Lögberg - 13.10.1927, Blaðsíða 3
LÖGBERGP FIMTUDAGINN 13. OKTÓBER 1927.
Bla. S.
-
Máttur sólar.
Fyrirlestur fluttur af Jónasi Krist-
jánssyni héraðslœkni í Kvennaskól-
anum á Blönduósi um sumarmálin
1925.
Framh.
Þa8 er því næsta aðgæsluvert, að
maturinn sem vér neytum sé hreinn
og heilnæmur, og ekki sviftur þeim
eiginleikum og efnasamböndum, er
hann hefir þégar hann kemur úr
verksmiðju sólarljóssins. Því sé
sólarorkan deydd eða eydd í jurt-
umj ávöxtum eða kjöti á dýrum
áður en þess er neytt, þá er hætta á
ferðum fyrir þann er neytir. Nátt-
úran, móðir vor, líður það ekki ó-
hegnt, að matreiðslan gangi í öfuga
átt við það, sem hún hefir til ætlast.
'Matreiðslan verður að stefna að
þv/í, að maturinn verði léttmeltan-
legri en áður, en sleppi alls ekki eða
missi þau efni og þá eiginleika, sem
nauðsynlegir eru fyrir þrif og
heilsu manna. Ef matreiðslan er af
engri þekkingu framin, getur svo
farið að hún gangi í öfuga átt við
það ,sem vera á. Þá getur svo farið
að heilnæmur matur verði að eitri,
sem deyðir. Má í þessu sambandi
benda á “alkoholið”, sem búið er til
úr sólþrungnum ávöxtum náttúr-
unnar, en við vinbruggunina verður
og svæsnasta eitri, eitri, sem verkar
eyðileggjandi og deyðandi á alt líf,
ef “alkoholið” nær að verka á það
lengi eða lítið þynt.
Þrent er það sem ræður og ráðið
hefir í allri matargjörð hjá oss ís-
lendingum hingað til. Má þar fyrst
til telja gamlar venjur, þá þekkingu
og venju í matargjörð, sem gengið
hefir að erfðum frá kynslóð til
kynslóðar. Má gefa henni þann
vitnisburð, að margt sé heilbrigt við
hana, því hún hefir reynsluna að
baki sér, þó vísindalega rannsókn
hafi vantað. Þessi matreiðsla hefir
að mörgu leyti stuðst við heilbrigða
eðlisávisun. Eg vil í þessu sambandi
nefna sem dæmi skyrgerðina. Þar
með er þó ekki sagt, að þessari
matreiðslu sé ekki stórum ábóta-
vant. En allar endurbætur á mat-
reiðslunni verða að styðjast við og
byggjast á visindalegri þekkingu þ
lífeðlislegu lögmáli mannsins og
meltingu hans.
Hin önnur regla, sem langmestu
ræður um alla matreiðslu nútímans,
er tískan, sú venja sem fjöldinn
hermir og apar eftir meir og minna
afbakað frá útlendri venju, sem bor-
ist hefur til landsins. Sú matreiðsla
er sjaldnast bygð á nokkurri þekk-
ingu á því, hvað manninum, melt-
ingarfærum hans og efnaskiftun er
hollast. Þrent hefir ráðið mestu um
þessa útlendu matreiðslu:
1. Útlit matarins, sú fegurðartil-
finning, sem ræður til að vel og
snyrtilega líti út sá matur, sem
framreiddur er. Þetta verður að
telja sem mikinn kost við matreiðsl-
una, sérstaklega ef aðrir nauðsyn-
legir kostir fylgja. En vanalega er
það nú ekki svo.
2. Smekkurinn. Þeir, sem tísku-
tildrinu stjórna á matargjörð, hafa
lagt mikla áherzlu á smekkinn ,og
hefir það leitt til þess að þjóna um
of afvegaleiddum smekk tungunnar.
Hvorttveggja þetta, sem nefnt hef-
ur verið, útlitið og smekkurinn,
leiða vanalega í gönur og út í öfgar,
nema vísindaleg þekking bygð á
rannsókn hafi tögl og hagldir og
ráði mestu.
3. Atriðið, sem ræður miklu, og
verður að ráða, er verð matarins.
' Um það atriði er ekki tími til að
ræða að þessu sinni.
Tískan ræður langmestu um alla
matargjörð nú á síðustu tímum.
Hún hefur að mestu útrýmt fyrsta
tegund matreiðslunnar, sem eg
nefndi. Hún ræður þannig mestu nú
á svipaðan hátt og tískan ræður
sniði á allri gerð fatnaðar, og flest-
ir viðurkenna, að það sé síður en
svo, að þar ráði mestu tillit til þess,
hvað holt sé og hagkvæmt fyrir lík-
amann. Tískutildri í matreiðslu og
fatasniði má einmitt jafna saman.
Þar er hvað sem annað.
Mörgum hættir við því að telja
útlenda tísku sama sem sanna menn-
ingu, eða að þeir menn er hafa ráð
Veitir Þér Heilsu og Þrek, Eins
og Þú Hafðir á Yngri Árum.
Það stendur á sama, hvort þú
ert gamall og lasburða, eða mið-
aldra en heilsan er veik og þrek-
ið lítið, eða þú ert á ungum aldri,
en hefir ekki það fjör og krafta,
sem æskunni ber, þá mun Nuga-
Tone æfinlega reynast þér þann-
ig, að það bæti heilsu þína og auki
orkuna meira og fljótara heldur
en þú gerir þér nokkra von um.
Þetta meðal hefir í síðastliðin
35 ár reynst miljónum manna og
kvenna hið ágætasta heilsulyf.
Það uppbyggir líkamann betur en
nokkurt annað meðal getur gert,
styrkir taugarnar og stælir vöðv-
ana og líffærin yfirleitt og lækn-
ar þau veikindi, sem stafa af ó-
hollu blóði og því að fæðan verð-
ur ekki að tilætluðum notum. —
Fáðu þér flösku strax í dag hjá
lyfsalanum. Það verður að reyn-
ast þér, eins og því er lýst, eða
peningunum er að öðrum kosti
skilað aftur. Taktu engar eftir-
líkingar, því ekkert getur jafnast
á við Nuga-Tone.
á því að elta tískuna séu mannaÖir
eða sannmentaðir menn; á svipaðan
hátt og sumum, sem auÖgast hafa
að efnum, finnst stundum að þeir
hafi aukið manngildi sitt, vit og
mentun. En það mun orða sann-
ast, að auður eða upphefð og mann-
gildi fara ekki ætið saman en best
væri það öllum ef það færi saman.
Það hefur verið tekiö fram, að
lífið sé efnaskifti eða bruni við
lágan hita, svipað og þegar logar á
kerti, nema að hitinn er lægri við
lífsbrunann, og að hitinn er tals-
vert mismunandi í hverri tegund
dýra. Eðlilegur hiti fyrir efnaskift-
in í líkama mannsins er um 370 C.
Við hvortutveggja brunann samein-
ast súrefni loftsins við eldsneyti. I
kertinu sameinast súrefni loftsins
við tólginn eða sterinið. t líkaman-
um við matinn; þegar tólgin ér út-
brunnin. og eydd, deyr ljósið von
bráðar. Hið sama á sér stað ef mað-
ur fær enga fæðu til lengdar, þá eyð-
ist fyrst eldsneytisforði, sem til er í
likamanum. Efnaskiftin smádvína,
og að síðustu deyr ljósið á lampa
lífsins.
Skilyrðin fyrir öllum bruna er:
1) Að gott og nægilegt eldsneyti
sé fyrir hendi.
2) AS úrgangsefni brenslunnar
komist fljótt og á léttan hátt og
auðveldan burtu, því annars kæfa
þau eídinn. Þessi skilyrði eru jafn
nauðsynleg fyrir efnaskiftin eða
brunann í líkama mannsins eins og
fyrir bruna utan líkamans. En mun-
urinn er þó sá, að eldsneytið sem
brennur i likama mannsins, þarf að
taka nokkrum ekki all-litlum breyt-
ingum áður en það verður hæfilegt
eldsneyti. Þessi breyting á elds-
neytinu er meltingin. Til þess að
gjöra þetta sæmilega skiljanlegt
verður að skyra 1 stuttu máli hvern-
ig þetta á sér stað. Meltingin fer
fram í munni og maga, mjógirni
lifur og ristli. Leyfarnar eða úr-
gangsefnin fara burtu úr líkaman-
um sem saur og þvag.
Meltingarfærin eru því sú verk-
smiðja, sem undirbýr matinn til
þess að verða eldsneyti og aflmið-
ill fyrir líkamann. Næringarefnin
hafa hingað til verið talin 3, sem sé
sterkja eða kolvetni, eggjahvita og
fita.
Meltingarvökvarnir, sem melta
fæðuna eru aðallega 5. Sem sé:
munnvatn, magasafi, brissafi, gall
og þarmsafi. Munnvatnið meltir
sterkjuna, magavökvinn meltir
eggjahvítuna, gallið meltir fituna,
brisSafinn meltir eggjahvítu og
sterkju, og þarmasafinn meltir all-
ar 3 tegundir fæðunnar. í munnin-
um fer fram byrjun meltingarinnar,
og hún ekki þýðingarlítil. Tennurn-
ar merja og mala matinn, sem
tyg'g'ja. þarf. Tyggingarhreyfing-
arnar blanda matinn munnvatni,
jafnframt því, sem hann fær eðli-
legt hitastig til þess að vera hæfi-
lega undirbúinn1 magameltinguna.
Þegar tyggingunni er lokið, taka
kyngingarvöðvarnir við honum og
færa hann aftur í vælindið og niður
eftir því niður f magann. Vöðvar
magans velta matnum um magann
og blanda hann magavökvanum, þar
til hann er hæfilega sundurleystur
og sýrður, þá spýtist hann út úr
maganum og blandast hinum þrem-
ur tegundum meltingarvökva eða
galli bris- og þarmasafa. Vöðvar
þarmanna ýta innihaldi þeirra niður
eftir þeim og niður í ristilinn. Þar
sem ristillinn byrjar er loka, sem á
heilbrigðum meltingarfærum hindr-
ar það að innihald ristilsins geti
farið til baka inn í mjógirnið. í
ristlinum fer engin veruleg melting
fram, en þar hverfur að mestu
leyti vatnið úr matarleyfunum, sem
eftir er.
Saltsýran í maganum sótthreins-
ar matinn. Hún er svo sterkur geril-
drepandi vökvi, að í manni með
heilbrigða meltingu getur hún drep-
ið flesta gerla. í mjógirninu fer
hinn melti matur inn í æðar þær,
sem flyíja hann til lifrarinnar. Lifr-
in leggur hina síðustu hönd á melt-
inguna, tekur eiturefni úr hinum
melta mat, og gerla sem kunna að
vera í honum, flytur það í gallinu
niður til gallblöðrunnar fyrst, og
síðan niður til þarmanna. Þar er
gallið notað til hjálpar við melt-
inguna.
Eins og blóðið þarf að fara með
eðlilegum hraða gegn um allar æðar
likamans, til þess að næra allar
frumur hans og flytja jafnóðum
burtu öll þau eiturefni og úrgangs*-
efni, sem myndast hafa við efna-
skiftinguna eða lífsbrunann, þannig
er því einnig varið með matirin, sem
vér neytum. Hann þarf að fara með
eðlilegum hraða gegn um verk-
smiðju meltingarinnar svo að ekki
stafi stjón af fyrir líkamann.
Síðan Röntgengeislarnir voru
teknir í þjónustu læknisfræðinnar,
hafa menn orðið margs vísari um
gagn meltingarinnar fram yfir það,
sem áður var. Með því að neyta
einhvers, sem ekki sleppir geislun-
um í gegnum sig, getur maður með
hjálp Röntgengeislanna fylgt hverj-
um bita og sopa með augunum gegn-
um allan meltingarveginn ,og þann-
ig vitað hversu lengi hann er að fara
alla leiðina, eða þar til leyfar hans
hafa yfirgefið likamann. Þeim
mönnum, sem mest og best hafa
rannsakað eðlisfræði meltingarinn-
ar, kemur saman um það, að eðli-
legast sé, að maturinn sem neytt er,
hafi aðeins 18—24 tíma viðdvöl í
innýflunum. Menn ættu helst ekki
að leggjast til svefns að kvöldi með
meir en 2 máltíðir í innýflum sín-
um. Menn ættu að hafa jafnoft
hægðir á dag og menn borða marg-
ar máltíðar yfir daginn.
Lifrin er eitt af meltingarfærun-
um, og það líffæri sem ræður einna
mestu um hreysti manna og heilsu-
gæði. Til lifrarinnar fer allur hinn
melti matur frá þörmunum. Lifrin
leggur hina síðustu hönd á meltingu
hans, hreinsar hann betur og losar
hann við öll óhreinindi og eiturefni
áður en honum er slept inn í blóðið.
Þannig hefur lifrin tvöfalt starf á
hendi í þjónustu líkamans. Hún
meltir 'betur og hreinsar matinn,
sem til hennar berst frá þörmunum,
og í öðru lagi býr hún til meltingar-
vökva úr úrgangsefnum fæðunnar,
gallið, sem nauðsynlegt er til melt-
ingar fitunnar. Gallið flyst fyrst
niður til gallblöðrunnar, en tæmist
þaðan nokkru eftir máltiðar og
blandast fæðunni, er hún fer út úr
maganum.
En þó að gallið sé nothæft til
meltingarinnar, þá er þó nauðsyn-
legt að eiturefní, sem í því eru,
komist sem fyrst úr líkamanum með
saurnum. Að öðrum kosti fara þessi
eiturefni ef til vill fleiri hringferð-
ir milli þarma og lifrar áður en þau
yfirgefa líkamann, og þá getur ekki
hjá því farið, að meira eða minna
af þeim komist inn í blóðið og valdi
tjóni. Gallið er í sjálfu sér eitur,
og er talið 7 sinnum eitraðra en
þvagið. Öll eiturefni þurfa að
komast sem fyrst burt úr líkaman-
um eftir að þau hafa myndast, að
öðrum kosti valda þau samskonar
áhrifum á líkamann og reykurinn
og sótið gjöra í húsi, ef reykháfur-
inn er stýflaður.
Það er talið eðlilegast, að mat-
uripn komist á 4—9 tímum frá þvi
hans er neytt, niður í ristilinn. Eftir
það fara matarleyfarnar hægar. t
ristlinum meltist maturinn ekki, en
vatnið hverfur þar úr honum, að
mestu. Tæmist ristillinn ekki nægi-
lega fljótt, eða komist hinar ómelt-
anlegu matarleyfar ekki næg'ilega
fljótt burtu, rotna þær þar.
Allri rotnun valda gerlar. Við
rotnunina myndast meira eða minna
af eiturefnurm. Sitji matarleyfarnar
lengi í ristlijum tæmast eiturefnin
sem við þá rotnun myndast inn í
blóðið og valda tjóni á líffærum
þess, er fyrir því verður. Það er
ekki óalgengt, að í ristli þeirra, er
tregar hægðir hafa, sitji leyfar af
máltíðum eins og eðlilegast er,
heldur fjölda margar, stundum svo
mörgum tugum skiftir. Til eru
menn, sem ekki hafa oft hægðir
en einu sinni á viku eða sjaldnar.
Þeir menn eru sjaldan alheilir
heilsu til lengdar. Mjög er algengt
að höfuðverkur, taugaveiklun og
ýmsir aðrir leiðir kvillar stafi af ó-
eðlilega tregum hægðum. Það er
jafnvel talið víst, að eitrun, sem af
þessu stafar, geti komið af stað
truflun á andlegu jafnvægi. Að'
sjálfsögðu veldur þessi kyrstaða í
rístlinum margskonar óreglu á melt-
ingunni. Fyrst og fremst þrota í
ristlinum og þar af leiðandi botn-
langabólgu. Margt kyrsetufólk
kannast við gylliniæð; hún stafar
ekki af öðru en tregum hægðum.
Magasárin stafa að öllum likindum
fyrst og fremst af tregum hægðum,
vegna kyrstöðu, sem verður i öllum
meltingarveginum, ekki aðeins kyr-
staða á innihaldi þarmanna, heldur
og kyrstaðan á umferð blóðs í
meltingarfærunum. Að mörgu leyti
má likja meltingarvéginum við
rennandi læk. Meðan vatnið í honum
er á hægri hreyfingu og getur tekið í
sig súrefni úr loftinu er vatnið
hreint og lifandi, en stöðvist rensl-
ið, fúlnar og úldnar vatnið í poll-
um og pyttum, sem eftir eru í lækj-
arfarveginum. Á sama eða svipaðan
hátt veldur kyrstaða í þörmum
manna óeðlilegi rotnun. Tregar
hægðir og óeðlileg rotnun í þörm-
um er talin algengasta orsökin til
nýrnaveiki. Krabbameinin vaxa svo
að segja ár frá ári og mest í melt-
ingarveginum, eru tiðust i maga, þá
í lifur og ristli. Hvað veldur?
Sennilegt er, að þau séu afsýkjandi
en hitt er alls ekki ólíklegt að það
séu tregar hægir og þar af leiðandi
innvortis rotnun, sem miklu veldur
hér um. Hinn eðlilegi gerlagróður
í þörmunum eru sýrugerlar. Þetta
má best sjá á nýfæddum börnumí
sem eru á brjósti. Af saur þeirra er
engin rotnunarlykt eða ólykt, held-
ur aðeins súrlykt, vegna þess að
mjólkursykurinn, sem móðurmjólk-
in er rík af, er góður jarðvegur
fyrir mjólkursýrugerlana. Sé barn-
ið aftur á móti svift móðurmjólk-
inni, og þar með mjólkursykrinum,
j sem í henni er, og því gefið kúa
' mjólk með reyrsykri út í, þá er
hætta á þvi að rotnunargerlarnir fái
yfirhöndina feþörmum barnsins, og
þá verður barnið veikt. í stað þess
að sýrugerlagróðurinn örfaði þarma
barnsins til ríkulegra hægða, svo að
það fékk hægðir 3—4 sinnum á
dag, verða hægðirnar nú fyrst treg-
ar, síðan tregar hægðir og niður-
gangur á víxl með vindgangi og
þrautum, og saurinn fær fúlan þef.
Ef börnum með þenna kvilla á að
batna, verður fyrst að útrýma úr
þörmunum þeirri rotnunar- og
bólgumyndandi gerlum og rækta í
þeirra stað mj ólkursýrugerluna, en
til þess að þetta takist, verður að
sjá um að hægðir komist í gott lag,
ekki með lyfjum eða lyfjainngjöf,
heldur með eðlilegu fæði. Takist
þetta fær innihald þarmanna tæplega
tíma til að rotna, þá vinst tæplega
tími til að rækta rotnunar- eða
bólgumyndandi geril í þörmunum.
Eg tel það tæplega geta orkað
tvímælis ,að sumir meltingarkvillar,
svo sem magasár, ristilbólga og
botnlangabólga séu miklu tíðari nú
hjá ísl. heldur en var fyrir 40---50
árum. Þetta á sér ekki aðeins stað
hjá oss, heldur líklega meir og
minna hjá hinum svokölluðu mönn-
uðu eða mentuðu þjóðum. Flestum
læknum, sem um þetta hafa skrifað
kernur saman um það, að aðalor-
sökin til þessara meltingarkvilla séu
tregar hægðir eða ofmikil kyrstaða
matarleyfanna i ristlinum. Enskur
skurðlæknir Lane telur orsökina
liggja í ristlinum. Telur hann ristil-
inn vera nokkurs konar óþverrapoll
eða vilpu i likamanum, sem sé til
ills eins fyrir líkamann og frá hon-
um stafi rnargir sjúkdómar. Kel-
logg læknir í Battle Creek og for-
stöðumaður fyrir heilsuhælinu þar,
heldur aftur á móti þvi fram, að
orsökin liggi ekki í ristlinum sjálf-
um, heldur hjá þvi, sem i ristilinn
fer, matnum og matarleyfunum, það
stafi fremur frá eldsneytinu en
eldavélinni. Ristillinn í mönnum er
tiltölulega langur, og á maðurinn að
því leyti sammerkt við jurtaætur.
Tennur mannsins benda i sömu átt,
því bæði þær og ristillinn eru mjög
svipuð og hjá þeim dýrum, sem oss
eru skyldastir og likastir, öpunum,
og þá sérstaklega mann-öpunum.
Þeir lifa eingöngu á jurtafæðu.
Jurtaætur hafa flestar langan ristil
eins og vér þekkjum um jórturdýr
in og hestinn. Rándýrin, sem mest-
megnis lifa á kjöti hafa aftur a
móti of stuttan ristil. Þessi tilhög-
un náttúrunnar stafar af því, að
kjöt veldur miklu meiri rotnun en
jurtafæða. Ef rándýrin, sem á kjöti
lifa, hefðu langan ristil, mundi rotn-
un í ristli eða innýflum yfir höfuð
verða þeim að aldurtila og þau
verða aldauða. En nú hafa þau
stuttan ristil, sem ekki tefur fyrir
hægðum, svo það fyrirbyggir óeðli-
lega rotnun.
Framh.
kotungs—ofar—hreysi og helsi,
hverja myrkva dulrún fælir.
Þröngbýlt varð er þroskans gætti,
þrekraun reyndist farmanns anda
eftirseta, er frændur fóru
í framaleit til nýrra stranda.
Hug þó seyddi hrynur fossa,
hlíðar, drög með engjateigi;
sigruðu vongrip vestur-hvelsins
vinatengsl á miðjum degi.
Nær þrem tugum ára eru
átthagans frá sjónar hvörfum,
myndin greipt á minnis spjöldin
máðist ei í landnámsstörfum.
Málsins rún ei raskast hefir
við raddabrengl, um tvennar álfur
Enn í skini aftan-sólar
ómar skært sem frumtónn sjálfur.
Sjötíu ára endurspeglan
ýmiskonar myndum strjálar.
Skipast mörg á skemri tíma
skaparún i fylgsnum sálar.
Enn þó megi eldsnör finna
orkuþrif í skringi svörum,
sem að lundin lýsigulli
lauguð sé frá bernskukjörum.
Fjallasýnir allra átta,
öldukvakið lágt við sanda,
farmanni úr fjærsýninu
flytur boðskap allra handa.
Framtíð brosi friðsæl móti!
fáist tóm frá landnáms aggi,
aftan skreytist roðans rósum,
raddir mótbyrs allar þaggi!
Jóhannes H. Húnfjörð.
KgKJSMEMEMS&SS&SSMSMS&SS&aEKSMSKlSM&MSMSMS&SSMSMS&aSMSMSMSMBM
ryi
Þess var getið í Lögbergi, að þann
15. september síðastliðinn hefði
andast fimtudaginn 8. s. m. merkis-
konan Helga, kona Kristjáns Back-
manns Guðnasonar, Jónssonar, sem
lengi var hreppstjóri á Dúnkár-
bakka í Hörðdal í Dalasýslu, kona
hans en móðir Kristjáns, var Guð-
ný Danielsdóttir. Faðir Helgu sál.
var Jón Jónsson Hördal, sem
um mörg ár bjó góðu búi á Hóli
í sömu sveit; móðir Helgu var
Halldóra Baldvinsdóttir.
Á Hóli fæddist Helga 10. júlí
ítSzs og fluttist svo með foreldrum
sinum til Aemríku 1883 og settust
þau fyrst að í Winnipeg og dvöldu
þar um 3 ára skeið. Fóru þáu svo
til Þingvallanýlendu 1886, hvar fað-
ir Helgu tók sér land, sem þau
bjuggu á í 8 ár, og þar dó Halldóra
sál. móðir Helgu, eftir hart sjúk-
dómsstríð í nóvember 1896, og ár-
ið eftir tók Jón sig upp með öll
börnin, sum ung, sem Helga var
gengin í móðurstað og fluttist til
Winnipeg og hélt hún þar hús með
föður sinum á annað ár, svo þén-
andi stúlka á Manitoba Hotel i 3 ár,
þar til Helga sál. 30. marz 1898 gekk
að eiga sinn ástkæra, eftirlifandi
eiginmann, og bjuggu þau í Winni-
peg í 4 ár og fluttust SV0N902, 5
rnílur norð-austur af þorpinu Lund-
af (sem nú er) og bjuggu þar efna-
búi í 17 ár, og eignuðust þar 5 börn
hvar af lifa 2 drengir og 2 stúlkur,
öll sérlega vel gefin og mannvæn-
leg börn. Efnilegustu stúlku mistu
þau, Halldóru að nafni, 9. nóvember
1921. Hún var hugljúfi allra, sem
henni kyntust, því stórt sár fyrir
Helgu sál., sem virtist byrjun á
vanheilsu hennar. 1919 tóku þau
hjón sig upp og fluttust til þorps-
ins Lundar ('sem áður er getið), og
byrjuðu þar á greiðasölu og verzl-
un, sem þau starfræktu í 5 ár, og
var verzlunin þá seld af aukinni
vanheilsu Helgu sál., sem lika gerði
þeim ómögulegt að flytja á land
aftur, þar sem þau höfðu lifað sina
unaðsríkustu æfidaga, og hann
þráði ýhefði heilsa leyftj að hverfa
á land aftur. Helga sál. var vel gef-
in af Drottni til sálar og líkama.
Var hún með afbrigðum fórnfús og
manni sínum samhent. 1 öllu sem
einn maður. Báru hvort annars
byrði í bliðu sem stríðu, lifðu 29 ár
í hamingjusömu hjónabandi og unn-
ust hugástum. Helga sál. var ein
af þeim fáu, sem var svo brjóstgóð
við alla, alt lifandi, sem hún um-
gekst, mátti helst ekkert aumt sjá,
án þess að líkna því, og rétta hjálp-
arhönd, sem best sýndi sig hvað
hún lét sér ant um sinn kæra, aldr-
aða elskandi föður. Hún var hans
hjálp og aðstoð í öllu, sem hún
vissi að hann þurfti að hafa, og
styrkur og stoð í öllu. Eins var hún
fljót að rétta bróður sínum, Jóni
hjálparhönd í hans sáru sorg við
missi hans elskuríku konu, sem
hann varð á bak að sjá frá 9 böm-
um, mörgum ungum. Þá kom Helga
sál. sem oftar með faðm sinn út-
breiddan til að hjálpa, með vilja
mannsins einlægum, er þau tóku
yngsta barn Jóns með annari hjálp
óg hluttekningu í kjörum hans.
Barninu gekk hún í móðurstaö, og
hefði haldið því, hefði Drottinn
gefið henni lengri aldur. Hún var
kölluð heim, þar sem annað æðra
starf beið hennar og syrgða dóttir-
in mætti henni með fögnuði hinna
sælu á landi lifenda.
Helga sál var ástrík móðir, bar
einlæga umhyggju fyrir velferð
barna sinna frá vöggunni til full-
orðinsára, og innrætti þeim sannan
kristindóm, sem ekki er á sandi
bygður, heldur á bjargi, sem brýt-
ur af sér alla storma og ólgusjó
lífsins, en breiddi út ótæmandi kær-
leikslyndir til sinna meðbræðra
og systra.
Helga sál. var sönn trúkona, og
grundvallaðist trú hennar á kær-
leika og krafti Guðs til allra manna,
fórnardauða Jesú Krists fyrir
syndir mannanna og heilags
anda náð Guðs í hjörtum
allra þeirra, sem útbreiða orðið
hans hindrunarlaust, sem öllum
þeim sanntrúuðum verður til sálu-
hjálpar, sem þrá að heyra það.
Þetta var hennar.trú og sannfær-
ing. Helga sál. var lánsöm kona í
öllu sínu starfi, ávann sér því að-
dáun og hylli og samúð við alla
samvinnu, með hinum mætu konum
i Lundar-safnaðar kvenfélagi, sem
hún starfaði með í mörg ár af
kristilegum kærleika til allra félags-
kvenna og allra. Með Helgu sál.
er því fallin í valinn ein sú göfug-
asta kona, sem uppi hefir verið
meðal góðkvenna af íslenzku bergi
brotin, hér vestan hafs. Guðs-
friður hvíli yfir moldum hennar.
Að endingu þakkar hinn sorg-
mæddi eiginmaður, 'böm, aldraður
faðir og systkini, öllum þeim mörgu
sem á einn eður annan hátt, (af vel-
vild og kærleika til hinnar látnu),
alla þá hjálp og huggun, sem fram-
ast var hægt að láta henni í té i
þessu langa og stranga dauðastriði
hennar. Svo alla hluttekningu, sam-
úð og hjartans huggun til aðstand-
enda i þeirri stóru sorg, sem varð
þeim svo tilfinnanlega þung.
Sá, sem ekki lét ólaunaðan vatns-
drykk, faðirinn allra gæða á himn-
um, er af hjarta beðinn að launa
þessum kærleiksríku vinum á hent-
ugasta tíma.
Vinur.
Fire Prevention Week
October 9th to 15th, 1927.
Fire is either an indispensable friend or a vicious enemy,
according to the way we treat it. Whilst fire has many ad-
vantages, when combined with carelessness, it is the most
dangerous enemv with which we have to deal.
Carelessnesa is the cause of 70% of our fires, and the aim
of Fire Prevention Week is to impress upon the public con-
sciousness the enormity of our fire waste to the end that con-
ditions may be improved and fire carelessness eliminated.
Therefore, prevent fire in your home. Remove all waste.
Do not take risks. Better be safe than sorry. CULTIVATE
CAREFULNESS.
MANITOBA FIRE LOSS
Total loss Es- J0
timated by Per Capita Lives Losses Actually
Year Dominion Loss Sacrificed Paid by Insur-
Fire ance Companies
Commissioner
1922 ... $3.300.000.00 $5.26 30 $2,893,036.00
1923 ... 3,722,630.00 5.84 9 2,952,998.00
1924 ... 3,174.296.00 4.91 8 2,547,788.00
1925 ... 2,637,430.00 4.02 14 2.097,790.00
1926 ... 2,449,186.00 3.73 9 1,750,058.00
Seventy lives lost and over fifteen million dollars wasted
by fire in five years.
Help to reduce this terrible sacrifice of human lives and
wasted dollars by being careful!
Published by authority of HON. W. R. CLUBB,
Minister of Public Works and Fire Prevention Branch.
H. McGRATH,
Provincial Fire Commissioner, Winnipeg.
S
■
E
S
Cí
E
H
H
S
M
S
H
|
H
53
H
S
R
s
M
S
H
S
H
H
K
H
S
1
H
K
H
■
H
S
H
S
H
S
H
S
H
S
H
I
H
HSHKHSHSHEHEHEHKHEHSHSHSHSH3HSHSHEHBHSHHHSHEHSHSHEHSH
Það eru
kaupa
2 vegir til að
brúkaðan bíl
Við sjötíu ára hyörf föður míns.
(13. sept. 1927.)
Freraspor í fangi dalsins,
um fjallaskriður, grundir, vaðla,
finna má í faraldsrúnum
farandsveins, að rústum staðla,
Þess er fyrstu útsýn átti
árla hvar að ris á fætur,
Roðans dís úr regindjúpi,
og réttir koss um miðjar nætur.
örvar framþrif æskumóðsins,
efstu gnýpu fjallsins skoða.
Hugtök skapar hærri en ella—,
haddaða í árdagsroða.
Firðsýn vekur ytra og innra,
andans þol og flugmagn stælir;
1. —Að fara úr einum stað í annan og
eyða tíma, kaupa svo bíl frá hinum
og þessum ókunnum, sem ef til vill
er ekki hægt að reiða sig á.
eða
2. —Þegar þér eruð í Winnipeg, að fara
þá beint til elzta og bezt þekta bif-
reiðafélagsins í Canada, THH Mc-
LAUGHLIN MOTOR CAR COM-
PANY, LIMITED
Þér keyptuð beztu kerruna hjá okkur, og
nú getið þér fengið hjá oss bezta bílinn.
1925 Star Sedan $695 1926 Oldsmobile Sedan $995
1924 Maxwell Sedan .... 1925 Essex Coach 770 1925 McLaughlin Six Coach Master 1250
545
1923 Studabaker Light
1924 Chevrolet Touring 345 Six Touring 550
1924 Oakland Touring. .. 595 1922 McLaughlin S i x
1924 Oakland Four Pass Touring 450
Coupe 795 1925 Dodge Coupe 850
1824 Hudson Coach 795 1923 Spec. Six Studabekar
with winter top 650
1921 Willis Knight 695 1923 McLaughlin 7 Pas-
1921 Nash Touring 650 senger Touring 800
Ef þér kaupið hjá oss bíl, og framvísið þess-
ari auglýsingu, þá endurgreiðum vér járn-
brautarfargjald yðar.
Show Room & Used Car Lot Used Car Show Room
Cor. Maryland and Portage
216 Fort Street.