn var' einn af þeim, sem akurblett hafði, þekti hann ekki, sem eðlilegt var, neitt inn á hveitiræktina, en honum þótti þessi saga ekki sennileg—var van-

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.