Lögberg - 27.10.1927, Side 2

Lögberg - 27.10.1927, Side 2
Bls. 2 LöGumAG, FIMTUDAGINN 27. OKTÓBER 1927. 5H5H5HSH5HSíSH5HSHSE5H5aSí!SHSa5H52SHSHSH525aSH525BSH5MH5H5asa5H5aSSSH5HSZ5HS2SESHSH5ESÍSZ5H525H5aSH5HSHSa5S5HS2SÍSaSÍSHSHSH52SaSM252Sasaií?‘rt f gjiHSHSHSHSHSHSESHSESHSHSa a a a a a a SHSESHSHSPC’i TciitSdSHSa5HSH5H5H5HSH5HSH5H5HSH5H5H5HSHSHSHSH5H5HSHSHSHSH5HS?SHsHF 5HSHSHSHSHSH5H5HSHSH5HSE5HSHSH5HSH5H5HSHSH5H5HSH5HSHSH5H5H5HSH5HSHSHSHSHSH5HSHSH SHSHSHSHSHFHSi Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga ELSKUSKAPANDI KÆRLEIKUR. “Gruð er andi, og þeir sem hann tilbiðja, eiga að tilbiðja hann í anda og sannleika.” Sönn tilbeiðsfa, er óslitið samband manns- andans við hinn mikla föðuranda lífsandans í tilverunni allri. ‘‘Guð er kærleikur.” Öll verk drottins vitna um elsku hans. Bib- líutrúarmaðurinn sér elsku Guðs alstaðar og í öllu: 1 fyrirheitum hans, í staðfestingu þeirra, í handleiðslu Guðs, í miskunn hans, umburðar- lvndi og trúfesti, í öllum náðargjöfum hans, á- minningum hans, viðvörunum og leiðbeining- um. 1 öllu því er var, í öllu því, sem er og í allri þeirri dýrð sem koma á. Hann sér kærleika Guðs í öllu sjáanlegu fögru, heyrir um hann í öllum hljóð.bærum sannleika, og þreifar á hon- um í varðveizlu Guðs og umönnun. Tízkutrúarmaðurinn getur einnig séð dýrð Guðs alstaðar. Geislahendur almættisins hafa breitt ið- grænt, blómofið og silkimjúkt smáraflos undir fætur guðs barna. I*ar andar rós við rós. Þar blika fjólur. Þar brosa tallausir blóma-munn- ar í jurtagróðursins takmarkalausa stórveldi. Daggartárin glitra eins og skygndir demantar í gullskálum, böðuð í geislaflóði morgunsólar- innar. Hulin kærleikshendi ber að vitum vorum brjóstamjólk Móður Jarðar, dýrlegasta og sterkasta töfradrykkinn, bikar lífsins barma- fullan, og ilman' vor teigar Ljósblandnar og blóm-anaran-þrungnar lífgjafans guðaveigar. Yfir höfði ham;ngjubarnsins hvelfist Guðs hái himin, Ijóssins blikandi dýrðarhaf, — samsafn glóandi sólna, skínandi tunglna, tindrandi stjarna og iðandi norðurljósa. Hver árstíðin málar sinar undramyndir. Vetur og sumar skiftast á við að skemta barni konungsins í hin- uim mikla mvndasýninga - sal sólargeimsins. Jafnvel frost vetrarins stráir :braut mannsins silfursandi gei.slabrota sólskins og tunglskins á mjallhvítum helgifararskriíða vetursins. Vor og haust slá hörpu lífsins í sölum eilífs til- breytinga unaðar, og vagga söngelskri sál á síkv.ikum öldum hljómfallanna í bernskulífsins og fullþroskans mikla samspili. Frá morgni itl -kvölds rekur hver dýrðin aðra. Með yíð- varpi ársvalans berast morgunbænir alls jarð- ríkis í þúsundraddaðri samhljóðan, frá hvísl- andi tungum lífshræringanna, upp til alföður lífs og ljóss. 0g með útfalli dagsljóssins streyma bænarandvörp kvöldsins, sem þakkar og biður, —- þakkar fyrir dásemdir dagsins, fagnar kvrð og hvíld næturinnar og sofnar eins og biðjandi barn í móðurörmum algæzkunnar. “Vér elskum, því hann hefir elskað oss að fyrrá bragði.” Pétur Sigurðsson. HVAÐ ÞYÝÐA NÖFNIN A LÖNDUNUM? “Eg skil ekkert í því,” sagði maður einu sinni, “hvernig menn hafa farið að því að vita hvað stjörnumar hétu. Alderi laefir neinn kom- ið þaðan til þess að segja okkur það. Hvernig getum við þá vitað með vissu um, að þessi nöfn séu rétt?” Hann var heimskur maður; sem sagði þetta. Hann skildi ekki, eða athugaði ekki, hvernig nöfnin á öllu verða til. Þegar stjörnu- fræðingur uppgötvar nýja stjörnu, þá bara kallar hann hana einhverju nafni, stundum eft- ir einhverju einkenni, sem hann hefir stundum eftir afstöðu hennar og stbndum em heilar þyrpingar af stjörnum nefndar eftii* því, hvað margar stjörnur eru í hóp eða hvernig röðin er í laginu. “Blástjaraa” er nefnd því nafni, af því hún sýnist bláleitari en nágrannastjörn- ur hennar; “Heimskautsstjarnan” fær nafn sitt af því, hvar hún er; “Sjöstjarnan“ af því þar eru sjö stjömur saman í hóp, og “Ausan” af því, að sú stjömuþyrping er í laginu eins og ausa, o. s. frv. Eins og stjörnurnar fá nöfn sín á þennan hátt, þannig er það líka með löndin. Þegar ein- hver finnur nýtt land, -þá gefur hann því eitt- hvert nafn. Sum nöfn, bæði á löndum og öðru, em fjarska gömul, og á þeim má oft finna út, hvað fólkið hugsaði á þeim tímum. Heimsálfurnar hafa allar nöfn, sem þýða eitthvað sérstakt. Afríka þýðir: ‘ ‘ Svarta meginlandið. ’ ’ Það er dregiÖ af orðinu “afri” í máli Fönikíu- manna, og þýðir það orð: “Svarti maðurinn”, eða “ferðamaðurinn” (hefir tvær þýðingar). Ameríka dregur nafn af ferðamanni frá Florence á ítalíu, sem hét America Vespucci; hann ferðaðist mikið um Vesturheim og skrif- aði lýsingu af ýmsu þar. Þegar Columbus fann Ameríku, hélt hann að það væri vesturströnd- in á Indlandi, og þess vegna nefndi hann eyj- araar, sem hann fann, Vestur-Tndlandseyjar og fólkið í Amerku nefndi hann Indána; það hef- ir haldist síðan á frumþjóðipni í þessari álfu. Leifur hepni, sem var íslendingur og fyrst- ur fann Ameríku allra manna, sem sögur fara af, kallaði landið Vínlnd af því hann fann þar vínber. Asm er elzta álfan; það er að segja sú álf- an, sem menn hafa fyrst sögur af. Þar er álit- ið að fyrstu menn hafi verið á jörðinni. Nafnið Asía er dregið af orðinu “Ushas” í fom máli, sem kallað er “Sanskrit”. Asía þýðir: “Land dögunarinnar” eða morgunsins. Það á vel við, þar sem það er fvrsta land eða álfa nokkurrar menningar. Evrópa hefir tvöfalda þýðingu; það er bæði komið úr grísku og hebresku. Gríska orðið, sem það er dregið af, þýðir: “hið breiða andlit jarðarinnar”; en hebreska orðið þýðir: “Land sólarlagsins.” f Astralía þýðir: “Land suðursins”. Staf- imir “ia” í endi á landsnafninu, tákna land; Astrctl þýðir suður eða suðlægur. Þetta eru nöfnin á álfunum, en landanöfn- in hafa einnig sína sérstöku þýðingu. Abyssinia þýðir: “Land hinna ýmsu þjóð- f lokka. ’ ’ Arabía þýðir: “Land mannanna, sem búa á eyðimörkinni. ” Burma þýðir: “Land hinna sterku.” Kína dregur nafn sitt af höfðingja, sem einu sinni stjórnaði því landi, og hét Tsina. Hann var sá, sem lét byggja Kínamúrinn mikla England þýðir: “Land englanna”, en svo vom þeir nefndir, sem komu þangað frá Þýzka- landi og hertóku landið. Holland þýðir: “Flóalandið” eða láglend- ið. Italía dregur nafn sitt af manni, sem einu sinni réði þar ríkjum og hét Itcdus. Japan. Það nafn þekkist ekki í landinu sjálfu; landið er þar nefnt: “Niphön” eða “Nippon”, sem þýðir: “Land sólarappkom- unnar. ’ ’ Montenegro þýðir: “Svartfjallaland.” Palestína þýðir: “Land hinna ókunnugu”, eða ferðamannalandið. Spánn þýðir: “Héralandið”. Þegar Kar- tagoborgarmenn komu þangað, þá var landið fult af hérum, og því fékk það þetta nafn. Wales þýðir: “Land útlendinganna ”. 1 þeim parti landsins var þjóð, sem nefndist Cybrar; Rómverjar gátu aldrei brotið þá und- ir sig og Englendingar kölluðu þá útlendinga. Af því stafar nafnið. S. J. J. þýddi. TVEIR FERFÆTTIR VINIR. Saga sú, sem hér fer á eftir, er sönn, eftir því sem ferðamaður í Afríku segir frá. Hún cf talin óræk sönnun þess, að dýrin hugsi og geti gert sig skiljanleg hvert öðru. Þessi saga lýsir einnig trúrri vináttu tveggja hunda. Einu sinni voru tveir hundar svo miklir vinir, að þeir máttu aldrei sjá hvor af öðrum. Þeir hétu Tom Mix og Rags. Það vildi til einn góðan veðurdag, að Tom Mix lenti í áflogrum við nágrannahund, og beið ósigur.í Var Tom illa útleikinn, og leyndi það sér ekki, að Rags kendi í brjósti um hann. Þeir horfðu hvor á annan stundarkorn og sýndust tala saman með augunum. Síðan löbbuðu þeir af stað báðir þangað til þeir komu að götu- horni. Þar varð Rags eftir og virtist vera að líta eftir einhverju, en Tom hélt áfram, þangað sem ókunni hundurinn átti heima (hundurinn, sem flaug á hann). Þegar ókunni hundurinn sá Tom, hljóp hann á eftir honum og ætlaði að gera honum betri skil. Tom flýtti sér eins og fætur toguðu þangað sem Rags beið, og ókunni hundurinn á eftir honum. Þegar þeir komu á móts við götuhornið, réðst Rags á óvininu og fór alveg eins með hann og hinn hafði farið með Tom. Síðan slepti Rags honum og hann flýtti s£r í burtu sneypt- ur og blóðugur; en Tom stóð hjá og horfði á glottandi á leikinn, meðan Rags var að hefna fyrir hann. Þegar þeir voru orðnir tveir einir aftur, réðu þeir sér ekki fyrir kæti; það var al- veg eins og þeir væra að fagna vfir því, hversu ráðagóðir og sigursælir þeir hefðu verið. —S. J. J. þýddi. TVEIR SKÓLAIPLTAR. Sérhvert góðverk, sem vér gjöram, fáum vér launað fyr eða síðar, jafnvel í þessu lífi,. Frásaga sú, sem hér fylgir, er merkilegt dæmi upp á þennan sannleika. Parliamentið í Englandi var komið í stríð við Karl konung I. Hvorirtveggja höfðu grip- ið til vopna, og börðust með mikilli heift og bræði. En Karl konungur hafði beðið ósigur hvað eftir annað, og þeir af mönnum hans, sem náðust vopnaðir, voru leiddir fyrir dómendur, sem Crómwell hafði sett, og dæmdir sem land- ráðamenn. Einn af dómendum þessum var Patrick frá Nýjakastala (Newcastle). Hann var siðavandur og ráðsettur þjóðstjórnarmað- ur, og í mestum metum hjá Cromwell. Þar eð hann sökum heilsulasleika ekki hafði treyst sér til að ganga í herþjónustu, ásetti hann sér, að vinna þjóðstjórninni gagn með vitsmunum sín- um, og þótti hann einhver hinn bezti og rétt- vísasti vandlætismaður laganna. Einu sinni bar svo við, að hann hafði nokkra vini sína í kveldboði; komu þá hermenn nokkrir inn í stof- una, meðan verið var að borða, og höfðu með sér einn af konungsmönnum, sem þeir höfðu komið að óvörum og handtekið. Það var flokks- foringi, sem, eftir að lið Karls konungs var flú- ið víðsvegar, hafði revnt til að komast til sjáv- ar og fá þaðan flutning til Frakklands. Patrick bauð að leysa hendur hans; síðan lét hann setja annað borð nálægt arninum og mælti: “Það er afmælisdagur minn í dag, og eg ætla að lúka kvelderði mínum með gleði og gamni; komið með nokkuð til að hressa sig á, handa þessum herra, og þeim, sem hafa flutt hann hingað; þessa stundina ætla eg að veita honum sem húsbóndi, en að stundarkorni liðnu verð eg aft- ur dómari hans. ” Hermennirnir þökkuðu og settust niður við borðið, skamt frá hinum her- tekna manni, sem bar sig karlmannlega, og fór að borða með þeim með góðri matarlyst. Patrick settist nú aftur við borðið með vin- um sínum, og tók þar til máls aftur, sem hann hafði horfið frá, þegar hermennirnir komu. “Eg sagði ykkur áðan,” mælti hann, “að þeg- ar eg var fimtán vetra, var eg svo veimiltítu- legur, að allir fyrirlitu aumingjaskap minn, eða notuðu sér af honum, til að fara illa með mig. Fyrst átti eg ilt hjá stjúpu minni, og ekki tók betra við hjá skólabræðrum mínum. Kjarkur- inn hjá bömunum er kominn undir kröftunum. Ónytjungsskapur minn gjörði mig gungulegan. Því fór svo fjarri, að eg harðnaði við þá illu meðferð, sem eg varð að þola, að eg þvert á móti varð enn þá örkvisalegri og enn þá hrædd- ari við allan sársauka. Eg var síhræddur, og alt af eins og á glóðum, en mest af öllu óttað- ist eg kaðal skólameistarans, sem- hann barði þá með, er einhver yfirsjón vildi til. Eg hafði tvisvar fengið að kenna á þessari grimmilegu refsingu, og eg mundi svo vel eftir þessu, að eg allur skalf og titraði, þegar eg að eins hugs- aði til þess, að eg aftur kynni að verða fyrir því. Eins og eg sagði ykkur, gekk eg 1 skóla í Vestminster. Skólanum var skift í tvo bekki, og voru þeir ekki aðskildir með öðru en tjaldi einu, sem okkur var harðlega bannað að koma við. Einn góðan veðurdag sofnaði eg, þegar kennarinn var að lesa fyrir. En við einhverja hreyfingu í bekknum hrökk eg upp, og var nærri því dottinn, en greip í tjaldið til að styðja mig, svo það rifnaði undan fingrunum á mér, og kom á það stórt gat, svo það sást yfir í hinn bekkinn. Báðir kennararnir sneru sér við, þegar þeir heyrðu brakið, og sáu báðir í senn þau spjöll, sem á voru orðin. Það mátti eins kenna um þetta þeim skólapilti, sem sat í hinum bekknum hjá tjaldinu; en fátið, sem á mig kom, kom upp um mig, og kennarinn skip- aði mér reiðulega, að koma og fá tólf högg af kaðalspottanum. Eg stóð upp, en reikaði eins og drakkinn maður. Eg reyndi til að tala, og ætlaði að biðja mér vægðar, en gat ekki hrærí tunguna fyrir hræðslu; eg varð máttlaus í hnjá- liðunuim, og köldum svita sló út um mig allan. Loksins komst eg til kennarans, og féll á kné; hann hafði þegar reitt hinn óttalega kaðalsstúf til höggs, þegar eg heyrði, að einhver sagði: “Sláið hann ekki, ég er sá seki; og enginn ann- ■ ar.” Sá sem sagði þetta, var skólapilturinn, sem sat hinu megin við tjaldið. Hann var lát- inn koma inn í okkar ;bekk, og barinn tólf högg með kaðlinum. Mér kom fyrst til hugar, að koma í veg fyrir þessa ranglátu refsingu, og segja satt og rétt frá öllu; en eg hafði ekki þrek í mér til þess, og þegar fyrsta höggið var fall- ið, skaanmaðist eg mín að tala. Þegar búið var að hegna piltinum, gekk hann hjá mér með hendurnaivblóðugar, og sagði við mig í hálfum hljóðum og með brosi, sem eg aldrei gleymi: “Ggettu að því, að koma ekki oftar nærri tjald- inu, kunningi, því kaðallinn er sár.” Eg féll á kné og stundi þunga, og varð að leiða mig út. Upp frá þessum degi hefir mig hrýlt við bleyðiskap mínum, og eg hefi af alefli reynt að sigrast á honum, og held að mér hafi nú loks- ins tekist það.” Einn af gestunum mælti: “Þekkið þér ekki þennan drenglundaða skólabróður? hafið þér aldrei séð hann síðan?” — Patrick svaraði: “Nei, því fer miður! hann var ekki í sama bekk og eg, og eg fór úr skólanum í Vestminster skömmu síðar. Guð veit, að eg hefi oft beðið hann þess, að lofa mér að sjá þennan mann aft- uftur, sem þannig varð að þola ilt mín vegna; eg vildi gefa mikið til, að geta hringt staupi við hann. ’ ’ 1 sama vetfangi var borið staup að Patrioks staupi; hann leit upp, og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Það var hinn handtekni konmigs- maður, sem kom með staup sitt og mælti bros- andi: “I minningu rifna tjaldsins í Vestminst- er! En yður misminnir, herra Patrick! það voru ekki tólf högg, sem eg var barinn, heldur helmingi fleiri, af því eg hafði komið hegning- unni á annan, með því að segja ekki undir eins frá yfirsjón minni, og kennari okkar hélt um leið latínska ræðu um vísvitandi rangsleitni. ” Dómarinn mælti: “Þetta er satt; nú man eg það; en getur það verið, að það séuð þér?” — “Já,” sagði hann, þegar hann hafði virt hann fyrir sér; “pg þekki svipinn og andlitsfallið; það er hann, það er vissulega hann; en í hvaða stöðu og hvaða einkennisfötum?” — Hinn hertekni maður svaraði: “1 einkenn- isfötum konungs míns. Sem herraborinn skozkur maður hefi eg hlýtt því, sem mér hefir verið kent, að eg ætti að gjöra, og fylgt föður mínum í lierþjónustu hjá Karli konungi; faðir minn er dáinn, og eg er að fara sömu leiðina. Það fer alt vel, og eg beiðist einskis,, nema að Guð frelsi konungínn.” — Að svo mæltu settist flokksforinginn aftur niður hjá hermönnunum, og hélt rólega áfyam að borða. En Patrick var í þungu skapi. Sama kveldið gerði hann allar þær ráðstafanir, sem þurfti, til þess að farið væri vel með hinn hertekna mann; fór síðan að heiman, án þess að segja hvert hann ætlaði, og var þrjá daga burtu. Fjórða daginn kom hann aftur, og bauð að leiða flokksforingjann fyrir sig. Flokksforinginn sagði heldur alvarlega: “A þá loks að dæma mig? Það er mál komið að ljúka því af, þótt ekki væri nema sökum mann- úðar. Eg á svo gott hjá þér, herra Patrick, að sé eg hér lengi, verður það út úr, að mig fer að langa til að lifa.” — Dómarinn var mjög hrærð- ur og mælti: “Lávarður Ðerby! það eru nú tuttugu ár, síðan þú sagðir við mig, um leið og þú sýndir mér hendur þínar blóðugar: “Komdu ekki nærri tjaldinu, því að kaðaLspottinn er sár.” Hér er náðarbréf þitt, sem vemdari ríkisins hef- Professional Cards DF, B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg-. Cor. GrMiam og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tímar: 2—3 Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. COLCLEUGH & CO. Vér legrgjum sérstaka áherzlu á. atS eelja meðul eftir forskriftum iækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aC fft eru notuð eingföngu. Pegar þér kómið með forskriftina til vor, megið þér vera viss um, að ffi. rétt það eem læknirinn tekur til. Nótre D»me and Sherbrooke Phones: 87 659 — 87 65« Vér seljum Giftingaleyfisbréf Dr. Sig. Júl. Jóhannesson stundar almennar lœkningar 532 Sherburn St. Tals. 30 877 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 607 Maryland Street OÞriðja hús norðan við Sarg.) Prone: 88 072 Viðtalstími: kl. 3-7 e.h. og á Sunnudögum frá 11-12 f.h. Giftinga- og Jarðarfara- Blóm nieð litlum fjnirvara BIRCH Bl ómsali 503 Portage Ave. Tals.: 80 730 St. John: 2, Ring 3 THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN W. lögfræðlngar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones: 26 849 og 26 840 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur ’ Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. Phone 22 768 LINDAL, BUHR & STEFÁNSON lslenzklr lögfræMngar. 356 Main St. Tals.: 24 963 J>eir hafa etnnig ekrifstlofur að Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar að hitta á eftirfylgj- andi timum: Lundar: annlan hvern miðvikudag Riverton: Fyrstia fimtudag, Gimli: Fyrsta miðvikudag, Piney: J>riðja föstudag 1 hverjum mánuði J. Ragnar Johnson, b.a., lib, llm. leozkur lögmaður með McMnrray & McMurray 410 Electric Railway Chamber Winnipeg, Man. Símar: Skrifst. 26 821. Heima 29 014 A. G. EGGERTSSON fsl. lögfrtcðlngur Hefir rétt til að flytja mál bæði 1 Manitoba og Saskatöhewan Skrifstofa: Wynyard, Sask. A. C. JOHNSON 007 Confederation Ute Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tek- tir að sér að ávaxta eiparifé fölks. Selur eldsábyrgð og bifreiða ábyrgð- ir. Skriflegum fyrirspurnum svarað samstundis. Skrifstofusími: 24 263 Heimasfmi: 33 328 J. J. SWANSON & CO. IjI.MITED R e n t a 1 a Insurance RealEstate Mortgages 600 PARIS BLDG., WINNPEG. Phones: 26 349—26 340 Emil Jolinson SERVIOE ELEOTRIO RdfÁagns Contractinf/ — Allskyns rctfmagnsáhöld seld og við þau gert — Eg sel Moffat og CcClary elda- vélar og hefi þwr til sýnts á vetk- stœði minu. 524 SARGENT AVE. (gamla Johnson’s byggingin við Young Street, Winnipeg) Verkst.: 31 507 Heima:27 286 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá besrtli. Ennfreimur selur hann allskonar minnisvarðia og legstelna. Skritetofu talB. 86 607 Heimilia Tals.: 58 302 Tals. 24 153 NewLycGum Fhoto Studio Kristín Bjarnason eig. 290 Portage Ave, Winnipeg Næst við Lyceum leikhúsið. Islenzka bakaríið Selur beztu vörur fyrir lægsta verð. Pantanir afgreiddar bæði fljótt og vel. Fjölbreytt úrval. Hrein og lipur viðskiftí. Bjamason Bakingr Co. 676 SARGENT AVE., WINNIPEG. Phone: 84 298 ir ritað nafn sitt nndir; en nú verð eg líka að segja þér: gríp þú ekki oftar til vopna gegn jarliamentinu, því Cromwell er harður í horn að taka.” — Þeir herra Patrick og Derby lávarður féllu nú hvor um hálsiun á öðrum, og voi*u þaðan í frá hinir mestu alúðarvinir, þó þá greindi á í stjóramálum.—Smás. P. P. Jón—“Enginn strákur er eins fljótur að hlaupa og eg; einu sinni hljóp eg svo hart, að mér fanst vera grenjandi rok, og þó var blæja- logn.” Arni—“Það þykir mér ekkert mikið; eg hefi oft hlaupið svo hart, að skugginn minn hef- ir ekkert haft við mér.”

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.