Lögberg - 06.10.1927, Síða 5

Lögberg - 06.10.1927, Síða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 6. OKTÓBER 1927. t Bls. 5 Dodds nýrn»pillur eru best» nýrnameðalið. Lœkna og gigt bak- verk, hjartabilun, þvaíteppu og finnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða sex öskjur fjrrir $2.50, og fást hjá öllu*m !jrí- ■filum eða frá The Dodd's Medi- cine Company, Toronto, Canada. trúaður á að þetta væri ábyggilegur sannleikur, svo hann sló ekki blett- inn en lét hveitiS þroskast, og það gerðu nokkrir fleiri. Kom það á daginn að hveitikornið, eins og alt annað í ríki náttúrunnar, þufti sinn tíma til þess að vaxa og þosk- ast. Ekki var annar vegur til þess að ná hveitinu af akrinum en orfið og ljárinn og hnífurinn. Man eg greinilega eftir því er við vorum að vinna við fyrsta hveitiakurblett föð- ur mins. Hiann sló með orfi og ljá en við börnin skárum með hníf, siðan var það bundið með hálmin- um og sett í hrauka, tók það langan tíma, þótt akurinn væri ekki stór, var hveitið siðan fært saman í stakka og geymt til vetrarins. Var það allgott korn, barði faðir minn úr því með spýtu og hreinsaði eftir því sem kostur var á, hafði hann það fyrir hænsnafóður, en sumt fór hann með til Winnipeg og fékk ein- hverja ögn fyrir það. Hveitiræktin er ein allra skemtilegasta atvinnu- grein landbúnaðarins hér í landi, en í Nýja íslandi hefir hún aldrei ver- ið stunduð að neinu ráði. Landið var ekki hentugt til hveitiræktar, en þessi atvinnuvegur á sléttum Mani- toba og annarsstaðar í Vesturland- inu og í Dakota dró hugi íslendinga fljótt þangað. Viðast hvar í Mani- toba er jarðvegurinn vel fallinn til hveitiræktar og er landið löngu orð- ið frægt út um allan heim, fyrir hið ágæta harða hveiti, sem hér vex, var undra-auður tekinn upp úr jörð- unni á fyrri árum. meðan landið var hreint og óþreytt. Frá Nýja íslandi bygðist Argyle- bygðin, sem um langt skeið var frægasta íslenzk bygð í Vesturland- inu. Lögðu menn sig strax eftir hveitiræktinni og lærðu fljótt að yrkja landið, leið ekki á löngu að íslendingar stóðu jafnfætis hér- lendum mönnum í jarðræktinni. Komu flestir eða allir Islendingar félausir á slétturnar, því ekki höfðu þeir auðgast, sem ekki var von, á búskapnum í Nýja íslandi. Áttu flestir á þeim árum fult í fangi með það að afla sér og sínum lifi- brauðs. Eins og áður er tekið fram áttu þrír af íslendingum þeim, sem fyrstir fóru til Nýja íslands mikinn þátt í stofnun Argyle, en það voru þeir Skapti Arason, Sigurður Christopherson og Kristján Jóns- son, sérstaklega þeir tveir fyr- nefndu. Þeir komust fljótt niður í enskri tungu og fengu glæsilegar fregnir af landkostum góðum vest- ur í fylkinu, þar sem jarðrækt mundi eiga mikla framtíð fyrir höndum, svipaðar fregnum þeim, sem bárust til Nýja íslands af slétt- unni í Dakota. En þessir menn höfðu sterka trú á Canada og mögu- leikum þessa lands og breskum menningarstraumum og bundu trygð við Manitoba, þótt þeir fyndu sig knúða að flytja burt frá Nýja íslandi. Á þeim tíma, sem landnám hófst i Argyle-bygðinni voru engar sam- göngur, land því sem næst óbygt vestur frá Winnipeg og járnbrautir eðlilega engar. Varð alt að ferðast fótgangandi, var það um árið 1880, sem íslendingar fyrst skoðuðu land þar, og urðu menn mikið á sig að kggja í þeim leiðangrum. í stöku stað á eyðisléttunni voru nýbyggjar, tóku þeir oft vingjarnlega á móti landskoðunarmönnum og leiðbendu þeim eftir þvi sem kostur var a.. Framh. Silfurbrúðkaup Mr. og Mrs. M. M. Jónasson, í Árborg. Það fór fram í fundarsal Templ- ara í Árborg, sunnudginn þ. 25. sept. og hófst að afstaðinni messu um kl. 3.30 e. h. Fjöldi fólks var viðstatt. Byrj- aði samsætið með því, að séra Jó- hann Bjarnason bauð gesti vel- komna og sagði frá tilefni veizl- unnar. Lét hann síðan syngja: “Hve gott og fagurt og inndælt er”, las biblíukafla og flutti bæn. Var þá sungið versiðj “ó, lífsins faðir, láni krýn”. A*ð því búnu voru afhentar heiðursgjafir /til til silfurbrúðhjónanna. Gjafirnar voru kostulegur s'ilf- urborðbúnaður, frá vinum þeirra hjóna í Árborg og víðar; vönduð stundaklukka, frá Mr. og Mrs. Kristjánsson í Víðir; silfurdiskur og silfurker, hvorttveggja með silfurpeningum í, frá hvoru- itveggja iforeldrumí silfurbrúð- hiónanna, þeim Magnúsi og Guð- björgu Jónasson í Víði, og Finn- boga og Agnesi Finnbogason á Finnbogastöðum, í Árnesbygð; silfurbakka frá þeim hjónum, Jón- asi Magnússyni og Stefaníu konu hans á Ósi við Islendingafljót, og silfur blómsturker, með blómum í, frá dóttur silfurbrúðhjónanna, Florence Jónasson og uppeldis- dóttur þeirra, Guðfinnu Þor- björgu Kristjánsson, sem er syst- urdóttir Ml'S. M. M. Jónasson. Þá gjöf afhenti dr.'S. E. Björn- son, með fallegu skrifuðu ávarpi, upplesnu af honum sjálfum. Hin- ar gjafirnar afhenti séra Jóhann, er var veizlustjóri og talaði nokk- ur orð fyrir hverri um sig um leið. Eftir að gjafir höfðu verið af- hentar, fóru fram ágætar veiting- ar, er konur í Árborg stóðu fyrir. Skorti þar hvorki rausn né hag- lega framreiðslu, og eru íslenzk- ar konur hér og annars staðar orðnar fyrir löngu góðfrægar fyr- ir snild og höfðingsskap í þeirri grein. Sökum mannfjölda, er viðstadd- ur var, varð að nokkru leyti að að tvísetja við veitingarnar. Á meðan að síðara borðhaldið fór fram og svo áfram, fóiu fram ræðuhöld, kvæða upplektur og söngur. Ræður fluttu, auk þeirra dr. Björnsons og séra Jóhanns, er fyrst töluðu, þau^Jón Sigurðsson, fyrrum sveitarráðsoddviti í Víði; Björn Sigvaldason, oddviti í Ár- borg; Ingimar þingmaður Ingald- son, Gísli iSigmundsson kaupmað- ur frá Hnausa, Sigurbjörn Sig- urðsson kaupm. frá Riverton, Jón bóndi Pálsson frá Geysir, Tr. Ingjaldsson, Mrs. Valgerður Sig- urðsson, H. D. Gourd, Mrs. Sig- ríður Martin, S. E. Davidson frá Selkirk og K. P. Bjarnason. Minn- ir mig, að ræðufólk kæmi fram svona hér um bil 1 þessari röð. Loks talaði silfurbrúðguminn Marteinn Jónasson. Þakkaði hann fyrir veizluhald'ið, gjafirn- ar kostulega, og þau mörgu vin- semdarorð, er komu fram í ræð- um þeirra er töluðu. — Kvæði við þetta tækifæri höfðu ort þeir Þ. Þ. Þorsteinsson í Winnipeg, og G. 0. Einarsson í Árborg. Læt £g þau fylgja hér með til birtingar ásamt ávarpi dr. Björnsons. — Heillaóskaskeyti barst þeim hjón- um frá Grími bónda Laxdal, Les- lie, Sask. Marteinn M. Jónasson er hæfi- leikamaður og ágætur drengur. Var hann í æði mörg ár við verzl- un hjá Stefáni heitnum S'igurðs- syni á Hnausum, hafði síðar um nokkurra ára skeið verzlun á eigin reikning í Víðirbygð; hætti þeirri verzlun til að taka við for- stöðu bændaverzlunarinnar í Ár- borg, þegar hún var stofnuð. Þegar hann lét af því starfi, varð hann póstafgreiðslumaður í Ár- borg, og hafði þar á hendi bíla- verzlun og sölu akuryrkju verk- færa. Þá verzlun hefir hann nú látið af hendi, en er skrifari og féhirðir sveitarinnar, síðan Ingi- mar Ingaldson, hinn nýkjörn'i þingmaður, lét af því starfi síð- astliðinn vetur. Fara Marteini öll störf vel úr hendi; bæði er maðurinn fær og hinn ábyggileg- asti í öllu. Kona hans, Þorbjörg Finnbogadóttir, er mann'i sínum mjög samboðin í öllu, mikil mýnd- arkona. Njóta þau hjón almennra og góðra vinsælda í nágrenni og bygðum hér norður frá. iForeldrar Marteins Jónassonar, Magnús Jónasson og Guðbjörg Marteinsdóttir, ættuð af Austur- landi, eru enn við góða heilsu og voru þarna viðstödd. Gullbrúð- kaup þeirra var hald'ið í samkomu- sal Víðirbygðar fyrir nokkrum ár- um. Þau eru ágætishjón. Sömu- leiðis voru viðstödd foreldrar silf- urbrúðar, Finnbogi Finnbogason og Agnes Jónatansdóttir, bæði við góða hellsu. Þau eru úr Húna- vatnssýslu vestanverðri, sæmdar- hjón mestu. Var orð á því gjört af ræðumönnum, hvað ánægjulegt væri að sjá hvorutveggju gömlu hjónin við borðið hjá silfurbrúð- hjónunum, á þessum heiðursdegi þeirya. Mun það og hafa verið þeim verulegt fagnaðarefni. — Alt samsætið fór fram hið bezta og var tal'ið af öllum að hafa ver- ið frábærlega ánægjulegt. —Fréttar. Lögb. ÁVARP til Marteins og Þorbjargar Jónasson í silfurbrúðkaupi þeirra 25. sept. 1927. Herra forseti! HeiSraða samsæti! Kæru silfurbrúðhjón! ÞaS er mér sönn ánægja, þó eg finni mig þess naumast umkominn að ávarpa ykkur nokkrum orðum á þess- um heiðursdegi ykkar. Silfurbrúðkaupsdagurinn er stund á lífsleið ykkar og annara, sem hann eiga, sem ávalt hlýtur að vekja i hug- anum ýmsar hugðnæmar endurminn- ingar um liðna tíð. Hann er áfanga- staður þar sem menn ósjálfrátt láta staðar numiS um stund til þess að lofa huganum að dvelja við 25 ára sambúð og samleið gegn um blítt og strítt. Menn eru stöðugt á hraSri ferS yfir hverskonar torfærur, sem liggja kunna á veginum. Áfram liggja spor- in eins og elfarstraumur niSur fjalls- hlíS. Hversu mikiS sem menn langar til aS staldra viS stundina, sem er aS líSa, þá er þeim þaS eigi unt. Menn- irnir eru partur af því óendanlega og hljóta því aS lifa og hrærast meS því. En á svona degi, hversu hugSnæmt væri aS geta setiS um stund og hvílst öruggur og áhyggjulaus í faSmi náttúrunnar og leikiS viS hina líSandi stund eins og börn á vormorgni æsk- unnar? ViS myndum þá jafnframt geta haldist í hendur inn í liSna tíS og horft hugfangin á straumiSuna falla í sífellu út í hiS mikla haf. ViS myndum þá geta séS okkar eigin á- sjónu speglast í tæru djúpinu. Myndum viS þá ekki geta kallaS fram ýmsar lífsmyndir liSins tima, sem okkur voru ávalt dýrmætar ? Vissulega. I straumi elfarinnar gæt- um viS óhindruS lesiS alt um gleSi og sorgir liSinna ára. Þar myndu verSa hlý handtök og heitir kossar og einnig beiskjuaugnablik lífsins. Þar myndi verSa lærdómur reynzlunnar letfaSur í úSa fossanna, sem fellur á bergiö óaflátanlega eins og krystalstár i sól- argeislanum. Og viS myndum heyra fossana kveSa um æfintýri áranna liSnu, sinn unaðsfagra raddmikla söng, sem myndi finna bergmál í fjöllunum alt í kring. Myndum viS þá ekki einnig koma auga á dans lífsins í hinum létta, leikandi straumi, sem sí og æ hoppar á hnullungum grynninganna ? Og myndum viS þá ekki einnig sjá augnablik alvörunnar i lygnum hylj- anna? 1 hinum bládjúpu, lygnu, krystals- tæru hyljum myndum viS vissulega geta komiS auga á sjálf okkur eins og í hreinni skuggsjá, og séö okkur eigin ásjónu eins og hún er í raun og veru. Eins og viS stæöum gagnvart sjálfum sannleikanum, sem biöi þess aS mega opinbera okkur gjörvalla dýpt og fegurS tilverunnar. En á hinu leitinu myndum viS sjá hrukkur 'þær ,sem myndast á yfirborði vatnsins við árekstur kyrstæðunnar og straumsins, er gera þaS aS verk- um aS myndin afskræmist. Tákni þeirrar breytingar veldur ósamræmiS í lífi allra manna, og afleiðingar þess eru svikamynd sú, sem kemur fram á yfirborði straumsins. Þar skyldum við ekki dvelja þó aS einmitt þar sé færast yfirferöar þeim, sem leggja leiö yfirum. En viS skul- um horfa í hylinn lygna og tæra og lesa þar okkar eigin lífssögu, eins og böm, sem eignast geta heilar veraldir meS hverjum andardrætti. ViS eigum augnablikið, eigum liönu'1 árin, sem áSur voru horfin í tímans hyl. Þau ligg'ja nú þarna viS fætur okkar innan um blómhnappa; og í hyl- dýpinu framundan. Og jarSargróöur- inn andar þúsund ára ilman aS vitum okkar eins og til aS tilkynna okkur varanlegt gildi gjörvalls lífs. Vind- blær allra átta eikur um þenna á- fangastaS og hvíslar aS okkur sann- indum hins ævarandi máttar; vitrun- um, sem engin orS fá lýst, en sem vér finnum aðeins í hinu hlýja þróttmikla handtaki samúöarinnar meS öllu sem lifir. Kæru silfurbrúðhjón! Eg hefi nú um stund dvalið með ykkur á sjónarhæS þeirri, sem mér hefir ætíð fundist hugðnæmust siðan eg fyrst fór aS brjóta heilann um til- veruna. En í þessu sambandi ber einnig aö minnast þess aS framtíöin hefir einniS orS og myndir til að sýna. Hún á sínar frjóvu gróðurlend- ur í skjóli eikanna. Hún á einnig heilar hallir reistar á bjargi lífsreynsl- unnar og meiri og sannari þekkingar á lífinu. Hún á sterkari vináttu og dýpri fyrir hiS liðna. Hún á ákveðn- ari hugsjónir og beinni stefnur. Hún er hinn mikli ávöxtur fortíðar og sam- tíðar, sem teigir rót inn í hvert ein- asta augnablik liðins tíma. Hún er takmark vonanna, sem oft næst best gegn um erföileika og þrengingar. Hún er í yzta bláma fjallanna í fjarska þeim, sem augaS eygir aöeins t heilnæmum og hreinu andrúmslofti. Hún er einnig í andardrætti minstu blómanna, sem teygja út angana móti sólargeislanum. Hún er um fram alt hiS mikla úthaf sem viS störum hug- fangin á frá ströndinni meS 'örugga höfn í hyllingum blámans hinum megin viS rætur framtíðarlandsins sjálfs. En framtíðin verður þó ávalt maS- ur sjálfur fyrst og fremst, á stöðugri þroskabraut áfram og upp á viS unz tíS verður ei lengur talin. Dagur, nótt. ár, aldir blandast í eitt eins og hljóm- ar í margrödduSu lagi, eins og litir í Ijósi sólar. Getum viS þá ekki fúslega haldist í hendur og bent hvort öðru á lífs- skeiöið eins og viS myndum benda hvort öðru á sjöstirnið eSa þá á him- inblámann sjálfan? Eg læt nú hér staöar numiS, og aS endingu óska eg silfurbrúðhjónunum Marteini og Þorbjörgu Jónasson alls góSs á ófarinni æfibraut. Svo er hér hlutur, sem eg var beS- inn aS afhenda ykkur, kæru silfur- brúðhjón. ÞaS er gjöf frá dóttur og fósturdóttur meS einlægum árnaðar- óskum frá þeim til ykkar á þessum heiðursdegi ykkar. Rósirnar í bikarnum, sem eru feg- urstar allra blóma, eru þó aðeins ó- fullkomiö tákn þeirra tilfinninga og þess hugarfars, sem stendur á bak viS þessa gjöf; því eftir alt og alt, hversu mjög sem viS vildum, væri okkur ekki unt aS leggja fram annað en full- komna mynd þess, sem í huganum býr. OrS geta ekki lýst því. Athafnir eru aðeins skuggsjá þess. Vinargjafir eru því eins og svipbrygöi ásjónunnar er skapast fyrir snerting tilfinninga og vitsmunalifs manna. Þannig eru þessar fögru rósir í bikarnum þegjandi vottur um virö- ing og ást dóttur og fósturdóttur til ykkar. «S\ B. Björnson. Á 25 ára brúðkaupsafmæli Marteins M.Jónassonar og Þor- bjargar Finnbogadóttur, 25. sep. 1927. Þótt öspin fjaSrir felli og fölni’ á hausti tó, er noröan næSir elli um Nýja íslands skóg, og vetur hlaði veggi um \ægi’ og gatnamót, og ís viS Árþorg leggi á íslendingafljót. Þó gnæfir greniviSur, meS grasna barriS, hátt, um vaigS ei veðrin biSur, en verndar eigin mátt. Hann lifsins liti geymir, þótt leggist kuldinn aS. Frá rót hans styrkur streymir um stofn og grein og blaS. KOL! KOL! KOL! ROSEDALE KOPPERS AMERICAN SOURIS DRUMHELLER CUKE HARD LUMP llllllllllllllll Thos. Jackson & Sons COAL—COKE—WOOD 370 Colony Street Eigið Talsímakerfi: 37 021 POCA STEAM SAUNDERS ALLSKONAR LUMP COAL CREEK VIDUR í hvers manns munni í Winnipeg í 45 ár Brauð vort hefir verið ein aðal fæðutegund á heimilum Winni- pegborgar í nálega hálfa öld. Notið tvær tegundir af því við hverja máltíð. SPKIRS-PARNELL BAKING CO. Ltd. Phone 86 617 86 618 SPEIRS TORNELL BRE/qD N Þiö brúöhjón ísinn brutuS, ef braut var öSrum dimm, og trausts og trygðar nutuð í tuttugu’ ár og fimm. Þau barr-trén blikna eigi byljum eða sól. Þau sígræn varða vegi og verSa bömum jól. Þiö fögru, grænu greinar af gróðri, fornri rót, þiS uxuð bjartar, beinar, við búlönd vatn og fljót, í yngra íslands moldu, í æsku ljúfum reit, í nýrri feSra foldu, í fyrstu Landans sveit. Til forráSs, frama’ og þrifa, var förin haldin bein. Sá lofstír æ mun lifa, sem lofar drangsverk hrein. I bœ og bygSamálum, er bjart um ykkar kjör. ÞiS eigiS sól í sálum og söng á flestra vör. Og framtíS fögru lofar meS friöheitin skýr, sem austurbrúnum ofar viS ár-roS morguns býr. Þar ást og eining dreymir um æðstu lífsins verk, og barr á greinum geymir sem greni-eikin sterk. Þ. Þ. f>. Til Þorbjargar og Marteins Jón- asson, í silfurbrúðkaupi þeirra 25. sept. 1927. Koma vor til húsa ykkar hjóna Er heiðivirS og í þrennu skyni gerS. ViS komum bæSi til aö þiggja og þjóna, Og það er nýtt ,á heimsins slysaferö. Því 'sumir heimta alt af öSrum möiin- um, Án endurgjalds, og fyrirhafnarlaust. En hinir, standa útpískaðir önnum Úr einu sumri og fram á næsta haust. ViS komum til þess fyrst aS fá aS skoöa FortíSina í minninganna sal. Hvert lítiS atvik á sinn dýrSar-roða, Hver æskuþáttur sinna mynda val. Og marga drauma, sem viS sáum ræt- ast Og sólskin út í margri blómahlíð— Því er ljúft og hugnæmt hér aS mæt- ast Hefja söng, og rifja upp liöna tíS. Hljóma bergmál eftir okkar daga Um þaS hvernig sókn og vöm er háS. Greypt í minnum geymir ykkar saga Gullinn lokk, meS stöku silfurþráS.— ÞiS komiS út af kyni víkinganna, 1 kasti lífsins stóðuð óbrotgjörn. ÞaS Nýja Islands, og sagan ykkar sanna. Og svo er það meS fleiri landnáms- börn. Til þess næst aS láta lúöur gjalla Landnámsbörnum okkar þakkarraust, Hér er taug, sem tengir okkur alla TrygSaband, sem reynist fölskvalaust. ViS reyndum ykkar hjálparfúsu hendur Og hlýju tök á sárum aumingjans. Helgur bjarmi, af slíku starfi stendur Og stafar beint frá sálarlífi hans. Og síðast, til aS mega láta í ljósi Lukkuóskir margra, silfur-hjón! Um FljótsbygS þvera, alla leiS aS ósi Um allan ViSir bak viS gamla Jón, Um langa tiS þær heillaóskir hljóma Þær hljóma um ykkar gæfu og sigur- ^ . I vina-hjörtum óma og enduróma, Og endast fram á næsta brúðkaups- dag. ykkar ^inlægur G. O. Einarsson. DÁNARFREGN. erton, þ. 24. sept. s. 1. Var ættuð af Austurlandi. Foreldrar henn- ar voru Gísli Benediktsson og Guðlaug Þorvarðardóttir, er bjuggu á Hofsströnd í Borgarf’irði eystra. Sýstkini Ingibjargar voru mörg. Allmörg af þeim eru nú dáin. Á lífi eru: Sigfús bóndi á Hofsströnd, Guðlaug, Vilborg í Kaupmannahöfn, Magnús í Staf- angri í Noregi, Þórarinn bóndi í grend við Árborg, og Halldór bú- andi í grend v*ið Leslie, Sask. — Maður Ingibjargar var Einar Þor- kelsson. Þau giftust 17. nóv. 1872. Bjuggu í Borgarfirði eystra þar til 1889. Fluttu þá vestur um haf og reistu bú í Tungu við ís- lendingafljót. Þar andaðist Ein- ar árið 1907. Bjó Ingibjörg áfram næstu árin með sonum sínum, Gísla og Þórarn'i; var Gísli orðinn fulltíðamaður, en Þórarinn tæpt tvítugur. Höfðu þau feðgini fé- Iagsbú þar til að þeir (bræður giftust og fóru að búa hvor út af fyrir sig. Hefir Ingibjörg verið á vegum sona sinna síðan og not- ið ástríkis þeirra og tengdadætra alla tíð. Auk sonanna tyeggja, er nefndir voru, eignuðust þau Ein- ar og Ingibjörg einn dreng, er dó ungur. Uppeldisdóttur áttu þau einnig, Margréti Sigurðardóttur. — Jarðarför Margrétar sál. fór fram með húskveðju á heimilinu cg með útfararathöfn í kirkju Búið til yðar eigin Sápu og sparið peninga Alt icm þér þurfið er úrgansfeiti og GILLETTS HREINT ■ VC OG GOTT LY L Upplýsingar eru á hveiri dós Fœst l mat- vörubúðum. Bræðrasafnaðar þ. 28. sept. Jarð- arförin var mjög fjölmenn. Hin látna var allra bezta kona og naut mikillar hylíi og vinsælda. Kist- an hlaðin sveigum og blómskrúði. Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng. — Ástvinir biðja Lögberg að flytja kærar þakkir öllum, er sendu blómagjafir og heiðruðu útför Ingibjargar sál. með návist sinni. Leikur á ROSE THEATRE þesea viku. Siglingar»i Gamla Landsins CANADIAIM NATIONAL hefir sérstakar járnbrautarlestir og svefnvag'na i nóvember og desember, sem koma itil hafnarstaSanna á réttum tfma til að ná t skip, sem sigla til Rretlands og anno.ra landa í Evrópu. ANNAST VERÐUR UM VEGABRÉF 17« X TJTk r> A NTN'TCl TTFLCíT A LÁGT FAR í DESEMBER —Til— HAHN ARBÆJ ANN A The Canadian Na- tional félagið selur farbréf með öllum skipallnum yfir At- lantsh'afið og ráðstaf- ar öllu viðvíkjandd ferðirmd með skipun- um og jámbrautar- svefnvögnunum. EF ÞÉR EIGIÐ VINI í GAMLA LANDINU SEM pÉR VTLJIÐ HJÁLPA TIL AÐ KOMAST TIL pESSA LANDS, PÁ KOMIÐ OG SJÁIÐ OSS. VÉR GERUM ALLAR NAUÐSYNLEGAR RADSTAF- ANIR. ALLOWAY & CHAMPION 667 MAIN ST„ WINNIPEG, SlMI 26 861 FARBRÉF TIL OG FRÁ Allra staða 1 HEIMI Ingibjörg Gísladóttir, 74 ára gömul, andaðist að heimili Þ^rar- ins sonar síns og konu hans, Kristínar Böðvarsdóttur, í Riv- Dmboðsmenn fyrir CANADIAN NATIONAL RAILWAYS Heim til Gamla Landsins FYRIR JÓLÍN O G NÝÁRIÐ Ferðist með Sérstakar Lestir tii Hafnarstaða Lág Fargjöld AUan Desembermánuð til Hafnarstaðar FER FRÁ WINNIPEG Klukkan 10.00 f. m. ,NÁ SAMBANDI VIÐ JÓLA-SIGLINGAR Frá Winnipeg— Nov. 23 — S.S. Melita frá Des. 3 — S.S. Montclare “ Des. 6—S.S. Montrose “ Des. 11 — S.S. Montnairn “ Des. 12 — S.S. Montcalm “ Montreal — Nov. 25 til Glasgow, Belfast, Liverpool St. John — Des. 6 “ Belfast, Glasgow, Liverpool “ —Des. 9 “ Belfast, Glasgow, Liverpool “ — Des. 14 “ Cobh., Cherb. Southampt. “ — Des. 15 “ OBelfast, Liverpool i VID LESTIR 1 WINNIPEG TENGJAST SVEFNVAGNAR FRÁ ED- MONTON, CALGARY, SASKATOON, MOOSE JAW OG REGINA og fara alla leið austur að skipsfjöl. Frekari upplýsingar gefa allir umboðsmenn vorir ;itv Ticket Office. Ticket Office A. Calder & Co, ■. Main and Portage C. P. R. Station 663 Main St. Cit Cor. Main and Portage Phone 843211-12-13 C. P. R. Station Phone 843216-17 Phone 26 313 J. A. Hebert Co. Provencer & Tache St. Boniface CANADIN PACIFIC

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.